Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.05.1923, Blaðsíða 2

Lögrétta - 25.05.1923, Blaðsíða 2
2 Jl,OGRJETTA Itossitten, kurische Nehrung, j l’yskland. Eyrarbakka í apríl 1923. P. Nielsen. -------o------- Gráttu ekki. Gráttu hana ekki, því tár þín angra hana, og geta orðið of þung á hina flugljettu sál hennar. Iíieyndu ^faki að festa hana hjá þjer með tárum þínum. Varast að láta tár þín, þó göfug sjeu og hrein, verða að blettum á hinum drifhvíta faldi hennar. Skoðaðu hana sem fyrirmynd og kepstu við að ná f ullkomnun hennar. Andardráttur hennar var þýður og mjúkur, sem hinn hlýi suðræni vorblær, er kyssir þjer á kinn, og gefur þjer nýjan lífs- þrótt, frið og fögnuð. Augu henn- ar voru björt sem hin blikandi íaorgunstjarna fyrir dagrenningu; haddur hennar, sem gyltir norð- urljósalogavendir um heiða vetr- arnótt. Taktu með fögnuði á móti kveðjum hennar, sem hún sendir þjer með boðberum lífsins. — Cráttu hana ekki, hún man eftir þjer.Veitstu það, að húnsituroft á öxl þjer í líki hvítrar dúfu og ber þjer sáttar orð í eyra, - hvísl- ar að þjer huggandi græðandi lífs ins orði. Gefðu besta vininum þínum blómið þitt brosandi, en láttu það ekki vera vott af tárum. Mundu, að hún er eilífðarblómið þitt í á- framhaldandi þroskun, og getur ekki fölnað. Gerðu ekki loftið þrungið af uppþornuðum tárum, því það kann að vekja blundaðan harm í særðn hjarta. Hugsaðu ekki að blómið þitt sje dautt, þó það loki bykar sínum á meðan næturskuggarnir líða hjá. Breyttu sárri tilfinning í unaðsóma og framkallaðu þá þegar syrtir að, þá verður endurminning hennar a.ð lífsgeisla, sem gefur þjer stvrk og andlegt víðsýni. Gráttu hana ekki. Gleðstu af því að' hún fór á undan þjer, til að búa þjer góðan verustað, og til að biðja alföður að gleyma ýms- um ófullkomleik þínum, en muna vel eftir göfugri viðleitni, þó uún hafi verið í veikleika gjörð. Ó. I. ! -----------0------ F. W. Harmer. Miss Harmer skrifar mjer að faðir hennar F. W. Harmer hafi dáið að heimili sínu, Oakland House nálægt Norwich, 11. apríl, 4 88. ári aldurs síns. Harmer var merkismaður, einn þeirra jarð- íræðinga, sem fróðastir hafa ver- io um pliocenar jarðmyndanir á Englandi og víðar. Hann var einn þeirra manna, sem mjer hefir þótt best að vera með, fyrir vitsku sak- i.' mannþekkingar, og hefi jeg minst þess í Nýal, í greininni: „Ágætir öldungar“. Islendingar hafa ástæðu til að minnast Har- ir.ers með þakklæti, vegna þess, að hann rannsakaði fagurl. skelj- ar úr Hallbjarnarstaðakambi og greiddi þannig fyrir því, að nán- ari þekking geti fengist á mjög merkilegri jarðmyndun, sem enn- þá hefir verið altof lítill gaumur gefinn. Helgi Pjeturss. Veðreiðamar á annan í Hvítasunnu fóru vel fram. Veður var hið ákjósanleg- asta, og skeiðvöllurinn eins góður og hann getur verið. Mesti sæg- ur af fólki kom til þess að horfa á veðreiðarnar, og mun hafa þótt góð skemtun, enda mátti þar sjá marga fallega hesta og mörg falleg tilþrif. Dómnefnd skipuðu Oddur Hermannsson bankastjóri, Guðm. Kr. Gupmundsson skipamiðlari og Einar E. Sæmundsen skógvörður. Fjellu dómar þeirra þannig, að þremur fljótustu stöikkhestunum voru dæmd verðlaun, 300, 150 og 75 kr., en engin fyrstu verðlaun voru veitt fyrir skeið, vegna þess, að enginn hestur náði hinum tilsetta lámarks-skeiðtíma til I. verðlauna, en 2 fengu 2. og 3. verðlaun, Sleipnir og Fluga. Aítur á móti fóru 4 stökkhestar fram úr metinu, er sett var S fyrra, 24 sek., og munaði rúmri sekúndu á þeim fljótasta (Sörla). Skjóni (nr. 2 núna) átti gamla metið. Bestu skeiðhestarnir, Stígandi og Faxi, hlupu upp, og yfirleitt mis- tókst skeiðhestunum. Af stökkhestunum var einn dæmdur úr leik vegna illrar reiðmensbu knapans, Jóns Bj. Guðmundssonar, ofan úr Borgarfirði. Annars höguðu knapar sjer betur nú en í fyrra, beittu ekki svipu og börðu fótastökk í hófi. Á yfirlitinu, sem hjer fer á eftir, geta menn sjeð aðalúrslit kappreiðanna, en úrslit í flokkum eru ekki talin. 3 síðustu tölurx- ar tí enda hverrar línu, merkja: 1. þyng knapa, 2. hlauptíma í flokk og sú 3. úrslitasprett. Skeiðhestar: Sleipnir, 11 v., hæð 52)4) úr Borgarfj.s., eig. Olafur Guðna- son innheimtum., knapi Höskuldur Eyjólfsson .. .. .. 94 26.2 sek. Fluga, 7 v., hæð 51, úr Rangárv.s., eig. Ágúst Jónsson, Varmadal, knapi: eigandinn................................82)4 26.8 — Fjósi, 9 v., hæð 52, úr Húnav.s., eig. Theódór Magnússon bakari, knapi Björn Gunnlaugsson.......................... 78 27 — Hriki, 8 v., 5514, úr Kjósars., eig. Kolbeinn Högnason, Koilaf., knapi porgrímur Guðmundsson...................... 85 27.5 — Jarpur, 8 v., hæð ? úr Rangárv.s., eig. Einar Erlendsson Rvík, knapi pórður Jónsson................................ 72 31.5 — Smyrill, 11 v., hæð 49, úr Rangárv.s., eig. Einar Einars- son, bátasm., knapi Björn Gottskálksson.................. 81 Hlj. upp pófi, 11 v., hæð 5014, úr Ámess., eig. Kristinn Guðnason bifreiðarstj., knapi Eigandi............................. 93 Fældist Faxi, 8 v., hæð 52, úr Húnav.s., eig. Ámi Gunnlaugsson Rvík, knapi, eigandi..................................... 75)4 hlj.upp Stígandi, 12 v. hæð 53)4) úr Skagafj.s., eig. Pálmi Jónsson Rvík, knapi: eigandi...................................... 79)4 ®o Heimir, 8 v., hæð 52, úr Rangárvallas. eig. Ingvar Sig urðsson, bókari, knapi: Höskuldur Eyjólfsson .. .. 94 Do Jarpur, 7. v., h. 54, Rangárv.s. eig. Skúli Thorarensen Rvík, knapi: teigandi..................................... 97 Dd Gráni, 11 v., h. 51, úr Hún—av.s., eig Stefán porláks- son, knapi: eigandi.........................................75 Do Stökkhestar: Sörli, 12 v. h. 50)4) úr Borgfjs., eig. Ól. Magnússon kgl. 1 jósmyndari, knapi: Pjetur porgrímsson .... 64 24 22,8 Skjóni, 8 v., hæð 52)4, Húnavatnss., eig. Ingi Haldórsson bakari, knapi: Pjetur Helgason...................... 70 23,8 23,2 Tvistur, 8 v., hæð 51)4, úr Skagafjsýslu., eig. Jón Lárus- son kaupm., knapi Lárus Jónsson................... 65)4 24 23,3 Ljettir, 10 v., hæð 52 úr Skagafj.sýslu, eig. Steindór Gunnlaugsson lögfr. knapi: Eiríkur Einarsson .. 72 24,2 23,6 Stjarni, 7 v., hæð 50, úr A.-Skaftafellss. eig. Ólafur Finn- bogason, Auðsholti, knapi: eigandi..................... 74 24,2 24 Hrafn, 8 v., hæð 50, úr Rangárvallasýslu, eig. Jón Hans- son, Rvík, knapi: eigandi............................. 84)4 25,6 24 Flekkur, 7 v., hæð 51)4, úr Árness., eig. Tómas Petersen Rvík, knapi: Bjami Ólafsson............................ 64 25,6 24,2 Sindri, 6 v., hasð 51 úr Árness. eig. Sigurður Bjarna- son, knapi: eigandi...................................... 25 24,9 Bráinn, 8 v., hæð 51 úr Borgarfj.sýslu, eig. Jón Guð- mundsson Rvík, knapi: eigandi.......................... 78 25 25 Hrappur, 5 v., hæð 53 úr Skagafj.sýslu, eig. Árni Sig- urbjörnsson Rvík, knapi: eigandi......................... 78 25 25,2 Blesi, 9 v., hæð 53 úr A.-Skaftafellss., eig. Sigurður Góslason lögregluþj., knapi: Daníel Bjamason .. 75 25,1 Óskar, 9 v., hæð 51)4, úr Rangárvallas. eig. Sigurður Jónsson, Rvík, knapi: Guðni Guðmundsson .. .. 77 25,3 Jarpur, 7 v., hæð 51 úr Borgarfj.sýslu, eig. Jóhann Benediktsson Rvík, knapi: Bjarni Oddsson .. .. 72 25,4 Gráni, 7 v., hæð 51 úr Borgarfj.sýslu, eig. Magnús Magnússon framkv.stj., knapi: Pálmi Jónsson .. .. 79 25,8 Fálki, 6 v., úr Dalasýslu, eig. Ólafur Bjömsson, knapi: eigandi.................................................. 72 26 Brúnn, 14 v., hæð 51 úr Borgarfjsýslu, eig porsteinn Fjeldsted, Hvítárósi, knapi: Jón Bj. Guðmundsson 72)4 ^6 Borgfirðingur, 7 v., hæð 50)4, úr Borgfjs., eig. þorst. Fjeldsted, Hvítárósi, knapi: Jón Bj. Guðmundsson 26,1 Glæsir, 8 v., hæð 52 úr Dalasýslu, eig. Vigfús Helga- son kennari, knapi: eigandi........................... 88 27,4 Dreki, 9 v., hæð 53 úr Borgarfj.sýslu, eig. porsteinn Fjeldsted, Hv.ósi, knapi: Jón Bj. Guðmundss. 72)4 25 Dæmdrúrleik. Sú nýbreytni var að þessu sinni tekin upp að hafa veðbanka við kappreiðamar, eftir erlendri fyrirmynd. Var það gert vegna þess, að þegar í fyrra voru menn farnir að veðja um hesta sín á milli, og vildi hestamannafjelagið „Fákur“ því þegar reyna að koma góðu skipulagi á veðmálin, og mátti segja að það tækist vonum betur, svona í fyrsta sinni. Alls munu bókuð veðmál hafa numið kr. 3200,00, en tap og gróði einstakra manna mun hafa numið litlu. Veðupphæðir voru 2 kr., 5 kr. og 10 krónur. Mestur gróði á einn hest mun hafa orðið fimmföld veðupphæð en minstur gróði 50%. Auk þessa munu margir hafa veðjað aín í milli og eru þau veðmál nær því að vera fjárhætta og ættu að leggjast niður þegar bankinn er kominn. Jeg vil með eftirfarandi línam minnast á eftirfarandi málefni, sem að vísu hefir verið talsvert rætt undanfarið, en mest á hug rænan hátt, eða lítið bygt á reynslunni. Vil jeg fyrst líta yfir gallana, sem í ljós hafa komið síðan þessi fjelög voru sett á stofn; því þó reynslntíminn sje stuttur, þá gefur hann þó bend- ingar um, hvernig haga skuli fyrirkomulagi fóðurbyrgðarf jelag anna í framtíðinni. Mest eru áberandi ýmsir erfið- leikar á framkvæmd fjelaganna. T. d. gengur mjög illa að fá hæfa menn til eftirlits starfsins, sem leiðir af sjer ýmsa óreglu. Þeir eru vandfcngnir, einkum meðal yngri manna, sem sam- eina alt, er tiT þarf, gott vit á búpeningi og þekkingu, glögt auga, reglusemi, og síðast en elkki síst: hafa gott lag á að leiða fje- lagsmenn til sem mests fylgis við l’jelagsskapinn. Ofan á bætist, að þeir, sem njóta styrks af almanna fje til undirbúnings undir yfirlitsstarf, þykjast ekki skyldugir til að starfa hjá fjelögunum lengur en þtim gott þykir, eða gefa alls ekki kost á sjer. Má til dæmis geta þess í þessu sambandi, að maður einn hjeðax úr sveit brá s;,er til Reytkjavíkur í fyrra, er þar á eftirlits-námsskeiði og fær stvrk. Þegar neim kemur, og hann er beðinn að taka að sjer eftir- litsstarfið, er hann ófáanlegur til þess. Virðist það misbrúkun á lrndsfje, að styrkþegum skuli ekki gert að skyldu að starfa álkveðinn tíma fyrir styrkinn. Verður hann armars nokkurs konar skálkaskjól þvim til handa, sem vilja ljetta sjer upp. Annar gallinn, sem tilfinnanlega bryddir á, eru útgjöldin, í þeirri mynd, sem Búnaðarfjelag íslands aúlaðist til, að fjelögin hefðu. Þykja þau svo óvinsæl þegar til framkvæmdanna kemur, að við liggur, að fjel. sjeu drepin í fæð- ingunni. Vex mönnum einkum í ,augum kaup eftirlitsmanns, 0g yms annar kostnaður af starfsem- inni, sem er mjög mikill, til að byrja með að minsta kosti, en „lausir aurar“ oft ekki til hjá bændum á þessum tímum. Þar að auki eru gjöldin í bú- íjártryggingarsjóðinn. Get jeg, sem formaður. eins slíks fjelags, upplýst, að miikið af þessum gjöld um er ómögulegt að innheimta, án þess að beita lögtaki. Sumir vilja ekki borga, af því að þeir eru á móti fjelagsskapnum, aðrir geta það ekki vegna annara brýnna þarfa, sem fyrir verða að ganga. Jeg tel það að beita lög- taki, á kanski helmingi sveitunga sinna, sje sama og að leggja fje- lagsskapinn niður við trogið. Þriðji gallinn er hin mikla skriffinska, sem Bún. fjel. ætlast :il af fjelagsmönnum. Er mjög ilt að koma bændum í skilning um nauðsyn hennar; leiðir þar af óá- byggilegt skýrsluhald, og er þá mikið farið af því, sem vinnast átti. Skal jeg svo í fám orðum skýra frá þeim breytingum, sem hefir orðið að gara á samþykt Eitirlits- og fóðurbyrgðafjelags í mínum hr.eppi, til þess það hjeldi Mfi, og aðalatriðinu, að tryggja búpening- ir.n gegn fóðurskorti, væri sém best fullnægt. Til að draga úr kostnaðinum hefir verið frestað íramkvæmd á öllum liðum ram- þyktarinnar, sem lúta að kvnbót- um. Sparast við það ýms áhalda- kaup og að mestu kaup eftirlits- manns, skýrsluhald 0. fl. Eftir-lit- iö með fóðrum og forða búpeniugs annast stjórnin fyrir sömu þóim- un og forðagæslumenn höfðu áð- ur. Gjaldið í búfjártryggingarsj. er fært niður í 1 kr. fyrir hvern nautgrip, kr. 0.50 fyrir hvern hmt og kr. 0.10 fyrir hverja sauðkind. Bætast þá kr. 300 við höfuðstól- inn árlega, auk vaxta. Vona menn að hjer eftir gangi betur að inn- heimta gjaldið, þar eð það er miklu lægra en áður; en takist það ekki, mun að líkindum best að leggja í tryggingarsjóðmn á- kveðna upphæð úr sv ntarsjóði, sem svo væri sameiginleg fjelags- eign. Mætti upphæð sú vera tals vert minni, þareð efakert er út,- borgað við burtför af fjelags- svæði. Sennilega mætti og skifta þessari upphæð í sjóðibækur fje- lagsmanna eftir skepnutölu hvers þeirra, en helst mætti hún þá ekki vera lægri en skepnutalan bendir til samanlagt í hreppnum. Við þetta er að athuga, að gjaldið verður tæplega jafnrjett- lá,tt innbyrðis í fjelagsskapnum, sem landbúnaður er stundaður eingöngu. En það sem vinst, er að innheimta verður miklum mun auðveldari, útgjöldin vinsælli, allir með án þess beita þurfi lög- taki og góðu fyrirtæki þess vegna síður hætta búin. Rjett er að geta þess, að 1000 kr. voru faomnar í tryggingarsjóð- inn í þessum hreppi, áður en gjaldið var lækkað — mest til- lag úr sveitarsjóði. Framan taldar breytingar hafa hjálpað þessu fjelagi fram hjá mestu ásteitingarsteinunum, sem annars hefði drepið það í fæð- ingunni. Starfsemin er að vísu talsvert skert, en eftir er þó það, sem mestu máli skiftir, og fóður- birgðafjelagsskapurinn grundvall- ast á, að tryggja búfjenaðinn gegn harðrjetti og horfelli. Þeg- ar menn hafa skilið það atriði til fulls, koma samtök um ikynbætur og fleira af sjálfu sjer á efrir. J. G. S. —-------o-------

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.