Lögrétta


Lögrétta - 23.06.1920, Síða 2

Lögrétta - 23.06.1920, Síða 2
a LÖGRJETTA Þeir nýsveinar, sem ætla aS sækja rm inntöku í stýrimannaskólann í iiaust, eiga að senda fórstöSumanni skólans beiöni um þaö fyrir i. septem- Ler, stílaSa til stjórnarráSsins, og láta fylgja þessi vottorS: 1. SkírnarvottoríS. 2. Sjóferöavottorö fyrir minst 6 mánuöi. 3. SjónarvottorS frá augnlækninum í Reykjavík. 4. SiðferöisvottorS. 5. HeilsuvottorS. Innsækjandi á aö vera vel læs, sæinilega skrifandi, kunna 4 höfutSgrein- ar í heilum tölum og brotum og rita íslensku stórlýtalaust. Inntökupróf veröur haldiS. Reykjavík 14. júní 1920. Pall Halldórsson. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vtkudegi, og auk þess aukablöð við og við, f'erð 10 kr. árg. á Islandi, erlendis 12 kr. 50 au. Gjalddagi I. júlí. hafi leigt sér íbúS fyrir 2 þús. kr. á mánuiSi, og keypt í hana húsgögn íyrir 200 þúsund kr. o. s. frv. Auk þess hefur hann miklar skrifstofur. En hvernig sem fer, geta þessar samnminga-umleitanir haft mikil á- hrif á alt viSskiftalíf og stjórnmála- 25 f álfunnar. Síðustu fregnir. Tyrkir hafa beðiS um hálfsmánaS- ar frest til að athuga friSarkosti bandamanna. Millerand og Lloyd Ge- orge eiga nú fund meö sjer í Bou- longe til ab ræba ástandið* Á írlandi eru stöðugar óeirðir. Stjórnarskifti eru að verða í Noregi. Gunnar Knud- sen hefur sagt af sjer, en Halvorsen, leiðtogi íhaldsmanna, tekur við. — í Þýskalandi er Féhrenbach þingfor- seti orðinn kanslari. Lausafregn seg- dr, að Krassin hafi boðist til að viður- kenna skuldir Rússlands, gegn þvi að þeir fengja Miklagarö. Venizelos skorar á Grikkjakonung aS leggja niður völd. Tyrkir hefja hernað í Anatolíu. Lloyd George lýsir yfir, að hann vilji heldur stríð en sjálf- stæði írlands. Bannlögin. Lftir Valdimar Þorvarðsson kaupm. i Hnífsdal. Misvitur er Njáll, varð mjer að orði, er jeg las grein sjera Sigurðar í Vigur, um bannmálið, i 49. og 55. tbl. Morgunblaðsins. Það er oft ein- kenni góðra og vitra manna, að þeir viija fara varlega í öllum breytingum. Vilja vera þess fullvissir, að breytt sje um til batnaðar. Njáll hefur ekki verið i neinum vafa, þegar hann tók upp þá nýbreytni, að aka skarni á hóla. Hann hefur verið búinn að sjá það, oftar en einu sinni, að upp af taðinu spratt, bæði meira og betra gras. — Sjera Sigurður, hefur aldrei verið trúaður á góðan árangur bann- laganna, á þeim grundvelli er ofan á varð, að bygt yrði á, þó að hann kunni að hafa greitt þeim atkvæði sitt. Þessu held jeg sje óhætt að ganga út frá nú, þar eð hann, að því er mjer skilst, hallast helst að þvi neyðarúrræði að afnema bannlögin algerlega, án þess að leggja nokkr- ar hömlur á aðflutnig og sölu áfeng- is, en leyfa í þess stað áfengislegin- um að renna óhindruðum að mestu, yiir framtíðarmenningu landsins. Jeg er hræddur um, að með því laginu fáist ekki alstaðar betra gras, en kom- • ið geti fyrir, að af brenni besti gróð- urinn sumstaðar, sjerstaklega sólar- megin, þó grænir toppar kunni jiú að sjást hjer og hvar. Bindindisstarf- semin eru þær einu hömlur, að þvi er sjeð verður, er hinn heiðraði greinarhöf. vill, að áfengisbölinu verði settar; lofar starfsemi hennar, ems og vera ber. En því miður minn- ist jeg ekki þess, að hinn heiðraði höf. starfaði ákaflega mikið fyrir út- breiðslu bindindis, áður en bannlögin gengu í gildi, en sjálfsagt hefur það meðfram verið af því, að hann hefur ekki sjeð þess brýna þörf i sínum sóknum. Hjer í Hnífsdal hefur aldrei verið um mikla áfengisóreglu að ræða, að "j.vi er jeg get munað, enda hefur Knífsdal verið við brugðið sem góðri íyrirmynd annara sjóþorpa. — Að visu verð jeg að játa, að stöku menn hjer voru ekki algerlega lausir við ereglu áður en bannið kom, enda þótt bindindisfjelög væru stofnsett hjer oft. Þau voru góð fyrsta sprettinn, en áhuginn dofnaði, að mjer fanst, þeg- ar frá leið, og þó að þau næðu i bmd- mdi einhverjum sem orðaður var við óreglu, var hann óðar konxinn ur bmdindinu aftur, og drakk þá engu minna- en áður. Enginn taki orð min svo, að jeg telji bindindisstarfsemina hafa verið gaguslausa, nei, alls ekki. Þeir, sem að henni unnu, sýndu góðan og ein- iægan vilja á að útrýma ofdrykkju . og hafa sjálfsagt viða unnið með góð- um árangri, þar sem þörfin er mest. Góður vilji er sigursæll, en einhlítur er hann því miður ekki ætið. Hjer er góður vilji, meiri hluta þjóðarinnar, ekki einhlítur, allra síst, þegar i þann meiri hluta vantar nær alla atkvæða- mestu mennina. Hefði ísland verið svo lánsamt, að bindindisþörfin hefði fyrst komist inn i meðvitund æðstu embættismanna iandsins, skyldi maður ætla, að bind- indísmálið hefði fengið betri byr hjá þjóðinni en orðið er, en þvi láni var nú ekki að fagna. En betri verndar þings og stjórnar hafa bindindismenn sjálfsagt vonast eftir, en orðið hef- ur; sjerstaklega síðan bannlögin komu. Jeg ætla nú ekki að vera fjölorður um vernd og varðveitslu þings og stjórnar á þessum svokölluðu bann- iögum. Að því er jeg best man, var það víst meining allra þeirra, er jeg áíti tal við og atkvæði greiddu bann- lógunum, að þau gengju í gildi, ekki scinna en við nýár 1912. Niðurstaðan varð þó sú, að að eins aðflutningur áfengis hætti, en kaupmönnum var leyft að selja áfengi í 3 ár, eða til nýárs 1915. Þessa stóru ívilnun not- uðu vínsalar sjer. Voru búnir að byrgja sig vei, þegar aðflutningur hætti, enda veitti ekki af, ef duga skyldi til 3ja ára. — En alt að einu var þó aðalvínverslunin hjer á ísa- firði, orðin svö tæp af þessari vöru, síðustu mánuðina, að neytendur urðu vist flestir að þurfasta alla jólaföst- una, svo að hægt vaeri að miðla þeim til jólanna. Þó held jeg, að vínneyt- cndum hafi ekki liðið eins illa þenn- an föstutíma og við hefði mátt bú- ast, því það kvisaðist fljótlega að einhver seytill væri eftir sem miðla ætti til jólanna. Já, jeg held jafnvel að þess jólaglaðningsvon hafi dregið njikið úr hörmungatilhugsan þess, sem í vændum var með nýárinu. Þá er að minnast, hvernig til hef- , ur gengið síðan þetta svokallaða vín- sölubann gekk í gildi. Landsstjórninni var víst af þing- inu falin umsjón áfengiskaupa til roeðala. En svo lítur út, sem þeim vmkaupum hafi lítil takmörk verið sett, þar sem þau hafa aukist um helming árlega, nú síðast. Það er líka farið að orða það svo, að læknar í kaupstöðum sjeu lika vinsalar. Samt sem áður má svo heita, að vínnautn sje víðast hvar horfin úr sveitum og sjóþorpum. Sýnir það siðferðisþrek islenskrar alþýðu. - Þá vil jeg fara nokkrum orðum ufn j)á meðferð þessa máls, er jeg álít heppilegasta. Að stjórnin hafi nú rínkaupin á hendi sem áður. Þingið velji fjóra- menn, einn i hverjum landsfjórðungi til að hafa á hendi aha ábyrgð á útsölu áfengis. Hver þessara fjögra manna ráði svo sjálf- ur og launi aðstoðarmenn sína. Þing- ið feli mönnum þessum útsöluna þannig, að hver maður, sem leyfi hef- ur til að kaupa vin, fái að eins ákveð- nin vínskamt til ákveðins tíma. Þing- ið ákveði hvað sá vínskamtur má vera stór eða smár. Vínsölu til iðn- reksturs, meðala Og kirkna, hafi þess- iv sömu menn á hendi eftir ákveðnum reglum. Allir, sem vín kaupa, undir- skrifi dagsetta úttekt sína, í hvert skifti. Enginn ætti að hafa rjett til vinkaupa, 'fyr en hann er kominn til lögaldurs. Kvenfólk á engan rjett að iiafa til vínkaupa, nema þá eftir læknisvottorði, undir sjerstökum á- stæðum. Skipstjórar á millilanda-. skipum, útlendum og innlendum, þar með taldir „trawlara“-skipstjór^r og þeir útlendir, er veiðar stunda hjer við land, hefðu einir vínkauparjett- inn fyrir skipshafnir sínar, einnig eítir ákveðnum reglum. Jeg vona, að það sem nú helur sagt verið, nægi til að sýna, hverja leið jeg tel heppilegasta í bannmálinu, nefnilega þá, að hafa sem mest um- rað yfir úthlutun vínsins til almenn- ijtgs, en ekki að hefta allan aðflutn- ing á víni, því það verður aldrei framkvæmanlegt. Jeg býst við, að menn telji þetta fyrirkomulag, alveg það sama og „resepta“-sölu lækna. Sje betur að gáð, er þar ólíku saman að jafna. Menn þurfa þá ekki að liúga sjer upp veiki, til að fá víri- glaðning og læknar losna við að gefa „resept“ undir yfirskyni. — Það skiftir miklu máli, að vel tækist valið á þessum 4 mönnum, sem vínsöluna liefðu á hendi. Starf þeirra yrði áríð- r.ndi trúnaðarstarf. Af vinsölunni rnættu þeir engan beinan hagnað hafa, en vera svo vel launaðir af landssjóði, að þeir mættu geta orðið cfnalega sjálfstæðir menn. Þá er eftir að minnast á bannlaga- Lrotin. Mjer finst mönnum altof oft gcfinn kostur á að leysa sig úr sök með peningaútlátum. Peningar ættu ekkert afl að hafa þar. Eins er um x-efsingamár. Vatns og brauðs hegn- inguna tel jeg mjög óheppilegt með- al til siðferðisbetrunar. Einfalt fang- elsi álít jeg heppilegustu refsinguna. /\lveg nóg að taka athafnafrelsi af þeim brotlegu, um lengri eða skemri tima, eftir atvikum, kostnað.allan af dvöl sinni í fangelsinu ættu þeir að greiða eða vinna af sjer, eftir á. Að svo mæltu óska jeg þess og vona, að þingið leitist .við að koma bannmálinu í viðunanlegt horf. Seoðu mjer að sunnan. Ný kvæði eru nú að koma út eftir Iluldu, ein vandaðasta og fallegasta bókin að öllum ytri frágangi, sem komið hefur á síðkastið. Og í bók- inni eru ýms af bestu kvæðum henn- ar — safn af prentuðum og óprent- uðum kvæðum frá því fyrri ljóðabók liennar er kom út fyrir 13 árum. Að þessu sinni verður ekki lagt í það að dæma þessa bók, en að eins rifjað upp nokkuð af móttökunum sem Rulda fjekk fyrst þegarhún komfram siónarsviðið. Þá skrifaði t. d. Þ o r- s t e i n n heitinn Érlingsson ianga grein um hana í Þjóðviljann 15. júní 1905. Það getur verið fróðlegt og skemtilegt að lesa það núna, ekki að eins til að kynnast áliti eins smekk- víss manns á ljóðagerð og Þ. E., heldur til að bera þau einkenni Huldu, sem þar er lýst, saman við þroska hennar seinna, eins og hann t. d. kem- ur fram í „Segðu mjer að sunnan.“ Þess vegna er Lögrjetta beðin fyrir þá kafla, sem hjer fara á eftir: „Núna í vor var orðið langt siðan að jeg hafði lært kvæði eftir nokk- u.rn mann, sist heilt. Ýmislegt laglegt hafði jeg sjeð hjer og hvar, en varla cin hending tollað í mjer, þangað til ieg sá kvæðið, „Ljáðu mjer vængi“, eftir Huldu Jeg varð alveg hlessa þegar jeg sá l.væðið. Mjer datt ekki í lifandi hug að þess konar kvæði yrði einu sinni ort nú á dögum. Meðferðin á efninu, hreimurinn og rímið fanst mjer alt vera komið úr öðrum heimi en þeim, sem jeg var vanur að sjá. Það var ekkert eða lítið í ætt við allan skáld- fkap okkar hinna. Jeg hafði að eins við og við heyrt óma úr þessum htimi í ljóðum íslenskrá skálda, en jeg var strax alveg viss um, að jeg liafði aldrei heyrt úr þeim heimi eins innborinn og óblandaðan hljóm á æfi minni, eins og þennan. Mjer fundust þessir tónar enn þá eiginlegri en sam- kyns tónar hjá Jónasi og Guðmundi Guðmundssyni og fanst mjer það þó iíkast þeim, en hjer fanst mjer þetta standa enn þá dýpra. Mjer fanst svo mikið af veru söngvarans vera í þess- ari og hinum þulunum i bókinni, meira en hjá þeim. Þeir voru eins og ferðamenn í þessum undralöndum. Mjer fanst Hulda vera alin þar upp. Hver var þessi Hulda í rauninni? Jú, jeg vissi það reyndar. Hún hjet Unnur og var dóttir Benedikts á Auðnum í Laxárdal, sem er þjóð- lcunnur maður. Jeg hafði líka sjeð stúlkuna og talað við hana og mjer hafði getist vel að þessu, rúmlega tvítuga, gáfaða, góðlátlega og ófram- færna barni. Jeg hafði líka lesið ljóð- m- hennar í „Ingólfi" og sagt henni óaðspurt, að mjer þætti ekki nema sumt gott í þeim fyrri, þau síðari þætti mjer Iakari. Þetta vissi jeg nú um hana og hafði rð vísu búist við góðu, jafnvel mjög góðu innanum, því jeg fann bæði í kvæðunum og viðtali við hana, að hún aðgætti skarpt og að setningarn- ar hittu hvast og ljett eins og jafnan er hjá ó.kúguðum gáfubörnum, sem notið hafa mentandi og þroskandi umgengni. Um skáldskap Huldu segir Þ. E.: „Það eru yndisómarnic úr þulum okkar og þjóðkveðskap, þeir, sem allra sætast hafa bergmálað í instu og viðkvæmustu hjartastrengjum okkar allra, sem höfum elskað þá, og þó rrian jeg hvergi eftir að jeg hafi beyrt þá svo hreina sem hjer, og lausa við alla truflandi aukahljóma úr ósamræmi daglegs lifs. Skáldið segir grágæsamóður ekki einu sinni eitt beiskyrði þegar hún heldur burt á hafið og hefur ekki svo mikið sem litið við til þess að sjá, hver sat þar einn eftir á ströndinni og var að biðja svo vel, og þó átti hún svo hægt með að lofa það, að binda sig við litla farið, eins og vængirnir voru stórir. Við heyrum ekki á ströndinni eitt ein- asta kvein, ekki eitt bituryrði yfir sár- leikni lífsins. Að eins í augunum sem liorfa út á hafið, þangað, sem væng- írnir eru að hverfa ytst við háa drang- ann, í þeim einum sjáum við hvað löngunin er sár. Þetta er einmitt þráin úr þulunum okkar og kvæðunum, þráin í ljós og yndi; en þar er hún óljós og búning-- urinn oft bágur, smekklaus og tötr- óttur. Hún er hvergi svona fríð og íallega búin. En engu að síður er opnaður hér gæsilega og með ljettri hendidrauma- heimur allra stóru og smáu barnanna, þessi friðarheimur okkar, og liðið hjer á svo sterkum og fríðum vængjum írá öllu því, sem lífinu fylgir, sem er, og verður að vera. Margir hafa óskað sjer vængja, en mjer finst þeir færri, sem hafa vitað jafn vel hvað þeir ætluðu að gera við þá, eins og þessi unga stúlka. Sá jeg hvar hún leið og leið langt í geiminn bláa. Slíkir yndishljóntar eins og í þessu kvæði, geta komið tárunum fram í augun á manni, og ber það ekki við á hverjum degi. Að maður skuli ekki hneykslast á rímlausu og stuðlalausu heridingunum í upphafinu og endan- ’.tm, jafnvel finnast þær prýða og þykja vænt um að þetta sterka barn brýtur alla fjötra. Svona ljett er tlogíð. Hvað er að vera „skáld af guðs náð“? . Svarið þið. Er það að vera Matthías Jochumsson? Þær ljóðadísir eru fagrar, sem Iáta sönginn fara eins og snæljós gegnum þoku og myrkur sálnanna, eða gera h.ina fölsku tóna aldarinnar að við- L-ióð eða athlæji, þær fljúga margar frítt og hátt', en jeg þekki enga svo albyrga, að henni væri ekki hagur, að eiga þessa vængi til skiftanna, til þess að bregða sjer á út yfir sjón- oeildarhringinn. Við fáum fleiri dæmi upp á hvora- tveggju tónana, ef hamingjan gefur þessari ungu stúlku heilsu og aldur. Það sannast. En beisk eða bitur eru ljóð hennar hvergi enn sem komið er. Frjettir. Háskólaprófum er nú lokið hjer. Úr læknadeild útskrifuðust 4, Páll G. Kolka, Kjartan Ólafsson, Kristmund- ur Guðjónsson og Helgi Guðmunds- son; úr ’lagadeild tveir: Lárus Jó- iiannesson og Þorkell Blandon og úr guðfræðisdeild tveir: Ingimar Jóns- son og Gunnar Benediktsson. Fyrri hluta læknaprófs luku: Valtýr Al- bertsson, Steingr.. Einarsson, Skúli V. Guðjónsson, Páll Sigurðsson, Guðm. Guðmundsson og Jónas Sveinsson. íslandsglíman var háð hjer s. .1 sunnudag og vann hana Tryggvi Gunnarsson, sá sami og í fyrra. Yfirleitt var glíman þó ljót og lura- leg, brögðin einhæf og glímulagið c’ft ódrengilegt, jafnvel hjá sigurveg- aranum. Nokkurt ósamræmi var líka stundum í dómum dómnefndarinnar, scm sumpart hefur sjálfsagt komið af því, að ýmsin glímumannanna þrá- brutu margar glímureglur, án þess að dómararnir skeyttu altaf um það. Verðlaun voru, auk Grettisbeltisins, veitt fyrir fegurstu glímuna og hlaut þau Þorgils Guðmundsson írá Valdastöðum í Kjós, prýðilega glíminn og drengilegur maður, og ’.í'.r þó að sumu leyti ekki eins góð- ur nú eins óg í fyrra, hafði líka verið veikur undanfarið. Einn glímumaður vakti þarna nrikla athygli, Guðni A. Guðnason úr Súgandafirði, af því liann skelti bæði Sigurjóni og Tryggva í upphafi glímunnar en skeindist þá á fæti, en glímdi þó á- fram og fjell oftast. Um þessa glímu má annars að ýmsu leyti segja það sarna og um skjaldarglímuna síðustu, en um hana skrifaði Lögrj. allítarlega og má hjer vísa til þess. Dr. Helgi Pjeturss er nýkominn írá útlöndum. Pjetur og Páll eru nýkonmir frá Þýskalandi. Páll ísólfsson ætlar að halda eina tónamessu með lögum eft- ir Bach einhvern næstu daga og Pjet- ur Jónsson syngur um helgina í fvrsta skifti. Samfagnaðarh.átíð hjeldu dariskir ínenn í Rvík 17. þ.. m. út a-f samein- i’mgu Danmerkur og Suður-Jótlands og buðu til nokkrum íslendingum. Um miðjan daginn var guðsþjónusta í Dómkirkjunni og prjedikaði biskup- inn. Um kvöldið var veitsla í Iðnó og fluttu þar ræður, Böggild sendi- h.erra, Kaaber bankastjóri, Nielsen framkvæntdarstjóri, Sveinn Björns- 'sori lögmaður og'de Bang sjóliðsfor- ingi. Samsætið fór vel fram. Lárus Jóhannesson Jóhannessonar bæjarfógeta, hefur nýlega lokið em- bættisprófi í lögfræði hjer við Há- skólann. Hann er 21 árs og hefur lokið náminu á skemmri tíma, en riokkur annar á undan honum, eða 3 ártim, en þó hlotið hæsta einkunn, sem gefin hefur verið við þetta próf í skólanum, eða 140% stig. Þórbergur Þórðarson er nýlega far- inn í orðasöfnunarleiðangur austur i sýslur. En hjer í blaðinu héfur einu sinni áður verið sagt frá þessari starf- senri hans og kvatt til að styrkja hana. Þ. Þ. ferðast s. s. um ’og safriar oiðum úr ísl. alþýðumáli, sem ekki eru til í orðabókum áður. Er ætlunin að safn hans renni síðan til þeirrar vísindalegu orðabókar, sem einhvern tíma á að koma út. En hvað sem um ]iá bók verðuiy getur safn Þ. Þ. hald- ið öllu gildi sínu óháð henni og ættu rnenn því að greiða götu þessa starfs Utir föngum og sömuleiðis ætti þing- ið að styrkja þetta svo að unt sje að gera það sæmilega úr garði, ef á ann- að borð er nokkuð verið að fást við það. Björgvin Guðmundsson heitir Vest- ur-íslendingur einn, sem sagt er frá í Lögbergi fyrir nokkru. Hann hefur undanfaríð fengist allnrikið við lag- smíðar. Auk ýmsra smálaga hefur hann samið samfeldan lagabálk við alla Strengleika Guðm. Guðmunds- sonar, og kvað nú vera að fást við ,,Frið á jörðu“ á sama hátt. Ekkert a f þessum lögum hefur komið á prent enn þá. Landsspítalinn. í síðustu skilagrem landsspítalasjóðsnefndarjnnar mis- prentaðist upphæðin frá fjelaginu Ilugfró í Haukadal í Dýrafirði, stóð kr. 63,45 en átti að vera 263,45. Fjelagsprentsmiðjan

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.