Lögrétta - 05.01.1922, Page 4
4
LÖGRJETTA
3=
=
I
blóðsúthellinga. Miðstöð flokks
þessa er í Ahmedabad, sem er borg
í Bombay-hjeraðinu.
Þessi sjálfstæðisyfirlýsmg er
sennilega áframhald af uppþotinu
sem varð í haust. Verður nú fróð-
legt að sjá hvað Englendingar taka
til bragðs til þess að halda yfir-
ráðum sínum yfir þeim 300 milj-
ónum sálna sem í Indlandi búa,
og nú hafa lýst yfir sjálfstæði sínu
m
Khöfn 3. jan.
Frá Ungverjum.
Símað er frá Vina.rborg, aí
Ungvcrjar hafi sent setulið tál
ödenborgar.
Hermannaróstur í Sebenico.
Símað er f'rá París, að þau tíð-
indi hafi orðið, er mjög’ hafi auk-
ið misklíðina milli Jugoslava og
Itala. í hafnarbænum Sebenieo í
Kroatíu lentu ítalsíkir sjóliðsmenn
er fengið höfðu landgönguleyfi í
skærum við bæjarbúa og slrutu
ítalskir tundurbátar á borgina við
‘það tækifæri og særðu marga
menn. Frakkar eru að reyna að
miðla málum.
Rússar vilja bandalag við
, Kínverja. .
8ímað er frá Helsingfors, að
sovjetstjómin í Moskva hafi sent
sjerstakan sendiherra til Peking,
til þess að bjóða Kínverjum hern-
aðarbandalag við Rússa gegn
Japönum.
______n_______
Skipstrand.
A gamlárskvöld strandaði þýsk-
ur botnvörpimgur, Greta, á Slýja-
fjöru á Meðallandi. Er hann frá
Gestemiinde. Skipshöfnin, 13
manns, bjargaðist ötLl, og verður
flutt, þegar veður leyfir, til Vík-
ur í Mýrdal, og þaðan annað-
hvort til Vestmannaeyja eða
Reykjavíkur. Botnvörpungurinn
stendur að miklu leyti á þurru á
sandinum. Oráðið mun enn, hvort
Geir verður feöginn til að reyna
að ná honum út.
-----(p.
til Einars Jónssonar.
Þó veður væri all-ilt á gamlárs-
k'-öld, stormur en þó heiðskírt, var
ýmiskonar gleðskapur hingað og þang
að um bæinn, eins og venja er til,
skot og mikið um flugelda, mjög-
f."llega og skrautlega víða. Mesta at-
hj gli dró þó að sér blysförin, sem
stúdentar háskólans fóru. Á níunda
tímanum gengu þeir í fylkingu með
logandi blj's upp að húisi Einars
Jónssonar mjmdhöggvara og stað-
næmdust þar f garðinum — en mikill
fjöldi fólks hafði safnast saman alt
í kring. St. Jóh. Stefánsson stud.
juris ávarpaði Einar Jónsson fáum
orðum, «n E. J. þakkaði — var síðan
hrópað húrra og sungið og gengið
syngjandi ofan í bædnn. Að lokum
var staðnæmst í háskó'lanum og
sungu stúdentarnir þar ýms lög á
tröppunum og flugeldum var skotið, og
þótti alt vel takast.
IRÍÍV
Þorbjargar Sveinsdótfur.
Börn Málfríðar sál. Lúðvígsson
hafa gefið sjóðnum 12 þúsund krónur
til minningar um hana og hefir borg-
arstjóri beðið' blaðið flytja gefendun-
um innilegt þakklæti fyrir hina
rausnarlegu gjöf.
Þau Málfríður og maður hennar,
Lárus sál. Lúðvígsson skósmiður áttu
12 börn og Þorbjörg heitin var Ijós-
móðir þÆrra allrn, sem nú heiðra
minningu hennar ásamt móður þeirra,
með því að leggja svo ríflegan skert’
til þess að styrkja fát -kar sangur-
konur í Kevkjavík.
Llóinsveigasjóðurinn er rm or'ðinn
rúm 20 þúsund krónur og vöxtunum
er varið til styrktar fátækum sæng-
urkonum í Reykjavík, en aukning
hans verður með frjálsum gjöfum,
áheitum og dánarminningum.
“-------0--------
Dagbók
5. janúar.
Oullfoss fór héðan áleiðis til útlanda
á nýársdag. Farþegar voru margir og
meðal þeirra Vilh. Finsen fyrv. rit-
stjóri, -T. Fenger stórkaupm. Sig. Sig-
urðsson l)únaðarfélagsforseti, Gunnar
Ilalldórsson verslunann., porvaldur
Thoroddsen (pórðarsonar), Jón Ólafs-
son verslunarm., Óskar og Herluf
Clausen, heildsalar, Ebba Halldórsson
frá Stykkishólmi, ungfrú Björg Guðna-
dóttir o. fl.
Goðafoss fór eimiig héðan á nýárs-
dag vestur og norður um land til út-
landa. Meðal farþega voru Valtýr Ste-
fánsson, búnaðarfélagsréðun., Graus-
lund, frú Guðrún Indriðadóttir, Ámi
Eyland, Ludvig Möller og Gísli And-
résson verslm. Goðafoss kom til Akur-
eyrar í gvor.
ii' ■ <:
Botnvörpungarnir hafa veriS að komo
inn um nýárið, flestir með lítinn afla
og er ótíðinni um kent og enn fremur
fisklej'si. Njörður kom með 40 föt,
Austri með 25, Leifur hepni með 70,
Geir með 25, Skúli fógeti með 47, Ari
með 30 og Kári með 30 föt.
Dáin er á Landakotsspítala hér í bæn-
um 1. þ. m. frú Anna kona Magnúsar
læknis Snæbjamarsonar í Flatey, eftir
uppskurðs vegna innvortis meinsemdar.
Hún var dönsk, dóttir frú Nielsen, sem
margir íslenskir stúdentar bjuggu hjé
nálægt aldamótunum síðustu. Áður hún
giftist hún Magnúsi lækni, var hún gift
dönskum manni og er dóttir hennar af
fyrra hjónabandi gift Kristjáni Bergs-
syni skipstjóra hér í bænum. Magnús
læknir Snæbjama.rson er nú staddur er-
lendis, líklega í Noregi, fór utan
skömmu fjTrir áramótin og ætlaSi aS
dvel.ja þar missiristíma.
Villemoes fór héSan á nýársdag vest-
ur og norSur um land og losar þar stein
olíu. paSan fer skipiS til útlanda.
Lagarfoss fór frá Halifax 29. f. m.
áleiSis hingaS. HafSi hann fariS þangaS
aS fá sér kol.
Borg fór frá Bilbao á Spáni 29. des.
10 ára afmœli átti f'irmaS Nathan &
Olsen 1. jan. Hefir þaS gefiS út í minn-
ingu um þetta afmæli skrautlega dag-
bók meS ýmsum nauSsynlegum fróð-
leik.
Alþingi. Konungur hefir kvatt sam-
an Alþingi miðvikudaginn 15. febr. n.k.
Ólafur Jónsson er settur bæjarlæknir
hér í Reykjavík frá nýári að telja. Skip-
aS verður í embættið seinna og er um-
sóknarfrestur um það til 1. mars.
Vinnuhlé varð í prentsmiðjum hér í
bænum í fyrradag vegna þess, aS samn-
ingunum milli prentara og prentsmiðju-
eigenda fyrir hiS nýbyrjaSa ár varð
ekki lokið fyrir áramótin. HöfSu prent-
smiSjueigendnr fariS fram á kauplækk-
un viS prentara, en svo fóru leikar, að
kaupið helst óbreytt áfraft næsta ár.
Sú breyting hefir orðið meS hinum nýju
samningum, að lejift er af prentarafé-
lagsins hálfu, að færa til vinnutímann
hjá þeim prenturum, sem vinna við dag-
blaSasetningu, þannig aS dagkaups-
vinnutíminn er ekki einskorSaður viS
hinn venjulega vinnutíma prentsmiðj-
anna, sem er kl. 9—6 á vetrum og 8—5
á sumrin. Samningar náðust kl. 2 í fyrri
nótt og hófst vinna í prenfsmiSjunum
í gærmorgun.
Fríkirkjan. Sjera Ólafuf Ólafsson
fríkirkjuprestur flutti í desember síð-
astl. 16 messur, skírði 40 börn, gifti
4 hjón og jarðsöng 8 manns.
Skattstjóri er ráðinn frá nýári
Einar Arnórsson prófessor. Er em-
bætti þetta stofnað með skattalög-
unum nýju, eem satnþj’kt voru á
sifiasta þingi.
Heillaósk frá Hamhorg. Hinni ís-
lensku þjóð óskaist gleðilegra jóla
og nýárs. — Kapt. Woker, Schiff
Martha. — (Hamingjuósk þessi er
fiá skipstjóranum á þýsba skipinu
Martha, sem strandaði hér í fvrra).
Apríl seldi í gær afla sinn í Hull
fj’rir 2745 sterlingspund. Hafði skipið
rúmar 800 körfur af ísfiski og 16 smá
lestir af saltfiski. Er þetta langbesta
salan á þessum vetri og er vonandi að
hún haldist. Á leið til Englands eru
Hilrnir, Ari,- Belgaum, Maí, Geir, og
Anstri.
Hjónavígslur fóru fram hér á landi
alls ári'S 1920 653. Er það nokkru fleira
en nokkurntíma áður. Flestar hafa þær
veriS áSur áriS 1919, þá 623.
Mandauði. ÁriS 1920 dóu hér á landi
1338 manns, (669 karlar og 669 konur).
Er þaS heldur meS meira móti en veriS
hefir á síSari árum. Annars hefir mann-
dauði fariS minkandi jrfirleitt.
Fœðingar. 2629 böm fæddust hér lif-
andi áriS 1920, en áriS áður 2360. And-
vana börn fæddust 69 áriS 1920. Af
öllum börnum, sem fæddust á þessu á ,
voru 305 óskilgetin.
------<>------
Landru-málin.
Fyrir ríkisdómstólnum í Versa-
iiles hefir í haust verið glæpamál,
sem mik!la athygli hefir vakið í
París og víðar. Sakhorningurmn,
sem heitir Landru, er kærður fyr-
ir að hafa myrt hvorki rneira né
minna en 10 konur og einn pilt.
Þessar 11 manneskjur hafa allar
horfið á mjög kynlegan hátt, svo
að ekki hefir sést urmull eftir af
þeim. Landru hefir áður setið í
fangelsi fyrir svik og eftir að
hann varð laus aftur, gerði hann
sér það að atvinnu að lofa ein-
stæðingskonum eiginorði, til þess
að hafa út úr þeim reitur þeirra.
Er talið að hann hafi gint 283
konur á þennan hátt og tíu þeirra
hafa horfið.
Landru játaðí ekkert á iig, en
líkurnar fyrir glæpunnm voru svo
sterkar, að hann var dæmdur til
Fiskilínur
enskar, úr ítölskum hamp, 1V2, 2, 2l/s, 3, 3V*, 4 og 5 lbs., bestar
og ódýrastar hjá
Hf. Carl Höepfner, Reykjavík.
„IXION“ Cabin Biscnits (skipsbranð) erbúið til af mörg-
nm mismunandi tegundnm férstaklega hentogt fydr íslendi'ma.
í Englandi er „IXION“ branð aðalíæðan um borð I fiski-
skipnm.
Fæst í öllum helztu verzlunnm.
Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri kcku.
Vörnmerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir ho lri og
góðri fæðu.
»IXIO Lirch oa „IXION" Snowflake B'scuits
ósætt er ó'-iðiafnanlegt með kafíi oj te.
Rauða akurliljan,
afar-spennandi og bráðskemtileg skáldsaga, eftir Baronessu Orczy
er nýkomin út, prentuð á ágætar pappír, hátt á þriðja hundrað
blaðsíður, og kostar innbundin kr. 6.50, iunheft kr. 5.00. Fæst
hjá öllum bóksölum. — Bókin fæst send gegn eftirkröfu hvert
á land sem er. En þeir sem senda andvirðið með pöntun fá bók-
ina burðargjaldsfrítt. — Útfylliö pöntunarseðilinn og sendið í
pósti, og þér fáið bókina senda samstundis.
Utanáskrift er:
Afgreiðsla MorgTmblaðsins. Reykjavík.
PÖNTUNARSEÐILL
Undirrit, óskar að fá send . . eint. af Rauðu akurliljunni, inn-
bundin á kr. 6.50, innh. á kr. 5.00, gegn, eftirkröfu — andvirð-
ið fylgir. (Strikið yfir það sem þér ekki óskið).
Nafn ............................................
Heimili ... v .'..................................
Sýsla ............................................
dauða seint í nóvember. Er hald-
ið að hann hafi brent líkin af
i onunum. Verjandi hans fvrir rétt
ii’um kom fram með þá tilgátu
I onum til málsbóta, að hann muni
hafa rekið hvíta þrælasölu og selt
ikonurnar til Argentínn. En ætt-
ingjar þeirra í réttarsalnum, tóku
þes.sari ágiskun með ópnm og lát-
um svo miklum, að slíta varð rétt-
inum.
3örðin Krofstaðir
í Skálavík í Hólshreppi er laus
til ábúðar í næak fardögum.
Jörðin er 3 hndr. að fornu
mati, hæg og matagóð.
Nánari upplýsingar hjá
Ytribúðum, Bol.vík.
*
iimisiiOimii
kosta framvegis:
Innanbœjar ... 5 kr.
Utanbœjar (þar i tal-
ið burðargjald) ... 10 —
Eldri árgangar (1845—
1921) kosta, eins og áður,
3 kr. hver, en við bœtist
hurðargjald, ef senda skal
i pósti.
Framvegis verða þing-
tiðlndín ekki send kaup-
endum, hvorki innanbœj-
ar né utan, nema borgun
komi jafnan fyrirfram.
Skrifstofa Alþingis, 20. des.l 92|