Lögrétta - 08.12.1920, Blaðsíða 1
Utgetandi og ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASOH.
Þinghoitsstræti 17.
Talsími 17*-
Afgreiðslu- og innheimtum. i
Þ6R. B. ÞORLÁKSSOH.
Bankastrseti II.
Talsiai 359.
Nr. 48.
Reykjavík 8. des. 1920.
XV. árg.
ODDUE GÍSLASON
Cort Adelersgade io,
Kaupmannahöfn,
tekur aS sjer mál og innheimtur og
veitir lögfræSislegar leiðbeinirigar.
Til viðtals k 1. i—3-
EyiÉDPS Vssturliida.
Útdráttur úr fyrirlestri eftír dr. Skat
Hoffmeyer í Stúdentafjelagi Rvikur.
III.
Spengler lýsir hinum ýmsu menn-
ingartímabilum, dregur fram fjölda
atriöa, sem einkenna hvert um sig og
sýnir, aS hann hefur til aS bera mjög
svo víStæka þekkingu á þeim svitS-
um. Margt eggjar til mótmæla, er
rnenn lesa bókina. En margt veltur
lika aðdáun, því þar virSist koma
fram svo næmur skilningur og álykt-
anirnar eru svo skarplegar. NiSur-
skipun efnisins í bókinni er engan
vegin föst; hinu mikla efni er hrúg-
aS upp, svo að þar lendir hvaö inn-
an um annaS. ÞaS virðist svo sem
höf. þyki vænst um egiptsku menn-
inguna. Aftur á móti virSist hann
ekki hafa miklar rnætur á grísk-
rómversku menningunni.
Til þess aS lýsa nútíSarmenningu
Vesturlanda notar hann mjög sam-
anburS á henni og grískrómverskit
menningunni. Eins og áSur er sagt,
neitar hann því, aS okkar menning
sje framhald hennar. ÁSur hefur þaS
veriS trú okkar, aS svo væri. En
Spengler reynir aS sýna fram á, aS
viS lítum öSrum augum á alt en þeir
menn, sem uppi voru á grískróm-
verska menningartímabilinu. ASal-
þátturinn i vesturlensku lífstilfinn-
ingunni er framkvæmdaþrá, valda-
löngun, löngun til aS sigra mótstöSu,
leggja undir sig rúmiS. Griskróm-
verska menningin er aftur á móti
„menning hins smáa“. Hún á ekkert
orS yfir „rúm“, og hana vantar t. d.
hugmyndir eins og þær, sem hjá okk-
ur eru fólgnar í orSunum sjóndeild-
arhringur, útsýn, föSurland o. s. frv.
Þennan mun á hugsunarhættinum
verSa menn varir viS á öllum sviSum,
því aS lífstilfinning hverrar menn-
ingar um sig lýsir sjer í öllujffcem
hún skapar. ÞaS er ekki aS eins ein
stærSfræSi og ein eSlisfræSi til, seg-
ir Spengler, heldur eru þær margar
og margvíslegar, því aS hver menn-
ing, eSa hvert menningartímabil,
skapar sjer þær fyrir sig. Tala er,
út af fyrir sig, ekki til, segir hann.
Hver menning leggur sinn sjerstaka
skilning í tölurnar. í grískrómversku
menningunni er talan likami, i vest-
urlensku menningunni athöfn; í
grískrómversku menningunni er hún
stærS, í vesturlensku menningunni
hlutfall. Grískrómverska menningin
kannast þess vegna ekkí viS annaS
en heilar tölur, ekki brotatölur og
ekki óendanlega smáar tölur. Hún
getur ekki viSurkent, aS núll sje tala
og mundi ekki hafa skiliS þá hugs-
un, sem felst í neikvæSum 'tölum.
Milli i og 3 þekkir hún aS eins eina
tölu. Vesturlenska stærSfræSiri viS-
urkennir aftur á móti, aS milli i
og 3 sje óendanleg röS af tölum.
Þetta á rót sína í hinni vesturlensku
þrá eftir aS ná út í hiS óendanlega,
sigrast á rúminu.
Spengler segir nú, aS eins og þetta
lýsi sjer í stærSfræSinni, svo komi
þaS einnig fram í vesturlensku merin-
ingunni á öllum öSrum sviSum. ÞaS
sje hún, sem hafi dregiS drættina
eSa gert uppkastiS aS hinni óendan-
legu heimsmynd. Kópernikusar-
kenningin hefSi veriS óhugsanleg og
óskiljanleg á grundvelli grískróm-
versku menningarinnar. Og þaS er
okkar menning, sem fætt hefur af
sjer hugmyndina og einn og óendan-
legan guS. Hugmyndin um djöfulinn
hefur aldrei átt verulegar rætur í
okkar menning. ÞaS er misskilning-
ur, er viS hugsum okkur, aS okkar
trúarbrögS sjeu eins og kristindómur
fornaldarinnar. Lærdómssetnirigarn-
ar eru hinar sörriu, en innihaldiS er
alt annaS. Þó orSin sjeu hin sömu þá
og nú, vekja þau alt aSrar tilfinning-
ar nú en þau áSur gerSu.
Sams konar mismujn rekum viS1
okkur á, er viS athugum þjóSlifiS.
Átthagar Forngrikkjan eru bærinn,
sem hann býr í, og landsvæSiS, sem
hann sjer yfir þaSan. Stjórnarskipun
Grikklands hins forna er sú, aS land-
inu er skift í mörg, sjálfstæS riki,
ÞaS eru alt smáríki. Hver borg er
ííkami út af fyrir sig — eins og töl-
urnar í grísk-rómversku stærSfræS-
inni. í stjórnmálastarfsemi okkar
ínenningar er valdalöngunin höfuS-
einkenniS, löngunin til útþenslis, til
aS leggja undir sig rúmiS. Þetta kem-
ur f'ram á víkiriglaöldmni. Grikkir
leituSu ekki út úr MiSjarSarhafi,
enda þótt aSrar þjóSir, svo sem Föni-
kíumenri hefSu fyrir löngu komist yf-
ir þau takmörk. f okkar rikjum er si-
ield útþenslisþrá lifandi. Okkar
stjórnmálastefna er landvinningaþrá,
okkar saga er saga um sigurvinn-
ingar. ÞaS er okkar menning, sem
fætt hefur af sjer hinar rniklu land>
körinunarferSir. Eins og þaS er hún,
sem uppgötvaS hefur hiS óendanlega
heimsrúm, svo er þaS lika hún, sem
íannsakaS hefur allan jarShnöttinn,
íundiS þrá til aS ná þar til allra
staSa, til helmjskautanna og hinria
hæstu fjallatinda.
í byggingu borga og bæja kemur
þetta sama fram. Göturnar eru þröng-
ar, alt smátt og öllu hrúgaS saman
i Akropólis og hinni fornu Róma-
borg, ef boriö er saman viS stórborg-
irnar nú á dögum. Þar eru torgin víS
og mikiS tillii tekiS til útsjónarinn-
ar. Okkar menning hefur skapað
skemtigarSana, meS löngum trjá-
göngum, sem laSa augaS lengra og
lengra. Þetta hefSi veriS óhugsanlegt
í Hellas, eSa hinni fornu Rómaborg.
Listastefna Vesturlanda-menningar-
innar er runnin frá }>eceari eömtt þró
út í hiS óendanlega. í byggingarlist-
inni samsvarar dóriska súlan hjá
Grikkjum aS öHu leyti töluhgmynd
þeirra tíma, og berum svo dóriska
musteriS, heimsins minstu bygging,
saman viS ^otnesku dómkirkjuna,
meS skörpu bogunum, sem laSa aug-
aS hærra og hærra upp, og loks upp
í hiS óendanlega rúm. í málaralistinni
bar höf. saman hin gömlu skrautker,
meS myndum, sem vantar alla dýpt
og alt gagnsæi, viS Rembrandtsmál-
verkin, sem laSi augaS aS miSdepli
myndarinnar, er reyndar sje bakvið
myndarflötinn, svo aS áhorfandirin
eins og dragist inn i myndina. í
hijómlistinni bera m. a. „fúga“-lögin
emkenni okkar menningar. HiS veru-
legasta viSfangsefni grískrómversku
listarinnar er líkneskiS, gert eftir ein-
stökum, nöktum mannslíkama.
Sami mismunurinn kemur fram í
skoSun og skilningi á náttúrunni. Þar
beitir vensturlenska menningin or-
sakalögmáli sínu og gerir alls konar
tilraunir, þ. e. beitir valdi gegn nátt-
úrunni. Slikt hefSi Forngrikkjanum
og Rómverjanum ekki getaS til hug-
ar komiS, og ekkii heldur hitt að
grundvalla eSlisfræði sína á aflshug-
rtiyndinni, eins og gert er í okkar eðb
isfræði. Og í siSfræðinni kemur hiS
sama frarn. ÞaS er okkar menning,
sem skapaS hefur hina skipandi siS-
fræSi meS boöoröinu: Þú skalt. Ein-
staklingurinn skal —, ríkiS skal —.
Sókrates skipaði ekki, en bauö fram
góS ráS.
Þá er það lika sjerkennilegt í okk-
ar menning, í samanburSi viS þá
grískrómversku, aS þar skapast flest
fyrir einstaka hópa manna, en ekki
fyrir allan fjöldann. ÞaS er talaS um
liópa manna, sem skilji og tigni sjer-
staklega þennan eSa hinn hljómlista-
manninn, eSa þetta eSa hitt skáldið.
Og nú er, og þaS meS rjettu, fariS
aS finna þaS aö hljómlist Wagners,
aö hún njóti of almennra vinsælda.
En forngrísku listamennirnir sneru
sjer til Grikkja i heild. ESa væri hægt
aS hugsa sjer, aS þaS hefSi aS eins
veriS sjerstakur hópur Grikkja, sem
lagSi stund á verk Hómers, eSa sjer-
stakur hópur manna, sem hefSi skil-
iö og útskýrt dórisku súluna? „Soltna
skáldiS“, listamaSurinn, sem „fjöld-
inn skilur ekki“, hugsarinn, sem skilst
fyrst „mörgum öldum eftir dauðann',
-- alt eru þetta fyrirbrigSi, sem sjer-
staklega eiga heima í vesturlensku
menningunni. Og Spengler lítur þess
vegna á tilraunir síSustu tima, tíl
þess aS gera alt, vísindi og listir, aS
almennings eign, sem afturfaramerki.
Vísindin koma seint fram á hverju
menningartímabili, og þaS, aS nú er
veriö aS gera þau allra eig'ri, ber
vott um, aS '•endalyktir þeirfa sjeu
i nánd.
Spengler segir, aS menn grískróm-
verska menningartímabilsins hafi
ekki haft hugsun eSa skilning á sögu
cg þróun; þeir hafi lifaS fyrir hina
liöandi stund. Þeir hafi ekki þekt
úriS, enda þótt þaö hefSi veriö þekt
á eldri menningartímabilum. Þeir hafi
ekki haft tilfinningu um tímann; þeir
brenni þá dánu; þeir breiSi yfir minn-
ingarnar. ViS aftur á móti litum á
alt í ljósi sögunnar og þróunarinnar;
viö höfum skapa'ð hugmyndina: ver-
aldarsaga; viS söfnum minningum
um liSnar aldir og reisum fyrir þær
sjerstök hús. Slíkt heföi veriö óhugs-
anlegt hjá Forngrikkjum.ViS miöum
hvern einstakan mann viS söguna.
í augum Forngrikkjans hafi hve'r
einstök sál veriS óbreytileg st'ærS.
ViS hugsum okkur sálina i stöSugri
þróun. Af því er sprottin tilhneiging
okkar til sjálfslýsinga. Af því eru
sprottin leikrit okkar menningar, meS
þeirra sifeldu lýsingum á þróun og
breytingum skapsmuna og sálarlifs.
Grískrómversku sorgarleikirnir segja
frá einstökum, örlagaþrungnum
stundum; vestulrlendsku korgarleik-
irnir frá örlagaþrunginni framþróun.
Ajax er í leik Sófókleser geröur vit-
skertur af Aþenu áSur en leikurinn
byrjar, og svo er sagt frá raunum
hans i því ástandi. Hjá Shakespeare
er Lear konungTir hægt og" hcegt lát-
inn missa vitiS, meðan leikurinn er
aö gerast.
IV.
Menn munu af því, &em sagt er í
undanförnum köflum, geta ímyndaÖ
sjer, hvernig hugsanaferill, eSa heim-
speki, Spenglers endi. Og um þetta
cr nú mjög deilt í Þýskalandi.
AuSvitaö hafnar hugsanaferill
Spenglers i óvissu efans. Sá dagur
mun koma, að vísindi Vesturlanda
gefast upp, þreytt á kappi sínu, og
snúa til síns andlega heimkynnis.
Hann reisir hugsanabyggingu sína á
hugmyndinni um sjerstæði hinna ein-
stöku menninga, og ályktunin af því
hlýtur aS verSa sú, aS sannleikann,
eins og hann sje í raun og veru, geti
enginn fundiö. ÞaS, sem menn skynja,
er ekki annaS en skuggsjármynd eig-
in tilhneiginga — ekki tilveran sjálf
í raun og veru.
ViS höfum haldið, aS í heimspeki
Kants hefðum viS algildan grundvöll
fyrir mennina til aS byggja á. En
því fer fjarri, aS svo sje. Heimspeki
Kants er einmitt sjerlega vestur-
lendsk. Rússneskir heimspekingar
geta alls ekki skilið hana, og i augum
nútimaheimspekinga Kínverjri bg
-Araba eru kenningar hans ekki annaS
en fágætur og undarlegur hugsunar-
háttur. ViS höldum, aS við sjeum að
ráða gátur alls mannkynsins, en svo
eru þessar gátur, sem viS berum fram,
slíkar, aS menn, sem ekki eiga heima
í okkar menningu, geta ekki skilið,
hvers vegna viS sjeum aS velta ein-
mitt þessum umhugsunarefnum i hug-
um okkar. Heilans menn nútimans
lifa í þeim misskilningi, aS þeir nái
sannleikanum pieð skynseminni. En
aS svo miklu leyti sem sannleikanum
verður náS, þá næst hann fremur á
öðrum leiSum: þ. e. leiöum tilfinn-
ingarinnar. Spengler tekur til dæmis
þá Kant og Goethe. Kant þræSir leiö-
ir skynseminnar, þ. e. leiöir hins ei-
lifa gamalmennis, Goethe leiöir hins
eilífa barns. En sannleikanum nær
hvorugur; til hans nær enginn maður
og ekki lífstilfinnirig nokkurrar
menningar.
X „W©liiiadwr
Timburverslun — Trjesmidja — Tunnugerð
H>eykjavik.
Smíðar flest alt, er aS húsbyggingum (aðallega huröir og glugga)
og tunnugerS (aöallega kjöttunnur og sildartunnur) lýtur.
Selur flestar algengar tegundir af timbri (furu og greni) í hús, hús-
gögn, báta og amboö.
Ábyrgist viðskiftavinum sínum nær og fjær þau bestu viðskifti, sem
völ er á.
Fljót afgreiðsla. Símnefni: Völundur. Sanngjarnt verð.
Spengler endar á þennan hátt í ó-
vissu og efa. Samt er þaS svo, aS
hann hygst aS nokkru leyti geta sagt
fyrir rás sögunnar. Okkar menning
hefur lifað í iooo ár; gróandinn er
úr henni; kyrstaðan er komin; hún
er orSin áð „Civilisation“. Hann tek-
ur ýms dæmi frá eldri menning-ar-
timabilum, til þess aö styöja viS get-
gátur sínar um, hvaS hjer sje í vænd-
um á visnunartíma hinnar vestur-
lendsku menningar. ÞjóSfjelögin
sundrast i óskipulegar heildir. Svo
kemur upp einræðisstjórnarfyrir-
komulag, eins og á mjög gömlum
tímum. Þetta endist þó skamt, og
svo verða þjóSirnar og löndin útlend-
um sigurvegurum aS bráð, ungum
þjóöum, og smátt og smátt færist
ástand óþroskaSrar menningar yíir
V esturlöndin.
Hugsunin er ekki sjerlega aðlað-
andi fyrir okkur. Spengler hugsar
sjer reyndar að verksmiðjuvísindin
h.aldi áfram aS þroskast, en segir, aS
þau sjeu oröin, eöa veröi, snauS aS
sndlegu innihaldi, aS lífstilfinningin
og skapandi hugsjónum. Heilans
menn haldi áfram aS ferSast, t. d.
í flugvjelum, og aS sima þráölaust
yfir AtlantshafiS. En gróandi menn-
ingarlifsins er þar ekki framar.
Þessar skoSanir Spenglers hafa
sætt árásum úr mörgum áttum, frá
heimspekingum, sagnfræSingum o,g
listamönnum, sém ekki vilja heyra
slíka bölsýnisspádóma setta fram um
afdrif vesturlendsku menningarinnar.
Líka er henni mótmælt meö þeim
ástæöum, aS hún sje ungu kynslóð-
inni óholl.
Spengler segir, aS sín heimspeki
sje siSasta heimspekin, sem vestur-
lendska menningin geti framleitt. Eft-
ir aS hún sje komin fram, visni hug_s-
ana-krafturinn. En við þetta sje ekki
hægt að ráða. ViS verðum aS taka
því óumflýj'anlega og hagla okkur
þar eftir, í staS þess aS keppa eftir
því ónáanlega. En aS segja þetta eins
og þaS er, telur Spengler velgerS við
komandi kynslóöir. Það megi vera,
að þaS láti illa í eyrum, aS heyra
þaS sagt, aS hinn skapandi kraftur
sje þorrinn í menningu okkar. En
þaS sje ókarlmannlegt, aS játa þaö
ekki. Nóg sjeu verkefnin samt. Ef
menn standi við útgrafna málmnámu,
sje ekki rjett aS segja fólkinu, að
næsta dag muni ef til vill finnast
þar nýjar málmæSar, i staS þess aS
vísa því á nýja námu viS hliöina á
hinni. Hann geris sjer mikiS far um,
að sýna fram á, aS nútiSarmenning
okkar megi ekki skoðast sem hliS-
stæö Aþenuborgar-menningunni á
dögurft Periklesar, heldur menning-
unni i Róm á dögum keisaraveldis-
ins. ÞaS er misskilningur, segir hann,
er viS höldum, aS 19. öldin e. Kr. sje
merkilegri en 19. öldin f. Kr. ÞaS
litur svo út fyrir okkar riugum. En
okkur sýnist líka tungliS vera stærra
en Júpiter eöa Saturnus, þótt við 'vit-
um, aS svo er ekki. SagnfræSingar
nútímans eru enn ekkblausir viS slík-
ar villuhugmyndir, segir Spengler.
Fyrirlesarinn, dr. Skat Hofmeyer,
segist hafa sett fram ágrip af hugs-
unum Spenglers, án þess að dæma
þær frá eigin brjósti. En hægt væri
þaS, aS mótmæla bæSi einstökum at-
riðum og heildinni. Hann kveðst hafa
fariífc aS lesa bókina af því, aS hún
hafi vakiS svo mikla athygli í Þýska-
landi. En þar sje sú tilfinning ráð-
andi, að Þýskaland hafi orSiS undir
í heimsstyrjöldinni, og mörgum þar
sje það eins konar huggun, aS heyra,
að strandiS sje í raun og veru sam-
eiginlegt öllum Vesfurlandaþjóðtm-
um. Spengler hugsar sjer helst, að
hin næsta menning, ‘sem við taki,
sprettl upp í Rússlandi; þar sje ný
lífstilfinning í fæöingu, sem fram
komi' bæði í rússneskri heimspeki,
rússneskum skáldskap og listum. Um
þetta ætlar hann aS ræSa nánar í 2.
bindi bóka^r ginnár. Ameríku telur
hann ekki sjerstæða í menningu, en
litu svo á, sem Vesturlandamenningin
nái einnig yfir hana.
Kaupmðinabafnartirjef.
Konunglega leikhúsið. Það hefur
lengi veriS talað um þaS, aS breyta
konunglega leikhúsinu hjer þannig,
aS skilja „óperuna" og „balletten“ frá
tal-„senunni“. Svo langt hefur þetta
náS, aS þaS hafa verið geröar teikn-
ingar af hinni fyrirhuguSu byggingu
cöa breytingu. Á síöastl. vori, um
páskaleytið, lá fyrir þinginu áætlun
um kostnaS viS þessa breytingu og
tillögur allar. En málið náSi ekki
fram aS ganga. ÞingiS hafSi þá um
alt annaS aS hugsa. En nú hefur
kenslumálaráSh., Appel, boriS máliö
fram á flokksfundi vinstrimanna og
þar náS meirihluta fyrir tillögum
sinum. Kostnaðurinn viS breytinguna
er áætlaSur 8 milj. kr., og er gert
ráS fyrir aS ríkiS, Kaupmannahafn-
arbs^r og FrSriksberg, leggi fram
fieS og að auki leitaS samskota meS-
sl efnamanna hjer, sem áhuga hafa á
þessu máli. Tekjuhalli af kgl. leikhús-
inu er nú um 1V2 milj. kr., sem rík-
issjóður verður aS greiða, og er þaS
sem svarar rentum og afborgun af
30 milj. króna. Þess vegna hefur því
veriS haldiS fram i þinginu um þess-
ar mundir, aö nær væri að leggja í
þessa breytingu, en taka þennan
halla á hverju ári. ÞaS má því telja
þaS líklegt, aS breytingin nái fram
aö ganga á þinginu í vetur. Það er
engiinn vafi á því, aS það fyrirkomu-
lag sem nú er, veldur mestu um
tekjuhallan. Þegar leikin eru smá-
leikrit, með 6—8 mönnum, hefur
60—100 manns, (óperusöngvarar,
dansfólk, aSstoðarfólk viS leiksviðiö
og fatageymslu) ekkert aS gera, en
heldur þó fullu kaupi. Og þaS sem
lika veldur nokkru er auSvitaS þaö,
að leikhúsiS verSur að skifta á
hverjum degi, og getur ekkert tillit
tekiS til þess, hvaSa leikir gefa mest
af sjer.
Breytingin, sem nú er í ráði, er i
því faliri, aS taka magasin-bygging-
una viS endann á leikhúsinu og
byggja þar talsenuna og tengja viS
•gömlu bygginguna meS neSanjarSar-
göngum og brú á milli húsanna.
Veðrið. Það breytti um veöur meS
raánaðamótunum. Hefur síöan verið
sauSastan-vindur og kuldi, eri frost
ekki. Hjer hefur hvergi snjóaS enn
(>á, en frosiS hefur úti á landi. Það
er miklu kaldara hjer í þessum stormi
en í 5—6 stiga frosti heima. ÞaS hef-
ur óvíöa í álfunni verið eins heitt
undanfarið og á íslandi. — Nú er
h.jer aftur hlýrra.
Vinnuleysi. Hjer hefur aldrei ver-
ið annaS eins vinnuleysi og nú. Má
t. d. nefna prentara. Meðal þeirra