Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 20.04.1923, Síða 3

Lögrétta - 20.04.1923, Síða 3
LÖGRJETTA 8 Hjer fara á eftir nokkrar athuga- seindir við skuldaframtalsgrein J. J. í síðasta tbl. Tímans. 1. J. J. segir, að skuldir landsins út á við sjeu nú taldar um 50 milj. kr. Þetta er rangt. Skuldirnar munu nú ekki vera meiri en um 39 milj. J. J. bætir þarna við um 11 milj. — og er auðsjeð í livaSa tilgangi þaö cr gert. 2. Af þessari rangfærslu leiðir aftur önnur stórvægileg rangfærsla, sú, að verslunarrekendur, aðrir en kaupfjelögin, skuldi um 33 milj. við útlönd, eins og J. J. segir. Hið rjetta er, að skuldir einstaklinga og ,firma‘ \ið útlönd eru um 13 milj., og þar í eru togaraskuldir, svo þessar skuld- i eru engan veginn alt verslunar- skuldir eins og J. J. segir. Hinn hluti allrar skuldafúlgunnar eru skuldir ríkissjóðs, sem J. J. segir heldur ekki rjett til um, og skuldir banka, sem hann sleppir algerlega. 3- JSn aðalatriðið er það, þegar verið er að tala um skuldir Sam- bandsins og annara verslunarrek, enúa, að J. J. gleymir að segja ykk- ur frá, livað kaupfjelögin skulda mnanlands, bönkum og sparisjóðum. Eru það ekki líka skuldir, þó innan- iands sjeu? Bn samkvæmt skýrslu foi'stjóra Sambandsins síðastliðið vor, Hallgr. heitins Kristinssonar, sem prentuð er í „Tímanum“, eru skuldir kaupfjelaga þeirra, sem í Sambandinu eru og Sambandsins uaeð veðskuldum, fyrir utan skuldir fjelaganna innbyrðis til fjelags- sjóðanna, samtals kr. 8,132,894.56. (!g væntanlega hafa þessar skuldir ckki minkað að mun síðan, því síð- usta ár var ekki neitt veltiár fyrir bændur. 4. Samvinnumenn segja, að um 7o hlutar allra íslendinga versli í Sambandsfjelögunum. Skuldir þess- ara % hluta eru þá á 9. milj. Skuld- n' binna % eru um 13 milj. Hallast þá heldur á þá fyrtöldu. 5. Þá gleymir J. J. eða hirðir ekki lun> að segja ykkur frá því, hvernig a l)ví stendur, að skuldir þeirra, sem ekki versla í Sambandsfjelög- unum, eru svo miklar við útlönd. Bn það liggUr £ augum uppi. Það er tekið fram hjer að framan, að í þess- um skuldum væru togaraskuldir. Út- gerðarmenn allir eða flestir, kaupa alt sem til frandeiðslunnar þarf er- lcndis, skip, veiðarfæri, kol, salt o. 1 b Bændurnir aftur á móti eða Þeirra verslunarfjelög sama og ekki neitt til þess að framleiða kjöt og smjör, ull og aðrar lancfbúnaðaraf- 111 ®ir- Pramleiðslan sjálf skapar skuldirnar erlendis en ekki innan lands. Auk þessa veit hver maður, að olíkt meira veltufje þarf til þess að reka stóra útgerð en stór bú. En - þau ólíku hlutföll jafnast með því, hve miklu meira er flutt út úr land- biu af sjávarafurðum en landafurð- um’ sem sjá lná af því, að síðasta ár u fluttar út landafurðir fyrir að ems um 4 milj. kr. en sjávarafurðir fvrir 36-40 milj. Skuldirnar, sem stofna þarf til þess að framleiða sjávarafurðir, verða stórfeldari, — framleiðslan um leið margföld við I ramleiðslu landbúnaðarins. 6. J. J. segir í sambandi við sám- abyrgðina, að „hvert gjaldþrotið reki annað hjá kaupmönnum og út- gerðarmönnum* ‘, En hættan af sam- ábyrgðinni geri lítið vart við sig í kaupfjdög11111!11! Cða hjá bændum. En í yfirliti, sem Hagstofan hefir nýskeð birt} yfir gjaldþrot flokka eða stjetta á árinu 1909—1922, sjest, að bændur eru þar hinir 4. í röðinni. Og á árunum 1913—17 og 1918—’ 22 eru jafnmörg gjaldþrot bænda, þrátt fyrir það, þó þeir hafi hlítt forsjón kaupfjelaganna í verslun sinni. 1 7 J. J. talar um, að í mörgum tog-: arafjelögunum sjeu menn flæktir í samábyrgð. En hann gleymir að benda ykkur á, hve miklu meiri hætta felst í því, þegar heilir hrepp- ar og lieilar sýslur eru hneptar í samábyrgðarflækju þá, sem kaup- fjelögin hafa lögleitt. Og það í á- byrgðiun fyrir upphæðum, sem hver j einstaklingur veit í raun og veru ekkert hvað eru miklar. j 8. Þá talar J. J. um það, að skuld- ir verslunarmanna og vitgerðar- manna innanlands muni vera svip- aðar og þær erlendu. Um þetta veit hann ekki hið minsta. Enda er það vitleysa ein, sem hann heldur þar fram. Því aðalskuldir margra út- gerðarmanna eru við útlönd vegna þeirrar tegundar af atvinnu, sem þeir stunda, eins og áður hefir ver- ið sýnt hjer fram á. En hann gleym- ir að minna á, að margir bændur skulda nú eins mikið við kaupmLim eins og kaupf jelag það er þeir versla í. Og er því ekki öll skuld bænda tal- in,þó tilgreind sje skuld kaupfjelag- anna eða Sambandsins. Fimtugsafmæli Jónasar læknis Kristjánssonar á Sauðárkrók. Kvæði þetta sendi Stefán skáld Uramfarafjelagi Skagfirðinga, til áð flytja Jónasi lækni á 50. ára af- mæli hans í fyrra. I stuttu máli heilsar hjer Með hjörtum lands og tungum Ið fyrsta ár um fimtugt, þjer, 1 fullum þroska og ungum! Og glaðra vona vættur rís Og viljug hönd þjer gefur. l'ví sjerliver vegleg vöggu-dís Eins vaxið með þjer hefur. Hjer verður ekki talan teygð Uin tugu-ára brautir I þinni list: að forða feigð Og friða sjúkra þrautir, I'ví slíkt er frægð. Samt findu, að Nú flokkur okkar þekliir Ilvar dauða er verr um voða, en það Og veit sjer þyngri linekkir. En það er æsku-hugur heill Og heilbrigðs þroska auður, Því tannfje Hels er vilji veill Og vílmóðs-andinn snauður. En þú varst okkar höfuð-her Að hverju glöðu miði, Svo æsku þinni unnum vjer, Þú ungra fyrirliði! Þó ekkert gangi gneista-flug Af glystnáls-snauðum ljóðum, Er stuðull hver úr heilum hug Og hjartans óskum góðum. Og þótt svo farið söngnum sje Þær saman verði’ ei taldar, Þá seiði’ hann að þjer frernd og íje Og fjör til heillar aldar. Ein beinagrind með brýnda sigð, Sem blíndi úr skugga á þig, Sjer stakk í gröf—í garðinn stygð— Og gusar rnoldum á sig. Og síst er feikn, hún fyndi það, Að fátt um þig sig varðar, ■ Sem morgunsól nú átt hjer að Og æsku Skagafjarðar. Stephan (í. StephanssQn. Góöar »kornvörur. Rúgur, hreinsaður, ameríkanskur. Rúgmjöl, danskt. Bankabygg, danskt, ágætt. Hálfsigtimjöl, danskt, sjerlega gott. Bakarahveiti, danskt. „Extrafint“ hveiti danskt. Hveiti, amer. (2 teg.) „prima“. Bestu kaupin gera kaupmenn, kaupfjelög, hreppafjelög og bakarar hjá O. Friðgeirsson & Skúlason. Hafnarstræti 15. Reykjavik. v Sími 465. Fyrirlestur fluttur í Rvík ls/3 ’23 af Koefoed-Hansen, skógræktarstj. Mig langar til að halda þennan fyrirlestur af tveimur ástæðum. Rannsóknir og reynsla hafa nú leitt svo mikið í Ijós, að jeg álít mjer fært að gera grein fyrir því, hvaða stefnu á að takaískógræktinni ;og svo vil jeg reyna að leiðrjetta skoð- anir manna um það mál, því jeg veit, að þær eru að miklu leyti rangar. Fyrst vil jeg minnast á grein eina, eftir Guðmund Björnsson landlækni, er birt var í Skólablað- inu 1911. Hún er ekki eftir sjer- fræðing, en að minni hyggju er hún sú besta grein, sem skrifuð hefir verið um þaö mál, síðan jeg kom hingað. Ilún lýsir svo ágætlega vel, á 3—4 litlum blaðsíðum, hve lífið í sveitinni varð æ meira tilbreytinga- laust, lítilfjörlegra og óskemtilegra eftir því sem skógarnir hurfu. Jeg er höfundinum samdóina, þegar hann segir, að það, sem hann þar hefir tekið fram, verði varla með rökum rengt; en orð hans bregða upp fyrir oss glöggri mynd af því, hvílík breyting varð á lífsskilyrðum manna, þegar . skóglendiuu fór að hnigna að víðáttu og gæðum. Eðli- legt er, að svona færi Þegar menn gera landið, þar sem þeir búa, fá- Irekara, þá verða þeir sjálfir fátæk- ari. Skóglendið er arðberandi eign; en í fornöld hugsuðu menn ekki um slíkt, hvorki hjer nje nokkur- staðar annarstaðar í Norðurálfu. Þeir tóku svo lengi sem nokkuð var að taka. I fornöld gaf skóglendið mikinn arð. Þjóðin tók úr því það elds- neyti, sem hún þurfti árlega. Þá l ar skóglendið eldsneytisforðabúr og að nokkru leyti efniviðarforða- búr landsins. Hefði ekki verið sú auðlind að ausa af, þá má telja þuð vafasamt, hvort menn hefðu ver'ð færir um að taka sjer hjer bólfest í í fornöld. Landið hefir eyðilagst afarmikið siðan á landnámstíð. Þetta keniur til af því, að jarðvegurinn hjer c öðruvísi en í hinum Norðurlöndui:- um. Hefði þar verið sami jarðveg- ur og hjer, þá hefðu menn þar ekki staðið eins vel að vígi og þeir gera nú. Enginn getur með rjettu láð forn íddarmönnuin það, að þeir fóru að eins og þeir gerðu. Þeir báru ekki skyn á að fara með landið á rjett- an hátt og sáu ekki hættuna. Ugg laust hefir það verið þrekmikil og skarpskygn þjóð, sem bjó lijer á fyrstu öldum eftir landnámstíð, og J.’.ð má búast við því. að hún hefði veriö fús á að leggja mikið í söl- urnar til þess að hlífa skógunum, . ’ hún skyldi ekki hvað mátti bjóða þeim, og eyddi þeim smámsaman. Nú eru eftir samtals um 12 fer- nílúr af skóglendi. Jeg skal ekkr ábyrgjast, að svæðið sje ekki stœrra, en minna er það ckki. Sainkvæmt frásögn próf. Þorvalds Thoroddsen er flatarmál hinnar ís- íensku bygðar í mesta lagi 240 fer- n ílur. 5% af bvgðinni er því skógi- vaxið land. Eins og alkunnugt er, þá er að eins afarlítill hluti þessa svæðis vaxinn verulegum skógi. A meiri hluta þess er að eins kjarr. Iljer er því um stórt landflæmi, 12 fermílur að ræða. Skóglendið er eins og í fornöld meðal hiuna arð- berandi eigna landsins. Það ber aö eins lítinn arð, eins og hagnýtingin hefir farið fram á síðari áratugum, en hægt er að breyta henni þann- ig, að það getur borið mikinn arð. Það má til að hagnýta sjer skóg- lendið þannig, að skógræktin geti að einliverju leyti borið sig fjár- bagslega. Sje þetta ógerandi, má telja það víst, að þá muni skóg- ræktarmálið aldrei verða sett jafnhliða öðrum landsmálum. Hjer á landi mun það aldrei borga sig fjárhagslega að rækta skóg í þeim tilgangi að framleiða timb- ur. Skógargróðurinn getur ekki orð ið nógu stórvaxinn til þess, og þar að auki er ógerandi að framleiða furu- og greniskóg. Hjer geta ekki verið nema birkiskógar. Yerðmæti skóglendisins á vorum dögum er ekki aðallega í shógar- gróðrinum, heldur í skógartorfunni. Svo er mál með vexti, að skógrækt getur orðið hjer að arðsömu fyrir- tæki á fáum árum, ef framleiðsla af skógivöxnu beitilandi er gert að aðalstarfi hennar. Undirbútnrigs- tírninn er fólginn í því: 1) að af- girða svæðið, og 2) að grisja kjarr- iö. Ekki má beita þar nema kúm og ungneyti, frá 1.—15. júní til 1.—15. október, eftir því sem vorið og haustið verður. Búiö er nú að framleiða eitt skógivaxið beitiland, •sem sje í Vatnaskógi á Hvalfjarð- strönd. Sjerhver sá, ' sein hefir skoðað þetta svæði áður en farið var að rækta það, og líka að verkinu loknu, ]». e. að þrem árum liðnum, hlýtur að skilja, að þetta hefir ver- ið arðberandi fyrirtæki. Tilgangurinn með ræktunarfyrir- tækjum hjer á landi mun vera sá, að auka slcepnufjöldann, einkum kúafjöldann, til þess að auka fram- loiðslu og útflutning m. a. af smjöri. Það verk er fólgið í því að stækka slægjulandið og beitilandið. Jeg þori að fullyrða, að ekki er til í hinni íslensku bygð land, þar sem hægt væri að framleiða lsta flokks beitiland með eins litlum kostnaði og á eins skömmum tíma en ein- mitt í skóglendinu. Þai' er til það, sem vantar svo tilfinnanlega í hinni íslensku bygð, sem sje skjól. Þá er um að gera að liafa fyrir- komulagið sem best. Ilvort þetta muni takast, er undir því komið, a" hve miklu leyti bændur vilja vinna í sameiningu. — Að minui hyggju væri hentugast að giröa alt at svo víðlent sva’ði, að kúafjöld- inn yrði nógu mikill til að halda rjómabúi staríandi. En enn þá bfíra væri að hafa svæðin svo víð- lend, að það dygði að nota annan helming þess annað sumarið, en hinn helminginn hitt. Annars mætti nú beita skepnum um nokkuð langt á.raskeið í þannig ræktað skóg- lendi, án þess að það rýrnaði, 1 ví að lauffallið endurnýjar. að miklu leyti næringarefnin í javðveginum, en sjálfsagt væri að liakla því við með því að hafa alt af tiltekinn hluta þess alfriðaðan. Sjálfsagt væri að byrja þar sem samgöugur væru bestar, t. d. i Borgarhreppi í Mýrasýslu. Fyrir skömmu talaði jeg við bónda þar í sveit. Hann æskti þess, að fá styrk til að girða lítið skógsvæði, sem liggur fram með þjóðveginum. Jeg vil mæla með því, að þetta sje gert, með því skilyrði, að þar og í skóg- lendi nágrannajarðanna sje afgirt svæði, 1200 vallardagsláttur, og unnið aö því að framleiða þár skógivaxið beitiland. Þá má setja þar girðingu, svo að spildan fram með þjóðveginum verður alfriðuð. Það mun vera öllum ljóst, að það gotur ekki orðið að verulegu gagni að girða smásvæði hingað og þang- að, til þess áð ferðamenn fái eitt- hvað fallegtaðhorfaá,þegar fram Hða stundir. Erlendis hefir nú, síð- ístliðið ár, sú skoðun farið að ryðj. sjer til rúms, að rjett sje að hag- nýta sjer skóglendið meira en hing- að til hefir verið gert, með því að liafa það fyrir beitiland. Menn hafa fengið þá tilfinningu, að það sje óafsakanlegt, að hagnýta sjer ekki eftir megni eins víðmáttumik- io og dýrmætt land og skóglendið er í flestum löndum. Danskur skóg- i. æðingur mælir með að gera það. Ilann segir: „Tilgangurinn er ekki á, að taka upp aftur rányrkju for í’eðranna og fara að nýju að eyði- leggja skógana með því að sleppa í þá hrossum, geitfje og kúm bæði vetur og sumar, lieldur sá, að hefja ai nýju gamla hagnýtingaraðferð, en breyta henni þannig, að hún \erði laus við galla fornra tíma.‘ l'ess konar hagnýting á einkum vel við hjer á landi, því jarðvegurinn hjer er skógargróðri afar óhagstæð- ur. Þetta veldur því, að grasið get- ui náð miklum þroska, þó að skugg inn sje heldur sterkur. Jeg drap á áðan, að menn hafa haft og liafa enn margar skoðanir á því máli, er hjer er til umræðu. Jeg get best trúað því, að þeir sem bafa skipað og skipa ríkisstjórnina, hugsi eins og hjer segir: Það skift* ir víst ekki iniklu, hvort þeir, er hafa skógræktarmálið með liöndum, eru duglegir eða okki, því jafnvel hinn duglegasti mundi ekki vera fær um að gera nokkuð á því sviði, / gæti komiðí að verulegu gagni. okkur finst það í raun og veru heldur ósvífið af þeim mönnum, að l'ara fram á það við þing og stjórn, að veita stórfje til þess konar fyr- . tækja. Að því er snertir skógeig- endur og aðra bændur, þá langar marga þeirra til aö rækta og friða skóglendi, en þeir vilja hafia alt borgað af opinberu fje, þangað til þeir eru búnir að sjá, hvernig á- rangurinn VLi’ður. Þess vegna er svo skrítið, að skógeigendur og aðrir bændur senda til skógræktarstjóra eina áskorunina á fætur annari um að girða og grisja skóglendi, eða að rækta nýjan skógargróður, en stjórnin, er hefir sjálf ráðið sjerfræðing til að ann- ast um þau verk, vill elíki verja svo milílu fje til þessa verks, að liægt sje aö sinna kröfum þessara manna.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.