Lögrétta - 30.06.1920, Blaðsíða 2
»
LÖGRJETTA
CÖGRJETTA kemur út i hverjum mið-
ViRudegi, og auk þess aukablöS viS og viS',
l'erS io kr. árg. á Islandi, erlendis 12 kr.
50 au. Gjalddagi I. júlí.
og kostar 6 kr., og hefur Ársæll
Árnason aSalútsöluna hjerlendis. — 1
heftinu er allmikiö af kvæöum og
sögum eftir ýmsa þekta Vestur-ís-
lendinga,'s. s. Stephan G. Stephans-
soti, Kristinn Stefánsson, Þorstein Þ.
Þorsteinsson, Hjálmar Gíslason og
Magnús Bjarnason. Einnig eru þar
smákvæði, stökur og þýðingar eftir
Einar P. Jónsson, Gísla Jónsson og
Guörúnu Þórðardóttur og J. A. Sig-
urðsson.
Þá eru í tímaritinu allmargar grein-
ar, sem aöallega fjalla um þaö mál-
cfni, sem tímariti'ö á sjerstaklega aS
bera uppi — þjóöernismál Vestur-ís-
iendinga og samband þeirra viö landa
sina hjer. Er margt í þeim greinum
sem íslendingar hjer hefðu gott af ]
að lesa, þó margt af þeim, beri eins
og eðlilegt er keim af því að vera
skrifað fyrir Vestur-íslendinga sjer-
staklega. T. d. er grein sjera Guttorms
Guttormssonar um þjóöararf og þjóð-
rækni aö ýmsu leyti mjög eftirtekt-
arverö. Þá er grein sjera Rögnvalds
Pjeturssonar um þjóörækissamtök
íslendinga vestra fróöleg í þessu máli.
Ein grein er eftir Austur-íslending,
Tndriöa Einarsson; stutt yfirlit yfir
þjóöfjelagshreyfingar síöustu ára
hjer heima.
Aö lokum er löng og rækileg rit-
gerÖ um Vínlandsferöir íslendinga til
forna eftir Halldór Hermannsson, en
um þaö efni hefi^r lítiö veriö ritaö
áður á íslensku.
Þetta tímaritsfyrirtæki er merki-
legt, og ætti aö taka því vel hjer
heima, eins og allri þeirri hreyfingu,
sem á bak viö þaö stendur, en frá
henni hefur Lögrjetta sagt nánar áö-
ur. Fyrst og fremst ættu öll bóka- og
lestrarfjelög aö fá sjer ritið.
Eimreiðin er nýkomin út. í henni
cr fyrst fróðleg grein eftir Guöm. G.
Bárðarson, um forfeður mannkynsins
og frumbyggja Evrópu, meö 5 mynd-
um. Matthías Þórðarson Þjóðmenja-
vörður skrifar 2 greinar um Gjá-
bakkahelli og brjóstmynd af Jóni Ei-
ríkssyni eftir Thorvaldsen. Einnig er
þar hrakningasaga skíps eins frá ó-
ítiöarárunum, sem Baldur Sveinsson
blaðamaöur hefur skrifað eftir sögn
Ófeigs Guðnasonar, sem þar var einn
aöalmaöurinn. Loks saga eftir Þ. Þ.
J\, kvæði og ritdómar. Smámynd af
höfundinum fylgir hverri grein, og
getur verið gaman aö því og prýði —
svona eftir atvikum.
óðinn er nýkominn út, janúar til
júní, heftin, 50 síöurt í því eru 24
myndir, 2 sönglög, kvæöi, leikrit og
æfisögur, ein prjedikun o. fl. T. d.
er þar grein um fossavirkjunina í
Noregi, meö lýsingu á aflstöðvunum
þar, skipulag þeirra, stjórn o. fl., og
íylgja henni 10 myndir til skýringar
Þá er einnig erindi eftir dr. Alexander
Jóhanness., um nýjar listastefnur, eitt
það fyrsta og nánasta, sem skrifað
hefur verið á íslensku um þessar nýj-
ustu hreyfingar í list umheimsins —
sem oft eru einu nafni nefndar ex-
pressionismus. Fylgja 5 myndir til
skýringar, af „listaverkum“ þessarar
stefnu, og eru all-einkennilegar. Þá
eru einnig í. ritgeröinni sýnishorn ai
kveöskap stefnunnar og m. a. þýtt
í heild sinni kvæöi eftir dadaistann
Picabia, sem heitir amerískur hráki.
Ennfremur er i heftnu upphaf á nýju
leikriti eftir Tryggva Sveinbjörnsson
(Svörfuö), og heitir Myrkur. Þaö
veröur sennilega leikiö hjer næsta
vetur, og hefur hlotiö lofsyröi ágætra
erlendra leikara, sem lesiö hafa þaö,
t. d. Joh. Poulsen, og höf. fjekk fyrir
þaö skáldastyrk á þessu ári. Þaö
kemur einnig alt út sjerprentaö. Enn-
íremur prjedikun sjera Friöriks J.
Rafnar á Útskálum, flutt viö síðustu
Alþingssetningu. Þá eru kvæði og
stökur eftir Fnjósk, Guöm. G. Haga-
iín, Þorst. Þ. Þorsteinss. og Huldu og
æfi’ntýri eftir Sigurj. Jónsson, og lög
eftir Jónas Tómasson og sjera Hall-
dór Jónsson, viö kvæði eftir Hannes
Ilafstein og Þorstein Gíslason. Aö
lokum eru æfisögur og myndir af
Jakob Sveinssyni trjesmiö, Kirk verk-
i'ræöingi, Jóni Friöfinnssyni tón-
skáldi, hjónunum Baldvin og Guö-
nýju i Garði, Sveini Sveinssyni trje-
<:miö, Rögnvaldi í Rjettarholti, Halld.
Ó. Briem í Reyöarfiröi og Huldu.
Síöast eru smágreinar, bókafregnir
c. fl.
Hvítárbakkaskólinn.
Saga hans og starf.
A. Tildrög skólans.
I.
Sumariö 1901 sat Páll Briem amt-
maður fyrsta búnaöarþing íslands, á-
samt fleirum. í ágústmánuði sátum
við lengi á tali. — Þaö var alþýðu-
íræöslan, sem talið snerist um. P.
Br. haföi eins og kunnugt er, óvenju
mikinn áhuga á alþýöufræöslumál-
inu. Niöurstaöan af samtalinu varö
sú, að eg færi til Danmerkur, stund-
aði nám við Askovlýðháskóla og
kynti mjer alþýöuskóla Dana. Jeg
hafði áöur hugsað um þessa utanför.
en ekkert af orðið fyr en hann hvatti
mig til hennar og lofaði mjer aðstoð
sinni. Hugmynd P. Br. var sú, aö jeg
svo reyndi að koma á fót alþýðu-
skóla meö lýðháskólasniði, og hafa
skólann í sveit. Eg haföi þá veriö
kennari í 8 ár viö barnaskóla og auk
1 ess kent árl. mörgum ungmennum
cftir fermingaraldur. Og jeg heföi
tyrir löngu ákveöiö, aö gera alþýöu-
fræðslúna aö æfistarfi mínu-, aöal-
lífsstarfi, þótt enginn væri þaö gróöa-
vegur.
Þetta kvöld sótti eg urn 250 kr.
utanfararstyrk til búnaðarþingsins, aö
ráöi P. Br. Það skildi heita svo, aö
eg færi utan til þess aö kynna mér
alþýðumentun og landbúnað Dana.
Næsta morgun, 26. ág., bar amtmaö-
urinn mál mitt fram, meö undanþágu,
á morgunfundi búnaöarþingsins, kl. 9
—10. Var styrkbeiönin samþykt oröa-
laust. Sama dag kl. 6 e. m. lagði eg
af stað til Danmerkur meö „Vestu“.
Mátti eigi seinna fara utan, því tíðar
skipaferöir milli landa voru þá eigi.
— Þetta var hvorki i fyrsta nje síð-
asta skifti sem jeg hef tekið fljótt á-
kvöröun til ýmsra athafna, og eigi
gert boö á undan mjer. Jeg hvarf úr
bænum skyndilega, eins og jeg heföi
strokið, og vissu fáir um utanför
mína. Ári síöar skaut mjer upp á
sama staö, meöal vina og kunningja,
með nýjum skólahugmyndum og
tröllatrú á þær.
Jeg efndi loforö mitt, feröaöist um
í Danmörku og kynti mjer búnaö
Dana og skóla. En þess utan var jeg
að námi i Askov í 7 mánuöi (1 mán-
uö við privat-nám). Fjekk leyfi til
þess, að leggja aö eins stund á þau
iræði, sem jeg þurfti síöar að kenna,
en tók engan þátt í þeim námsgr.,
cr snertu Danmörku, t. d. dönsku, eöa
sögu Danm. Og eigi tók jeg þátt í
sim. reikningi, leikfimi nje söng. Þaö
átti illa við mig. Þannig var jeg nem-
andi í báöum deildum skólans. Varð
aö vera hagsýnn í námi mínu, þar
sem jeg var svo fullorðinn maöur.—
Skólastj. á Askov útvegaöi mjer 150
kr. námsstyrk hjá kenslumálaráða-
neytinu og 100 kr. styrk hjá land-
túnaöarfjelagi Dana. Schröder reynd-
ist mér vel, eins og öörum íslending- .
um, sem höfðu kynni af honum. Hann
var íslendingavinur.
Viö Askov voru engin próf, eiK
námsvottorö gátu nemendur fengiö
þaöan. Að marggefnu tilefni þykir
mjer rjett, að setja hjer aðalefnið úr
vottorði því, sem jeg fjekk frá skól-
anum í Askov, og getur hver fengið
c<ö sjá hjá mjer vottorðið, sem þess
kann að óska:-----------„Han har i
denne Tid vist sig som et velbegavet
Menneske, der brugte sin Tid godt
og som fik et godt Udbytte af Op-
holdet her. Hans Opförelse har været
t’l Skolens fulde Tilfredshed."------
II.
Haustiö 1902 stofnaði eg kvöld-
skóla í Reykjavík, meö lýöháskóla-
sniöi. Hann átti aö vera byrjunartil-
raun með lýðháskólakenslulagið. Eigi
var þó ætlan mín sú, að koma upp
lýöháskóla í Reykjavík til frambúö-
ar. Enn vantaði jarönæöi í sveit undir
skólann, og styrk til hans frá því op-
nbera. Þetta ár, sem skólinn starfaöi
Reykjavík, var hann styrklaus, en
-ar var auövelt að fá húsnæöi og
■ óöa kenslukrafta. Þó kennararnir,
em meö mjer kendu viö skólann
ækju ekkert fyrir kensluna, þá varö
eg þó aö leggja fram til hans 700
;r., og kenslu mína aö auki. Kenslu-
ihöld, þar meö borö og bekkir o. fl.,
irann í Glasgöw nokkrum dögum á
■ftir, aö skólanum var sagt upp. Alt
rár óvátryggt. Skólinn var sem sje
íaldinn í gamla samkomusalnum í
áiasgow.
Upphaflega voru þau Ástvaldur
Gíslason kandidat og Ólafía Jóhann-
esdóttir ráöin til kenslu viö skólann.
Þau kendu þó hvorug. Ólafia taföist
trá því, vegna langvinnra veikinda
Þorbjargar fóstru sinnar, en Ástvald-
ur vildi hvergi koma nálægt skólan-
um, þegar hann vissi fyrir víst um
stefnu hans; taldi haníi skólann eigi
xeistan á kristilegum grundvelli.
Þá komu sjálfboöaliðarnir, ef svo
mætti að orði komast, til þess að
kenna og halda uppi skólanum, mál-
efnisins vegna, og þáu engin laun
tyrir. Fyrstan ber að nefna Þórhall
Bjarnarson, síðar biskup; hann hjelt
1 fyrirl. vikul. í íslandssögu. Sjera
Ólafur Ólafsson frikirkjuprestur hjelt
1 fyrirlestur á viku i menningarsögu,
jón Jónasson, síðar skólastjóri, hjelt
12 fyrirl. i heilsufræði, Jens B. Waage
kendi eðlisfræði, Einar kennari Þórö-
srson kendi reikning og nokkra fyrir-
lestra hjeldu þeir Guðm. skáld Magn-
ússon, Sigurður Jónsson kennari og
Pjetur Zóphoníasson. Kenslan fór
íram á kvöldin frá kl. 6—10. Samtals
voru 22 nemendur i skólanum. Margir
þeirra hlustuöu aö eins á fyrirlestr-
ana, sem voru 2, á hverjum degi. Hin-
ir tóku þátt í öllum námsgreinunum,
4 st. á dag í 6 mánuöi.
Skólinn gekk ágætlega og mætti
engri óvild þrátt fyrir þaö þótt þessi
skólavísir kallaöist lýöháskóli. —
I1 lestir mentamennirnir misskildu eigi
nafniö, en voru sinnandi þessari
skólastefnu.
III.
Sumarið 1903 sótti jeg um 4 þús.
kr. til alþingis, til skólahalds i Árnes-
sýslu. Jeg haföi lofun fyrir hentugri
skólajörð, ef styrkurinn fengist. Þar
voru nokkur húsakynni til aö byrja
með. Þá á þinginu var Björn sýslum.
Dalamanna með styrkbeiðni til Búð-
ardalsskólans, 1000 kr. Haföi þar í
2 eða 3 vetur verið þriggja mánaða
námsskeiö handa tuiglingum, eins og
á Heydalsárskólanum. Voru 2 náms-
skeiðin á hverjum vetri, og kenslan
pví samtals 6 mánuðir. Björn hóaði
saman menta- og fjármálanefndum
beggja þingdeildanna. Þá gerðist það
á: „bak viö tjöldin“, að sameina mína
skólahugmynd viö Búðardalsskólann.
Þessir bandamenn buðu mjer Búöar-
dalsskólann með öllum gögnum og
gæönm. Jeg mátti ráöa Uenstviíyrir-
komulaginu og velja meðkennara.
I.aun mín skyldu vera 800 kr., styrkur
í.il skólans 1200 kr. og 4—600 kr.
frá Dalasýslu var búist við. Sent var
í snatri vestur í Dali og fengiö sam-
þ-vkki skólanefndarinnar á þessari
íyrirhuguðu breytingu á skólanum.
Allir þessir nefndarmenn, ásamt Birni
yfir 20 þingmenn, lýstu þvi yfir, aö
þeir styddu eigi styrkbeiðni mína til
skóla i Árnessýslu, ef jeg hafnaði
þessu boöi þeirra. Jeg varð því aö
sætta mig viö þetta aö sinni, og þetta
gat verið spor í áttina, þangað, sem
ieg hafði lengi ætlað mjer aö ná, sem
sje að stofna sjálfs.tæöan skóla á góðri
jörð uppi í sveit. En eigi langaði mig
vestur i Dali.
Skólahúsið í Búðardal var upphaf-
lega tempalarahús, allstórt meö íbúö-
tim uppi, sæmilegt til skólahalds fyrir
ait aö 20 nemendur. En þaö var eign
einstakra manna, og þá i ráöi aö gera
jiaö aö verslunarhúsi, þá og þegar,
0g svo var gert 1905. Þar í grend
var ekkert jarðnæði aö fá, þar voru
crfiöar samgöngur haust og vor viö
önnur hjeruð og verslunin slæm. Fyr-
ir Búðárdalsskólann var því lítil
framtíð, og því fremur, sem sýslu-
búar yfirleitt voru óánægöir með
breytinguna á skólanum. Þeir vildu
hafa gamla fyrirkomulagiö, 3. mán-
aða námstima og aö unglingar ó-
fermdir fengju inngöngu í hann. Var
jeg því viö skólann að eins 2 ár, fjár-
hagstímabilið. Fyrri veturinn voru
samtals 22 nemendur í skólanum,
sumir eigi allan námstímann, 6 mán-
uöi. Úr Dalasýslu fengust eigi nógu
margir, sem vildu binda sig allan tím-
í-nn, því þeir voru ööru vanir. Úr
öörum sýslum voru 5. og höfðu sótt
til mín, áöur en ákveðið var um Búö-
ardalsskóiann. Til mín heföu þeir
komið, hvar sem jeg hjelt skóla.
Jón nokkur Andrjesson í Búðardal
var fenginn til að selja nemendum og
kennurum fæði. Var það metið 65
aurar á dag. Við kennarar boröuöum
meö nemendum. Á jólaföstu geröust
neniendur óánægöir meö fæöi sitt
Einn nemandinn kom þeirri óánægju
af stað. Viö kennarar ljetum þetta
afskiftalaust og gátum sætt okkur
viö fæöiö, þó eitthvaö mætti aö því
finna. Ónefndur maður reri hjer und
ír, haföi fiemandann á sínu valdi.
H.f. „Völundur“
Timburvezlun — Trjesmiðja — Tunnugerð
Reykjavík.
Smíðar flest alt, er aö húsbyggingum (aðallega huröir og glugga)
og tunnugerð (aðallega kjöttunnur og síldartunnur) lýtur.
Selur flestar algengar tegundir af timbri (furu og greni) í hús, hús-
gögn, báta og amboð.
Ábyrgist viöskiftavinum sínum nær og fjær þau bestu viöskifti, sem
völ er á.
Fljót afgreiðsla. Símnefni: Völundur. Sanngjarnt verð.
Matarkæra var send til skólanefndar-
i.mar frá nemendunum, án þess áöur
aö tala um þetta við brytann. Þegar
hann komst að því, sagði hann okkur
öílum óvægilega úr matarvistinni, án
fvrirvara. Þaö var óhreinlega að farið
gagnvart kennurum. Þarna vorum við
þá i svipinn .matarlaus. Til bráöa-
birgðar útvegaði jeg okkur mat, og
stúlku til aö matreiða.
Skólanefndin kom saman og heimt-
aöi skólann fluttan heim aö Hjarðar-
holti (4 km. frá Búðardal), til sjera
Ólafs, skólanefndarmanns. Jeg var
þessu mjög mótfallinn, en vildi hafa
matarfjelag, i Búöardal. En jeg varð
aö láta undan. Eins og gefur aö skilja,
var erfitt að hafa skóJa meö 22 nem-
endum í Hjarðarholti og 2 kennur-
um, húsnæöi of lítið og því oft slæmt
loft. — Þar var vitanlega enginn und-
írbúningur til skólahalds. En fæði og
önnur aðhlynning var þar i besta lagi.
Þegar leið á veturinn, bauð jeg
sýslunefnd Dalamanna aö taka aö
mjer skólann að öllu ieyti næsta ár,
skólanefndarlaust, með 200 kr. sýslu-
styrk, auk landssjóösstyrksins. Sýslu-
nefndin gekk aö þessu boði og fluttist
þá skólinn aftUr í Búöardal. Var þann
vetur í honum 14 nemendur. Þar af
oö eins* 4 úr Dalasýslu, hinir Borg-
firöingar og Húnvetningar. Jeg hafði
sama meökennara : Guömund Davíðs-
son, nú kennara í Reykjavík. Skólinn
gekk þennan vetur ágætlega, og fjár-
hágslega bar hann sig. Fyrri veturinn
var fjárhagur skólans laklegur, og
eigá var jeg þann vetur ánægður með
andann í skólanum. Jeg var milli
iveggja elda — eða jafnvel margra.
- Andlega umhverfið var óheilnæmt,
ótt sijett væri flest á yfirboröinu.
En eigi vil jeg hjer giska á, hvaöan
sá ölur eöa óöur var aö kominn.
Frjettir.
Landakotsskólinn hefur nýlega haft
sýningu á handavinnu nemenda sinna.
Voru þar teiknaðar myndir og mál-
aðar, af ýmsum stæröum. Teikni-
kenslan fer fram undir stjórn sjera
Meulenberg’s, sem sjálfur er lærður
iistmálari. En útsauminn kenna syst-
urnar. Öll bar sýningin vott um hrein-
læti, vandvirkni og smekkvísi skól-
ans. Einkum tekur maöur þó þarna
eítir hinum mörgu útsaumuöu vegg-
myndum, sem ýmsar ungar stúlkur
hafa gert á sjerstöku námsskeiði skól-
ans. Eru margar þeirra prýöilega
gerðar og eftir myndum af ýmsum
íégnstu 0g einkennilegustu stöðum
lijer. T. d. hafði ein stúlkan tekiö
s;er fyrir hendur að sauma upp eitt
þektasta Hornafjaröarmálverk Ásgr.
jónssonar. Yfirleitt er það mjög
þakklætisvert, aö halda hjer uppi
góðri kenslu í þessum greinum,
þó ýmislegt, sem til hennar þarf, sje
nú mjög dýrt, — og ættu þeir, sem
tök hafa á því og áhuga, aö nota sjer
það. Mætti kannske jafnframt benda
á það, hvort ekki væri unt aö taka
líka upp einhverja tilsögn i ýmsum
gömlum íslenskum hannyröum og
listvefnaði, sem margt er mjög fag-
urt og sjerkennilegt, en því miður alt
of mikiö aö leggjast niður. Mundi
góö kensla í því, samfara sýningum,
sjálfsagt geta gert mikið til að vekja
aftur áhugann á þessu og líklegt, aö
bestir kennarar fáist úr þeim hóp,
sem smekkvís er og handlæginn á
aðrar hannyröir fyrir, ef þeir geta
sett sig inn í þetta og hafa áhuga á
því.
Yfirleitt hefur katólski flokkurinn
unniö hjer þarft starf, ekki að eitis
með ^kóla sínum, heldur einnig meö
spítalahaldinu og í hvívetna komiö
vel fram.
Slys varö við flugsýninguna hjer
í. 1. sunnudag, telpa varð fyrir vjel-
inni og beið bana af.
Öllum, skyldum og vandalausum,
nær og fjær, þökkum við hrærðum
íiuga, alla þá samúð og hjálpsemi
sem okkur var sýnd viö legu og frá-
tall okkar ástríka einkasonar, og
biöjum guö að launa alla þeirra vel-
, ild þegar best hentar.
Kollsá, 21. júní 1920.
Herdís Brandsdóttir. Sigurj. Jónsson.
Gerlasamsetningurinn „Ratin“, sem
undir vísindalegu eftirliti er búinn til
á Bakteriologisk Laboratorium „Rat-
m“, Kaupmannahöfn, veldur smitandi
sjúkdómi hjá rottum og músum og
drepur rottur á 1—3 vikum, mýs á
2—9 dögum.
Ummæli um árangur, ásamt verö-
iísta og nánari upplýsingum, fást meö
því aö snúa sjer til
RATINS SALGSKONTOR.
Ny Östergade 2. — Köbenhavn K.
Bankaseðlar. Útlend blöö segja ný-
lega frá því, aö eftir beiöni íslands-
banka gangi íslenskir seölar ekki
lengtúr í dönskum bönkúm. Ef til viil
er einhver missögn í þessu, þó bank-
inn hafi ekki leiörjett hana — því
harla einkennileg greiðasemi er það
viö íslensk viðskifti nú, mitt í pen-
ingakreppunni og verslunarvandræð-
unum, að helsta peningastofnun
iandsins fer aö „beiöast" þess, að ís-
lenskur gjaldmiðill sje hundsaöur er-
lendis.
Mannalát. 29. þ. m. andaöist hjer
Böövar Kristjánsson framkvæmda-
stjóri. Verður hans nánar minst siö-
?r. — Nýlega er látin í Khöfn ekkja
Schierbecks sál. landlæknis, háöldruö.
Norræn hjónabandslöggjöí.
Síðustu tíu árin hafa nefndir setið
á rökstólum i Norðurlandaríkjunum,
til aö endurskoöa hjónabands-lög-
gjöfina. Hafa Svíar þegar samþykt
sin lög„ Norðmenn eru komnir vel á
veg tneð það og í þingi Daná eru
lögin nú til síðustu umræöu.
Danir færa upp lágmark giftingar-
aldursins úr 20 árum fyrir karlmenn
c,g 16 fyrir kvenfólk, upp i 18 og
21 ár. Danska nefndin og Landsþing-
rö vilja láta menn sjálfráða um þaö,
hvort menn gangi i kirkjulegt hjóna-
band-eða borgaralegt, en þjóðþingiö
hallast fremur að því, aö öll hjóna-.
bönd skuli vera borgaraleg.
Norömenn banna öllum þeim aö
gifta sig, sem eru sjúkir af „syfilis",
en Danir krefjast þess að eins, að
liinn hjónabandsaðillinn sje ekki
leyndur sannleikanum. Lengra hafa
Jieir ekki séö sjer fært aö- fara, þvt
aö nýjustu skýrslur segja, að tíundi
hver maður í Kaupmannahöfn hafi
sjúkdóminn, á ýmsum stiguni.
Annars munu nefndir hinna þriggja
rikja hafa leitast við að hafa sem
rnest samræmi í tillögum sínum.
j Hjer á íslandi hefur hjónabands-
’ iöggjöfin líka legið undir endurskoð-
un. Lagadeild háskólans hefur undan-
farin ár unniö að því, með hliðsjón
af tillögum nefndanna hjá frændþjóö-
linum, aö undirbúa frumvörp, sem og
þafa veriö lögð fyrir Alþingi, en ekki
oröiö útrædd enn þá.
Fjelagsprentsmiðjan,