Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.11.1923, Blaðsíða 2

Lögrétta - 27.11.1923, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Jiyiuiast andlegu lífi íslendinga ati fornu og nýju, geta ekki geng- ið fram hjá andlega kveðskapnum, tvaða augum sem menn annars lítá á þau efiii, því að hann er sú skuggsjá, er betur en alt annað gjtíur oss að líta inn í hugsunar- líf þjóðarirmar á hverju tímabili þróunarsögu hennar. Fyrir því ætla jeg, að bók eins og þessi nýja bók Arne Möllers, eigi ekki síðju.’ erindi til vor Islendinga, en annara, sem málið er óskyddara — það sem hún nær, því að hjer er aðeins um stutt yfirlit að ræða. Ráti síhir hefir höf. skíft í þrjá höfuðþætti: I Kristileg miðalda- ljóð, II. Evangeliskur sálmakveð- jskapur fram að dauða Hallgríms Pjeturssonar, og III. Sálmakveð- vkapur síðari tíma. Síðustu 40 blaðsíðumar eru „viðbætir“, sem inniheldur átta af Passíusálmun- •um, og Alt eins og blómstrið eina, í þýðingu eftir sjera Þórð Tóm- asson í Horsens, í fyi’sta höfuðþættinum er fyrst íýst „Geisla“ Einars Skúlasonar, fyrsta og sennilega besta helgi- kvæðinu af norrænni rót, síðan .,Harmsól“ eftir Gamla kanoka í þykkvabæ og „Líknarbraut“, feg- ui’sta íslenska kross-kvæðinu í kat- óisknm sið, er talar um trúna og iðranina á jafn evangeliska vísu og Passíusálmamir 500 árum síð- ar, Því næst snýr höf. sjer að „Sólarljóðum“ og „Lilju“. þar sem katólsk ljóðagerð á íslandi hafi náð hámarki sínu. Sámlíkir hann Sólarljóðum við Hávamál, en ttlur Lilju rjett nefnda „kristi- lega Völuspá“. par sem Sólarljóð eru, telur hann oss eiga skýrasta og einkennilegasta mynd kristi- legrar miðalda alvörugefni, eins og hún lýsir sjer í íslenskum hugsanaferli. En ofar öllum ís- lenskum kveðskap katólskum set- ur höf. þó, sem vonlegt er, ,Lilju‘ Eysteins.— Loks er vikið að kveð- skap Jóns Arasonar. Hann lýkur að vísix lofsorði á Jón Arason sem káld, en vill ekki kannast við að hann nái Eysteini í skáldlegri snild og andagift. Af frumlegum krafti og fegurð „Lilju“ finnist ekkert í andlegum kveðskap Jóns Arasonar. Aftur á móti sje skáld- skapur Jóns biskups hið besta vitni um áhrifin frá Lilju. enda tveimur öldnm eftir framkomu hennar. í öðrum höfuðþætti ritsins er rakin saga íslensks sálmakveð- skapar frá siðbót fram að dauða Hallgríms Pjeturssonar. Minnist hann þar á elstu sálmabækurnar íslensku — sálmahefti þeirra bisk- iipanna Marteihs og Gísla. Höf. dæmir mjög vingjarnlega um þessa fyrstu byrjun evangelisks sálmaskáldskapar; álítur hann að *.álmar Marteins standi alls ekki að baki fyrstu lútersku sálmunum dönsku. Hann kallar þessi sálma- iiefti „den betydningsfulde Begvn- delse til en helt nv Slags- Digt- ning paa Island“. Vorra tíma mælikvarða megi ekki leggja á þennan ’skáldskap, heldur eigi að sjálfsögðu að hera hann saman við annan samtíma-kveðskap. Þá ar allnákvæmlega skýrt frá Sálma- bók Guðbrands biskups og Vísna- bókinni, kveðskap sjera Jóns písl- -arvotts og sjera Sigurðar í Prest- hólum, og margt vel athugað það ff hann segir um andlegan kveð- skap þeirra. Loks kemur höf. svo :ó5 sjálfum Hallgrími Pjeturssyni. Hafi hann ekki fyr náð sjer niðri á efninu (sem þó síst mun stað- hæft verða) þá gerir hann það lijer, enda er hann maður svo þaul- kunnugur kveðskap Hallgríms Pjeturssonar, að þar munu fáir fara fram úr honum; Arne Möller hefir þá líka flest skilyrði til þess að skilja Hallgrím, og þá ekki síst sjálft meginskilyrðið, kærleikann til skáldsins og kveð- skapar hans. Svo sem kuunugt er, voru Passíusálmarnir aðalefni doktorsritgerðar Möllers í fyrra, og þar er ritað um þá frá bók- mentalegu sjónarmiði. Hjer er sjónarmiðið nokknð annað, auk þess sem hjer er ritað um allan andlegan kveðskap Hallgríms. Sá lcafli ritsins, sem helgaður er Hall- grími, er lang-ítarlegasti kaflinn í hókinni, alls 42 blaðsíður, og finst mjer hann taka öllu öðru fram, sem ritað hefir verið um Hall- grím Pjetursson sem sálmaskáld. Væri mikið fyrir það gefandi að þessi kafli væri þýddur á ísl. og prentaður framan við einhv. Pass- íusálmaútg. í doktorsritg. sinni hefir Arne Möller bent á samband Passínsálmanna við „Eintal sál- arinnar“. Við nánari rannsóknir siðan hefir hann uppgötvað nýja heimild, sem Hallgrímur hafi stuðst við, þar sem er „Harmonía evangelica“ Jóhanns Gefhards. Sjerstök rítgerð um það efnimun hafa hirst í tímaritinu „Edda“ á þessu ári. í þriðja og síðasta höfuðþætti ritsins „Um sálmakveðskap síðari tíma“, talar höf. fyrst um sálma- kveðskap 17. aldar eftir dauða Hallgríms, og 18. aldarinnar. —• Þykist hann þar sjá hnignunar- vott í hinum andlega kveðskap og lítið annað. Hið hesta þar sje aðeins „Efterslet og Efterklang“, þegar miðað sje við Hallgrím. En mest beri á afturförinni í Alda- niótabók Mágnúsar Stephensens. í síðara hluta þessa höfuðkafla taiar höf. um sálmabókina frá 1886, sem hann lýkur miklu lofs- oi’ði á. Bæði sje *kveaðndm og málið miklu fullkomnara en áð- xu’ var og sálmabókin auðugri að „kjarnasálmum“ hinnar almennu kristni en nokkur fyrirrennari htnnar. Af höfnndum hennar er þar sjerstaklega minst Helga Hálf- dánarsonar, Valdimars Briem og Matthíasar Jochumssonar, hins síðastnefnda svo sem þess, er á- gætastan verði að telja allra þcirra sálmaskálda, sem hafi lagt sálma til bókariimar. Og bókin endar þá líka á „Ó guð vors lands“. — í bók Möllers um Passíusálm- ana voru allar tilvitnanir í sálm- ana á íslensku. í þessari hók eru flestallar tilvitnanir þar á móti á öönsku. Hin tilfærðu erindi úr nviðaldakveðskapnum andlega eru í þýðingum eftir próf. Paasche. Flestar hinar útleggingamar eru gorðar af sjera Þórði Tómasson í Horsens, auk þess sem hann hefir útlagt þá átta af Passíu- sálmunum og Alt eins og blómstr- ið eina, sem eru í viðbætinum aft- au við bókina. Þar er þýðing á sálmi sjera Stefáns í Vallanesi, „Himnarós, lcið og Ijós. líf og velferð“, er byrjar svo: Rose skön, Lys i Lön, Liv og Lvkke, Gæst dn milde, Glædens Kilde Guds Sön! Frelser min, fro i din Favn jeg tyr, da endt er al Kvides Kval. Halleluja! Ennfremur á sálmi sjera por- xaldar Böðvarssonar: „Alt gjörði guð minn við mig vel“, og á sálmi sjera Valdimars: „Þótt holdið liggi lágt“. Eú afbragðsþýðing byrjar svo: Ved Köd og Blod i Baand jeg böjet sidder; dog higer helst min Aand mod Himmelvidder. Den fölger Herren fro mod Tinder höje. Saa yndigt Udsyn dér: Guds Unders Dyb jeg ser med Aandens Öje. Af sálmum Matthíasar, sem sjera pórður hefir útlagt á dönsku, langar mig til að setja hjer alla þýðing hans á sálminum „Faðir andanna“ : 1 Aanders herlige, evig kærlige Fader, Folkenes Hyrde, naadig afvende Nöd og Elende, Synd og Sorgenes Byrde. í Lys os tænde du, Liv ndsende du Tröst for bitreste Taarer. Led os af Fare, lös os af Snare, læg, hvor Lænke os saarer. Sværdet brydende, Samhu nydende Folk lad favnes omsider. Döden lad vige, dages Guds Rige, komme Kærligheds Tíder Livs almægtige, Lysets prægtige Væld al Verden genföde! Fader, du raade! Frelsende Naade ' lindre Livskampens Nöde! Þýðingar sjera Þórðar úr Pass- íusálmunum (1.—-5., 12., 23. 50. sálm.), eru gxxll. Hefir honum tek- ist aðdáanlega að færa þá í hinn danska búning, því að það er sist heiglum hent. Set jeg hjer upphafserindið af „Pjetur þar sat i sal“. Það hljóðar svo: ! Peter nu sad i Sal blandt Svende mange, havde alt Hanegal hört tvende Gange. Alt híð sama er að segja um hina nýjn þýðingu hans á „Alt eins og blómstrið eina“. Hún hef- ir tekist mæta vel og teknr að mírru viti fram flestum eldri þýð- ingum. Fyrsta erindið hljóðar svo: „Som yndig Urt i Vange sköd op af frodig Grund med Blomst og Blade mange i blide Morgenstund, men atter brat mon blegne for Blink af Leens Slag, maa hastig selv vi segne og se vor Henfartsdag“. Allar þessar þýðingar í bók Möllers auka henni stórum gildi. Bókin er alls 186 blaðsíður. Er hún prentuð á ágætan pappír og hin prýðilegasta í öllu tilliti. Fje- lögin Dansk-islandsk Samfund og Dansk-islandsk Kirkesag eru sam- an um útgáfuna. En forlagið er Gyldendals. Þessi bók verðskuldar góðar viðtökur af öllum, sem elska and- lega Ijóðagerð íslenska. Því þótt hún sje aðallega ætluð útlending- um á hún líka erindi til vor. Og er það sannfæring mín, að enginn muni iðrast þess að kaupa hana. Sá hinn sami verður áreiðanlega einni góðri bók ríkari við það. Dr. J. H. Kosningarnar. Atkvæðatölur flokkanna. Áður hefir verið skýrt frá at- kvæðatölum í hverju kjördæmi fyr- ir sig. En eftir því, sem næst verð- ii’ komist, eiga flokkamir, hver um sig, þessar atlcvæðatölur: Borgaraflokkurinn ....... 15,646, Framsóknarflokkurinn .... 8,057, Alþýðuflokkurinn .......... 5266, Utanflokka-atkvæði .......... 384 Hafa þá ................. 29,353 menn lcosið, eða greitt atkvæði, sem gild hafa verið teldn af kjörstjóm- unum. í tvímenningakjördæmunum er hjer talið, að hver frambjóðandi fái y2 atkvæði þess kjósanda, sem kýs hann. • Milli Frtanxsóknarflokksins og Al- þýðuflolcksins er ekki auðvelt að gera nákvæma atkvæðaskiftingu xægna sambands þess, sem átti sjer stað milli þeirra við kosningarnar i ýmsum kjördæmum. Hjer eru t. d. Framsóknarflokknum talin öll þau atkvæði, sem Magnúsi Krist- jánssyni eru greidd á Akureyri, enda þótt meiri hluti þeirra sje án efa frá Alþýðuflokknum. Aftur á xv.óti eru Alþýðuflokknum talin öll atkvæðin, sem andstæöingum Borg- eraflokksins vom greidd á SeySis- firði, í Vestmannaeyjum, í Reykja- vík, í Barðastrandarsýslu, Norður- ísafjarðarsýslu, og Isafjarðarkaup- stað, en á flestum þeim stöðum má atla, að Tíminn eigi eitthvert fylgi, sem lent hafi hjá Alþýðuflolcknum til uppbótar fyrir Akureyrar-at- k\’æSin. Svo er þess að gæta, að í 3 kjör- dæmum fór engin kosning fram: NorSur-Þingeyj arsýslu, Borgaf j arð - a/sýslu og Mýrasýslu. í þessum kjördæmum urSu 2 menn úr Borg- araflokknum sjálfkjörnir og einn milliflokkamaður, sem nú er talinn í Framsóknarflokknum. Má gera í’áð fyrir, að ef kosning hefði farið fram í þessum kjördæmum, þá hefði BorgarafloMaium komið þaðan yfir 1000 atkv. og Fram- sóknarflokknum nokkur hundruð atkvæSi, en Alþýðuflokkurinn mun litið eða eHcert fylgi eiga þar. — Sermilegt er aS áætla, aS Borgara- flolckurinn hefði þá fengið um 17,000 atlcv’. og Framsóknarflokk- nrinn nálægt 8,500. Með þeim 15646 atkv., sem Borg- araflokknum eru greidd, fær hann kosna 19 þingmenn (4 úr þeim flokki eru landskjörnir og 2 voru sjálfkjörnir). Til jafnaðar á þá hver þingnxaður þess flokks að baki sjer 824 lcjósendur. Aleð þeim 8057 atkv., sem Fram- sóknarflokknum eru greidd, fær hann lcosna 12 þingmenn (2 úr þeim flokki eru landskjörnir og 1 varð sjálfkjörinn). Til jafnaðar á þá hver þingmaSur þess flokks að baki sjer 671 kjósanda, þ. e. hann fær töluvert meira þingfylgi en Borg- araflokkurinn að tiltölu viS lcjós- endafjöldann. Þriðji flokkurinn fær yfir 5000 atkvæði, en ekki nema 1 þing- mann. En þess er að gæta, að meira en % af öllum sínum atkvæðum á hann í tveimur fjölmennustu kjördæmunum, Reykjavík og Gull- bringu- og Kjósarsýslu, og þessi kjördæmi fá ekki að njófa fjölmenn is síns við fulltrúavalið til þings- ins, nema í landskosningunum. — Misrjettið kemuír ekki fremur nið- ur á kjósendahópi Alþýðuflokksins en kjósendum þessara kjördæma yfirleitt. Eftir f jöhnenni ættu Reylc víkingar aS velja % hluta þingsins, een þeir velja elcki fyllilega 1/í0 hluta þess. Framsóknarflokkurinn á fylgi sitt mestmegnis í sveitunum, og fær töluvert fleiri þingmenn en hann 4 rjett til eftir atlcvæSamagni. Borg- araflokkurinn á fylgi sitt bæði í sveitum, kaupstöSxun og sjávar- þorpum, og verður ver úti. En AI- þýðuflokkurinn á fylgi sitt næx’ eingöngu í kaupstöðxxm og sjávar- þorpxxm, og verður verst úti. Það hefir oft vei’ið minst á, að breyta þurfi kjördæmaskipun lands ins frá rótum og ráða bót á því misrjetti, sem nú á sjer stað. Páll Briern amtmaður vildi gera landið alt aS einu lcjördæmi, er lcysi þing- rnenn meS hlutfallskosningn. — Hannes Hafstein vildi sMfta því í fá og stór kjördæmi, og hafa í þeim hlutfallskosningar. Aðrir hafa vilj- að skifta í tóm einmenningskjör- dæmi, en gera þau sem allra jöfn- úst að mannfjölda. Alt væru þetta bætur frá því, sem nú er. En þingið hefir enn eMci viljað gera gagngerða breytingu á kjör- dæmasMpuninni. Það hefir tvívegis gripið til þingmannafjölgunar til þess að bæta úr göllunum, þar sem þeir voru stórvægilegastir, og meS því fjölgað þingmönnum á síSarí árum úr 36 í 42. En rjettast værl að færa töluna afur niSur í 36„ þegar kjördæmaskipunin yrði tekin fyrir til gagngerðra endurbóta, og þ&ð hlýtur að verða gert áður en langt um líður. . Líklegust til sigurs er þá tillaga H. Hafstein, að skifta landinu í 5—7 kjördæmi og nota þar hlut- fallskosningar, eins og nú í Reykja- vík. Landsbosningafyrirkomulagið hjá okkur er mesta ómynd og alt of kostnaSarsamt, úr því aS efri deilÆ er þá ekM eingöngu skipuð lands- kjörnum þingmönnum, eins og hefSi átt að vera. --------x------- Kjöttollurinn. i. Þungorðir gerast íslendingar nxi í garð Norðmanna. Það er fróðlegt að gera sjer grein fyrir því, hvort tollur Norð- nxanna á innfluttu kjöti sje eðli- legur og norskum kjötframleið- endum (bænduni) nauðsynlegur r. eða hvort hjer sje um þvingunar- toll að ræða, sbr. tolla. eða toll- hótanir Spánverja á íslenskum saltfiski. Heyrst hafa raddir um það, að kjöttollurinn væri þving- unartollur, settur aðallega til þess að neyða íslendinga til að breyta fiskiveiðalöggjöf sinni. Lýsir þetta átakanlega ókunnugleikum á að- draganda málsins, og á norskum búnaði og búnaðarháttunx og bún- aðarmöguleikum. Mönnum verðux’ tíðrætt unx „hin norsku segl“, um siglingar og fislciveiðar Norð- manna, ennfremur um iðnað þeirra. Um búskap Norðmanna veit allur þoi’ri Islendinga fátt,, og hver stoð hann er þjóðarhú- iuu. Sjálfir hafa Noi’ðmenn oft og tíðunx virt sveitabúskapinn of' lítils, hann hefir orðið að þola margt misrjetti, miðað við aðrar atvinnugreinar. Noregur er fjallaland með lxtt þrjótandi haglendi. Jarðrækt,.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.