Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.01.1922, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.01.1922, Blaðsíða 1
 Árg. kostar 10 br, innanlands, erl. kr. 12,50. mmat Skrifst. og afgr. Austurstr. 5. Bæjarblað Morgunblaðið. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason XVII. árg. 3. tbl. Reykjavik, Sunnudaginn 15. janúar 1922. ísafoldarprentsmiðja h.f. tannlæknir Próf frá tannlæknisskóla Khafnar Hverfisgötu 14. Reykjavík. Býr til gervitennur af öllum ’ gerðutn. Bnglendingar ihafa lengi ráðið miklu í Egyptalandi. Landið laut í orði kveðnu Tyrkjum og hafði soldáninn í( Miklagarði landstjóra yfir Egyptirm (Khediva). Með stjórnarskránni 1841 var Khediva- tignin gerð arfgeng og sátu a'f- komendur Muhameds Ali á valda- stóli frá 1848 hver eftir annan. En stjórn Tyrkja var veik þar eins og heima fyrir, og tengslin xnilli Egypta og soldánsins í Mikla garði ekki nema nafnið tómt. Þegar Tyrkir flæktust í ófrið- inn með Þ.jóðverjum notuðu Eng- lendingar tækifærið til þess að slíta öllu isambandi milli Egypta og Tyrkja. Lýstu þeir Egypaland breskt verndarríki (protektorat) og gerðu Kedivann að Soldáni Egypta yfir landinu. Þetta var 18. des. 1914. Soldáninn hefir ráðuneyti við hlið sjer, myndað að hætti Evrópumanna og þing, sem auk ráðherranna er skipað 66 kjörnum þingmönmum og 17 út- uefndum af stjórninni. Þing þetta cv einkum ráðgefandi en völdin eru að mestu leyti hjá soldáninum og ráðuneytinu. En auk þessa hafa Bretar landstjóra eða ' fulltrúa (High Commissioner) og ráðu- nauta (advisers) sem hafa mikil áhrif á lögigjöfina. Með atbnrðunum 18. des. — viðskilnaðinum við Tyrki — hefst nýtt tímabil í sögu Egypta. Þessi ráðabreytni var gerð að þeim fornspnrðum og þeir tóku breyt- ingunni með þögn og þolinmæði og einsettu sjer að hafast ekki að fyr en ófriðurinn væri úti. Stjórnarfyrirkomulag það, sem Bretar höfðu innleitt var aðeins til bráðabyrgða og frá þeirra hálfu var einnig gert ráð fyrir því, að eftir ófriðinn yrði það endurskoðað. Ófriðnum lauk og Versailles- friðurinn var saminn án þess að þar væri minst einu orði á Eg- yptaland. Síðla sumars 1919 var sendinefnd gerð út til Egypta- lands til þess að rannsaka ástand- ið og gera frumvarp að heima- stjóm handa landinu. Var Milner lávarður formaður þesarar nefnd- ar. Allenhy hershöfðingi, sá sem vánn Jerúsalem úr höndum Tyrk- ja, Var þá orðinin fulltrúi bresku stjóroarinnar yfir Egyptálajndi. 1 nóvember 1919 gaf hann út yfir- lýsing um fyrirætlanir Breta um stjóm Egyptalands og komst svo að orði að ætlnn jþéirra væri að varðveita sjálfstæði landsins, und- ir breskri verndarstjóm og þroska sjálfstjórn Egypta, undir inn- fæddurn stjórnanda. Ætlun Breta væri sú, að verja Egyptaland öll- um utanað komandi hættum og afskiftum arniara ríkja og um leið koma á þingbundinni stjórnarskip- un, sem gæfi soldáninum, stjórn- inni og þjóðkjörnn þingi færi á að annast, að sem mestu leyti, stjórn landsins, með aðstoð Breta eftir því, sem nauðsyn krefði. En þett vildi fjöldi Egypta ekki sætta sig við. Þeir höfðu ekki gengið undan Tyrkjum til þess að taka yfir sig nýja forráðamenn og þeir höfðu lagt sjer vel á minn- ið kenningar Bandamanna um sjálfákvörðunarrjett þjóðanna og fanst breytnin ekki vera í sam- ræmi við kenningarnar. Urðu um þetta leyti politisk uppþot í ýmsum borgum í landinu. Ráðu- neytið sem setið hafði að völdum í Egyptalandi sagði af sjer, til þess að lýsa vanþóknun sinni á Milnersnefndinni og blóðugir bar- dagar voru háöir á strætunum í Cairo. Milner hjelt samt áfram störfum sínum, en ált strandaði að lo'kum á stjórninni hresku og misklíðinni milli stjórnlmálaflokk- anna í Egyptalandi. Nýjar óeirð- ir urðu en voru bældar niður með herliði. Aö lokum' varð samkomu- lag um það milli egyptsku og bretsku stjórnarinar, að ný saann- ingatilraun skyldi fara fram í Lon don; og útnefndi soldáninn full- trúa Egypta þegar í stað. Formaö- ur þeirra var Adly pasha forsætis- ráðherra. í sumar, 11. júlí, kom egyptska nefndin til London og hyrjaði að semja við stjómina. Samningar þessir fóru fram með hinni mestn loynd og vissi almenningnr ekk- þjóða. Annað atriði hafði einnig reynst mjög erfitt viðfangs: vernd un enskra samgönguleiða, þ. e. SúezskurðarinS. Egypta.r kröfðust þess, a;S varSliS Breta við skurðinn liefði bækistöð viS landamæri GySingalands, en þar er gjörsamlega vatnslaust og á valdi Egypta hvort herinn fær nokkuð vatn eða ekkert, og vildi breska stjórnin því ekki gauiga að þessu. En Egyptar kröfðust þess, að setu- liðið yrði ekki innan landaimæra l'jgyptalands og hjeldu því fram, að það land gæti ekki talist sjálf- stætt, sem hefði erlendan her inn- an endimarka sinna. Náðist ekk- ert samkomulag urn þetta ariði. Má sjá af þessu að skoðanamun- urinn va.r mikill. Annars ■ vegar voru Egyptar, sem ekki vildu sætta sig við neitt minna en full- komið sj'álfstæði, hins vegar Bret- ar, sem vildn fá að halda „vernd- arhendi“ sinmi yfir landinu áfram Þessi skoðanmunur verður enn al- varlegri þegar þess er gætt, að egypski aðalfulltrúinn, Adly pasha telst til þess flokksins sem vin- veittari er Bretum. Hann er „sam- bandsmaður“, ef svo mætti að orði kveða. Mótstöðumaður hans og foringi þess flokksins, sem mest hatast við Breta, er Zaghiul pasha og á hann einkum marga áhangendur i Neðra-Egyptalandi. Hefir hann reynt að vélta Adly pasha úr valdasessi en mistekist. Hann kveðst vilja ganga í hanida- lag við Adly, ef hann geti náð samningum um fullveldi Egypta- lands, en ef fullveldisviðurkenning náist ekki, muni Egyptar neyta sömu ráða gegn Bretnm eins og írar hafi gert. Segir hann, að ef Englendingum sje áhugamál að ná samningum við Egypta, verði þeir fyrst og fremst ; ð afnema Fj'ármálin hafa verið eitt deilu- atriðið. Englendingar hafa lagt of • fjár í ýms fyrirtæki í landinu og stjórnin hefir fengið mörg lán og stór í Englandi. Zaghlul pasha vill ekki viðurkenna þessi lán og 'held- ur því fram, að Egyptar eigi inni hjá Bretum. Þó vill hann ganga að því, að Bretar skipi eftirlits- ; mann með f jiáúmálastjóro Egypta, en sá maður megi ekki skifta sjer neitt af innanlandsmélum. „Þjóð- in krefst þess, að öll „vernd“ sje afnumin. Hún heimtar algerða sjálfstjórn án nokkurrar íhlutunar í innanlandsmálum, fullveldi út á | við og frelsi til að gera samninga, | sem ekki snerta hermál, við aðrar | þjóðir, ennfremur vill hún hafa bandalag við Englendinga, sem 1 tryggir Egyptum aðstoð til þess ! a"> verjast erlendum árásum og 1 skuldbindur Egypta til þess að 1 veita Englendingum hjálp, ef ríki 1 í Evrópu ráðist á þá“. Ummæli Zaghlul munu lýsa nokk urnveginn rjett skoðunum flestra Egypta á afstöðunni til Breta og eigi vera ólíkar stefnu Adly pasha Munurinn í stefnu Iþessara tveggja manna er aðállega sá, að Zaghlul hótar Bretum öllu illu, ef þeir láti ekki undan, en Adly hefir ekki látið neitt uppi um hvað gera skuli, ef samningar takist ekki. f nóvemberbyrjun hófust samn- ingar aftur og stóðu fram eftir mánuðinum. Lauk svo, að fuud- um var slitið án þess að nokkuð hefði unnist á, og fóra egypsku fulltrúarnir heim til sín. Var bú- ist við nýjum róstum í Egypta- landi er þessi málalok spyrðust, en af þeim varð eigi. En hvað tekur nú við? Þetta mál verður ekki kæft og Egyptar munu halda áfrarn baráttn sinni. Hljeið sem orðið hefir síðan samn- ert hversu málum miðaði. En í byrjun sepember var fundum nefndarianar alt í einu hætt >g súmir fulltrúar Egypta fóru heim til sín, til þess að bera málið und- ir stjómmálamennina þar syðra. Varð ýmislegt, ‘sem gerst hafði í samningunum, kunnugf, er þessir menn komu til Egyptaiands, og eitt blað þjóðernissinna flutt; m. a. þá fregn, að samningarnir hefðu .einkum strandað á því, að Egyptar gætu gefið Bretunn trygging fyr- ir, að eigi kæmu fyrir aftur sam-- konar óspéktir og spellvirki eins og orðið höfðu undanfarin ár. Sú trygging 'haifði ekki fengist og því höfðu Bretr sett Egyptum tvo kosti, annað hvort að setu- lið Breta yrði áfraan í landinu eða að þangað yrði sendur alþjóðaher til þess að gæta laga og reglu. Eg- yptar höfðu svarað fyrri kostun- um þverneitandi og bent á, að enskt setulið í Egyptlandi mundi gefa tiléfni til alvarlegri misklíða en þeirra, sem setuliðinu væri ætl- að að áfstýra. Og kostunum um alþjóðasetuliðið svöruðu þeir" með því, að þetta mál varðaði eingöngu Breta og Egypta og kæmu því ekki til greina afskifti annara hernaðarástandið, sem nú sje í landinu og 'láta þjóðina sjál'fa velja sjer fulltrúa til þess að semja við Breta um sáttmála, er báðar þjóðirnar geti lifað við í samræmi og góðri sambúð. Zaghlul segist ekki vera óvinur Englend- inga, heldnr ensku ’alveldisstefn- unnar. „Sem bandamenn Bretaer- um við reiðubúnir til að vernda Súesskurðinn á eigin kostnað, enda erurn við skyldir til þess samkv. Konstantinopel-sáttmálanum frá 1888. Við liöfum jafnvel gengið svo langt, að bjóða Englendingum að láta Sinai-skagann af hendi við þá um ákveðið árahil, svo að þeir geti haft þar setulið,'en þeir hafa hafnað boðinu. Þjóðin var að vísu ekki ánægð með þetta tilboð, hún heldur sem sje fast við þá kröfu, að enginn enskur hermaðnr sje eftir skilinn á egypskri fold“. — Zaghlul pasha vi’ll ekki viður- kenna, að Bretar eigi meiri hags- mnna að gæta í Egyptalandi en aðrar þjóðir, og eigi þeirra hluta vegna kröfu til eftirlits. Erlendn dómstólamir í landinu sjeu líka næg trygging fyrir því, að hags- munum útlendinga sje ekki mis- boðið. ingunnm sleit 20. nóv. mun vera undirbúningstími undir nýja at- lögu. Þegar heim kom sagði Adly pasha af sjer stjóm og var eigi búið að mynda nýtt ráðuneyti þeg ar síðast frjettist til. Voru ýmsir nefndir til stjómarformensku, en eigi var Zaghlul pasha í þeirra tölU. íbúar Egyptalands eru nm 13 miljónir, og af þeim eru tíu og hálf miljón Egyptar. Af Evrópuþjóðum ee mest af Tyrkjum og Grikkjum (130 þús.), 35 þús. Italir og 21 þúsund Englendingar. Af lands- mönnum eru urn 11 miljónir Mú- hamedstrúar, en kristnir menn ern þar tæp ein miljón. Þó er sjálfstæðishreyfing Egypta ekki talin runnin frá trúarbrögðunum. Hún ér eingöngu íþjóðernisleg. Þjóðemistilfinningin er rík hjá Egyptum og var orðin það löngu áður en enska verndin kom til sögimnar. Egyptar . tóku fegins hendi boðskapnum um rjettlæti í stjómmálum, sem bandamenn höfðu svo hátt um meðan þeir voru að murka lífið úr Þjóðverj- unum, og vilja nú fyrir hvern mun njóta þess. Egyptar liafa allmikinn her. Er lierskylda í landinu, en ýmsar stjettir manna geta keypt sig undan herþjónustu fyrir ca. 400 krónur. Bretar hafa enn her í landinu og hafa halft síðan í ófrið- afbyrjun, en hann er hvergi nœrri nógur til þess að skakka leikinn' ef almenn uppreisn kæmi í land- ÍíiU. ----0--- Utanför 1921. Eftir Guðm. Hannessou. Frh. II. i Skotland og Edínaborg. Þó rnarg- ir fslendingar hafi sjeS Edínaborg, þennan sjálfsagða áfangastað þeirra ó leiðimii til Hafnar, þá get jeg ekki stilt mig mn að minnast á hana fá- vun orðum. Við komum þangað 10. jíilí í steikjandi sólskinshita og súmarblíðu. Það voru mikil við- brigði frá kuldanum og hrakviðr- inu heima. Hitinn var eflaust um 30 stig í forsælunni eða meira^ enda þótti Skotmmm nóg um hann, og blöðin voru full af fregnum um, að menn hefðu víðsvegar dottið dauððir niður af hitaslagi og jafnvel hestar líka. Mjer fjellu þessi veðra- brigði ágætlega, því hitann þoli jeg allra manna best, en kuldann illa. Skotlandsströndin. En maður þarf ekki að komast alla leið til Edina- boi’gar til þess að sjá, aS „skift er um skreið“ frá því sem gerist heima. ÞaS er fagurt að sjá Skotland*- ströndina í góðu veðri. Þar blasa hvervetna við blómlegar og vel bygð- ar sveitir, akrar og engjar, myndar- leg bóndabýli og háreist höfSingja- setUr. MeSfram sjónum er landið fremur lágt, meS lágum bungum og breiðum, eu hækkar er ofar drcgur, og í f jarska sjást Hálandaf jöllinekki ýkja há. JarSvegurinn er víða mag- ur og sendiim, en alt er þó kapprækt- að og notað. Þar sem akrar og engj- ar bændanna þrjóta taka við skógar- lundar eSa borgir. Þar eru víðs- Vegar meSfram ströndinni og verk- smiSjuþorpin eru auðþekt á reyk- háfununi, sem gnæfa upp í loftið, eins og heill skógur af skipamöstr- um á stórri höfn. Upp úr þessum reykjarhólkum leggur svo sótsvarta kolasvælima, sem breiSist eins og dökkt ský yfir verksmiðjuþorpið. Dapurlegt hlýtur víst lífð að vera á slíkum stöSum Inni í skítugum verksrniSjuskálunum vinna mcnn sama hardtakið alla æ+‘i innan um högg og háreisti vjelanna, og þegar faSirinn er orðinn öryrki, tekur son- urinn við sama andlausa starfinu. Allur þorrinn getur ekki gert sjeer neina von um önnur æfikjör eSa betri, því það þarf miljónir króna til þess að geta eignast verksmiðju- báknið, en erfitt eSa ómögulegt aS keppa við það í smáum stíl. Ef út er komiS, sjer ekki í heiSan himinn fyrir reyknum og sótinu rignir ætíS rneira eða minna úr loftinu, svo alt

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.