Lögrétta - 08.04.1920, Síða 1
LJtgelandi og ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstrxti 17.
Talsími 178.
Afgreiðslu- og innheiaatum. >
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastrseti 11.
Talsími 359.
Nr. 13.
Reyjavík 8. apríl 1920.
XV. ár.
Sv. Jónssou & Co'
Kirkjustræti 8 B. Reykjavík.
Fyrirliggjandi miklar birgðir af
fallegu veggfóðri, pappír og pappa á
jjil, loft og gólf, loftlistum og loftrós-
um.
Dysexelixis.
Ferðaminningar úr utanför
eftir
Steingrím Matthíasson.
I.
Jeg kom til Kristjánssands i haust.
(Jeg var samferða Gunnlaugi Ein-
arssyni kollega. Hann kom frá SauS-
um í Rogafylki; hafði um stund
J jónaS þar læknisembætti. í nesti
hafði hann fengiS með sjer tvo sviða-
kjamma. Við átum þá með bestu lyst
í ljúfri minningu okkar kæra feðra
fróns; ðg við skemtum okkur vel
sarnan. SiSan fór hann út til fslands,
en jeg beiö skips til Kristjaníu og
saknaði Gunnlaugs).
Kristjánssandur er bær svo fram
úr hófi reglulega bygður, aS manni
stórleiðist öll sú reglusemi. Göturnar
allar þráðbeinar og mætast i rjett-
um hornum. Húsunum öllum er skip-
aS í rjetthymda, jafnarma ferhyrn-
inga.
En í Kristjánssandi er falleg
lcirkja. Hún heillaði mig til sin, og
jeg gekk inn um leið og hringt var
og annað kristið fólk gekk til tiða.
Jeg fór aöallega i kirkjuna til aö
beyra góöan söng. Þaö hefur jafnan
veriö reynsla mín, að þó presturinn
geti ekki vakið hjá mjer góðar hugs-
anir og guösótta, þá geti stundum
söngurinn það. 1 þetta skifti varö
jeg fyrir vonbrigöum. Orgelið var að
visu kröftugt, svo aö drundi í hvelf-
ingunni (sbr. Drottins rödd þá drundi
o. s. frv.). En gömul og góðkunnug
sáimalög voru allavega afbökuð og
með öörum hætti (takt) en jeg hafði
átt aö venjast og þar á ofan sungin
hjáróma. (Þaö ætti — fanst mjer —
cö banna öörum að syngja í kirkju
en þeim, sem geta þóknanlega sung-
•ð drotni lof). Upp við orgeliö sungu
að eins fjórar, ófríðar, skrækróma og
skjálfraddaðar kerlingar (á aö giska
40—50 ára gamlar), og þegar þannig
var sungiö fyrir, var ekki von aö vel
færi. Presturinn tónaði þolanlega, en
ræöan heyrðist mjer vera þunn. Hún
hafði þó aö vissu leyti hressandi á-
hrif á mig. Jeg gat sofnaö lítinn dúr
meöan hún stóð sem hæst.
II.
í Stafangri dvaldi jeg nokkra daga
Jeg bjó þar í innratrúboðshóteli. Þar
var lesin hugvekja og sálmar sungn-
ir kveld og rnorgna; fólkið alt af
heiðarlegasta tægi. Þag fór vel um
mig þárna, en jeg verð þó aö játa,
í'.Ö ekki kaus jeg þennan stað öðrum
fremur, heldur lenti jeg þarna þar eð
jeg fjekk ekki pláss annarstaðar.
Hótelið var tiltölulega ódýrt og eng-
in kvöð að borga þar aukaþóknun
þiónustufólkinu eins og annars er
siður. Þó varð jeg var viö, aö greiða-
skildingur var vel þeginn, ef hann
var í boði.
Það var nú ekki einasta guörækni
innanhúss í þessu hóteli, heldur líka
utanhúss. Því á kvöldin kom hjálp-
ræðisherfólk með bumbur, lúðra og
strengleika 0g hjelt háværan fund
meö söng ræðuhöldum og vitnunum
utan við gluggann hjá mjer. Fjöldi
eldri og yngri bæjarbúa hlustaði á.
Mjer fanst nóg um alt þetta guðsorð
0g fanst í bili sem forlögin ljetu nú
til skarar skriða gegn minni vantrú
og villuskoðunum. Jeg fann þó ekki
til neinnar vakningar. Og jafn heið-
jnn hefði jeg farið frá Stafangri, ef
jeg hefði ekki fengíð dálitla upp-
byggingu aðra.
Þegar jeg kom á fætur á morgnana
gekk jeg út á torgið framan viö
hótelið og niður að sjónum. Þar þótti
mjer mjög gaman aö athuga fiski-
markaðinn. Fjöldi af bátum var ný-
kominn að, með nógan afla. Lifandi
j/orskar, síld, smálúður, kolar og
fleiri fisktegundir syntu þar í bátun-
um bæði í skut og stafni, í grænum
sió. Og þeim var ausið upp i kassa
á bryggjunni, sem líka voru fyltir
sjó, og þar syntu fiskarnir glaðir og
íjörugir hver innan um annan og
hjeldu sig enn vera frí og frjáls nátt-
úrunnar börn. Þeim kom vel saman
og sýndust lifa í friði án ryskinga.
Þar voru líka silungar og álar í einni
þró, og undu vel hag sínum, en gedd-
ur voru haldnar út af fyrir sig, þvi
]>ær eru rángjarnar og gráðugar með
afbrigðum. Þær gleypa miskunnar-
laust aðra fiska, sem í nánd við þær
koma, jafnvel þá, sem eru þeim jafn-
okar að stærð. Svo kjaftstórar eru
þær og geta glent ginið ótrúlega í
sundur*
Það var nú ekki einasta gaman að
athu-ga dýralífið, heldur líka fólkið
sem þarna kom saman og kaupslag-
aði. Kerlingar, krakkar, vinnukonur,
giftar konur, bæði fínar og ófínar, og
giftir menn lika, komu þarna með
körfur sínar og keyptu sjer í soðið.
Þetta var kk 8—9 um morguninn og
var auðsjeð á flestum, að þeir voru
nýrisnir úr rekkju og þetta fyrsta
morgunverkið, að afla sjer fæðunn-
ar. Þarna var nú höndlað, prúttað og
kítt um verðið,- og sumir voru á-
nægðir og sumir óánægðir. Sumir
giftu mennirnir voru súrir á svipinn
— höfðu auðsjáanlega verið sendfr út
af örkinni af morgunsvæfum konum
sínum, voru illa útsofnir og sýndust
engar hetjur.
- Svona er lífið fjörugt á fiskitorg-
inu í Stafangri alt árið um kring, —
var mjer sagt. Altaf þar einhverja
björg að fá úr sjónum. Jeg öfundaði
Stafangursbúa og óskaði að heima
gengi jafn greitt að fá fiskinn færð-
an upp á diskinn.
Jeg gekk um torgið og athugaði
bæði menn og skepnur. Þá sá jeg alt
i einu sjón, sem jeg aldrei gleymi.
Þar voru í stórum bala geymdir lif-
andi krabbar — stórir bogkrabbar.
En þeir eru luralegir í vexti og
kubbslegir, skelbrynjaðir á bakinu og
á stærð við hnefa manns, en út úr
búknum ganga átta kræklóttir, bogn-
ir fætur með hvössum klóm á end-
unum, og svo fram úr höfðinu tvær
langar og kröftugar fálmur, með
sterkum krókaskærum á endunum.
Balinn var hálffullur af þessum mó-
rauðu ófreskjum, sem hafði verið
slengt þarna saman í kássu. Og þessi
l ássa var öll á iði Og í uppnámi. Því
hver krabbi vildi neyta síns frjáls-
ræðið og bjarga sjer. En út úr þvi
teis stöðug barátta. Hver reyhdi að
komast efst og á bak öðrum eða velta
ráunganum um hrygg og rífa hann
um leið á hol. Voru óblíð tökin og
ívskingarnar. Krókaskærin voru ó-
spart notuð, og þau voru hin hættu-
legustu vopn. Með þeim klipu þeir
hver annan svo að stöðugt brakaði i,
um leið og skelhúðin muldist sundur
og svarraði í kjötinu, eða limir klipt-
ust af og hrukku út í loftið. Einn af
stærstu kröbbunum var kominn upp
á það lag, að grípa fjelaga sína þann-
ig. að annar skæriskrókurinn stakst
inn í augað en hinn undir hálsinn eða
inn í magann, svo að innýflin hlupu
ut i sárið. Hann sýndist mjer stór-
* Svend Fleuron danskur rithöfund-
ur hefur skrifað skáldsögu sem
„Grum‘‘ heitir. Er þar vel sögð æfi-
saga einnar geddu og vil jeg ráða
mönnum til að lesa bókina.
virkastur í bardaganum. Hann minti
mig á Akkilles í Trójubardaga, sem
jeg hef ætíð haft ýmugust á.
Jeg fann sárt til með krabbagreyj-
unum sem voru minni máttar. Þarna
ci dysexelixis hugsaði jeg. Og
þetta er eitt af Helvítunum! Því það
ei orðið langt siðan að jeg gekk inn
á þá skoðun Helga Pjetufss, að til
væru mörg Helvíti í veröldinni. En
kerlingin, sem átti balann með kröbb-
r.num, skifti sjer ekkert af samkomu-
lagi krabbanna, og gerði ekkert til
að sætta þá. Að eins þegar kaupandi
kom, sem bað um einn eða fleiri
krabba, seildist hún eftir þeim með
töngum og afhenti eins marga og
beðið var um. Hún var ísköld fyrir
tilfinningum krabbanna, en gætti
samt sjálfrar sín, að verða ekki fyr-
ir biti krókaskæranna.
Þetta var uppbyggingin sem jeg
fjekk í Stafangri, og er hún mjer,
þó ljeleg væri, minnisstæðari en hug-
vekjurnar og hjálpræðishersöngv-
arnir.
Krabbagreyin voru sjálfsagt í eðli
sínu ekki verri verur en fólk flest.
En þeir vildu lifa og þeir voru svang-
ir. Það var ekkert annað æti í bal-
anum en þeír sjálfir. Þetta gerði þá
að afætum og jafnvel krabbaætum.
Svipuð kjör og þau, sem krabbarnir
áttu við að búa í balanum, gera einn-
ig menn að afætum ■— og jafnvel
mannætum!
III.
Ritningin kennir okkur að guð hafi
verið vel ánægður með sköpunar-
verkið, þegar því var lokið eftir 6
daga. Það er máske ekki að marka
hvað við mannagreyin segjum. En
fiestum okkar mun þó finnast mörgu
crðið ábótavant nú á tímum. — Lát-
nn nú svo vera þó víða sje pottur
brotinn í mannheimi — því ef til
vill ðr það alt okkur sjálfum að
kenna. En x dýraríkinu er líka fult
af al.ls konar eymd og kvalræði.
Sumir prestar segja: — það er djöfl-
inum að kenna, eða rjettara mann-
inuin, sem ljet freistast af djöflin-
um (jeg kann ekki við að blanda
Messuðu kvenfólkinu inn í það mál).
Guð hafði gefið forfeðrum okkar
fult frjálsræði til að geta valið hið
góða og hafnað öllu illu. En maður-
inn hljóp á sig og valdi hið illa hlut-
skiftið. Afleiðingin var sú, að vonsk-
an kom inn í veröldina eins og fjand-
inn færi í svínið. Áður ljek sjer „með
lambi ljón i Paradis“ ; en eftir óheilla-
siuudina eða þetta „einasta syndar-
augnablik", fór ljónið að jeta lömbin.
Sauðmeinlaus dýr urðu að rándýrum
og óargadýrum. Og alls konar spell-
verur komu nú fram, bæði snikjudýr
og sníkjuplöntur ög meðal þeirra all-
ir sýklarnir. — Kenningin um tvo
andstæða veraldardrotna, sem eigi í
stöðugri baráttu, er eldri en biblían.
Mennirnir sáu það fyrir langa-löngu,
að heixnurinn er of misjafnt að kost-
tim til að vera handaverk algóðrar,
almáttugrar og alviturrar veru. Þetta
kemur ljóst fram í Persatrúnni fornu.
Og hjer hjá okkur flytur nú náttúru-
spekingurinn Helgi Pjeturs þessa
kenningu í nýjum búningi.
Jeg hef lesið rit hans Nýall, með
mikilli ánægju. Við lesturinn fanst
mjer oft sem kenning Helga væri í
rauninni ósköp svipuð kenningu
prestanna („alles re.cht, schön und gut
— ungefáhr sagt das der Pfarrer
axtch, nur mit ein bischen anderen
Worten“, eins og Margrjet segir í
Fást). *
Það er nú ekki svo að skilja, að jeg
trúi öllu senx Hðlgi fullyrðir (því enn
á hann eftir að sanna sitt mál — það
kemur máske i næsta hefti — en það
er satt — þá fáum við v i s s u í stað
allrar trúar). Það er nú svo með mina
rrú, að mjer finst oft sem jeg hafi
nokkuð liðuga trúar-sannfæringu (og
satt að segja þykir mjer engin skömm
að því). En mjer finst þó, að jeg
lengi hafi haft þá óbifandi trú, eins
og Helgi, að verur búi á öðrum hnött-
um engu síður en á okkar eigin harð-
bala-jörð. — Það væri líka undarleg-
ur sægur af eyðikotum um allan víð-
geiminn, ef svo væri ekki.Og jeg felli
mig vél við þá skoðun Helga, að hug-
skeyti geti borist til okkar frá annara
1 natta búendum. Jeg trúi þeim mönn-
ixm, sem telja það fullsannað, að hug-
skeyti geti borist milli tveggja manna
sitt i hvorri heimsálfu. Þvi skyldu
ekki skeyti þá geta haldið áfram til
annara hnatta?
Ennfremur get jeg fallist á þá skoð-
un Helga (sjálfur kallar hánn það
visindalega vissu), að tvær stefnur
ráði í sköpun eða verðandi heimsins
— hin góða stefnan, diexelixis, stefna
vaxandi samstillingar, og hin illa
stefnan dysexelixis, stefna vaxandi
þjáningar. Og jeg trúi því eins og
Helgi, að við mennirnir getum að
miklu leyti stuðlað að því, að góða
stefnan verði sigursælli. Þetta er i
í'auninni það sem háleitustu trúar-
brögðin hafa kent, bæði fyr og síðar.
En nýir tímar heimta trúarbrögð sem
sjeu við tímanna hæfi, svo að nýjar
kynslóðir taki þau trúanleg. Þess
vegna þykir mjer mikið varið i hið
nýútkomna rit Helga, að það opnar
mönnum útsýn til nýs himins og riýrr-
ar jarðar og segir margt gott, sem
að. vísu hefur áður verið sagt, en
ojar farið að gleymast; og Helgi kem-
ur að því betri orðum en áður hefur
verið kostur á að finna i íslenskum
bókum um sömu efni.
IV.
Litt af því, sem einkennir hina illu
verðandi (svo jeg láti Helga fylgja
mjer á leið í mínum hugleiðingum)
er s p i 11 i lí f i ð. Spellverurnar eða
afæturnar, sem við öll þekkjum, bæði
í dýra- 0g jurtalífinu, koma víða við
sögur. Þessar einkennilegu, venjulega
ógeðslegu verur (sem maður trúir
ekki góðum guði til að hafa skapað),
sem sækja næringu sína úr öðrum
verum, annað hvort í þeim eða á og
á þéirra kostnað. Af eigin rammleik
geta þær venjulega ekki náð að bjarga
sjer. Sýklarnir eða sóttkveikjurnar
eru illræmdustu spellverur okkar
mannanna.
I víðtækari merkingu má nefna all-
ar þær verur, sem lifa af ránum, eins
og rándýr og ránjurtir, spellverur.
Og heggur þá nærri okkur mönnun-
um sjálfum.
Leiðinlegt er nú að vita til þess, að
spillilífið virðist fara í vöxt hjer á
jarðríki. í öllu falli má segja, að þetta
gangi í bylgjum. Á vissum tímabil-
um eykst spillilífið, en minkar svo á
milli. Þegar styrjaldir ganga, hallæri
og óáran, eykst spillilifið, eins og lýs-
ir sj’er meðal annars á því, að þá
magnast drepsóttir. Það er einnig
kvartað yfir því í ýmsum löndum
Norðurálfunnar, að úlfum og öðrum
rándýrum hafi fjölgað meðan á styrj-
öldinni stóð.
Það er margt, sem bendir á, að
nýjar og nýjar spellverur sjeu stöð-
ugt að skapast. Áður óþektar sóttir
hafa komið fram, svo sögur fari af.
Nýir sýklar hafa til orði, líklega*við
að eldri hafa breytst og magnast. Og
txúlegt er, að spellverurnar margar
hafi upprunalega verið meinlausar, en
fyrir viss skilyrði snúið inn á nýja
braut. Við þekkjum t. d. ýms skor-
dýr, sem bæði lifa og bjarga sjer
úti í náttúrunni, en sem stundum taka
þá stefnu, að lífa sníkjulífi á öðrum
dýralíkömum. Nægir að nefna flóna
og ýmsar flugnalirfur. Þessar og því-
líkar verur eru beggja blands, og er
ekki ósennilegt, að þær geti fyr eða
síðar tekið skrefið fult til að verða
afætur. Og liggur nærri að halda, að
sömu leiðina hafi margar spellvérur
farið, sem við nú þekkjum einungis
sem afætur.
Jeg sagði áðan, að nærri væri högg-
ið okkur mönnunum, þegar sagt væri
að öll rándýr væru spellverur. Jeg
ætla mjer þó að höggva enn nær.
Maðurinn er auðvitað eitthvert lang-
íxiesta rándýrið, sem við þekkjum. En
hins vegar er vandsjeð, hvernig við
manna-greyjin ættum að geta lifað
án þess að neyta dýrakjöts, fiska og
fugla — að minsta kosti' hjer á hala
'■'eraldar, norður við heimskaut. Lát-
um þá svo vera, að mennirnir lifi
af öðrum dýrum og ræni þau lífi;
þeir bæta það töluvert upp með því,
að rækta vel jörðina og fara vel með
alidýr sín, láta þau frjóvgast og
margfaldast og uppfylla jörðina.
En margir menn eru afætur í öðr-
um skilningi. Þeir lifa ekki einungis
á öði'um dýrum, heldur á öðrum
mönnum sem afætur. Jeg á hjer ekki
við afætulífið i þeirri merkingu sem
kemur fram í vísunni „át jeg og át
af mjer, — át það sem jeg á sat og
át af því.‘‘ Þess konar afætur eru
guði þóknanlegar. Allir ungar verða
að komast á legg. En úr því mega
þeir helst ekki vera afætur lengur.
Sníkjumannlífsins gætir hvergi
cins átankanlega og í miðstöðvum
menningarinnar, stórborgunum, en
þaðan vill það breiðast út víðs vegar.
En á því leikur enginn vafi, að það
er augljóst hnignunarmerki hjá
hverri þjóð, þegar þeim borgurum
og sveitungum fer sífjölgandi, sem
verða afætur annara.
; V.
Það, sem steypti Forn-Grikkjum og
Rómverjum, var hið vaxandi þræla-
hald, sainfara sællífinu. Sama sagan
hafði áður gerst, hver veit hve oft,
en við vitum um Babýloníumenn,
Assýríubúa og Egypta o. fl. Sama
hnignunarsagan upp aftur og aftur.
Mönnum hættir ætíð til, þegar þeir
auðgast, að hætta að vinna, hætta
að neyta síns brauðs í sveita síns and-
litis, og fara í þess stað að lifa af
sveita og striti annara.
Norðurálfu-þjóðirnar, sem voldug-
astar voru á undan styrjöldinni, voru
orðnar vellauðugar á kostnað gulra
þjóða og dökkra. En samfara því
hættu fleiri og fleiri að vinna og
kusu heldur að lifa sem afætuiv
í mannþvögunni og þrengslum stór-
bæjanna er lítið svigrúm lengur til
að glíma við náttúruna og ná brauði
sínu beint úr hendi hennar. Menn
neyðast til að bjarga sjer sem best
þeir geta, og lifa hver af öði'um meir
ug minna. Þetta blessast furðanlega
meðan allir vinna og hönd selur hendi.
Þó er þetta ekki eins hollur bjarg-
ræðisvegur eins og úti í beru lofti
náttúrunnar. En þegar mikill fjöldi
hættir alveg eða svo að segja allri
’dnnu, sem vinna getur kallast, og
tekur að lifa á striti annara, þá byrj-
ar óhollustulifið, sem enginn hefur
nógu sterk bein til að þola til lengdar.
Þetta óhollustulíf veiklar alla stór-
bæjabúa og úrættar kynslóðina. Þess
vegna verður hver stórbær að fá að-
tiutt nýtt og hreint sveitablóð altaf
við og við, til þess að geta staðist
til lengdar.
í gamla daga i Róm og Aþenu, var
þi-ælahald algent, og þótti kurteisi.
að hafa sem flesta þræla. Nú á tím-
um á svo að heita, að þrælahald sje
ux sögunni. En svo er ekki. Alstaðar
cru þrælar, þó munur sje á, hve betur
er með þá farið en áður tíðkaðist.
Nú gerast menn sjálfboðaþræl-
a r og þrælar auðsins. Og eftirsókn-
in er mikil. Úr sveitunum gengur
straumurinn til stórbæjanna. Menn
yfirgefa hollu og frjálslegu útivinn-
una til að kúldast saman í kássunni,
láta aðra lifa af sjer, og reyna að
gerast afætur sem allra fyrst.
Hnignunin fyrrum var fólgin í
hvorttveggjá, að auðmennirnir, sem
lifðu af striti þræla sinna, hættu sjálf-
ir að vinna og hugsa fyrir sjer, og
svo því, að þrælarnir fengu ilt upp-
e'di. Eftir því sem þeim fjölgaði,
þurftu þeir minna að vinna, lærðu
að slæpast og lærðu yfirleitt ljóta
siði af húsbændum sínum.
Sama sagan endurtekur sig nú um
frjálsu þrælana. Þeir læra hóglífið,
drekka í sig sófahuginn (sem Guðm.
Friðjónsson kallar) oghætta að vinna
likamlega vinnu, sem herðir og stæl-
ir vöðvaria.
Á ferð minni utanlands í vetur varð
mjer alstaðar starsýnt á afætur stór^
bæjanna, iðjuleysingjana og liðljett-
ingana með sófahuginn. Því nú geng-
ur iðjuleysi sem faraldur og þykir
fínna að hafa mansjettur en moldugar
hendur. Og mjer varð það ljósara
en nokkru sinni fyr, hvílík bölvun
af iðjuleysinu1 stafar og þar með af