Lögrétta - 23.08.1921, Side 3
feÖGRJETTA
'ið efni í margar lofgreinar um stjórn-
ina. SpAmaðurinn þarf ekkert að
vera hræddur við Klepp, þvi að þar
er svo £ult að ómögulegt er að
bæta einum einasta við. Eg sé mér
ekki fært að ráða spámanninum til
Jengri ferða fyrst um sinn, en það
■er áreiðanlegt að hann þarf að fá
sér nýtt andrúmsloft og það er mjög
óliklegt að honum mundi leiðast
dagstund á Kleppi.
Og aumingja ráðsmaðurinn á Víf-
ilsstöðum, sem ekki á nema gott
skilið, á voa á góðu. Hann á sem
sé vissa von á voldugri skamma-
grein í »Tímanum« eftir nokkurn
tima, ef að vanda lætur, þvi stað-
festm og trygðin er ekki meiti en
venjulegt er hjá mannanna börnum,
sbr. lof Tímans um ]ón Magniisson
og Pétur Jónsson i fyrra og skamm-
irnar nii, að óglevmdri hinn stað-
góðu vináttu ritstjórans við skáldið
á Sandi. Annsrs væri kannske dá-
litið hyggilegra fyrir þenna hinn
minsta spámann að takmarka dálitið
meira lof og last en hann er van-
ur, þvi að hið gullna meðalhóf er
ekki til hjá honum. En það er
kannske ekki þörf á þeirri vöru i
Laufási. N.
Brúin á Jökulsá á Sólheimasandi
er nú nær fullgerð, og á að vígja
hana snemma í næsta mánuði. Geir
Zoega landsverkfræðingur er nýkom-
inn að austan, ásamt frú sinni, og
var hann að lita eftir verkinu og
lokafrágangi á því.
Ungmennaskólinn að Nápi í Dýra-
firði hefir sent út skýrslu sína {yr-
ir árið 1920—21, eftir skólastjórann
séra Sigtrygg Guðlaugsson. Nem-
endur voru alls 31 á aldrinum
16—21 árs og bjuggu allir nemend-
nrnir og kennarar í skólanum. Dag-
fæði pilta kostaði 2 kr. 53 au., en
stúlkna x kr. og 90 au. Kenslugjald
20 kr. Skólinn er styrktur úr sýslu-
sjóði og landssjóði og hefir auk
þess fengið ýmsar gjafir, þ. á. m.
i þús. kr. frá forstöðumanni sjálfum.
Kirkjusögu Islands á dönsku eftir
biskupinn dr. ]ón Helgason er nú
nm það bil verið að byrja að prenta
i Kaupmannahðfn fyrir dansk-íslenska
félagið með nokkrum styrk frá Dan-
merkurdeild sáttmálasjóðsins.
Skrá um handritasafn Landsbóka-
safnsins annað hefti fyrsta bindis, er
nýkomið út, eftir prófessor, dr. Pál
Eggert Ólason. Það er vönduð bók
og ®)ög nauðsynleg öllum þeim,
sem við íslensk fræði fást og nota
þurfa Landsbókasafnið.
Dönsk blöð hafa undanfarið flutt
tnikið af myndum og greinum héð-
an í sambandi við konungskomuna
og yfirleitt látið vel af. Hefir kon-
uugskonxan sjálfsagt orðið til þess að
vekja athygli á íslandi annarstaðar á
Norðurlöndum, einkum meðal Dana.
Margt af þvi sem skrifað hefir verið
um ísland i því sambandi er hlý-
legt og rétt frá sagt. Ymsar mis-
sagnir hafa þó auðvitað slæðst inn
i. T. d. birtir Ifl. Familiel Journal
mýnd sem á að vera af danska
sendiherranum hér og frú hans —
en er af Jóni Hermannssyni lög-
reglustjóra og hans frú.
Minnisbók bœnda með almanaki
fyrir 1922 heitir kver sem Einar
Gunnarsson hefir gefið út og i eru
ýmsar upplýsingar um búskap og
og búhagi, útdrættir úr lögum o. fl.
fiinn bersyndugi.
Skáldsaga eftir Jón Björnsson.
Þetta var í byrjun síðustu kenslustundar-
innar.
Þegar hún var hálfnuð, var drepið á hús-
dyrnar, og áður en Skarphéðinn gæti hætt
lýsingunni, var hurðinni lokið röskleg upp og
ung stúlka vatt sér hvatlega inn á gólfið.
»Fyrirgefið!« sagði hún, og snéri sér að
kennaranum, »eg mátti til með að heilsa
bróður mínum« — hún benti á Pétur —
»mér var sagt, að hann væri hérna*.
Pétur hafði stokkið á fætur og var kominn
að hlið systur sinnar.
»Ekkert að fyrirgefa*, sagði Skarphéðinn
og lagði bókina, sem hann hélt á, á borðið.
Hann horfði á stúlkuna eins og hann vænti
þess að heyra nafn hennar. Hún sá það og
segir:
»Eg heiti Arnfriður. Mér þykir verst að
hafa truflað kensluna. En það er svo langt
síðan eg sá Pétur, að eg gat ekki stilt mig.
Eg hefi ekki verið heima í rúmt ár«.
Kennarinn tók ekki augun af henni. Hún
hafði komið eins og stormbylur inn ikenslu-
húsið. Og hún orsakaði stras einhvern storm
í sál hans. Hann þagði um stund. Svo var
eins og hann vaknaði af svefni. Hann klapp-
aði á koll Péturs og sagði um leið:
»Úr því þú hefur fengið systur þína heim,
er ekki nema sjálfsagt, að þú sért laus úr
þessum tíma. Þið eruð lík. Eg sé, að ykkur
muni koma vel saman«.
Pétur snaraðist eins og leiftur fram úr hús-
inu. Og Arnfríður rétt á eftir.
Skarphéðinn greip bókina og ætlaði að
halda áfram kenslunni. En það var því líkt
sem þráðurinn hefði slitnað. Arnfríður fór
ekki úr hug hans.
Meðan hún stóð frammi fyrir honum, hafði
hann tekið eftir hverjum drætti í andliti
hennar. Hann var manna snjallastur í því
að taka eftir andlitsskapnaði manna í einu
vetfangi, hverjum smádrætti, hverju skap-
gerðareinkenni. Og nú gat hann þulið upp
fyrir sjálfum sér, meðan hann var að blaða-
í bókinni, andlitslýsingu Arnfríðar og allan
svip persónunnar. Hann var byrjaður áður
en hann vissi af — ennið hátt og kúpt,
eiginlega ekki fallegt kvenmannsenni, en
hrafnsvart hárið gaf því svip. Kinnarn-
ar ávalar, stuttar, litfallegar. Hann langaði
til að strjúka um þær, þóttist finna, að þær
mundu vera silkimjúkar. Munnurinn stór,
neðri vörin dálítið flá. Hann kunni ekki
við drættina um munnvikin. En varirnar
voru blóðrauðar. Þær mintu á kossa. Hak-
an var stutt og þunn, ljót. Það vantaði
festu í bana, þrek, viljakraft. En augun!
En augun! Hann lagði aftur frá sér bókina,
staðnæmdist úti við fjögrarúðu gluggann og
starði út. Augun gáfu öllu andlitinu svip,
allri persónunni llf. Hann vissi ekki hvernig
þau voru. En þau skutu neistum, þegar hún
talaði. Og þau breiddu einhvern litbrigða-
hjúp yfir alla stúlkuna. En þau augu! En
annar vöxtur? Lítil, mittisgrönn, brjósta-
hvelfd, handstór, fótstór. Hann hafði séð
þetta alt í einni svipan. Og hann endaði
lýsinguna með því að segja hálf hátt við
sjálfan sig: En þau augu!
Hann leit á klukkuna. Börnin biðu eft-
iivæntingarfull eftir framhaldi lýsingarinnar
á skógunum. Hann byrjaði óðara. En hug-
urinn var kominn á aðrar leiðir. Frásögnin,
sem áður var fylt lífi og litbreytingum, varð
nú dauð og köld Þegar hann fletti bókinni,
runnu stafirnir sundur, þurkuðust út og i
eyðuna komu tvö augu, óköfuð, óráðin, en
kastandi ljósi út frá sér.
Skarphéðinn varð feginn, þegar timinn var
búinn og þar með kenslan þann daginn.
Hann var sár-óánægður með það, að bráð-
ókunnugri stúlku skyldi takast að trufla
kensluna og gera honum órótt í skapi. Og
hvern fjandann var hún að trana sér inn í
kensluhúsið í miðri kenslustund! En augun
ásóttu hann. Hvert, sem hann fór og hvað
sem hann las, sá hann þau og ekkeit ann-
að en þau.
IV.
Bœjarbragur.
Eftir mánaðarveru á Hvoli, var Skarp-
héðinn búinn að fá yfirlit yfir helstu drætt-
ina og svipbrigðin á þessu mannmarga tvi-
býli.
Honum hafði þótt furðu garuan að kynn-
ast fólkinu, þreifa sig áfram með samtali og
áheyrn Þarna var óþrjótandi akur fyrir
mannþekkingarhæfileika hans. Hann gekk frá
einum til annars á bænum og gerði sér þá
kunnuga. Ekkert var eins merkilegt i nátt-
úrunnar ríki eins og að kynnast mönnum.
Skarphéðni fanst merkilegasta skáldrit litils-
vert hjá því að fá að tala við einkennilegan
,mann.
Hann þóttist sjá, að þetta væri alt meðal-
lagsfólk, margskiftið um hagi annara, órólegt,
ef það VÍ88Í ekki alt um háttu nágrannanna.
Það gerði þéttbýlið. Menn höfðu alist þarna
upp við náið samneyti mann fram af manni.
Ef menn höfðu grun um, að einn eða fáir
vis8u eitthvað, sem allir vissu ekki, voru
menn friðlausir, hamstola.
Skarphéðinn hafði enn lítið kynst fólkinu
á hinu búinu. flann þurfti ekki neitt sam-
an við það að sælda. Það bjó í tveim af-
húsum öðru megin við gang, sem skildi sund-
ur baðstofurnar. Þessi gangur var landa-
merkjalinan inúan bæjar.
Grun hafði hann um það, að gamlar ó-
friðarglæður leyndust milli búanna, og ekki
mundi þurfa mikið til, að þeim slægi út i
ljósan Joga, þó alt væri friðsamlegt á yfir-
borðinu. Hann þóttist fá smábendingar um
það í orðum og atferli manna. Og húsfreyj-
urnar skiftust sjaldan á miklum blíðmælum.
Skarphéðinn skildi það svo sem það væri
vopnaður friður.
Fólkinu þótti Skarphéðinn góður fengur.
Hann varpaði nýjum ljóma yfir heimilið.
Þegar kenslu var lokið á daginn, kom hann
fram úr húsinu, tók menn tali, leiddi menn
alveg ósjálfrátt út í skemtilegar samræður.
Hann hafði sérstakt lag á þvi að fá menn
til að leggja sitt fram. Hann þurfti ekki
nema að víkja sér að einhverjum, sem þagði og
segja brosandi: »En hvað segir þú um þetta?«
»Hvernig llst þér á málið?« Og það brást
ekki, álitið kom.
Og kvenfólkið ekki síst. Það stóð alt á
nálum, ef það sá honum bregða fyrir. Hann
var glæsimenni, laðaði að sér, gat stundum
dáleitt með einu augnatilliti, einni hreyfingu,
raddblæ, orði, eða bara með þögninni. Og
stúlkurnar voru allar á því reki, þegar þorst-
inn er mestur í æfintýri og næmleikinn fyr-
ir karlmönnunum nývaknaður til lífsins. En
þó gekk Skarphéðinn aldrei á þetta lag.
Augun Arnfríðar vöktu yfir honum. Hann
hafði horft í þau nokkurum sinnum eftir að
hann sá þau fyrst inni í húsinu. Nú voru
þau orðin að óafmáanlegri sýn, sem aldrei
yfirgaf hann. Og sú sem átti Jbau, var orð
in að sjálfstæðum þætti í lífi hans án þess,
að hann gerði sér grein fyrir því. Þessi
stúlka hafði komist með einhverjum leynd-
ardómsfullum hætti inn i líf hans. —
— Það hafði snjóað samfleytt síðasta mán-
uðinn. Stundum höfðu verið hörkuhríðar,
stundum logndrífa, stundum bleytu bvljir.
Hver skepna var fyrir löngu komin á gjöf.
öll útivinna hætt nema hirðing búpenings.
Húsin geymdu alt lifandi nema einstaka vet-
ursetufugl, sem flögraði vindhrjáður um kalda
snjóauðnina.
Skarphéðinn kunni vel við sig í allri þess-
ari hvítu, þessum flekklausa hreinleik ofan
af fjallstindum og niður í sæ. Hann hafði
aldrei séð svona samfeldan, óslitinn snjó áð-
ur. Sunnlensku veturnir voru mildari. Þar
var æfínlega einhverstaðar að sjá bera jarð-
areyju upp úr fannarhafinu. En hér! Alt
hvitt, svo undursamlega mjallhvítt og ó-
snortið.
Hann hóf máls á þessu eitt kvöld við Hall-
dór bónda, mann á fertugsaldri, hvað fólkið
hlyti að mótast mikið af þessu náttúruein-
kenni, að lifa helming ársins, eða meira, við
kalda, hreina, mjallhvitæsnjóbreiðuna. »Menn
hljóta að verða hér ákaflega hreinir í hugar-
fari. Eru ekki allar sálir hér flekklausar?*
spurði Skarphéðinn brosandi og snéri sér til
fólksins, sem sat við vinnu sína á rúmunum
með fram baðstofuþilinu.
»Þær bletlast þá aftur með vorinu og
verða því dökkleitari um sumarið*, svaraði
Halldór glettnislega.
Skarphéðinn hló við og allir tóku undir
hláturinn — nema húsfreyja. Hún var alt-
af undarlega þögul og varfærin i návist
Skarphéðins. Það var honum ráðgáta. Og
undarlegt var það, að hún horfði stundum á
hann, þegar hún bjóst við, að hann tæki
ekkí eftir. Hann tók aftur upp samtalið.
»Hafið þið ekkL veitt því eftirtekt, að
Norðlendingar eru sagðir meiri skapfestu-
menn en Sunnlendingar, dýpri í lundarfari,
öflugri og einráðari, í stuttu máli sagt: mót-
aðri. En aftur eru Sunnlendingar taldir fjöl-
breyttari, rýmri, á fleiri sviðum*.
»A þetta að koma af náttúrufarinu?« spurði
Halldór.
»Sjálfsagt. Eða heldurðu, að hreinviðrin
norðlensku hafi engin áhrif á sálarlífið öld
eftir öld og kynslóð fram af kynslóð?«
»Ekki er það óhugsandi*.
»Það er staðreynd. Lítið þið út um glugg-
ann. Hvað haldið þið að svona vetrar haíi
myndað marga harðgera hugi, eða dýpkað
mikið skapgerðareinkenni manna og kvenna,
Bkerpt línurnar í sálarlifi þeirra? Eða þessi
litur, bara liturinn einn! Hvað haldið þið
hann hafi vakið mörgum lotningu fyrir hrein-
leik og fegurð alls, sem er hvítt, óflekkað,
ótroðið?*
»Eg veit ekki«, sagði Halldór með hægð,
»eg hef aldrei um þetta hugsað. Og eg kysi
nú fyrir mitt leyti, að minna væri af þess-
um hvita lit hérna á veturna.«
»Það er annað mál, Hann er ekki bústofn-
inum jafn hollur og mönnunum. En þessi
skinandi, liflausa mjallbvíta hefur fengið svo
mikið á mig, að eg held, að eg verði hér á
hverjum vetri héðan í frá.c
Skarphéðinn sagði þetta bæði I gamni og
alvörh. En það litu allir á hann. Og hann
fann seiðingsbruna í augnaráði húsfreyjunn-
ar leika um sig eins og yl af brennandi eldi.
Það varð þögn um stund.
Kennarinn. gekk um gólf með hendurnar
á bakinu og varð að beygja sig undir hvern
þverbita í baðstofunni.
Hann gekk þegjandi stundarkorn. En not-
aði tímann til að veita fólkinu athygli. Það
prjónaði, spann, kembdi, saumaði. Á einu
rúminu sátu krakkarnir og lásu það, sem
hann hafði sett þeim fyrir undir næsta dag.
Hann staðnæmdist við einn gluggann. En
varð litið á fót húsfreyju um leið. Hann sá
ekki betur en að hann titraði eins og allur lík-
aminn skylfi. Hann leit útundan sér á hend-
ur hennar. Þær skulfu áreiðanlega líka.
Hún átti erfitt með að þræða nálina. Hvernig
stóð á þessu? Var hún veik? Eða var
þetta af niðurbældri geðshræringu ? Hann
leit framan i hana. Nú fyrst tók hann eftir
henni. Það voru komin afturfararmerki á
andlitið. En þó var það enn ljómandi fag-
urt. Þessi kona hlýtur að hafa verið falleg
þegar hún var tvítug, hugsaði Skarphéðinn
með sér.
Það var eins og hún fyndi augnaráð hans
hvíla á sér. Hún ókyrðist í sætinu. Titr-
ingurinn á höndunum jókst. Hún hætti við
að þræða nálinu. Svo stóð hún upp og gekk
inn í innra húsið.
Skarphéðinn þóttist vera viss um, að þessi
kona bæri eitthvað, sem hún þyrfti að leyna
eða væri lífsþörf að þurka burt, eyðileggja.
Honum var þetta umhugsunarefni um stund.
Sdskinn
vel verkuð kaupa
6. Fisia dq SHúiason
Hafnarstræti 15. Sími 465.