Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.05.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 13.05.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Berklavarnamál. Eftir Sigurð Magnússon. IL Híbýlabætur og sjúkrahæli. Eg hefi í grein minni „Berkla- veikin og konumar“ (Lögr. 16. marts og 7. apríl þ. á.) getið þess, að berklavamamálin væm sam- tvinnuð húsnæðismálum þjóðar- innar, enda er það samkv. reynslu annara þjóða. það má til sanns vegar færa, að berklaveiki sje hí- býlasjúkdómur. þröng og dimm húsakynni em gróðrarstía fyrir berklaveiki og raunar allskonar sjúkdóma. Híbýlabætur ættu að skipa öndvegi í menningarmálum þjóðarinnar. 111 húsakynni hafa skaðleg áhrif á líkama og sáL Sjer- staklega draga þau úr þroska og heilbrigði kvennanna. Híbýlaprýði þroskar fegurðartilfinningu og eykur menningu. Guðmundur pró- fessor Hannesson hefir nýlega ritað um þegnskylduvinnu og bent á, að hún ætti fyrst og fremst að snúast að híbýlabótum, og væri æskilegt að stjórnmálamenn vorir legðust á sömu sveif, því sannar- lega em þessi tvö mál menningar- mál þjóðar vorrar. Svo að jeg snúi mjer aftur að hinum sjerstöku berklavamamál- um, þá gat jeg þess í áminstri grein minni, að ástandið á Austur- landi væri í meira lagi athugavert, bæði vegna þess, að þar er meiri berklaveiki en annarstaðar á land- inu (aðallega meðal kvenfólksins), og vegna þess, að þar vantar til- finnanlega hæfilegt sjúkrahús fyr- ir berklaveika. það væri væntanlega nægilegt að eitt hæli væri fyrir Múlasýslur, og þetta hæli ætti að vera með líku sniði og berklaveikraheimilin norsku. þar ætti að vera rúm að minsta kosti fyrir 15 berklaveika sjúklinga. Komið gæti þó til mála að hafa sjúkrahúsin tvö, og væri þá sennilega haganlegast, að þeim væri skift í tvær deildir (almenn deild og berkladeild). Aðalatriðið er, að sjúkrahús, ef það er á annað borð reist, á ekki að vera minna en Lesbók Lögrjettu m. Kristinddmiir og kirkja. Eftir Árna Ámason lækni. 1. Inngangur. Töluvert er nú orðið ritað um trúmál í blöðum og tímaritum. það er bæði eðlilegt og að ýmsu leyti gott. þegar fólkið hættir að sækja kirkjur, en leitar sjer andlegrar fæðu í blöðunum, þá er eðlilegt að farið sje þangað með trúmálin. Og gott er það m. a. að því leyti, að það vekur umhugsun. í umræðun- um um þessi mál undanfarið ber annarsvegar mikið á árásum á kirkjuna, þjóna kirkjunnar og ýmsar kenningar hennar, en hins vegar kveða nýjar andlegar stefn- ur sjer hljóðs og er talað hátt um ágæti þeirra. Jeg skil það, að prest- amir kynoka sjer við að fara með þær kenningar sínar í blöðin, sem þeir em jafnan að flytja í kirkj- unum og á kristilegum samkom- um, og að þeir vilja komast hjá þráttunum um þessi efni á þeim vettvangi. pótt jeg sje ekki kirkj- unnar þjónn, langar mig til að reyna að skýra frá afstöðu krist- indóms og kirkju til aldarfars og þekkingar vorra tíma, eins og hún kemur fyrir sjónir kristnum leik- manni, sem hefir fengið nokkra þekkingu á náttúruvísindunum. Jafnframt verður minst á hinar nýju stefnur, spíritisma og guð- speki í því sambandi. það er von, að alvarlega hugs- fyrir svo sem 15 sjúklinga. Sje það minna, er óhentugt og dýrt að reka það, því skilyrðið ætti að vera, að þar væri ætíð góð hjúkr- unarkona með fullkominni hjúkr- unarmentun. Hin síðari árin hefir stefnan verið hjer á landí sú, að á sem flestum læknasetrum sje lítið sjúkraskýli. það hefir verið talið haganlegt, að sveitalæknar gætu tekið sjúkling inn á heimili sitt, þegar svo stendur á, að bráðra að- gerða þarf. þetta getur vitanlega oft komið sjer vel, en þessi litlu skýli geta ekki orðið mikilsverðar heilbrigðisstofnanir, og reynslan sýnir, að þessi skýli eru misjafn- lega notuð og oft lítið, og fáir berklasjúklingar munu dvelja á þeim. Svo mikið er víst, að það er nauðsynlegt að koma sem fyrst upp berklaveikrahæli í Múlasýsl- um, en álitamál er, hvar það á að starida. Á Seyðisfirði er ekki ómyndarlegt sjúkrahús, og mætti máske dubba það upp með tiltölu- lega litlum kostnaði og gera það vistlegt fyrir berklaveika sjúkl- inga, en því er raunar fremur illa í sveit komið vegna örðugra fjall- vega þangað. Auðveldari er leiðin úr Hjeraði til Reyðarfjarðar, og gæti Eskifjörður verið haganlegur staður, en þar er sjúkrahúsið sagt ónothæft. Um hið góða sjúkrahús á Fáskrúðsfirði hefi jeg áður talað. Málinu væri borgið í svipinn, ef samningar tækjust við hina frönsku eigendur þess, en það mun efasamt. Ef sjúkrahúsin yrðu tvö, ætti annað þeirra að vera í Fljóts- dalshjeraði, og yrði sjúkrahúsið á Brekku þá væntanlega stækkað. Jeg hygg, að það verði dráttur á því að þetta mál verði til lykta leitt, nema Múlsýslungar sjálfir hefjist handa og hryndi málinu áleiðis. það væri veglegt og nauð- synlegt verkefni fyrir konur í Austfirðingafjórðungi að taka málið að sjer og leita samskota til þessa nauðsynjafryirtækis, og hygg jeg, að þær myndu fá góðar undirtektir einnig í öðrum lands- fjórðungum, því eins og nú standa sakir, er hvergi brýnni þörf á hæli en í Múlasýslum. andi mönnum blöskri andlega ástandið í hinum svo nefnda ment- aða heimi, einnig hjer á landi, og vonandi koma nýir, gagnverkandi andlegir straumar fram, þjóðlífinu til viðreisnar. Spiritisminn eða andahyggjan og guðspekin hafa vakið marga til umhugsunar um eilífðarmálin, en það sannar auð- vitað ekki, hve hollar þær sjeu. Til þess að vekja menn úr dái er stund um gott að bera ammoniakvatn að vitum þeirra, en það er ekki þess- vegna ráðlegt að fara að nota ammoniak til innöndunar í stað lífsloftsins. Ekki hefi jeg í hyggju að deila á þá menn persónulega, sem veitt hafa kirkjunni ákúrur. Jeg kem hjer ekki fram sem full- trúi hennar, og flest slíkra um- mæla hafa líka sinn dóm með sjer; þau benda sanngjörnum og óvil- höllum lesendum á líkinguna um flísina og bjálkann. það heyrist oft, að mentun og lærdómur eigi ekki samleið með trúnni, þau sjeu andstæð. Margir trúaðir ungir menn hafa liðið skip- brot á trú sinni á námsárunum og ekki rjett við aftur. Ástæðan er sú, að þegar þeir fara að kynnast nátt- úruvísindunum og öðrum fræði- greinum, sjá þeir, að ekki ber sam- an kenningum biblíunnar og þeirri þekkingu, sem skólamir veita. Með því að þeim virðast skoðanir fræðiritanna .sennilegri, í betra samræmi við skynsemina, þá kasta þeir frá sjer því sem þeim hefir verið kent í trúarefnum, fyrst og fremst skoðunum biblíunnar á eðli og uppruna heimsins og síðan Á Suðurlandi og Vestfjörðum verður ástandið væntanlega sæmi- legt, þegar sjúkrahúsin á Eyrar- bakka og ísafirði verða fullgjörð, því þar eiga að vera deildir fyrir berklasjúklinga, og þegar hið mjög nauðsynlega „hressingarhæli“ kem ur til sögunnar, sem „Hringurinn“ hefir í hyggju að reisa. pá er Norðurland. það er að vísu mun betur statt en Austur- land, því hið tiltölulega stóra sjúkrahús á Akureyri hefir rúm fyrir marga berklaveika sjúklinga, enda sækja þeir mjög þangað, jafnvel úr Múlasýslum, og á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki eru einnig nokkrir berklasjúklingar. Akureyrarlæknar — og meðal ann- ara margar ötular og stórhuga norðlenskar konur — fullyrða, að þar sje þörf á sjerstöku berkla- hæli, og efa jeg ekki, að það sje rjett, enda munu berklasjúklingar nú sem stendur taka upp of mikið rúm á Akureyrarspítala, og vitan- lega eru þar of mikil þrengsli, eins og á flestum spítölum vorum. Berklaveikisnefndin hjer um ár- ið gerði ráð fyrir, að brýn nauðsyn væri á að bæta við Akureyrar- spítala berklaveikisdeild, er rúm- aði 12—15 sjúklinga, fyrir utan þá viðbót, sem þá var í smíðum og nú er orðin. Einn nefndarmaðurinn (Magnús Pjetursson) vildi meira að segja að deildin tæki 28—30 sjúklinga. Einnig var gert ráð fyr- ir nokkrum sjúkrarúmum á Hvammstanga. það var tekið fram, að þetta væri lausleg áætlun, en ef reynslan sýndi, að sjúkrarúm þyrftu að vera fleiri á Norðurlandi, væri æskilegt að bæta við berkla- deild á Sauðárkróki. Auðvitað kæmi það í sama stað niður, að í staðinn fyrir þesga sjúkrahúsdeild á Akureyri væri reist sjerstakt hæli nálægt Akur- eyri, og eins og sakir standa tel jeg það heppilegra og mundi verða vinsælla, og vitanlega væri það ekki nema gott, að hælið yrði ríflegra en meiri hluti berklaveikisnefndar gerði ráð fyrir, ef efnahagur leýfði, t. d. fyrir 20 sjúklinga, en hinsvegar hygg jeg, að berkla- vörnum væri betur borgið ef Skag- trúnni sjálfri, trúnni á Krist, á annað líf og jafnvel trúnni á guð. Auðvitað ganga menn mis- langt í þessu. En eftir því sem þekkingin á náttúrunni, á verkum guðs, vex, eftir því verður auðveld- ara að samrýma hana trúnni. J>ótt trúarbrögðin sjeu ekki orðin til vegna umhugsunar og ályktunar, þá er það ekki aðeins gott og gagn- legt, heldur nauðsynlegt, að líta á trúna' frá skynseminnar sjónar- miði, athuga samræmið milli henm ar og skynsemi og þekkingar vorr- ar. það, sem vjer vitum um heim- inn, þarf ekki að koma í bága við trú vora. I þessum greinum verður fyrst litið á kristindóminn frá sjónarmiði þekkingarinnar, því- næst minst á afstöðu spiritisma og guðspeki gagnvart kirkjunni, og loks drepið á, hvers kirkjan þarfn- ast á þessum tímum, til þess að áhrif hennar verði sem mest og víðtækust. 2. Guðstrú og vísindi. Alvarlegustu spumingar manns- andans eru og hafa ávalt verið þessar: Hver er uppruni heimsins og af hverju stjórnast hann? Hvert er eðli og uppruni manns- ins? Hvert er takmark jarðlífsins og hver verða örlög vor, þegar það hættir? Trúarbrögðin, heimsskoð- anirnar og lífsskoðanirnar eru svörin við þessum og þvílíkum spurningum. Guðstrú vor krist- inna manna er svarið, sem vjer höfum fengið við fyrstu spurn- ingunni. Jeg ætla nú að reyna að athuga lítið eitt sambandið á milli firðingar hefðu nokkru fleiri rúm á Sauðárkróki fyrir ber’dasj úkl- inga, en nú er, og að hælið á eða við Akureyri væri sjerstaklega ætl- að sjúklingum í Eyjafjarðar- og p ingey j arsýslum. Sumir Norðlendingar vilja hafa allstórt hæli í Eyjafirði, er tæki 40—50 sjúklinga, og sje það ætlað öllu Norðurlandi og Austurlandi. það hygg jeg „ópraktiska“ lausn á þessu máli, og bendi jeg til sam- anburðar á reynslu Norðmanna, að óheppilegt sje, að mjög langt sje á milli hælanna. ----o---- Spaniniij fliegi. Fjárlögin 1925. Á nýafstöðnu þingi var mjög leitast við að halda spart á lands- fje, og kom þetta auðvitað eink- um fram í meðferð fjárlaganna. Jafnframt var reynt að hafa fjár- lögin gætilegri en áður, með því að áætla tekjur varlega en gjöld ríf- lega á þeim liðum, sem teljast mega áætlunarliðir. Gjaldaliðir fjárlaganna eru þrennskonar. Fyrst lögákveðnir eða á annan hátt alveg fastbundn- ir liðir, svo sem embættislaun, af- borganir, vextir. Um þá verður engu þokað við samningu fjárlaga, einungis um að gera að gleyma engu. I öðru lagi áætlunarliðir, svo sem rekstrarkostnaður spítala, ljósa- og eldsneytiskostnaður rík- isskólanna, gjöld til sóttvama, berklavarna og þvíuml., alt saman gjöld sem greiða verður að fullu samkvæmt lögum, hvort sem þau reynast há eða lág. Um þessa liði verður að gæta þess einungis, að áætla þá ekki of lága, til þess að áætlunin svíki ekki. I þriðja lagi eru svo hinir óbundnu liðir, í þeim felast allar hinar eiginlegu fjár- veitingar, sem unt er beinlínis að ákveða hærri eða lægri eða fella burt með fjárlagaákvæði. Ef meta skal hversu þinginu 1924 hafi tekist sparnaðurinn, má bera saman fjárlögin fyrir 1925, sem þetta þing samdi, og fjárlögin fyrir yfirstandandi ár, sem sett guðstrúarinnar og þekkingarinnar á heiminum, og verð þá fyrst að draga upp örlitla mynd af honum. Stjömur himins, hinn mikli fjöldi, era langflestar nefndar fasta- stjörnur. pær eru sólir eins og sól vor. Sólin er hnöttur, sem er 1V3 miljón sinnum stærri en jörðin. Utan um hana snúast 8 dimmir hnettir, pláneturnar. Jörðin er ein þeirra. Um pláneturnar snúast tunglin og fylgir eitt jörðunni eins og kunnugt er. Halastjörnurnar snúast líka um sólina. Fjarlægð þeirra fastastjama, sem oss eru næstar, er svo geysimikil, að vjer eigum erfitt með að skilja hana. Hún er ekki mæld í mílum nje miljónum mílna, heldur er notað- ur annar mælikvarði. Ljósið fer 40 þúsund mílur á sekúndu. Á einu ári fer það því 1 biljón og 260 þús- un miljónir mílna. Fjarlægð fasta- stjarnanna er talin í ljósáram, en ljósár er ferð ljóssins á einu ári. Næsta fastastjaman er þó ekki svo nálæg, heldur 4 ljósár frá oss, Sirius hátt á 9. ljósár, og ljósið frá pólstjörnunni þarf 461/2 ár til þess að komast til vor. þessar stjörnur sjáum vjer vel. pó eru þær í vetr- arbrautinni, sem að áliti stjörnu- fræðinga er geysimikil sólna- kringla, sem sólkerfi vort er emn liður í. En svo eru til aðrar sólna- kringlur, „vetrarbrautir", sem nefndar eru stjörnuþokur. þær sjást í sjónaukum eins og þoku- hnoðrar. Ef vjer hugleiðum, að þetta eru alt sólnakerfi, og að hvei veit, hve mörg eru til, sem vjer ekki sjáum grilla í, en stjörnumar vora á síðasta þingi fyrra kjör- tímabils. Gjaldaupphæðirnar eru Fjárlög 1924 .. .. kr. 8,340,674.08 Fjárlög 1925 .... — 8,274,395.39 Munurinn á gjöldunum í heild er mjög óverulegur. En ef meta á sparnaðinn, verður að bera saman þá liðina eingöngu, sem era háð- ir ákvörðunarvaldi fjárlaganna, og þá verður útkoman önnur. JJessi viðráðanlegu útgjöld hafa verið lækkuð á síðasta þingi þannig: 10. gr. Sendih. í Khöfn 25000,00 12. gr. Heilbrigðismál, ýmsir styrkir .. 21000,00 13. gr. B. Vegagerðir .. 124500,00 13. gr. D. Símalagningar 234400,00 14. gr. A. Húsabætur á prestsetrum .... 15000,00 14. gr. B. Skólarnir .... 59400,00 15. gr. (Vísindi og bók- mentir) söfnin .. 27550,00 Ýmsir styrkir .. 30750,00 16. gr. Verkleg fyrir- tæki........... 119450,00 Samtals 657050,00 þetta er sparnaðurinn. Hjer í móti má telja 2 upphæðir veittar 1925, sem ekki eru í núgildandi fjárlögum, nl. til byggingar fanga- húsa á ísaf. og í Vestmannaeyjum kr. 16000,00, og til Eimskipafjelags Islands vegna strandferða fjelags- ins kr. 45000,00. Sjeu þessar upp- hæðir dregnar frá, kemur það fram, að spamaður þessa þing á fjárlögum nemur sem næst 600 þús. kr. Að heildarapphæð gjald- anna er þó sem næst hin sama og í núgildandi fjárlögum stafar vit- anlega af því, að áætlunarliðir hafa verið áætlaðir hærri, og þar með gætilegar en á næsta þingi á undan. Hvernig er þessi sparnaður feng- inn? Að talsvert miklu leyti með niðurfellingu verklegra fram- kvæmda, eða þessar upphæðir sam- anborið við fjárlögin 1924: Vegagerðir . . .. .. .. 120000,00 Símalagningar........ 234400,00 Hús á prestsetram .... 15000,00 Barnaskólahús........ 15000,00 Unglingaskólahús .. .. 35000,00 Ýms mannvirki í 16. gr. 43000,00 Samtals 462000,00 í hverju sólkerfi eru mörg ljósár hver frá annari, þá fer oss að skiljast, að alheimurinn er rúm- góður og huga vom sundlar, er hann horfir út í hyldýpi ómælis- geimsins. Sól vor er ein hixma ótölulegu sólna í geimnum. Kring um hana snýst hnöttur, sem er D/3 miljón sinnum minni, og þessi agnarögn er jörð vor. Ef vjer nú virðum fyrir oss jörðina, þá hlýða allir náttúruviðburðir þar ákveðn- um lögum. pessi lög köllum vjer náttúrulögin. Eitt þeirra er þyngd- arlögmálið. Hlutir falla til jarðar, af því að hún dregur þá að sjer, en það er eftir vissum lögum. En þyngdarlögmálið gildir víðar. Vegna þyngdaraflsins snýst tungl- ið kring um jörðina og hún og hin- ar pláneturnar kring um sólina. Menn ætla, að þyngdarlögmálið gildi í alheiminum. Vjer þekkjum fleiri öfl. Rafmagnið og segul- magnið fylgja sjerstökum lögum, er menn nota eins og kunnugt er. Ljósið og hljóðið fylgja ákveðnum lögur og lengur má telja. Auk þess- ara og annara laga eðlisfræðinnar eru svo öll lög efnafræðinnar. Al- staðar verður fyrir oss fullkomið samræmi og niðurröðun í náttúr- unni, hvort sem vjer lítum út í geiminn eða á það, sem næst oss er. Ef vjer svo snúum oss frá hinni dauðu náttúra, sem kölluð er, og lítum á lífið á jörðunni, þá finnum vjer þar einnig samræmi og niður- röðun. Lægstu dýrin í dýraríkinu heita frumdýr. Hvert þeirra er ör- lítið kom eða kökkur úr efni, sem kallað er lífslím eða lífkvoða, og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.