Lögrétta


Lögrétta - 12.05.1920, Síða 1

Lögrétta - 12.05.1920, Síða 1
i. tgetandi og ritstjórí: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstrseti 17. Talsími 178. LOGRJETTA AfgreiCslu- og innheimtum.! ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastr*ti II. Talsimi 359. Nr. 18. Reykjavík 12. mai 1920. Sir. Jónsson öo. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. Fyrirliggjandi miklar birgöir aí iallegu veggfóSri, pappír og pappa á j.il, loft og gólf, loftlistum og loftrós- um. Heim að Hólum. —o—■ Hugleiðingar um jarðrækt. Eftir Árua G. Eyland. —o—: Norðmæri i Noregi, í febrúar 1920. I. " Oft hef jeg hugsað um það undan- iarin ár, hvort hún í raun og veru borgaði sig íslenska stóðhrossaræktin. Því meir sem jeg hef um það hugs- s6, þvi meir hef jeg fylst efa, undr- unar og ótta. —■ Jeg efast um að stóöéignin borgi sig fyrir landió í heild sinni, þegar ti-1 lengdar lætur, þó hún virðist gefa einstökum mönn- um æði mikið í aðra hönd árlega góðu árin. Jeg undrast það að stóðinu fjölg- ar, eða hefur fjölgað, öðrum búpen ingi fremur á þessum síðustu vand- ræðaárum, eins og þaö sje mest um það vert, að sem flest tryppin hangi á horriminni og berji gaddinn, þó margt sje í kalda koli hjá bænduin um land alt. Þannig stefna íslendingar um sömu mundir og flestir hinna ágætustu manna um heim allan boða þá kenn- mgu: að heill og hamingja og lífs- rjettur hverrar þjóöar byggist aðal- lega á því, að jörðin, sem er eign þjóð- fjelagsius eða einstaklinga þess, sje sem mest og best ræktuð, og að sem ílestir stundi þá ræktun. — Þetta ei algild kenning og ekki bundin vií stund nje stað. Loks óttast jeg hvar þetta lendi, éf lengjur verður haldið áfram — eða aftur á bak — eins og undanfar- ið. Er ekki mál komið að æskulýður Lændastjettarinnar nemi staðar, skipi sjer í fylkingu og segi: „Hingað, og ckki lengra.“ Að hann snúi við, yfir- gefi það sem óheilt er, og úrelt, í ís- lenskum búnaðarháttum, og byrji að rækta landið í stað þess að rýja það. í haust kom hingað ungur Skag-- • flrðingur, sveitungi minn. Jeg Ijet liann leysa frá skjóðunni, eins og gengur og gerist. Sagði hann frá ýmsum breytingum og framföruni scm orðið höföu síðan jeg fór að heiman. Ein „framfara“-frjettin var þessi: „Altaf er stóðinu að fjölga í Skagafirði, á skólabúinu á Hólum fylla hrossin nú hundraðið.“ II. Ef stóðræktinni væri hætt á Hól- tim og flest hrossin seld, t. d. 70, þá mætti fyrir verð þeirra kaupa ,tanks‘- Ciráttarvjel með plógiun og herfum mótor-mykjudreifara o. fl. tæki sem tíl jarðvinslu og jarðræktar þurfa á stórbúum. Hólatún er um 60 dag- siáttur að stærð; ef það væri tekiö fyrir í 4 dagslátta spildum og hver spilda höfð „opin“ í 3 ár, þá mætt „snúa“ því öllu á 18 árum. Á þenn an hátt verða 12 dagsláttur að vinn á ári, flest árin; er það að sönnt mikið, en þó vel vinnandi með full komnttm áhöldum. Áburður niunt margir segja a« yrgi 0f Htill til þess- arar ræktunar, en það hygg jeg ekki Þeir eru drjúgir öskuhaugarnir frá biskupstímunum, 0g húsdýraáburður þarf ekki að minka þó töðumagnið minkaði i bili, því jeg geri ráð fyri- að „grænfóðrið" (hafragras eða ann- að) og rófurnar, sem fást af „opntt" spildunum þessi ár, vegi upp töðu- tapið. Á þessum 18 árum yrði túninu þanníg breytt í eina eggsljetta sáð- sijettu, sem vinna mætti á með vjel- um að uiestu eða öllu leyti. Fallegur bJettur. Hitt er eftir að vita, hvort hann gæfi meira af sjer en Ilólatún- ið og önnur góð tún gera nú með gömlu ræktunaraðferðinni. Það vona jeg þó. Sáðsljetturnar, sent Sigurðttr skólastjóri hefur gert á Hóluin, hafa /erið og eru taldar með allra bestu idettunum í Hólatúninu; og þó eru sumar af þeint (þær elstu í gróðrar- stöðinni) gerðar í óræktarmó utan túns. Hitt liggttr í augttm uppi, hver rinnusparnaður það væri, að alt tún ’ið yrði vjelfært. Jeg ætla ekki í þetta sinn að minn ?st á einstök atriði þessarar rækt unar. Þetta er engin nýung. Þess’ cðferð, — að yrkja landið sem akur svo árum skiftir, áður en sáð er í það grasfræi, — er öllum íslendinguns kunn, að nafninu til; því töluvert hef- ur verið um hatta rætt og ritað. En í verklegri frantkvæmd er þessi rækt tmaraðferð alókunn öllum þorra bænda. Tilraunir hafa verið gerðar, sem sýna og sanna, að grasfræssán- ing og sáðsljettur hepnast vel á ís- landi — og þar við situr. Það er langt spor frá tilraunastöð jnni og heim til bóndans; svo hefur pað viða viljað reynast og ísland er engin undantekning í þesstt. Tilrauna - slarfsemin íslenska er ung ennþá og bændur hafa lítt lært að hagnýta liana enda margur Þrándur t Götti beirra, ’sem það reyna. Þó er nú svo komið, að almení er viðurkent að búskapurinn, — jarð- ræktin fyrst og fremst, — þurfi a’5 taka gagugerðum breytingum, og það sem fyrst, ef vel á að vera. V'innuaflið er orðið dýrt; það þarf að sjást mikið eftir menn, sem fá 100 krónur á vikuna um sláttinn, og fæði og skæði að auk. Heyskapur- ittn verður dýr á ljelegutn útengjum, þar sent ntaðurinn slær ekki nema 2.—3 hesta á dag. Víöa — en ekki alstaðar — má bæta engjarnar tneð vatnaveitingum og framræslu, og auka þannig eítirtekjuna eftir hvern rinstakling, sent að heyverkmn geng- ur. En þetta er ekki nóg, ekki ein- lilitt. Framtiðartakmarkið, sem þarf að keppa að er þetta : A 1 1 u r hey- fengur af ræktaðri jörð; a f t ú n u 111 o g v a t n s v e i t u- c n g j u m. Hið eina, sem trygt get- ur framtíð búenda á engjalausu jörð- tuiutn, eru stór og góð,' og v j e 1- f æ r t ú n. En engjalausar tel jeg hjer allar þær jerðir, sem- ekki hafa vatnsveitinga engjar eða aðrar engj- ít, sem arðvænlegt sje að sttinda heyskap á, með eins dýru vinnuafli og nú gerist, þó afurðir búanna stígi ekki í verði, úr því, scm nú er. Jeg er því miður hræddur um að þessar jarðir sjeu almargar, ef vel er að gáð. III. Hvernig á að bæta túnin og gera þau vjelfær? Eftir þeirri reynslu, sem fengin er í tilraunastöðvunum og hjá bænd- um, virðist vera um fjórar mismun- •’ndi aðferðir að ræða. Fyrst skal fræga telja þaksljettun. Það zr 1 raun og vertt eina almenna tún- bótin á íslandi, en sannleikurinn er á, að framtíðargildi þessarar tún- oótar er mjög vafasamt. Værtt allar þaksljettur á íslandi vjelfærar, þá væri túnræktin eigi skamt á veg komin. En þaksljetturnar c r 11 e k k i v j e 1 f æ r a r, það er siður en svo, og takmarkið, „vjel- tær tún" næst ekki með þessari að- ferð. Einstök dæmi hins gagnstæða tnega menn ekki láta hverfa sjer sýn. Þó þaksljetturnar yrðu betur gerðar en nú er algengt, þá ber að gæta þess, að það er fleira en vandvirkn- m ein, sem ræður úrslitum um gæðí og endingu þeirra. Jarðvegur, lega 0g jarðraki túnanna gerir sitt að verk- "ni ásamt fleiru. Flagsljettun. Landjið er plægt jg herfað, borinn í áburður, og flag- ið látið gróa til af sjálfu sjer. Að ferðin hefur verið notuð á stöku stað, aöalókostur hennar er sá, að gras- rótin er lengi að myndast í flaginn og verður seint samfeld. Þetta er svo mikill ókostur, að varla kemur til uokkurra mála að nota aðferðina við sljettun á gras- gefnu túnþýfi, því ekkert er hjer lil að vega upp töðutapið árin, sem rijettan liggur ógróin. Af óræktar- jörð utan túns verður raunar ekkert Löðutap ræktunarárin, en flögin gróa þar bæði seint og illa, nema völ sje á þvi meiri áburði. Græðissljettur eöa rót- græðsla hefur það verið kallað, þeg- ar landið er plægt og herfað, eði mulið á annan hátt; borinn i áburð tir og sáð grasfræi. Þetta er alt gert á einu ári, —• háusti og vori. Ve>-. þá blendingur af jurtum þeim, sem aður uxu á landinu, og þetrra, er cáð var fræi af. Þessi aðferð hefur verið töluvert uotuð. Grundvöllur hennar er: „að nalda dattðahaldi í íslenska gróð- urinn, en hafa útlenda fræið, grasfræ- sáninguna, að eins til hjálpar flag- sljettunni fyrstu árin"*). Margir trúa á þessa ræktunaratiferð eins og tröll á heiðríkju. Þeir hafa eflaust tnik- iö til síns ntáls. Nú sem stendur verður þetta liklega ódýrasta og puð- veldasta sljettimar- og nýgræðsluað- ferðin, sem völ er á, en að trúa á þessa aðferð, sem framtíðar jarðrækt íslendinga, hygg jeg’ varhugávert. Við virkilegar fram- kvæmdir eru fslendingar oft sprettw harðir, ef þeir á annað borð kom- pst af stað, en þolinmæðin og þraut-* segjan vill oft verða af skornutn skamti, við slík stÖrf og fyrirtæki. Það er því óneitanlega djarft að vilja nota þá ræktunaraðferð, setn krefur ihestrar fyrirhyggju og framsýni, og þó held jeg að’ við verðum að setja markið svo hátt, mikið skal til mikils vinna. fslensk jarðrækt er orð- :n svo mikið á eftir tímanum, að þaö stoðar ekki að taka spretti, til að ná grönnum vorum i þeim efnum, til þess þarf jafna framför og lifandi trú á ræktun landsins. Mest er um það vert, að stefnan sje rjett. Mjer finst það vera einhver óntögulegur vantrúarblær yfir jarðræktinni, með- z n stefnan er sú, sem styður og held- nr lifandi þessum þremur framan- nefndum aðferðum, — að vinna jarð- veginn sem allra minst, svo lítið, sent komist veröur af rneð. Þess vegna vildi jeg gjarnan að horfið yrði frá þeim, og eithvað betra kætni í stað- inri. H r e i 11 s á ð s 1 j e 11 u n, fræ- sljettun, er það, sem jeg byggi all- 'ir vonir á. Grasfræi sáð í jarðveg, sent hefur verið unninn sem akur til fleiri ára. Það er fullkomin ',g vönd- uð jarðrækt. Þessi ræktunaraðferð er að eins á tilraunastigi á íslandi, enn þá sent kontið er. Þó ntargar af þeim til- raunum hafi heppnast vel, virðist al- menningur litla trú hafa á aðferð- inni, 0g telja hana of dýra og fyrir- hafnarmikla. Veldur þessu mest van- þekking manna á þvt, hvernig vintvi sículi jarðveginn og hverju eigi að sá í hann' undirbúninggsárin, með- an landið er haft „opið“, enda vantar tilrauhir er sýni þetta. Helst hefut verið réynt að sá höfrum, en illa gengið að þurka grasið, sem von er, cnda oþarfi að 'striða við það. Hafra- gra', er ágætt til súrfóðurs, og sjálf- sagt að súrsa það. Að rækta fóður- rófur i flagintt annað eða þriðja ár- ið, hafa sumir reynt, og hepnast vel, cn þær eru vinnufrekar. Það er stórt spursmál, hvort ekki er hægt að rækta aðrar jurtir, — ef til viTI jurt- ir, sem ertt óreyndar á íslandi, og súrsa þær að haustinu. Þetta er verkefni fyrir tilrauria- stöðvarnar. Ameríkumenn rækta maís til súrsunar. Ef til vill getum vtð „uppgötvað" einhverja jurt eða jurtir, sem gaetu orðið okkur að satna gagni og græni maísinn Ame- ríkmnönnmn. Hver veit? ITve sumum liafa orðið fræsljett- urnar að vonbrigðuni og reynst þær áburðarfrekar, hygg jeg stafi meðal annars af því, að ráðist hefur verið *) Ilalldór Vilhjálmsson: Búnað- arrit 1914, bls 95. í ófrjóa óræktannóa, en á slíkri jörð er ekki að búast við góðum árangri, ; oft hjá óvönum mönnum, og með ereyndri aðferð. Þetta hefur víða tpilt fyrir góðu málefni. Yfirleitt eru íslensku túnin ekki svo vel ræktuð, að ekki liggi næ*- við að koma þeim í betri rækt, held- 'A t’f en að sljetta óræktarmóa utan , túns. Stökiv menri halda þvi fram, að- 1 grasfræsáning hepnist ver í myldna jörð og velunna, heldur en t tyrfna og litt unna, styðja þeir þetta með rökum og reynslu. Þetta er hvorki J meira nje minna en dauðadómur allr- ar vandaðrar jarðvinslu. Sem betur ier eru þeir menn fáir, sem hefur ieynst þetta þannig, og reynsla þeirra, ef ekki hafa verið mistök með , * tafli, verður því að teljast stað- bundin, en ekki algild. Vonandt, tckst tilraunastöðvununi og öðrum, . scm áhuga hafa á málintt, að ónýta þennan „stóradóm". Þegar það er gert, þá geta búfræðingarnir íslensktt gert sjer að eiiiktinnarorðum: „Alt fyrir grasræktina" — fyr ekki. IV. í upphafi þessarar greinar nefndi jeg Hólatúnið, sem dæmi þess, hvern- ig breyta þyrfti, og breyta mætti, ís- lensku túnunum í vjelfærari sáðsljett- nr. Gerði jeg þar ráð fyrir, að stóð- rækt var hætt á Hólum, hrossin seld og verði þeirra varið til verkfæra- Irattpa. Þetta er ekki svo að skilja t;ð jeg telji hrossaræktina og stóð- eignina beinlínis Þránd í Götu auk- innar og bættrar jarðræktar. Ætlan mín og trú er, að stóðið, alið upp á útigangi, og „sett á guð og gadd- jtin“, gefi ekki bændastjettinni meiri cða heillaríkari arð en svo, að það væri engin óhamingja skeð, þó þvi fækkaði, ef verði þess yrði varið til verkfærakaupa og bættrar jarðyrkjtt. Jeg er sannfærður um, aö góð jarð- yrkjuverkfæri í hygginna manna höndum gefa eigendunum meiri ánægju og arð en allmörg hortryppi i högunrim. í dæminu um Hólatúniö gerði jeg ráð fyrir að nota dráttarvjel við ræktunina. Þar og á þvílikum jörð- um er það tímabært, en almenn notk- nn dráttarvjelar við túnrækt á ís- landi held jeg eigi langt í land, og þó er ekki gott að vita, ef til vill verða dráttarvjelar einhverntíma í framtíðinni notaðar til að sljetta þýfðar engjar með, og flögin svo grædd með vatnsveitingum. Ef þ a ð svaraði kostnaði, þá myndu drátt- arvjelarnar verða algengar i íslensku iveitunum, og þá auðvitað notaðar við túnræktina um leið. En það er ekki dráttaraflið, sem vantar, það eru engin vandræði að plægja tún með Iiestafli. Þaksljettunaraðferðin hefur að lík- mdum lifað sitt fegursta, og þó hef- ur engin önnur aðferð orðið til að leysa hana af hólmi. Plægingarmeiin hafa farið um sveitirnar og plægt iyrir bændur, flögin hafa síðan leg- ið óunnin þangað til annan bar að garði, sent herfaði og jafnaði og ef tU vill sáði einhverju í þait. Ef ti! vill var það árinu eftir að landið lar plægt, en alveg eins miklar lik- t*r til að það yrði ekki fyr en eftir 3 eða 4 ár, þegar flagið var orðið gvasgróið og miklu verra viðureign- ar en óplægt þýfi. Jeg veit dæmi þess. Myndarbóndi ljet plægingarmann plægja spildu í túnjaðrinum hjá sjer. Flagið lá síðan óhreyft í 6 ár, þá rjeðist bóndi — í vandræðum sín- um og verkfæraleysi — á grasgróna plógstrengina, pældi þá sundur og jafnaði með reku. Bændur vantar verkfæri, og fasta áreiðanlega ræktunaraðferð, setn komið geti í stað þaksljettunnar. í nágrannalöndunum er fje, sent skiftir tugum miljóna, varið til þess að ljetta bændum kaup og flutnmg á áburði, verkfærum 0g sáðvörum. Hvað gera löggjafarnir og stjórnin á íslandi? Lána bændunl peninga til að kattpa hey og hálm frá útlöndum, XV. ár. ólafur J. Hvanndal, Þingholtsstræti 6, Gutenberg, gerir prentmyndir (Clichéer) af ljós- myndum alls konar, teikningum og prentuðu og skrifuðu máli. Óski dagblöðin eða einstakir menn iljótrar afgreiðslu við sjerstök tæki- færi, er niyndin eða teikningin af- greidd eftir 6 klukkustundir. Vinnan er, eftir allra dómi, sjer- lega vönduö, og er fyllilega jafngóð og erlendis. Fyrsta prentmyndasmiðja íslands. Sími 1003. — Símnefni: Hvanndal. þegar harnar i ári, og safna fje í hallærissjóð! Það er ekki við að búast, að efna- i’tlir bændur verði ötulir við jarð- yrkjuna meðan þannig er í ltaginn búið fyrir þá. Engintv skyldi 14 þeim, að þeir ryðja ekki nýjar leið- ir í túnrækt eða öðru. Hitt er undra- vcrt, að synir efnabænda, sem not- ið hafa búnaðarfræðslu bæði heima og erlendis, láta tún sín liggja óhögg- uð, þegar þeir hafa tekið við stór- búum feðra siima. Efnin vantar ekki. Flæðiengjar fæða fjöld fjár, hjá sumum; hjá öðrutn liggur þarinn í ijörurini og fúnar, svo áburð þarf ekki að þrjóta, þó túnin væru plægð, Samt sem áður halda þeir túnrækt- inni í gantla horfinu, „rista ofan af“ smáblettum í versta þýfinu, ef vel er. Sumir þessir ungu efnamenn verja stórfje til bygginga, girðinga og engjabóta, en túnið er helgidóm- ur, sem ekkert plógjárn má granda. Jeg spyr eins og Glámur: „Hvað veldur?" „Hver heldur?“ Svo jeg stari ekki bara á svörtu hliðina, þó hún blasi víðast við, vil jeg nefna hjer frjett, sem tnjer barst frá íslaudi núna í vetur. Vpr- ið 1917 sáðu Laxamýrarbræður gras- íræi í ílag í túninu á Laxamýri. Af grasfræi var sáð að eins einni teg- und (timothe?), var rnjer sagt, ef til vill hefur ekki verið völ á fleirí teg. vegna stríðsins. Flagið hafði legið opið eitt ár áður en sáð var t ]>aö, um annan undirbúning er mjer ókunnugt. Laxamýrarbræður eru víst ánægðir nteð blettinn, þeir kváðu hafa haft við orð, að taka túnið fyr- it í spildum og -gera því öllu sömu skil og þessum skika, og þó er Laxa- mýrartún vjelfært og í góðri rækt. Þetta þétti mjer fögur frjett; jeg vona að hún sje sönn. V. Mjer hefur skilist það brydda of- Mrlítið á ótjú á túnræktinni núna síðustu árin. Töðubresturinn áriö' 1918 liefur sjálfsagt gert sitt að verkunt. Engjarækt og vatnsveit- ingar virðast hafa hertekið hugi manna, enda er það von, því oft er þar skamt til itppgTÍpanna, og arð- semin auðsæ. Hins vegar virðist mjer það varhugavert og órjett, oin stungið hefur verið upp á, að löggjafar og fjárveitingarvaldið slái siöku við túnbæturnar og láti engja- ræktina sitja í fyrirrúmi við fjár- veiting-ar og búnaðarlöggjöf. Altaf er því barið við, að auk'in engjarækt og aukið úthey sje atið- veldasta og örpggasta ráðið til að auka áburðinn og túnræktina. Það er satt. Þannig ætti það að vera, að þeir, sem mestar og b,erfar lváfca engj- crnar, þeir innu mest að túnbótum og túnrækt. En er það þannig? Hvað sýnir reynslan? Jeg er hrædd- tir um, að það verði áhöld um það, liverjir sýni túnunum sínum mestan sóma, dalakotakarlarnir eða stórbænd* urnir á flæðiengjajörðunum. Neyð- :n kennir naktri konu að spinna. — Þeir, sem litlar éða engar hafa engj- arnar, verða að treysta á túnið og bcitina, það hefur víða verið besta hvötin til að annast túnin. Auðskil-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.