Lögrétta


Lögrétta - 27.10.1920, Síða 1

Lögrétta - 27.10.1920, Síða 1
 Otgeíandi og ritstjón • ÞORST. GÍSLASOF. Þingheltsstrseti 17, Talsírai 178. Mti AfgreiÖslu- og innhetratiua. I T ÞÓR. B. Þ0RLAKS8OH. Bankastneti 11. Talsíœi 350. Nr. 42. Reykjavík 27. okt. 1920. XV. árg. I t Manis Hrnison. trjesmiður. Hann ljest að heimili sínu hjer í bænuni í dag, kominn yfir nírætt, fæddur í Stokkhólmi i Skagafiröi áriö 1828. Hann var gamal! og góður borg- ari hjer í Reykjavík, var fyrst hjá Pjetri biskupi en svo hjer síöan sam- lelt frá 1871 og stundaöi smíöar og befur reist hjer mörg hús og unnið margt annaö og var verkmaöur mesti c>g hagleiksmaöur. Einu sinni smíð- a‘öi hann t. d. prentvjel úr trje, sem um eitt skeiö var notuö á Elliöavatni. Hann gæröi einnig oft ýmislegt aö Idjóöfærum og var á yngri árum söngmaöur og söngkær alla tíö. Kona M. Á. var Vigdís Ólafsdóttir prests Þorvaldssonar í VTiövík og er hún dá- in fyrir nokkrum árum. Af börnum peirra eru á lífi: Ólafur prestur í Arnarbæli, Siguröur lækniráPatreks- íir-ði, Sigríður kona Jóns bónda á Grjóteyri í Kjós, Kristinn verkstjóri Duusverslunar, Elín. kona Sveins Jónssonar trjesmiös og kaupmanns í Reykjavík, Anna ekkja Jak. Sigurðs- sonar fiskimatsmanns á . Seyöis- firöi og Jósef snikkari í Reykjavík. í Óöni 1911 er mynd af Magnúsi og h.onum lýst1 svo m. a., aö hann hafi verið: snilling-ur í allri umgengni og leitun á vandaöra manni til oröa og verka, sí-skemti!egur og fjörmaöur Tnikill. Skóiamál. iiíStjómarbylting á skólasviöinu" heitir ritgerð, sem Steingr. kennari Arason hefur samiö. Skýrir hann þar írá breytinguin þeim, sem orðið hafa á skólasniðinu siðastliðin ár, einkum í Bandarikjunum. Er þar náms-stjórn efst á blaði. En námsstjórn er í því fólgin, aö vel hæfir menn koma sam- vinnu á milli kennara og gera kensl- una samræma. Bendir höfundur á all- mörg ráð, er námsstjórar nota. Hlýða þeir á kensíu. Finni þeir mikið nýti- legt í aðferð einhvers kennara, er það rætt og athugað. Það er gert á kenn- árafundum. Eru þeir rækilega undir- búnir. Þá drepur höf. á það, hvernig búa skuli til námsskrár. Þar segir meðal annars: „Námsskrár gamla skólans voru litlir bæklingar, oftast ekki ann- að en tilskipanir um að læra svo og svo margar síöur í hverri deild skól- ans. Námsskrár nýja skólans eru mik- i! verk, og oft allstór bók í hverri námsgrein. — — Góð námsskrá er röð af viðfangsefnum, sem vekja á> huga barnsins og glæða hjá því innri hvöt ti! sjálfbjargar, sjálfsmentun^r, sjálfstjórnar og sjálfsfórnar. Náms- skrárnar eiga ekki nð verða til á skrif- stofum þeirra, sem ekki fást við, kenslu, heldur í skólunum sjálfum, með samvinnu kennara, undir leið- sögn námsstjóra.“ Fræðarar og fleiri þyrftu að leggja sjer þetta á hjarta: „Góður kennari setur ekki fyrir svo og svo margar síður i bók. Það er ranglátt, að heimta af nokkuru barni, að það hafi áhuga á tilgangslausu starfi. Börnunum-eru fengin viðfangs- efni við þeirra liæfi, sem þau fá að hugsa um og starfa að sjálf. Og bóka- söfniu^eru þeim opin, til.að leysa úr viðfangsefninu.“ Á einum stað segir höf.: „í nýju skólunum sitja börnin ekki hjálpar- laus eða eins og tóm ílát, sem biða •eftir því, að kennarinn lielli í þau einhverri fræðablöndu. -------“ Þetta eru eftirtektarverð orð. Og mun lijer fara sem oftar, að vandratað er meðal- hófið. En sjálfsagt væri okkur öllum holt að hafa það í minni, að barnið er lifandi vera, ræður yfir miklum mætti og þarf að nota hann. Hitt vita allir, sem fræðslu eru kunnir, að fróð- ieiksþyrstum unglingumþykir „fræða- blanda“ Ijúffeng. Loks bendir höfundur á skólarann- sóknir og ráð til bóta. Hann segir: „Þegar skólarannsóknir höfðu sýnt mönnum, hve handahófsflokkun í skólum er geigvænleg framtíð barn- anna og þjóðarinnar, þá færu ráðin lil bóta að fæðast eitt af öðru.“ Eitt hið helsta telur hann það, „að mæla þroskastig og hæfileika bamanna og ílokka þau eftir þeirri mælingn, en ekki eftir aldri. í öðru lagi, að stofna sjerstaka bekki handa þeim börnum, sem frábrugðin eru fjöldanum." Samanburður á ástandi og aðfe'rð- um, er síðasti kafli ritgerðarinnar. Ertt þar margar ágætar bendingar. Gegnir það furðu, hvað höfundur hefur komið miklu fyrir á þessum 28 blaðsíðum. Foreldrar, kennarar, fræðslunefndir og skólanefndir ættu að lesa ritgerð þessa með athygli og styðja að fram- kvæmt verði það sem til bóta er. Rit- gerðin kostar i kr„ og fæst að sjálf- sögðu hjá öllum bóksölum. Nú er höfundur ritgerðar þessarar heim kominn. Hefur hann dvalið 5 ár t Ameríku og kynt sjer uppeldis- mál. Heimsótti hann fjölda skóla, en nam við kennaraháskólann í Colum- bxa, sem er miðstöð uppeldismála í Bandarikjunum. Lauk hann þar há- skólaprófi síðastliðið vor. Sýna skil- riki hans, að hann hefur farið með lofsorði frá skólanum. Kann hann frá mörgu að segja. Væri það eflaust á- vinningur, að fá hann fyrir leiðsögu- mann á skólaöræfum vorum. Nú hefur hann verið gerður að æfingakennara við Kennaraskóla íslands. Vafalaust getur hann unnið þar mikið gagn. En meira gagn mundihannhafaunnið þjóðinni, ef hann hefði verið ráðinn kensluleiðtogi. Þá hefði hlutverk hans veiúð að ferðast milli skóla landsins, þann tíma er þeir starfa, — athuga kensluna og bæta eftir mætti. — Leið- togar slíkir kenna sjálfir, öðrum til íyrirmydnar, bæta úr ljelegri kenslu og ,eg’g'ja á ráð. íslenskir kennarar tækju sjálfsagt slíkum leiðbeiningum vcl. Og eins og það er víst,.að þeir gleyptu ekki við útlendum firrum, sem hjer ættu ekki við, er hitt ábyggi- legt, að þeir tækju fegins hendi öllu því, er betur mætti fara. Mikið er af“ góðum kenslukröftum i landinu. Og þeir, sem dæma skóla og kennara harðast, eru oftast þeir, sem aldrei hafa rekið kollana inn í skólaanddyri. Undirritaður hefur átt tal við Stein- grím Arason um uppeldismál. Og má cihætt fullyrða, að Steingrímur hefur nú ráð undir hverju rifi. Ýmsar til- lögur hans ætti nú þegar að fram- kvæma. Og mætti koma sumum þeirra í framkvæmd með litlum tifkostnaði. Ljúft myndi Steingrími að koma á íund með fyrri samverkamönnum sín- uin, barnaskólakennurunum, og ræða xrxeð þeim uppeldismál. En við höfum tíma af skornum skamti og hann líka. Kennarar eru svo þreyttir daglega, að ofætlun er þeim að ræða uppeldis- mál þá daga, sem skóli stendur. Fyrrum hefði það þótt til mikils rnælst, að biðja skólanefnd um heilan dag í hverjum mánuði, til þess að i-æða uppeldismál. En nú eru aðrir tímar, og er ekki að vita nema þetta íengist þegar. Hallgr. Jónsson. Úti um heim. Edison segist nú vera að vinna að uppfundningu á vjel til að prófa sann- leiksgildi andatrúarinnar. — Hann kveðst ekki trúa á vísindalegt gildj txlraunafundanna, en segir, að ef sjer takist að búa til þessa vjel, þá eigi með henni að fást óræk sönnun fyrir því, hvort andai-nir geti náð sam- bandi við þennan heim, ef þeir sjeu nokkrir á annað borð. Síðustu frjettir. Samningar virðast vera að komast á um enska kolaverkfallið. Hefur Lloyd George stungið upp á kaup- hækkun og aukinni framleiðslu, og á þeim grundvelli á að reyna að semja. Annars leit um tima út fyrir alvar- legri afleiðingum, jafnvel allsherjar- verkfalli um alla álfuna. — í Grikk- landi er enn þá alt í óvissu og kon- nngurinn sagður dauður. — í Sví- þjóð hefur Brantings-ráðaneytið sagt af sjer, en de Geer myndað bráða- birgðastjói-n. Sænski jafnaðarmanna- ílokkurinn er nú að klofna út af af- stöðunni til bolsjevíka. — í Englandi hefur kvenrjettindakonan miss Pank- hurst verið hnept í varðhald vegna landráðaritgerða. — Alþjóðasam- band er stofnað gegn berklaveiki. — Þýska stjórnin hefur gert saming við Rússastjórn um sölu á ýmsum hlutum til járnbrauta fyrir 600 milj. gull- marka. — í Noregi er kosningarjett- araldurinn nýlega færður niður í 23 ár. með nýrri stjórnarski'árbreytingu. Var áður eins og hjer er enn 25 ár. En viöa er hann kominn niður i 21 ár. — í Rúmeniu eru’ ákafar verk- mannadeilur og allsherjarverkfall, sem stjórnin ætlar að bæla niður með harðneskju. -— D’Annunzio, ítalska skáldið, sem gerst hefur landsstjóri i Fiume, hefur beðið Lenin hjálpar, bæði fjárhagslega og á annan hátt. — Borgarstjórinn frá Cork á írlandi, ’sem setið hefur i fangelsi undanfar- ið og svelt sig, er nú dáinn. Smillie. Deilurnar um ensku kolanámurrfiar eru eitt af þeim þjóðfjelagsmálum áífunnar, sem mesta athygli hafa vak- ið á síðustu tímum. Altaf er einhver hreyfing á því máli, og einmitt þessa dagana stendur yfir ein stærsta senn- an með verkfalli kolanámamannanna, þó síðustu skeytin segi horfur á sam- komulagi. í síðasta blaði var sagt all nákvæmlega frá enskum verkamönn- t:m, fjelagsskap þeirra, stefnu og starfi og nú verður sagt nokkuð frá einum helsta og áhrifamesta leiðtoga þeirra kolanámamannanna, Robert Smillie, eða Bob Smillie, eins og þeir kalla hann venjulega. Þessi-jnaður er nú formaður al- ] jóðasambands námamanna og auk þess formaður enska námamannafje- lagsins, sem telur um 600 þúsund fje- laga og er stærsta verkalýðsfjelag Englands. Smillie er rúmlega sextug- ur maður, og var upprunalega sjálf- iT óbreyttur verkamaður í Lai'khall í Skotlandi og þar býr hann enn. Það er sagt að þetta fyrra líf hans hafi mótað hann mjög, bæði innra og ytra, framkomu hans og skoðanir. Hann er sagður lágur maður og lotinn. Æskuheimilitsínu hefur liann lýst á | ann hátt, að Hann hafi verið einn af sjö manns í fjölskyldu, sem allir hafi þurft að vera og þvo sjer í lítilli eld- liúskytru, ]iar sem baðílátið var smá- bali og ekki skift um vatn, fyr en það var orðið svo óhreint, að það gat ekki lekið við meiri óhreinindum af þeim. Smillie lifir enn þá mjög yfii'lætis- kusu og óbi-otnu lífi og að ýmsu leyti ólíku sumra hinna verkmanna- foringjanna. Er sagt að það eigi all mikinn þátt í vinsældum hans meðal verkamanna, hvað hann sje enn þá samrýndur þeim og svipaður í fram-' göngu og lifnaðarháttum. En ýmsir kurfnugir segja að Smil- He sje einn allra vinsælasti verka- mannaforingi Englands, verkamenn- irnir tigni hann og tilbiðji, hvort sem þeir sjeu honum altaf sammála eða tkki. Danskur maður, Blædel, hefur t. d. nýlega lýst fundi, þar sem ýms- ir helstn leiðtogar ensku verkamann- anna komu fram, bæði Mac Donald, mentaður maður og mælskur og Ro- bert Williamson, eldfjörúgur maður og æstur, „tryltasti maður á F.ng- iandi“ og svo Smillie, rólegur, en fast- ur og ekki sjerlega vel máli farinn. En hann segii', að engum þessara manna hafi verið eins vel tekið og Smillie og hafi hann þó talað síst af þeim og skoðanir hans oft verið aðr- ar en áheyrendanna og hann aldrei gert tilraun til að sveigja sig eftir geðþótta þeirra. En öll persóna hans sje svona áhrifamikil. En það er meira en á ytra borðinu, sem námalíf Smillie’s hefur haft á- hrif á hann. Allur skoðunarháttur hans og stefna hefur mótast af því beinlínis, eða óbeinlinis. í ræðu einni í hitteðfyrra sagði hann m. a.: „1 30 ár hef jeg sjálfur trúað á og prjedik- að öðrum nauðsyn iðnaðarbyltingar- innar, og jeg ætla að halda áfram að gera það, meðan mjer endist aldur til. Líf nútíðarinnar og fortíðai'innar hefur ekki verið þess vert að lifa því.“ I þessum orðum sjest aðalatrið- ið í skoðunum hans og jafnframt það, sem gerir þær að ýmsu leyti ólíkar skoðunum alls þorra hinna verlca- mannaleiðtoganna ensku. Smillie er sem sje byltingamaður eins og Lenin og hans fylgismenn, og hefur líka tinu sinni í samtali við blaðið Daily Herald lýst „fullkominni samúð sinni með marki og meðölum bolsjevíka og látið í ljósi, að þörf væri á sams kon- ar sovjet-stjórn í Englandi og er í Rússlandi.“ Og hann trúir óbifan- lega á það, að fyr eða síðar, eftir fimm, tíu eða fimtán ár, skelli bylt- mgin einnig yfir England. Aðalkrafa Smillies hefur annars verið sú, að ríkið taki að sjer námurn- ar, og eins og kunnugt er, er það einmitt um það atriði, sem deilan hefur mest snúist á síðkastið. En um þessa þjóðnýtingu hefur Snxillie m. a. sagt: „Við ióskum ekki þjóðnýtingar á námunum að eins okkar vegna. Sem stendur eru kröfur okkar að vísu ckki í anda syndikalismans. En sá tími kemur auðvitað, að námaiðnað- urinn og annar iðnaður stigi sporið lengi'a, en við gerum nú.“ Af þessu sjest, að ríkisrekstur námanna er í rauninni meðal en ekki mark í aug- mn Smillies, eða ’ m. ö. o. að hann er frekar syndikalisti en sósíalisti, Það kemur líka fram í skoðunum l'.ans á þeim leiðum, sem fara eigi til þess ’að koma þessu í framkvæmd, sem sje allsherjarverkfallinu. Smillie hefur einhvefntíma sagt, að ekki væri um nema tvent að gera, annaðhvort ]>jóðnýtingu eða hærri launakröfur, sem geri námuiðnaðinn gjaldþrota, svo að stóreignamenn neyðist til að láta hann af hendi. Og það er eitthvað í þessa átt, sem verkamennirnir ensku eru nú að vinna að, beinlínisxog óbeinlinis fyr- ir áhrif Smillie’s, m. a. með verkfall- mu síðasta. Launakröfurnar sjálfar eru aukaatriði, aðalatriðið er að koma námarekstrinum i betra horf, og til þess eiga kauphækkunarkröf- urnar að vera ein leiðin. En ef marka má síðustu skeytin, eru allar horfur á jiví, að endir þessa siðasta verkfalls verði ekki að öllum óskum Smillies, enda hafa ýmsir aðrir verkmannaleið- togar verið honum andvígir, eins og m. a. má sjá á því, að við almenna atkvæðagreiðslu iðnfjelaganna, sem nýlega er afstaðin, var feld tillaga sú, sem Smillie hafði fengið samþykta í verkamannafjelaginu um að nota — the direct action — allsherjarverk- fallið til að koma þjóðnýtingunni íram. Og strandi kolanámuverkfallið núna, er það ekki síst fyrir það, að önnur verkmannafjelög eru deig til fylgis við fjelaga sína. En þó eitthvert bráðabirgðasamkomulag fáist nú, er næsta ólíklegt, að jtessi námarekstúrs- gáta sje þar með fullleyst, hvernig svo sem málinu lýkur á endanum. Mig furðar á því að Lögrjetta sein- asta telur mig meðal umsækjenda um. sögukennaraembætti háskólans. Mjer hefur aldrei svo mikið sem flogið í hug, að sækja <um það starf. Það er nógu mörgum „óverðugum“ dreift við þetta prófessorsbrask og kenn- arabasl háskólans, þó jeg gangi undan. Sigurður Guðmtmdsson. Herre eller Dame, der vil sælge de i Bladet „Lögrjetta“ anmeldte Konge- og Genforeningsbilleder til Private, bedes indlægge Billet mrkt: Mynda- sala paa dette Blads Kontor. (Bfl- iederne kan beses paa Bladets Kon- tor). Myndir af sameiningarhátíðinni í Suður- Jótlandi. Nýlega voru hjer á Gamla kvik- myndahúsinu sýndar myndir frá sam- ciningarhátíðahöldunum í Suður-Jót- xandi, og þóttu þær mjög góðar. Nú hafa komið út í Khöfn, á kostn- að útgáfufirmans „Dansk Billed- kunst“ ýmsar myndir frá þessum há- tiðahöldum, mjög vandaðar að gerð, og eru til sölu. Lögr. hefur fengið nokkrar af þessum myndum, þar á meðal mynd af konungi, er hann ríð- ur hvíta hestinum suður yfir landa- mærin, mynd af konungi, drotningu og prinsunum, tekna í Suður-Jótlandi meðan á hátíðinni stóð, og myndir af móttökunni við landamærin. Eru þetta fallegar veggmyndir og má ætla, að margur maður hjer vildi eignast eitthvað af þeim. Á öðrum stað hjer í blaðinu er auglýsing frá útgefendum og óska þeir eftir að fá mann eða konu hjer til þess að taka að sjer sölu myndanna. Myndirnar geta menn fengið að sjá á afgreiðslustofu Lögr., i bóka- búð Þór. B. Þorlákssonar. Frjettir. Krónuseðlar íslenskir eru nú komn- ir út hjá Landsbankanum, prentaðir og búnir til að öllu'leyti hjer heima. Þeir eiga að eins að verða til þess að bæta úr smápeningaeklunni innan- lands, en ekki má flytja þá út. Brauðgerð sú sem bærinn hefur rekið hjer undanfarið í gasstöðinni, er nú leigð fjelagi bakarameistara fyrir 4800 kr. á ári. Bókmentafjelagsbækur þessa árs eru nýkomnar, annað hefti af brjefa- bók Guðbrands biskups, fjórða hefti þriðja bindis af íslendingasögu Boga Th. Melsted og síðasta hefti þriðja bindis og fyrsta hefti fjórða bindis af Islandslýsingu Þorv. Thoroddsen. í Skírni er fyrst grein um Jón J. Aðils eftir dr. Pál E. Ólason, siðan saga eftir J. Magnús Bjarnason og fyrirlestur eftir Thoru Friðriksson og grein eftir próf. Finn Jónsson um Jón Arason og landsrjettindin og loks ritfregnir. Sindri heitir nýtt tímarit, sem á að utbreiða þekking á iðnfræðum, verk- lagi og nýjum framförum á þessum sviðum.“ Ritstjóri er Ottó B. Arnar. Dansk-íslenska kii'kjunefndin gefur út dálítið tímarit, sem íslenskir prestar, að minsta kosti, ættu að fá sjer, þó það sje annars að ýmsu leyti ætlað dönskum prestum sjerstaklega, til að kynnast ísl. kirkjumálum. — 1 síðasta heftinu er löng grein um meistai'a Jón. Síðan er þýdd ræða biskupsins dr. Jóns Helgasonar við suðurjótsku hátíðina. Einnig er þar mynd af sjera Ástvaldi Gíslasyni og 'gi'ein um hann, ýmsar smágreinar, íi'jettir o. fl. Dr. Skat Hoffmeyer, sem hjer dvelur núna, er sem kunn- ugt er fulltrúi þessarar kirkju- nefndar. Þjófnaðarmálin í Rvík er enn þá verið að rannsaka. 12 unglingar hafa tekið þátt í þjófnaðinum og einhveri- ir fleiri bendlaðir við hann. I

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.