Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.06.1922, Blaðsíða 4

Lögrétta - 24.06.1922, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Dagbók. 20. júní. Guðmundur Kamban rithöfundur kemur hingað með íslandi næst frá Kaupmannahöf n. Strandvamirnar. Ákveðið er að Pylla fari hjeðan 1. júlí til vestur- Btrandarinnar á Grænlandi og haldi þar uppi strandvörnum til miðs ág. í stað Fyllu kemur hingað Islands Falk, og er höfuðsmaður þar kapt. F. H. Trap. Danskir Oddfellowar til fslands. Blaðið „Politiken'1 í Kaupm.höfn get- ui þess, að innan skams muni leggja á stað hingað til íslands dr. Petrus Beyer, hæstarjettarmálaflm. Chr. Hede og kammerjunker Scheel til þess að taka þátt í 25 ára afmæli Oddfellowreglunnar hjer á Islandi. Læknapróf. Utaf frásögn um lækna prófin, sem stóð hjer í blaðinu fyrir skömmu, skal hjer skýrt nánar frá hinu nýja skipulagi þeirra, þar sem ýmsir hafa ekki skilið það. Lækna- prófunum hefur verið skift í þrent (auk efnafræðiprófsins) eftir beiðni stúdientaráðsins og er það nú farið að tíðkast víða erlendis, t. d. í Dan- mörkn. Heita prófin fyrsti, annar og þriðji hluti embættisprófs. í fyrsta hluta er líffærafræði og lífeðlisfræði, í öðrum hluta, sjúkdómsfræði og lyfjafræði, en í þriðja hlutanum hand laknisfræði, lyflæknisfræði, rjettar- læknisfræði, yfirsetufræði og heil- brigðisfræði. Þessi breyting var sam- þykt af háskólaráðinu snemma í vet- ur, en er að byrja að koma í fram- kvæmd nú, við prófin, sem áður hefur verið skýrt frá. Ættarnafn. Guðmundur Guðjónsson Guðlaugssonar alþm. hefur fengið sjer lögfest ættarnafnið Guðjóns. Blaðið „Austurland“ hætti að koma út nú fyrir skömmu, og kom þá ritstjóri þess, hr. Guðm. Hagalín, suður hingað. Honum, og ýmsum Öðrum þar eystra, þótti það leitt, ef Austfirðar gætu ekki haldið úti blaði áfram, þar sem prentsmiðja er á Seyðisfirði, og nú er svo komið, að hann hefur sjeð sjer fært að byrja þar útgáfu á blaði á eigin spýtur, en óvíst er enn, hvort það verður framhald „Austurlands", eða þá nýtt blað. Hr. Guðm. Hagalín er fyrir skömmu farinn hjeðan aftur austur til Seyðisfjarðar, og hefur hann sýnt lofsverðan dugnað í þessu máli. 19. júní, landsspítalasjóðsdagurinn, fór fram hið besta og var konum þeim, sem fyrir framkvæmdum stóðu, til sóma. Vel hittist líka á veður, enda var mannkvæmt mjög allstaðar þar, sem um einhverja skemtun var að ræða. Einn þátttakandi í skemt- uninni, Ólafía Jóhannsdóttir, fall- aðist. Ætlaði hún að flyja ræðu af svölum alþingishússins. En í hennar stað kom frú Guðrún Lárusdóttir og þótti segjast vel. Onnur breyting mun ekki hafa orðið á skemtiliðunum. Suður á Iþróttavelli voru þreyttar ýmsar listir: leikfimi, mælskulist, hljómlist og sparklist. Óefað hefur landsspítalasjóðurinn bætst í gær álitleg fjárupphæð, og er vel farið, því „ekki er enn fult skarð í vör Skíða' ‘. 50 fct'.P. afmæli Sauðárkróks var hald- ið af Skagfirðingum 17. þessa mán. og fór hið hátíðlegasta fram, að því er símað er að norðan. Var veður híð fegursta og fjölmenni gífurlegt. Sóttu menn fagnaðinn víðsvegar að úr Skagafirði og jafn vel víðar. Hófst armælið með guðsþjónustu, en síðan byrjuðu ræðuhöld. Talaði Pjetur Sig- hvats fyrir minni kaupstaðarins, minni Skagafjarðar Jón Bjömsson kennari, minni íslands Pálmi Pjet- ursson, minni Jóns Sigurðssonar Pjetur Hannesson, og auk þessa var mælt fyrir minni kvenna. Bænda- kór Skagafjarðar söng og einnig bamakór kaupstaðarins, og var að hvortveggju gerður hinn besti rómur. 21. júní. Skjöldur kemur hingað frá Borgar- nesi í dag. Með honum koma margir Norðlendingar, m. a. Sigurjón Jóns- son læknir og frú hans. Kemur læknirinn á læknafund og 25 ára stúdentsafmæli. Guðrún, skip Bergenskafjelagsins, sem væntanlegt var hingað, kom í gær. Með henni kom íþróttakennar- inn norski, Tönnsberg að naíui. 3afnaðarrEikningor 5parisÍD9s 5takksEyrar 31. desEmber 1921. A k t i v a: Kr. a. Kr. a. 1. Skuldabrjef fyrir lánnm: a. fasteignarveðskuldabrjef....................... 15900 00 b. sjálfskuldarábyrgðarskuldabrjef................ 75918 80 (Þaraf jafnframt með fasteiguarveði kr. 59026 80) . . c. gegn ábyrgð sveitafjelaga......................... 13648 40 ■----------- 105467 20 2. OinDleystir vixlar.............................................. 66452 35 3. Innieign i Landsbankanum og útbúinu ú Selfossi . . . 7300 87 4. Aðrar eignir. . .........................................1117 99 5. Vextir fallnir á við lok reikningstímabilsins o. fl. . . . 726 90 6. Rikisskuldabrjef, nafnverð............................. 2000 00 7. Peningar í sjóði...................................... 10934 15 ------------- 22079 91 Kr. 193999 46 P a s s i v a : Kr. a. 1. Innsteeðufje 368 viðskiftamanna................................. 182278 74 2. Fyrirframgreiddir vextir......................................... 2886 10 3. Stimpilgjöld og þinggjald........................................ 247 27 4. Varatjóður..................................................... ■ 8587 35 Kr. 193999 46 Stokkseyri 1. mars 1922. Þórður Jónsson. Ingvar Jónsson. Jón Adólfsson. Reikning þennan ásamt fylgiskjölum höfum við yfirfarið og athugað, og > höfum ekkert við hann að athuga. Stokkseyri 15. apr. 1922. Júníus Púlsson. Sigurður Sigurðsson. Reykjavik and its Environs, bækl- ingur sá eftir Snæbjörn Jónsson, sem áður hefur verið getið um hjer í blaðinu, er nú kominn út. Er hann 32 bls. á stærð og rúmur helmingur lesmál; er þar sagt frá því helsta sem hjer er að sjá í bænum og nágrenni. Kuldakast gerði á Norðurlandi und- anfarna daga svo mikið, að hríðar- veður var á Siglufirði einn daginn og norðan stormar hafa gengið þar snarpir. Hefur þetta hindrað sjó- sókn vjelbáta, en afli er ágætur þeg- ar á sjó gefur. Flokkaglíman á íþróttavellinum í gærkvöldi fór svo að í Drengjaflokkn- um fjekk Jón Guðmundsson frá Akra nesi 1. verðlaun, Ragnar Kristjáns- son úr Ármann hjer 2. verðlaun og Sigurður Jóhannsson úr sama fjelagi 3. verðlaun. í 2. flokki fjekk Hjalti Bjömsson úr Ármann 1. verðalun, Sveinn Gunn- arsson úr sama fjel. 2. verðlaun og Þorgeir Jónsson úr Iþróttaf jelagi Reykjavíkur 3. verðlaun. í 1. flokki fjekk Magnús Sigurðs- son úr Ármann 1. verðlaun, Stefán Diðriksson úr Ungmennaf jelagi Bisk- upstungna 2. verðlaun og Eggert Kristjánsson úr Ármann 3. verðlaun. 22. júní. Dóttir Jóhanns Sigurjónssonar, Qríma að nafni, kom nýlega frá Kaupmannahöfn til Akureyrar. Er hún kornung og átti Jóhann hana áður en hann kvongaðist. Mun hún hafa komið að áeggjan og fyrir til- stilli Ásgeirs Pjeturssonar og Sigurð- ar Bjarnasonar kaupm. og hafði altaf frá barnæsku verið nmkomulaus og einstæð. Er líklegt að henni geti liðið betur hjer eftir í skjóli ættingja og vina föðursins. Trúlofun sína hafa birt fyrir stuttu ungfrú Guðrún Friðriksdóttir hrepp- stjóra á Mýrum í Dýrafirði og Carl Ryden verslunarmaður. Kauptaxta hafa verkamenn á Ák- ureyri nýlega ákveðið þannig: almenn dagvinna kr. 1.00 klst., nætur- og helgidagavinna kr. 1.50 klst. dagv. við skip kr. 1.20 og nætur og helgi- dagavinna. kr. 1.75. Stefáni Jónssyni dócent var nú, að afloknum prófum í læknadeildinni, færð heiðursgjöf frá stúdentunum, sem undir þau gengu. Docentinn hef- ur nú haft á hendi kenslu einnar aðalgreinarinnar í læknadeildinni í 10 háskólamisseri og verið mjög vel lát- inn, og ástsæll af stúdentum. Hann hefur einnig veitt forstöðu rannsókn- arstofu deildarinnar og tekið allmik- inn þátt í fjelagsskap lækna, verið viðriðinn ritstjóm Læknablaðsins o. fl. og yfirleitt verið mjög starfsam- ur á sínu sviði. Jarðarför Guðmundar Helgasonar prófasts fór fram í Reykholti 17. þ. m. Sjera' Tryggvi þórhallsson fíutti Nýkomnar birgðir með lækkuðu verði af hinum þjóðkunnu Fnam skilvindum sem skilja á kl st. 70 og 130 lítra. Dahlia strokkar « - ~ 8em má strokka í " “10 til 15 lítra. Meir en 500 bændur nota nú F r a m skilvindur og D a h i i a strokkarnir eru notarir jvíös- vegar. Kristján O. Skagfjörð Reykjavík. MBMMnraOHHi rninnisbók bænda fyrir 1922 Margskonar fróðleikur. Kostar aðeins 1. kr. Fæst hjá öllum bóksölum. son guðfræðiskandidat frá Bæ. Hall- dór á Ásbjamarstöðum flutti kvæði. Jarðarförin var mjög fjölmenn, og sóttu hana menn víða að úr hjer- aðinu. 23. júní. Sjera Eiríkur Albertsson var meðal farþega til útlanda með Gullfossi í gærkvöldi. Ætlar hann að ferðast um Danmörku, Svíþjóð og Þýskaland til þess að kynna sjer ýmiskonar kirkju- lega starfsemi og skólamál. Kennaraþingið. Dr. Ólafur Daniels- son flutti fyrirlestur í gær fyrir kennara um Einsteinskenninguna. Sirius. Bergenska fjelagið hefur nú ákveðið að láta „Sirius” vera hjer í förum allan veturinn og hafa sömu viðkomustaði og nú. Yfirgangur. Fyrir stuttu kom mó- torbátur úr Vestmannaéyjum að ensk- um togaxa að veiðum í landhelgi austur með söndum. Ætlaði báturinn sjéb að hafa tal af togaranum, en í móti homun var tekið með skot- Kennarastöður lausar: 1. Kennaraataðan við barnaakólann á Látrura í Aðalvik. 2. Farkennarastaðan við farskólann Hesteyri, Sæból og Höfn í Sjettuhreppi. Umsónir sendist undirrituðum fyrir 15. ágúst n.k. Látrum, Aðalvík 3. júní 1922. Giiðm. Sigurðsson. Skólastjórastaðan við Barna^kólann á Bíldudal er laus. — Umsóknir sendist skóla nefndinni fyrir 5. ágúst næstkomandi. Bíldudal 17. júní 1922. 5kólanEfndin. Hvflárbakkaskólinn starfar eins og að undanförnu frá veturnóttum til sumarmála. Nemendur hafa með sjer matarfjelag. (Fæðiskostnaður og þjón- U8ta var síða8tliðið ár kr. 2,04 á dag hjá piltum, en stúlkum kr 1,69). Húsnæði, ljós og hiti er innifalið í skólagjaldi, sem nú verður kr. 80,00. Rúmfatnað verða nemendur að leggja sjer til^ því að heimavistinni fylgir aðeins rúmstæði og undirdýna. Þá þurfa þeir og ábyrgð ábyggilegs manns fyrir greiðslu á öllum kostnaði, er skólaveran kann að hafa í för með sjer. Hyggilegra er fyrir nemendur að hafa látið lækni skoða sig, því að læknis- skoðun fer fram á skólanum og þeir einir, sem heilbrigðir eru, fá skólavist. Vegna dvalar minnar í surnar í Danmörku og Svíþjóð sendist umsóknir til konu minnar Sigriðar Björnsdóttur á Hesti eða hr. skólanefndarformanns Guðmundar Jónssonar á Skeljabrekku, er vei'ta allar frekari upplýsingar. Umsóknir sjeu komnar i hend- um þeirra fyrir 1. september næstkomandi. Hesti 12. júni 1922. Eipíkur Albeptsson. Heildsala Smásala VEGGFÓÐUR landsins stærstu birgðir í fjölbreyttu úrvali. Samkepni útilokuð. Pantanir afgreiddar um alt land (smápantanir gegn póstkröfu). t mm(iíiimt • ími 1004. R. KJARTANSSON & CO. Reykjavik VM: Símnefni: JVulkan S hríð, grjótkasti og kolakasti. Snjeri hann þá heim og tók með sjer annan bát og auk þess bæjarfógeta og lækni og lagði af stað á nýjan leik. Síð- an hafa komið þær fregnir, að bát- arnir hafi ekki fundið togarann og hafi hann verið farinn úr land- helgi. Rjettarpróf munu verða haldin yfir skipshöfninni, sem skotið var á, og þau síðan send stjórnarráðinu. Ættamafn. Syni - Sveins Hallgríms- sonar bankagjaldkera hafa tekið sjer ættamafnið Sveins. Lög síðasta alþingis eru öll stað- fest; fór staðfestingin fram 31. f. m. og 19. þ. m. Halldóra Bjarnadóttir 6 Akureyri, framkvæmdarstjóri heimilisiðnaðarfje- laganna tekur að sjer kensln í handa- vinnu í kennaraskólanum á komandi hausti. íþróttaxnótið. 1 fyrrakvöld var kept í kúlukasti, 800 metra hlaupi, há- stökki og boðhlaupi. 800 metra hlaup- ið vann Guðmundur Magnússon á 2 mín. 12,4 sek. annar varð Guðjón Júlíusson á 2 mín. 13 sek. Nær þetta ekki gamla metinu, sem'Tr. Gunnars- son á. Han tapaði hlnnpi.þessu fyrir óaðgætni, var fyrstur en hlaupið gert ógilt vegna þess, að hann hafði hlaup- ið útaf brautinni. Hástökkið vann Osvald Knudsen (1654 mm.) en næst- ur var Kristján Gestsson (1629 mm.) Hefur metið hækkað úr 1600 mm. í boðhlaupinu varð Ármann fremstnr af fjórum fjelögum sem keptu og runnu hans menn skeiðið, 4X400 metra á 3 mín. 52 sek. Strokufanginn, Óskar Nikulásson, kom fyrir nokkru til Akureyrax og þektist þar. Fór lögreglan og bæjar- fógeti á stað .til þess að böndla strokumanninn. Hafði frjest til hans á gistihúsi Hjálpræðishersins, og þar hafði hann komið. Algerða erindis- leysu fóru yfirvöldin ekki. pau náðn í poka mannsins og staf, en sjálfur var hann á burt eins og svo oft fyrri, og hefnr ekki til hans spnrst síðan að því er menn vita. íþróttamótið. 10 rasta hlaupið vann í gærkvöldi Guðjón Júlíusson og 100 stiku hlaupið Þorkell porkelsson. í kvöld verður háð íþrótt, sem eigi hefur sjest hjer áður á mótinu, nfl. knppganga, 400 metra hlaup og lang- stökk.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.