Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.01.1922, Blaðsíða 3

Lögrétta - 23.01.1922, Blaðsíða 3
LÖGBJBTTA i •' -------- En heimurinn cr nú dálítið stærri •en ihr. H. V. einn. i : Miljónagróðinn. í Hr. H. V. er enn að stagast á miljónaspamaðinum er hlytist af sameiningu hotnvörpunganna. Þeir, sem þes.su máli eru kunn- ugri en hr. H. V. er aldrei hefir við útgerð eða sjómensku fengist, fullyrða, að í hæðsta lagi geti einn maður stjórnað tveimur tog- urum, eigi alt að fara vel úr hendi. Mætti alt reka á reiðanum, gæti sami maðurinn auðvitað stjómað ekki þrj'átíu, heldur þrjúhundruð botnvörpungum. En botnvörpungaútgerðin verð- ur að halda spart á, og horfa í smiámuni, enda hefir hún ekki ann-! an eins hákhjarl og Landsverslunin er getur tekið við öllu tapinu. j Hr. H. V. telur engan útgerðar- •stjóranna starfa sínum vaxinn. Það er auðvitað af því einu, að hon- um finst hanu vera öllum fremri og skarpskygnari og það í þeim málum, er hann þekkir ekki vit- und til. Ætti hr. H. V. að taka við togaraútgerðinni væri óhætt að snúa „miljónagróðanum" upp í miljónatap. Hr. H. V. finst óskiljanlegt að framkv.stjórar togaranna starfi sjálfir að skrifstofustörfum, Smá- innkaupum og öðm slíku. Það væri auðvitað of ófínt verk fyrir fyrverandi iandsverslunar- forstjórann, en sannleikurinn er sá, að útgerðin hefir ekki efni á því að hlaða npp skrifsitofufólki og sendlum eins og t. d. Lands- verslunin. Eitt a.f því er hr. H. V. segir að ynnist við sameininguna er haganlegri innkaup á kolum og salti og skipul«gri afurðasala. Nú er svo astatt að botnvörp- ungaeigendtir hafa bundist sam- tökum um innkaup á ofannefnd- um vörutegundum, og njúta þvi kosta þeirra. Pjelag þetta er „Kol og Salt“. Hvað hefir Alþýðublaðið og hr. H. V. sagt um það. Annað fjelag hafa fiskiútflytj- endur stofnað til þess að afurða- salan yrði skipulegri. Það er „Piskhringurinn“. Hvað hefir hr. H. V. sagt um liann ? Annað hvort héfir hr. H ,V. ekkert meint af því, er hann hefir sagt um ofannefnd fjelög, eða að hann meinar ekkert með þessari grein sinni um sameining botn- vörpunga f j elaganna. Líkast til eru þessi skrif hans, sem önnur, ekkert annað en eins- konar sjálfsþótta rembings útbrot mannsins, og honum meðfætt að froðufella af fjánnálaviti sjálfs- álitsins. Morten Ottesen. fiinn bErsyndugi, Skáldsaga eftir Jón Björrmon. Hann hafði ekki tekið eftir þvi að timinn leið. Það var komið undir miðnætti. Osegjan- leg kyrð og friður hvildi yíir láði og legi. Söngur fuglanna var þagnaður. Áin niðaði næturljóð sin, hljótt og dreymandi, eins og hún væri að svæfa miljónir stráa, sem spruttu á bökkum hennar. Og allur þessi friður barst inn í sál Skarphéðins og gerði þar jafn hljótt en þó rikan fögnuð. — — Um sama leyti og Skarphéðinn kom i hvamminn við ána, lauk Þórunn við kvöldverk sin, kom börnunum í rúmið og sagði vinnukonum fyrir verkum það sem eftir var kvöldsins. Hún ætlaði sjálf að fara að ganga til rekkju, en varð þá reikað út og stóðst ekki vorfegurðina. Hún náði sér í sjal yfir herð- arnar og gekk út að ánni. Þangað fóru allir. Niður árinnar seiddi. Fyrst í stað komust ekki neinar hugsanir að um hana sjálfa. Endurleystur máttur frjórrar jarðarinnar vakti fyrst athygli. Sum- staðar kom jörðin algræn undan sköflunum. Hún hlakkaði til að sjá túnið gróið og bæ- inn luktan inni í gulum sóleyjahring, sem æfinlega óx kringum hann. En brátt leituðu aðrar hugsauir framrásar. Hún hafði orðið var við ýmislegt þessar síð- ustu vikur. Það var fleira á ferðinni um sveitina en vorið eitt. Skarphéðinn var aðal umræðuefni manna. Og það voru ekki óbland- in meðmæli og vinátta, sem komu fram i þeim uraræðum. Þórunn staðnæmdist við ána stundarkorn. Svo gekk hún upp með henni án þess að hugsa um í hvaða átt hún fór. Þegar hún kom upp á hvammsbarminn, 8em Skarphéðinn sat í, var hún sokkin nið- ur í þessar hugsanir, svo hún var ekki Skarp- héðins vör fyr en of seint var að snúa við. Þau sáu hvort annað jafn snemma. »Guð hjálpi mér og honum«, hugsaði Þórunn. Því þurftu atvikin að leiða þau þarna saman. Um leið og Skarphéðinn sá Þórunni, fór undarlegur straumur um hann, hann vissi ekki hvort það var af fögnuði eða ótta. Það eitt varð skýrt i hug hans, að væru tilfinn- ingar Þórunnar orðnar henni svo mikið ofur- efli, að húu hefði ekki getað stilt sig uro að leita á fund hans þarna þá væri alt i veði. Hún las þessar hugsanir á andliti hans og sagði um leið og hún gekk til hans: »Eg vis8i ekki af þér hér, Skarphéðinn. Eg ætlaði að ganga mér til hressingar i þess- ari veðurbliðu. Og áin kallaði á mig eins og aðra«. Hún staðnæmdist spölkorn frá honum. Nú fyrst tók Skarphéðinn eftir þvi, að Þór- unn mundi vera kona ekki einsömul. Yfir- bragðið var annað en verið hafði fyrst þeg- ar hann sá hana. Fyrst í stað hnykti honum við þessa upp- götvan. Hann sá strax hvílikt vopn þetta var í höndum óvina hans. Hann var búinn að reyna svo mikið, að hann vissi, að þeir svifu8t einskis. En þó yfirgnæfði hitt hugs- unina um sjálfan hann, hve tilfinningalíf þessararkonu hlyti að vera auðugt. Hún bar visir til lifs undir hjartarótunum. Því hlaut að fylgja ósegjanleg gleði- uppspretta. Hún stóð í björtum bjarma af hreinni ást — fyrstu eðlilegu áBtinni, sem hún hafði átt á æfinni. Hún lifði í*heilagri umönnun fyrir börnum sínum nótt og dag. Alt þetta hlaut að vera henni dýrlegur auður, hlaut að gera hana ríka af unaði — sárum unaði, sælum unaði. Skarphéðinn leit á hana lotningaraugum og sagði: Viltu ekki setjast, Þórunn, hér er öllum gott að vera*. Hún hikaði við stundarkorn en settist samt. Það varð þögn um stund. En þau vissu, að umhugsunarefnið var hið sama. Þórunn horfði fram fyrir sig en leit svo upp og sagði, og það var eins og orðunum væri spyrnt fram af þungu hugarróti: »Hvar endar þetta, Skarphéðinn? Eg skelf inn að hjartarótum í hvert sinn, sem eg hugsa um okkur, og það er oft«. »Eg er víst ekki framsýnni þar en þú, Þórunn. Og þó get eg ekki neitað þvi, að eg hafi stundum spurt mig sörau spurningar- nnar. En mér hefur jafnan orðið ógreitt- um svar. En eg hugga mig við það, að enn hafa tilfinningar okkar ekki gert okkur annað en gott. Þér hafa þær svalað. Mig hafa þær glatt og gert að betra manni«. »Mér er að verða þetta of þuug raun«, sagði Þórunn eftir drykklanga þögn. »Þvi meir, sem eg reyni að halda aftur af mér, þess minna vald hef eg yfir mér. Eg veit, að einfivern daginn hrópa eg það i einhverju ósjálfræði út um alla veröldina, að eg — að eg — að þú sért líf mitt — —« »Eg veit, að barátta þin hefur verið sár og þung. Og mig hefur langað til að geta borið eitthvað at[ þeirri raun með þér. En við miS8kiljum stundum okkur sjálf hrapal- lega. Við eigum meiri skapstyrk til, flest okkar, en við vitum af. Eg hefi tekið eftir, að oft er eins og þú vitir ekki með hvaða ráðum þú átt að dylja tilfinningar þinar. En eg held, að héðan af missi þær mesta óróleik- ann. Þær geta dýpkað enn, elegið enn fast- ari rótum i eðli þitt og líf. En mesta hætt- au er úti. Og það sem þú berð undir brjóst- unum, Þórunn, bjargar þér«. »En hvað er þetta hjá því að horfa fram- an í þann, sem hefur treyst manni og trúað á mann, þegar hann kemst alt i einu að raun um, að maður hefur brugðistU Skarphéðinn vissi, að þessi orð Þórunnar voru um Halldór mann hennar. »Og mér finst stundum, að börnin min horfa á mig rannsóknaraugum eins og þau segðu: Hefur þú svikið okkur, mamma? Um leið og Þórunn sagði þetta, sá Skarp- héðinn þung og mörg tár hrynja af augum hennar niður í grasið og blandast þar dögginni. Hann stóð upp og gekk nær henni. Hon- um datt í hug að fleygja sér fyrir fætur hennar, snerta með lotningu klæðafald hennar og hrópa: Guð veri lofaður fyrir, að hann skapaði konuna! En hann fann, að hann varð að reyna að hugga, jafn vel þó það væri fölsk huggun. Irski sáttmálinn. ■ Sambandslagafrumvarp það, sem fulltrúar íra og bresku stjómar- innar undirskrifuðu 6. desember hefir nú verið samþykt af Dail Eireann, en atkvæðamunur varð sáralítill. Áður hafði frumvarpið verið samþykt af enska parlament inu með yfirgnæfandi meiri hluta. Það sem menn vita hjer um efni frumvarpsins er það, að samkvæmt því á stjómarskipulag íra að vera mjög líkt því, sem nú er bjá ensku lýðríkjunum. Skal skýrt hjer nokkru ger frá efni samn- inganna. írland — sem hjer eftir verður kallað írska fríríkið — fær líka stjómarskipun og Canada. Þingmenn íra vinna eið að stjórnafskipun írska fríríkisins, lýsa yfir hollustu sinni við krún- una og viðirrkenna Irland hluta úr breska heimsveldinn. írska fríríkið tekur þátt í greiðslu ríkisskuldanna og eftir- launa handa hermönnum og skyldn liði þeirra. Breski flotiun hefir á hendi strandvarnir írlands eigi skemur en um fimm ára bil og fær rjett til að nota hafnir, flugvelli og hafa eldsneytisbirgðir á ákveðnum stöðum í írlandi. Hervarnir Ira á hverju sviði sem er mega ekki vera hlutfalls- lega meiri en í Stóra Bretlandi, og skal þá miðað við fólksfjölda. frland á' að bæta þeim star+' ■ mönnum ríkisins, sem missa stöðu sína við stjórnai’breytinguna skaða þann, er þeir bíða við latvinnumiss- irinn. Ulster er í sjálfsvald sett, hvort það vill vera utan írska fríríkis- ins. Ef það kýs það, verða landa- mæri milli Suður-frlands og Ul- ster ákveðin af þriggja manna nefnd. Kjósi TJlster að sameinast frí- ríkinu, heldur stjórnin í Belfast völdum þeim, sem hún hefir nú, en í utanríkismálum fer stjórn frí- ríkisins með völdin, er samningar hafa tekist um tryggingar þær, er henni ber að setja fyrir meðferð þeirra. írska stjórnin má ekki veita neinum ákveðnum trúarbrögðum foi’rjettindi eða bánna önnur. Sáttmáli þessi á að samþykkjast í lagaformi af enska parlamentinu og írska. þinginu. Það cr sagt hjer að framan, að sljórnarskipun írlands sje eins og Canada. Að einu leyti er þó mun- ur á, sem sje hvað sjóvamirnar snertir. Ríkisflotinn á að verja strendur írlands, en um þær varn- er fer eftir samningi, sem verður tekinn til athngunar á ný eftir 5 ár Svipar því hjer til samning- anna milli íslands og Danmerknr. í ræðu, sem Birkenhead lávarður hjelt skömmu eftir að samningax náðust getur hann þess, að ákvæð- in um strandgæslu Breta sjeu því þó eigi til fyrirstöðu, að frar smíði skip sjálfir til þess að hafa eftir- lit með fiskveiðunum. Gerir hann ráð fyrir, að þegar samningamir verði endurskoðaðir eftir 5 ár mnni írar taka sjálfir við strand- vömtumm að meira eða minna leyti. í sömu ræðu lýsir Birkenhead anægju sinni yfir samningunum. „Yið höfum fengið trygging fyrir öryggi Bretlands og írlands“, segir bann. „f fjármálunumt eru frar /algerlega húshændur á sínu þeimili, en írar hafa sjeð að það er rjettmætt, að þeir greiði hluta af ríkisskuldunum.' Með gerðar- dómi verður ákveðið, hve mikið írar skuli greiða laf kostnaðinum við ófriðinn mikla. Ennfremur hafa írar gefið tryggingu fyrir vemdun minni hlutans (samhands- m.anna) í Suður-írlandi. Hollustu íreka fríríkisins mun verða lýst yfir á ótvíræðan hátt. Samningur- inn, sem við höfum undirskrifað fullnægir að öllu leyti kröfum flotamálastjómarinnar breskn' ‘. Það er von um að Ulster gangi inn í nýja ríkið. Samkvæmt samn- ir.gunum hefir Ulster frjálsar hend ur. Ef það innan mánaðar frá því að lögin eru komin í gildi lætur í ljós ósk um, að hafa sömn stjóm- arskipun og nú, þá má svo vera. Það er alment álitið, að Ulster- rnenn mimi ganga inn í írska frí- ríkið. Að vísu hamast margir á móti því, einkum sambandsmenn- irnir gömln, með Carson lávarð í broddi fylkingar. Erl. simfregnir. Khöfn 19. jan. Genuaráðstefnan. Símað er frá París, að Poin- caré forsætisráðherra muni taka þátt í ráðstefnunni í Genua, svo framarlega, sem Lloyd George geri það. Rússar hafa samþykt skilyrði þau, sem þeim vora sett fyrir þátttöku. Ráðstefnan verð- ur hin stærsta sem haldin hefir verið á síðari tímum og verða þátttakendur yfir 1000 og frá 40 'þjóðum. írland. Símað er frá Duhlin að enska stjórnin hafi fengið Irum í hendur yfirráðin yfir Dublin-kastala. Khöfn, 20. jan. Stjómarstefna Poincaré. Poinearé forsætisráðherra hefir nú haldiö stefnuskrárrætSu sína í þinginu og yfirgnæfir frönsk þjóð- ernisstefna þar alt annað. Kveður Poincaré það vera hið eina kappe- mál ráðuneytisins að halda Versa- illesfriönmn til streitu, og meðan fullnæging ÞjóSverja á friðarskil- málunum sje ekki í lagi, muni setu- liðsrá'Sstöfunum í Þýskalandi verða haldið áfram og jafnvel verða aukn- ar. Prakkar áskilja sjer fullkomiö sjálfræði á allsherjarráSstefnum þeim, sem haldnar kunna að verSa um alþjóðamálefni. AS lokinni ræðunni var samþykt traustsyfirlýsing til Poincaré meS 472 atkvæðum gegn 107. Prönsku blöðin eru mjög ánægS meS stefnu stjórnarinnar, en þýsku blöSunum finst ræðan enn verri, en búast hefði mátt við. Ensku blöS- in koma fram með ákveðnar að- finslur viS stefnuræSuna, og blað- iS „Daily Express“ segir, aS þar megi heyra glymja í sverðum. Ósamlyndi meðal ensku flokkanna. Símað er frá London, að ixman ensku stjórnarinnar sje mikill skoS- anamunur um þaS, hvernig ráSa skuli fram úr málum þeim, sem nú liggja fyrir, svo sem hinum hálf- framkvæmdu ákvæðum ráðstefn- unnar í Cannes. — Ennfremur er ósamlvndi um innanríkismál milli flokka þeirra, er styðja stjórnina. Er talið, að Lloyd George sitji í völtum sessi, og er drepið á, aS Austen Chamberlain verSi eftir- maSur hans. Chamberlain hefir mótmælt orð- rómnum um misklíðina, en mótmæli hans eru loðin.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.