Lögrétta


Lögrétta - 17.09.1919, Blaðsíða 2

Lögrétta - 17.09.1919, Blaðsíða 2
2 •LöGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum miff- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. rók fyrir því. Um 1890 munu örfáir n.enn utan Strandasýslu og sennilega bvergi nærri allir Strandamenn hafa vitaS, aö til var í þessu hjeraði eða á landinu bær, sem heitir LjúfustaS- ir. En nú er svo komiS-, að hver ein- asti maSur á þessu landi, sem kominn er til vits og ára og les eitthvaö um landsmál, mun þekkja þennan bæ og vita að hann er í Strandasýslu. Af því einu að Guöjón Guölaugsson áttí þar heima í 15 ár. —- Endurtek jeg því þetta þakklæti, en tekiö skal þaS skýrt fram, að þetta ber ekki aö .koöa serd nokkurskonar húskveöju- þakklæti. Þá er þakkaö fyrir störf, sem eru aö fullu unnin og aö öllu lokið. En þó aö þú, Guðjón, sjert nú aö kveöja þetta hjerað, sem heimilis- maöur, þá vitum vjer og vonum vjer ?.ð störfum þinum í þarfir lands og þjóöar sje hvergi nærri lokiö. Og jafnframt fylgir líka ofurlítill eigin- gjarnt vonarneisti, og er hann sá, að jafnframt og þú framvegis vinnur öllu landinu gagn, þá muni þó enn eiga eftir aö hrjóta einkamolar til þíns gamla hjeraðs af nægtaboröi starfa þinna. Jeg vil þvi likja þessu þakklæti mínu við þakklæti þess manns, sem er gestur á rausnarheim- ili, hefur notiö góös miðdegisverð- ar og þakkar auðvitað fyrir hann, en vonar jafnframt og þykist viss um að hann eigi eftir að fá góðari kvöld- verð að sínu leyti eins þakkarverðan. Nú vil jeg þá ennfremur með nokkrum almennum orðum víkja of- urlítið að starfi Guðjóns og fram- komu hjer innan hjeraðs og vantar mig þó enn meira kunnugleika til þess en hins. Þó skal það tekið fram. að störf hans hin miklu í þarfir kaupfjelagsins mun jeg ekki minnasij á, því jeg þykist vita að það muni •serða gert af öðrum á öðrum tírria. í vor eru 38 ár síðan Guðjón tók að starfa í þessu hjeraði og 37 ár síðan hann varð hjer heimilisfastur. Á þessu tímabili hefur hann átt heima ' öllum sveitum milli Bitruháls og Bjarnarfjarðarháls. Munu allir þeir staðir, er hann hefur dvalið á, bera hans menjar og sýna að meira eða rninna leyti dugnað hans og fram- kvæmdir. Allan þennan tima hefur hann verið hlaðinn allskonar trún- aðarstörfum í stærri og smærri stíl. Hann hefur verið hreppstjóri og odd- viti hvað eftir annað, og einnig sýslunefndarmaður. Öll þessi störf hafa farið honum mætavel úr hendi og sum með afbrigðum. Guðjón hef- ur jafnan viljað vera forgöngumað- í búnaði og öðrum atvinnuvegum og viljað reyna að beina mönnum inn á nýjar brautir til framfara, bæði til lands og sjávar. Þannig varð hann fyrstur til þess að útvega og kaupa vjelbáta í þessa sýslu og það einmitt þegar þeir fyrst voru að ryðja sjer til rúms. Andlegt líf hefur hann einnig vilj- sð efla eftir mætti rneðal aimennings. Hann var einn af þeirn mönnum, er endurreistu hið góða, gamla Lestrar- fielag Kollfirðinga og var ætíð síð-' an hinn öflugasti styrktarmaður þess með fjárgjöfum. Lestrarfjelagi þessa hrepps, sem vjer nú erum í, hefur hann einnig gefið stórgjafir í bókum. Fleira mætti auðvitað upp telja af framfarastörfum og fram- faraviðleitni Guðjóns, en jeg læt hjer slaðar numið með slikar upptaln- ingar. Vil að eins í fáum orðum segja það, að hvar sem eitthvert íramfaramál þessarar sýslu var á ierðuni, þá mátti, að minsta kosti um eitt skeið, ganga að þvh vísu, að Guð- jón var meira eða minna við það -riðinn. Ekki þarf jeg að. lýsa fyrir al- menningi þessa hjeraðs gestrisni Guð- jons. Hún er svo alkunn og það eru svo margir sem hafa notið hennar. Meira að segja efast jeg um, að það sjeu margir hjeraðsbúar milli Stiku- háls og Kaldbakskleifar, sem ekkl hafa einhverntíma að meira eða minna leyti notið gestrisni hans og rausnar. Enda hefur aldrei verið ].rot nje endir þar á hvernig sem á svóð og hver sem í hlut átti. Idjálpfús og bónbóður hefur Guð- jón ætíð verið með afbrigðum, enda hefur áreiðanlega mjög verið níðst á þeim kostum hans. Því að fjöldi nanna hefur orðið svo feginn og haft svo mikið gott af að mega nota hina miklu hæfileika hans og við- tæku þekkingu á hinum almennu sviðum. Og mörg munu þau vanda- mál einstakra manna, sem Guðjón hefur verið fenginn til að ráða frarn ur og ráðið fram úr. Við fátæka hefur Guðjón ekki siö- ur verið örlátur óg* hjálpsamur með gjöfum. Sýnir það þvi betur kosti manrisins, sem hann sjaldan mun hafa haft af miklu að taka. Þannig hefur þá Guðjón eytt hjer sínum bestu þrekárum, þannig hef- ur hann starfað og slitið út kröftum sínum aridlegum og likamlegum. Og' bað mun óhætt að fullyrða, að meiri hluti þessa starfsþreks hefur verið notaður og eyddur í annars þágu og þarfir, en langminsti hlutinn í sjálfs l.ans þarfir, og þegar þess er gætt, að honum hefur aldrei verið hlift og að hann hefur aldrei hlíft sjer sjálfur í þessi 38 ár, þá er það hrein- asta fyrirbrigði hve vel hann hefur þó haldið sjer. Jeg held hann sje ó- drepandi. Minsta kosti er jeg sann- færður um það, að jeg yrði gatslit- inn hjer á Ströndum áður en jeg kæmist helming af jafnlöngum á- fanga æfinnar og Guðjón hefur farið hjer. í samvinnu allri hefur Guðjón verið einhver hinn allra besti sem hugsast getur. Öllum hefur borið saman um að svo hafi verið, sem jeg hef heyrt á það minnast. Hefur hann e'ns unnið og getað unnið með mönn- rm þó þeir í þann svip væru í ein- hverju mótstöðumenn hans. En það sem hefur gengið eins og rauður þráður gegnum alt líf Guð- jóns og starf i þessu hjeraði, er hin dæmafáa óeigingirni hans. Og þessi • óeigingirni hefur verið svo framúr- skarandi, að hún* ein hefði hafið hann yfir meðalmanninn, hún ein he.fði aflað honum orðstírs, þó hann ekki hefði haft eins mikið af öðrum kosturn til að bera. Hjá honum hefur ætíð verið sjálfsagt að láta altaf held- ur ganga á sig í einu sem öllu, hvenær sem því hefur orðið við komið. Þetta róma allir og þetta viðurkehna allir hjeraðsbúar. Um ókunnra manna fleipur varðar oss ekki. Slíkir fleipr- aiar eru ætíðogeigaætíðað verasjálf- um sjer verstir. Um þessa óéigingirni Lans ber líka raun vitni, því það er alkunna að Guðjón hefur aldrei orðið auðugur hjer. Og þó dylst það engum að Guðjón er ekki þeim mun starfs- minni eða þeim mun óhagsýnni held- vir en margir þeirra, sem í efni kom- ast, að hann þess vegna hefði ekki att að geta safnað ofurlítið í sarp- inn í 38 ár, ef óeigingirnin hefði ekki a’veg tekið þar af skarið. Öll þessi störf þín, Guðjón, innan- hjeraðs, alla gestrisni þína, alla hjálpsemi þína, alla þína miklu ó- eigingirni og alla þina samvinnu og sambúð vil jeg nú fyrir hönd allra hjeraðsbúa þakka þjer. Þakka þjer fvrir hönd vina þinna fjær og nær í þessu hjeraði, fyrir hönd samherja þinna og fyrir hönd þeirra, sem ör- læti þitt hefur glatt og hjálpfýsi þín bjálpað. Er mjer því ljúfara að flytja þetta þakklæti sem jeg veit að oft hefur áður lítið á því borið. Miklu fremur brytt stundum á hinu. Þakklætisstrengurinn er annars í.vo undarlegur og vel falinn streng- ur í manneðlinu að hann er vandhitG ur og oftast lítur svo út sem hann sje alls ekki til. Það getur þó alt í e;nu umið ofurlítið í honum við ein- siök tækifæri. En strengur vanþakk- lætissins er ætíð á takteinum, enda kunna líka öfundarmennirnir ofurveí á hann að spila. En nú langar Strandamenn * til þess i kveðju skyni að sýna þjer of- urlítinn vott þakklætis síns og virð- ingar. Lítilfjörlegari þó, borinn sam- an við þá miklu þakklætisskuld, sem þeir eru og verða í við þig. Sem slík- in þakklætisvott hefur mjer sem þingmanni hjeraðsins verið falið að færa þjer þessa einföldu og óbrotnu gjöf frá hjeraðsbúum. Gjöfiri er gull- ur með gullfesti. Á annað ytra lok ú sins er haganlega dregið fanga- mark Guðjóns, en á innra lokinu er ]/essi áletrun: „Þakklætisvottur frá Strandamönnuni 1919.“ Þessa gripi vil jeg nú afh'enda þjer og biðja þig að nota þá. Vildum vjer að þeir mættu ætíð niinna þig á það. sem þeim fylgir; hugheilusth þakkir Jinna gömlr hjeraðsbúa og bestu óskir um gæfu og gengi í framtíð- inni. Vildum vjer að þeir yrðu þjer ■verndargripir, er sneru öllu þjer til heilla meðan þú notar þá. — Um leið \il jeg biðja þig að renna huganum lil þeirra mörgu, sem ekki eru nú innan þessara veggja, en sem þó engu siður en hinir, sem hjer eru, senda þjer þennan þakklætisvott og sín hiýjustu hugskeyti með þökkum og kveðjum og árnaðaróskum. Áður en jeg hnýti hjer aftan við niðurlagsorðunum, ætla jeg að gera oíurlítinn útúrdúr og segja nokkur 01 ð til Guðjóns að eins frá mjer einum. Fyrst þegar við hittumst í þessu hjeraði, þá vorum við andstæðingar í stjórnmálum þeirn, er þá skiftu f'okkum i landinu. Harðnaði það smámsaman eins og eðlilegt var eftir atvikum og stundum vildi kastast í kekki, því aldrei getur hjá því far- io, að persónulegar tilfinningar verði fyrir áhrifum^ hinna sunnurleitu póli- t!sku skoðana. Þó held jeg alt þetta hafi verið á eðlilegan hátt og farið að líkum. — En það sem mjer þykir vænst um þegar jeg lít yfir þann iiðna tíma, er að við mættumst þá serr, heiðarlegir pólitískir andstæðingar á hösluðum velli heiðarlegra stjórn- málaflokka. Því þá voru þó hreinar línur og heilbrigð flokkaskifting í landinu, en ekki gamlir, fúnir, flokka- ræflar, sem einungis hanga saman á gamalli samvinnusamúð, og svo eig- inhagsmunaklíkur, cins og nú eru uppi. — En það finst mjer óræk sönn- un þess að okkar í milli haíi aldrei verið annað en „pólitíkin“, að undir eins og fer að draga úr stjórnmála- c’eilunum, þá smádregur saman með ckkur, og þegar gamla deiluefnið er úr sögunni, þá tel jeg okkur orðna hina bestu samvinnumenn og vini. En einmitt af þessu þykir mjer svo leitt, sð þurfa nú að missa þig, Guðjón, einmitt þegar það er að fullu horfið, sem olli því eða gat valdið því, að við gætum notið hver annars aðstoðar og samvinnu, sjálfum okkur til á- r.ægju og ef til vill einhverjum til gp.gns. Þess vegna sakna jeg þín, í Gpðjón, sjerstaklega, eins og reyndar svo margir fleiri, af því mjer finst þú einmitt yfirgefa okkur, þegar jeg tíl fulls er farinn að læra að þekkja þína mörgu og miklu mannkosti. Og þó jeg reyndar ekki viti hversu langt verður þangað til jeg sjálfur verð að 'hröklast hjeðan í burtu, þá finst mjer samt jeg engan mega missa af þeim mönnum, sem jeg hef mest not og mesta ánægju af að vera samvistum vft). — Jeg kveð þig því með inni- legu þaktlæti fyrir alla samveruna og tel það mikið happ fyrir mig, að ].ú þó ekki fórst fyr úr þessu hjeraði, eri jeg hafði af eigin reynslu lært að þekkja m^nngildi þitt. Já, það sakna þín margir, Guðjón, ■.iú þegar, en þó hygg jeg, að enn fleiri muni sakna þín síðar. Þvi máltækið „enginn veit hvað- átt hefur, fyr en mist' hefur“ reynist því miður alt 01 oft sannleikur. Er það slæmt, því þá er það venjulega of seint. Það er einkennilegt með hann Guð- jón, að jeg held að hann eigi enga eða þá sárfáa óvildar eða hatursmenn. Mætti þó búast við því, um mann. sem jafnmikið hefur haft sig i frammi eins og hann. Sýnir það best, hvc mikla. virðingu og álit menn hafa borið fyrir honum, að þó eitthvað 'nafi með köflum kastast í kekki, þá h^fur það aldrei orðið að frambúðar- báli haturs og óvildar. Og ef þeir kynnu einhverjir að vera, sem ekki óskuðu Guðjóni alls góðs, sem jeg nú ekki trúi að til sjeu, þá er það mitt álit, að þeir hljóti að vera af flokki þeirra manna, sem hverjum góðum dreng er einungis sómi að, að hafa fyrir óvini. Hitt er víst, að vini á Guðjón marga, og fleiri en flestir aðrir. Þegar þú ert farinn hjeðan, Guð- jón, og ferð að lifa á endurminning- unum, þá vildum vjer óska þess, að bú að eins myndir hið góða og vin- samlega, er fram við þig hefur kom- ið, og alt það, er þjer hefur þótt svo vænt um, bæði hjá mönnum og nátt- úri>hjeraðsins. En látir hið mótdræga verða sem mest hulið gleymsku. Þú ert nú að fara til þess, ef svo mætti að orði komast, að kanna ó- kunnuga stigu og leggja út á nýjar brautir, og vonum við að alt gangi } ar þjer að óskum. En það vil jeg benda þjer á, að hvenær sem þjer dvtti í hug að hverfa aftur til þinna gömlu haga, þá skaltu vita það, au hjer á Ströndum munu ætíð bíða þín einlægir vinarhugir og vinahús á ótal stöðum, sem ætíð myndu telja það sína mestu gleði, að veita þjer við tökur og beina. Máttu vita það. að ]>ú verður ætfð velkominn og ljúfur gestur Strandamanna, hvort sem þú kemur til heimsóknar eða langdvalar. Já, þó þú lifðir okkur öll, og næsta kynslóð yrði sest að búurn hj'er á Ströndum í stað þeirrar, sem nú lifir, bá máttu vita það, að eitt al pví sem hún hlýtur að erfðum verður þakk- læti, virðing og vinátta til þín. Þvi jeg veit, að Strandamenn munu kenna Lörnum sínum, — þeir verða að kenna þeim það — að þar ber garnlan holl- vin hjeraðsins að garði, ef Guðjón Guðlaugsson ber þar að. Þú flytur nú suður að Hlíðarenda, Guðjón. Er býli þitt samnefnt bæ þeim, sem einna frægastur er í sög- um vorum. Vonum vjer, að þetta sje góðs vitý og fyrirboði þess, að þú eigir eftir að gera þenna Hlíðarenda eins frægan og Gunnar gerði hinn. Ekki með forlögum Gunnars, heldur með mannkostum hans. Og þó oss ætíð verði það hugðnæmast, að þú framvegis yrðir kendur við Ljúfustaði, því á rneðan finst oss að vjer eigum ]. ó talsvert ítak í þjer, þá viljum vjer þó óska þess, að þú enn eigir eftir að vinna svo vel-að þjóðnytjastörium að Hlíðarendi hljóti af þjer sömu frægð og Ljúfustaðir hafa nú. Snúist þjer alt til fjár og frama, gæfu, gengis og gleði til gamals ára! Árnum Guðjóni Guðlaugssyni heilla! Nokkru síðar flutti sjera Guðlaug- ur Guðmundsson kvæði, það sem áð- ur hefur verið prentað í þessu blaði. Þá mælti sjera Guðlaugur fyrir minni konu Guðjóns, en Tómas Brandsson kaupmaður fyrir dóttut ];eirra. Sjera Jón Brandsson talaði fyrir minni Steingrímsfjarðar. Las hann einnig upp síðar kvæði til Guö/ ións, nijög snoturt, eftir óþektan höf. Kvæði flutti og Einar Jochumsson til Guðjóns og frú Ágústa Einarsdóttir ræðu og kvæði, frumort til konu Guð- jóns. Var síðan fjöldi af ræðum og læðumönnum öðrum, auk Guðjóns siálfs. sem of langt yrði upp að telja. En samsætið fór að öllu hið bestu fram, og var áreiðanlega öllum til ánægju, enda veislusalurinn prýðilega skreyttur og veislufólkið samvalið og ákveðið í því, að skemta sjer og heið- ursgestunum. Var skemt með söng* hljóðfæraslætti og grammófónsöngv- um, auk ræðuhaldanna. Laugardaginn næstan á eftir, á að- alfundi Verslunarfjelag's Steingríms- fjarðar, sem Guðjón hefur komið á :ót og síðan veitt forstöðu, voru hon- um færðar frá fjelaginu 1000 krónur í gulli í silfurbikar. Grafið var á bik- arinn þetta: „Guðjón Guðlaugsson. 1919. Verslunarfjelag Steingríms- fjarðar þakkar föður sínum 20 ára starf.“ Voru þar og haldnar ræður til þakkar Guðjóni, fyrir hans ötulu og óeigingjörnu starfsemi í þarfir lcaup- fjelagsins. Guðjón fór í gær, þ. 7. maí, með Sterling, alfarinn úr þessu hjeraði, rneð fjölskyldu sína. Er nú skarð fyr- ir skildi hjer á Ströndum. 8. niaí 1919. Steingrímsfirðingur. NB. Ætlast var til, að þetta erind' væri fyrir löngu biit í blöðum, en af sjerstökum ástæðum hefur það farist f\rir. Ifðtldruraiifisillcnir í fslandi. Eftir dr. Helga Jónsson. ------ (Niðurl.) The Botany of Iceland. Vol. II. Annað bindið er að eins byrjað, og fvrsta heftið (5. hefti bókarinnar) ný- l"ga komið rri- Er það um eskilagnir 1 vötnum (Ernst Östrup: Fresh-water Dialoms from Iceland, with 5 plates) Þetta merkilega rit er gefið út að höfundinum látnum. (Östrup dó 16. april 1917). Handrit hans var skrifað á dönsku, og hefur það nú verið þýtt á ensku. Llöf. hefur þannig ekki auðn- rst að ganga frá ritinu áð síðustu Östrup hefur rannsakað vatnaþör- ungasafnið íslenska i grasasafninu mikla i Kaupmannahöfn, alls 572 sýn- ishorn, er ýmsir hafa safnað, svo sem: J. Boye Petersen, ölafur Da-* víðsson, A. Feddersen, Chr. Grön- lund, Th. Holm, Hjalmar Jensen, Helgi Jónsson, L. Kolderup Rosen- vinge, C. H. Ostenfeld, K. Rördam Japetus Steenstrup, Stefán Stefansr- son, Bjarni Sæmundsson, Þorv. Thor- oddsen, C. Wesenberg Lund og Eug. Warming. Höf. telur alls uni 532 tegundir og afbrigði samanlagt, og auk þess nefnir hann nokkrar tegundir (15), ‘,’r aðrir hafa fundið hjer, en hann þó ekki rekist á í söfnum þeim, sem hann rannsakaði. Af þessurn 532 tegundum hafa sár- fáar áður verið kunnar hjeðan af landi, eitthvað um 90 alls, allar hinar voru áður óþektar á landi hjer. Með- al þessara tegunda eru 46, sem eru r.ýjar fyrir vísindin og auk þeirra 11 afbrigði. Það eru miklar nýjungar sem þessi ritgerð (88 bls. alls) hefur til brunns að bera, en það hefur líka verið á- kaflega mikið verk að rannsaka öll þessi söfn. Upptalning tegundanna er 66 bls. Þá koma töflur er sýna útbreiðslu tegundanna í heimsálfunum (Evrópu, Afríku, Asíu, Ameríku og Ástralíu) og nálægum löndum (Grænlandi, Jan Mayen, Beeren Island, Spitzbergen ofe rranz Josephs-land), og loks er sýnd útbreiðsla tegundanna í ýmsum hlut- um landsins (suður-, suðVestur-, norðvestur-, norður- og austurland). Af töflunum sjest að langflestar af íslensku tegundunum vaxa líka í Norðurálfunni eða 445 tegundif (95 %), en þar næst kemur Améríka með 251 (54%) af íslenskum tegundum; í hinum álfunum er minna. Af hin- um einstöku löndum, sem nefnd eru, líkist Grænland mest; þar vaxa 192 af íslands tegundum eða 41%. Á ís- landi sjálfu er tegundafjöldinn mis- iafn í hinum ýmsu hlutum landsins. I lestar eru tegundirnar á Suðvestur- landinu og Austurlandi, og er það ef- laust af þeirri ástæðu, að þar hefur •verið safnað meira en í hinum fjórð- ungum landsins. Að síðustu er þeirra ‘tegunda getið sjerstaklega, er vaxa við hveri. Það :*r kunnugt að ýmsar tegundir vaxa \ið hveri, í heitum jarðvegi, en finn- ast ekki annarsstaðar hjer á landi. Er það venjulegast svo að skilja að suð- i.ænni tegundir, en þær, sem annars- síaðar vaxa á landi hjer, geta þrifist v,ð hverina af því að jarðhitinn ger- ir loftslagið nægilega gott fyrir ]iær. Það er því mikilsvert að vjer nú þekkjum hveraeskilagnagróðurinn, og getum því gert oss enn þá ljósari hugmynd um gróðurinn við hverina i heild sinni. Meira er ekki komið út af Botanv of Iceland, en bráðlega mun þó koma lýsing á fljettugróðrinum (skófun- um), og mun jeg geta unt það er þar að kemur. íslendingar mega vera Carlsberg- sjóðnum afarþakklátir fyrir þessa bók. Útgáfan er hin vandaðasta í alla staði. En Carlsbergsjóðurinn hefur gert miklu meira en að kosta útgáfu tókarinnar, hann hefur nefnilega kostað mest af þeim rannsóknum, sem bókin byggist á. En urn leið og Carlsbergsjóðnum er J/akkað, má ekki gleyma að þakka þeim manni, sem með sínum eldfjöruga áhuga hefur .hrundið íslenskri grasafræðisrann- sókn lengra áfrant á nokkrum ára- tugum, en áður var gert í fleiri ald- r?. Þessi rnaður er hinn frægi danski grasafræðingur og ágæti kennari Eug. Warming. Bðselosliilyrl I stjdrnirskrðnni. Blaðið „Dagur‘‘ á Akureyri getur um ágreininginn, sem út af því hef- ur orðið í þinginu, og segir m. a.: „Bjarni frá Vogi og Einar Arn- órsson eru taldir upphafsmenn ósam- lvndisins. Aðferð þeirra í þessu máli er óverjandi. Báðir sitja þeir í hinni dansk-íslensku ráðgjafarnefnd, og var því bein skylda þeirra að korna }ar fram með þau breytingarákvæði \ið stjórnarskrána er þeir töldu nauð- synleg. Það gera þeir ekki. Þeir stein- Jiegja um þetta í nefndinni, fitja fyrst npp á þessu breytingarákvæði, þeg- ar á þing er kornið. Sú aðferð er ó- hrein og undirhyggjuleg, bæði í garð landsstjórnarinnar og Dana. — Að vera að fitja upp á þessu deiluefni nú í þinginu virðist vera alóþarft og getur meira að segja haft ill eftir- köst á ýmsan hátt. Það liggur ekk- ert fyrir um það, að okkur stafi hætta, þjóðernisleg eða pólitísk, af mnflutningi Dana eða annara útlend- inga hingað til lands. Ef til vill er sú hætta ímyndun ein. En kæmi ]tað siðar fram, að hún væri fyrir dyr-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.