Lögrétta


Lögrétta - 01.12.1920, Side 1

Lögrétta - 01.12.1920, Side 1
Jtjje.tandi og rití'ióri: ÞORST. GÍSLASOK Þingholtistrscti 17. Talsími 17I. AfgreiCslu- og innheitutnm.: Þ6R. B. ÞORLÁKSSOJT. Bankastraeti II. Talsimi 339. Nr. 47. Sv. Jónssou & Oo. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgCir af fallegu og endingargófiu veggfót5ri, margs konar pappír ög pappa — á þil, loft og gólf — og gipsuöum loftlistum og loftrósum. Talsími 420. Símnefni: Sveinco. ODDUfi GÍSLASON Cort Adelersgade 10, Kaupmannahöfn, tekur að sjer mál og innheimtur og veitir lögfræöislegar leiðbeiningar. Til viStals kl. x—3. Eyöileooins WyrlaÉ. Útdráttur úr fyrirlestri eftír dr. Skat Hoffmeyer í Stúdentafjelagi Rvíkur. II. „í þessari bók er í fyrsta sinn lagt út í þaS, aö reyna aS ákvaröa söguna íyrirfram." Á þessum orSum byrjar rit Spenglers. Og hann reynir ekki að eins aö leysa gátur vorra tíma, heldur kemur fram með alveg nýja skýringu á rás heimsviöburöanna. Hann byrjar á því, aS mótmæla þeirri skiftingu veraldarsögunnar, sem tiökast hefur hingaö til, í forn- öld, miööld og nýöld, og telur þá skiftingu mjög svo fákænskulega. Hún er upprunalega komin frá kirkjunnar mönnum, en fæðir af sjer rangar hugmyndir um rás viðburÖ- anna. Nútímans sagnfræðingar hafa ekki rúm fyrir hiö mikla egiptska menningartímabil, ekki hiö babý- lónska, ekki hið kínverska nje hiö indverska. Þetta kemur til af því, aö þeir lita á söguna eins og jafna, stöö- uga framþróun, eins og bendilorm, sem altaf fæöir af sjer nýja og nýja liöi, líta á hana í ljósi hins darvinska orsakasambands. En Spengler hefur litlar mætur á fram^róunarkenningu Darwíns. Hann segir á einum staö, aö hún sje i eðli sínu ekki annaö en þaö, aö flokkadeilurnar á stjórnmála- svi'ðinu sjeu færöar yfir á svæöi dýralífsins. Þó liggja enn þá dýpri orsakir til þess, segir hann, aö menn hafi ekki náð rjettum skilningi á sögunni. Menn hafa hingað til fylgt þeirri villu, að líta á tíma og rúm scm væru þau hvort ööru hliðliggj- andi, og hafa látið orsakasambandiö eiga jafnt viö bæöi. En Spengler segir, að orsakasambandiö eigi aö eins viö í rúmsins heimi, þeim heimi, sem þegar sje orðinn til, en í heimi tímans, þeim heimi, sem sje að verða til, megi ekki tala um orsakir. Þar , ráði forlögin, þ. e. leyndardómur, sem tngar getgátur og engin vísindi g-eti rálgast, en tilfinningin ein nái til. Orðið táknar innri vissu, sem ekki verður lýst, en að eins gefin til kynna i myndum eða táknum, á trúfræði- legan hátt. Forlögin ráða í sögunni, bæði í mannkynssögunni og náttúru- sögunni. Til þess að fá i sögunni fast mark að miða við, velur höf. rómverska tím- ann og segir að hann sje hliðstæður þeirn tima, sem við nú lifum á. Það hefur alment verið álitið, segir hann, ,að Vestur-Evrópu-menningin væri bygð á hinni grískrómversku forn- aldarmenning og að hún væri fram- hald hennar. En Spengler segir að þetta sje fullkominn misskilningur. Þessi'gamla menning hafi Hðið undir lok á rómverska tímanum. Það, sem við finnum í Róm, hafi ekki sjálfstætt gildi, sýni ekki sjálfstæða menning. Vísindi, skáld^kapur og bygginga- list Rómverja sje alt lán frá Grikkj- um. Panþeon sje eina fornaldarbygg- ing Rómaborgar, sein komið geti til greina, þegar um þetta mál sje að ræða, og sú bygging sje arabisk í srjiði, reist af sýrlenskum meistara, og sje í raun og veru fyrsta tyrk- neska musterið. Róm var stórbær, í- búarnir ekki þjóð, heldur múgur, ó- þjóðlegur, trúlaus múgur, sem ekki hugsaði um annað en brauð og leiki. Þegar þessi menning, sem hjer er um að ræða, kom til Rómaborgar, bar hún þegar dauðann í æðum sínum. Hver menning er sem sje líffæra- kerfi, segir höf., lifandi vera, eins og jurtin eða dýrið. Hún fæðist, lifir og lýtur vissum reglum, en deyr síðan. Við kynnumst í veraldarsögunni rnargskonar þjóðflokkum. En yfir flöt þjóðahafsins rísa öldur hinna ýmislegu stóru menningartímabila. Þessar öldur rísa skyndilega, breiðast út í fögrum línum, en jafna sig svo aftur og hverfa, — og flöturinn ligg- ur aftur sljettur eftir. í veraldarsög- unni má fá yfirlit yfir mörg slík menningartímabil. Spengler dvelur einkum við lýsingar á hinu indverska, hinu kínverska, hinu egiptska, hinu grískrómverska, hinu sýrnesk-arab- iska og svo hinu vestur-evrópska. Hann segir, að þessi menningar- tímabil hafi hvert um sig staðið í hjer em bil 1000 ár, en þá dáið út. En hver menningarstefna fylgir á- kveðnum lífslögum, segir hann, eins og hver jurt og hvert dýr. Hún á a^sku, þroskaár og elliár. Það eru timar í hverri menningu, sem eiga samsvarandi tíma í hinum. Hann sýnir þetta á töflum. T. d. finnur hann, er hann ber sarnan indverska, grískrómverska, arabíska og vestur- evrópska menningu, að í andlega líf- inu sjeu þetta hliðstæð þroskaskeið: Yoga og Vedanta — Plato og Aristo- teles — Alfarabi og Allaf — Goethe og Kant. í listinni: doriska súlan — tyrkneska musterið — gotneska dóm- kirkjan. í stjórnmálum: Trójustríðið — krossferðirnar; Alexander mikli — Napoleon; Buddatrúin — Stóu- mannakenningin' —• jafnaðarmanna- kenningin. Meðan gróandi og vöxtur er í fnemningunni nefnir hann hana „Kul- tur“, en eftir að þroskinn hættk, þá „Civilisation". Eins og trjeð getur lengi staðið í skóginum eftir að gróðrarlífið er farið úr greinunum, svo getur líka menningin staðið lang- an tíma eftir að gróandinn og vöxt- vrinn er úti. Þetta má sjá í Egifta- landi, í Kína, í Indlandi, í löndum l'yrkja. Það er þetta sem á sjer stað á keisaratímum Rómaveldis. Og það ei þetta, sem glögglega má sjá merki vm nú á timum í Vestur-Evrópu. Menningartímabil Vestur-Evrópu hefst nálægt 900 árum e. Kr. og á Napóleonstímanum verður breytingin frá „Kultur" yfir í „Civilisation", Síðan hefur krafturinn þorrið. Það geta margar og miklar framkvæmd- ir átt sjer stað enn i þessari menn- ingu, en hún framleiðir ekkert úr þessu, sem hafi nýtt menningargildi. Mannfjöldinn þyrpist saman í stór- borgir, eins og á dögum Rómverja- ríkisins. Eftir Sýrakúsu, Aþenu og Alexandríu kom Róm; eftir Madríd, Paris og London kom Berlín. í þess- um stóru miðstöðvum gerist nú alt eins og áður í Róm. í mótsetningu við þetta var hver smábær i Grikk- landi hinu forna hluthafi í menning- ingargróðrinum, og sama var i Þýskalandi á siðaskiftatímunum. — Kringum hinar miklu menningar- miðstöðvar eru svæði, þar sem greini- lega má sjá að þessar breytingar eru að fara fram. I fornöld mátti sjá þetta í Makedóniu og á Krítey, nú á tímum á Norðurlöndum. Spengler tekur Ibsen til dæmis, sem hann seg- ir að altaf hafi í raun og veru verið sveitamaður, sem að eins hafi þekt tilíinningar heimsborgamanna af lestri. Heimsborgirnar eru óþjóðleg- ar, segir höf., íbúarnir múgur en ekki þjóð. Þeir eru heilans menn en ekki hiartans. í Róm heirntaði lýðurinn brauð og leiki; í nútímans stórborg- um heimtar hann vinnuleysisstyrki, leikfimissýningar og kvikmyndir. Til- finningalífið er dautt. En þetta var ekki svo meðan gróandi var í menn- irigarlífinu, Frh. Reykjavík 1. des. 1920. XV. árg. Drjð erindi í tosttjMn. 3. Kristilegur alheimsfundur heitir síðasta erindið í ritinu, eftir sjera Friðrik J. Rafnar; er þar skýrt frá kristilegri samvinnuhreyíing biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum. Upphaf þessarar hreyfingar er að rekja til kirkjuþirigs biskupakirkj- unnar í Cinncinnati árið 1910. Markmið hreyfingarinnar sjest best aí ályktun þess fundar, sem hljóðar svo: Með því að sú löngun fer sívax- andi nú á tímum hjá öllum kristnum mönnum, að lærisveinar Krists megi samkvæmt bæn hans verða eitt, svo að heimurinn trúi því, að guð hafi sent-.hann, þá er það ályktað, að skipa sameinaða nefnd frá ýmsum kirkjudeildum, til að athuga og ræða um trú og kenningu og gefa öllum kristnum trúarfjalögum sem viður- kenna Drottinn Jesú Krist sem guð og frelsara heimsins, kost á, að taka þátt með oss í þeim fundi, undirbúa hanri og stjórna honum. Árið 1914 var í Ameríku skipuð nefnd til þess, að heimsækja helstu kirkjuhöfðingja í Evrópu, Litlu-Asiu og Egiftalandi i þessum erindagerð- um. Sökum ófriðarins hóf nefndin ekki ferð síria fyr en í mars 1919. Hún heimsótti aðalkirkjudeildirnar í flestum þjóðlöndum Norðurálfunnai og fjekk erindi hennar hvervetna hiri- ar bestu uridirtektir, nema hjá páfan- um, sem ekki kvaðst geta gefið þess- ari hreyfing meðmæli sin fyrir hönd katólsku kirkjunnar, en tók nefndinni með allri virisemd. Frá ferðalagi þ'essu er skýrt í skýrslu frá riefndinni, sem prentuð cr í riti biskupakirkjunnar, sem heitir „Alheimsfundur um trú og kennirigu“. Þar er og skýrt frá þvi, að um 70 kirkjudeildir og smærri .trúarfjelög um allan heim muni taka þátt í fund- inum. Ekki er þar getið Lútefsku kirkjunnar i Þýskalandi, og ekki sjest að riefndin hafi komið þar. Hvergi í Norðurálfunni er niðurrifsguðfræðin eins mögnuð og í lútersku kirkjunni á Þýskalandi, má veraf að þessari hreyfing sje þaðan lítil liðsvon, til samvinnu á þeim grundvelli, sem hún hyg'st að vinna á. Sjera Friðrik skýrir svo frá Cin- cinnati-ályktuninni, að hún sriúi sjer til allra þeirra „sem viðurkenna Drottinn Jesú Krist sem frelsara heimsins." Eins og sjá má af ályktifnirini, sleppir sjera Friðrik orðinu „guð“, um frelsarann. Sama gerir hann í kafla, er hann tilfærir úr skjali, er riefndin lagði fram fyrir patriarkann i Miklagarði, þar sem þessi orð álykt- unarinnar standa óbreytt.** Þetta eina orð skiftir miklu um afstöðu amerisku biskupakirkjunnar til frelsarans. Guðdómur frelsarans er eitt mesta agreiningsatriðið milli gömlu (posi- tivu) guðfræðnnar og nýju (liberal) guðfræðinnar. Gamla guðfræðin játar hann eins og hann er kröftugléga auglýstur i heilagri ritningu og viðurkendur í játningarritum hinnar almennu kristi- legu kirkju, en nýja guðfræðin neitar lionum. Cincinnati-fundurinn hefur efláust sett orðið „guð“ i ályktun sína að yfirlögðu ráði, til að sýna hverju megin hann stæði í deilunni um guð- dóm Krists. í brjefi nefndarinnar, 22. júlí f. á., þar sem hvatt er til almennrar fyrir- bænar fyrir góðum árangri þessarar samvinnu-hreyfingar, kemur þetta enn ljósara fram. Þar stendur: Leyndardómur heilagrar þrenning- ar er dýrleg fullkomnun guðs óend- anlega kærleika, sem bæði er elskandi og elskaður, umlykjandi alt, eilífur ** Skýrsla nefndarinnar, bls. 25. O. Hallerby: Om kirkestriden, bls. 66. einn og þrennur“, og í bréfi 9. ágúst s, á. frá skrifara nefndarinnar til eins norska fulltrúans á alheimsfundinum, stendur: „Vjer viljum alls ekki heimta nje leyfa neina samninga eða uppgjöf neinna þeirra trúargreina, sem einhver kirkjudeild heildur fast við, með því að vjer teljum enga von um varan- lega einingu nema í ákveðinni (defin- ite) og jákvæðri (positiv) trú á hin- ar sögulegu staðhafnir kristindóms- ins, og umfram alt á staðhöfnina og trúarsetninguna um: Holdtekju guðs í Jesú Kristi."** Af þessu er bert, að þessi hreyfing stendur á grundvelli heilagrar ritn- ingar og hinnar ppstulllegu trúar- játningar, og ætlar að starfa á þeim grundvelli. Hún virðist því ekki eiga samleið við þá merin, sem rífa niður þennan grundvöll, þótt þeir telji sig til ein- hverrar kristinnar kirkjudeildar. Hún vill starfa að eining allra læri- sveina Jesú Krists, eins og hann frá öndverðu hefur blasað við kirkjunni i heilagri ritningu, og er viðurkendur í hinni postullegu trúarjátningu, ein- ingar-tákni kristilegrar kirkju. Það lætur því að líkindum, að þessi kristilega samvinnuhreyfing vænti ekki varanlegs stuðnings af þeim mönnum, sem láta feykjast af liverjum kenningarþyt, og eru ekki einungis öndverðir kenningu kirkj- unnar um guðdóm frelsarans, heldur cg flestum öðrum höfuðatriðupi krist- indómsins, og auk þess sjálfum sjer sundurþykkir um mörg þessi höfuð- atriði. Það átti vel við, að geta þessarar stórrherkilegu hreyfingar í Prestafje- lagsritinu,* * en betur hefði farið á því, í slíku riti, að skýra rjett og hlut- drægnislaust frá undirstöðu-atriðum hennar, og sleppa heldur öllum dylgj- um um deilugirni til þeirra manna, sem ekki geta horft þegjandi á, að virki kristnu trúarinnar sjeu rifin nið- ur. Það vill nú svo til, að þeir menn standa á sama trúargrundvelli og for- göngumenn þessarar hreyfingar. Þeir góðu mönnum úr sveit guðfræðing- anna, sem sífelt klifa á sundrungar- starfsemi andstæðinga sinna í trúmál- um, mætti koma til hugar, hverjir áttu upptökin að því, „að blása sem mest að sundrungar- og skoðanamun innan kirknanna sjálfra“. „Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur.“ Sigurður Stefánsson. ** Sama bók, bls. 67. * Annars er Prestafjelagsritið merkilega þögult um þau tíðindi, sem nú eru að gerast á trúmála- og kirkju- málasviðinu bæði hjer á landi og hjá bræðraþjóðum vorum. Flest kirkjuleg tímarit á Norður- löndum munu hafa getið trúmáladeil- unnar norsku síðastliðinn vetur, einn- ar hinnar stærstu Og víðtækustu trú- máladeilu, sem um langan aldur hef- ur gerst í nokkru landi. Þá hefði það einhvern tíma þótt tíðindum sæta, að ný guðfræðingar í Svíþjóð eru nú að fást við samningu nýrrar trúarjátn- ingar fyrir sænsku kirkjuna, í stað hinnar postullegu. Þeir eru- það hör- undssárari en skoðunarbræður þeirra annarstaðar, að þeir sem þjónar kirkjunnar geta ekki unað við þau játningarrit hennar, sem þeir telja „úrelt ]ring“, og ósamboðin þessari upplýstu öld. Þeim finst eitthvað bog- ið við það, að ganga í þjónustu kirkj- unnar, með hátíðlegu loforði um, að kenna guðs orð samkvæmt þeim rit- um, e|; þeir telja, að ekki fari með rjettan og ómengaðan kristindóm. En lesendur Prestafjelagsritsins fá ekkert um þetta að vita, eins og það kom'i íslensku kirkjunni ekkert við. Matthías Jochumsson. Jeg sætt get mig við það þó feigðin að fold nú felt hafi loksins þitt þrekmikla hold, því enn lifir hraustur þinn andi. I brjefi þú færðir mjer fullvissu þá, að fengi jeg, vinur, þig aftur að sjá, þar lífsfley sem bæri að landi. Og nú er mjer huggun að hugsa um það að heim ertu kominn í friðsælan stað með hörpuna heila í mundum. Þótt tónarnir lengur ei hljómi nú hjer, við heyrum samt bergmál, semómar fráþjer i sorg og á fagnaðarfundum. Og dýr er hann andlegi auðurinn sá, sem eftir þú skilur nú þjóðinni hjá og er hennar heiður og æra. Svo lengi að íslenskt hjer mælt verðurmál það mun verða ljúft hverri hugsandi sál l»ín háfleygtr ljóðin að læra. Þú söngst fyrir þjóð þína sigurfræg ljóð; við söng þann varð örara og heitara blóð og stæltari í taugunum styrkur. En þar á þinn andi sitt helgasta hrós, sem hefur lengst skinið þitt fegursta ljós, á vantrú og vonleysis myrkur. Og þú hefur sungið í sextíu ár um sigur liins góða og bros fyrir tár og sólgeisla blíða og bjarta. Það gat ekki dulist við gígjunnar hreim að guðdómlegt afl var í strengjunum þeim, sem vel mátti hræra hvert hjarta. En nú er hún þögnuð sú þrekmikla raust og' það minnir oss öllu fremur á haust að svanurinn söngblíði er flúinn. Já, burt er hann floginn og floginn svo hátt sem fyr hefur dýrlegust sólarlönd átt hans góða og göfuga trúin. • Vor frægasti ljóðsvanur þigðu nú þökk, sem þjóðin að skilnaði færir þjer klökk í viökvæmum vináttu anda. Og göfugi mæringur, minningin þin, á meðan að sólin á jökulfald skín, skal stimpluð á blágrýti standa. Jón Þórðarson. Uti um heim. Síðustu frjettir. Fregn frá 26. f. m. segir, að for- sætisráðherra Frakka hafi lýst yfir, að viSurkenning Frakka á stjórn Wrangels í Rússlandi sje úr gildi fallin, hafnbannið leyst af Rússlandi eg viðskifti leyfð milli Frakka og Rússa. — Önnur fregn segir, að Rússastjórn tjái sig fúsa til að selja erlendum auðfjelög-um ýms einka- rjettindi í Rússlandi. I gær átti að hefjast samkoma i Lundúnum til þess aö ræða um mál Grikklands. Forsætisráöherrá Grikk- lands, Rhallis, átti að vera þar og sömuleiðis Venizelos. Einnig forsæt- isráðherrar Englands, Frakklands og ítalíu. Fregn frá 29. f. m. segir, að þeir Lloyd George og Leygues, for- sætisráðh. Frakka, hafi ákveðið, að sporna ekki á móti því, að Konstan- tín konungur setjist aftur að völdum í Grikklandi, ef gríska þjóðin láti þá ósk í ljósi við almenna atkvæða- greiðslu um það mál. En erindi Rhallis forsætisráðherra til Lundúna er, að fá því framgengt við banda- rnenn, að þeir samþykki heimkvaðn- ing Konstantíns konungs. Núverandi stjórn Grikkja viröist vera það mik- ið áhugamál, að fá hann aftur í kon- ungssætið. Fjölskylda Konstantíns konungs er fyrir nokkrum dögum komin til Aþenuborgar og var tekið þar með miklum fögnuði. Síðasta fregn segir, að Konstantín sjálfur sje nú einnig á leið þangað, svo að alt útlit er fyrir, að hann taki við kon- ungdómi á ný. Hershöfðingjar þeir, sem Venizelos setti af, hafa nú aftur fengíð fyrri stöður sínar. Enn harðnar viðureignin milli íra og Englendinga. Fregn frá 25. f. m.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.