Lögrétta


Lögrétta - 11.11.1920, Page 1

Lögrétta - 11.11.1920, Page 1
Utfefand) og rit*tjóri: ÞORST. GfSLASOB. Þingholtistrseti 17' Talsími 178. Mi£rriftsli» »g innDctmiuit t>Oh b ÞURJLaKSSO^ Kanka-tnrti 1 Nr. 44. Reykjavík 11. nóv. 1920. XV. árg Yfirrjettarprokurator ODDUR 6ÍSLAS0N Cort Adelersgade io, Kaupmannahöfn, tekur að sjer mál og innheimtur og veitir lögfræöislegar leiöbeiningar. Til viötals k 1. 1—3. Matth. Jochumsson áttatíu og fimm ára. í dag veröur sjera Matth. Jochums- son hálfníræöur. Hann er enn ern, er á ferli, og Akureyrarblöðin hafa alt fram til þessa öðru hvoru birt eftir hann ljóð og greinar. — Það er víst ekki ofsagt, að hvert mannsbarn, sent íslensku talar og komið er til vits og ára, kann meira eða minna af Ijóðum sjera Matthíasar, og jafnvel hvert barn, sem farið er að stauta, hefur lært eitthvað af þeim. Sjera Matthías á því ítak í hugum og hjört- um allra fslendinga. Akureyringar minnast þessa af- mælis með því, að gera Matthías að heiðursborgara Akureyrar, og mun hann vera fyrsti maðurinn þar, sem sýndur er sá sómi. Hjer er hans minst af Háskóla íslands á þann hátt, að hann er gerður að heiðursdoctor guðfræðideildar háskólans, og er hann fyrsti heiðursdoctor hennar. f greinargerðinni fyrir doctorskjörinu er komist svo að orði: „Deildin lítur svo á, að sjera Matt- hías Jochumsson hafi með sálmum sínum og andlegum ljóðum reist sjer þann minnisvarða, sem ekki muni fyrnast meðan sálmar verða sungn- ir á íslenska tungu. Fer þar samari andagift og yndislegt ytra form, clýpt og auðlegð hugsana og barns- leg trúareinlægni. Hefur hann með ljóðum sínum unnið mikilvægt merin- ingarstarf með þjóð vorri og rutt braut víðfeðmi og mannúð í kristin- dómsskoðun hennar. Með þessu hef- ur hann gefið kristni þessa lands og þjóðinni í heild sinni þann fjársjóð, sem guðfræðideild Háskóla íslands telur sjer sæmd að launa með þeim hæsta heiðri, sem húri ræður yfir.“ Úti um heim. Lútherska kirkjan í Póllandi. Hjer á eftir fer útdráttur úr greiri, í sænsku blaði, eftir þýskan prest, dr. Dibelius, sem sendur hefur verið til Syíþjóðar, til þess að skýra þar frá þrenginum þeim, sem lútherskir söfnuðir verði fyrir í þeim hjeruðum, sem tekin hafa verið frá Þýskalandi og lögð undir Pólland. Það var ákveðið á friðarfundinum 1 Versölum, að alt hjeraðið Pósen &g hálft hjeraöið Vestur-Prússland skyldu skilin frá Þýskalandi og lögð undir hið nýmyndaða pólska ríki. Svo var fyrirskipuð almenningsatkvæða- greiðsla í hálfu Vestur-Prússlatidi nokkrum hluta Austur-Prússlands og i Efri-Slesíu um það, hverju laridinu íbúarnir vildu fremur fylgja. Þessi atkvæðagreiðsla fór fram í suniar, sem leið, bæði í Vestur- og Austur- Prússlandi, og greiddu 94 af hndr. t Vestur-Prússlandi og 98 af hndr. i Austur-Prússlandi atkv. með Þýska- landi. En Pósen og hálft Vestur- Prússland eru, eins og þegar er sagt, :sameinuð Póllandi. Og síðan sú sam- ,'eining fór fram, hefur mótmælenda- lcirkjan i þessum hjeruðum orðið fyrir sífeldum ofsóknum frá ríkis- valdi Pólverja, sem styður hiria ka- þólsku kirkju. Ibúar beggja hjerðanna, sem nefnd hafa verið, eru yfirleitt kaþólskir. Þó ■er þar nál. einni miljón juanna, sem «eru mótmælendatrúar, og þeir eru i 400 söfriuðum. Þessir söfnttðir hafa áður heyrt til Prússlands evangelisk- sameinuðu landskirkju, en auk henn- r hafa verið og eru í Prússlandi ýmsar aðrar kirkjudeildir, bæði lands- cirkjudeildir og frikirkjusöfnuðir. Nú er svo ákveðið í friðargerðinni, að í kirkjumálum skuh minmhhitinn i essum hjeruðum hafa íu-* írelsi, og samkvæmt þvi hafa mótmælendatrú- ar-söfnuðirnir í Pósen myndað kirkju- deild út af fyrir sig og samþykt lög fyrir hana. En þar er það ákveðið, að þrátt fyrir stjórnmálaskilnaðinn frá Þýskalandi, skuli kirkjudeildin eftir sent áður standa í sambandi við prúss- r.esku landskirkjuna. Þeir segja, að rikistakmörk sjeu ekkert bindandi fyrir hinn kirjulega fjelagsskap, og sje þetta viðurkent í kaþólsku kirkj- itnhi og hafi einnig verið viðurkent i hinni ensku kirkju öldum saman. En jtetta vill pólska ríkisvaldið ekki viðurkenna, heldur vill það neyða þessa mótmælendakirkjudeild í Pósen til þess aö mynda pólska ríkiskirkju í sambandi við hina lúthersku kirkju- deild í þeim hlutum Póllands, sem áður lutu Rússlandi, eða í líkingu við hana. Pólska stjórnin gerir krö-fu til að skipa stjórn kirkjunnar í Pósen, og setja skilyrði fyrir því, hverjir teljast megi hæfir til þess að þjóna hinum pólsku söfnuðum, en meðal skilyrðanna er það, að presturinn hafi verið 10 ár búsettur i Póllandi og' tekið guðfræðispróf við pólska menta- stofnun. Hún hefur hindrað fjármála- viðskifti milli þessarar kirkjudeildar í Pósen og móðurkirkjunnar prúss- nesku, en í stað þess á að koma fje til kirkjurjnar frá hinu pólska riki, sem greinarhöf. segir, að auðvitað hafi ekki komið og komi aldrei, því pólska ríkið hafi ekkert fje og muni ekki heldur, að því er sjeð verði, nokkru sinni eignast það. Stjórnin vill setja öll ki-rkjufjelög undir eftir- lit sinna manna. En móti þessu rísa lúthersku söfnuðirriir — og út af þessu logar tiú alt i ósamlyndi. Pólska stjórniti ber þaö aö sjálf- sögðu fyrir sig, að kirkjusambandið ýið Þýskaland styrki hina þýsku hreyfingu í landinu, segir, að með þessu sambandi komist söfnuðirnir undir áhrif þýskra embættismanna. En frá safnaðanna hálfu er því svar- að á þann veg, að prússneska kirkj- an sje ekki ríkiskirkja, og hafi ekki verið það síðustu 100 árin. Prestarnir sjeu ekki ríkisins þjónar, en lúti að eins hiriu kirkjulega valdi. Eftir stjórnarbyltinguna sjeu kirkja og ríki aðskilin í öllu þýska-ríkinu. Nú geti því alls ekki verið að tala um nein ríkisafskifti af kirkjudeildinni í Posen, þótt hún standi í sambandi vð prússnesku landskirkjuna. Pólverj- ar vilji aftur á rnóti koma stjórnmál- um inn í kirkjufjelagsskapinn, með því að neyða þessa kirkjudeild inri undir yfirráð hins pólska ríkisvalds. ''Arði þvi framg’engt, sje það dauða- dómur lúthersku trúarinnar þar i 'andi — um það geti enginn kunn- ugur efast. Höf. greinarinnar, sem hjer er fariö eftir, segir, að í þessutn söfnuðum sjeu mest fátækir nýbyggj- u.rar, sent ekki hafi efni á því, að halda ttppi kirkjulegum fjelagsskap óstuddir, og presta geti þeir heldur ekki fengið, ef 10 ára búseta eigi að vera skilyrði fyrir rjetti til þess að vinna þar prestsverk. Þeir muni verða fáir, guðfræðiskandidatarnir frá Þýskalandi, Sviss eða Austurríki, sem vilji virina það til, að búa fyrst í Póllandi 10 ár í von unt starfið og taka síðan próf undir pólskri umsjón. Þar að auki sje það lamandi fyrir garnlan fríkirkjufjelagsskap, að heimta, að hann verði ríkiskirkjufje- lagsskapur, sjerstaklega þar sem um það sje að ræða, að leggja lúthersk- an fríkirkjufjelagsskap undir stjórn kaþólsks ríkisvalds, meir að segja tamkaþólsks ríkisvalds, sem sje fjand- samlegt hi'rium lúthersku kenriingum. Þetta er það, sent lútherslcu söfn- uðirnir halda fram, segir greinarhöf. Þeir hafa ekki viljað beygja sig, og þá hafa Pólverjar beitt valdi. Sumarið 1919 voru 40 prestar flutt- ir burt frá söfnuðum stnum, þar á meðal biskup hjeraðsins. Einn prest- ur var skotinn. Einn var settur frá embætti, einum var bönnuð landsvist. einn var settur í fangelsi. Eignir lút- hersku kirkjunnar liafa verið teknar af henni viða, og fengnar kaþólsku kirkjunni eða teknar til annara nota, bæði kirkjur og prestabústaðir. Kirkjubækurnar hafa verið rifnar og brendar. Bann pólsku stjórnarinnar gegn því, af lúthersku prestarnir i Pósen fengju styrk frá þýsku móður- kirkjunni, hefur skapað sára neyð þeirra á meðal, þar sent ekkert hefur komið til uppbótar þvi frá pólska rík- inu, eins og áður er um talað. Söfnuðirnir hafa, segir greinarhöf., staðist allar þessar ofsóknir, og ekkl látið kúga sig. Og þeir ætla ekki að láta hugfallast, heldur vernda kirkju sína og trú. En þeir hrópa um hjálp til þess utan að. og sú hjálp getur ekki komið frá Þýskalandi. Hún verður að koma frá sigurvegurunum og hinum hlutlausu þjóðum. Lúthers- trúarþjóðirnar verða að láta málið til sín taka. Til þeirra snúa þeir sjer, bæði með beiðni um fjárhagslega hjálp, og lika til þess, að fá yfirgang- inum mótmælt. — Síðustu frjettir. Um forsetakosninguna i Banda- rikjunum segir fregn frá 5. þ. m., að 344 kjörmenn sjeu með Harding en að eins 149 með Cox. Önnur fregn segir, að Bryan vilji að Wilson segi þegar af sjer. Síðustu símfregnir segja, að her bolsjevíka í Suður-Rússlandi hafi unnið. að þvi er virðist, fullkominn sigur á Wrangel hershöfðingja; hann sje nú umkringdur á Krim-vígstöðv- unum. Um bændauppreisnina i Rúss- landi, sem sagt var frá í síðasta tbl., hafa ekki komið nánari fregnir. — Lundúnafreg-n segir, að framkv.ráð 2. alþj.fjel. jafnaðarmanna hafi gefið út ávarp með þungum ásökunum til foringja 3. alþj.fjel. (þ. e. bolsje- víka) mótmæli einræðisstjórn og beitiugu hervalds til þess að ryöja skoðunum sínum braut. — í Austurríki stendur það til, að fjöldi fólks flytjist úr landi. Nefnd, sem skipuð hefur verið til þess að athuga ástandið, telur nauðsynlegt, að 800 þús. manns rými burtu, og hefur stjórnin í Canada lofað að taka á móti því fólki, sem út flytst. .— Námaeigendur og verksmiðjueig- endur í Þýskalandi hafa myndað með sjer öflugan fjelagsskap og er þar samið um bandalag til 80 ára. Samn- ingurinn nær bæði til fjármála og stjórnmála. Aðalforkólfur fjelags- skaparins og formaður hans er Hugo Stinnes. í írlandi fara óeirðir vaxandi og manndráp eru framin þar daglega. Fregn frá 9. þ. m. segir, að Sinn- feinar vestan hafs hafi gefið út á- skorun til írlandsráðherrans og segi þar, að ef ekki verði tekið fyrir manndrápin fyrir 14. þ. m., drepi þeir 3 Englendinga i Ameríku fyrir hvern íra, sem drepinn sje heima. írlands- ráðherrann hótar í móti, að lagt skuli verða hafnbann á írland. Japanar mótmæla forrjettindum þeim, sem Rússar hafa veitt Banda- rikjamönnum til verslunar í Siberíu. PÉslsfrð Siorir Éfsððffir á Hofi. Frú Sigríður var dóttir Dómhildar Þorsteinsdóttur Briem og Ólafs Gunn- , laugssonar Briem að Grund í Eyja- firði, fædd á hvitasunnudag, 19 nraí, 1839 og elst 14 barna þeirra hjóna. Snemma kom það i Ijós, að herini > ar ætlað skamt líf — eða rnikið starf. Það kom snemrna i ljós, að hún mundi verða fær um að geta þyngri gátur og bera þyngri byrðar en fjöld- inn, því sálargáfur hennar voru þeg- ar j æsku með afbrigðum. Á þeim árum voru þau bókleg æði, er stúlkur áttu að nema, ein- iða og fátækleg. Lærdómskverið rr eina bókin, sem þær rnáttu lesa f !æra og elska. — Bókfrelsi kven- í ks hefur aukist siðan. — Þær ráttu ekki læra að skrifa. Feður úrra sögðu, að þær skrifuðu aldrei ‘er til sóma, og verkahringur þeirra æri annar en sá, að sitja við skriftir • bókalestur. Þá var tíminn æt'aður starfa. Það nam frú Sigríður líka urst — og mundi lengst. En hún ■im fleira en þetta lögboðna — að inna. — í föðurgarði ’ærði hún bæði ð lesa og skrifa og reikna og ríma. ^etta lærði hún alt af sjálfshvöt í rístundúm sinum. Hún var víst ekki ’ömul, þegar hún kunni mörg kvæði Pjarna og rímur Sigurðar. Hún kunni haf af þulum, rímum og kvæðum. og tornsögurnar og Eddurnar voru vin- ir hennar. Hún las Norðurlandamál- in sem sitt eigið móðurmál og fylgd- ist með í bókmentum og sögu um- heimsins. Dómgreind herinar var mik- i!. Hún unni Grund, og öllu sem hún 'ærði þar, hún unni æskunni eins og hún var þar, hún rnundi hvert orð, hvern hlut úr föðurgarði, hún var hrifin af stóra sveitaheimilinu með marga vinnugefna og glaða fólkið. Anægðara hefur fóllcið aldrei verið en meðan það vann í vistum hjá góð- ttm húsbædum, sagði hún. Og sú Grund er fræg, er ól konu, sem frú Sigríði. Þó frú Sigriður flyttist það- : n iunan við tvítugt, fyltu minning- ar frá Grund oft huga hennar. Hún drakk aftur og aftur af mimisbrunni ættaróðals síns. Frú Sigríður var fríð sýnum, há og tíguleg, og augu hafði hún sem engin önnur, en dýpri og fegurri. Þegar hún brosti átti maður eitthvað mikið. Var hún í æsku oft kölluð Sig- ’-iður Eyjafjarðarsól. En henrii datt aldrei í hug að lifa fyrir sína ytri fegurð, hún átti dýrmætari fjársióði c.n ytra skart. Hún átti sál, huo-sjón- ír og breytni, sem hún gat fegrað, hún gat beitt gáfum sínum í hvers- dagslífi, og hún gat breytt hversdag-s- Ufinu í gáfur. Foreldrar hennar dóu þegar hún var 18 ára. Dreifðust þá systkinin og Grundarbúið sundraðist. Þá voru for- eidrahúsin ekki til lengur. Frú Sig- riður fluttist þá til amtmannshjóna Kristjánsen og dvaldi hjá þeim þar til hún giftist. — 19. júní 1860 var hún gefin í hjónaband með sjera Da- við Guðmundssyni, oe fluttust bau hjónin að Fe'li í S'jettuhlíð. Þar gegmdi sjera Davíð prestsembætti sinu frá 1860—-1873. þá fjekk hann Möðruvallaklaustur. Á Felli fæddust 7 börn þeirra hjóna, en alls áttu þau 13, og var Ólafur þjóðsagnafræðing- nr frumburður þeirra. Þau fiö’mr eru á lifi: Ragnheiður gift Stefáni alþm. Stefánssvrii í Fao-raskóm Gnð- mundttr bóndi á Hraunum i F'iót’im oo- Va'gerður og Hannes að búi á Hofi. Lika tóku þau þrjú fósturbörn e.r öll eru á lifi. 1873 fluttust þau siera Davið o<* frú Sigriður að Syðri-Reistará í Möðruval'asókn, en þar bjuggu þau að eins fá ár, en fluttust búferlum að Hofi i Hörgárdal og bjuggtt þar til dauðadags. Frú Sigríður unni mörgu l eitara en því, að flytja oft. Hún vildi starfa á sínu heimili, og helst sarna heimilinu. Hún batt líka jörðina sína trygðaböndum, hún vildi gera garð- inn fríðann, og það gladdi hana að sjá einmitt þetta túnið grænka á vor- in, og að sjá það slegið á haustin. Hún átti helminginn af áhuga heim- ilisins, og hún átti ótæmandi áhuga og ánægju í jarðræktinni. Garðrækt var henriar eftirlæti. Gestrisni þeirra hjóna sjera Davíðs og frú Sigríðar var framúrskarandi. Efnahagntrinn mun fyrst framatt af hafa verið mjög þröngur, en heimilið stóð opið öllum þurfalingum. Það var öltaf jafn elskulegt að koma á heim- ili þeirra. Það var æfinlega tilgerð- arlaust, og þau veittu griæg-ðir — þau veittu mikið af litlum auði — en meira af miklum auði — því andlega fæðu gáfu þau öllurn. Sóknarbörn þeirra elskuðu þau. Sjera Davíð var skipaður prófastur i Eyjafjarðarsýslu árið 1876, en árið 904 sagði hann af sjer prestsskap, sökum heilsubilunar, og styttist vera hans hjer. 27. sept. 1905 varð frú Sig- ríður ekkja, eftir 45 ára hjónaband. Dauði sjera Davíðs var harntdauði óllum er sóttu kirkju hans, og öllum er kornu að Hofi, en svo sem að lik- um lætur áttu eftirlif. börn hans og frú Sigríður kona hans þyngstu sorg- ina, en þá sorg bar hún með hógværð og stillingu. Þau hjónin höfðu þá mist 9 börn sín og við þær sorg- - og þeirra þjáningar hafði hún unn- * sá'arþrek — fágætt sálarþrek. Hún var hei'sue-óð, en hún hafði ó- ’æknandi fótasár, er ollu henni kva'a. Átti hún mjög bágt með fótaferð mörg síðustu árin, en gekk þó altaf óstudd, — hennar sterki vilji bar hana, þó fótleggirnir væru djúp sár. Það sá þau enginn — hún faldi þau. Margir leituðu heim að Hofi — lika eftir að prófasturinn dó — ef úr vöndu var að ráða, og engan iðraði ráðaleita þangað, en ef fólkinu lang- aði til að launa frú Sigríði hennar góðu ráð og hennar risn^ og henn- ar skemtilegu viðræður, varð þrautin þyngri. Margar eyfirskar konur vildu gefa henni dýrmætan hlut, eða sjóð, á áttræðisafmæli hennar og færa henni heim, en gamla prófasts- ekkjan komst að því — og bað þær koma, og koma sem oftast, eri helst tómhentar — hana langaði hreint ekki í neinn dýrmætan hlut — nú þyrfti hún ekki lengur á slíku að halda, sagði hún. Fjöldi manna safnaðist þó heim til bennar 19. maí 1919, daginn, þegar prófasJsfrúin fylti 80 ár, — en tóm- hentur, því innileikinn sjest ekki. — Voru henrii þann dag flutt 4 kvæði og margar ræður voru henni haldn- ai. En þó voru það fleiri, sem ekki komu heim að Hofi — heldur voru hver við sitt — en mundu frú Sig- riðar mikla og blessunarríka starf. Frú Sieriður dó 2 nóv. s. 1. að heim- ili sínu, eftir þriggja vikna legu, 81 árs gömul. Hún átti von á að hitta eins marga vini, þó hún færi til næsta lands, og vfirmefi fanna'andið. Hún átti trú og víssu um vinafundi. Fn okkur finst dagarnir á gamla "restssetrinu þagnaðir, því hvorugt "rófastshjónanna á lengur heima á Hofi. G. S. irkji i ■ 1. Fjjag manna í Borgarfirði, Guð- Un„ur Björnsson sýsiumaður o. fí„ jckk 1 fyrra Haddór Guðmundsson affræðing . til að skoða fossana í n aki sá, muð það fyrir augum, að m ð yrði þar á rafmagnsfram- eiðslu. H. G. leitst vel á fossana ti! þessa, og siðan var Petersen verk- fræðingur fenginn til þess að ,gera þar nauðsynlegar mælingar. Fóss- arnir geta framleitt 10.000 hestöfl Nú hafa sýslufjelög Borgarfjarðar- og Mýra-sýslna tekið fyrirtækið að sjer og hafa sjer til ráðaneytis verk- íræðingana Guðm. Hlíðdal og Stgr. Jónsson. Er hugsað til að vinda svo bráðan bug að framkvæmdum þessa fyrirtækis sem auðið er, en kostnað- urinn talinn eitthvað nálægt 5 niil- jónum kr. Rafmagnið á að notast um a!t hjeraðið, til lýsingar, suðu, rekst- urs flutningatækja o. s. frv. — Slikt fyrirtæki sem þetta á að geta breytt öilum búnaðarháttum hjeraðsbúa á skömmum tíma, og munu þá önnur hjeruð koma á eftir og feta i spor Borgfirðinga. Það er sagt, að fossar þessir sjeu sjerlega vel lagaðir til virkjunar.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.