Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 07.08.1922, Síða 1

Lögrétta - 07.08.1922, Síða 1
Stærsta í»Iesnka lands- blaðið. Skrifet. @g afgr. Aasturstr. 6. Bæiarblað Morgunblað Árg. koatar 10 kr. MBMkwfe, erl. kr. MJM). XVII. 6rg. 51. tbl. Reykjavik, mánudaginn 7. ágúst 1922. QddfEllomar. 25 ára afmæli. 1. þ.m. voru liðin 25 ár síðan Odd fellówar mynduSu fjelagsskap hjer í Reykjavík. Sá fjelagsskapur hefir orðiS hjer til mikils gagns, bæði fyr- ir bæixm og landið í heild. Áður en fjelagsskapurinn mynd- aðist hjer í Rvík, höfðu danskir Odd fellowar látið hjer til sín taka meS verklegum framkvæmdum. Þeir höfSu reist holdsveikraspítalann í Lauganesi, og gefiS hann landinu. En það voru fyrstu drögin til þeirra athafna, aS danskur læknir, Edv. Ehlers, ferðaðist hjer um land sum- urin 1894 og 95, til þess að kynnast boldsveikinni,, og vakti hann máls á spítalaþörfinni í dönskum blöðum. Þetta varð til þes, að danskir Odd- fellowar, með yfirmann sinn. Petrus Beyer lækni í broddi fylkingar, tóku máliö að sjer. Edw. Ehlers læknir hafði og verið Oddfellow. Á miðju ári 1897 höfðu þeir safnað saman fullum 80 þús. kr. til fyrirtækisins, og þá sendu þeir tvo erindreka hing- að til lands, þá P. Beyer og E. Chr. Thuren húsagerSameistara, til þess aS undirbúa spítalabygginguna og semja um fyrirtækiS viS stjóm og þing. Komu þeir hingað 20. júlí 1897. Samningar allir gengu að sjálf sögSu greiðlega og spítalanum var valinn staður í Lauganesi. Árið áS- ur hafSi landsstjórnin sent GuSm. Björnson, sem þá var nýorSinn hjer- aðslæknir í Reykjavík, til Noregs, til þesss að kynná sjer varnirNorSmanna gegn iitreiSslu holdsveikinnar. Nú þótti mönnum hjer heima, er danskir Oddfellowar höfSu brugðist svo drengilega við þessu máli, sjálf- sagt að rjetta fram hönd til stuðn- ings því. Fjelagsskapur Oddfellowa var þá með öllu óþektur hjer á landi, og menn fóru alment aS spyrj- ast fyrir um, hvert markmið hans væri. SkýrSu þeir dr. Beyer þetta fyrir þeim sem til þeirra, leituSu, og varS það þá úr, að hjer skyldi stofnuð Oddfellowstúka. Var undir- búningsfundur til þess að ræða um máliS haldinn hjá Birni Jónssyni ritstjóra, og þangaS boðaSir 10 Reyk víkingar, ásamt þeim Beyer og Thu- ren. Tjáði dr. Beyer sig fúsan til þess aS stofna stúkuna. Var hún stofnuS í bæjarþingstofu Rvíkur kvöldið 1. ágúst 1897, og voru stofn- endurnir: Björn Jónsson ritstjóri, Guðbrandur Finnbogason verslunar- stjóri, Guðm. Bjömson hjeraSs- læknir, Halldór Daníelsson bæjarfó- geti og Sighvatur Bjarnason bókari viS Landsbankann. Stúkan var nefnd „Ingólfur" og Björn Jónsson var kosinn formaSur hennar eða yfir- xneistari. Lítið var um fundahöld í stúkuxmi fyrst framan af. En sumar iö 1898 keypti hún lóS austan við tjömina, þar sem Fríkirkjan stend- ur nú, og reisti þar tjaldbúS (Döe- kers-tjald), er dr. Beyer vígSi 25. júlí þá um sumarið, en hann var hjer þá til þess aS skila af sjer í hendur landsstjómarinnar spítala- húsinu í Lauganesi, fullgerðu. Voru viS vígsluna ýmsir fleiri danskir Oddfellowar, sem staddir voru hjer með honrnn. En svo illa tókst til, að IjaldbúSin fauk í ofsaveSri um liaustið. Fyrsta máliS, sem Oddfellowar hjer höfðu til meSferðar, var aS koma upp sparibaukum á heimilum manna og stóð sú starfsemi í sam- bandi við Landsbankann og var rek- in meS áhuga um tíma. Næsta fyrirtækið var stofnun Hjúkrunarfjelags Rjykjavíkur og var það stofnaS 8. apríl 1903, hefir starfaS síðan og oft komiS að góðu liði hjer í bænum og bætt úr brýnni þörf. Voru þeir fyrst kosn- ir í stjórn Jón Helgason núverandi biskup, Haxmes Thorsteinson núv. bankastjóri og Sighv. Bjarnason fyrv. bankastjóri. Hafa þeir J. H. og Sighv. Bj. setiS í stjóm þess alla tíS fram til þessa. ÞriSja fyrirtækið er stofnun Heilsuhælisfjelagsins og bygging berklaveikrahælisins á Vífilstöðum, og má þaS teljast stærsta og veiga- mesta verkið, sem íslenskir Odd- fellowar hafa hrundiS í fram- kvæmd. Gekst Guðm. Björnson landlæknir mjög fyrir því máli hjelt fyrirlestur um það á stúkufundi 5. okt. 1906 og annan á almennum fundi 13. nóvember sama ár, og á þeim fundi var Heilsuhælisf jel stofn aS. í framkvæmdastjórn þess oru kosnir: Kl. Jónsson, núv. atvinnu- málaráðherra, Björn sál. Jónsson og Sighv. Bjarnason, en GuSm. Björnson kom inn í framkvæmda- nefndina er Björn Jónsson varð ráSherra 1909. Hafa þeir Kl. J., Sighv. Bj. og G. B. altaf síðan set- iS í yfirstjórn Heilsuhælisfjelags- ins. Ileilsuhælið á Vífilsstöðum var fullbúiS til starfrækslu í byrjun september 1910 og var rekiS á kostnað Heilsuhælisfjelagsins, meS styrk úr landssjóði, til ársbyjunar 1916, en þá tók landssjóSur allan rekstur Hælisins að sjer, en fje- lagið hjelt eftir öllum þeim sjer- sjóSum og gjafafje, sem eigi má verja sem eyðslufje. Heldur fjelag- iS áfram starfsemi sinni, þó í nokk- uð öSru formi sje en áður var, og á nú allálitlega fjárupphæð yfir «S ráða. Þá er sjúkrasamlag Reykjavíkur eitt af þeim þörfu fyrirtækjum, sem Oddfellowar hafa komið á fót. ÞaS var stofnaS 12. sept. 1909:. Hefir fjelag þetta mikiS gagn gert, mest fyrir sjerstakan áhuga Jóns Pálssonar bankagjaldkera, sem ver- ið hefir formaSur samlagsins frá byrjun. Radiumlækningunum var komið hjer á fót fyrir forgöngu Oddfell- owa. Fjelagið, sem fyrir því gekst, var stofnað 4. maí 1918. 1 stjórn þess eru nú: Thor Jensen, Halldór Daníelsson, Eggert Claessen, Jón Laxdal og Sæmundur BjarnhjeS- insson, en læknir við Radiumstofn- unina er Gunrd. Cleassen. BarnavistarhæliS á Brennistöð- um í BorgarfirSi er eitt af fyrir- tækjum Oddfellowa. Starfsræksla þess bvrjaSi í júní 1919 og hefir henni verið haldið áfram á hverju sumri síðan. Hafa þar verið yfir n.álmurinn er í, og telur ekki nokk- 20 börn til sumardvalar undir stjórn frk. Sigurbjargar Þorláks- dóttur og hafa Oddfellowar boriS kostnaðinn og náS honum inn meS frjálsum samskotum. Þó hafa tvö önnur fjelög í bænum styrkt þetta fyrirtæki nokkuS, SlippfjelagiS og, Frímúrarafjelagið. Af þessu stutta yfirliti yfir störf þessa fjelags má sjá, að bæði Reykjavíkurbær og landið í heild eiga því mikiS aS þakka. í fjelaginu eru nú rúmlega 200 manns, og stúkurnar eru orSnar 3. I apríl 1917 var stofnuð stúka á Akureyri, sem „Sjöfn“ heitir, og eru í henni um 20 fjelagar. í Iieykjavík var ný stúka stofnuð 26. febrúar 1921 og heitir „Hall- veig“, í höfuS konu Ingólfs land- námsmanns. 15. f. m. komu hingað nokkrir Oddfellowar frá Danmörku til þess að vera við staddir 25 ára afmæli fjelagsskaparins hjer á landi. Meðal þeirra er Petrus Beyer, yfirmaSur Reglunnar í Danmörku og á ís- landi, og frú hans, Ella Beyer, sem einnig er starfandi í Reglunni. Hinir eru: Chr. Skeel kammerjun- ker, C. Hede yfirrjettarmálafl.- xuaSur, Vald. Madsen verksmiöju- eigandi, Jes König vátryggingaum- boðsmaður og frá hans. Eins og áSur hefir verið getið um hjer í blaðinu hafa Rvíkur- Oddfellowar farið meS þessa gesti sína til Þingvalla og Geysis og svo til VífilstaSa. En fyrst og fremst var aS sjálfsögSu heimsótt- ur spítalinn í Lauganesi. í Þing- vallaförinni voru yfir 200 .manns, á milli 50 og 60 bxlum. Var veður gott fyrri hluta dagsins, en rigning síðari hlutann, og spilti það nokk- uS skemtuninni. í Geysisferðalag- inu voru miklu færri, en veSur var 1 ið ákjósanlegasta meSan á því stóS. Kl. Jónsson atvinnumálaráSherra er nú yfirmaður Reglunnar hjer á landi, formaður í „Ingólfi“ Eggert Claessen bankastjóri og í „Hall- \tigu“ Brynjólfur Björnsson tann- læknir. VandaS rit, sem Sighvatur Ijamason hefir samiS, gefur fje- lagið út til minningar um 25 ára afmælið. -------o------ Koparnámui* i Hornafirði. Björn Kristjánsson fyrverandi bankastjóri er nýkominn austan úx* Hornafirði og hefir fundið þar koparmálm (Azurit) nálægt Svín- hólum í Lóni. Hann hefir með sjer sýnishom af berginu, sem kopar- um vafa á því, að svo mikið sje þarna af honum, að málm- vinslan svari kostnaði. Eins og kunnugt er, hefir hr. Bjöm Kristjánsson lengi og með miklum áhuga og dugnaSi fengist við að leita að málmum hjer á landi og við efnarannsóknir þar að lútandi. Tvisvar áður hefir hann dvalið um tíma þarna austur frá í mámleitunarerindum, og fundiS þar fleiri tegundir málma í ýmsum samböndum. En þennan koparmálmsftmd telur haim merki- legastan. Staðuriim, sem málmurinn er á, er 7—8 kílómetra frá sjó, en yfir greiðfært sljeótlendi að fara niður á Hvalneskrók, sem er sumar- höfn eða afdrep þama við sand- ana. -o- Kvöldið 31. f. m. andaðist hjer í bænum sjera Magnús. Andrjes- scn frá Gilsbakka. Hann kom suð- vir hingað fyrir nokkru og ætlaSi að hafa aSeins stutta dvöl, veikt- iit hjer og lagðist banaleguna. Ilann dvaldi í húsi frú Ilelgu- Zoega, ekkju Geirs sál. kaupmanns, cg andaðist þar. Hann var 77 ára gamall, fædd- ur 30. júní 1845. — Verður þessa mæta manns nánar minst síðar lxjer í blaðinu. -------«----—* Með síðustu skipum hafa nán- ari fregnir borist af tollhækk- unum Norðmaxma, sem ságt var frá fyrir skömmu hjer í blaðinu. Tolllagabreytingarnar hafa í að- alatriðum orðiS þær, er hjer er frá skýrt, og skulu þær ekki end- urteknar hjer. Þó skal þess getið, að af landbúnaðarafurðum var það ekki aðeins kjöt og kartöflur, sem tollaS var heldur einnig egg. Það var staðhæft hjer í blað- inu, að þessar tolllagabreytingar stæðu ekki í neinu sambandi við og ættu eigi að neinu leyti rót sína að rekja til löggjafar þeirr- ar, sem gengiS hefir í gildi hjer á landi á síðustu tímum, í barnn- málinu og fram er komin vegna kröfu Spánverja. Einstaka menn hafa látið sjer sæma að gera Norð- mönnum þær getsakir, að þeir væru að hefna sín á íslendingum, og meira að segja er ekki laust við, aS þessi skoðun hafi komið fram í tveimur blöðum hjer. En kynnist menn sögu málsins verð- ur fljótt ljóst, að þetta er al- gerlega úr lausu lofti gripið- Vjer höfum hitt norska ræð- ismanninn hjer hr. Bay að máli og beðiS hann um að láta í ljósi álit sitt um, hvort síldveiðalög- gjöfin og bannlagabreytingin hjer gæti á nokkurn hátt talist orsök í nýja kjöttollinum norska. Hr. Bay svaraði þessu afdráttarlaust neitandi og gaf oss upplýsingar þær, sem hjer fara á eftir og sýna, að hjer er alla eigi að ræða um neitt slíkt. Undanfarið hefir milliþinga- nefnd setiö á rökstólum í Noregi til þess aS endurskoða alla toll- löggjöf Noregs. Þessi nefnd hefir verið lengur að verki en búist var við, og getur sennilega ekki skil- aS áliti sínu fyr en næsta ár. Þótti of langt að bíða eftir þessu og einkum var gleriðnaði og járniSh- aði Norðmanna talin mikil þörf á að fá verndartoll þegar í stað, því að verksmiðjumar eiga viS mikla örðugleika að etja. Þess- vegna lagði stjórnin fyrir stór- þingið frumvarp um hækkaSa tolla á þessum vöram. En þar var ekki einu orði minst á toll- hækkun á kjöti. Frumvarpið fór síðan til þingnefndar og meiri hluti hennar kemur sjer saman um að láta kjöt, egg og kart- öflur ekki bíða næsta árs, er (frumvarp miilliþinganefndarinnar komi fram, heldur skuli hann tekinn með strax. ÞaS er þannig að þessi nefndarmeirihluti í þing- inu en ekki stjómin, sem upp- tökin á, og rökstyður nefndin tollhækkun kjötsins með því, sem hjer fer á eftir og er orðrjett þýðing úr nefndarálitinu: „Við endurskoðun tolllaganna 1897, var kjöttollurinn ákveðinn 10 aurar og hefir ekki verið hækk- aður síðan. Kjötverðið var um þær mundir 50—60 aurar pr, kg. og tollurinn þannig 17—20%. En 1921 var meðalverð kjöts kr. 2,75 og tollurinn því rúmlega 3%. Innflutningur kjöts hefir vaxið aS mun síðustu árin. 1911 var hann 11,000 smál, en 1921 var hann orðinn 17.193 smál. Með meðalverðinu kr. 2,75 nemur inn- flutningurinn 50 miljón krónum. Land vort hefir eflaust mikil skilyrði til kjötframleiðslu. Má t. d. benda á beitilöndin sem eru að kalla má alstaSar. Hefir mikið verið gert til þess, að bæta þessi beitilönd svo að þau geti framfleytt miklu fleira fje en áður. En eigi þetta að koma að notum og kjötframleiöslan að komast í gott horf, þá er það skilyrði, að trygður sje sæmilegur markaður með stöðugu tryggu verði' ‘. Er einnig bent á, aS vegna verð- falls peninga sje hinn fyrr^ toll- ur orðinn of lágur, eins og eðli- legt er, þareð hann hefir staðið óhaggaður í 25 ár. Vitanlega voru það einkum fnll- trúar bænda í nefndinni, sem beittu sjer fyrir hækkuninni á landbúnaSarafurSum í notum þess að iðnaður fjekk tollvemd sam- kvæmt stjórnarfrumvarpinu. Og við atkvæðagreiðsluna í stórþing- inu var tollurinn samþyktur með 84 atkvæSum gegn 58. Voru það socialistar og kommúnistar sem gieiddu atkvæði á móti, ásamt nckkrum mönnum af öðrum flokk-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.