Lögrétta


Lögrétta - 18.08.1920, Blaðsíða 2

Lögrétta - 18.08.1920, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum miff- WKudegi, og auk þess aukablöff viff og viff, f'erff io kr. árg. á lslandi, erlendis 12 kr. jo au. Gjalddagi 1. júli. uppi af fegurð og þrótti sýninganna. Þó þessi mistök viö' hópsýningar leik- íjelagsins sjeu að miklu leyti aökenna vanmætti aSstoðarleikendanna, á leik- sviöiö sjálft sennilega nokkra sök á því — það er þröngt og illa búið. En yfir alt þetta er auðvitað reynt að breiða eftir föngum og það má segja að eftir atvikum beri ekki svo mjög mikið á því, að leiksviðið sjálft sje þröngt og ófullnægjandi fyrir þau leikrit, sem enn hafa verið sýnd, þó leiksviðsþrengslin og aukafólkseklan útiloki hinsvegar frá sýningum ýms þau rit, gömul og ný, sem lista- og bókmentagróði væri í að sjá — og aðalleikendurnir væru sjálfsagt færir t-m að takast á hendur. En þessir örðugleikar eru ekki nema ein hlið málsins. Hinir liggja faldir fyrir framan og aftan leik- sviðið — á áhorferidabekkjunum og að tjaldabaki. Það er öllum kunnug- um vitanlegt, að búnings- og æfinga- staðir leikendanna eru hörmulegir og alt svo þröngt og óþægilegt að tjalda- baki að t. d. leiksviðsbreytingar taka oft óþarflega mikinn tíma. — En niðri í salnum er litlu betra. Bekkirnir eru lausir trjebekkir, allir jafnháir, íiðandi, brakandi og brestandi þegar við þá er komið. Þar að auki er flísað út úr þeim og hálfreknir og haus- lausir naglar standa úr þeim hjer og þar — og á þessu eru áhorfenduirriir að rifa flíkur sínar þegar þeir troð- ast til sæta sinna við illan leik og olnbogaskot. Því auk þess sem þessir sómabekkir eru hafðir of margir og þröngir, er húsið hálffylt af stand- andi fólki. En þeim fer altaf fjölg- andi, sem heldur vilja standa, en sitja í leikhúsiriu, — því þar eru oft bestu staðirnir — og það jafnvel þó leik- fjelagið hafi ætlað að sjá við þessu með því að selja stæðin jafndýr og sætin. Og milli þáttanna tekut ekki betra við. Þá eiga menn annað hvort að kasast eins og síld í tunriu inni í salnum — eða híma í hrollköldum og óhreinum útigöngum — eða þega-r best lætur sötra hálfkaldan kaffi- bolla í óvistlegu veitingaherbergi uppi á lofti, — þetta er ástandið í helsta musteri listarinnar í konungsríkinu íslarid það dýra drottinsár 1920. Það er með öðrum orðum efalaust, að Iðnó í núverandi áJstandi er væg- ast sagt neyðarúrræði sem leikhús. Það er kannske betra, að halda þar við leikjum enn um stund, til þess að þeir falli ekki alveg niður, þvi þá getur verið enn þá verra, að koma þeim á stað aftur, ef úr rætist. En það er jafn leikhúslaust fyrir fram- tíðina fyrir því. Hjá þeim, sem ekki er alveg sama nm þessi mál, hlýtur því nú, fremur en nokkru sinni áður, að vakna sú spurning, hvað um íslenska leiklist eigi að verða í framtíðinni. Á hún að deyja drottni sínum, eða er nokk- ur leið til að halda henni lifandi? Fyrsta lífsskilyrði hennar er auðvit- að það, að hún eigi einhverstaðar inni — ef hún er til á annað borð. Spurningin um íslenskt leikhús er enganveginn ný af nálinni. En henni befur lítill gaumur verið gefinn — víða sýnt kæruleysi í kaupstöðunum og óvild til sveita. Fólki uitan Rvík- ur hefur sem sje hætt við að hugsa sem svo, að leikhúsið væri ekki ann- íð en einn óþarfinn í viðbót, eit't glingrið, sem landeyðurnar hefðu til að eyða við iðjuleysi sínu. Það getur vel verið að eitthvað sje hæft í þessu, þó það eigi sjálfsagt með meiri rjetti v?ð aðra tegund leikhúsa, sem nú eru að færast hjer í aukana, sem sje kvik- myndaleikhúsin. Og það eru líka einmitt * þau, sem sjálfsagt eiga rokkurn þátt i kæruleysi kaúpstað- arbúa fyrir annari leikment, eða að minsta kosti breyttri skoðun á henni að sumu leyti. Menn fara að bera saman kvikmyndaleikinn og útbún- aðinn og sjónleikina hjer — og láta sjer fátt um finnast þá síðari. Og þeir eru jafnvel til, sem halda, að kvik- myndahúsin eigi að útrýma hinum ieikhúsunum. En hvorutveggja er rangt. Samanburðurinn er að mörgu leyti rangrur, af því að þessar tvær tegundir leiklistar vinria að sumu leyti sín á hvorum grundvelli og nota hvor sína aðferð, og þurfa að ýmsu leyti að leggja áherslu sín á hvora hæfileika. Má í því efni stuttlega benda á það, hvaða gildi röddin hefur i venjúilegum leik, þar sem kvik- rnyndirnar eru mállaus list, en legg- ur því meiri áherslu á svipbrigðin. Það er líka vitanlegt, að það fer ekki aitaf saman að vera góður leikari, og vera góður kvikmyndaleikari. Önnur er líka staðbundnari en hin og svona mætti lengi telja. Og hitt, að kvik- myndirnar útrými eða geri óþarfa aðra leiklist, er álíka fjarstæða og það, áð hugsa sjer að grammófónar eða glymskrattar útrými söngmönn- um og hljóðfæraleikurum. Með þessu er alls ekki ætlunin að hnýta í kvik- myndirnar í sjálfu sjer — þær geta sjálfsagt verið menningarmeðal, þeg- ar rjett er á þeim haldið — heldur er ætlunin að eins sú að sýna fram á það, að gengi þeirra og útbreiðsla jurfi ekki og megi ekki rekast á [•roska hinnar fyrri leiklistar. En nú er það einmitt þroski þess- arar leiklistar, sem margir láta sig litlu skifta — eða hafa jafnvel horn í síðu hennar, eins og fyr segir, og telja þessvegna óþarfa að fara að braska í því, að útvega henni eitt- hvert húsaskjól. En þegar menn tala um þetta, þá hættir mönnum við að gJeyma einu atriði — gleyma því, að auk skemtunarinnar af leiklistinni sýálfri, — sem kanske að eins fáir geta notið í hlutfalli við alla lands- menn — hefur gott leikhús líka altaf meira og minna bókmentagildi, sem alt landið getur notið. Því horfurnar á þvi, að fá ritin leikin, kindir bein- linis og óbeinlínis uridir áhuganum á því, að sjálfstæðar íslenskar leikrita- bókmentir skapist, eða eflist og auk- ist, það af þeim, sem til er, — þroski leikhúsanna og leikbókmentanna helst í hendur. _ Þetta hefur jafnvel þegar komið nokkuð í ljós hjer og má í því efni benda t. d. á leikrit Einars H. Kvaran, sem einmitt eru orkt um það leyti, sem hann var leikhússtjóri og sama gildir að sumu leyti um Indriða Einarsson. Annars er það merkilegt atriði í þessu sambandi, hvað leikrit eru lítið lesin hjer, eins og menn eru þó fúsir til að horfa á þau leikin. Þaú eru svo lítið lesin, að bóksalarnir hafa ekki viljað gefa þau út og hafa nær öll þau leikrit, sem út hafa komið hjer á síðustu árum verið gefin út af ein- um og sama manni — Þorst. Gísla- syni. Jafnvel Fjalla-Eyvindur, sem menn hafa þó kepst hver um annan við að lofa og prísa, síðan þeir heyrðu að það væri „móðins í útlöndum", fjekk ekki inni hjá neinum bóksala þegar hann var saminn — fyr en hann kom í Lögrjettu. Það er orðin tíska að segja það, að rithöfundar svelti hjer, og á það ekki síst við um þá, sem leikrit semja, ef það er á annað borð rjett. Þeir standa að því leyti ver að vígi, að ekki er markaður fyrir bækur þeirra — og það sem þeir segja, er því grafið gull allajafna — ef ekkert leikhús er til. Leikhúsið getur því þarna orðið nokkur bjargvættur bók» mentanna. En hvað stoðar þetta. Hverju kipp- ir það í liðinn, þó 'talað sje um það aftur og fram, að þörf sje á leikhúsi, að gagn sje að því og gaman — að ieikendur sjeu til, að leikritaskáld sjeu til, að leikáhorfendur sjeu til — að leikáhuigi sje til. — Hvað stoðar þetta — ef það vantar alt, sem við á að jeta? Ef það vantar húsið og er ómögulegt að fá það viðunandi ? En e r það þá ómögulegt ? Hugmyndin um þjóðleikhús var vakin hjer fyrir nokkrum árum. Indr. Einarsson skrifaði um málið í Skírni 1907. Það er gaman að taka eftir nokkrum atriðum í þeirri grein. Hann gerði ráð fyrir leikhúsi, sem tæki 500 fnanns — og það þótti þá mesta ó- hóf og íburður. Hann gerir líka ráð fyrir að leikið sje þrisvar á hálfum mánuði, þegar íbúarnir sjeu orðnir 15 þús. Þetta leikhús átti að vera opinber eigri. Og honum taldist svo til, að það ætti að hafa 10 þús. kr. styrk, samanborið við leikhússtyrki nágrannalandanna. En þetta þóttu r.kýjahorgir fyrir 13 árum. En hvað er nú ? Leikhúsmálið er að vísu komið lítið lengra áleiðis nú en þá — en margt hefur breytst. Rvík er nú orðin 15 þús. íbúa bær — og n'eira en það. Leikhús eru nú opin þar oftar en þrisvar á hálfum málnuði — þau eru opin tvö á hverju kvöldi kvikmyndahúsin og leikhúsið að auki. Og Reykjavík hefur eignast kvik- myndaleikhús, sem tekuir 500 manns. Svona geta skýjaborgir færst niður á jörðina á 13 árum. En hvernig stendur þá á því, að það skuli geta komið til orða að inn- lend leiklist leggist niður einmitt á þessum tíma — vegna húsnæðisleys- ís? Jú — þroski þessara tveggja leik- listartegunda hefur ekki haldist í hendur — önnur hefur vaxið — ef til vill ekki á kostnað hinnar — en umfram hina. Hún hefur líka að ýmsu leyti átt betri aðstöðu og betur getað dregið fólkið að sjer. Og hún hefur eingöngú lifað á erlendum efnivið. Uppgangur kvikmyndahúsanna er orðinn svo mikill, að raddir eru farnar að heyrast um það, að taka þurfi í taumana. Það er þó engin á- stæða að amast við þeim að eins af því, að þeim gengur vel — eru gróða- vænleg — þó sjálfsagt mætti hafa meira eftirlit með þeim en nú er. Og hins verður ekki dulist, að talsvert öfugstreymi er x því, að ekki stærri bær en Rvík er, haldi uppi tveim stórum kvikmyndahúsum með er- lendum myndum og þeim mörgum ljelegum, — en láti innlenda leikment- arstarfsemi veslast upp í höndunum á sjer. Sam kepni á núverandi gruindvelli gseti varla komið til greina, og væri hvorki æskileg nje nauðsynleg. En ef það er rjett, sem sagt var áður, um samband þessara tveggja leiklistargreina ■— þá er sam v i n n a þeirra eina skyrisamlegia og kleifa úrlausnin. Samvinna — hvað er nú? Tíðkast það nokkursstaðar á bygðu bóli, aJ5 verið sje að glundra slíku saman? Það kemur ekki málinuí við. Hjer er líka um ekkert glundur að gera. Hjer er aðeins um það að gera, að tvær hreyf- ingar eða greinar í list, sem menn vilja halda við sem menningarmeðali, verði ekki látnar vaxa svo á misvíxl, að önnur verði hinni ofurefli — heldur verði þær látnar haldast í hendur — og sú, sem betri á aðstöðuna í svip, látin styðja hina, sem minni máttar er. Þessi samvinna gæti orðið á marg- an hátt og á mörgum sviðum. En hjer skal að eins vikið að þeirri hlið, sem að undirstöðuatriðinu veit — hús- næðinu. Þar er spurningin um það, hvort ekki sje hægt að nota kvikmyndahús- iri fyrir leikhús lika. Upprunalega var það ekki til þess ætlað. En að stærð og útbúnaði öll- um væri það nægilegt — og meira að segja það lang besta, sem hjer er völ á. Það er 2x40X13,5 metrar að stærð og aðalsalurinn rúmar um 500 manns. Nokkra breytirtgu þyrfti að gera á húsinu — sennilega byggja dá- litið við það — fyrir leiksvið og það, sem því fylgir. Þó þetta skemdi kan- ske nokkuð lagið á húsinu, ætti ekki að þurfa að verða úr því neinn van- skapnaður. Og kostnaðurinn gæti varla orðið hlutfallslega mikill — að minsta kosti ekki hjá því, sem heilt nýtt leikhús myndi kosta — eins og stungið hefur verið upp á að reisa. Þá hugmynd rná reyndar telja úr sög- nnni um óákveðinn tíma. — Fjárfari bæði ríkis og einstaklinga er nú ekki þann veg háttað, að sanngjarnt sje að beiðast stórfjár til slíks. Og þegar úr rætist fyrir ríkinu, eru t. d. aðrar byggingar, sem því standa nær, fyrst og fremst háskóli. En kostnaðurinn ”ið breytinguna á því húsi, sem fyrir er, ætti ekki að þurfa að vera rneiri en svo, að leikstarfið sjálft gæti bor- ið hann, og breytingin þyrfti því ekki t ð verða eigandanum efnaleg byrði - - heldur þvert á móti. Auðvitað fer það nokkuð eftir þvi, hvað menn hugsa sjer leiksvið vel úr garði gert — t. d. hreyfanlegt hringleiksvið, svo þáttaskifti verði skemri. Þó má geta þess, að þegar leikið er í vistlegu húsi, þar sem völ er á góðum stað og veit- ingum milli þátta, eru nokkra mín- útna hlje oft ekki nerna til gagns og gleði fyrir áhorfendurna. Þetta skipulag þ a r f ekki að hafa í för með sjer neina breytingu á nú- verandi stjórn og starfi leikfjelagsins nje kvikmyndahússins. • En hitt er annað mál, að ef þessi tillaga dæmist lifshæf — en á að stranda á mótþ'róa einhverra einstakra manna — þá er það engin fjarstæða eða frágangssök, að þessi „innrjetting" sem á danskri íslensku heitir „það opinbera" taki í taumana — taki það sem varitar, eft- ir því sem lög og landsrjettur heim- iia og reki það sjálft, ef svo ber und- ír. Það er ekki meiri ágengni nje ó- sanngirni í slíkri ihlutun í þágu góðs máls, en þegar ráðsmenska yfirvald- anria hlutast í það hvernig hús manna eru í lögun eða hverjum er leigt, eða þegar heilun> gróðrargrærium tún- spildum er sparkað sundur í vega- gerðir eða stakkstæði. En það er eitthvað bogið, ef þetta þarf að verða illindamál. Hjer er að cxns komið fram með friðsamlega til- lögu til úrlausnar á máli, sem í mörg ár hefur verið úrlausnarlaust áhuga- og áhyggjunxál fjölda fólks. Hjer er að eins farið fram á það, að jafna ó- jöfnuð, sem á að jafria áður en það verður of seint. Hjer er farið fram á það, að gera tilraun til þess að halda við líði list, sem er að van- megnast fyrir erfiðar aðstæður. Hjer er farið fram á sanngjarna samhjálp á einu sviði yfir örðugleika illæranna. Hjer farið fram á það, að ménn sái til góðrar og giftusamlegrar upp- skeru, til framtíðar íslenskrar leik- Jistar og bókmenta. V. Þ. G. Prestafjelagsritið. Jón biskup Vídalín. í lok þessa mánaðar verður haldin hátíðleg í kirkjum landsins tveggja xlda dánanninning meistara Jóns Vídalin. I tilefni af þesstt hefur prestafjelagið helgað meistara Jóni rnikinn hluta tínxarits síns, sem riú er að koma út. Er þar fyrst mynd af lionum og grein um hann eftir bisk- upinn dr. J. H. Er þar aðallega sagt frá kennimanninum meistara Jóni, enda er það sú hlið á starfi hans, sem mesta frægð hefur hlotið og fullyrðir biskupinn, að hann hafi verið mest- ur prjedikári sinnar samtíðar, ekki einungis á íslandi, helduir á öllurn Norðurlöndum. Mörg sýnishorn eru tilfærð úr ræðum hans og lýsa þau ííest vel einkennum meistara Jóns sem kenpimanns, bæði orðhepni hans og líkingalist og krafti hans, sem oft tr óheflaður. Sá sem daglega frestar iðruninni, segir hann á einum stað, hann er eins og sá skuldunautur, sem jafnan gefur góð orð, en betalar aldrei. Um ágirndina segir hann, að græðgi hins fjegjaima taki aldrfi enda. Hann jetur ætíð og er ætíð soltinn. Og hann talar um hinn rika purpuragikk, sem guðspjallið segir að verið hafi pelli klæddur, og segir svo frá því, að Plíníus álíti að sá vefn- aður brenni ekki í eldi og bæti svo viö: „megi jeg skemta um hirin ó- skemtilegasta hluit, þá vildi jeg segja, að þessi dári hefði gert víslega, hefði hann tekið nokkuð af þessum dýra vefnaði nxeð sjer til helvítis, hefði það mátt hlífa honum fyrir loganum, sem hann kvaldist í.“ Og svona mætti Jengi telja. En menn ættu sjálfir að kynna sjer ritið, eirimitt vegna þessa afmælis, bæði þessa grein biskupsins og smágreinir Hannesar Þorsteins- sonai', sem einnig eru í prestafjelags- xitinu. Er þar safnað saman ýmsurn sögufróðleik urn meistara Jón, áður ókunnum og m. a. dregin fram lík- ræða yfir honum eftir Jóhann Þórð- arson prófast, þar sem tekin eru af tvímælin urn dánardag hans, sem hingað til hefur veriS talinn óviss „daginn næstan eftir höfuðdag Jóannis baptistæ". Loks er í ritinu kvæði um meistara Jón eftir Valdi- í.iar Briem. Ýmsar fleiri merkar greinar eru í presta fjelagsritinu um kristindóms- og kirkjumál. Ritstjórinn prófessor ?ig. P. Sívertsen, skrifar um nor- xæna kirkjufundinn á Vesterbygaard í ágústlok í fyrra, en- þar var hann fulltrúi íslarids. Var sá fundur einn liður í hinuim gleðilegu samvinnutil- raunum norrænu kirknanna. Einnig er prentað í ritiriu erindi, sem prófes- sorinn hjelt um kirkju íslands og kröfur nútímans. Þá skrifar sjera Friðrik J. Rafnar um samvinnutil- xaulnir biskupakirkjunnar i Banda- ríkjunum og Arnór Sigurjónss. kenn- ari (sonur Sigurj. Friðjónssonar al- þingism.) um ung-kjrkjuhreyfinguna sænsku, og er það einmitt gott, að fá sagt frá sænskul kirkjulífi, það er sjálfsagt að ýnxsu leyti fjörugast og þroskaðast af norrænu kirkjulífi og á líka í fylkingarbroddi eins glæsi- legan kirkjuhöfðingja og Söderblom erkibiskup. Þá eru greinar um prest- setrin eftir Gísla Skúlason, urn starf safnaðanna fyrir kirkjumál eftir Þór. Rickarðsdóttir, um barnahæli eftir Guðm. Einarsson prófast; og bóka- íregnir. Loks er þar fróðlegt og fjör- ugt erindi eftir Magnús Jónsson dó- cent um Símon Pjetur og hugleiðing eftir Þorst. Briem um kærleikann og prjedikun eftir Har. Níelsson. Hafði sumum um stund ekki sýnst nein of- urást milli andatrúarmanrianna og kirkjumannanna, en ef til vill jafnar prestafjelagsritið það alt, enda kváðu ieiðtogar beggja nú vera farnir að vinna saman á kirkjuþingi. Minningarorð.. Mig langar að minnast nýlátinnar sómakonu, frú Maríu, ekkju Sigurðar heitins fangavarðar, sem jeg hef þekt Jrá því að jeg var barn. — Árið 1875 \ar hegriingarhúsið fullgert. Var Sigurður skipaður fangavörður og fluttist þangað; voi'u þau hjónin þá gift fyrir tveinx árum. Hús systur rninnar stóð fáum fetum austan við hegningarhúsið, ög jeg varð þar dag- legur heimagangur. Jeg gat staðið tímunum saman og horft á, hvernig ,.húsmóðirin“ gekk að verki. Alt ljek í höndunum á henni, og hef jeg fáum sjeð ljettara urn alla vinnu. Hún fór hægt og stillilega að öllu bg var ætíð viðlátin að sinna öllum og öllu og kallaöi þó margt að. — Hún ól ellefu börn. Þá var nxatreiðslan handa heim- ilinu og föngunum, og auk íbúðarinn- ar átti að halda lxreinum herbergjuim yfirrjettarins með göngurn, stiga og íordyri. I þá daga var alt saumað og prjónað í heimahúsum. Auk þess þurfti að hirða kú, tún og kálgarð. — Mörg ár frarnan af hafði hún eina vinnukonu, sem húri rak aldrei á eft- ir og lagði aldrei stygðaryrði. Aldrei inti hún í þá átt, að hún ætti annríkt. — Fyrir hátíðirnar komu konurnar úr nágrenninu með hálslín bændanna og efni í jólakökur, hún tók brosandi við bögium þeirra alveg fram á að- fangadag og brosandi afhenti hún þeirn línið sljett og gjáandi og kök- urnar prýðilega bakaðar. — Um borgun var aldrei rætt. — Svoria var hún í öllu. Hjálpsemi og nærgætni voru henni nxeðfædd. — Heimilis- rækni hennar var einstök. Árum sam- an veit jeg ekki til, að hún færi að heiman, nema einu sinni á ári fóru þau hjónin í boð til Árna leturgraf- ara. Þeg-ar aSrir .voru úti að skemta sjer sat hún heima, leit eftir börnun- urn, prjónaði og bætti, — bætti úr öllu, sem bæta þUrfti ; — ])að var hennar skemtan og yndi. — Börnuri- um er það nxinnisstætt, að einu sinni fór hún í búð 0g keypti bláflekkótt efni í kjóla handa telpurium; — þeim kjólum gleyrna þær aldrei, því að þ.etta var eina sinnið, sem hún sjálf keypti fataefni handa þeim. — Ann- ars dró faðir þeirra alt til heimilisins. Gerði hann í því sem öðru alt til þess að ljetta fyrir koriunni, sem hann mat að verðleikum. Frú María fluttist ung hingað til lands frá suðlægari fósturjörð. Jeg veit ekki, hvort hugur hennar hvarfl- xði þangað á stundum. Um það tal- sði hún aldrei. Hitt veit jeg, að hjer lifði hún lífi sínu heil og óskift og vann hjer langa æfi rneð fi'ábærri iðjusemi og myndarskap og eftir- breytnisverðri heinxilisrækt og yfir- lætisleysi á allan hátt. — Fyrir það rninnumst vjer hennar með þakklæti Og gleðjumst af því, að guð ljet leið hennar liggja hingað til íslands. Megi heimilisdygðir hennar og anri- ara góðra kvenna ílendast hjer. ■—- An þeirra stoða aðrar framfarir lítið. ólafía Jóhannsdóttir. Úti um heim. Síðustu fregnir. Það var sagt í símfregn frá 14. þ. m., að her Bolsjevíka sækti fast fram gegn Varsjá og haft eftir frönskum blöðum, að höfuðorusta hefði byrjað þar síðastl. föstudag, en 600 1>ús. rnanna berðust þar hvoru megin. Síð- ari fregnir hafa ekki sagt frá áfrarn- haldi nje leikslokum þar. En um af- stöðu vesturþjóðanna til pólsku mál- anna er það sagt i símfregn frá 13. J7. m., að enskir verkamenn hóti alls- herjarverkfalli til mótmæla því, að Englendirigar hefji herferð til hjálp- ar Pólverjum, og fregn frá í gær f-egir, að franskir jafnaðarmenn ætli tð fara eins að. ítalska stjórnin hefur neitað að verða við uppástungu, sem íram kom frá Frökkunr um, að ítalir yrðu með til þess að veita Pólverjum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.