Lögrétta


Lögrétta - 24.11.1920, Síða 1

Lögrétta - 24.11.1920, Síða 1
ötgefandi og ritstjórs: ÞORST. GÍSLASOK,, Þinffholtsstrseti 17, Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.! ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastrsetí II. Talsími 33». Nr. 46. Reykjavík 24. nóv. 1920. XV. árg. I ODDUB GríSLASON Cort Adelersgade io, Kaupmannahöfn, tekur að sjer mál og innheimtur og veitir lögfræSislegar leiöbeinirígar. T i 1 v i 'S t a 1 s k 1. I—3- I t .) skáld. I Hann andaðist á heimili sínu á Ak- ureyri fimtudaginrí 18. þ. m., nál. kl. 4 síSdegis, rjettri viku eftir hálf- níræSisafmæli sitt, sem frá var sagt í síSasta tbl. Æfiatriöi sjera M.J. eru nákvæmast sögð í ritgerö eftir ritstj. þessa blaðs í minningarritinu, sem út kom fyrir 15 árum, á sjötugsafmæli M. J., og er þar að mestu leyti farið eftir frá- sögn sjálfs hans. — Hann var fædd- ur 11. ríóv. 1835 í Skógum í Þorska- firði, hinn þriðji í aldursrööinni af sjö bræðrum, sem flestir hafa náð há- tun aldri, og eru tveir þeirra enn á lifi, Ari, í Húsavík nyrðra, og Ein- ar, nú hjer í Reykjavík, og ein syst- ír, Þóra, sem veriö hefur hjá bróöur sírium, M. J. — Þegar M. J. var um tvítugt. átti hann aö komast inn í verslunarstörf og sigldi í þeim erind- um til Khafnar. En lítiö varö úr þessu, og nokkrum árum síöar þækk hanri inn í Latínuskólann, 24 ára gamall, og tók þar stúdentspróf eft- ir fjögur ár, voriö 1863. Tveimur ár- um síðar útskrifaöist hann af Presta- skólanum, og vígðist næsta ár, 1866, til Kjalarnessprestakalls, og fór þá a? búa í Móum á Kjalarnesi. Þar var hann prestur í nokkur ár, en á árun- um eftir 1870 var hann í feröalögum erlendis, og 1874 keypti hann „Þjóö- ólf“ og varö ritstjóri hjer í bænum nokkur ár. 1880 var honum veittur Oddi á Rarigárvöllum og þangaö fluttist hann næsta vor. 1886 var hon- um veitt Akureyrarprestakall, og jþangaö fluttist hann voriö 1887. Hefur hann átt þar heimili alla tíð síðan, en fjekk lausn frá prestsskap áriö 1900 og þar með eftirlaun úr landssjóöi, sem jafnframt áttu aö vera skáldalaun. Sjera M. J. var þrígiftur, átti fyrst Elínu Knudsen, dóttur Diðriks Knud- sens timbursmiðs í Reykjavík, en misti hana eftir stutta samveru; þá Ingveldi Ólafsdóttur Johnsen, systur Þorláks heitins Johnsens kaupmanns hjer, en misti hana einnig eftir stutta sambúö. í þriðja sinn kvæntist hann 1875, Guörúnu Runólfsdóttur frá Móum á Kjalarnesi, og lifir hún manri sinn. Elstur barna þeiri'a er Steingrímur læknir á Akureyri. Æfistarf sjera M. J. liggur í skáld- skap hans, og verfiur ekki að gagni um hann rætt í stuttri^laðagreín. Þaö er alment viöurkent, aö harin sje mesta skáld samtíöar sinnar á okkar landi, og um mörg ljóð hans á þaö viö, aö þau hljóti að Hfa svo lengi sem íslensk tunga er töluð. En um þetta efni hefur töluvert verið skrif- að á síðari árum, bæði í 70 ára minn- ingarritinu, sem áður er á minst, og ■einnig eftir það til og frá, og má sjerstaklega nefna þar til ritgerð eft- ir mag. Sig. Guðmundssori í einu af tímaritum okkar. í 70 ára minningarritinu lýsir Guð- mundur Hannesson sjera M. J. „heima á Akureyri" og er þar margt vnjöl vel sagt. M. a. stendur þar: „Ó- gleymanleg stendur hún fyrir mjer myndin af þessum eina þjóðkunna sambæjarmanni mínum. Og hvað hanft hefur verið mjer þessi ár, firin jeg nú best, þá er hann hefur dvalið •erlendis alllangan tíma. Hvort sem jeg sit heima hjá mjer eða geng eft- ír götum bæjarins, þá sakna jeg hans cg hlákka til að sjá hann aftur. — Ætíð hef jeg orðið var við þeSsa til- finningu þegar gamla skáldið er fjar- verandi, en jeg minnist þess varla, að hafa veitt því verulega eftirtekt um aðra sambæjarmerin mína. Mjer finst bærinn vera orðinn svo undarlega tómur og kuldalegur. — Það er ekki heldur furða, þó tómlegt sje, þegar sæti hans er autt, því að hann fyllir bókstaflega tveggja manna pláss, að mirista kosti þeirra, sem grarinvaxnir eru og fyrirferðarlitlir, og þegar hann sjest á götunni, er það ekkert smá- ræðis stryk, sem í reikninginn kem- ur, heldur fyrirferðarmikill flötur, sem augað hvílist við að horfa á. — .... Það, sem maður fyrst rekur aug- un í hjá sjera M. J., næsti vexti og ytra útliti, er glaðlega, virigjarnlega viðmótið, hvar sem hann hittist. Það eru engir kaldir, grannir fingurgóm- ar, sem rjett tír tylt í hönd manni, þegar hann heilsar, heldur er það heill, hlýr og mjúkur hrammur, sem grípur um höndina og skekur hana vingjarnlega og innilega. Hlýju hendinni fylgir ætíð gleðilegt, verm- andi bros og nokkur vingjarnleg orð, sem geta verið mikils virði þegar skapið er í ólagi........“ Sjéra M. J. hjelt góðri heilsu og kröftum fram á síðustu missiri. En nú, einkum síðasta árið, hafði hann verið faririn að láta mikið á sjá í ytra útliti. Útdráttur úr fyrírlestri eftir dr. Skat Hoffmeyer í Stúdentafjelagi Rvíkur. —o— Dr. S. H. hjelt fyrirlestur þennan siðastl. fimtudagskv. 18. þ. m. Hann er snjall og áheyrilegur ræðumaður, og efrii fyrirlestursins er mjög svo nýstárlegt. Ræðumaður sagði inni- liald úr Jiýskri bók, scin ~út kuin síö- astl. sumar og vakið hefur mikið um- tal. Bókin heitir: „Der Untergang des Abendlandes," þ. e. eyðilegging Kvöldlandsiris, en svo nefnir hÖf.. Vesturlöndin í heild. Höf., dr. Os- wald Spengler, var ekki víðþektur maður áður, en hefur orðið það með ]>essari bók. Enn er að eins 1. bindi komið út, 600 bls. í stóru broti, en 2. bindi á að koma út næsta vor. Fyrra bindið er. þegar komið út í 22 útgáf- um og sýnir það best, hver nýung innihaldið þykir. Ræðumaðurinn er kunnugur í Þýskalandi og kvaðst eiga marga vini meðal Þjóðverja. Hann byrjaði því fyrirlesturinn með stuttu yfirliti yfir hugsanastefnur þær, sem nú eru ráðandi í Þýska- landi. Áður hefur hann ritað um bók- ina í Khafnarblaðið „Nationaltid- ende“. I. I Þýskalandi verður meira vart reiði yfir nútímanum en framtíðar- voria, segir höf. Það er stöðugt við- kvæði í þýskum blöðum, að nú verði menn að bíta á jaxlinn og láta hend- ur standa fram úr ermum. Samt kveða altaf við kvartanir yfir ójöfn- uði friðarfundarins í Versölum og þeirri illu meðferð, sem Þjóðverjar verði nú að sæta. Höf. hyggur að vart mundi hafa'borið meira á þeim kvörtunum hjá nokkurri annari þjóð. Einkum er reiðinni snúð gegn Frökk- um og Pólverjum. Þegar þýskir stú- dentar, sem eru á ferð með járn- brautalestum, sjá út um gluggana aðra lest renna framhjá með franska hermenn, sem eru á heimleið frá Slesíu, kalla þeir á eftir þeim: „Böl- vuð svínin!“ Og þegar safnað er í þýskum kirkjum samskotum handa Þjóðverjum i þeim landshlutum, sem fallið hafa undir Pólland, hafa jafn- vel mikilsmetnir kennimenn í frammi ógnunarorð gegn Póllandi og tala um, að það muni bráðlega sundrast aftur. Meðan Þjóðverjar voru ofan á, drógu þeir þá ályktun af sögunni, að guð væri með þeim. En þeim kemur ekki til hugar nú, að álykta öfugt. Það tekur Þjóðverja sárt, að landar þeirra, sem nú eru pólskir þegnar, verði að berjast með verstu fjand- mönnum þeirra. En sje þeim sagt, að þetta vorkenni menn þeim innilega, en bendi jafnframt á,- að í byrjun ó- friðarins hafi danskir Suður-Jótar verið í sömu sporum, þá svara þeir með langri útskýringu á því, að það tvent sje alls ekki hægt að bera sam- an. Hjá vissum flokki manna í Þýska- landi er mikið talað um endurvakn- ing þjóðernistilfinningarinnar. Það er talin höfuðvilla þýsku þjóðarinn- ar, að hún hafi verið of auðmjúk gagnvart öllu útlendu. Þessu vill nú sá flokkur breyta með endurvakning hins forngermanska andá í landinu. Þetta er gert m. a. með því, að vekja upp gamla siði og hátíðahöld, og tákn þessarar stefnu er hinn fornariski kross (Þórsmerkið?). Hjá lýðveldisflokkunum taka fram- tíðarvonirnar aðra stefnu. Þar líta menn á ástandið eins og það er,, og vilja haga sjer eítir því, eins og þeir, sem sigraðir eru. Þeir vilja halda sjer fast við sjálfsákvörðunarrjett þjóðanna, en hafa nokkuð sjerstakar skoðanir á því máli. Sem dæmi um þetta tekur höf. upp kafla úr þýsku sveitablaði. Þar segir, að grundvöll- ur stjórnmálastefnunnar verði að vera sókn í þá áttina, að allar þjóðir, bæði Þjóðverjar og aðrir, fá rjett til sjálfs- ákvörðunar. Þýskaland eigi að verða merkisberi i stríðinu fyrir þessu máli. " Með því vinni það eigi að eins sjálfu sjer í hag, heldur sje þar einnig fundin sú stefna, semv ágætlega eigi við þjóðarskapið. Þar komi til greina" hin mikla rjettlætistilfinning, sem einkenni Þjóðverja, og henni verði þeir að þrengja inn á mótstöðumerin sína. Ranglæti Versalafriðarins sje svo mikið og augljóst, að það hafi afmáð þær syndir, sem Þjóðverjar hafi áður verið sakaðir um, í augum allra þjóða, sem ekki heyri til banda- mannafyking-unni. Þessa ÞÝstvU frags- un verði þeir að rækta, og hún sje jafnframt endurleysandi framtíðar- hugsun. Höf. gerir ráð fyrir, að ýms- ir muni spyrja, hvort þetta og því um líkt sje heimska eða frekja. En það er hvorugt, segir hann. Það er þýska. í verkmannaflokkunum segir höf. að menn muni víst yfirleitt vera kærulausir um alt, sem þjóðernið snertir, og því sjeu andstæðurnar hjá þjóðinni mjög sterkar. Menn sjeu altaf á glóðum yfir því, að upp muni rísa borgarastyrjöld. Háskólarnir sjeu hin föstu vígi íhaldsstefnunnan f óeirðunum í vor, sem leið, hafi á einum stað eitthvað nálægt 10 Spartacus-flokksmenn verið teknir til fanga og hafi nokkrir Marborg- arstúdentar, sem voru sjálfboðaliðar, átt að flytja þá frá einum stað til annars. En á leiðinni skutu stúdent- arnir þá alla. Fangarnir höfðu verið eitthvað óþægir, en voru að sjálf- sögðu vopnlausir. Málið var tekið fyrir af rjettvísinni, en vitni voru engin, er borið gætu um, hvað fram hefði farið. Er þetta ljóst dæmi um ólguna í þjóðinni, segir höf. Og aldrei hafa stúdentaeinvígin verið jafntíö og nú. Annarhvor stúdent gengur nú með nýjar skrámur og ör á andlitinu. Og verkamennirnir segja að sverð stúdentanna sjeu roðin í blóði flokksbræðra sinna. Alt þetta er dýpsta ástæðan til þeirrar örvilnunar, sem nú er ríkj- andi í Þýskalandi. f blað eittá Leip- zig skrifaði gamall hershöfðingi á minningardegi orustunnar við Sedan: „Byltingin i París ruddu þá í burtu hinnu duglausu keisarastjórn. En nýja lýðveldið ljet sjer ekki verða, að leggja niður vopnin og svíkja sjálft sig. Gambetta reis f upp, og studdur af brennandi ættjarðarást jrjóðar sinnar fjekk hann því til leið- ar komið, að voldugur her kom fram að nýju i landinu. Þjóðverjar urðu enn að berjast 5 mánuði áður en mót- stöðumennirnir gætu sætt sig við að biðjast friðar. Á þessari heiðurs- verðu mótstöðu reisti franska þjóð- in að nýju metnað sinn og vonir. Endurminninginn urn hana hefur orðið frækorn til endurreisnar frönsku þjóðarinnar, sálin í hinni hörðu og sigurríku baráttu hennar nú í heimsstyrjöldinni . Mundi ekki þjóð vor hafa staðið öðruvísi að vígi nú, ef hún gæti horft til baka á slíka hreysti og þrautseigjn eftir ósigur- inn! Sá einn er fordæmdur, sem miss- ir traustið á sjálfum sjer.“ í þessum orðum er tilfinning, sem hlýtur að vekja samkend, segir höf. Og menn hljóta að finna 'til þess sem skyldu, að bera vitni um þá trú síria, að hin þýska þjóð bæði geti náð sjer aftur eftir ófarirnar og hljóti að gera það. Hinn þýski dugnaður, hin þýska iðjusemi, — og einkum þó alt það, sem mætir manni hjá almúgamann- inurri þýska: innileikinn, hin heil- brigða skynsemi og rjettlætistilfinn- ing — vissulega nrun alt þetta aftur verða mikils metið af heiminum á ný. En til eru menn í Þýskalandi, sem vonleysið hefur leitt langt út yfir þau takmork, 'Sem hjer hafa verið nefnd. Nafnið Oswald Spengler sjest nú í hverjum bóksalaglugga um alt Þýskaland, og bók hans „Der Unter- gang des Abénd’andes“ er rædd og lesin á fjöldæ þýskra heimila. Þetta er ekki að undra: mörgum sýnist svo sem Þýskaland sje glatað, og þarria fá þeir skýringu á því, skýringu, sem jnfnframt setur eyðilegging Þýska- lands í samband við nýja skoðun á veraldarsögunni og býður fram ráðning á öllum gátum tilverunnar. Yfirlit yfir kepningar Spenglers kemur svo í næsta tbl. Drjð erindi í preslðíjeioprilii. —o---- 1. Jón Vídalín. Þessi fyrirlestur biskupsins et lengsta erindið í rititíu. Þar er margt vel sagt. Biskup telur meistara Jón „afturhvarfs-prjedikari af g'uðs ttáð“, en lætur minna yfir Krists-prjedikun hans. — Margir munu þó telja hann Krists-prjedikara engu síður en aft- urhvarfs-prjedikara, enda verður aft- urhvarfsprjedikun því að eins kristi- leg, að Kristur og hann krossfestur sje þar jafnframt boðaður. Meistari Jón er kristilegrir prjedikar af gmðs náð, það má segja um hann alveg um- búðalaust. Það má segja um hann, eiris og Páll postuli sagði um sjálf- an sig, að hann hafi ásett sjer að vita ekkert nema Jesúm Krist og hann krossfestan; kemur þetta einkum fram í föstuprjedikunum hans. Sú frelsisathöfn fagnaðarerindisins er, þegar á alt: er litið, brennipunkturinn í prjedikun meistara Jóns. Orð Krists: „Átti ekki Kristur að líða og upprísa á þriðja degi, svo að aftur- hvarf og fyrirgefning syridanna í hans nafni yrði boðuð öllum þjóð- um, geta vérið yfirskrift yfir prjedik- unuiri hans. Flann talar bæði í reiði- þrumum lögmálsins og náðarblæ fagnaðareriridisins. Að því leyti má heimfæra upp á hann orð Hallgríms Pjeturssonar um frelsarann: Lætur hann lögmál bvrst lemja og hræða, eftir það fer hann fyrst að friða og græða“. Prjedikun meistara Jóns er því Kristsprjedikuri í hinum allra kristilegasta skilningi. En það er rjett atþugað hjá bisk- upi, að „Kristsprjedikun meistara Jóns verður aldrei Krists-prjedikun í þeim skilningi, sem vorir tímar tala um hana“, ef biskup með þeim orðum meinar Kristsprjedikun hinria svo- nefndu frjálslyndu guðfræðinga. Með þeirri prjedikun gæti hann heldur aldrei náð þeim tökum á hugum og hjörtum tilheyrenda sirina, sem gert hafa hann að dýrlingi lútersku kirlcj- unnar á íslandi í tvö hundruð ár. Einmitt af því, að hann prjedikar Krist og haris krossfestingu, verður prjedikun hans alt önnur en prjedile- un þeirra manna, sem gera vilja fagn- aðarerindi krossins rækt, eri Nýja- testamentið og friðþægingarkenning- una að guðfræðiegum heilaspuna. Biskup sagði fyrir mörgum árum í „Verði ljós“, að eitt aðalskilyrðið fyrir persónulegum, lifandi Kristin- dómi, væri að bera Krist og hann krossfestan í hjarta sínu og grund- vallarskilyrðið fyrir því, a'ð starf prestanna gæti borið ávexti lifandi kristindóms meðal safnaðanna.* Vöntun þessa lifandi kristindóms hjá prestunum, taldi hann þá eitt af vor- um kirkjulegu meinum. Frá þessu sjónarmaði verður það að vísu nokk- uð erfitt að gera sjer greiri fyrir per- sónulegum lifandi kristindómi, hjá þeim mönnum, er hneykslast á krossi Krists og telja friðþægingarlærdóm Nýja testamentisins „ljóta blóðkenn- ing“. Þeir merin gætu ekki með Páli postula prjedikað Krist krossfestan, kraft guðs og speki guðs“. Meistara Jóni var það ljúft verk og ljett. Hann myndi ekki hafa talið það besta ráðið til að hugga synd- hreldar og náðþyrstar sálir, — að fela Krist krossfestan, þetta hjarta- lilað fagnaðarerindisins — fyrir til- heyrendum sínum. Af því að hann bar Krist í hjarta sínu, ekki einungis sem spámanninn mikla, heldur og sem guðs eingetinn son og frelsara heimsiris, dáinn fyrir syndir vorar, upprisinn oss til rjettlætingar og inn genginn í dýrð föðursins, er hann hafði hjá honum áður en heifnurinn var til, var prjedikun hans svo sterk- lega mótuð af persónulegum, lifandi kristindómi. Því var spáð fyrir nokkrum árum, að nýtt líf myndi færast í kristindóm og kirlcjurækni þjóðarinnar, ef nýja guðfræðin næði tökum á prestum þjóðkirkjunnar, hinir andlitlu fræða- lestrar gömlu prestanna myndu bráð- lega rýma fyrir nýrri kristindóms- boðum, er betur fullnægði andlegum þörfum safnaðanna. Þessi spádómur er enn ekki farinn að rætast. Það er öðru nær, en að nú sje bjartara yfir trúar- og kristin- dómslífi þjóðarinnar en þá var. Hinu mætti spá með eins miklum líkum, að tuttugasta öldin líktist eldri systrran sínum í margs konar hindurvitnum og hjátrú, sem ekkert eiga skylt við sannan kristindóm. Því miður skortir oss prestana of- mjög persónulegan, lifandi kristin- dóm, sprottinn af því, að vjer ber- um Krist og hann krossfestari í hjörtum vorum. Eri nýja guðfræðin bætir síst úr þeirti skorti. Kristur er nýguðfræðingunum hinn mesti og besti maður, sem lifað hefur í heim- inum, en af Adams synduga bergi brotinn. Hann ljet lífið fyrir hina guðdómlegu kenningu sína, en ekki fyrir oss mennina, eins og hann þó sjálfur segir og fyrstu vottar hans kenna og síðan kristileg kirkja fram á þennan dag. Þerinan mikla guðinn- blásna spámann geta nýguðfræðing- arnir geymt í hjarta sínu í þakklátri endurminningu, en fyrir Krist og hann krossfestan, hafa þeir þar ekk- ert rúm. En hvað verður þá um grundvallarskilyrðið fyrir því, að kennimannlegt starf þeirra geti borið ávexti lifandi kristindóms hjá söfn- uðran þeirra? í þeim prjedikunum nýguðfúæð- inga, sem jeg hef heyrt, hefur mest borið á Kristi sem spámanninum mikla frá Nazaret, en aðrar frelsis- staðhafnir fagnaðarerindisiris verið látnar liggjja i þagnargildi. Þessi prjedikunaraðferð er vel löguð til að dylja ágreininginn milli gömlu og riýju guðfræðinnar um guðdóm frels- arans og friðþæging hans við guð fyrir syndir mannanna, en erigu ó- hættara er hernri við að verða þur trúfræðislestur, en prjedikun gamal- guðfræðinganna og aldrei getur hún komist neitt í námunda við kenni- mannaskörunga gömlu stefnunnar, hve miklir afburðamerin sem nýguð- fræðingarnir eru að manriviti, lær- dómi og mælsku. Með þessu vil jeg ]>ó alls ekki væna alla nýguðfræðing- ana skorts á persónulegum, lifandi kristindómi. Prjedikun þeirra stend- ur í eðlileg'um sambandi við afstöðu * „Verði ljós“, 2. ár, bls. 24. \ I

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.