Lögrétta


Lögrétta - 03.12.1919, Blaðsíða 2

Lögrétta - 03.12.1919, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA a LÖGRJETTA kernur út á hverjum mi8- vikudegi, og auk þess aukahlöð viB og við, V erB kr. 7.50 árg. á Istandi. erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júli. Verksmiðja [yviidar Hrnasonar. gera dálítinn samanhurð á þá og nú, því margt er breytt síðan. Það var í júlí 1899. Jeg hafði þá meS mjer konu og tvævetra dóttur. Vi'S lentum viS LySiS. Þorsteinn læknir tók á móti okkur, breiSur og „gemýttlegur", eins og hann var vanur aS vera. Hann kunni aS hlæja og hann kunni fjölda tungumála óg hann kunni aS rneta úldna keilu. Hann bjó i „Land- lyst“, og hjá honum áttum viS aS fá roat, en búa i „Sjólyst". Nú er „Land- lyst“, gamla læknissetriS og höfS- ingsheimiliS, gleymt og geymt aS húsabaki, aS baki húsa sem hreykja sjer hátt upp fyrir framan þaS, ,,Landlyst“ var ekki há í loftinu, en hún var þaS sem hún var, og Þor- síeinn var höfSinginn, — Eyjajarl- inn — sem tók á móti öllum þeim. sem komu i visindalegum erinda- gerSum til Eyjanna, og liSsinti þeim og miSlaSi þeim af þekkingu sinni á náttúru Eyjanna, og hann bjó vel • því tilliti sem öSru. Nú er hann fyr- ir löngu burtu og dáinn og munu flestir eldri Evjamenn sakna hans. En þeir eru ekki læknislausir, en nú býr læknirinn langt uppi í landi, uppi á Kirkjuhvoli. Hann talar fjölda tungumála eins og gamli læknirinn, en annars er hann ekki sjerlega lík- ur honum, hann hlær ekki eins mik- iS, er víst ekki trúaSur á úldna keilu fremur en aSrir yngri Eyjamenn og E eykvíkingar, sem jeg er altaf aS revna aS gera trúaSa á þann ágæta rjett, og svo er hann fílósóf, þaS var Þorsteinn ekki. Já, þaS er margt breytt á þessum 20 árum. Menn, sem þá voru ungir, eru nú orSnir rosknir, og margir hafa bætst viS. Þá var tala eyjar- skeggja aS eins um 600; nú eru þeii nær 2000, því aS fjöldi manna hef- vr flutst þangaS úr ýmsum áttum, mest úr Rangárvallasýslu og Mýr- dal, því aS nóg er þar aS bíta og brenna — ef kol annars fást, en þaS liefur nú gengiS skrykkjótt síSustU árin, því aS þaS lítur út fyrir, aS landiS hafi ætlaS aS leggja sam- göngubann á Eyjarnar, óvíst af I vaSa ástæSum, líklega þó ekki af því, aS þær eru landssjóSs (nei, rik- issjóSs) eign og fylla sjóSinn flest- um betur. — Annars hafa þær sínar kolanámur i ýmsum fiskabeinum og lundareitum. ÞaS sem hefur dregiS tólkiS til Eyjanna, er eins og al- kunnugt er, hin miklu aflabrögS, sem eru þar upp á síSkastiS. Byrjunin til þess aS Eyjunum hef- ur fleygt svona fram í fiskveiSum fiá því sem áSur var, var sú, aS þeir fóru aS brúka lóS á vetrarvertíS 1897 cg ölfuSu þá þegar svo miklu betur t.n áSur, aS lóSarbrúkun var alment tekin upp-næstu árin. Næsta fram- farasporiS voru færeysku róSrarbát- rrnir, um og eftir aldamótin; þeir voru miklu ljettari til veiSa meS lóS en eömlu ^skipabáknin, eins og „Gi- o‘eon“, sem annars voru höfS i há- karlalegur um miSjan veturinn. Svo k.omu mótorbátarnir litlu seinna 11905) og meS þeim jókst sjósóknin, loSarbrúkunin, fiskisvæSiS og afl- inn svo afarmikiS, aS Eyjarnar eru uú orSnar meS sinum mikla mótor- bátaflota (60—70 bátar) ein mesta t;skistöS landsins. MeS hinu vaxandi \erSi á aflanum hefur líka hagurinn af útgerSinni orSiS mjög mikill. Hafa margir bátar „þjetíaS sig upp“ á e'nni vertíS, þrátt fyrir veiSarfæra- tióniS, sem oft er mjög mikiS, og margir útgerSarmenn og formenn eru nú orSnir mjög vel fjáSir menn og velmegun hlýtur aS vera alment mjög góS. SíSasta framfarasporiS er þorskanetabrúkunin, sem tekin var þar upp fyrir fáum árum, (eins og jeg hef sagt ýtarlega frá í „Ægi‘ nýlega). Menn eru yfirleitt mjög á- nægSir meS þá nýbreytni. Framförin sjest best á því, aS 1899 gengu til liskjar 18 skip (flest áttæringar) á. vetrarvertíS og öfluSu alls 163 þús. rf þorski og 45 þús. af ýsu, eSa á- lika og 6 mótorbátar nú, en í vetur 60 mótorbátar og nokkrir róSrarbát- ar. í raun og veru byggjast allar fram- iarir Eyjanna í þvi, aS þar er höfn sem veitir öllum mótorbataflotanum hlje fyrir úthafs stórsjónum og haf- íótinu. Þó er þaS ekki örugt i mikl- um austanveSrum, og þau koma oft. En flotinn er dýr, yfir miljón króna ,rSi, og dýrmætur, þar sem á hon- um veltur öll velgengni Eyjanna. Þess vegna hafa fyrir löngu veriS gerSar tilraunir til þess aS bæta höfn- ina, meS varnargörSum í mynninu. En þaS hefur þvi miSur gengiS bæSi seint og slysalega, aS fá komiS upp þessum görSum. Annar var orSinn hjer um bil fullgerSur fyrir fáum árum, en svo braut sjórinn mikiS íraman af honum, svo aS nú þarf hann mikilla endurbóta viS. Hinn garSurinn, á Hörgeyri, er litiS á veg kominn enn. Enmú á vist aS ganga yS verkinu meS fullum krafti á næstu arum. (NiSurl.) Kosningarnar. í NorSur-Múlasýslu eru kosnir Þorsteinn M. Jónsson meS 341 atkv. og Björn Hallsson á Rangá meS 256 atkv. — Sjera Björn Þorláksson fjekk 200, Jón á Hvanná 127 og Jón á UreiSarsstöSum 96. I BarSastrandasýslu er kosinnHá- k.on Kristófersson í tlaga meS 256 ?tkv. — Sjera BöSvar Bjarnason fjekk 156. í Strandasýslu er kosinn Magnús Pjetursson læknir meS 240 atkv. — Vigfús GuSmundsson fjekk 84. Þar meS eru fregnir komnar af kosningaúrslitum í öllum kjördæm- um landsins. Ekki er getiS um, aS nokkrir verulegir gallar sjeu á kosn- ingunum i nokkru öSru kjördæmi en jieykjavík. En um þaS eru allir lög- iræSingar, sem Lögr. hefur heyrt á málið minnast, samdóma, aS Alþingi hljóti aS dæma kosninguna hjer ó- gilda. Sje þaS nú svo, eins og ætla má. uS þingmönnum Reykvikinga eigi aS fjölga á næsta þingi, svo aS kosning- ar verSi þess vegna aS fara hjer fram ••inhvern tíma á næsta ári, þá virS- ist þaS ekki fjarri lagi, aS flýta mætti samþykt þingmannafjölgunarinnar c.vo, aS kosning viSbótarþingmann- anna yrSi samferSa umkosniAgunni, hvort heldur svo sem ofan á yrSi í þinginu, aS ógilda kosninguna hjer alveg, eSa aS eins kosninguna í 2 þingsætið. MeS þessu væn Reykvik- ingum spöruS ein kosningabarátta. Úti um heim. SíSustu frjettir. ÞaS lítur ekki vel út enn um sam- komulagiS milli ÞjóSverja og banda- manna, og ekki voru friSarsamning arnir gengir í gildi 1. þ. m., eins og íáSgert hafSi veriS. En hvorir kenna öSrum um. I Khafnarskeyti frá 30. í. m. segir: „Frá Berlín er símaS, aS banda- menn krefjist þess, aS ÞjóSverjar láti af hendi 400 þús. smál. af ýmiskonar bafnartækjum og efni, sem skaSabæt- ur fyrir skipin, sem sökt var í Scapa- ílóa. HiS opinbera málgagn „Deut- sche Allgemeine Zeitung“ fullyrSir, aS þýska stjórnin hafi neitaS aS skrifa undir aukagerSabókina, en þar er þess ennfremur krafist, aS Frökk- um skuli heimilt aS fara meS her um Þýskaland. Telur stjórnin slíkar kröfur meS öllu órjettmætar og fjár- hagslega tortíming. Vill þýska stjórn- in leggja mál þessi undir úrskurS gerSardómstólsins í Haag og krefst þess aS herfangar verSi sendir heim. Öll þýsku blöSin, nema „Freiheit“. exu meS afbrigSum stærilát og vilja íneS engu móti láta sjer skiljast hlut- skifti hinna sigriiSu. Frönsku blöSin eru óS og uppvæg og krefjast þess, aö Þjóöverjum verSi þröngvaS til aS ganga aS skilmálunum meö hervaldi eöa hverjum meSölum öörum, sem unt er aS beita, t. d. meS þvi aö neita Jieim um hráefni og matvörur. Hef- ur aldrei veriö úr svð vöndu aS ráöa, síSan bráöabirgðafriðarsamningar voru undirskrifaSir, og hafa banda- menn sett ÞjóSverjum frest til 5. desember." Um þjóðabandalagið segir í sím- tregn frá 1. þ. m., aS ráöstefna sje sett í Brússel til þess aS ræSa um ýms atriöi þess, og eigi þar sæti fulltrú- ar frá 17 þjóSum. ÞaS er ósjeS enn, hvaS úr þjóðabandalaginu verður, nema hvaS fullsjeS má kalla, aS minna verSi úr því en upphaflega var til ætlast. Bandaríkin vilja ekki aS- hyllast þaS fyrirkomulag, sem sam- þykt var í París. Þau vilja ekki skuldbinda sig til aS blanda sjer i öll deilumál, sem upp kunni aS koma milli þjóðanna um rjettindi þeirra.og ííkjafyrirkomulag, og ekki leggja til hervald til þess aS fullnægja fyrir- mælum þeim, sem sett eru um það mál í lagafrumvarpinu frá París, því rjetturinn til þe§s að skipa fyrir um slikt sje í hvert einstakt skifti á valdi þingsins. Svo langt er nú komiS neySará- standiS í Austurríki, aS sagt er í fregn frá 29. f. m., aS stjórnin þar ráSgeri aS afhenda ríkisbúiS i hend ur bandamanna. — Friöarskilmálar bandamanna og Búlgara voru loks utidirskrifaSir 27. f. m. — Nú er sagr i símfregn frá 28. f. m., aS Karl fyr- verandi keisari muni verða konung- uv Ungverja. •— í Montenegro er sagt frá óeiröum og aö stjórn Serba raðgeri aS senda her þangaS til aS Læla þær niður. — í ítalíu logar alt : óeiröum og gert ráS fyrir stjórnar- byltingu þar þá og þegar. — Frá Grikklandi er sagt, aS foringjar hers- ins, er tryggir voru Konstantin kon- t ngi, hafi gert samsæri gegn Veni- aelos. — í Egiftalandi er sífeldur kur gegn Englendingum. Símfregn frá í gær hefur þaS eft- ir Denikin hershöfðingja, aS hann telji eina ráSiS til þess- aS friöa og frelsa Rússland, að koma þar aftur á einveldisstjórn meS hervaldi. Len- msstjórnin hefur fyrirskipaS 12 tima vinnudag í Rússlandi, gerSi þaS í haust, er hún átti erfiöast fyrir. Wilson forseti hefur nú tekið sjer mánaSarhvíld og gegnir Marshal! varaforseti embættinu á meöan. Leiðsla. Gekk jeg upp við Hamrahlíð, heyrði fagurt lag, ljúfa tóna, engin orð, undrafullan brag, sem í hug mjer síðan er sunginn hvern einn dag. Harpan sú mjer heyrðist inni’ í hamr- inum slegin. Inni’ í hamrahallar sal himinljósi fjær draumaheima ljóðalög leikur álfamær. Horfins tíma hljóma á hörpustrengi slær. Og þeim hlýju hljómum verður hug- urinn feginn. Huldulíf í hamrasal hörpusöngva við sýnist mega senda eitt sálu minni frið. Jeg er löngu Ieiður á lífsins þrasi’ og klið. Hugur minn er hálrur inn í hamar- inn dreginn. _______ P- G. Haustvísur. Haust er komið. Horfin öll hiýja sumartíða og blíða. Keypt á hríðum hafa fjöll höfuðföt úr vetrarmjöll og kulda kvíða. Sólin fara soninn Dag seinna’ og seinna lætur á fætur. Jökla þursar hrósa hag, hækka raust og kveða brag við nornir nætur. Álfur flúinn inn í hól unir vetrar ráðum í náðum. Lengist rökkur, lækkar sól. Líður haust og koma koma jól. Svo birtir bráðum. p. c. Prjettir. Tíðin hefur veriö mjög mild og góS síSastliSna viku. Aflabrögð eru hjer nú í góöu lagi, og á ísafirSi var nýlega sagöur mok- afli. Hæstirjettur. Þar eru nú skipaöir dómendur þeir þrír, sem nú eiga sæti i landsyfirdómi: Kr. Jónsson, Hall- dór Daníelsson og Eggert Br'iem, og auk þeirra Lárus H. Bjarnason pró- tessor og Páll Einarsson bæjarfógeti á Akureyri. Skrifari er skipaSur Björn ÞórS- arson aSstoöarm. í stjórnarráöinu, Rjetturinn tekur til starfa 1. jan. næstk. Alþingi er kvatt saman 5. ferbr. næstkomandi. Forsætisráðherra kemur meS Botníu, sem nú er á leiS frá Khöfn hingaS. Fisksala í Fleetwood. Skallagrímur seldi þar fyrir skörnmu farm fyrír 2000 pund sterl. Lagastaðfestingar. Öll lög frá síS- asta Alþingi hafa nú veriö staöfest af konungi. Háskólinn. Dr. Jón J. ASils var skipaSur þar prófessor 19. f. m. Ný verslun. Metúsalem Jóhanns- son hefur fyrir nokkrum dögum opn- aS nýja verslun meS matvæli o. fl. í Þingholtsstræti 17, hinu nýja stein- húsi, sem hann bygSi þar síSastliSiS sumar. Dáinn er á Landakotsspítala 29. f. m. Grímur GuSnason, aldraöur maS- ur, föSurbróöir Magnúsar Vigfússon- ar dyravaröar í stjórnarráöshúsinu. Lík Árna Jónsson kaupm. frá ísa- tirSi verSur flutt vestur þangaS til greftrunar meS Lagarfossi á morgun. Húsbruni. ASfaranótt 22. f. mán brann til grunna í Ólafsvík eitt af verslunarhúsum GarSars Gíslasonar stórkaupm. Skipaferðir. Lagarfoss kom frá New York 27. f. m., Geysir frá K.- liöfn sama dag, Mjölnir frá Eng- iandi 29., ísland frá Khöfn og Engl. 30. f. m. Kolaverð lækkar. Símfregn frá Lundúnum segir, aS kolaverö lækki þar i þessari viku um lO%, en jafn- framt verSi dregið úr útflutningi kola. Dómkirkjan í Reims. Til 0g frá um heim eru nú seld svokólluS „FriS- armerki“ til ágóöa fyrir dómkirkj- una í Reims. Merkin eru litlu stærr' en algeng frímerki, ætluS til þess aS líma á brjef, og er á þeim mynd af dómkirkjunni. Því, sem inn kemur fvrir merkin, veröur variö til viS- gerSar kirkjunni, en hún varS fyrir miklum skemdum í stríSinu, eins og kunnugt er. Hjer í bæ er nýfariS aS selja þessi merki á pósthúsinu og víS- ar og eru þau mikiS keypt. Þau kosta ! 0 aura. Læknar hjer í bænum hafa sam- þykt hækkun fyrir læknisverk frá I. þ. m. Einar Helgason garðyrkjumaður h.efur sagt lausu starfi sínu hjá Bún- aSarfjel. íslands frá miSjum febrúar næstk., en hann hefur veriS í þjón- ustu fjelagsins frá stofnun þess, eSa full 20 ár, og haft m. a. alla umsjón meS GróSrarstöSinni hjer sunnan viS tæinn. Nú verSur hann garSyrkju- stjóri landsins, og var veitt fje á íiárlögunum í sumar til stofnunar þeirrar stöSu. Ragnar Ásgeirsson sækir um starf Einar viS Gróörar- stööina. Verslunarsaga íslands í myndum. ÞaS er óvenjuleg híbýlaprýSi hjer, sem komin er upp í hinu stóra versl- unarhúsi þeirra Nathans & Olsens viS Pósthússtræti. Meðfram aSalupp- ganginum eru komin sjö líkneski, sem eiga aS sýna aSaldrættina ur verslunarsögu landsins. Myndirnar t-ru eftir ungan myndhöggvara, GuS- mund Einarsson frá MiSdal, sem virðist vera mjög efnilegur, en hefur ekki haft tíma nje tækifæri til þess aS stunda nám erlendis í list sinni. NeSsta myndin sýnir víkinginn, sem er fyrsti og elsti farmaöurinn hjer. Nokkrum tröppum ofar stendur goS- orSsmaSurinn, en þeir menn höfSu 1 fornöld verslunaryfirráðin, hver í sinu umdæmi, og lögSu verS á varn- ing kaupmanna. Þar næst er sýnd- ur Björn Jórsalafari, sem var mest- ur langferSagarpur allra íslenskra höfSingja á sinni tíS. Þar næstur fyr- ir ofan er GuSbrandur. Þorláksson 1 iskup, en hann beitti sjer fyrir til- iaun í þá átt, aS landsmenn tækju í.jálfir verslunina í sínar hendur. Þá cr Skúli Magnússon landfógeti, og er sarfsemi hans öllum kunn. Þar næst jón SigurSsson forseti og efst Tryggvi Gunnarsson bankastjóri Táknmyndir fylgja hverri aöalmynd og sýna verknaS og viSfangsefni þess manns, sem aðalmyndin er af. Mynd- irnar eru úr gibsi, en eiga síöar aS steypast í bronse. Þær eru í hálfri stærS, eSa hjer um bil, og eru til mikillar prýöi í húsinu. HugsaS er til þess, þegar myndirnar koma í bronse, aS rafmagnsljósi verSi kom- iS fyrir í hverri mynd, og lýsa þá þessir forgangsmenn íslenskra versl- unarmála þeim, sem inn í húsiS koma, og vísa þeim þann veg, er ganga skal. Höf. myndanna, GuSm. Einarsson, fer í vetur til Khafnar og mun ætla í listaskóla þar. Væntanlega á hann eítir aS leysa af hendi mörg falleg verk. Heiðurssamsæti. Hinn 28. júní s 1., komu samn aS Þjórsártúni nokkrir búendur úr Rangárvalla- og Árnes- sýslum, til þess aS votta þeim hjón- um, Ólafi lækni ísleifssyni og GuS- riði Eiríksdóttur, þakklæti sitt og Ljeraðsbúa sinna, fýrir lækningar l.ans, gestrisni þeirra og alla viS- kynningu bæöi fyr og síðar, frá því j. au komu aS þessum staS, sem þau hafa nefnt Þjórsártún, og gert aS pjóSkunnu nafni. — ÞaS fór fáum eins 0g Ólafi ísleifssyni fyrir alda- mótin síöustu. Þá þutu menn hópum saman hjeóan til Ameríku, námu þar lönd og settust aS ; en þá kemur Ólaf- ur frá Ameríku, eftir nokkurra ára c'.völ þar, nemur hjer land, og sest hjer aS. Hann byggir lítiS íbúöarhús á heiðarbarSi austan viö Þjórsá rjett hiá brúnni, sem þá var nýlega bygS. ÞaS var trúin á framtíS landsins og ástin til landsins, sem hvatti Ólaf t\l aS setjast þarna aS og yfirgefa hiö eftirsókta og frjóva land, sem dró aS sjer ntannfjölda víösvegar aS um þaS leyti. Hann trúSi því, aS hjer mætti líka lifa, hafSi þá trú aS fátækt jijoSarinnar væri ekki landinu að kenna heldur miklu fremur fólkinu; c'.S eitt þaS helsta sem hjer vantaSi, væri traust á landinu, og trú á gæði þess. Til aS vekja þaS traust, þótti honurn sem holltir mundi andlegur straumur vestan uni haf; yröi þeim straumi hingaS veitt, mundi hann vekja til lífs og nota mörg lífsskil- yrfti, sem hjer væru til, en óþekt og ónotuö. SíSan hefur komiS í ljós, að þetta var rjeti skoSaS. ísland var og er ónumda landiS aS ýmsu leyti. Vest- rænir straumar, sem hingaS berast meS mönnum og vjelum vekja traust á landinu og sýna okkur aS einmitt hjer eru margir möguleikar, ef vit og dugur fylgJast aS. Eins og Ólafur Is- leifsson sá þetta rjett, svo hefur hon- um og orðið aS trú sinni, aS á þessu móabarði mætti lifa, og aS þarna gæti legiS fyrir mikið lífsstarf. Fyrst og fremst hefur Ólafur veriS læknir hjeraðsins ; hann hefur komiS sveitunum beggja megin viS Þjorsa á svo gott í því efni, aS illur kurr mundi koma í menn þar, ef hans misti viS, og ekki kæmi jiá annar læknir í hans staS, og þaö góSur læknir t öSru lagi hafa þau hjón haldiö npPj þarna gististaS fyrir ferðamenn, íra því jiau bygöu jiarna; er lipurS, gest" risni og dugnaði húsmóöurinnar viS brugðiS, og gististaðurinn Þjórsártua löngu oröinn þjóSkunnur staöur. Á heiSarbarSinu, sem þarna var fvrir 20 árum, blasa nú viS miklat byggingar 0g stórt tún. Langflestir hinna mörgu, sem um þjóðveginn þar fara, telja til aS komast þangaS heim. ýmist aS finna læknirinn, eSa þá tU aS fá sjer gistingu eöa aSra hress- ingu og alt af er yl og hressineru þangaS heim aS sækja, ekki einungis 1 veitingum, heldur einkum í viSmóti húsráSendanna. Þau hjón eiga 3 börn á lífi, öll hin efnilegustu. ÁriS 1907 var Ólafur sæmdur heiSursmerki Dannebrogs- oröunnar, og nú var þeim hjónutí1 send og afhent vinarsending frá hjeL

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.