Lögrétta


Lögrétta - 24.11.1920, Síða 2

Lögrétta - 24.11.1920, Síða 2
2 LÖGRJKTTA CÖGRJETTA kemur út á hverjum mi8- vtKuaeyi, og auk þess aukablö! vt8 og vií, R erS 10 kr. árg. á Islandi, erlendis 12 kr. 30 au. Gjalddagi 1. júli. þeirra til frelsarans. — En einskis betra get jeg óska'ö þeim, en a‘5 reynsla þeirra í prjedikunar- og sálu- sorgunarstarfinu opni augu þeirra fyrir spámanninum mikla frá Nazaret, þar sem hann er dýrlegastur, — á píslarferli hans frá Getsemane til Golgata. Það var vel gert af biskupi, a5 áminna prestana um aö lesa meistara Jón kostgæfilega. Þá áminningu verö- ur a5 skilja svo, aö þeir eigi a8 læra af honum, hvernig þeir eigi að flytja fagnaöarerindi Krists. Þótt prjedik- un hans eigi aö sumu leyti ekki viö smekk nútimans, þá er svo fjarska margt af honum að læra, sem á viö flutnings guös orös á öllum tímum. En þaö, sem langmestu skiftir, er þaö, aö hjá meistara Jóni finnur hver kost- gæfinn lesari lifandi persónulegan kristindóm, fluttan af þeim guömóöi og kennimannlegri snild, sem allir hljóta að dást aö, en enginn má eftir likja eöa viö jafnast. En „alfa og „ómega“ þess kristin- dóms er Kristur, og hann krossfestur.* 2. Kirkja íslands, erindi, sem ritstjórinn, prófessor Sig. P. Sívertsen, flutti á norræna kirkju- fundinum í Vesterbygaard 28. ágúst 1:919; gætilega og hógværlega ritaö. Höfundurinn kveöur íslensku kirkjuna sjálfstæöa þjóökirkju, og hafi frelsi hennar kostaö baráttu. Dá- lítið finast mjer þessi ummæli at- hugaverö. Meö stjórnarskránni varö íslenska kirkjan þjóökirkja í sambandi viö ríkiö eins og áöur, en sem ríkiö átti aö vernda og styöja, aö því leyti, sem hún var evangelisk-lútersk. Kirkjan varö eftir sem áður aö hlýta íhlutun löggjafar- og umboðsvaldsins um öll sín mál. Þetta þjóðkirkjufyrirkomu-. lag kostaöi enga baráttu. Ööru hvoru síöan um 1880 hefur hingað og þang- aö á landinu borið á fríkirkjuhreyf- ingu, en þær breyfingar hafa ekki veriö sprotnar af trúarlegum ástæöum og um nokkra verulega baráttu fyrir frelsi kirkjunnar hefur ekki veriö aö ræöa. Skilnaðarraddir eöa kröfur um fu1t frelsi kirkjunnar hafa við og viö látið til sín heyra, en oftast komiö frá einstökum mönnum, án þess aö vera sprotnar af almennum óskum safnaðanna. Þessar raddir hafa oftast fengið daufar undirtektir hjá lög- gjafarvaldinu, og þagnaö aftur hljóöalaust. Nokkur lög hafa aö vísu verið gef- in út um aukna hluttöku safnaöanna í stjórn safnaðarmála og um rjett þeirra til aö kjósa presta sina. Sömu- leiðis lög um utanþjóökirkjumenn. Sum þessara laga eru aö verða dauö- ur bókstafur, mjög víöa á landinu, og nú er tekið í mál aö svifta söfn- uðina að mestu leyti aftur rjettinum til aö kjósa sjálfir presta sína. (Sbr. Bjarma, 15. tölubl. þ. á., bls. 119). Um fullkomiö sjálfstæði kirkjunn- ar getur ekki verið að ræöa, meðan stjórn hennar og löggjöf eru alger- lega í höndhm ríkisvaldsins. Ríkiö á aö vísu að vernda hana og styðja, en löggjafarvaldið er einrátt um það, hvernig þaö hagar þeirri vernd og stuöningi, um þaö fær kirkjan aö lögum engu ráöiö. Fjárhagslega get- ur stuðningur ríkisins veriö nokkurs virði, en fulldýrt geta þau hlunnindi veriö keypt, og verndin meira í oröi en á borði, og þaö í þeim málum, er kirkjan sem trúrækileg stofnun hef- ur einkum meö höndum. Þeir menn, sem fara meö ríkisvaldið, geta veriö óvinveittir kirkju og kristindómi, þótt þeir sjeu í þjóðkirkjunni, rikisvaldið getur skipað þá menn í kennara- og prjedikunarembætti kirkjunnar og haldið verndarhendi sinni yfir þeim í þessum embættum, sem jafnvel op- inberlega afneita þeim höfuöatriöum kristindómsins, sem kirkjan, sam- kvæmt heilagri ritningu og játning- arritum sínum byggir kenningar sín- ar á, og úr ágreiningi, sem af þvi kann að rísa, sker aö lokum verald- legur dómstóll, sem brostiðgeturskil- yröi fyrir því, að geta kveðið upp * Svo kvað Valdemar: „Hví dó hann? Svo spillingin deyöi. Hvaö drýgöi hann? Hann friöþægja vildi. Hvaö veldur? Guös rjettláta reiöi. Hvaö ræöur? Guðs eilífa mildi.“ rjettan dóm. Til alls þessa eru dæmin deginum ljósari hjá bræðraþjóðum vorum, og jafnvel tekiö að bóla á þeim hjer hjá oss. Hjer er því íremur að ræða um frelsi þjóna kirkjunnar til að rífa niö- ur þann grundvöll, sem kirkjan frá öndveröu hefur staðiö á, og láta hana samt sem áður ala sig á brjóstum sjer, en frelsi kirkjunnar samkvæmt frels- islögmáli Jesú Krists. Gullöld kirkjunnar var lokið, þeg- ar fjötrar ríkisins voru lagöir á hana, ranglæti tímanna reiö 'þann' hnút. Sig. Sigurðsson, Vigur. Frjettir. Tíðin hefur verið sjerlega hlý um alt land undanfarna viku. Jarðarför sjera Matth. Jochums- sonar fer fram 4. des. Skírnir. Út af auglýsing Guðm. Finnbogasonar prófessors í síöasta tbl. Lögr. um aö hann hætti ritstjórn Skírnis vegna þess aö ákveðið væri, aö ritið skyldi framvegis veröa miklu minna en áður, hefur forseti Bókm.- fjel., dr. Jón Þorkelsson, landsskjala- vörður, skrifað grein í Mrgbl. og skýr.t þar frá ástæðunum til þessa. Hann segir, að um það hafi að und- anförnu verið talað af enditrskoö- endum fjelagsins, aö útgáfa Skírnis væri því of dýr. Samt hafi lítt verið dregiö úr útgáfunni og nú sje kostn- aður viö hana orðinn „fjelaginu til stórbaga í svipinn." Árstekjur fje- lagsins hafi veriö áætlaðar 15000 kr., en Skírnir hafi þetta áy sogið til sín af þeirri upphæð 9772 kr. 63 au., og útsendingarkostnaöur þó ekki með talinn. Þá segir forsetinn, að þegar Skírni hafi veriö breytt í þaö fyrir- komulag, sem nú er á honum, hafi verið þörf á slíku tímariti hjer í landinu, en nú sjeu til þrjú tímarit, sem hafi líkt verkefni, Eimr., Iðun og Óöinn.Telur hann það enganskaða, þótt Skírni sje nú aftur breytt í árs- rit og hann dreginn saman. — Þetta eru aðaldrættirnir í grein forsetans cg eru tekin hjer upp eftir ósk hans. Dáin er 19. þ. m. á heilsuhælinu í Sölleröd Ásta stjúpdóttir Jóns Gunn- arssonar samábyrgðarstjóra. Fisksala í Englandi. Skúli fógeti hefur nýlega selt þar afia sinn fyrir 5154 pund sterling og er það sagt eitthvert hæsta verð, sem ísl. botn- vörpungur hefur fengið fyrir farm. Verðlækkun ei nú byrjuð á mörg- um vörum í Ameríku, Bandaríkjun- rm og Kanada, og það að miklum mun, m. a. á fatnaði. Frá útlöndum eru það helstu frjett- irnar, að fylgismenn Konstantíns konungs hafá, tekið við völdum í Grikklandi og ráðgert hafði verið, að kalla hann heim. En Englendingar og Frakkar hafa tekið í strenginn á móti. Atkv.gr. um heimkvaðning konungs átti að fara fram 28. þ. m., segir fregn frá 22., en henni hefur verið frestað vegna mótmæla frá Englendingum og svo vegna upp- reisnaranda í gríska setuliðinu í Smyrna. — Venizelos kvaö hafa flú- ið til Frakklands. Fjöldi flóttamanna úr liöi Wran- gels á Krím er nú sagður kominn til Konstantínópel, svo að þar horfir til vandræða meö móttökuna. Eftirmæli. Þess hefur eigi verið getið i blöö- um vorum, aö á næstliðinn nýársdag ljetst skyndilega að heimili sínu, Efra- Skarði í Svínadal í Borgarfjaröar- sýslu, bóndinn þar, Magnús Magnús- son, og þykir mjer því hlýöa að minn- ast hans hjer með nokkrum orðum. Að Efra-Skarði ól Magnús sál. all- an sinn aldur; fæddur þar 8. júlí 1862, sonur hjónanna Magnúsar Ól- afssonar og Þórunnar Árnadóttur, sem þar bjuggu lengi og önduðust bæöi hið sama ár, 1895, hnigin aö aldri. Eftir lát þeirra tók Magnús sál. við búi á Efra-Skarði og bjó þar síö- an til dauöadags. Magnús sál. var stiltur maður og gætinn, trygglyndur og vinfastur, á- reiðánlegur og hinn vandaðasti i hví-. vetna, yfir höfuö drengur góður, dugnaðarmaður í verkum sínum og ráðdeildarsamur, hinn besti heimilis- faðir og hinn gestrisnasti. Kona Magnúsar var Sigríður Ás- björnsdóttir, og varö þeim 7 barna auöið; dó eitt í æsku, en sex eru á lífi, hin mannvænlegustu. Býr ekkj- an áfram á jöröinni með börnum sín- um. Magnúsar sál. var mjög saknað ekki einungis af nánustu ástvinum hans, heldur og af öllum þeim, er kyntust honum, af sveitungum hans og sveitarfjelagi, sem hefur við frá- fall hans mist einn af bestu styrktar- rnönnum sínum. E. Sælir eru einfaldir. Nútímasaga úr Reykjavík eftir Gutinar Gunnarsson. (Frh.) Fjórði dagurinn. Það, að rifja upp fyrir sjer þessa daga, er eins og að dreyma upp aftur vondan draum, draum þar sem ó- sveigjanleg skelfing vofir yfir okk- ur. Við þekkjum framhaldið, vitum hvað í vændum er. En það minkar ekkert óttann eða lamandi spenning- inn. Eftir óbeygjanlegum lögum lífs- ins stefnir alt aö þeim ósi sem ætlað er. — Þar er engin smuga út úr. — engin smuga......Jeg get ekki frem- ur numið staðar hjer, en jeg hefði getað stansað rás tímanna og átburð- anna þennan morgun, þegar jeg skundaði eftir dimmum götunum klukkan tæplega fimm, til þess aö vera kominn á rjettum tíma til að gegna sjálfboðastörfum mínum i þessari svonefndu sveit miskunnsem- innar. Þegar jeg nálgaðist húsið, sem skrifstofurnar voru í, tók jeg eftir kúrulegri veru, sem fyrst virtist ætla að læðast í burtu, en skifti skyndi- lega um og kom hikandi til mín. Þaö var Benjamín Pálsson. — Nú, ert þaö þú, sagöi hann dá- lítið vandræðalega, en ljetti þó auð- ^sjáanlega. Góðan daginn. Jeg gat ekki gert mjer grein fyrir þessu merkilega háttalagi hans og það var fyrst þegar við komum inn1 í skímuna frá óbyrgðum gluggum skrifstofunnar, að jeg sá hvaö hann var afskaplega vesældarlegur og illa á sig kominn. Jeg stansaði og sneri honum upp í ljósið til þess að sjá hann vel. — Þú hefur alls ekki háttaö í nótt, Benjamín, sagði jeg í ávítunarróm. En hann vildi ekkert um þetta tala — deplaði aö eins rauðþrútnum aug- unum og reyndi aö vinda sig af mjer. — Við skulum koma inn, sagöi hann. Klpkkan er nærri fimm. — Hvað hefur þú eiginlega verið aö gera, maður, spuriji jeg blíðlegar en áður, en slepti honum þó ekki. Hann hikaði dálítiö. — Jeg þorði ekki aö hátta, þá hefði jeg gleymt öllu saman. Jeg fór heim og boraði dálítið, sem beið mín heima, og skriíaði svo skilaboö til Jóhönnu á miða. —: Og svo hefur þú gengið hjer, það sem eftir var næturinnar, sagði jeg og vissi ekki hvað jeg átti af hon- um að gera. — Jeg beið þess, aö klukkan vrði fimm og þú kæmir, svaraði hann, nú skulum við koma inn. — Farðu nú heldur heim og hátt- aöu, sagði jeg. Og ef þú manst eftir því, þegar þú vaknar aftur, getur þú alt af fengið upplýsingar um þaö, hvar jeg er, og náð í mig. En Benjamín mátti ekki heyra á þaö minst. — Þú verður bara veikur meö þessu lagi, sagði jeg og reyndi aö sannfæra hann — og bakar Grími enn þá meiri óþæginda. — Jeg á þá að hafa gengið hjer og hríðskolfið til einskis gagns! svaraði hann reiður, og jeg heyrði, aö tennur hans skulfu dálítið. Jeg varð að láta undan, — það var ekki um annað aö gera. Svo gengum við aö dyrunum, og þegar jeg var aö grípa i handfangið, hnypti hann i mig. — j Segðu það ekki neinum — ’sagöi hann og við fórum inn. Við borðið, sem Páll Einarsson sat við daginn áður — og þar sem við Benjamín áttum að taka við skipun- um okkar — sat nú lítill álútur mað- ur, sem hreinasta unun var aö hitta — Björn Sigurðsson. Undir eins og hann kom auga á okkur, stóö hann upp hljóðalaust, eins og venja hans var, og sótti stóla og setti þá hjá borðinu og bað okkur að setjast. — Jeg átti að skila því frá Grími, að hann kæmi undir eins, sagði hann og flýtti sjer burtu, til þess að út- vega okkur kaffi. — Nú er að komast betra lag á alt, sagöi hann, þegar hann kom aft- ur. Viö höfum nú bíla fyrir alla lækn- 1 ana og matarsendingarnar, og við get- um útvega mat. En það er meðala- skortur. Algengustu tegundirnar eru þrotnar i lyfjabúðinni og við vitum ekki hvað til bragðs á að taka. Það fer reyndar gufuskip frá Kaupmanna- höfn ekki á morgun, heldur hinti daginn — en það kemur ekki fyr en í fyrsta lagi eftir átta eöa tíu daga. Það er ilt ástand. Alt af koma nýjar sjúkratilkynningar, og ef þessu held- ur áfram og nýtt hjúkrunarfólk getur sig ekki fram í dag — þá fer illa. Jeg hefði gjarna viljað gera almenni- legt gagn, í stað þess að sitja hjer — en Grímur vildi ekki heyra þaö nefnt — og þetta þarf aö gera, eins og hvað annað. — Þú þolir ekki hjúkrunina nema í mesta lagi í hálf- an dag, sagöi hann — þá missum við þig, og höfum ekki meira gagn af þjer. En það, að vera settur svona alveg jafnfætis Páli Einarssyni .... Dapur svipur kom í augu hans og hann lauk ekki við setninguna. Benja- mín var farinn að hengja höfuðið — hann var að sofna. Mig undraði það ekki. Það var svo heitt og notalegt í stofunni, að jafnvel jeg — sem hafði þó sofið um stund, fór aö finna til svefns og þreytu. Jeg geröi Birni þaö skiljanlegt, með augunum, að hann skyldi ekki trufla Benjmín, og við sátum þögulir um stund. Skömmu seinna fjell bróðir Benjamin áfram. Höfuðið hneig hægt niöur á borð- röndina — og lá þar. Hann svaf og dró andann þungt og reglulega. Við horfðum brosandi hvor á annan. Björn stóö upp, sótti yfirhöfn sína, lyfti varlega höföinu á Benjamín, bjó til, kodda úr ullarhálsklútnum sínum og breiddi svo frakkann sinn ofan á hann, eins vel og hann gat. — Við skulum láta hann sofa, þangað til hann þarf að fara — sagði hann og tór hljóðlega til sætis síns. Kaffið kom. Jeg hafði enga matar- iyst. En jeg sötraði samt marga bolla og hrúgaði ofan i mig miklu af brauði og smásaman glaðvaknaði jeg, og fann aö eins til þréytunnar, sem dá- lítils stirðleika hingað og þangað um líkamann — stirðleika, sem mundi hverfa, þegar jeg íæri að hreyfa mig. — Gettu við hvern við töluðum seint í gærkvöldi. sagði Björn, og horfði brosandi upp, svo að andlit hans varð nærri frítt. — Við tölulum við kunningja þinn. Það er undarlegt, að hann segir „kunningja þinn“, hugsaði jeg með mjer, því mjer varð undir eins ljóst, að hann átti við einhvern framliðinn — og jeg fann hvernig hjartað fór alt í einu að lifna og ókyrrast í brjósti mjer. — Við töluðum við Önnu Halldórs- dóttur, hjelt Björn áfram. — Við átt- um að bera þjer kveðju og .... Hvað er þetta — Er þjer ilt? Hann spraft upp, sótti konjaks- flösku og neyddi mig til þess að tæma fult glas. — Þökk, stundi jeg og greip fast í handlegg hans — og kom varla upp orði. — Og — hvað? — Og — hvað? — Þú b.ukst ekki við setn- inguna, maður? — Nú, nú — hann hlappaði á handlegg mjer, — það var ekki öllu fleira. Við áttum að eins að bera þjer kveðju, og segja, að henni liði vel. — Annað ekki? Jeg var hamslaus cg vissi varla hvað jeg sagði eða gerði .... Jeg spratt upp, greip í axlir Björns og stundi upp, — því það var eins og orðin stæðu í mjer: — Ertu djöfull? ■ • • • Eða ertu ekkert nema einföld sál? .... — Vertu rólcgur, þaggaði Björn niður í mjer. Fólk er farið að líta hingað. Jeg er, guði sje lof, að eins einföld sál, bætti hann við brosandi. — Trúirðu á þetta, hjelt jeg áfram cg slepti honum ekki. — Það verður ekki lengur kallað að trúa, á það sem við vitum, sagði bann og brosti rólega og meðaumk- unarlega. Þetta er alt svo ofur ein- falt — sagði hann — blátt áfram og eðlilega í heilagri einfeldni, — þetta er að eins þróun, heilbrigð og sjálf- sögð, eins og öll góð þróun. Jeg slepti tökunum á signum öxl- unum og ljet fallast niður í stólinn aftur. Alt snarsnerist í höfðinu á j mjer. Hugsanirnar þyrluðust hver I um aðra, svo að jeg hafði lengi ekk- Tapast hefur rauður hestur; mark: sneiðrifað fr. h. stýft v. Finnandi er beðinn að gera aðvart í Gróðrarstöðina í Reykjavík. TÆKIFÆRISKAUP Ein af allra bestu bújörðum Mýra- sýslu fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. Byggingar góðar. Slægjur 1000 hestar. Beitiland ágætt. Skógland, akvegur og sími. * Semja ber við Kristján Magnússon, Óðinsgötu 15. — Rvík. ert vald á þeim. Jeg sat og horfði á Björn, sem líka var setstur. Hann sat andspænis mjer, hinu megin við borð- ið og þó fanst mjer hið hlíða bros hans vera óralangt í burtu. — Þetta er vitfirring, sagði loks- 1 ins rödd innra í mjer. Jeg vissi ekki, að jeg hefði talað upphátt, fyrri en Björn svaraði: — Þú ættir heldur að segja, að a n n a r s væri alt vitfirring .... Er ; það ekki satt? Jeg hefði gaman að | vita, hvort það er ekki hugsun þín, 1 ir.st inni? — En þú ert einn þeirra þverúðugu, sem ekki vilja sjá .... Það tefur þig dálítið í þróuninni —- gerir þjer leiðina erfiðari, gönguna þyngri. Annars gerir það lítið. Mjer þykir það að eins leiðinlegt þín vegna — og af því, að það er svo tilgangs- laust. — — Þið eruð svo gáfaðir, 1 þú og Grímur og ykkar líkar.! Alt of gáfaðir. Beina leiðin — einfaldasta lausnin — geðjast ekki þessum gáfnahausum ykkar. Þið hafið gert ykkur kerfi, sem þið látið takmark- ast af þeirri þekkingu, sem þið getið þreifað á, og augljósri reynslu — og í þetta righaldið þið báðum hönd- um, þó það nái að eins yfir lítinn hluta af heimi veruleikans. Jeg get ekki hlustað á ykkur, án þess að jeg sjái fyrir mjer mann, sem í dauðans ofboði grípur dauðahaldi í bát, sem stendur á þurru landi og hrópar á hjálp, í þeirri trú, að hann sje úti á reginhafi. — Irist inni verð jeg að brosa að ykkur, eins og jeg mundt brosa að marini, sem svona færi að .. .. En jeg kenni líka í brjósti um ykkur — eins og jeg mundi kenna í brjósti um hann. — Ekki er öll vitleysa eins - sagði Grímur Elliðagrímur alt í einu — hariri hafði koriuð iriri ari pess að við tækjum eftir því. Við Björn hrukk- um báðir við. Grímur gekk alveg að , borðinu og horfði um stund á okkur til skiftis. Jeg gat ekki haft augun af andlitinu á honum. Fyrst fanst mjer einhver óvanalegur svipur á því. En hann hvarf æ meira, eftir því sen« jeg reyndi meira að festa hann i huga mjer. Grímur var fölur, og eins og leiftrandi glóð í augum hans. Jeg reyndi að láta mjer nægja þá skýr- ing, að þessi glóð væri sýnilegt tákn ]<ess þróttar, sem hjeldi honum uppi. — Jseja,' — við skulum þá treysta ]>ví, að hver verði hólpinn fyrir sína trú, Sagði hann alvarlega, en alvara hans virtist eiga við eitthvað a1t ann- að en þessar hugsanir eða orð. — Um hitt er ekki að villast, að Björn er orðinn það, — og það er gott fyrir hann. Og við höfum að minsta kosti leyfi til þess, að vona það, að við verðum þq.ö líka, ])ú — Jón Odds- son .— og jeg og okkar líkar — ems og Björn kallar þá. — Telurðu Pál Einarsson líka þar með, — þú ert 1 >ó svo elskulegur að halda, að að lok- um fari eins vebfyrir okkur öllum, eða er ekki svo, Bjórn? Og því þá ekki að taka dálítið af efa og erfiöi með ? Þetta er þá alt saman líkt og ekki neitt — dálítill undirbúningur — að- allega í g'amni. Þeir sem eru svo óhepriir, að bera skarðan hlut frá borði hjerna megin, geta unnið það upp hinumegin, ]>ar sem allir ávextir eru jafn-óskemdir, og þar sem trjeð góðs og ills fær að standa óhreyft — ef það er þá ekki fallið í rás tímanna eða hefur verið höggvið upp, svona til öryggis. En sem stendur stöndum við nú báðum fótum í þessari aur- mold táradalsins, þar sem alls konar jurtir vaxa hver um aðra. — Hæ. Benjamin — gcturðu ekki vaknað. Hann lmykti herðum hans, svo að bann settist upp. En Benjamín vildi ckki vakna. Þegar Grimur rjetti hann við, valt höfuðið út á öxlina og hann svaf áfram og andaði hægt og rólega, eins og barn. Fjelagsprentsmiðjan

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.