Lögrétta - 09.02.1924, Qupperneq 1
Stærsta
ísl«nska lands-
blaðið.
LOGRJETTA
JLrg. kostar
10 kr. innanlands
erl. kr. 12.50
Skrifst. og afgr. Austurstr. 5.
Bæjarblað Morgunblaðið
Ritstjóri: Þorst. Gíslason.
XIX. árg. 10. tbl.
Reykjawik, laugardaginn 9. febr. 1924.
ísafoldarprentsmiöj& h.f.
lir terH Mr-lltlWiiis.
Dr. Tyrrell, sá sem getið var um
•a laugardaginn að kæmi hingaS
í raunsóku arferð í sumar, er kenn-
aii við háskólann í Glasgow. Hann
er emna efnilegastur af yngri
jarðfræðingum Breta, og hefir
sjerstaklega lagt stund á steina-
fræðina. Af ritum hans er einna
merkust bók nm eldmyndanir ný
aldarinnar (The tertiary Igneous
Koeks) í Vestur-Skotlandi, og rit
um hergmyndanir á -Jan Maven.
í nóvember síðastliðnum birtist
grein eftir hann í blaði einu í
Giasgow, um bergfræði Norður-
Atlantshafsins, pg fara hjer á eft-
ir aðaldrættirnir úr henni :
í miðjn Atlantshafi, hjer um bil
miðja vega milii írlands og Is-
lands, er eyjan eða öllu heldnr
kletturinn Rockall. — Rockall er
merkileg fyrir )?að, að þar fanst
fyrst mjög sjaldgæf og sjerstök
tegund af graniti, sem síðan er
köllnð Roekallite. pessi granit-
tegund hefir síðan fundist á að-
eins tveim öðrum stöðum, eyjun-
nm Korsika og Madagaskar.
•Tarðfræðiagar segja oss, að til
tiltölule.ga skamms tíma hafi stórt
meginland legið alla leið frá
Skandinavíu og Bretlandi yfir
Grænland til Nýja Skotlands' (á
austurströnd Kanada), og þannig
fylt svæði þa<5- sem nú er norður
Atlantshafið- Á Nýju Öldinni
brotnaði þetta meginland upp og
sokk í sjó, en ski'ldi eftir brot,
•slík sem íslaud, Pæreyjar og Suð-
ureyjar (Hebridaeyjar) til þess
að bera vitni um fyrri tilvéru
þess. Samfara þessu voru eldgos
mikil &g eldsumbrot og halda þau
áfram €lm þann dag í dag á ís-
landi. Basalt-breiður Grænlands.
í.slands. Færeyja,, Jan Mayen, eyj-
arinnar Skj-e við Skotll. og Ant-
runskagans á írlandi eru leifar áf
hraunhreiðu, sem talið er að kafi
náð yfir rúma 500,000 ferh. km.
Náttúrlega lærum vjer mikið
um þetta sokkna meginland við
að athuga strendur þær,, sem
liggja að Norðnr-Atlanthafinu, en
vjer lærum þó miklu meira af
eyjum þess. Pess vegna er það
mjög mikilsvert fyrir jarðfræði
og jarðfræðisögu þessa hluta jarð-
arinnar, ag þessar eyjar sjeu
rannsakaðar nákvæmlega.
Sumarið 1921 fóru'franskir vís-
indamenn í rannsóknarferð til
Rockall. Hafði tvisvár áður verið
farið þaugað, árin 1811 ög lvS62,
bæði skiftin á enskum herskipum.
Eyjan er am 20 m. að þvermáli;
kringlótt standberg alt í kfing,
sean rís 22 m. úr sjó. Öldugangur-
inn og brimið gera nær því
•ómögulegt að lenda við eyna,
jafnvel í logni, og árangurinn af
hinum fjTri ferðum þangað, varð
því sáralítill. Og þegar prófessor
J. W. Judd byrjaði að rannsaka
bergtegundina rokallite árið 1896,
voru aðeins þrír smásteinar af
bergtegundinni fyrir hendi til at-
hugunar.
Yið háskólann og söfnin í París
höfðu menn længið roekalite frá
Madagaskar og Korsíku, en vant-
aði sýnishorn frá Rockall til sam-
anburðar. — Sendi því franska
stjórnin áður nefndan leiðangnr
tíl eyjarinnar í júní og júlí 1921.
cg tókst þeim leiðangri að koma
tveim mönnnm í land á 2 stöð-
um á -eynni, og tóku þeir tölu-
vert, af markverðum sýnishorn-
um. Urðu þeir að festa loftreipi
ií\illi eyjarinnar og háts, er lá við
bothfestar fyrir framan. Hvergi
var fótfestu að fá en bergið hart
r><r því erfitt að ná sýnishomnnum-
Rannsókn þessara sýnishorna
leiddi í ljós að kletturinn er
myndaður af gosgrjóti, frá botni
og upp úr. Að neðan virtist hann
lagskiftur. Valda því æðar eðasill
ur af harðara grjóti, sem öldum-
ar hafa ekki unnið eins vel á og
standa því dálítið út úr eins og
snjóar, afsleppa hillur. Uudir
klettinum og í kriug um hann er
hraunbreiða 50 km. breið og um
115 km. löng, að mestu úr basalti,
sem við rannsóknimar í París
revndist að vera alveg samskon-
ar og basaltið á íslandi, Skye,
Mull og Antrim. En hjer og þar í
þessari hraunbreiðu em gangar
og klettar af samskonar bergi og
er í Rockall. Er það aðallega
granittegnnd, sem kölluð er ægir-
ine granat, og inniheldur tiltölu-
lega mest af steintegundinni ægir-
ine. Er sú granittegund sjaldgæf
mjög, en þó fjölgengari en roek-
allite. 1 rockallite eru aðalefnin
kvarts, ægirine og alhite, nokk-
uimveginn að jöfnn. Kemnr það
fram sem smáfleygar og eitlar í
aðalgranitinu og er að sjá mjög
svipað himim dökkn blettum, sem
er\i svo algengir í slípuðu graniti.
.Sunnan við Rockallhrannhrygg-
inn, nm 130 sjómílnr vestur frá
vestrurströnd írlands, er aimar
hraunhryggur, Porenpine, hrygg-
urinn (eða ,,bankinn“, eins og
þessir hraunhryggir og flákar cm
kallaðir á sjómannamáli). pús-
undir steina hafa fiskast upp af
hraunhreiðu þessari og verið rann-
sakaðir. Fjórir fimtn hlntar þeirra
em krystölluð bergtegTind, kölluð
olivin-gabbro, (mjög skyld ís-
lenska gabbroinu og basaltmu,
sem er alveg samskonar og bergið
í Cuillinhæðinni á Skye og öðrum
Norður-Atlanthafseyjum. Á það
rót sína að rekja til sömu berg-
tegúndamna, sem basaltlögin á
norðari eyjtmum era komin frá.
Yfirleitt koma hinar jarðfræði-
lega nýju hraunbreiður í eystri-
hluta Norðtir-Atlantshafsins í ljós
sem lárjett, vúðáttumikil basalt-
flóð. rofin hjer og þar af bylgjum
af graniti og gabbro, er brot. bafa
inn í hraunið og stundum í gegn.
Finnast leifar þessar basalthrauna,
eins og áður er getið um, í VesU
ur-Skotlandi, Norður-írlandi. ts-
landi, Jan Mayen og Grænlandi.
Cranithæðir og gabbroklettar finn-
ast bæði á Skotlandseyjum og á
írlandi, og er samsetning þeirra
mjög svipuð granitinu í Roekall
og gabbroinu í Porcupine-„bauk-
anum.“
Á sama hátt sjest að ísland
er stór basaltbreiða, sem bæði
granit og gabbro hafa brotist upp
í á suðanstnrströndinni (og á
Vesturlandi).
Rannsóknir síðustu tíma á neð-
ansævarjarðfræði Norður-Atlants-
hafsins hefir þaxmig fullkomlega
sýnt hið upprunalega samhengi
basaltsljettanna, með þeirra sjer-
1-ennilegu forngrýtis-innskotnm og
hafa þnnig staðfest hið jarðfræði-
lega samhand milli íslands, ír-
lsnds og Suðnreyjanna (Hebrida-
eynni).
Pað er full ástæða til að halda
að í dýpri hlutum Norðaustur-
AtlantsJiafsins sje sama efni og
komið hefir fram í ströndunum
umhverfis það, á eyjunum í því
og í þessum tveimur stóra grynn-
ingum þess.
Af jurtaleifum, sem fundist
hafa milli hraunlaga á írlandi,
á Skotlandseyjum og víðar, hafa
menp ályktað, að basalthraun
þessi hafi rannið snemma á Nýju
Öldinni, þ. e. í gærdag, reiknað í
tíma jarðfræðinnar. Uppbrot og
jarðsig þessa Thnle meginlands á
þeim tíma mynQaði Norður-At-
iantshafið, og var sennilega ein
af hinum fyrstu jarðbyltingum
hins mikla, nýja tímabils af jarð-
samdrætti og umhrotum, sem
myndaði Alpana, Andesfjöllin og
Himalayafjöllin.
II. H. E.
-------o-------
Wilson.
Wilson, fyrv. Bandaríkjafor-
seti, sem skeytin síðustu segja nú
dáinn, var fæddur í Staumton í
Virginu árið 1856. Faðir hans var
preshyterian-prestur. Wilson lagði
stund á lögfræði að háskólanámi
og var síðan málfærslumaður um
tíma, en fór síðan að fást við
sagnfræði og varð háskólfikenuari
í þeim 1888.
En árið eftir varð hann pró-
fessor við einn helsta háskóla
Bandaríkjanna (Princeton) í lög-
fræði og stjórnfræði (jurispra-
dence and politics). Seinna varð
hann forstöðumaður þess skóta.
Á þessnm háskólaárum sínum
fjekst hann mikið við ritstörf, um
stjómfræðileg og sagnfræðileg
efni. Af ritum hans má t. d. nefna
History of the American people,
í 5 bindum; CongressionaT Govenv
ment; The State: Elements of
Historical and Practical Politics
(fyrst 1889, síðar 1911), og Con-
stitutional Government in the
United States. par að auki má
nefna tvö ritgerðasöfn.
Eftir þetta fór Wilson smám-
sanian að taka sjálfur meiri og
meiri þátt í opinberum málúm.
Árið 1910 varð hann ríkisstjóri í
New Jersey og hafði þar mikil
álirif. Og 1912 var hann kosinn
forseti, hinn 28 í röðinni og end-
nrkosinn 1916.
Forsetaár Wilsons vora mjög
viðburðarík, eins og knnnugt er,
og vegna afskifta sinna af heims-
málunum þann tíma er það, sem
hann varð kunnugastur. Á Önd-
verðum forsetaáram sínum átti
hann í deilum nokkrum við Mexi-
kó og Japan, og brátt urðp. það
cí'riðarmálin, sem mesta athygli
hlutu að draga að sjer. í fyrstu
lýsti Wilson að vísn yfir fnlln
hlutleysi Bandaríkjanna í ófriðn-
um, en brátt risu þó ýmsar ýf-
ingar milli þeirra og ófriðarþjóð-
anna í Evrópu. Var það einkum
eftir að neðansjávarhernaðnrinn
hófst, að í margskonar þjarki
lenti milli stjórnanná í Banda-
ríkjunum og pýskalandi, aðal-
lega þó eft'ir það að skipinu ,Lusi-
tania’ hafði verið sökt, 7. maí
1915. Fóru margar orðsendingar
milli stjómanna út af þessu máli,
uns þar dróg til fullra friðslita,
6. apríl 1917. En stjórnmálasam-
bandi landamia hafði verið slitið
3. febrúar s. á. Nokkru áður
hafði Wilson þó haldið ræðu
mikla í OoUgressinum um það, að
rátt íyrir þennan ófrið yrði
jafnvægi að haldast milli þjóð-
anna, og engin þeirra mætti ger-
sigra eða verða gersigruð. pessi
ræða mætti áköfum andmælnm
margra, beggja megin hafsms.
petta var þó ávalt eitt megin-
atriðið í skoðunum Wilsons á
öllum ófriðarmálunum. En eins og
gefur að skilja orkuðu þau öll
mjög tvímælis, og ekki síður frið-
argerðin svo nefnda í Versölum
á eftir, og stóð þá öll þau ár gnýr
mikill um Wiison forseta. Litn
margir til hans sem þess manns,
sem frelsað gæti heiminn nt úr
öngþveiti örðugleikanna og bölv-
un þeirri, sem blóðbað undaníar-
inna ára hafði steypt menningunni
út 1.
Wilson vann líka mikið að þess-
um málum, og lagði margt gott
og göfugmannle^t til þeirra, þó
ýmislegt ástand eða óstand rjeði
því, að minna varð úr mörgu en
til var stofnað. Einhver hin fræg-
asta ræða Wilsons um þessi efni
er sú, sem hann flutti 8. jan.
1918, og setti fram í „fjórtán
atriðin“ frægu.*) Eftir að vopna-
hlje var samið og kom til friðar-
samuiuga' fór Wilson til Evrópu
og tók sjálfur þátt í fundarhöld-
um um þá. 1 janúarlok 1919 var
hugmyndin um þjóðabandalagið
orðin ofan á, og varð Wilson for-
seti nefndar þeirrar, sem koma
átti nánara skipulagi á það. Ferð-
aðist hann líka um þetta leyti
um Frakland, England og ftalíu.
En þjóðbandalags hugmyndin
mætti mikilli mótspynu vestra og
fór þá Wilson vestnr til að tala
ir'.áli hennar, og flutti þá m. a.
ræðu mikla í Boston, sem er ein
helsta heimildin um skoðanir
hans á þessum málum. Síðan fór
hann aftur til Evrópu. En seinna,
eftir að hann var kominn heim
aftur, tók hann sjer- ferð á hend-
nr um land sitt, og talaði xnáli
þjóðbandalagsins enn á ný. En
ekki vildu þó Bandaríkjamenn
þýðast þessa hugmynd, svo sem
kunnugt er, að minsta kosti ekki í
þeirri mynd, sem þá var talað
um.
ófriðarárin höfðu mjög mikla
þýðingu fyrir alt þjóðlíf Banda-
ríkjanna, allra helst alt fjárhags-
legt líf þeirra, og var það nú að
ýmsu leyji blómlegra en nokkru
sinni fyr. En all-miklu urðu lika
Bandaríkin að fóma í þessum
ófriði. pau sendu um 2 miljónir
manna til EiTÓpu á ca. 19 mán-
uðuni, í 42 herdeildum, og tóku
29 þeirra beinan þátt í vopna'við-
skiftnnum. Rúmlega 34 þúsundir
þeirra fjellu, 14 þús. dóu af sár-
um, 27 þús. af ýmsum öðrum or-
sökum, 230 þús. særðust meira
eða minna o. s-frv.
Meðan á stríðinu stóð tók stjórn
in undir sitt eftirlit ýmsan at-
vinnurekstur, járnbrautir, skip,
sima o. s. frv., og óhemju ósköp
af peningum var þar eins og ann-
arstaoar eytt til ófriðarins. tóin
fyrsta fjárveitingin 1915 var t. d.
e. 103 milj. dollara.
Ýms önnur mál, sem mikilsverð
hafa þótt, komu líka upp á
stjórnarárum Wilsons. Má þar
minna á bannlögin og kvenrjett-
indin, kanpin á Vesturheimseyj-
um Dana, samþ. 8 stunda vinnu-
dags o. fl.
Frá þessum síðari árum Wil-
sons eru einnig rit hans um The
New Freedom og When a Man
Comes to Himself (1915).
Wilson misti, eins og kunnngt
er, heilsuna að miklu leyti síðast
á forsetaárum sínum og mun aldr-
ei hafa orðið sami maður aftur.
pó dómarnir um Wilson og
starf hans hafi allmikið skifst
verður því þó ekki með sann-
gimi neitað, að hann var einn
hinn eftirtektarverðasti maður
samtíðar sinnar, maður, sem með
hugsjónum sínum og stjóramála-
starfi vildi reyna að bera mann-
kynið áfram til friðsamlegri og
frjósamarí memningar, en átSur
var — þó tilraunimar hafi hins-
vegar mistekist í mörgum grein-
um málanna, nú sem oftar.
•------x--------
t
fpí Hrí Mdsitlp.
Frú Guðrún porvaldsdóttir
sem bjó á Stóra-Vatnsskarði í
Skagafirði andaðist þar að heim-
ili sínu 31. jan. s. 1. Hún var fædd
16. sept. 1855, dóttir porvaldar
hónda Jónssonar á Framnesi og
Ingibjargar Gnðmnndsdóttur. —-
Kona Guðmundar var Tngibjörg
•) Um þetta og ýmislegt annað
máíum þessum viðvíkjandi geta menn
lesið nánar, ef þeir vilja, í Heims-
sfjTjöldinni eftir porstein Gíslason,