Lögrétta


Lögrétta - 04.11.1919, Blaðsíða 1

Lögrétta - 04.11.1919, Blaðsíða 1
Utgeiandi og rits‘-;óri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstrseti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtuitt.! ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 45. Reykjavík 4. nóv. 1919. XIV. ár. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 3«. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Fossamálið. Eftir karl í Garðshorni. III. Aðal-mótbárurnar gegn notkun vatnsorkunnar hjer í landi, eöa stór- iðn^ði, — sem er nákvæmlega það sama — eru tvær; i) AS það þurft að flytja inn svo mikið af útlendum verkalýð — sem strax er titlaður skrill—að þjóðerni landsins sje háski búmn, og 2) að það muni draga svo vinnuafl frá aðal-atvinnuvegunum, landbúnaði og sjávarútvegi, að það geti orðið þeim til stórhnekkis. Að koma fram með þessar mótbárur i sömu andránni, er samt ekki vel sam- rímanlegt. Að segja i öðru orðinu, að sækja þurfi allt verkaliðið til útlanda og i hinu, að svo mikið verkaíið drag- ist frá landbúnaði og sjávarútvegi, að þeim sje hætta búin, fær engan veginn staðist. Þetta er þó tiltölulega sak- laus staðhæfing í- samanburði við ýmsar aðrar öfgar og firrur af hendi innilokunarmanna ; svo nefna þeir sig sjálfir og eru mjög vel að því þeiti komnir. Að því er fyrra atriðið snertir, þá er það víst, að nauðsynlegt verður að flytja inn útlent verkafólk að öllu eða miklu leyti, til að framkvæma virkjunina. Að kalla þetta fólk skríl, aður en það er komið, já, án þess að nokkur viti hvaðan það kann að koma cr blátt áfram ósvifið. Það er ósvífið gagnvart heilli stjett manna, þó verkafólk sje, að einkenna hana að ó- reyndu með þessu lítilsvirðingar- nafni. Það er all-sennilegt, að meiri liluti þessa verkafólks komi frá bræðraþjóð vorri, Nöregi, en verka- lýður þar er alls ekki svo illræmdur, að nokkur átylla sje til að klína slíku óþverra nafni á hann. Geigurinn við þennan útlenda ,\erkalýð er nú fólginn í því. að hann — auk skríllyndis sins — verði svo fjölmennur, að hann muni halda við þjóðerni sínu, en kæfa ís- lenska tungu og íslenskt þjóðerni í kring um sig, heimta þátt í stjórn hjeraða og landsins og verða i stuttu máli „ríki í ríkinu". Til þess að finna þessati hræðslu stað, fimm-falda inni- iokunarmennirnir verkamenna-töluna á þann hátt, að þeir gera alla verka- mennina kvongaða og með minst 3 börn hvern. í sjálfu sjer væri það æskilegast, að sem flestir verkamann- anna væru kvongaðir, því reynslan hefur þráfaldlega sýnt, að þeir eru bestu og áreiðanlegustu verkamenn- irnir, reglusamir menn og starfsamir, sem hugsa einungis um vinnu sína og heimili. Ókvongaði lýðurinn er aftur á rnóti lausari á svellinu, gjálíf- ari og yfirleitt lakari til vinnu. Senni- legt má telja, eða enda alveg víst, að í byrjuninni verði meginþorri verka- lýðsins ókvongaður, og þá fimmfalt færri en öfgamennirnir halda fram, og hættan þess vegna fimmfalt minni, ef hún annars væri nokkur. En mun nokkur annars þora að halda því fram í alvöru, að þjóðerni landsins og sjálfstæði væri hætta bú- in, þó flutt væri inn á nokkrum ár- um alt að 2500 verkamanna? Það er hæsta falan, sem nokkrum manni hef- ur dottið í hug að flytja inn, þangað til fengin er reynsla fyrir framgangi íossa-iðnaðar. Ef landið þolir ekki þetta, þá hefur það engan tilveru- rjett sem sjálfstætt ríki. Ef þjóð, sem telur um 100.000 manns, á að beygja sig fyrir og taka upp mál, sem 2500 Kr. Kristjtaon bdksali, Rufk, kaupir allar íslenskar bækur; jafnt I.eil bókasöfn sem einstakar bækur. Verksmiðja Eyuindar Hrnasonar. manns í landinu tala, þá á hún það lyllilega skilið, að líða undir lok. En það er óþarfi að fjölyrða um þetta, það eru svo miklar öfgar, að það er að misbjóða heilbrigðri skynsemi. að rökræða þær og hrekja. Þær hrekja sig sjálfar. Því, getur nokkr- um í alvöru dottið í hug að Norð- lendingar, Austfirðingar og Vestfirð- iugar týni máli sínu, þótt 2500 Norð- menn setjist að í flóauum, eða þjóð- ernið glatist alveg, þó lítið þorp komi upp við Þjórsártún. Það er ráðgert af öllum, jafnvel af sjerleyfisbeiðendunf sjálfum, að sett--’ ar verði sterkar varnir gegn því, að útlendi verkalýðurinn geti haft áhrif á tungu vora; börnin verða frædd i íslenskum skólum, á íslensku; hann' verður að lúta og hlýða íslenskum lögum og íslenskum yfirvöldum. Sveitarfjelögunum .getur ekki staðið nein byrði af honum. Framkvæmdar- valdið hefur hvenær sern er myndug- leika til að vísa burtu óróaseggjum, sem vart kynni að verða við. Bæði íramkvæmdavald og löggjafarvald er jafnan til taks til að skakka leikinn, hvenær, sem með þarf, til að greiða úr hverri flækju, sem fyrir kann að koma, eins og landinu horfir til heilla. Og þetta á sjer jafnt stað, hvort sem landið sjálft rekur iðnaðinn og sækir verkalýðinn, eða sjerleyfis-hafi geri það. En í fyrra tilfellinu borgar land- iö allan kostnað sem þessu kann að verða samfara, en í hinu er það á kostnað leyfishafa, og er það enn eitt til meðmæla með því, að veita heldur sjerleyfi, en láta ríkið taka málið tíl íramkvæmda. Það þarf annars ekki mikla fram- sýni til áð sjá, hvernig fara muni fyrir þessum innfluttu mönnum ; þeir, sem ókvongaðir eru, munu fljótlega íá sjer konu og festa bú, og börn þeirra verða strax al-íslensk. Hinir munu flestir, að minsta kosti smátt og smátt verða hálf-innlendir, og börnin fljótlega al-innlend, eins og reynslan hefur sýnt á mörgum út- lendingum, sem hingað hafa flutst, og eru afkomendur þeirra margir hverjir, hinir bestu fslendingar. Að stóriðnaður eyðileggi landbúnað og tiskiveiðar, kemur ekki til mála, ef alt verkaliðið er sótt til útlanda. En setjum nú svo, að töluvert af verka- lýðnum verði íslenskur? Hvaðan kemur hann þá? Auðvitáð fyrst og fremst frá verkamannastjettinni sjálfri, hún er nú þegar orðin svo íjölmenn, að telja má fyrirsjáanlegt, að vinnu skorti fljótlega fyrir hana. Hennar vegna, þó ekki væri annars vegna, er því nauðsynlegt að byrja á einhverjum stórframkvæmdum, svo hún geti lifað. Eitthvað mundi slæð- ast með úr sveitunum og frá sjónum, en aldrei verður það svo margt, að þessir atvinnuvegir eyðileggist. Þessi orð hafa nefnilega heyrst fyr, og reynst hjegómi einber. Þegar verið var að leysa vistarbandið, var það viðkvæðið hjá afturhaldsseggjunum, að leysingin myndi eyðileggja land- búnaðinn. Það eru nú 25 ár síðan, og hefur honum ekki hrakað, því það eru að eins höft og takmarkanir á at- hafnafrelsi manna, sem eru til falls og niðurdreps, en ekki hið gagnstæða. Gegn því, sem landbúnaðurinn kann að tapa við stóriðjurekstur, kemurþá hins vegar hin mikla lyfting, sem hann verður fyrir, af völdum þessar- ar iðju, og þau miklu lífsþægindi, sem hún færir bændum; ljós og hita inn í hýbýli þeirra, sem hvorttveggja er aftur undirstaða og lyftistöng til margvislegra annara framfara. Grænland eða nýbýli. Eitt þeirra mála, sem verið hefur á dagskrá með þjóð vorri, er ný- býlagerð. Með þeim búnaðartækjum og búsháttum og verði á framleiðsl- unni, sem nú er, hafa sveitirnar ekki getað kept við sjóinn og Ameríku. Hagskýrslurnar sýna, að fólksfjöld- inn i sveitunum stendur ekki i stað, heldur minkar hann beinlínis. And- stæða við þetta er það, hvernig sjáv- arútvegurinn eflist og sjávarþorpin stækka. Þetta mál má skoða frá haglegri, íjelagslegri og menningarlegri hlið. Við lítum fyrst á menningarhlið- ina. íslendingar hafa að þessu verið bændaþjóð meðbændamenningu. En ef fólksflutningnum að sjónum held- ur þannig áfram marga áratugi, eiga menningaráhrif bænda fyrir höndum að kafna undir áhrifum nýrra þjóð- laga i sjóþorpunum. Sjóþorpamenn- íngin er enn sem komið er að eins skrípamynd af stórborgamenningu Norðurálfunnar, en bjartsýnin ogeðli legur gangur hlutanna lofar, að sjó- þorpamenningin eigi fyrir höndum að ná meiri og meiri fullkomnun. Menn kunna að segja, að þessi hlið tje tilfinningamál, en þvi veröur ekki neitað, að þetta atriði ræður miklu um hamingju og tilveru þjóðarinnar á komandi tíð. Fjelagslega hliðin er miklu dapur- legri og hefur meiri áhrif á okkur, af því við finnum og sjáum afleið- ingar hennar nú á líðandi stund. Or- sökin til fólksflutninga úr sveitunum: jarðleysi, skortur á jörðum, sem geti gefið eins vænlega framtíð ög sjór- inn. Þess vegna verða bændasynir og bændadætur, sem hafa alist upp við sjálfstæði og hafa tileinkað sjer þá lmgsjón, að verða sjálfstæðír at- vinnurekendur og engum háð, að sjá þetta detta í mola, verða að varpa íramtíðardraumum^sínum fyrir borð og gerast annara þjónar í kauptúnun- um. Það er einkum á því áldursskeiði, sem fólk staðfestir ráð sitt. að það flytur í kauptúnin, en efnaliilir leigu- liðar eru einnig flæmdir burt af á- búðarjörðum. Meðal þeirra, sem flytja í kauptún- in, eru auðvitað ýmsir, sem skortir hæfileika til að vera annað en þjón- ar annara, en það á sjer ekki stað um fjöldan. Að fjöldi af hæfum mönnum er þannig svo að segja neyddur til að stíga niður á lægra þrep í þjóðfjelaginu, er orsök til mik- ils sársauka, svp jeg segi ekki heill- ar móðu af sálarkvölum. Það drep- ur kjark, vonina og viljann i brjóstí margs íslendings, og lokar þannig fyrir honum möguleikunum til að finna hamingju, og gerir hann að lifandi vjel. Þetta er bölvun í þjóðfjelaginu. — Þjóð vor er svo fámenn, að henm veitir ekki af, að hver maður fái að njóta sín eða velja sjer bað lífsstarf, sem hann treystir sjer best til að fást við, og fái þannig komið sem mestu til leiðar, geti orðið sem ham- ingjusamastur sjálfur og veitt þeirri hamingju út frá sjer til annara. Ham- ingja og kraftar þjóðfjelagsins er bygt upp af heill og kröftum ein- stakra manna. 1 Þessar tvær hliðamnálsinshafasjer ■ staklega vakað fyrir þeim, sem barist hafa fyrir því, að stofnuð yrðu ný- hýli. Fjárhagsatriðið, að veita nýbýl- ingum meiri tekjur á nýbýlisjörð en sem verkamönnum í kaupstað, hefur minna komið fram, af þeim eðlilegti astæðum, að þetta mundi víst reyn- ast ómögulegt, og ska! jeg seinna koma að því, hvernig nýbýlahug- myndin strandar á þessu. Frá hálfu hins opinbera mun ný- býlamálið sitja við tillögu Jóhanns frá Sveinatungu. —• Einn erfiðleikinn et í þvi fólginn, að bændur vilja ekki lata af hendi neitt af jörðum sinum og alls ekki nema það lakasta. Bænd- ur vilja gjarnan að bændastjettin aukist, en þeim er það ekki svo mikið ahugamál, að þeir vilji skerða sinn eigin fjárhag til þess að fá fleiri bændur. Til þess að búskapurinn geti borið sig með þvi lagi sem á honum er nú, þarf ókeypis beitilönd og góð og mikil slægjulönd, sem það besta er notað úr, þannig, að hægt sje að iramfleyta sem mestu búfje með sem minstu fólkshaldi. Að órannsökuðu máli leyfi jeg mjer að efast um, að þetta breytist i aðaldráttunum, nema Jandbúnaðarafurðunum verði komið í hærra verð, þvi skilyrðið fyrir áuk- inni rækt og notkun landsins er verð- hækkun á framleiðslunni, þótt bæt: iðnfræði komi einnig til greina. Hvatir bænda til að gera. nýbýli verða hjer eins og anarstaðar þær, að fá ódýrt vinnufólk, fá litil gras- býli, sem geti ekki framleitt ábú- andanum, s.vo hann verði að selja nokkuð af vinnu sinni til annara, og koma börnum sínum, þegar þau eru orðin stálpuð, fyrir í vist í sveitinni. Ef nýbýlin ættu að verða til fje- lagslegra umbóta, þyrftu þau að minsta kosti að vera svo stór, að íjölskylda gæti lifað á þeim ein- göngu. En þótt þetta fengist, er alls ekki vist, að nýbýlagerðin yrði fje- lagsleg eða menningarleg bót i þjóð- íjelaginu. Ef ræða yrði um smájarða- eða kotagerð og uppkomu kotunga - stjettar, þá eru menningaráhrif þeirra tvisýn — kotungsandinn hefur aldrei þótt nein fyrirmynd, — og að bænd- ur fengju menningarlegan eða stjórn- málalegan stuðning í þeim er einnig tvísýnt. En nýbýlamálið strandar algerlega á því, að það svarar ekki kostnaði, að gera nýbýli. Það er mikið rjett, að landrýmið er til i sveitunum. -Það má benda á það, og sýna fram á, að þar getur lifað fleira fólk, og að þar hefur áður lifað fleira fólk en nú. En eins satt er hitt, að við höfum r.áð ræktunarmörkunum, og að rækt- unarmörkin, skoðað sem heild, fær- ast meira að segja inn en ekki út. Minstu og lökustu jarðirnar eru alt af að leggjast í eyði, af þvi að þær geta ekki boðið ábúendunum eins góð hfskjör og þeir heimta og geta feng- ið annarstaðar. Verð þessara jarða er svo lágt, að verð ræktaðra nýbýla, sem gætu gefið álíka lífsmöguleika, yrði langtum hærra. Þannig er ný- býlagerð ekki kleif sem stendur, því að það verður á þessum fjárhagslega grundvelli, en ekki á þeim grund- velli, hvort fleiri geta dregið fram lífið i sveitunum, að þau verða bygð. Þetta er alt bygt á núverandi bú- skaparháttum, og það væri ekki nema cðlilegt, að þeir ættu fyrir höndum að breytast — við sku’um segja til hins betra, — en til þeirrar breyting- ar mundi líklega þurfa tugi af ár- um, ef menn álykta út frá þeirri vinnu og fje, sem í það þyrfti að leggja, eða drægju ályktun af því, hve langan tíma svona breytingar hafa þurft í öðrum löndum. Það gæti auðveldlega farið svo, að áður en alt, sem litur að þessu, yrði komið i kring, yrði margur af þeim, sem í dag vantar jarðnæði, kominn af besta skeiði lífsins. Og fleygi landbúnað- inum fram, má ekki síður búast við því, að keppinautar hans muni ekkí standa í stað. Hjer eru tvær andstæður: Á ís- landi vantar duglega met:n jarðnæði, en á Grænlandi eru stór og blómleg torníslensk landbúnaðarhjeruð óunn- in, og hrópa á íslenskt fólk og ís- lenska framtakssemi. Jeg hef rnarg- lýst þessum hjeruðum og tilfært heimildir, og enginn getur dirfst að rengja þær lýsingar. Jeg hef lýst því, hvernig heiðblár og tær sumarhím- inn hvelfist yfir dölunum í Eystri- bygð, að sumrin eru þar þur og heit, að veturnir eru þar mildir og snjó- liettir. Jeg hef lýst birkiskóginum. lynginu, engjum og túnum með ói hemjugrasi. Jeg hef lýst því. hvernig landið þar innra er alt vafið í eina endalausa, þjetta gróðurbreiðu upp í íjallseggjar og kletta, svo hvergi sjer i flag, og að græna nafnið er rjett- mætt og vel til fallið. Jeg hef lýst jiví, hvernig íslendingar ráku hjei atvinnu i fornöld; að þeir höfðu mjög stór og góð bú, svo að á sum- um bæjum hafa verið þúsundir fjár og hundruð kúa. Jeg hef lýst því, hvernig inn í þessi landbúnaðarhjer- uð skerast fiskiauðgir firðir með ó- tæmandi, auðunnum auðsuppsprett- um. Jeg hef birt skýrslu um það, hvernig islenskt fje hefur þessi árin bjargast af úti á útnesjum í þessu landi, en að danskar kýr ganga úti mestallan veturinn i Einarsfirði. Jeg hef birt skýrslu um, að garðrækt væri ekki að eins rekin með tryggum og góðum árangri af Skrælingjum ínni i Einarsfirði, heldur einnig úti á an- nes'jum. Jeg hef sagt,aðhvergihafiísl. þjóðstofn aukist og margfaldast með jafnmiklum hraða og í þessu landi, meðan sæmilegar samgöngur hjeld- rst uppi við umheiminn. Og jeg hef einnig Sagt, að fartæki og fregntæki nútímans hefðu breytt einangrun Grænlands í nágrend við stórborg- irnar við Atlantshafið, og að það ætti ef til vill fyrir höndum, að verða stórverslunar-, siglinga- og-iðnaðar- land, með íslausar, sjálfgerðar hafnir á Hudsonsflóasjóleiðinni. Veit nokk- ur þessi tíðindi á annan veg? Jeg legg áherslu á það, að þetta eru íslensk lönd. íslendingar hafa fyrstir fundið þau og numið og lifað þar óáreittir öldum saman, og síðan hefur enginn rjettur myndast, er hafi chelgað þennan rjett. Grænland er eins guðdómlega íslenskt, eins og þessi hólmur enn í dag. Að flytja til Grænlands er ekki að flýja land, held- ur að endurreisa gömul, íslensk hjer- uð, að hlaða á garðinn þar, sem hann er lægstur. Hvað er eðlilegra, en að íslenskir jarðleysingjar snúist að því, og þeir sjeu studdir til þess að byggja þær sveitir vorar, sem nú eru i al- gerðri auðn? Hvað væri eðlilegra en að byggja heldur fyrst upp á minn- ingaríkum höfðingjasetrum, en að gera kot, og hefta framtíð íslenskra æskumanna í þeim. Grænland er vanræktur hluti at ættjörð vorri. Þar dreymdi „Colum- bus“ hinn íslenska drauma sina. Hver veit nema steinhringarnir uppi við íossinn við Bröttuhlíð hafi einhvern tíma verið leikföngin hans. Víst er, að gröf hans í kirkjugarðinum ? Bröltuhlið hefur aldrei verið sómi sýndur af íslendingum eða neinum, og nauinast verið virt einni ræktar- legri hugsun af hálfu landa hans, sem t'leinka sjer frægðina af að hafa fundið Ameriku fyrstir manna, en þó lá íslendingar Spánverjum ræktar- leysið við „Gestinn frá Ingjaldshóli,“ italskan mann. Grænlendingar unnu þau verk, sem Islands verður lengst getið fyrir. Fyrir oss íslendinga á Grænland að vera helgur reitur. Is- Iendingar hafa svo lengi daufheyrst við neyðarópum brennandi kvenna og barna á Grænlandi um hjálp, hefnd og viðreisn kynstofns vors í óðalslandi voru, að kinnroðalaust ætti það að- gerðaleysi ekki að vera lengur, eft- ir að þjóðina skortir ekki lengur föng til þess, að nema landið og helga það komandi kynslóðum. Það er ræktarskylda vor, að nema Grænland. En sú skylda er ekki byrði. Það er blessun, að geta sagt við hvern öreiga íslending: þarna er ræktanlegt og eigendalaust land. Farðu þangað, taktu þjer landið til eignar og ryddu þjer þar lífsbraut, ef þ-ú hefur þá hæfileika, sem þurfa til þess að vera sjálfstæður maður með mönnum. Þessir tímar standa ekki nema meðan löndin eru að nemast, þess vegna ber að vinna meðan dag- ur er. Fyrstu frumbýlingana á Græn- landi ætti ríkið að styrkja, en þegar lítil bygð er komin þar á fót, er ný- býlamálið leyst. Þegar bygt hefur verið upp á jörðunum, eru landnem- arnir orðnir auðugir stórbændur, en til húsagerða og til reksturs búanna

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.