Lögrétta - 04.08.1920, Page 2
2
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA kemur út á hverjum miS-
vmudegi, og auk þess aukablöS viS og viS,
l'erS 10 kr. árg. á Islandi, erlendis 12 kr.
$0 au. Gjalddagi I. júli.
Bókmentir.
H. G. Wells: THE OUTLINE OF
HISTORY, being á þlain History of
Life and Mankind. Written with the
advice and editorial help of: Mr.
Ernst Barker, Sir H. H. Jobnston, Sir
E. Rey Lankaster, and Professor Gil-
bert Murray. London; George Newnes,
Ltd. Vol. I, 384 bls. 4to.
Veraldarsaga þessi er ólík flestum
þeim sögum, sem hinga8 til hafa ver-
ÍS ritaðar, enda fáutfi sú náðargáfa
gefin að geta ritaS bók, sem henni
sje lik. Höfundurinn, maður frábær-
lega víðsýnn aS eðlisfari, hefur klif-
i» upp á hátinda mannlegrar þekk-
íngar, þaðan sem hann svo „horfir
sem örn yfir fold“ og sjer öll ríki
veraldarinnar og þeirra dýrð. Og fátt
getur verið unaðslegra en að mega,
þótt ekki sje nema rjett sem snöggv-
ast, koma þangað upp til hans og
njóta útsýnisins — að svo miklu
leyti sem við hversdagsmennirnir get-
um notið þess.
Sem einkunnarorð fyrir bók sinni
hefur Mr. Wells valið sjer þá stað-
bæfingu þýska vísindamannsins Rat-
zels, að mannkynssöguvísindi, sem
verðug sjeu að kallast svo, verði að
byrja uppi í himingeimnum og koma
þaðan niður á jörðina. Þau verði að
vera þrungin þeirri sannfæringu, að
öll tilveran sje ein og lúti frá upp-
hafi til enda einum og sömu lögun-
um. Þetta má víst segja að sje í stuttu
máli söguspeki Wells, og á þessum
grundvelli ritar hanp bók sína. Hann
byrjar á sköpunarsögu stjörnukerfis-
ins og jarðarinnar, að svo miklu leyti
sem vísindin hafa náð tökum á þeirri
gátu. Hneykslast vonandi enginn á því
að hann „modernisserar" söguna hans
Mósesar sáluga dálítið. Ofan úr him-
ingeimnum kemur hann svo niður á
jörð, sem í miljónir ára er með öllu
lífvana, þar til jurtagróður loks fer
að myndast smámsaman, og óratím-
um seinna dýralíf, þótt mjög eje þa8
frábrugðið dýralífi ])ví, sem hefur nú í
íniljónirára þróast áhnettinum.Nöfnin
á þessum löngu horfnu kynjadýrum,
sumum margfalt stærri en stærstu
ciýr sem nú þekkjast, eru ekki öll sem
munntömust; en það gerir ekki svo
mikið til, því myndirnar bæta þar úr
skák, enda eru þær gerðar af einum
hinum mesta dráttlistarmeistara Eng-
lendinga, Mr. J. F. Horrabin, sem
jafnframt er hinn ágætasti fræði- og
vísindamaður.
Hjer vita menn það alment, að H.
G. Wells er eitt hið fremsta sagna-
skáld og einn hinn mesti ritsnilling-
ur, sem nú er uppi. Hitt er færrum
kunnugt, að áður en hann kom fram
á sjónarsviðið sem rithöfundur, var
hann búinn að geta sjer orðstír sem
vísindamaður. Og vísindamenskuna
hefur hann aldrei lagt á hilluna, þó
að bókmenta afrek hans hafi í langan
aldur yfirgnæft hana. í þessari bók
g-ætir hvorstveggja í senn: — hins
margháttaða fróðleiks höfundarins
og ritsnildar hans. O u 11 i n e o f
H i s t o r y er jafnt fallin til skemti-
lesturs sem til fróðleiks. En mest er
þó um vert m e n t a g i 1 d i hennar,
enda hafa enskir ritdómarar spáð því,
að hún muni gerbreyta sögukenslu í
skólum á Englandi; og því hefur
-erið hreyft í enskum blöðum, að
koma á fót mentastofnun (Wells
School), sem starfi á þeim grundvelli
er Wells hefur lagt með sögu þess-
ari. Telja' sumir þeirra manna, sem
ætla má að ekki fari með fleipur eitt,
(t. d. Silas Birch) víst, að sú hug-
mynd muni bráðlega komast í fram-
kvæmd.
Hvað sem því líður væri það ósk-
andi, að bókin kæmist í hendur sem
flestra íslenskra kennara, þeirra er
'ensku lesa,- því hún er umfram alt
kennarabók. Og þótt hún megi varla
ódýr kallast (ódýr þó, þegar þess er
gætt, hve afar vandaður frágangur-
inn er og mikið borið í uppdrætti og
ktmyndir á sjerstökum blöðum) verð-
ur hún þó miklu ódýrari en sógur af
svipaðri stærð á Norðurlandamálun-
um. Sn. J.
Mannasiðir heitir nýútkomin bók,
'títir Jón Jacobson landsbókavörð, og
eru þar kendar reglur fyrir hegðun
manna. Kostar í bandi kr. 7,50.
Sl. X. s.
Höfum ávalt fyrirliggjandi ágætar amerískar
„POLAEINE“ smurning’soliurs
Damp-Cylinderolíu (fyrir yfirhitun), Mótor-Cylinderolíu I, Cylinderolíu og Lagerolíu.
BENZÍN 66/68° beaumé.
Steinolíuofnana „Perfection" og „Rayo“ borðlampa. Kveiki, lampakúppla og lampaglös.
Biðjið ávalt um
til notkunar innanhúss: steinolíuna „SÓLARLJOS“.
til notkunar á mótora: steinolíuna „ÓÐINN“.
Hið íslenska steinolíuhlutafjelag’.
Sími 214.
F. H. KREBS.
medlem af Danslc Ingeniörforening.
KONSULTERENDE INGENIÖRFIRMA.
for Projektering og Udbygning af:
KRAFTSTATIONER, Vandkraft, Damp, Diesel, Sugegas osv.
ELETRISKE KRAFTOVERFÖRINGS OG FORDELINGSANLÆG.
ELEKTRISK Varme, Lys, Drivkrft m. v.
ORGANISATION AF ELEKTRICITETSFORSYNING.
KÖBENHAVN V., Alhambravej 17. Tlgr. Adr.; „Elektrokrebs“.
Detkgl. octr. Söassurance-Gompag'ni
tekur að sjer allskonar sjd>vó.tryjafe:ing-ai*.
Umboðsmenn úti um land:
á Isafirði: Ólafur Davíðsson kaupmaður
á Sauðárkróki: Kristján Gíslason kaupmaður
á Akureyri: Pjetur Pjetursson kaupmaður
á Seyðisfirði: Jón bókhaldari Jónsson í Firði.
Aðalumboðsmaður fyrir Island
Eggert Claessen, hæstarj.málaílutningsmaður.
Vatnavirkjun.
Sendiherra Dana hefur sént út
skýrslu um vatnsvirkjunaráætlanir í
Ðanmörku, sem eru eftirtektarverðar.
Hann segir, að hinn stöðugi kola-
skortur og óvissan um útvegun þeirra
hafi komið nýrri hreyfingu á hug-
myndina um það, að veita rafafli úr
norskum fallvötnum til Danmerkur.
Er nú gert ráð fyrir því, að veita
orkunni eftir loftþráðum frá Noregi
um Trollháttan og.Hdsingjaborg og
i neðansjávarþráðum til Helsingja-
cyrar. Önnur veita er áætluð frá
Trollháttan yfir Kattegat til Frið-
nkshafnar. Gert er ráð fyrir því, að
orkan muni við leiðsluendann kosta
hálfan þriðja eyrir eða rúmlega það
fyrir kilovatttíma. Nokkð eykst verð-
ið fyrir danska notendur vegna neð-
ansjávarleiðslunnar, en er þó ráðgert
miklu ódýrara en núverandi aflgjafí,
sem kostar kringum 15% eyri pr. kilo-
v/att-tíma. Kostnaður við veituna 'til
Friðrikshafnar er áætlaður 125 mil-
jónir kr., og talið að rafmagnið tnuni
þar kosta hálfan fjórða eyri kilowatt-
tíminn. En núverandi verð rafmagns
er í Danmörku 4—5 sinnum hærra.
í skýrslu sendiherrans segir að lok-
um, að málið sje rætt af miklum á-
huga, og að búist sje við því, að
dansk-norsk samnefnd verði skipuð
til að rannsaka málið í einstökum
atriðum og gera fullnaðaráætlanir.
Frá Danmörku.
Landsþingskosningar standa nú yf-
ii i Danmörku og hafa kjörmanna-
kosningar farið svo, eftir símfregn
fil danska sendiherrans, að Vinstri-
menn vinna 4 sæti, jafnaðarmenn 1
og Hægrimenn 1 (aðrir segja Vinstri
3, en Hægri 2), en Radikali flokkur-
inn tapar 6. Ætti þá Landsþingið að
verða svo skipað: Vinstri 29, Jafn.
19, Hægri 15, Radik. 7, Atv.málafl. 1
og einn utan flokka. En í Landþ. eru
54 þingm. kosnir af kjörmönnum, en
af þeim 18 eru 7 Vinstri, 4 Jafn., 4
Hægri og 3 Radik. — Meðal fallinna
I.andsþing'smanna er fyrv. fjármála-
\ ráðh. Dómar blaðanna eru samhljóða
nni það, að kosningarnar styrki af-
stöðu núverandi stjórnar.
í Fredericiu var opnuð dönsk kaup-
stefna síðastl. laugardag af Th. Rothe
verslunarmálaráðh. Hjelt hann þar
ræðu, og sagði m. a„ að úr eyðilegg-
ir.gum heimsófriðarins yrði að eins
bætt með vinnu. Sífeldar kröfur um
minni vinnu og meiri laun gætu ekki
leitt til blessunar. Meiri og betri vinna
væri nauðsynleg og rjettlát skifting
arðsins. Hin sanna hamingja væri
í vinnunni fólgin. Nautnirnar mættu
ekki fara á undan framleiðslunni, þá
væri voðinn vís þjóðfjelaginu. — Nú
hefði heimsstyrjöldin sýnt, að þjóðin
gæti komist af með það, sem framleitt
væri innan takmarka landsins, miklu
betur en menn hafðu ðður haldið. .Sú
íeynsla, sem fengin væri, ætti nú að
koma að notum. Danmörk væri ak-
urlendi yfirleitt. En samt sem áður
væri þar þörf fyrir heilbriglia iðnað-
arstarfsemi, sem haldið væri uppi
innan vissra takmarka og ekki rek-
in á kostnað annara atvinnuvega. Og
handavinnu mætti auka, og ætti sjer-
staklega að leggja alla alúð við, að
hún yrði sem smekklegust. Hjet hann
því, að stjórnin myndi styðja þetta,
og lagði enn áherslu á, að vinnulöng-
unina þyrfti að vekja og hvetja,
styðja framleiðsluna í landinu og
koma á sem bestu samkomulagi milli
■vinnuveitenda og vinnuþiggjenda. —
Fyrstu daga kaupstefnunnar hefur
alt gengið mjög vel. Umboðsmenn frá
Englandi, Finnlandi, Svíþjóð, Nor-
egi og Belgíu hafa boðað komu sína
þangað. ,
Frá Grænlandi.
Þar geisaði spanska veikin síðastl
ár. í Politiken er birt brjef frá dr. A.
Berthelsen, er segir, að í sumum
bygðum Norður-Grænlands hafi ibú-
arnir ekki getað aflað sjer vetrar-
forða síðastl. sumar, vegna veikinn-
ar. Sumstaðar átu ibúarnir hunda
sína, en sultu síðan. Manndauði varð
töluverður. Ein bygðin sendi menn á
fctað til að leita bjargar hjá öðrum
bygðarlögum, en þeir urðu að snúa
aftur og fundu, er þeir komu til baka,
flest fólk dáið í bygð sinni.
Heimsókn.
Með „íslandi“ fer nú heim til Fróns
frú Margrethe Löbner Jörgensen, er
kngi hefur húið í Askov, og allir þeir
íslendingar, sem þar hafa dvalið,
kannast við. Nú á hún heima rjett
hjá Askov, í bæ, er heitir Vejen.
Það mun vera erfitt að benda á
nokkurn útlending, sem ann Islandi
heitar en frú Jörgensen. Hún hefur,
nú um margra ára skeið, gert alt það,
sem hún hefur getað, til þess að gera
íslenskar bókmentir kunnar í Dan-
mörku og sýna þeim íslendingum, er
til Askov hafa komið, gestrisni og
góðvild. Voru þau hjónin J. P‘ Jör-
gensen og frú hans sanítaka um, að
gleðja íslendinga. Jeg minnist þess,
að jeg fjekk brjef frá nokkrum ís-
lendingum, er þeir voru komnir til
Askov, og sögðu þeir mjer, að þeir
hefðu undrast, að maður einn hefði
komið til þeirra, er þeir voru ný-
komnir, og spurt þá að, hvort þeir
væru ekki frá íslandi-. Hann hafi síð-
an beðið þá að koma heim til sín
og heilsa upp á konuna sína. Það
var J. P. Jörgensen. Þeir voru síðan
heimagangar á heimili þeirra hjóna,
er þeir vildu.
Frú Jörgensen hefur lengi verið
heilsulin, og hefur ár eftir ár orðið
að liggja úti nokkra tíma daglega
til þess að vinna aftur heilsuna. Þess-
ar stundir hefur hún notáð til þess
að læra islensku og kynnast íslensk-
um bókmentum. Hún hefur þýtt
margar íslenskar skáldsögur, smærri
og stærri, liggjandi í rúminu úti, og
ritað þær með blýant, af því að hún
gat ekki notað penna og blek. Ýms-
ar af hinum smærri sögum eru prent-
aðar i dönskum blöðum; en fyrsta
bókin, sem hún þýddi, kom út 1912,
og heitir „Sagamennesker". Það eru
f jórar smásögur eftir sjera Jónas Jón-
asson. Önnur bók hennar er þýðing
á Borgum, gamansögu Jóns Trausta,
og heitir hún „Imod Strömmen“. —
Þriðja bók hennar er þýðing af Heið-
arbýli Jóns Trausta, I. þætti, og kom
út T918. Fjórða bókin er tekin til
prentunar fyrir rúmu ári, en hefur
ckki verið prentuð vegna dýrtíðar-
innar. Það er þýðing af Jóni halta,
sögu sjera Jónasar Jónassonar. Frú
Törgensen á líka fleiri þýðingar í
fórum sínum, sem hún hefur ekki
cnn getaS fengið neinn útgefanda að.
Auk ]>essa hefur frú Jöfgensen birt
ýmsar góðar greinar í dönskum blöð-
um, einkum jótskum, um íslenskar
bókmentir.
Þau Jörgensens-hjónin eiga son
einn barna, Hans Löbner Jörgensen,
sem nú er 15 ára, og fer hann með
móður sinni til íslands. Foreldrar
l.ans hafa innrætt honum frá bernsku
ást til íslands.
íslendingar hafa fengið orð fyrir
að vera gestrisnir, og jeg efast ekki
um, að vinir frú Jörgensens fagni
henni að maklegleikum. Jeg hygg, að
cngir útlendir menn, jafn efnalitlir
sem Jörgensens-hjónin, hafi sýnt ís-
lendingum eins mikla gestrisni og
þau, og það þótt miðað sje bæði við
fyrri og siðari aldir. En á vorum
tímum hafa engir útlendingar sýnt
jafnmörgum íslendingum gestrisni
eins og þessi heiðurshjón.
22.-7. 1920.
Bogi Th. Melsteð.
Frjettir.
Dönsku nefndarmennirnir úr dansk-
íslensku lögjafnaðarnefndinni komu
hingað með íslandi siðast, og heldur
nu nefndin fundi síná íReykjavík.
Borgbj.erg er nú formaður
danska helmingsins. Hann er fæddur
10. apríl 1866 í Krosseyri, sonur dýra-
læknis þar. Hann varð stúdent 1884
og las síðan guðfræði um hríð, en
gerðist þá blaðamaður við aðalblað
jafnaðarmanna í Danmörku „Social-
Demokraten“ og varð aðalritstjóri
þess 1911. Hann hefur verið í mið-
stjórn jafnaðarmannaflokksins frá
1892 og þjóðþingsmaður frá 1898 og
átt sæti í ýmsum nefndum. Hann hef-
ur ásamt C. E. Jensen gefið út all-
stórt rit sem heitir: Socialismens
Aarhundrede.
E r i k A r u p er annar nefndar-
maðurinn, fæddur 22. nóv. 1876,
læknissonur frá Slangerup. Hann
varð stúdcnt 1894 og stundaði síðan
sagnfræði og hlaut heiðurspening há-
skólans úr gulli nokkru áður en hann
tók meistarapróf, en ]iað var 1901.
Dr. phil. varð hann 1907 fyrir rit um
cnska og ]iýska verslunarsögu á tíma-
bilinu frá 1350—1850 og ýmsar
smærri ritgerðir hefur liann skrifað
í tímarit hingað og þangað. Hann
\arð prófessor í sagnfræði 1916, en
hafði áður verið deildarstjóri í for-
sætisráðaneytinu og ríkisráðsritari.
Báðir þessir menn hafa átt sæti t
nefndinni frá upphafi, en þriðji mað-
tirinn er nýr.
Oluf Kragher fæddur 13. sept.
1870, sonur málameistara í Hals.
Iíann varð stúdent 1888 og lagði
ttund á náttúruvísindi og varð meist-
ari í þeim 1893 og dr. phil 1903 fyrir
r.’tgerð um sveifluhreyfingar. Lengi
var hann kennari við ýmsa latinu-,
skóla og frá 1918 rektor Metropoli-
tanskólans, sem er stærsti latínuskóli
Dana. Þingmaður hefur hann verið
lrá 1914. í dansk-íslensku nefndina
var hann skipaður þegar I. C. Chris-
tcnsen varð ráðherra við síðustu
stjórnarskifti.
Carl Vett forstjóri, er hjer nú á
ferð ásamt dóttur sinni ungri. Hann
er einn aðalmaður hinnar dönsku
deildar þrískiftingarskipulags þjoð-
lielagsins, sem Lögr. hefur aður
skýrt frá, og mun ætla að halda fund
Auglýsing’.
Barnakennara vantar í Árneshreppi
næsta vetur. Laun samkv. gíldandi
lögum um kaup barnakennara. Um-
sóknir sjeu kom,nar til undirritaðs
iyrir I. sept, 11. k-
Árnesi, 15. júní 1920.
F. h. fræðslunefndar Árneshrepps'
Sveinn Guðmundsson.
um málið eða fyrirlestur í Iðnó
í kveld. Fjelagið heldur úti viku-
tlaði, sem heitir „Nye Tanker“ og
hefur aúk þess g'efið út ýms rit,
þar á meðal þýðingar á ýmsum aðal-
ritum dr. Steiners um þessi efni, sum
þýdd af Vett.
Thor. E. Tulinius. Hann kom frá
Khöfn með „íslandi“ 31. f. m. ásamt
írú sinni og tveimur dætrum. Á leið-
inni átti hann sextugsafmæli, þ. 28.
f. m. Varð í tilefni af því veitsluhald
á skipinu. Kapt. D. Bruun mælti fyr-
ir minni hans, en Aasberg kapt. fyr-
ir minni frúar hans og dætra. Tulin-
ius svaraði með ræðu fyrir íslandi.
fíorgbjerg ritstjóri mælti fyrir minni
NorðUrlanda og Kragh rektor fyrir
minni Aasbergs skipstj. Ritstjóri
Lögr. orti kvæði til Tuliniusar og las
upp, en hann svaraöi með ræðu og
talaði um blöðin sem stórveldi. —
Hr. Th. E. Tulinius og fólk hans kom
hingað til sumardvalar og fer hjeðan
norður um land.
Síðustu fregnir.
Ófriðnr Rússa og Pólverja heldur
cnn áfram, og fara Pólverjar hvar-
vetna halloka, og er búist við, að höf-
uðbo.rgin falli í hendur Rússum þá
og þegar. Rússar vilja ekki stöðva
framrás sina, fyr en vopnahljessama-
ingarnir eru undirritaðir. Ný stjórn
er komin á i Póllandi. — Samning-
arnir um írsku málin hafa strandað,
og búist er við nýjum styrjöldum. —
Þjóðverjar hafa nú afnumið hjá sjer
herskyldu og herrjetti. Spa-samning-
arnir hafa verið staöfestir í þingum
Frakka og Þjóðverja.
Krassin og Kamincff eru komnir til
London til að semja við Breta og
undirbúa fullnaðarfrið við bolsjevika.
— Járnbrautarmenn í Noregi hafa
Lyrjað allsherjarverkfall.
Fj elagsprentsmiðj an.