Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.06.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 10.06.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA ar og gæðagnótt, þannig að elska hana og síðan starfa fyrir hana). 4. Siðabótin. 5. Hvað skortir íslensku þjóðina mest? 6. Siðmenning vor hin foma. 7. Matthías Jochumsson. 8. Kvenskörungar í fornöld og kvenskörungar nú á tímum. 9. Uppeldi kvexma. 10. Kvenrjettindi. 11. Fyrirmyndarheimili. Árangurinn af sjálfsmentunar- starfseminni var í stuttu máli sá, að nemendumir urðu hugsandi og áhugasamir leitandi menn. Próf. Próf var haldið í lok skólaársins, en skólinn starfar vetrarlangt. Gunnlaugur kennari Björnsson og ritstjóri Skinfaxa var prófdómari. Fer hjer á eftir umsögn hans um skólann: Eg undirritaður hlustaði á nem- endurna við skóla sjera Eiríks Al- bertssonar á Hesti í Borgarfirði gera grein fyrir námi sínu í vetur. Geðjaðist mjer ágætlega að grein- argerð þeirra. þóttist jeg finna, að við kensluna hafði verið lögð mik- il rækt við móðurmálið og sögu þjóðarinnar, erlendar og innlendar bókmentir og nemendur hvattir og styrktir til sjálfsnáms. Yfir höfuð hlýt jeg að líta svo á, að kensla og öll starfsemi skól- ans hafi verið í besta lagi og ein- stök. Reykjavík 26. apríl 1924. Gunnlaugur Björnsson. Um leið og jeg læt skýrslu þessa frá mjer fara, lýsi jeg og yfir því, að þessum skóla mínum held jeg áfram. Ræð jeg mjer kennara til aðstoðar og bæti við söngkenslu, eyk stærðfræðikensluna og færi skólann í aukana yfirleitt. Skólaveran kostaði pilta 450 kr., en stúlkur 400 kr. Haldi vörur áfram að hækka í verði, verður kostnaður næsta vetur eitthvað dýrari. þeir sem sækja vilja um skól- ann á komandi vetri, sendi um- sóknir til mín fyrir 1. ágúst n. k. Gef jeg þeim ,er óska, allar frek- ari upplýsingar. Hesti 28. apríl 1924. Eirikur Albertsson. ----o----- Norðmenn, eða norskir ketkaup- menn ætla að senda hingað sjer- stakan verslunarfróðan folltrúá, segir í skeyti frá Kristjaniu í dag. mannkynsins enn er háttað. það er því stórum athugavert, einnig frá almennu sjónarmiði, hve mjög öll fræðslustarfsemi og uppeldi æskulýðsins hefir verið dregið úr höndum kirkjunnar og hve htið samband er meira að segja á milli kirkju og skólafræðslu. Prestun- um er gert örðugt fyrir að leið- beina æskulýðnum á trúargrund- velli, sýna og skýra sambandið á mílli trúar, siðfræði og þekkingar og þannig tapast kirkjunni margir unglingar, sem eiga erfitt með að fá slíkt samræmi í sálarlíf sitt, eiga erfitt með að trúa. Alveg á sama hátt verður prestastjettin að ná tökum á hinum fullorðnu. En hugsunarhátturinn og andlega líf- ið breytist með tímanum. það nægir ekki að tala við menn 20. aldarinnar eins og á miðöldum. Kröfumar til kirkjunnar vaxa. þjóðin heimtar, að trúarleiðtog- arnir standi öðrum leiðtogum að minsta kosti ekki að baki. Presta- stjettin verður að fylgjast með framförunum á sviði þekkingar- innar, því þótt trúaratriðin verði ekki skýrð, verða kennimennirnir að geta bent á samræmi á milli trúar og þekkingar, og hjálpað söfn uðinum til að finna þetta sam- ræmi. En breytingin, sem á að fara eftir, er framþróunin,sem orð- ið hefir, en ekki afturförin í and- legu lífi og siðgæði. Kirkjan á að hafa áhrif á aldarandann, breyta honum til góðs, en ekki að láta ill- an aldaranda hafa áhrif á sig. Útflutningshestar. Á yfirstandandi sumri verða hestar og hryssur keyptar af Louis Zöllner konsúl, New Castle on Tyne, til útfiutnings með sjerstöku skipi til Danmerkur og Englands. Pyrir kaupunum stendur hr. Guð- mundur Böðvarsson, Reykjavík, og snúi seljendur sjer tii hans viðvíkj- andi upplýsingum. Markaðir verða ákveðnir og auglýstir siðar. Norski háskólinn. Eins og kunn- ugt er hafa Norðmenn stofnað sjerstakan kennarastól í íslenskum fræðum við háskóla sinn og var embætti það veitt próíessor Sig- urði Nordal og svo um samið, að hann þyriti ekki að taka við em- bættinu fyr en í sumar, þó það væri veitt fyr. En nú hefir próf. S. N. eftir allmikið þjark og deilur fengið 3000 kr. ritstyrk, í viðbót við laun sín hjer, á fjárlögum 1925. Mun hann því að sögn hafa aísalað sjer embættiiiu í Noregi og verður hjer kyr, eins og marg- ii höföu óskað eftir og hann haíði boðist til, ef hann fengi sómu launakjör hjer og þar. 1 norskum blöðum er nýlega frá því sagt, að yfirbókavörður há- skólabókhlöðunnar í Kristjaníu haíi kvartað um það við stjórnar- völd þar, aö saínið ætti lítinn kost íslenskra bóka og farið þess á leit, að veitt yrði fje til riflegra kaupa á isl. ritum. Haföi fyrst átt að verja til þessa iaunaupphæð próf. S. N., frá því embættið var stoín- að og þangað til hann tæki við því, eða emhverri slíki'i upphæð. En þetta þótti of htið og vildu Norð- menn heist fá keypt samíelt, stórt, íslenskt bókasaín. Hefir verið tal- að um að háskólabókhlaöan í Kristjaníu keypti hið stóra safn Kristjáns Kristjánssonar forn- bókasala hjer, sem hann hafði vilj- að selja eftir mati og próf. S. N. hafði bent á, eða safn Jóns heit- ins þorkelssonar þjóðskjalavarðar. Munu samningar einna helst standa um það saf n nú, en í því er mikiö fágætra og fjemætra bóka frá 16., 17. og 18. öld og allmikið frá 19. öld. Söluverðið er talið um 35 þús. kr. Vjeldælu nýja heíir bæjarstjórn in hjer keypt og var hún reynd og sýnd nú í vikunni. Flutti þá borg- arstjóri um leið stutta ræðu um brunamál Rvíkur, en nú eru liðin um 50 ár síöan fyrst kom bruna- dæla til bæjarins og var ausið í hana vatni, sem venjulega þurfti að sækja í tjörnina eða sjóinn. þessi nýja dæla getur tekið vatn úr mörgum brunahönum í einu og spýtt úr 4 slöngum samtímis. Hún getur spýtt smálest af vatni á mín- útu.það er nokkurmælikvarði á það fyrir kunnuga, hversu langdræg dælan er, að hún getur spýtt vatn- inu upp yíir vindhanann á húsi Nathans og Olsens. Dælan kostaði 37 þúsund krónur með ölium út- Prestastjettin á að færa sjer í nyt aukna þekkingu á sálarlífi manna og sálaröílum, til þess að efla kirkj- una, hafa áhrif á meðbræðurna til trúarstyrkingar, huggunar, hug- hreystingar, til styrktar í siðferð- isbaráttunni, í stuttu máh til blessunar og andlegrar lækningar, hvort sem hún kemst svo langt eða ekki, að geta haft líkamleg lækn- ingaáhrif. En til alls þessa þarf hún að fá góðan undirbúning, miklu víðtækari vísindalega ment- un en nú, bæði í náttúruvísindum og heimspeki og þá einkum í sál- arfræði og uppeldisfræði. Hún þarf að eiga þá menn fyrir kennara, sem eru sannmentaðir, sanntrúað- •ir og áhugasamir í trúarefnum. þá kem jeg að að efsta atriðinu, formönnum kirkjunnar, kennurum prestastj ettarinna r og vísinda- og mentastarfsemi þeirra, nýguðfræð- inni. Starfsemi nýguðfræðinnar er að miklu leyti sögulegar rannsóknir á ritningunni og öðrum fornum heim ildum kristindómsins og kirkjusög- unni. þetta virðist aðallega vera venjuleg fornritarannsókn, eftir því sem henni er lýst, gildi guðs- pjallanna og annara heimilda er metið eftir aldri, það sem talið er eldra og merkara er aðgreint frá hinu yngra og þannig er vinsað úr ritningunni. þótt ýmislegur fróð- leikur fáist með þessu móti, þá er þessi rannsóknarstarfsemi ber- sýnilega næsta gagnslítil fyrir vöxt og viðgang kirkjunnar og efl- búnaði. Ætlað er að brunabóta- gjöid í bænum lækki nokkuð um leið og þessi umbót er gerð é ör- yggi slökkviliðsins. Áður en þess- ari dælusýningu lauk var dælt vatni yfir verslunarhús hr. Feng- ers, sem þarna var rjett hjá, eins og fyr segir. Svona er það alstað- ar — og er þó eiginlega farið að verða íullmikið um það, að láta Fenger þennan ganga í vatnið. Rauði fáninn heitir nýtt mánað- arblað sem kemur út hjer í Rvík. Blaðútgáfa þessi kvað standa utan Alþýðusambandsins íslenska, en er rekin af deild úr „Internationale ungra kommúnista“. Blaðið er all- harðort í garð hinna gömlu jafn- aðarmanna, socialdemokratanna, sein meiri hlutinn innan Alþýðu- sambandsins hjer mun hallast að. Á einum stað segir blaðið t. d. : „Alstaoar endurtekur sig sama sagan, að sócialdemokratar hafa svikið stefnuskrá sína og afneita nú stjettabaráttunni, en ganga í lið með borgurunum hvenær sem færi býðst. Ætti verkamönnum nú bráðlega að fara að verða það ljóst, hver óheill þeim stafar af slíkum „foringjum“ .... Á öðrum stað segir, í sambandi við kosningarnar í þýskalandi: „ (Kommúnista) flokkurinn (þar) er nú andvígur allri samvinnu við socialdemokrata og aðra íhaldssama verkalýðsíor- ingja, undir nafninu samfylking öreigalýðsins (Einheitsfront des Proletariats) .... Flokkurinn hef- ir starfað í þeim anda, sem er í íullu samræmi við orð Marx og Engels í kommúnistaávarpin. Kommúnistar telja sjer ekki sæmi- legt að leyna skoðunum sínum og áíormum. þeir lýsa því opinberlega yíir, að tilgangi þeirra verði aðeins náð með allsherjarbyltingu“. Tvö svör við grein Har. Níels- sonar prófessors í síðasta tbl. bíða næsta blaðs vegna þrengsla. 1200 lifrartunnur hefir togarinn ingu guðs kristni í landinu. Fræði- menn færa að því gild rök, að forn- sögur vorar hafi getað lifað á vör- um þjóðarinnai í margar aldir. það er ekki ólíklegt, að frásagnir um líf Jesú, orð hans og verk hafi getað geymst í minni trúaðra læri- sveina hans um marga áratugi. Nýguðfræðingum er ekki treyst- andi til að vega rit nýja testament- isins á metaskálum. Vísinda- og mentastarfsemi getur verið á marga vegu. Ýmsir hafa sýnt, að í þjóðtrú og málsháttum felist oft mikilvægur sannleikur og dulipn fróðleikur. Vitsmunamennirnir ættu að láta gáfnaljós sitt skína á helgum stað og einkum ættu trú- arleiðtogamir að gera það enn ljósar fyrir alþýðu sjónum, að kenningar ritningarinnar hafa að geyma vitsku og sannleik í sjer- s.tökum búningi, einnig þau at- riði, sem í fljótu bragði virðast torskilin. þetta starf viturra og lærðra manna verður heillavæn- legra heldur en að tína þá staði úr ritningunni, sem þeir segjast ekki geta lagt út af. það myndi hafa blessunarrík áhrif, en mjer skilst, að hin rannsóknin verði fremur ófrjó, eins og skjalagrúsk er vant að vera. í síðasta hluta 5. kafla gat jeg um skoðun nýguðfræðinga á eðli Krists. það er yfirleitt helst svo að skilja, að þeir hafi ekki ákveðna, samstæða skoðun á trúarsannind- unum, að þeir vilji komast hjá því að gefa ákveðna fræðslu og leið- Skailagrímur fengið á þessart ver- tíð og er það mesti aíli sem hjer íara sögur af. Sveirrn Björnsson sendiherra er nú að koma heim hingað. Hafa honum verið haldnar ýmsar skiln- aðarveitslur í Khöfn, s. s. af Is- lendingum og dönskum íslandsvin- um. Sátu þá veitslu m. a. Harald- ur prins, Krieger konungsritari, Zahle fyrv. ráðherra, Moltke greifi, Arup prófessor, Petersen deildar- stjóri, Svenn Poulsen ritstjóri og margir erlendir sendiherrar. þá hefir utanríkisráðherrann danski haidið Sv. B. veitslu og sömuleiðis sat hann veitslu hjá konungi, í Drangey varð nýlega það slys, að Friðrik Jónsson á Sauðárkróki, sem vai- að síga þar eítir eggjum, fjell í sjó niður, af því vaðurinn hjóst í sundur á klettasnös, og beið maðurinn bana. Friðrik var talinn með bestu bjargmönnum og sund- maður góður. í fyrra vann hann t. d. það afreksverk, að hann bjai'g- aði öðrum manni, sem sigið hafði í bjargið en rotast í vaðnum af steinhöggi í höfuðið. Hjekk hann rctaður í bjarginu og var tahnn bani búinn, en Friðrik seig til hans, batt hann á bak sjer og kom honum svo upp. Seyðisfirði 7. júní. FB. Á út- miðunum hjer er þessa dagana af- skaplega mikill afli. Hafa bátar íengið alt að 9 þús. pund í róðri. Hjer inni í íirðinum er reitingur af fiski og síld. Fiskiskip, sem stundað hafa handfæri, hafa aflað mjög lítið. — Tíðin er fremur köld ennþá. Sauðburði ' er lokið og lambadauði hefir orðið mjög htill, þrátt fyrir slæma tíð og almenn- an heyskort hjá bændum. — Kaup- deilumálið hjer er óútkljáð enn. Dánarfregn. 3. þ. m. andaðist hjer í bænum Lúðvík Hafhðason kaupmaður, og hafði hann legið veikur nokkurn tíma, síðast þungt haldiim. Banameinið var hjarta- beiningu í trúarefnum, ekki koma með samstæða, rökstudda kenn- ingu nje játningu. Að því leyti standa þeir að baki fyrri alda mönnum kirkjunnar, því þeir brutu heilann um trúarefnin og reyndu að gera sjer ákveðna grein fyrir trúarsannindunum. í sam- ræmi við þessa stefnu nýguðfræð- innar er mælikvarði trúarinnar ekki annar en trúartilfinning ein- staklinganna, sem leita Krists. þessi trúartilfinning verður til á þann hátt, að þeim er gefinn kost- ur á að kynnast ritningunni, en ann ars eru þeir látnir „hugsa frjálst“ og skýra fyrir sjer trúarsannind- in á þann hátt, sem hverjum þykir best henta. Með þessu móti er hætt við, að trúin verði æði misjöfn, ekki aðeins að persónulegum blæ, eins og jafnan er, heldur líka að fullkomnun og að fjöldinn allur eignist engan kristindóm. Kirkjan verður þá rúmgóð. Til hennar geta þá talist menn með ýmsar ólíkar trúar- og lífsskoðanir, ef þeir trúa á guð og annað líf og viðurkenna, að kenning Krists sje fögur og eftirbreytnisverð, viðurkenna hann mikinn og góðan mann og fræð- ara. þá er augljóst, að hún er ekki lengur Krists kirkja, heldur sam- safn og hrærigrautur alls konar tiúarskoðana. Ekki verður hún heldur andleg fræðslustofnun, því hún heldur fræðslunni, kenning- unni, næsta lítið fram. Hvað verð- ui kirkja nýguðfræðinga þá? Fag- urt sameiginlegt safn, sem hætt er ❖ * | Islensk frímerki, f % brúkuð, kaupir undirritaður^ £ % háu verði. % % Innkaups-verðlisti sendist, % % ef um er beðið. % Kr. S. Nielsson, | v 7 v £ Abel Kathrinesgade 25, £ Ý Köbenhavn B. V 9 <r <r > il Innilegt þakklæti vottum við öllum þsim, sem sýndu okkur hluttekningu og veittu okkur aðstoð við iráiall og jarðariör iósturdóttur okkar, Vilborg- ar Guðmundsdóttur, og biðjum góðan guð að launa þeim, þegar þeim liggur mest á. Lokinhömrum 10. maí 1924. Margrét Jónsdóttir. Oddur Guðmundsson. sjúkdómur. Lúðvík var 51 árs, fæddur 18. maí 1873. Hann var áð- ur við Edinborgarverslun hjer í bænum, en hafði nú lengi rekið verslun sjálfur. Hann var kvænt- ur Jóhönnu Bjarnadóttur frá Reyk- hólum, en misti hana 1922. Vin- sæll maður var hann og vel látinn. Sjera Jóhann þorkelsson dóm- kirkjuprestur hefir sótt um lausn frá prestsskap hjer frá 1. okt. n. k. Vísir. Jakob Möller hefir frá 7, þ. mán. að telja látið af rit- stjórn Vísis, en við henni tekar Páll Steingrímsson póstfulltrúi, og með- ritstjóri verður eins og áður Bald- ur Sveinsson. Jafnframt er blað;ð orðið sameign þeirra J. M., P. S'. og Jóns Sigurpálssonar, ráðsma ms blaðsins. Mislingarnir. Fimm börn hafa nú verið einangruð í sóttvarnar- húsinu hjer, úr húsinu þar sem mislingabörnin fyrst dvöldu í. þrjú af börnum þessum veiktust skömmu seinna, en annarsstaðar hafa menn enn ekki orðið veikinn- ar varir og telja læknarir enn lík- indi til þess að hefta megi út- breiðslu hennar. En annars hafði veikinni verið leynt og reyndist erfitt að finna sumt fólkið, sem grunur ljek á að sýkingarhætta gæti stafað af. Upp á einu barninu hafðist í Vestmannaeyjum, frísku, öðru á Siglufirði, líka frísku, og 2 gáfu sig loks fram í Reykjavík, líka frísk. Prentsmiðjan Acta. við að breytt yrði áður en langt um liði. I mínum augum er nýguðfræðin svo nefnda hnignunarstefna í trú- ar- og kirkjumálum. Kirkjan þarfnast þess, að í þessu efni verði mikil breyting til bóta. þjóðin þarf að vakna í andlegum skilningi, þarf að sjá, að andlega lífið er að ýmsu leyti rotið og fúið og siðferð- * islífið þar af leiðandi í hnignun. Kirkjunnar þjónar þurfa fyrst og fremst að vakna og tindast sam- tokum til að umskapi sína eigin stjett og þjóðlífið. það háleita hlutverk er þeirra fyrst og fremst. þá munu mentaðir æskumenn, með háum hugsjónum, æskufjön og krafti, aftur vilja helga starf sitt æðstu hugsjónum mannsand- ans. þá munu þeir ekki mann- skemma sig á því, að tala illa um þá stofnun, sem þeir hafa sjálfir helgað hið dýrmætasta, er í þeim býr, en munu starfa öruggir og ótrauðir að æðstu fullkomnun sjálfra sín og þjóðarinnar. því kirkja Krists geymir í skauti sínu tækifæri til æðstu andlegrar full- komnunar mannsandans, eins og hún hefir gert og mun ávalt gera. ----o----- Fundið f je í jörð. 1 ölvesholti í Holtum fann maður nýlega á ann- að hundrað gamla peninga í mold- arflagi. Voru þetta 40 spesíur, 21 ríkisdalur, 30 hálfir dalir og 24 skildingar. Yngsta myntin frá 1828. (Mrg.bl.).

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.