Lögrétta

Issue

Lögrétta - 09.02.1924, Page 2

Lögrétta - 09.02.1924, Page 2
B LÖGBJETTA Björnsdóttir prests í Bólstaðarlilíð. En porvaldurfaðirhennar var Jóns son Jónssonar á Pramnesi og Bannveigar porvaldsdóttur Böðv- arssonar prófasts og sálmaskálds. Voru þau systkin níu, en eru nú öll dáin, nema Hólmfríöur, kona Jóns bónda Gestssonar í Háagerði og Ingibjörg, ekkja Páls málara Halldórssonar bjer í bænum. Guðrún á Vatnsskarði var tvígift, fyrst Árna bónda Jónssyni, og eru böm þeirra: Jón framkv.stj. bjá Sambandinu hjer; Ingibjörg og Ámi, ógift heima. Ámi fyrri maður Guðrúnar dó 21. mars 1888; en seinna giftist hún Pjetri bónda Gunnarssyni sem nú er látinn fyrir skömmu. pau áttu 4 böm og lifa þrjú þeirra, porvaldur, Benedikt og Kristín. Voru böm hennar henni ávalt mjög góð og mikil stoð,eJrki síst eftir að hún veiktist, en hún hafði verið heilsulin nokkuð und- anfarið. Guðrún sál. var ávalt mikils raetin og vel látin af þeim, sem kyntust henni, enda gáfukona, tápmikil og glaðlynd og þó föst fyrir, iðjusöm og búkona í besta lagi. Ný bók. Strandbúar? eftir Guðm. G. Hagalín. Sögur. Seyðisfirði. Höf. þessarar bókar hefir áður gefið út bók, „Blindsker", safn af smásögum, æfintýrum og ljóð- um. Af þeim sögum, sem í henni birtust, mátti renna grun í, hvaða svið íslensku þjóðarinnar hann ætlaði einkum að taka sjer fyrir hendur að lýsa. Og nú hefir þessi bók, „Strandbúar“, skorið úr með það. Hagalín ætlar sjer að verða skáld sjómannanna íslensku. Hann estlar sjer að lýsa lífi þeirra og haráttu, persónueinkennum og lifsskoðunum, einkum fyrri kyn- slóða. petta er af tveimur ástæð- um gott. 1 fyrsta lagi þekkir höf. út í ytstu æsar sjómennina og störf þeirra — hefir sjálfur alist upp með þeim og unnið með þeim frá bamsaldri fram á fullorðins ár. 1 öðru lagi er þetta rúm, sem Hagalín ætlar sjer að setjast í, ■óskipað í íslenskUm bókmentum. Við eigum engar sjómannasögur. Og þó er það svið þjóðlífsins ekki ómerkilegast til frásagnar og með- ferðar í skáldskap. pað er ýkju- laust, að það er gullnáma, sem grafa mætti úr marga gersemi. Bn ekki skorðar höf. sig þó einvörðungu við sjómennina. Sum- ar sögumar í þessari bók jýsa öðru, t. d. fyrsta sagan, „Að leið- arlokum“, sem birst hefir áður í „Iðunni“. Og hún sýnir, að höf. hennar er ekki svo einhæfur, að sjómennirnir eigi hann óskiftan. „Að leiðarlokum“ er besta sag- an í bókinni — skýr, einföld æfi- ferilslýsing, sem brugðið er upp, -og minnir á málverk, þar sem lit- imir era fáir en sterkir. Sú saga gat vel verið eftir þroskaðan höf- uud, svo fálmlaust og óhikað er hún bygð. En lengsta sagan í bókinni, ,.Hefndir“, hefir mistekist. pað eru í henni sprettir. Bn heimspek- ishugleiðingar og samtöl Úlfs og Sæmundar era leiðinleg og þreyt- andi. Höf. skýtur með þeim yfir markið, einmitt vegna þess, að þau hafa ekkert listgildi, ekkert skáldskapargildi. Ef höf. hefði látið Úlf lýsa sjer í verkum sínum, án þessara löngu sjálfslýsinga, — þá var takmarki sögunnar náð. En hann er svo merkilegog samsett persóna, með svo sterkar tilfinn- ingar, að hann sprengir af sjer taumhald höfundarins og vex hon- um yfir höfuð. En kenning sú, er höf. heldur fram eða sálarlífs lýs- ing Úlfs, er að ýmsu leyti merki- leg. Hann heldur því þar fram, að hefndarþorstinn eigi rjett á sjer. Vakni hann, og sje honum ekki fullnægt, þá „bíði maðurinn t.jón á sál sinni“. „Tófuskinnið' ‘ og „Himnabrjef- ið“ eru tvær skemtilegar kýmnis- sögur. Og þó liggur raunar meiri alvara en kýmni í „Himnabrjef- inu“. Sú saga sýnir, að jafnvel sjálfsblekkingin getur bjargað þeim, er í henni lenda, getur sætt harmamann við lífið og fleytt honum yfir sorgarbrimin. 1 sögunni „Barómetið“ er sára- lítið efni. pað er ekkert annað en einn loftþyngdarmælir. En -höf. verður furðanlega mikið úr því. Stíll Guðm. Hagalíns er víða þróttmikill og sterkur, en ekki að sama skapi viðfeldinn og mjúkur. En einn kost hefir hann. Hann liggur mjög nærri daglegu mál- færi þeirra manna, sem lýst er. Ef Hagalín hjeldi því áfram, gætu sögur hans um sjómennina sýnt málblæ þeirra, á sama hátt og sogur Guðm. Friðjónssonar sýna sveitamálið. En enn sem komið er skortir nokkuð á öruggleibann í stílnum, málfegurðina og mjúk- leikann. Hitt er aftur á móti auð- sjeð á sögum Hagalíns, að höf. þeirra á þann hæfileika-, sem skapað getur sjerstakan, persónu- legan stíl, ef hann ræktar þann hæfileika vel og dyggilega. Og best mun hann ná sjer niðri með stílinn í sjómannasögum sínum. J. B. Frá Færeyjum. Hjer í blaðinu hefir nokkvum sinnum áður verið sagt frá ýms- um málum þeirra Færeyingaona, bæði í stjómarfari og bókment- um. Nú eru nýlega um garð gengnar kosningar til lögþings- ins og virðist þá hafa verið þar allsnörp kosningahríð, eftir blöð- unum að dæma.. Sambandsflokk- uiúnn varð þar í nokkrum meiri- hluta (13:10). Deilumálin milli flokkanna eru þar ýms, og þó aðallega rjettarafstaða Færeyja tll Danmerkur. Á síðustu tímum hefir afstaðan til Noregs einnig vafist allimikið inn í þessi mál, enkum í sambandi við skoðanir Jóannesar Patursson kongsbónda. íslensk mál era líka ekki ósjaldan dregin inn í stjórnmálaumræður þeirra Eyjaskeggja. Verður hjer tekin ein smágrein um þessi efni eftir J. P., sem bæði sýnir nokkuð afstöðuna til íslandsmála og kröf- ur sjálfstjórnarflokksms Færey- íska. Greinin birtist hjer á fær- eyísku, sem allir lesendur munu skilja nokkumveginn. fáa sítt lögting aftur í 1846. Teir fingu kortanei. íslendingar vóru atspurdir á sÍE.um altingi, um teir vildu eiga sess á danska ríksdegi. Teir sögdu nei takk. Föroyingar voru ikki atspurdir, um teir vildu eiga sess á ríksdegi. Danskurin setti uttan at lata För- oyingar vita av eina lóg, sum segði, at Föroyingar skuldu sita á ríksdegi. íslendingar fingu atgongd íil á sínum altingi at mæla ímóti at tann danska grunnvallarlógin var sett í gyldi í íslandi. Föroyingar fingu ikki atgongd til at avgera, antin teir vildu vera' undir danskari grunnlóg ella ei.! Tann danski ríkisdagur avgjördi, meðan eingin Föroyingur var ríks- j dagsmaður, at tann danska grunn- ‘ lógin skiddi tvingast ixm á Föroy-| ingar, og grunnlógin varð ting- lisin í Föroyum, utan at nakar Föroyingur varð atspurdur. íslendingar fingu fíggjarvald fyri sitt alting, áðrenn tað va.r 30 ára gamalt. Föroyingar fáa noktan fyri figgjarvaldi í sínum lögtingi, tó tað er 70 ára gamalt. íslendingar fingu lóggávuvald og oxmur rættinder í 1874. Föroyingar verða trúðaðir við öllum ólukkum av Danskinum, tá teir í 1923 tala um lóggávuvald fyri lögtingið. fslendingar fingu íslenskan xáð- harra, sum stóð til svars fyri al- tinginum í 1903. Föroyingar, sum gretta um slíkt verða spæiriknir og happaðir av Danskinum. íslendingar fóru sjálvir til Lon- don, til bretastjórn og bóðu um siglingsloyvi í 1917, og Danir tagdu. Föroyingar sendu boð gjögnum danskan umboðsmann til breta-, stjórn um hetta sama siglings- loyvi, og teir vóra stevndir og hóttaðir fyri landasvik afturat. i íslendingar fingu í 1819 fnlt ræði á sínum egna landi. Föroyingar, sum öna um slíkt, verða av Danskinum, lagdir undir allar heimsins ódygdir. fslenskt mál hevur allan rætt | til að vera tíðindamál (telegraf- mál) í Föroyum. Föroyskt mál hevur ikki rætt tii at vera tíðindamál í Föroyum, tó lögtingið hevur kraft tað. Hvat siga tit Föroyingar? Já, eg spyrji? -------o-------- lómas 5igurössDn hreppstjóri á Barkarstöðum. Danskurin hevur í samfull 80 ^ ár — ottatíu ár — gjört manna- rcun millum Föroyingar og fs- j lendingar. íslendingar bóðu Danskin um at fáa sítt alting aftur. Teir fingu tað í 1843. Föroyingar bóðu Danskin um at Svo sem getið hefir verið hjor í blaðinu, andaðist 16. f. m. Tómas hreppsstjóri Sigurðsson á Barkar- stöðum í Fljótshlíð, á sjötugasta ald- ursári, eftir fárra daga lasleika. Tóanas sálugi ver í fremstu röð bænda þar eystra, merkismaður og sómi stjettar sinnar. Hann haíði lifað alla æfi sína á Barkarstöðum. Par fæddist hann 10. júlí 1854. par ólst hann upp, og þar bjó hann a!l- an sinn búskap, eða full 42 ár. — Ekki furða þótt honum fyndist h.'.nn tengdur við þennan stað. Par hiifðh foreldrar han^, þau hjónin Sigurður ísleifsson og Ingibjörg Sæmunds- dóttir (systir sjera Tómasar Sæ- mnndssonar) búið mest allan búskap sinn, og gjört garðinn frægan að myndarskap og mikilli rausn. Og Tómas sonur þeirra vildi halda öllu í sama horfinu og tókst það líka. Barkarstaðir rýrnuðu síst í áliti um hans daga, enda prýddi hann staðinn með miklum húsabótnm og sat jörð- ina ágætlega. Foreldrar hans bofðu búið þar alla tíð sem leiguiiðar, fyrst sjera Jóns Halldórssonar, sem bjó þar sjálfur, áður en hann flntt- ist út að Breiðabólsstað (1842), og síðar barna hans, sem af skiljan- legri trygð við jörðina, þar sem vöggur þeirra höfðu staðið, vildu ógjarnan sleppa eignaxhaldi af henni. pó tókst Tómasi snemma á búskapar árum sínum að ná kaupum á nokkur- um hluta jaxðarinnar. En hinn hiut- ann eignaðist hann ekki fyr en á næstHðnu vori. Yar það Tómasi sál- uga ekki lítill gleðidagur, er öll eignin var orðin hans, og alt útlit fyrir, að nú gætu niðjar hans eftir hans dag búið að ávöxtum og elju hans þar á staðnum. pvi að svo miög sem Sigurður faðir hans, þessi orð- lagði atorkumaður á sinni tíð, hafði bætt jörðina, þá var hún ekki síður vel setin af Tómasi syni hans, énda blómgaðist búskapur hans vel, svo að varla hefir annarsstaðar verið betur búið þar í sveitinni en á Barkarstöðum. Hann bjó þá heldur ekki einhentur. Fjvri konu sína, póru Arnadóttir frá Beynifelli, misti hann aðeins eftir fárra ára sambúð, en kvæntist siðar systnr hennar, Margrjeti Árnadóttir, sem nú er orðin ekkja eftir tæpra 32 ára farsælt hjónaband, hinni ágæt- ustu konUj sem öll þessi ár hefir staðið við hlið mannsins1 síns í biíðu og stríðu, orðlögð fyrir táp, skör- ungskap og manngæsku. Höfðing- lyndi voru þau hjón bæði búin í ríkum 'inæli, og heimili þeirra var þá. líka eitt hið fremsta bændaheim- i’i þar um slóðir. Gestrisni á hán stigi átti þar heimilisfang. Var þvi cff gestkvæmt á Barfearstöðuín, ekki síst hin síðari árin, eftir að ferða- mannastraumurinn tók að leggjast þar að, og menn höfðu, ef svo mætti segja, „uppgötvað“ Barkarstaði svo sem einn þeirra staða hjer scunnan- lands, þar sem náttúrufegurðin er mest. par við bættist svo, að öUum, sem vildu leggja leið sína inn á pórsmörk, þótti hjerumbil sjálfsagt áð fá fylgd þangað frá Barkarstöð- um, því að bæði var Tómas heitinn ágætur vatnamaður, og svo varhann knnnugri öllum staðháttum á Mörk- inhi en flestir aðrir, svo margar ferð- ir sem hann hafði þangað farið nm dngana. í nppvextinum hafði Tómas heit- i*n fengið betri mentun en alment gerðist um bændasyni í þann tíð, encLa var hann maður vel greindur og bókhneigður alla tíð. Mun óvíða jafnmikið bókasafn á bóndabæ og á Barkarstöðum. pað var því ekki nema eðlilegt, að ýms opinber störf svöitarfjelagsins lentu á honum, þar vinsæll af sveitungum sínum. pannig gíEgndi hann hreppstjórastörfum 5 33 áx, og fór það jafnan vel úr hendi. Eins vax hann um fjölda ára í sókn- arnefnd. Hann hafði mikinn áhnga á þjóðmálum og gaf nokkrum sinnnm kost á sjer til þingsetu, en án þess að ná kosningu. Um það skal hjer efeki dæmt, hvort hann hefði notið sín til fulls í þingmanns-sessi, þrátt fyrir ýmsa góða hæfileika hans. — Hann var maður örgeðja og allákaf- ur í lund, eins og hann átti k.yn til; fór aldrei dult með skoðanir sínar og fylgdi þeim fast fram. Pví að hann var maður hreinlyndur ogiaus við nllan fagurgala, hver sem í hlut álti. Eftir öllu innræti sínu var Tóm- as sál. mesta valmenni. Við það munu allir kannast, sem iþektu hann. Hann var maðnr raungóður og hjálp- fús, manna áreiðanlegastur í öilurn viðskiftum og hinn tryggasti íiund. Brjóstgæðum hans við þá, er bágt áttu, var viðbrugðið. og hjúum sín- um munu fáir hafa reynst betri húsbóndi en bann, svo nærgætinn, sem hann var við þau og umhyggju- samur um allan hag þeirra. En einkum var hann ágætnr eiginmaður og góður faðir. I fyrra hjónabar.di eignaðist hann eina dóttir, Guðrúnu, er giftist A. J. Johnson bankagjald- kera, en dó úr spönsku veikinni. Af síðara hjónabandi lifa nú 8 börn, synir tveir og sex dætur, öll upp komin, og tvær af dætrunum þegar giftar. Heimiíislífið á Barkarstöð- um var jafnan hið fegursta og skemtilegasta, og munu margir minn- ast þess með angurblíðu nú, er l.ús- bóndinn og heimilisprýðin er hnigin í valinn. En einnig sveitin hefir sett ofan við fráfall Tómasar á Barkarstöð- um, enda mun hans lengi verðamínst þar eystra, sem eins af mestu at- hafnamönnum sveitarinnar síðasta niannsaldurinn og þess mannkosta- manns, sem hann var að þeirra dómi, sem þektu hann best. Kunnugnr. Eri. símiregnir Khöfn, 2. febr. FB. Ráöstjórnin vftnrkend. Opinber. tilkynning hefir verið gefin út af bretsku stjórninni um, að hún hafi viðnrkent ráðstjórn- ina rússneskn, sem lögskipulega stjóm (de jure), og hafi mælst til þess, að hún sendi fulltrúa sína til London, til þess að semja við ensku stjómina um öll vafa- mál, sem eru milli ríkjanna. Venizelos. Símað er frá Amsterdam, að Venizelos forsætisráðherra hafi heiðst lausnar frá stjórnarstörf- nm, en lofað að gegna störfum á- fram. meðan heilsa hans nokkurn- veginn leyfi. Khöfn, 3. febr. FB. Rússar og Bretar. Símað er frá London, að í orð- sendingu ensku stjórnarinnar til ráðstjórnarinnar, sje það talið skilyrði fjvir viðurkenningu á ráðstjórninni að hætt sje öllnm nndirróðri fyrir eflingu ráðstjórn- arstefnunnar í Englandi, ef vin- átta eigi að verða milli ríkjanr.a, Eússlands og Bretlands. Rússar og ftalir, Eftir langvinna samninga hefir jítalska stjómin, að því er frjettir frá Róm herma, viðurkent ráð- stjórnina rússnesku de jure, gegn því að ítalir fengu ýms mikils- verð sjerrjettindi í Rússlandi. Wilson sjúkur. Wilson fyrmm Bandaríkjaíor- seti liggur fyrir dauðanum. Neðri deild þingsins í Washington hefir frestað fundum sínum um sinn, í virðingarskyni við hinn sjúka. Bandaríkja hneykslið. Fyrstu r.jettarhöld í olíuhueyksl- ismálinu hafa nú farið fram og hafa leitt í ljos, að fjöldi nafn- kunnra stjórnmálamanna eru riðn- ir við málið og hafa þegið mútur af fjelaginu, þar á meðal W. G. McAdoo, sem var fjármálaráð- herra í stjórn Wilsons (og er tengdasonur hans), og Lindley M. Garrison, fyrverandi fjármálaráð- herra (í stjórn Wilsons 1913— 1916). Hafa þeir fengið 250,000 dollara hvor hjá fjelaginu. Hinn opinberi ákærandi ríkisins er eiun- i ’ flæktur inn í þetta hneykslis- mál og hefir orðið að segja af sjer. " Khöfu 4. febr. FB. frá Washington. Wilson fyrv. forseti látinn Wilson fyrverandi Bandariikja-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.