Lögrétta


Lögrétta - 28.09.1921, Page 3

Lögrétta - 28.09.1921, Page 3
LÖGRJETTA t 1 fiinn bersyndugi. Skáldeaga eftir Jón Björnsson. Hann taldi upp í hug sér alla fundi þeirra, öll orðin, sem þau höfðu sagt. Hann mundi hverja hreyflngu í það og það skiftið. Og nú þóttist hann sjá, að þetta hafði alt verið 9kemtilegur, alvörulaus leikur frá Arnfríðar hlið. Hún hafði að visu brunnið af eldi í hvert skifti, sett hann i bál. En það hafði verið villieldur. Og augun? Lugu þau ekki alt af? Og mest þegar þau ljómuðu sem feurst og stráðu .yfir hann neistum? En hvað mannsaugun geta logið meist- aralega, logið sennilega. Og hvað allur lík- ami hennar hafði logið eindregið með, hver hugsun, hver hreyfing, hvert tillit og hand- tak. Þetta var alt botnlaus, samanhangandi lýgi! Iiann hrúgaði upp ásökunum í garð Arn- fríðar meðan sviðinn var sem mestur í sál hans og skapið æst, bjó til heila herskara af syndum og ódygðum, sem væru í fari hennar. Hann fann ekki nógu kröftug orð í málinu, og brast hugarflug til að finna nýja og nýja lesti og ódrengskapar-einkenni, sem leyndust með henni. En það smá kyrðist í hug hans. Þá sá hann, hve mikla heimsku hann var að að- hafast. Hafði hún gert meira eða verra en hann? Hafði hann ekki mætt henni á miðri leið? Var hann ekki fullþroska karlmaður og ekki neitt barn í ástamálum ? Hafði hann ekki fyr siglt út í hyllinga-lönd ástar- æfintýranna og komið skipreika aftur? Og nú settist ásökunin að honum yfir þvi að fleygja sér svona hugsunar- og yfirvegun- arlaust út í fossfall tilfinninganna. Miklar skelfingar-rolur erum við mennirnir, stefnu- lausir, viljalausir sauðir. Ef einhver kveikir í glæðum, sem lifa í okkur, funar maður upp á augabragði, stiknar lifandi og veit ekkert af. Hvað var þetta í raun og veru, sem þarna hafði gerst? Jú, hann hafði látið eftir innri þörf og eggjandi raust, gefið sig á vald skyndilegri, máttugri tilfinningu og glatt sig, átt ógleymanlegar stundir, teygað sig ölvað- an. En svo? Hann hafði komist að raun um, að hann drakk ekki einn. Það sátu fleiri við sama brunninn. En var brunnur- inn ekki jafn góður fyrir það? Var hann minna virði, þó hann svalaði tveimur? Eða ef til vill fleiri? Hvað vissi hann um það? Þetta var ef til vill svalalind allrar sveitar- innar? Hann spratt enn á fætur. Það var orðið koldimt og frostið fór vax- andi. Hrollkaldur norðanvindur þaut yfir snjóbreiðuna og upp í hnjúkunum söng dap- urlega aðsígandi norðanbylur. Hann var þarna kominn að kjarnanum: Þessi svalandi brunnur átti ekki og mátti ekki vera nema fyrir einn. Hann vildi ekki sötra leifar annara, ekki beygja sig niður að lind, sem búið var að grugga áður. Arn- fríður hafði fært honum nýja veröld í sjálf- ri sér af því, að hann treysti þvi, að hann væri sá fyrsti, sem liti hana. Þegar hún kom til hans og leit á hann leiftrandi augum, hafði hann sagt við sjálfan sig: Þessum neistum hefur ekki verið stráð um neinn annan en þig. Þegar hún lagði höfuð hans upp að svellandi, silkimjúkum brjóstunum, hafði hann hugsað: Þennan hjartslátt hefur enginn heyrt nema eg. Hafði hann ekki alt af stært sig af því að fá að heyra fyrstur duldustu strengina hljóma í sál þessarar konu, finna fyratur ólguna og eldinn i blóði hennar. Þú ert hamingjusamur maður, hafði honum þá fundist alstaðar kveða við. Þetta hafði gert hann heitan af fögnuði, stæltan, gefið honum óbilandi hugrekki og athafnaþrek. En nú? Nú var þessu öllu kipt í burtu. Hann var ekki sá fyrsti. Það var annar búinn að verma sig á neistunum og hlusta á hjartsláttinn. Honum var gætt á leifunum. Honum sveið mest fáviska sín og blinda, að hafa ekki séð það fyrir löngu, að hann var hafður að leiksoppi, teymdur eins og rakki. Hvað gat Armann verið að gera til þeirra mæðgna annað en þetta? Og hvað gat Árnfríði gengið til að vilja endilega halda þessu leyndu annað en einmitt þetta? Skarphéðinn stóð loks upp. Honum var orðið hroll-kalt. En hann sneri ekki heim til bæjarins, heldur hélt niður með ánni. öll beiskja og ásökun var horfin úr hug hans á einu vetfangi en tómleiki og auðn komin í staðinn. Honum fanst, að það hafa verið stífluð uppsprettulind í honum sjálfum. Þess- um tilfinningum hafði verið samfara líf, inn- ri vöxtur. Margt það besta i honum hafði gróið í skjóli þeirra. Þegar hann hafði gengið niður með ánni um stund, mætti hann manni. Skarphéðinn kannaðist við hann, það var Hallbjörn, flæk- ingur, sem vann tíma og tíma á bæ, en eirði hvergi til lengdar. Skarphéðinn hafði einu sinni glatt hann með nokkurum krónum. Þetta var meinleysingi, gerði engum neitt en hafði hvergi gróið fastur við starf eða átthaga. Nú var hann að svipast eftir kind- um, sem flækst höfðu upp með ánni, fyrir bóndann á bænum, sem hann dvaldi nú á. Skarphéðinn var að hugsa um að ganga fram hjá honum en staldraði þó við. Hon- um datt skyndilega í hug, að mikil auðn hlyti að vera í sál þessa manns. Hann átti engan ástvin, enga hugsjón, að því er séð varð, ekkert að lifa fyrir. Hann gekk í veginn fyrir hann. »Komdu sæll, Hallbjörn! Þú ert seint á ferð*. »Guð blessi þig! Er það kennarinn ? Ójá, eg er að svipast að nokkurum ám, sem vanta. Þú munt ekki hafa rekist á þær?« Skarphéðinn neitaði, hann hafði ekki séð þær. »Hann er kaldur í kvöld«, sagði Hallbjörn. Skarphéðinn gekk nær honum. Hallbjörn var óskjóllega klæddur, það leit út fyrir að hann skylfi. Hanu bauð góða nótt og hélt áfram upp- eftir. Skarphéðinn stóð um stund í sömu sporum og horfði niður í snjóinn. Alt i einu kallar hann: »Hallbjörn! Bíddu augnablik!* Hann tók til fótanna á eftir honum. Þeg- ar hann náði honum, svifti hann sér úr treyjunni og tróð Hallbirni í hana. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. »Hvað ertu að gera, kennari? Þú stend- ur eftir á skyrtunni i nepjunni. Fyrir alla muni, þú þarft ekki að lána mér treyjuna, eg seiglast í kuldanum. Þú verður innkulsa, maður!* Skarphéðinn svaraði engu en hraðaði sér því meira að koma honum í flíkina og hnepti síðan vandlega. »Þetta er þin eign, Hallbjörn, og þetta með«. Hann þreif niður í vasa sinn. Þar áttu að vera nokkurir seðlar, hann mundi ekki hve margir. Þeim stakk hann í vasa Hallbjarnar. »Ertu genginn af vitinu í kvöld, maður? Þetta mín eign? Treyjan þín? Og hvað er þetta? Seðlar! Einn, tveir! Þrír! Og fjór- ir — nei, annar hvor okkar er að missa vitið«. Hallbjörn fór að hneppa frá sér treyjunni. Skarphéðinn lagði höndina á öxlina á hon- um og sagði: »Eg skulda þér þetta, Hallbjörn«. •Skuldar mér!« Nú var Hallbjörn sann- færður um, að kennarinn væri ekki með öll- um mjalla. Hann hafði aldrei átt eyris virði hjá nokkurum manni. Gjafir var hugsanlegt, að hann fengi. Hitt hlaut að vera helber vitleysa. »Þetta er satt«, mælti Skarphéðinn, þegar hann heyrði undrun Hallbjarnar, »eg skulda þér þetta vegna þess, að þú ert hérna á gangi. Það er stundum mikils vert að hitta einhvern, þegar maður er einn«. Hallbjörn skildi ekkert í þessu. Hann vék talinu aftur að kuldanum. »Eg er stálhraustur. Og svo hefi eg dá- litla glóð lifandi innan brjósts, Hallbjörn, hún hitar mér«. Skarphéðinn þreif hendi gamla mannsins og þrýsti fast að og hljóp síðan burtu. Og nú leið honum undarlega vel. Hann hafði getað glatt og liðsint, þó hann væri sjálfur hjálpar- og gleði-þurfl. Nú mundi gamalmenninu líða vel. Hann gæti fengið sér það nauðsynlegasta fyrir þessar krónur. Eða gefið þær og glatt einhvern. Ein gleð- in átti að fæða af sér aðra. Hver vissi, hve langt þessi hlýinda-alda næði, sem hann hefði vakið þarna við ána? Hann gekk nokkuru lengra niður með ánni, sneri svo við og fór aftur sömu leið. Honum var nú orðið rótt í hug. Hann gat horft sársaukalaust yfir tómið sem var í sál hans. Hann var búinn að ráða við sig, hvernig hann ætti að haga sér í þessu máli. Hann ætlaði að láta menn vita, að hann væri ekki mús, sem kettir gætu leikið sér að. Hann kom heim um miðnætti. Napur vindur blés af norðri. En Skarphéðni var furðu hlýtt i skyrtunni einni. Hann hafði gengið hratt, og þó kyrð væri komin i hug hans, var svo mikill bruni í blóðinu eftir geðshræringuna, að kuldinn hafði ekki bitið á hann. Hann fór hljóðlega um bæinn, fann rúm sitt og háttaði. Gegnum rifu á þilinu sá hann, að ljós logaði á borði, er stóð við rúm Þórunnar. Þegar hann var ný háttaður, var það slökt. Því þá það? Var vakað eftir honum? Hann heyrði þungan og rólegan andardrátt Halldórs. Vakti Þórunn eftir honum? Uti um heim. IX. Höggvið á böndin. Eftir að kenslustundir voru úti daginn eftir, og allir krakkarnir farnir heim til sín og þau, sem áttu heima á Hvoli, sest við lestur í svolitlu afhúsi, er þeim var ætlað, gekk Skarphéðinn lengi um gólf i húsinu, sem kenslan fór fram í. Þungar og margar geðshræringaöldur risu og féllu í sál hans. Eftir að áhuginn á kenslunni og börnunum var um garð genginn þennan daginn, streymdu þær að og komu öllu í uppnám í hug hans Hann kastaðist frá einni stemningunni til annarar. Var stundum hryggur, stundum glaður, annað augnablikið fullviss um, hvað hann ætti að gera, hitt ráðþrota og hikandi Eftir nokkura stund gekk hann út á hlað. Hann var enn jafn óráðinn í því, hvernig hann ætti að gera það sem hann ætlaði að framkvæma. Hann vissi, að hann varð að höggva á alla þræði, sem enn tengdu þau saman, Arnfríði og hann. En hvernig? Til þess voru margar leiðir. En hver var best? Réttlátust ? Drengilegust ? En þegar hann var nýkominn út á hlaðið, sá hann hvar Ármann kom neðan túnið. Þá blossaði hann allur upp. Og aðferðin var ráðin á sama augnabliki. Hann gekk út fyrir bæjaivegginn og hitti Halldór þar. Hann var á leið til sjávar Skarphéðinn spurði, hvort hann mætti slást í förina. Halldór hvað já við því og varð sýnilega glaður við. Skarphéðinn hafði smámsaman laðast meir og meir að þessum fáláta, óframfærna bónda. Hann fann í honum skildar taugar og voru í bonum sjálfum, og hann hafði tekið eftir því, að hann var ekki neinn flysjungur. Hann stóð bjargfastur þar sem hann hafði eitt sinn slegið rótum. Hann var þröngur hugBunum en hann átti ekki nema góðar bugsanir. Þeir gengu þegjandi um stund. Loks segir Skarphéðinn og vottaði fyrir óstyrk í röddinni: »Eg ætla að spyrja þig að einu í einlægni, Halldór. Mér riður mikið á, að þú svarir lika i einlægni«. Halldór hafði tekið eftir því, að kennarinn var óvenjulega alvarlegur. Hann var því ekkert hissa á þessum orðum hans. Stefnubreytingin i Þýzka- landi. Hinn i. á^úst voru altnemúugs- samkomur miklar viðsvegar um Þýskaland, til minningar um 7 ára afmæli ófriðarins. A ófriðarárunum fyrstu voru slíkar samkomur ávalt haldnar, en andinn var þá annar en nú. Þi var það aðalviðburðurinn, að kcisarinn eggjaði þjóð sína, og tal- aði digurbarkalega um, að eigi skyldi semja frið fyr en Þjóðverjar hefðu gengið milli bols og höfuðs á óvin- um sínum, og fengið þann veldis- sess, sem hin fyrirheitna þýska þjóð væri ein fær um að skipa, öndveg- issess meðal stórveldanna. A samkomunni síðustu töluðu ivorki konungar eða keisarar, enda tvað þar við annan tón, Aðalinn- takið í flestum ræðunum var friðar- iráin. Hjá 30 ræðumönnnm i Ber- ín var mælt móli því, að reyna að taka hefndir fyrir liðnar ófarir, en reyna að efla lýðveldið og halda því við. Ræðumennirnir lögðu mesta áhersluna á, að reynt væri að bæla niður vigatilhneiginguna, og töldu að öruggasta ráðið til þess væri það,, að hvetja menn til að neyta að gegna herþjónustu, framleiða her- gögn eða vinna annað i hernaðar- þarfir. — Lengi lifi lýðveldið! Áldrei ófrið framar! — Þetta voru hrópin sem kváðu hæst við um Berlinar- borg þann dag. Og þau hafa aldrei orðið eins hávær eins og þá. fafnaðarmannaflokkarnir í Þýzka- landi hafa verið sjálfum sér suDdur- þykkir og illa tekist að samrýma skoðanir þess hluta þjóðarinnar, sem »gekk i ábyrgð fyrir lýðveldinu* þegar keisaranum var hrundið af stóli haustið 1918. Hægrimanna- flokkurinn þýski hefir hins vegar haldið vel saman, og þó hann telj- ist miklu mannfærri en hinir, þá hefir samt stefnu hans vaxið mjög fylgi, ekki sist nú i sumar og vor. Hægrimenn eiga miklu meira af blöðum en hinir og eiga því hægra með að flytja fólki skoðanir sínar. Eftir ófarirnar miklu, þegar hernað- arstefna junkaranna hafði steypt þjóðinni í glötun, sveið hana sárt og hún hataðist við þá stjórnar- stefnu, sem valdið hafði óförunum. Nú eru sárin farin að gróa, og gamla hugsunin, sem neðst var i hugarfari svo ótrúlega margra Þjóð- verja, að þeir væru sjálfsagðir til að stjórna heiminum, er farin að láta bæia á sér aftur. Þjóðin í heild sinni hefir beygt í forna farið, gamla stefnan er farin að stinga upp koll- inum á ný. Þetta er hættan, sem lýðveldissinnar hafa eygt, og því berjast þeir nú sem ljón fyrir friði og lýðveldi. Eftir ósigurinn mikla hurfu helstn menn keisaradæmisins sjónum, allir nema Hindenburg, sem átti svo sterk ítök í allra hugum, að menn hinnar nýju stefnu trúðu honum. Prinsar og hershöfðingjar — yfirleitt allir þeir »borðalögðustu« flýðn í skyndi. Nú eru þessir menn farnir að ger- ast æði uppivöðslusamir á ný. Ludendoifl hershöfðingi, sem flýði land til Sviþjóðar, er nú farinn að halda ræður I »gamla stilnum« og minna á forna þýska frægð, og jafnvel keisarinn, sem hvergi á grið- land nema I Hollandi, hefir nýlega sent hollum og trúum þegnum sin- um, þ. e. »Þjóðsambandi þýskra !iðs- foringja* og »Félagi þjóðlega hugs- andi hermanna* skeyti, í tilefni af inntöku nýrra manna i félðgin, og segir þar á þessa leið: »Hrifinn og

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.