Lögrétta


Lögrétta - 24.12.1919, Blaðsíða 1

Lögrétta - 24.12.1919, Blaðsíða 1
vtgetaiidi og ritstióri: ÞORST. GÍSLASON. Þingfioltsstrseti 17. Talsimi 178. Afgreiðslu- og innheimtu*. í ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 54. Reykjavik 24. des. 1919. XIV. ár. Jólabæn. Kom blessuíS ljóssins hátíð, — helgi þín minn hug og vilja göfgi, vermi, fylli, svo máttug veröi’ og heilög hugsun mín og hörpu mína drottins andi stilli. Ó, send mjer, guö minn, geislabros í nótt, er glóir stjarnan þín í bláu heiíSi, sem gefur barni veiku viljaþrótt aS vinna þjer á hverju æfiskeiSi. Mig vantar styrk i kærleik, kraft í trú, og kristilega auðmýkt barnsins góSa. En veikleik minn og breiskleik þekkir þú og þrá mins hjarta, bænarmálið hljóSa. Ó, gef mjer, gef rnjer guðmóS kærleikans, ó, gef mjer trúarþróttinn, speki’ í anda, svo ver'öi’ jeg þjónninn minsti meistarans, og megi trúr á verði’ í sveit hans standa! TJr „Stjarnan í austri“ 1919. Ó, gef mjer kraft að græSa fáein sár, og geröu bjart og hreint í sálu minni, svo veröi’ hún kristallstær sem barnsins tár og tindri’ í henni ljómi’ af hátign þinni. Og þó aö verk mín þoli’ ei strangan dóm og þótt mjer ver'Si torvelt rjett aS breyta, lát söng minn finna’ í sálum endurhljóm, er sannleiks þíns af veikum mætti leita. Og þó að engan ávöxt sjái jeg mins æfistarfs og samtíð hvergi breytast, þín föSurhönd mig leiöi ljóssins veg og láti mig í framsókn aldrei þreytast. Ó, gef mjer barnsins glaöan jólahug, viS geisla ljósadýrSar vært er sofnar! Þá hefur sál mín sig til þín á flug og sjerhvert ský á himni mínum rofnar. Guðm. Guðmundsson. Klæðavprslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 33. —o— Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Landsvflrrjettirimi^lsDðDr liður. Síöustu dómarnir voru kveönir upp i hinum kgl. ísl landsyfirrjetti 22. þ. m. Eftir nýáriö tekur við hæstirjett ur og verður æösti dómstóll í íslensk- vm málum. En hann kemur ekki sam- j.n fyr en i febrúar. Þar veröur mála- færslan munnleg og er það mikil breyting frá því, sem átt hefur sjer staö viö landsyfirrjettinn. Þau mál, sem hæstirjettur tekur viö af lands- yfirrjefti verða þó flutt áfr^m sam kvæmt hinum eldri reglum. Hæsti íjettur fær aðsetur á efri hæö í Hegn- ingarhúsinu, þar sem landsyfirrjettur hefur áöur verið haldinn, en mikið er nú þeim hluta hússins breytt og verð- tr húsrúm hæstarjettar miklu meira en yfirrjettar áður, Um leið og Kr. Jónsson dómstjóri sagöi rjettinum slitiö 22. þ. m. flutti hann eftirfarandi ræöu: Dómar þeir, er eg nú las upp, eru síðustu dómar hins konunglega ísl'. landsyfirréttar. Stofnaður með tilsk. 11. júlí 1800, kom yfirdóm- urinn i stað lögþinganna og hjns forna yfirréttar. Landsyfirdómur- inn vat settur 10. ágúst 1801, og tók til starfa á miðju næsta ári 1802,' síðan hefir hann starfað ti' þessa dags, óslitið í 117J4 ár, og hefur raunverulega mátt kallast æðsti dómstóll landsins, .því að þau mál hafa verið tiltölulega fá, er skotið hefur verið frá honum til Ilæstaréttar í Khöfn. Eg ætla eigi að segja sögu dómstólsins, en vel má eg minnast þeirra hinna mætu tnanna, sem hafa helgað honum starfskrafta sína, og unnið í hon- um sitt æfistarf, svo sem Magnúsar Stephensens konferensráðs, Bene- dikts Gröndals eldra, ísleifs Ein- arssonar, Þóröar Svinbjörnssonar, Þórðar Jónassen, Jóns Péturs- sonar, Lárusar Sveinbjörnsson ,tg Jóns Jenssonar, er allir sátu í réttinum meðan kraftar leyfðu og líf entist. Allir hafa þessir menn. og að vísu enn fleiri, svo seni Magnús Stephensen yngri (lands höfðingi) sett sitt mót á starfsemi réttarins hver á sína vísu, og meg t'm við minnast þeirra með virð- ingu og þakklátssemi. Nokkru lengur en heila öld hef- ur það verið hlutverk landsyfir- dómsins,að leggja úrskurð á réttai þrætur milli borgaranna innbyrðis, og milli borgaranna og stjórnar- valdanna, að svo miklu leyti þær sæta dómsúrskurði að lögum, svo og dæma um misgerninga; það hefir veriö hlutverk dómstólsins að túlka réttarmeðvitund þjóðarinnar. eins og hún kemur fram í lögum og lögvenjum og dómstóla-praxis; hvernig honum hefur tekist þetta, ber mér ekki um að dæma; en tvent vil eg þó.leyfa mér að segja þessu að lútandi, það hið fyrra, að mér virðist dómstóllinn hafa verið a framfaraskeiði allan tímann, frá því að hann hóf starfsemi sína og til þessa dags; virðist mér þetta koma greinilega í ljós, er dómar réttarins fyrr og síðar eru lesni með gaumgæfni, enda er þetta samræmi við það eðlilega lögmá’ að niðjarnir byggja á og færa sét í nyt, styðjast við og draga lær- dóm af verkum forfeðranna; og það hið síðara, að eg þykist mega íullyrða fyrir eigin reynslu, að al- menningur hafi gjarnan og með fullu trausti lagt málefni sin undir úrskurð réttarins. Það er nú að vísu svo, að þegar tveir deila, þá geta eigi báðir fengið kröfum sin- um öllum framgengt; annarhvor verður að lúta i lægra haldi, og má þá búast við að hann uni illa úrslitum. En alt að einu er eg full- viss um það, að þetta hefir eigi haft nein áhrif í þá átt, að veikja traust almennings á réttinum. En þetta traust er skilyrði fyrir því, að starfsemi dómstólanna geti bless- ast. Það var eigi iyr en eftir miðja fyrri öld, að skipaðir voru fastir málflutningsmenn við yfirdóminn; fyrst framan af voru þeir 2, og •þannig var það fram yfir siðustu aldamót, en síðan eru þeir orðnir margir, svo að nú veit eg ekki tölu á þeim. Það þarf eigi að fara mörgum orðum um það, hve mik- ilsvert og ábyrgðarmikið starf málflutningsmannanna við yfir- dóminn hefir verið ; í öllum einka- málum eru þeir einráðir um það, hvernig málin eru lögð fyrir dóm- stólinn, en á þvi velta aftur dóms- úrslitin; í opinberum málum er þessu að vísu eigi þann veg farið, en alt að einu er starfi málflutn- ingsmannanna einnig mjög þýð- ingarmikill, að því er þau snertir, og þá aðallega í því fólginn, að draga fram og leiða athygli að öll- urn atriðmn. er til greina eiga að koma, þegar dæma á um sekt eða sakleysi hinna kærðu. Yfirdóms- málflutningsmennirnir hafa hver á sína vísu styrkt og stutt þennan dómstól í starfi sínu, sumir ágæt- lega og margir vel, og tjái eg þeim þakkir réttarins fyrir það, óskandi þess jafnframt, að samvinna milli dómstóla og málflutningsmanna hér á landi verði jafnan farsælleg og hagfeld fyrir réttlátleg úrslit málanna. — Meö virðingu og þakklæti minn- ist eg þeirra meðdómenda minna í þessum rétti, sem nú eru látnir, og jafnframt þakka eg þeim meðdóm- undum mínum, er nú sitja hér,fyrir ánægjusamlega samvinnu, og skal eg um leið láta þess getið, að öH þau ár, sem eg hefi setið í réttin- um, en það er nú fullur aldarþriðj • ungur, hefir aldrei komið upp mis- sætti eða misklíð milli dórnend- anna er áhrif hafi haff á úrslit málanna. Segi eg þá réttinum slitið og störfum þessa réttar lokið. Þegar justitiarius hafði lokið ræðu smni, tók til máls Eggert Cles- sen yfirrjettarmálaflutningsmaður og flutti stutta ræðu til dómaranna. Fyr- ir hönd þeirra tveggja, hinna skip uðu málaflutningsmanna við yfirrjett- inn, svo og hinna annara' málaflutn- ingsmanna, sem nú hefðu starfað við ijettinn, færði hann dómurunum þakklæti fyrir góða og ánægjuríka samvinnu á undanförnum árum. Ljet hann jafnframt í ljósi þá ósk og von að hið sama mættr haldast um sam vinnu dómenda og málaflutnings- rnanna í störfunum við hinn nýja dómstól, er sem æðsti dómstóll lands- ins tæki til starfa hjer,- nú eftir ný- árið. Biskupsstóll í Stafangri. Presta ng, sem nýlega var háð í Stafangr Noregi, lagði til að hinn forni bisk .psstóll yrði endurreistur, núveranu, gðabiskupsdæmi skift í tvent. Sig rður konungur Jórsalafari stofnað'. . skupsstól í Stavangri 1125. Úti um heim. Síðustu frjettir. Khafnarskeyti frá 17. þ. m. segir. „ð þá sitji á ráðstefnii þar i borginni sameiginleg nefnd Norðurlanda og ræði um afstöðu þeirra til þjóða- bandalagsins. Fregnin segir, að búist sje við að nefndin mæli með þvi, að Norðurlönd gangi i bandalagið og verði þá, þegar friðarsamningarnir sjeu staðfestir, lögð fram lagafrum- ^örp þar að lútandi í löggjafarþing- um Norðurlanda. Símfregn frá 19. þ. m. segir, að triearskilmálar þeir, sem Litvinov bar fram í Khöfn frá hálfu Bolsjevika- stjórnarinnar og á var minst i siðasta tbl., verði ræddir i París. Aðalatriði þt.irra eru hin sömu, sem áður voru irarn komin frá Lenin i friðarumleit- r num hans við bandamenn og mót- stöðuflokka Bolsjevíka i Rússlandi, sem bandamenn. hafa stutt. Það et gert ráð fyrir, að vopnahlje verði akveðið á öllutn vígstöðvum í Rúss- landi og síðan sje sett ráðstefna t tmhverju hlutlausu landi, til,þess að sentja um frið. En grundvöllur frið- arsamninganna sje sá, að hver ríkis- hluti, sem fengið hefur sjerstaka stjórn á sundrungartímunum, haldi sjer eins óg hann er, þegar vopnahlje kemst á, þangað til almenningsat- kvæðagreiðsla hefur farið fram um framtíðarskipulag hvers um sig. Við- skiftabannið skyldi afnumið og sam- göngur frjálsar og óhindraðar milll þeirra þjóða, sem að þessum friðar- samningum standa, og Bolsjevíkum hei'milt að dvelja í löndum banda- manna á sama hátt og þegnum ann- ara ríkja, ef þeir ekki skiftu sjer af stjórnmálum þeirra heima fyrir. Stjórn Bolsjevíka skyldi, ef friðar- samningar þessir fengju gildi, taka að sjer að greiða skuldir þær, sem á Rússaveldi hvíldu frá tímum keis- arastjórnarinnar. Miklar líkur eru til þess, að umræðurnar i París leiði til þess, að friður komist á milli banda- manna og Rússa, en hætt við að lengí lífi í ófriðarglóðunum heima fyrir í Rússlandi. — Samningatilraunirnar í Dorpat hafa ekki leitt til sátta, og síðustu fregnir segja, að Bolsjevíka- herinn hafi ráðist á Eistur hjá Narva og að Eistar muni neyðast til að ganga að kröfum þeirra, ef þeim komi ckki hjálp utan að. En hjálp þá, sem í boði mundi vera, frá sambandsher Koltsjaks á þessum slóðum, geta Eist- ur ekki þegið. Það er sagt í fregn lrá 21. þ. m., að þeir hafi bannað þeim lier landsvist i Eistlandi, nema þá neð því skilyrði, að bandamenn. Koltsjak og Denikin, viðurkennl sjálfstæði Eistlands. Mótstaðan gegn triöarsamningum' við Bolsjevíka- stjórnina liefur bandamanna megin verið mest frá Clemenceau og stjórn- arflokknum franska, en ekki ólíklegt, að tilboðið um greiðslu á skuldum Rússlands frá keisaraveldistímanum hafi þau áhrif, að sætta stjórn Frakk- lands við friðarsamningana, því Rúss- ar skulduðu, svo sem kunnugt er, 1 rökkum langmest. Lloyd George hefur nýlega haldið íæðu um stefnu ensku stjórnarinnar í utanríkismálum, segir í símfregn frá 19. þ. m. Það var áður kunnugt, að samningar voru komnir á milli Breta, Frakka og ítala, og Bandaríkjamenn voru sagðir óánægðir út af þeim sam- tökum. I ræðu sinni hjelt Lloyd Ge- org.e þessum samningum fram, en vildi engin afskifti hafa a'f innanríkis- málum Rússa. Iiann vildi fá aðstoð Bandaríkjanna til endurreisnar Aust urríkis. Friðarsamningana við Tyrki sagði hann að leiða yrði til lykta hið bráðasta og neyða Tyrki til að láta Konstaritínópel af höndum án tillits til þess, hvað Bandaríkin vildu í því máli. ■ Konstantínópel er nú í vörslu bandamanna og yfirstjórn þar í hönd- um nefndar, sem skipuð er sínum manninum frá hverjum af fjórum bandamannastórveldunum, Englandi, Frakklandi, ítalíu og Bandaríkjunum Fn ágreiningur milli Bandaríkjanná og hinna kemur nú viða fram. Síð - ustu fregnir segja, að þau neiti að viðurkenna samninga, sem Englend- ingar vilja koma á við Persa, nema Fersar sjeu ánægðir. Um þjarkið milli bandamanna og Þjóðverja, segir í fregn frá 21. þ. m að bandamenn krefjist, að Þjóðverj- ar láti af hendi 90 þús. tonn af ýms- um tækjum í Danzig, og verði rann- sókriarnefnd send þangað. Þjóðverjar höfðu fallist á, að bæta að nokkru leyti fyrir það, að herskipum þeirra var sökt i Scapaflóa. Fregn frá Berlín segir, að þýska síjórnin hafi fengið heimild til að banna útflutning á öllum vörum. I Noregi hafa næturstrandferðir verið lagðar niður um hrið, vegna hættu af tundurduflum. Lengi að undanförnu hefur borið mikið á þeirri hættu í Norðursjó. Fyrir nokkru var mikið umtal um það mál meðal út- gerðarmanna í Hollandi og stöðvuðu j eir fiskiskipaútgerð sína eitthvað hennar vegna. Var þá sagt, að á litlu svæði í Norðursjónum hefðu sama daginn farist 6 fiskiskip. Auðvitað er alt kapp lagt á, að slæða duflin upp, en fjöldi þeirra hefur losnað. eins og sjá má á því, að nú skuli slafa svo mikil hætta af þeim við strendur Noregs. Fregn frá 20. þ. m. segir, að French lávarður og fyrv. yfirhershöfðingi. nú æðsti maður Englendinga í írlandi. hafi orðið fyrir morðtilraun í Dublin, verið skotið á hann úr skammbyssu en tilræðið mistókst. Mjög fágæt veiki, sem kölluð er ástralska svefnsýkin, er nú sögð kom- in til Kristjaníu, Stokkhólms og Málmeyjar. Höfrungahlaup. Verkamenn og framleiðendur inn- lendra nauðsynja hafa undanfarið styrjaldartímabil þreytt einskonar höfrungahlaup, hvor fram yfir ann- an. Hvor hefur í sífellu hækkað verð a vöru sinni, verkamenn á vinnunni og framleiðendur á nauðsynjavörum ; því jafnharðan og verkakaupið hækk- aði varð að hækka verð varanna, sem vinnu þurfti að kaupa til að framleiðá, og svo koll af kolli; ella J ótti hvorugs atvinna geta staðist. Og enn er ekkert útlit fyrir að þetta sje að lagast. Enn stekkur hvor fram af öðrum. Þarfur maður væri sá, er gæti fundið ráð til að koma því jafnvægi í verðlagið, sem allir mættu vel við una. Skyldi ekki mega finna ráð ti' þess? T. d. að hin atkvæðamestu fje- lög nefndra aðila veldu fulltrúa 4 fund, til að ræða þetta vandamál. Má gera ráð fyrir, að slikur fundur, ef haldinn yrði, veldi fáa menn í nefnd til að semja frumvarp til verðlags- samnings, er síðan skyldi rætt og athugað í helstu fjelögum aðila. Að fengnum tillögum þeirra. og athuga- semdum, tæki nefndin frumvarpið til athugunar á ný, boðaði svo fulltrúa- fund aftur — ef útlit væri til árang- urs, — og fengi það þá samþykt á lundinum, yrði það gildandi regla um í kveðinn tíma. Væri farið að vinna að þessu nú þegar, ætti sátt að komast á fyrir næstu heyannir. Máske forseti Bf. ísh og form. verkamannafjel. íslands vildu athuga þetta? Gamli. fiöi ara búseluskilyrðið f stjdrnarskrðiiii. í Heimskr. frá 5. nóv. er farið um það þessum orðum: „Þeir Canada-íslendingar, sem þegnrjettindi hafa öðlast í þessu landi, eru útlendingar á íslandi, og þeir Is- lendingar sem hafa verið að heiman í 5 ár, þó þeir hafi ekki gerst þegnar annars ríkis. verða líka skoðaðir sem útlendingar, hverfi þeir aftur heim tii ættjarðarinnar. Nú vita það allir, sem tekið hafa út borgararjett hjer i Canada, og kall- ast breskir þegnar, að þeir eru það að eins inna vjebanda landsins sjálfs. Ef vjer kæmum til íslands, værum vjer ekki lengur breskir þegnar, og ekki íslenskir, vjer værum nokkurs- konar rjettindalaus aðskotadýr á vorri eigin ættjörð, og er það furðu langt að gengið. Ef við lentum í ein- 1 verjum vandkvæðum heima, þá gæt- um vjer ekki leitað ásjár breska ræð • ismannsins, því vjer erum ekki þegnar

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.