Lögrétta


Lögrétta - 28.07.1920, Blaðsíða 3

Lögrétta - 28.07.1920, Blaðsíða 3
3 LÖGRJETTA nafni. Undir því höfum við elskað Dan- mörku cg alt, sem danskt er, með slík- um innileik, að dýpri hefur hann ekki verið í sjálfu móðurlandinu. En nafn- ið verður enn borið sem heiðursmerki af þeim, sem við ekki gleymum á þessari stund, en geymum í tryggu minni, með- an nokkurt danskt hjarta slær þar suð- ur frá. En með innilegri þökk og gleði tökum vjer móti Danmerkurnafninu. Við mætum hjer í dag til samvinnu fyrir Danmörk og hennar framtíð. —■ Við skulum vpra þjer, Danmörk, góð- ir og tryggir synir og góðar og tryggar dætur, því lofum yjer þjer í Jag — því heitum vjer þjer með handabandi, Kristján konungur! Um konung vorn söfnumst við á þessari stundu, þessari stærstu stund, sem þjóð vor hefir lifað. — pegar við Suður-Jótar greiddum atkvæði fyrir heimkomu okkar, þá kus- um við Kristján Danakonung okkur til konungs. í dag lyftum vjer allir sem einn konungi vorum á skildi, sem frjáls- ir menn og frjálsar konur hyllum við konung og drotningu Danmerkur, sem upp frá þessu eru okkar konungur og drotning, og jafnframt kveður við frá okkur þúsundraddað fagnaðaróp. —- Lengi lifi Kristján konungur og Alex- andrine drotning! Ræðan er hjer ekki þýdd í heild og ekki orðrjett. En þetta getur þó gef- Konungsskipið Dannebrog legst við hafnarbakkann í Suðurborg. Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti. ið nokkra hugmynd um hana. Á eftir henni var sunginn konungssöngurinn, og síðan þjóðsöngurinn: „Det er et yndigt Land.“ par næst gekk upp til konungs gam- all maður, Fischer kafteinn, og færði honum að gjöf frá Suður-Jótum tvö stór gullhorn, nákvæmlega eftirlíking af hinum gömlu, frægu gullhornum, sem áður fyrri fundust í Sljesvík. Konung- ur þakkaði með ræðu. Síðan var sung- ið kvæðið: „Slumrer södt i Slesvigs Jord.“ En á meðan gengu fjórar ung- ar stúlkur hvítklæddar upp að konungs- pallinum og með þeim gamall maður. Ungu stúlkurnar færðu konungi að gjöf gamalt Dannebrogsflagg frá 1864 og gamli maðurinn, hermaður frá 1864, lýsti gjöfinni með því, að hann mælti fram nokkur erindi eftir Axel Juel, sem ort voru fyrir tækifærið. Konungur kysti flaggið, sló örmum um gamla manninn og kysti hann á kinnina. Mælti hann svo nokkur orð til mannfjöldans og bað hann að halda jafnan í heiðri fáan Danmerkur. Eftir það var sungið: „Kongernes Konge“. En þar næst stje H. P. Hansen í ræðustólinn og mælti fyrir minni Danmerkur. Var það löng ræða og efnismikil og þar gefið yfir- lit yfir sögu og baráttu Suður-Jóta. Mintist ræðumaður þeirra atburða, sem gerst höfðu á Dybböl fyr á tímum og svo þeirra manna, sem fremstir höfðu staðið í baráttunni fyrir viðhaldi dansks þjóðernis í Suður-Jótlandi eftir 1864. Að lokum talaði hann um sameining Suður-Jótlands við Danmörk og þau verkefni, sem sameiningin skapaði. — Á eftir var sungið kvæði eftir Johs. Helms og endar það á þessu erindi: „Men end er der Sang i Skoven, höjt bölger det röde Flag, end er der en Gud foroven, som raader for Danmarks Sag.“ Meðan H. P. Hansen talaði, sveif flugvjel í mörgum hringum yfir hátíð- arsvæðinu og fjell frá henni Danne- brogsflagg niður á konungspallinn. Vakti þetta mikinn fögnuð, en flUg- vjelin truflaði mjög reeðuhaldið og eft- irtekt manna á því. Næst var mælt fyrir minni konungs og þings af manni, sem H. Lorentzen heitir, og kvæði sungið á eftir. par næst flutti P. Gran sjálfseignarbóndi, frá Suður-Jótlandi, langa ræðu fyrir minni hinnar dönsku þjóðar og fjekk hún góð- ar undirtektir, en á eftir var sungið kvæði eftir Axel Juel. Býst Lögr. við að geta síðar flutt þýðingu af ýmsum söngvum frá hátíðahöldunum. Með þessu endaði hátíðin á Dybböl og mannfjöldinn tók að tvístrast. En um kvöldið var þar aftur hátíðahald, sem bæjarmenn og hjeraðsmenn stóðu fyrir, og var þar söngur og hljóðfæra- sláttur. Um kvöldið var bál kynt á íandi, og herskip, sem lá í sundinu, var alt uppljómað og skaut flugeld- um. Við borðhaldið á skipinu um kvöld- ið hjelt Neergaard forsætisráðherra ræðu, ljet í ljósi, að sjer þætti för þessi takast vel og hrósaði konungi mjög fyrir framkomu hans. pá sneri forsæt- isráðherrann máli sínu að formanni far- arinnar, deildarstjóra Petersen, og þakkaði honum góðan útbúnað og um- sjón á ferðalaginu, en síðan ávarpaði hann sjerstaklega okkur íslensku full- trúana með mjög vingjarnlegum orð- um í okkar garð og íslands. Petersen svaraði með ræðu fyrir forsætisráðherr- I Sönderborg éru íbúar, að sögn, 8 ^—10 þúsund. Bærinn er vel hýstur og umhverfi fagurt. Gamalt slot er þar við sundið og er nú notað tii íbúðar fyrir hermenn. í þessu sloti sat Kristján II Danakonungur í fangelsi. pjóðverj- ar höfðu flotastöð í sundinu norðan við Sönderborg og sjást þar eftir mörg merki þess. í sambandi við flotastöð- ina höfðu verið reistar þar stórar bygg- ingar, sem Danir hafa nú eignast. Við sundið fyrir vestan Sönderborg eru bað- staðir og skemtilegur vegur þar með- fram sjónum. Vestur til Tönder. Frá Sönderborg var haldið á bílum vestur yfir Jótland 12. júlí, og var það þriðji og síðasti hátíðisdagurinn. Lagt var á stað að liðnu hádegi. Fyrst var Konungur talar frá skipi sínu. ann, en jeg þakkaði honum ummæli þau, sem beint var til okkar íslending- anna og las upp kvæði, sem jeg hafði gert um Suður-Jótland. Var því vel tekið, og síðan hefur það verið birt í ýmsum dönskum blöðum, og kemur einnig annarsstaðar hjer í blaðinu. A Dybböl eru ýmsar sögulegar minjar. par er minnismerki yfir fallna Dani 1864, afmarkað svæði með stór- um steini í miðju og letur á honum alt í kring. par eigi alllangt frá er stórt og skrautlegt minnismerki, sem pjóð- verjar hafa reist föllnum mönnum frá sinni þjóð. Við danska minnismerkið er há flaggstöng og var danska flagg- ið dregið þar upp um leið og konung- ur fór þar framhjá um morguninn. parna á hæðinni er líka gömul mylla, sem mikið hefur komið við rósturnar, sem þar hafa átt sjer stað. Á henni hangir stór tafla og er þetta letrað á hana: Tvende Gange skudt i Grus. Atter rejst som Möllehus. Vogter for et Mindebo. Selv en Bavta dansk og tro. Spejd saa langt dit Öje naar. Grav ved Grav i Marken staar. Danske Mænd gav Livet hen. I roskab holder Skansen end. Taaredugget Ærekrans Slaar om Dybböls Navn sin Glans. Slægter dö, men Sproget binder. Fremtid gror af dyre Minder. stansað við Böffel-Eoppel. par eru í garði við hús eitt grafir tveggja danskra hermanna, sem fjellu 1864. Hafði eigandi hússins tekið lík þeirra og jarð- að á sinni eigin lóð og síðan girt graf- irnar og haldið þeim við. Um þetta er til kvæði eftir Holger Drachmann. — Landið er þarna, austan megin á Suð- ur-Jótlandi, fagurt og frjósamt hver- vetna, en þó er bygð þar ekki eins þjett og á eyjunum. pegar vestar dregur taka við móaflákar, sem Danir nefna heiðar, með engjum og ökrum á milli. Bygðin verður þar miklu strjálli en að austan, og skógar eru þar ekki, nema einstök trje í kringum bæjina. Sum- staðar eru blautar mýrar,, einkum vest- ast. Margar landsskákir líkjast því, sem er á íslandi, einkum engin, og virðist svo sem heyskapurinn fari þarna fram líkt og heima hjá okkur. Gripir voru-þarna víða á beit, kýr, hestar og kindur. Koch Ripabiskup sagði við mig- áður en við fórum vestur í landið, að nú skyldi jeg taka eftir, er þangað kæmi, hvort mjer fyndist landið að ein- hverju leyti líkjast íslandi, því sjer hefði verið sagt, að það minti meira á ísland en nokkur annar hluti Danmerk- ur, og sá jeg, að þetta var rjett. Við hjeldum suður að landamærun- um fyrir norðan Flensborg, og þar komu Danir úr borginni móti konungi, um 500 menn, skipuðu sjer við veg- inn og heilsuðu. pjóðsöngur Dana, „Det er et yndigt Land,“ var sung- inn og margir höfðu tár í augum. Kon- ungur svaraði heilsaninni og mælti nokkur huggunarorð til hópsins. Síðan var ferðinni haldið áfram. Nokkru fyrir kl. 4 var komið vestur til Tönder. pað er sagt, að sá bær sje mjög þýskur, en ekki varð þess vart að öðru en því, að hann var minna skreyttur dönskum flöggum en þeir bæjir, sem við höfðum áður farið um. Konungur ók með fylgdarliði sínu að ráðhúsi bæjarins. par var ræðustóll reistur og borgarstjórinn, Olufsen, bauð konung velkominn. Kvaðst hann skilja heimsóknina svo sem bæði konungur og stjórn Danmerkur vildu styðja framför og gengi þessa bæjar og kvaðst vænta þess, að hann ætti góða framtíð í vænd- um undir danskri stjórn. Konungur þakkaði og kvað það ósk sína, að sameiningin við Danmörk yrði bænum til heilla og blessunar. Bað menn svo að hrópa húrra fyrir föðurlandinu. Konungur gekk svo milli íbúanna sem næstir stóðu, og ungar, hvítklæddar stúlkur gengu fram og rjettu honum og drotningunni blóm. Síðan var konungi og öllu fylgiliði hans boðið út á Schackenborgarslot, sem er skamt frá Tönder. pað er gamalt slot inni í skógarlundi og er kring um það hin stærstu trje, sem við sáum á Vestur-Jótlandi. Inni á slotinu stóð til reiðu matur og vín af öllum tegundum, kaffi og te, handa öllum, eftir því, sem hver vildi, og voru við- tökurnar að öllu hinar rausnarlegustu. Áður farið var á stað hjelt konungur ræðu og þakkaði Schack greifa fram- komu hans í suðurjósku málunum og trygð hans við Danmörk. Schack greifi er ókvæntur maður og býr þarna með systrum sínum tveimur. Hann óskaði að allir gestirnir skrifuðu nöfn sín í gestabók sína, sem var þykt bindi, er margir ættliðir höfðu geymt. Og um leið og við fórum voru allir kvikmyndaðir á tröppum slotsins.. Frá Schackenburg var aftur ekið til Tönder og um bæinn til og frá, en síð- an snúið við og haldið austur á leið til Sönderborg, og vorum við komnir þangað aftur kl. 9p2 um kvöldið. pá bauð konungur ýmsu úr fylgdarliðinu til máltíðar með sjer úti á „Danne- brog“, þar á meðal forseta alþingis, Jóh. Jóhannessyni, bæjarfógeta. Aftur til Kaupmannahajnar. Eftir kl. 12 um kvöldið lagði stjórn- arskipið á stað frá Sönderborg til K- hafnar og komum við þangað kl. lið- lega 5 daginn eftir. Var nú farið sunn- an við Sjáland, eftir sundunum þar og framhjá Manarklettum (MöensKlint), en þar er, svo sem kunnugt er, ein- hver hinn fegursti staður í allri Dan- mörk, hvítir krítarklettar, sem ganga í sjó fram, en uppi á þeim þjettir skógar og liggja skógargreinarnar sum- staðar niður eftir klettunum. Sumar- hús eru inni í skóginum og sjást sum þeirra utan af sjónum. Fórum við þarna framhjá í góðu veðri og voru þá allir uppi á þilfari og horfðu til lands. Við morgunverðinn á „Ægir“ þenn- an dag hjelt Gram hæstarjettarforseti ræðu, og þakkaði stjórninni fyrir gest- anna hönd ferðina og veitingarnar. Jóh. Jóhannesson þakkaði henni sjerstaklega fyrir hönd okkar ísl. fulltrúanna. Sagði hann, að ferð þessi yrði okkur ógleym- anleg og að öll íslenska þjóðin tæki innilega þátt í gleði Dana yfir sam- einingunni. par sem forsætisráðherra •hafði sagt, að íslendingar hefðu ekki getað valið betra tækifæri en samein- ingu Suður-Jótlands við Danmörk til þess að láta velvild sína í ljósi, þá vildi hann segja, að danska stjórnin hefði ekki síður valið hei^pilega stund til þess að láta í ljósi velvild sína til íslands, þar sem hún hefði síðastl. 1 7. júní látið leggja sveig á gröf Jóns Sigurðssonar í Reykjavík um leið og íslendingar hefðu lagt sveig á minnis- varða Kristjáns konungs IX. — Með þessu hefði danska stjórnin sýnt skiln- ing, sem yrði mikils metinn á Islandi. — Dorph málari þakkaði einnig með nokkrum orðum, sjerstaklega fyrir hina dönsku málara, sem með voru. Konungur, drotning og prinsarnir urðu eftir í Suður-Jótlandi og óku þar um hjeruðin í nokkra daga. Komu þau þá til Askov-lýðhásþóla, og bauð ráð- herrafrú Appel þau þar velkomin. En á samkomu, sem haldin var í Skibe- lundsskógi, þar rjett hjá, flutti Appel ráðherra ræðu. pegar konungur kom til Askov, höfðu íslendingar fána sinn þar uppi og skipuðu sjer í kringum hann. — Konungur og drotning komu heim til Khafnar morguninn 1 7. þ. m. Þðrsteinn Gíslason ritstjóri. Var þeim tekið með miklum fögnuði, er þau stigu á land, 'og allir eru ein- róma um það, að lofa mjög alla fram- komu konungs í Suður-Jótlandi. Um okkur ísl. sendimennina er það að segja, að viðtökurnar hjer í Dan- mcrku geta ekki hugsast betri nje inni- legri en þær hafa verið, og að dagar þeir, sem við dvöldun’ ' Suður-Jótlandi við sameiningarháuóahöldin, verða okkur ógleymanlegir. Khöfn, 18. júlí 1920. p. C. --O—: Hvor det straaler, hvor det smiler dette skönne Land, disse Bakker, disse Dale, denne lyse Strand! Se, det Glimt paa Bugtens Vove, grönne Sletter, mörke Skove, — denne Solglans over Jorden, — dette Smil mod Norden! Tænk, hvormange Röster lyder ned til Jer idag: Tak for Kampen, Sönder-Jyder, Kamp for Nordens Sag! Den, som trofast staar og strider, haaber, tror paa bedre Tider for den Ret, som Folket ejer, leder Gud til Sejer. Og i Dag, naar Sönder-Jylland i sin Festglans staar, vid da, Danmark, at din Glæde den er ogsaa vor! Naar den danske Jubel lyder: Vær velkommen, Sönder-Jyder! længst fra Norden Danmarks Frænder jubler med som Venner. Her har kæmpet lange Tider Nordens Grænsevagt, kæmpet trofast uden Vaaben, mod en Overmagt. Men, hvis Faren atter truer, Kæmp imod den Magt, som kuer, — værg din Plads paa Moderjorden samlet, enigt Norden! p. C.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.