Lögrétta


Lögrétta - 17.12.1919, Blaðsíða 3

Lögrétta - 17.12.1919, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 inargfalt hraklegra en brennivín, þaS er suöusprittiti og þess háttar lögur. Eakferliö viö lögin, er svo álagið, og ránverð drykkjanna silkihúfan ofan á kórónu svívirðingarinnar. En löggjöfunum þykir aldrei nóg komið af lögum, sem seilast inn á rúmbríkur einstaklinga og — undir þær. Jeg tek til dæmis, frumvarpið um svefntímann á siðasta þingi, þar sem heilan atvinnuveg á að setja á koppinn. Þarna eru bændur að fjalla 'um sjávarútveg, sem þeir vitanlega þekkja ekki til hlítar. Mjer mundi nú verða svarað á þá leið, að j e g muni þá ekki heldur geta skorið úr um sjávarútvegsmál, fivort heppilega hafi verið stefnt i því eða ekki, í þingsalnum. En jhg get skorið úr þessu með cínföldum samanburði. Setjum svo, að sjómenn á þingi tækju sig til og semdu lög um svefn- tima heyskaparmanna og fjármanna. Mundi okkur landkröbbunum bland- sst hugur um það, að þ á færi skör- in flónskunnar heldur langt upp í bekkinn ? Algengt er, hjer í sýslu til dæmis, að fjármenni sofi um sauðburðinn 3 —4 klukkutíma að eins, Svo taka við aðrar vorannir og þvi næst heyannir með 5—6 klst. svefni og afaráreynslu. Þetta verðum vjer bændastjettar- og sjálfsmenskuþrælarnir að leggja á okkur, til þess að hafa til hnífs og skeiðar. Setja mætti bannlög um þessa ofraun. En hverjir mundu hlýða þ e i m lögum ? — lögum sem sletta sjer fram i þá lífsnauðsyn, sem held- ur uppi heilum atvinnuvegi? Þeir bændur, sem eru vakandi og sofandi við fjárgæslu, bera úr býtum góð fjárhöld. Varla deyr karilamb hjá þessum mönnu'm, og fá þeir þanri veg umbun verka sinna og aðgæslu. En svo mikil þörf sem er á elju og vmsvifum á landi, er þó nauðsynin vissulega enn þá brýnni á sjónum, þar sem er eitt borð að eins milli auðs og örbirgðar, lífs og dauða. Annríkið og vökurnar, sem ama bændum og sjómönnum, vofir og yfir konunum. Munið þið eftir kvæði í Lögrjettu, eftir Þ. G., sem heitir Móðirin? Þrjár vísur að eiris, og fjall- P.r um vökurnar h e n n a r, vökurnar yfir börunum, einkum sjúkum. Þetta er heimaalið, þ. e. a. s. ekki sótt langt. Það gerist þar syðra og það gerist hjer nyrðra. Jeg þekki konur, sem átt hafa 10 börn og fóstrað öll á riæturnar; bætt því við dagsverkin, og sofið 4—6 klst. í sólarhring í 20 ár, engin tóm- stund nokkurn tíma, vegna þess, hve hjálparhendur innanbæjar eru fáar og stopular. Aldarandinn veldur því, að náléga hver stúlka er hlaupaklauf á svokölluðum mentavegi, eða þá á ref- ilstigum fánýtra skemtana. Svo situr konan, móðiriri í annríki, sem aldrei sjer út úr fyrri en á dauðastundinni. Mundu hásetar á botnvörpungum vera harðara leiknir? Getur löggjöfin tekið í þ.á tauma? Hvað er annars um að tala svefn- tima á botnvörpúngum sjerstaklega? Eru værðirnar meiri á vjelbátunum? Sú bót er nú í máli sjómannalífs- ins, þótt örðugt sje, að nú er nærri allur árabarningur horfinn og lífróð- urinn. Kaup er orðið hátt á þessum útvegi, hvorumtveggja. Og það er þó bót í máli. — Nú er svo komið lifnaðarháttum í landi voru, að „framfarirnar" herja að öllum dyrum. Framförunum fylgja framkvæmdir „upp á lif og dauða“. Það er að segja: Menningunni svo kölluðu fylgir hálfglidings æði, skemtaria æði (sbr. kvikmyndafar- aldurinn) og vinnuæði. Hörð og mik- íi vinna og hátt kaup fylgist að. Sam- keppninni og harðri baráttu um gæði lífsins verður að vera samfara vak- a n d i a u g a. Jeg er ekki sjómaður að vísu. En það skil jeg þó, að á sjónum verði raumast lifað reglubundnu lifi. ó- íegla öldufallsins veldur því, og regluleysi stormanna. Jeg hef verið með skipum fram með ströndum lands vors allar árstíðir, og hef sjeð það, að sjálfir yfirmenn skipanna hafa ó- íeglulegan og oft næsta lítinn svefn, sólarhringum saman. Jeg ætla, að'há- setar á skipum sitji á sama bekk að þessu leyti, sem yfirmennirnir og ekki miklu lægri nje harðari. Það var sagt í ýmsum blöðum s. 1. sumar, að hásetar á togurum væru útslitnir menn eftir fá ár. „Vökum og þrældómi“ var kerit um. Þetta geta verið ýkjur og jafrivel tilhæfulaust. ^En látum vera, að satt sje. Slikt hið sama má nú segja um bændur, síðan lóikseklan kom til sögunnar. Þeir ieggja n ú svO hart að sjer, margir þeirra, að þeir bogna og slitna á ung- um aldri. ■— Víða er pottur brotinn. Sumir þingbændurnir okkar gætu stungið hendinni i sjálfs sín barm. Þeir bera það með sjer, að lúinn hefur þjakað þeim. Jeg hef sjeð fingraför þreytunnar í andlitum sumra þeirra, og hrukkur svefnleysisins. Og þó eru þingbændurnir ekki teknir af „lje- lcgri endanum". Vökur og áreynsla falla í skaut allra manna, sem verða „ofan á“. Skáld og rithöfundar eru á sama bekknum. Hvers vegna kallar St. G. St. kvæði sín öll Andvökur ? Auðvitað fyrir þá sök, að þau eru gerð á nátt- arþeli — keypt fyrir svefnværð og hvíld. Það er bláber vitleysa, að guð gefi sínum sofandi, eins og sumir halda. Guð á engin þess háttar eftirlætis- börn. Hamingjan hleypur aldrei upp i íangið á einstaklingnum, heldur verð- ur h a n n að hlaupa h a n a uppi. Þetta gildir jafnt um andans menn sem athafnamennina og fjáraflastór-' mennin. Nýlega las jeg frásögn eins mil- jónamæringsins vestræna, um aðferð- ina, sem hann varð að beita í æsku, til þess að rísa á legginn — koma fyrir sig fótunum. Honum sagðist svo frá, að hann svelti sig og spar- aði hvern eyri, neitaði sjer um skemt- anir og skraut. Og á þessu harðenda- lifi valt hans manndómur, og efna- hagur, til vaxtar og viðgangs. N ú vilja flestir menn njóta gæða lífsins, á ð u r en þau eru handsöm- uð; vilja skera upp, áður en sáð er. Það er þvert á móti lögum náttúr- unnar. Erfiðismennirnir virðast halda, að umsýslumenn og embættismenn og rithöfunar lifi áreynslulitlu, lúalausu lífi. Það er hjegilja. Hendur og fætur iðjumanna bera ekki meiri verki í sjer, en höfuð þeirra, sem hugsa. Um það get jeg borið. Jeg hef kanriað báða verkina til hlítar. Guðm. Friðjónsson. Jólakveðja til íslenskra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum. Khöfn 1919. \ Kit þetta flytur, eins og að undan- fórnu, smásögur, hugleiðingar og jólaljóð, snúið á íslensku úr „Indre Missions Börneblad“, og er prýtt ýmsum myndum, alt við barna hæfi. Er ritið komið út um land til prest- anna og þeim ætlað að gefa það á óll barnaheimili. Dönsk börn hafa gefið börnum vor- um „Jólakveðju" árlega síðan 1909, nema árið 1917, þegar samgöngurn- í.T voru svo bágbornar hjeðan, að handritið í Jólakveðjuna var um 5 mánuði á leiðinni frá Reykjavík til Hafnar, og kom því of seint. Börnum er rit þetta kærkomið, og saknaðarefni þar sem það kemst ekki fyrir jól, eins og stundum verður í afskektum sveitum. 11 þúsund eintök eru send til lands- ins tvö síðustu árin, — áður 10 þús. — og munu þó sumir fá færri en skyldi, og veldur þar nokkru um, að sumir prestar biðja um allmörg ein- tök og láta þess getið, að sjer sje gleðiefni að úthluta Jólakveðjunni, en í'ðrir hafa aldrei minst á hvort þeir hafi veitt henni móttöku, og jafnvel óvíst um úthlutunina hjá sumum, og þeim þá send færri eintök. En þótt börnum þyki vænt um rit- ið, ernaumast viðfeldið fyrir oss að þiggja slika gjöf ár eftir ár, og láta ekkert koma í staðinn. — Væntan- lega kemur fáum samt íhug, að rjett- ast væri að afþakka þessa gjöf fram- vegis, enda kæmi það illa heim við þann samdrátt, sem er að verða milli kristindóins og kirkjuvina i Dan- niörku og hjer á landi. Það var sá tími — fyrir ekki all- löngu, að „móðins" var,að hræða þjóð vora með dönskurn trúaráhri fun/‘, og var þá sjerstaklega „heimatrúboðið danska“ svo afflutt og rægt leynt og ljóst, og það jafnvel af sumum starfs- mönnum kirkju vorrar, að almenn- ingur vor á meðal var dauðhræddur við alt og alla, sem voru í einhverju sambandi við það. — Ein afleiðingin af því er meðal annars sú, að ekkert af þessum þremur prestaköllum, sem jeg hef sótt um á liðnum 18 ár- um, hefur „þorað“ að kjósa mig, og Verksmiðja [yuindar Drnasoaar. Takið eftir! Undirritaður annast sölu á islensk- um frimerkjum frá 1876—-1912. Fljót afgreiðsla. Áreiðanleg skil. Fristadsveg 49, Bár, Svíþjóð. Jón Vigfússon. jeg því ófús til að hætta mannorði mínu oftar i þess háttar, og leita þvi heldur prestskapar, sem mjer býðst óbeðið, hjá löndum mínum vestan hafs. Satt er það, að nú loksins eru all- ruargir starfsmenn kirkjunnar farn- ir að sjá að vakningaráhrif frá Dan- mörku væru oss holl, og bræðrasam- tjelag’við trúaða menn danska harla æskilegt fyrir oss, enda þótt sumir muni telja heppilegra að varðveita gamalt kæruleysi eða fá hingað meira cn orðið er af indverskri dultrú og kínverskri forfeðradýrkun, og haldi áíram að hræða fólk með ákveðnum kristindómi, sem þeim þykir hentugt að kalla „trúarþröngsýni." — En vart mundi þeim takast þótt þeir reyndu, að spilla fyrir Jóla- kveðjunni. Þorri fólks.vors mun vera sammála um að óþarft væri að af- þakka gjöfina, þótt óviðfeldið sje, að vera einhentur í þessum efnum. Því hefur verið vel tekið víða um land þegar jeg hef minst á samskot í „Jóla- kveðjusjóð", og því hef jeg getað fjórum sinnum sent fyrir hönd ís- ienskra barna, ýmist endurprentuð ís- lensk málverk eða íslandskort til allra danskra sunnudagaskóla, 1000 eintök í hvert sinn. Vegna dýrtíðar og samgönguvand- tæða við önnur lönd hef jeg engra siíkra samskota leitað undanfarin ár cg því engin gjöf verið send hjeðan síðustu 3 árin. Samt hafa kornið í Jólakveðjusjóðinn á þeim árum rúm- ar 170 kr. En það mun ekki veita af 600 til 700 kr. nú, til að kaupa vand- að málverk og fá það endurprentað og sent með pósti til allra danskra | sunnudagaskóla. Safnist það fje í vetur, sem jeg tel engum vafa undirorpið, vilji prestar og kennarar alment minna börnin á j það, — þá mun jeg gera ráðstafanii ! til að send verði slik endurprentun hjeðan til danskra sunnudagaskóla fyrir jólin 1920, og fela stjórn sunnu- dagaskólans í Rvík það fje, sem af- •gangs kynni að verða, til að annast málið framvegis. „Bjarmi“ mun eins og að undan- förnu, flytja kvittanir fyrir það fje, sem til mín kemur í Jólakveðjusjóð- inn. Sigurbjöm Á. Gíslason. Frjettir. Jón Stefánsson, málari, frá Sauðár- króki, hefur í vetur í fyrsta sinn sett nokkur málevrk eftir sig á sýningu i Khöfn, og fær mikið hrós fyrir þau i „Politiken". Mannalát. Það slys vildi til á höfn- inni í Búðardal 9. þ. m„ að bát hvolfdi, sem var á leið til lands úr Breiðafjarðarbátnum, er þá var ný- kominn þangað. í bátnum var Sig- urður læknir Sigurðsson í Búðardal við annan mann, og druknaði læknir- inn, en hinum manninum varð bjarg- að, Magnúsi kaupm. Magnússyni á Gunnarsstöðum. 11. þ. m. andaðist hjer á Landa- kotsspítalanum Hjálmar kaupm. Sig- urðsson frá Stykkishólmi, að nýlega afstöðnum uppskurði, vegna mein- semdar i maga. Mun beggja þessara manna verða nánar getiö síðar. Ólafur ó. Lárusson læknir á Brekku í Fljótsdal, hefur sagt lausu embætti sinu og setst að í Vestmannaeyjum nú eftir áramótin, segir „Vísir“. Leikhúsið. Þar er nú sýnt leikrit Björnsons: Landafræði og ást. Hefur 1 að áður verið leikið hjer fyrir nokkr- um árum, og er vel sótt. Lyfjabúðin í Stykkishólmi er seld dönskum lyfsala, sem Christensen heitir. Guðmundur. Mosdal. trjeskurðar- maður er hjer nú á leið til útlanda, Danmerkur Noregs og Sviþjóðar, og ætlar að kynna sjer þar heimilisiðnað. Hann hefur á siðastliðnum árum avalið á ísafirði, rekið þar iðn sína og getið sjer góðan orðstír, bæði fyr- ir verk þau, sem hann hefur leyst af liendi, þvi að hann er mesti hagleiks- maður, og lika fyrir það, hve ant hann hefur látið sjer um að kenna unglingum útskurð. Bæjarstjórn ísa- fjarðar veitti honum í viðurkenning- arskyni, er hann fór þaðan, isoo.kr., og nokkurn styrk hefur hann einnig fengið til fararinnar af opinberu fje. Bókagjöf. Frú Bergmann í Winni- peg, ekkja sjera Friðriks, hefur boð- ið Háskóla íslands að gefa honum safn það, sem maður hennar ljet eft- ir sig af guðsorðabókum og er það sagt merkilegt. Kappglíma verður háð hjer i bæn- um um Ármannsskjöldinn 1. febr. næstk. Blaðið íslendingur á Akureyri, sem Sig. E. Hlíðar dýralæknir hefur gef- ið þar út i nokkur ár, er nú selt frá r.æstk. áramótum Brynleifi Tobías- syni gagnfræðaskólakennara, og verður hann ritstjóri þess. Má telja það víst, að blaðið verði vel úr garði gert frá honum, því að Brynleifur er bæði gáfumaður og líka áhugasamur dugnaðarmaður, Fyrirlestrar um fsland. Dr. Karl Kúchler hefur í haust haldið fyrir- lestra um ísland á ýmsum stöðum i Þýskalandi, og jafnframt sýnt mynd- ir hjeðan. Hann ráðgerir nú að koma hingað með frú sinni næstk. sumar. — Á fundi Dansk-ísl. fjel. í Khöfn 29. f. m. hjelt Emil Olsen prófessor frá Lundi fyrirlestur um forníslensk- ar bókmentir frá sjónarmiði Svía. Frá Vestur-íslendingum. Lögb. frá 13. nóv. segir að sjera Kjartan Helga- son hafi haldið fyrirlestur í Temph arahúsi Winriipeg-íslendinga 8. nóv. fyrir húsfylli. Fyrirlesturinn var um mátt tungunnar, segir blaðið, „og var gullfallegur og sýndi ræðumaður með sterku sannfæringarafli, hve máttug tunga vor getur verið.....Meðferð efnisiris var prýðileg og framkoma ræðumannsins öll aðlaðandi." Á eftir voru sýndar um 70 ísl. litmyndir, sem sjera K. H. hafði haft með sjer. Svo getur blaðið þess, að hann leggi þá bráðlega á stað frá Winnipeg í fyrir- lestraferðir út um bygðir íslendinga. Stóriðjan í Noregi. í dariska blað- inu „Nationaltid.“ frá 30. þ. m„ er símskeyti frá Bergen, sem segir, að á stríðsárunum hafi karbidframleiðsl- an mjög aukist í Noregi og margar nýjar verksmiðjur hafi komið upp iij peirrar naiiiiciosiu, einKom vest„ lands. En nú sje verðið orðið svo lág á karbid, að framleiðslan borgi sii ekki. I Sande sje nýlega bygð 150 þús h. a. stöð, en hún sje nú að losa sig við 400 af vinnumönnum sínum. í Odda og við Bjölfossen sje karbid- iramleiðsla alveg hætt, og við Höyan- fossana sje fjelag með 30 milj. hluta- tje hætt við karbid og tekið að fram- leiða aluminium. Skeytið endar á því, að útlitiðvsje ískyggilegt fyrir stór- iðjufyrirtækjunum í Vestur-Noregi og menn óttist, að ýms miljónafyrir- tæki þar muni velta um koll. Austurríki, Danmörk og ísland, Berl.tíð. frá 18. nóv. flytja svohlj. simskeyti frá Wien: í tilefni af þvi, að Danmörk og Noregur haf.a viður- kent viðskiftasamband milli sín og Austurríkis, hefur forseti austur- ríkska þjóðþingsins sent konungum þessara ríkja þakkarskeyti. Kristján konungur hefur svarað með svolát- andi símskeyti: Um leið og jeg þakka mikillega yðar ástúðlega simskeyti, bið jeg yður að vera fullviss- an um, að mjer mun sífelt vera það ánægja að vinna með yður að því, að varðveita og auka þá einlægu vin- áttu, sem er milli konurigsríkjanna Danmerkur og Islands, og austur- ríska lýðveldisins, og að jeg óska lýð- veldinu allra heilla í framtíðinni og eins yður sjálfum. Uerðlauaasjúður vinnuhjúa. 11. I ræðu herrans frá Vogi rekur hver vitleysan aðra. Eintómar kvarnir. F.n hjer er eigi rúm til að leiðrjetta þær allar. Hann veit eigi hvað skrifstofan islenska kostaði fyrir striðið. Hann segir að þar þurfi nýja menn. Er það af þvi, að þeir, sem þar eru nú, cru duglegir menn og skylduræknir ? Hann vill hafa þar fleiri menn en þar eru nú. Það þurfa þeir auðvitað að vera, ef þeir eru hálfu minni eða margfalt minní verkmenn en þeir, sem þar eru nú. Við það átti jeg í sumar í Morgunblaðinu 26. ágúst, ef skrifstofustjórinn skyldi látinn fara, þá veitti egi af tveim mönnum i hans stað, að vinna það sem hann gerir 4 hálfum degi, sjerstaklega ef sendi- herrann er eins trassafengur og sá niaður af íslandi, sem týndi í vor fyr- ir skrifstofunni öllum eintökum af ijárlagafrumvarpinu, sem hann fjekk höndum á komið. Þá þarf hálfan rnann að minsta kosti til þess að lita eftir hónum og lagfæra það, sem hann vinnur til tafar. En ef sömu mennirnir verða fram- vegis á íslensku skrifstofunni, sem þar eru nú, þarf engan mann þar í viðbót, og þeir geta báðir verið kyrr- ir, ef stjórnin flæmir þá eigi í burtu. Þeir gera það vel, sem þarf að gera, og gegna þó öðrum störfum líka. Auk þess hættir landsverslunin bráðum, og- þá verður miklu minna að gera á skrifstofunni en verið hefur síðan hún hófst, og meðan stríðið stóð. En þetta tekur herrann frá Vogi eigi til greina. Ekki er heldur hrerranum frá Vogi ljóst, hvað sendiherrann ætti að gera. Hann nefnir tvent, 1. að umgangast sendiherra annara ríkja og tala við þá; 2. að sjá um að „einkenni íslands. fáni og skjaldarmerki sjeu á þeim stöðum, þar sem aðrar þjóðir sýna sin einkenni“. En heldur hann, að sendherrar ann- ara ríkja hafi ekkert annað að gera en að sitja á tali við íslenkan sendil. Þeir yrðu fljótt leiðir á honum. Veit hann eigi, að utanríkisráðaneyti Dana íer með utanríkismál íslands nú um næstu 21 ár, og að ísland hefur þar trúnaðarmann? Hann segir þó, að slept sje fyrsta tækifærinu, sem býðst til þess að taka utanríkismálin í hend-. ur sínar, ef eigi sje nú sendur sendi herra til Kaupmannahafnar. Svo ber hann þá vitsku á borð fyrir þingmenn, að skip frá íslandi mundi eigi hafa legið hirðulaust á höfn i Yesturheimi mánuðum saman, ef Is- land hefði átt sendiherra í Kaup- mannahöfn. Heldur hann í sannleika að sendiherrann í Khöfn hefði getað a.fgreitt skip í Vesturheimi, eða að sendiherranafnið „með fullri nafn- bót“, sem hann er alt af að tönnlast á, hafi þann töfrakraft, að það af- greiði skip. Veit hann eigi, að ísland árti sendimann í Lundúnum, og að hann var þá nær skipinu, en gerði tða gat ekkert. Herrann frá Vogi segir, að for- stöðumaður skrifstofunnar sje nú al- veg horfinn úr þeirri stöðu. „Dettui nú engum lifandi manni í hug, að hann ræki stöðu þessa áfram.“ Alt er þetta ósatt. Forstöðumaðurinn var í stöðu sinni í gær; en kanske herrann írá Vogi hafi gefið forsætisráðherra skipun um að setja hann af, er hann kemur. Ósatt er það einnig, sem herrann irá Vogi segir, að staða forstöðu- mannsins í utanríkisráðaneytinu geti cigi samræmst störfum hans á skrif- stofunni. Reynslan hefur sýnt, að það getur hún ágætlega. Bjarni hefur siálfur haft sex stöður á hendi, og mundi geta bætt við sig hinni sjö- undu, ef nokkur fjárvon væri annars Vegar. Þvi skyldi þá eigi helmingi cluglegri maður geta gegnt tvennum störfum, þá er annað þeirra tekur eigi meira en tvær stundir á dag og hitt eigi meira en hálfan daginn, er duglegur maður gegnir þeim. En ef annað starfið yrði tekið af skrifstofustjóranum, er enginn efi á því, að það ættu að vera störfin i utanrikisráðaneytinu. Til að gegna þeim mætti finna duglegan mann á rneðal hinna yngri lögfræðinga á ís- landi. sem nú vinna þar í umboðs- stjórninni. Þá er hitt starf sendiherrans, aí fæta þess að fáni og skjaldarmerkj

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.