Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 19.08.1924, Side 1

Lögrétta - 19.08.1924, Side 1
[nnheimta og afgi'eiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn (Jíslasou Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 19. ágúst 1924. 47. tbl. Umvíðaveröld. Frá Lundúnafundinum. 1 síðustu blöðunum hefir verið sagt frá ýmsu því helsta, sem gerst hefir á Lundúnafundinum. En hann hefir, það sem af er,geng- ið sæmilega að segja má, þó ýms vandamál hafi borið að höndum, svo að stundum hafi legið við full- i.m fundarslitum. þakka ýmsir {)að ekki síst Mac Donald og samn- ingalipurð hans. Má geta þess, að sum útlend blöð, t. d. Social Demo- kraten danski, eru farin að stinga upp á því mjög ákveðið, að Mac Donald verði veitt friðarverðlaun Nobelsjóðsins næst, þar sem eng- inn einn maður hafi nú meira gert að eflingu friðarins í álfunni en hann, með boðun og starfi Lund- únafundarins. J>að síðasta, sem gerst hefir á fundinum, er annars þetta, samkv. skeytunum: Eftir að ósamkomulag hafði komið upp á fundinum upp úr 10. þ. m., fór Herriot skyndilega til Parísar til að ráðgast um málin við stjómina, einkum um burtför franska hersins úr Ruhr. En Noll- et hershöfðingi hafði krafist þess, að Frakkar hefðu þar her í 2 ár ennþá En þjóðverjar vildu, að herinn færi um næstu áramót. 15. þ. m. var sagt að í umræðum um burtför Frakkahers úr Ruhr-hjer- aði hafi það komið fram, að Frakk- ar h<iimtuðu til endurgjalds — auk bestu viðskiftakjara, eins og áður hefir verið getið — fult tollfrelsi á vörum, sem fluttar eru frá El- sass-Lothringen til þýskalands. þýsku fulltrúarnir tóku þessari kröfu fjarri og var málið óútkljáð þá. Neita Frakkar að fara burt með her sinn úr Ruhr, fyr en 12 mánuðir sjeu liðnir frá því, að til- lögur sjerfræðinganefndarinnar eru komnar í framkvæmd og opin- berlega viðurkendar af öllum aðil- um. Hinsvegar er það krafa J>jóð- verja, að franski herinn fari burt úr Ruhr-hjeraði eigi síðar en 10. janúar 1925, en þann dag fer gætsluher Breta burt frá Köln. Hvorugur aðila þorir að slaka til af hræðslu við þjóð og stjórn heima fyrir, og er fundurinn í stórhættu. Næsta dag var svo ennfremur sagt: Á fundi þeim, sem haldinn var um burtför Ruhrhersins franska á ráðstefnunni í London i gær, kom Herriot forsætisráð- herra fram með þá uppástungu, að þjóðverjar gangi að því, að herinn verði alt að því ár í Ruhr ennþá, gegn því, að flýtt verði sem mest fyrir burtför hersins úr þeim hjer- uðum í Ruhr,þar sem Frakkar geti helst án þess verið að hafa herlið, og verði sumt liðsins flutt burt að kalla má strax. En ekkert sam- komulag náðist um þessa tillögu Herriots. þjóðverjar tilkyntu þýsku stjórninni tillögurnar og báðu um álit hennar og fyrirskip- anir. Svar stjómarinnar kom í gær á miðnætti. Var það þess efnis, að þjóðverjar mundu ganga að tillög- um Herriots í öllum aðalatriðum gegn eftirtöldum skilyrðum: 1. þýskaland fái fulla tryggingu fyrir því, að Frakkar verði á burt úr Ruhr-hjeraði. 2. Frakkar geta ekki krafist neinna sjerstakra ívilnana af þjóð- verja hálfu í viðskiftamálum. 3. Frakkar og Belgar borgi allan kostnað sjálfir við her sinn í Ruhr, frá upphafi til burtfarardags. 4. þýskaland fái full fjárhagsleg umráð og stjómarfarslegt fullveldi í Ruhr þegar í stað. I gær var loks símað, að 16. þ. m. hafi náðst samkomulag á fund- inum og Dawes-tillögumar verið undirskrifaðar, en gangi þó ekki í gildi fyr en viðkomandi þing hafi samþykt þær. Jafnframt er það samkomulag, að franski herinn fari allur á burt úr Ruhr í síðasta lagi 15. ág. 1925, og strax úr sum- um stöðum. 1 þýskalandi er þó sögð óánægja með úrslitin. Síðustu símfregnir. Símað er frá London: 14. þ. m. var tollur á þýskum vömm inn- fluttum til Bretlands hækkaður aftur úr 5% upp í 26%, eins og var skömmu eftir að íriðarsamning- arnir gengu í gildi. 1 vatnsflóði því, sem sagt hefir verið frá áður í símskeytum, að komið hafi í Kína, druknuðu alls 13 þús. manns. En 15 milljónir manna hafa beðið meira eða minna fjárhagslegt tap við flóð þetta. ----o---- ðr VeMattllssýslu. það hefir fyrir löngu frjetst, að eitthvað nálægt helmingi af al- þingiskjósendum í Vestur-Skafta- fellssýslu hafi skrifað undir áskor- un til þingmanns síns, Jóns Kjart- anssonar, um að leggja niður þing- mensku, og að ástæðan væri sú, að þeir kynnu því illa, að hann hefði tekið að sjer ritstjórn Mrg.bl. Áskorun þessi er nú birt í Mrg.bl. síðastl. sunnudag og er svohljóð- andi: „Jón Kjartansson, þingmaður Vest- ur-Skaftfellinga, hefir gerst ritstjóri „Morgunblaðsins" og „ísafoldar". það er opinberlega sannað með vott- orði bæjarfógetans í Reykjavík, að þriðjungur fjórmagns þessara blaða er i höndum útlendra manna. þó má ennfremur teljast sannað, að útlendir menn, búsettir hjer ó landi, eiga auk þess mikið i blaðinu og út- lendur maður er íormaður blaðaút- gáfufjelagsins. Loks verður það að teljast stórhættu- legt, að útlendir menn stofni þannig til óhrifa á stjórnmál íslands, en hinsveg- ar er sannað með framburði fyrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, þ. G., að hann varð að lóta af ritstjórn vegna þess, að hann vildi ekki hlýða skipun- um hinna útlendu eigenda, en rit- stjóraskiftin verða af eigendanna hálfu að teljast gerð i því skyni að hafa full ráð á hinum nýju ritstjórum. Af ofantöldum orsökum getum vjer alþingiskjósendur í Vestur-Skaftafells- sýslu ekki unað því með neinu móti, að þingmaður vor sje i slíkri stöðu, vjer þolum það ekki, að þingmaður vor sje með þessum hætti bendlaður við útlenda menn, sem stofna til óhrifa á íslensk stjórnmál. Vjer lýsum þessvegna yfir, að vjer berum fult vantraust til hans sem íslensks alþing- ismanns, og skorum hjermeð á hann að leggja þegar í stað niður þing- mensku“. í maí 1924. Til Jóns Kjartanssonar, þingmanns Vestur-Skaftafellssýslu. Lögr. er mál þetta í raun og veru með öllu óviðkomandi. En í at- hugasemdum, sem fylgja skjalinu í Mrg.bl. og sjálfsagt má eigna J. K., er ritstj. Lögr. blandað inn í málið, og þessvegna er því hreyft hjer. Ritstj. Lögr. er það lítt skiljan- legt, hvers vegna J. K. er að birta skjalið, þar sem athugasemdir hans við það eru ekkert annað en þvættingur af ljelegasta tægi, sem miklu fremur hlýtur að skemma málstað hans en bæta og er talandi vottur um það, hver moðhaus mað- urinn er. þar er það m. a. sagt, að ritstj. Lögr. hafi tekið það skýrt fram í blaði sínu, að „erlendir menn geti engin áhrif haft á ritstjóm“ Mbl. og Isaf. — þessa vitleysu hefir rit- stj. Lögr. aldrei sagt. En vitleysa ein væri að segja slíkt meðan það er öllum vitanlegt, að útlendur maður er formaður útgáfufjelags Mrg.bl. og ísaf., en stjóm útgáfu- fjelagsins ræður ritstjórana og getur rekið þá frá blaðinu hvenær sem henni þóknast. Eða ættu urg- ir þær, sem altaf öðru hvoru era í Mrg.bl. við ritstj. Lögr., með glós- um um fylgi hans við Tímann og Alþ.bl., að stafa af því, að hánn hefði gefið slíka yfirlýsingu? Og eru þær þá allar frá útlenda for- manninum, en ekki frá ritstjóran- um ? Eða hvernig eru hugsanasam- böndin um þetta í heila J. K. ? þau virðast vera nokkuð óhrein og loð- mulluleg, enda mun nú enginn vera við Mrg.bl., sem leiðrjetti og lag- færi greinar hans, eins og einu niini var venja að gera þar. En um skjal þeirra Skaftfelling- anna út af fyrir sig er það að segja, að nú er öllum sýnt, að alt, sem í því stendur, er rjett. 1. J. K. er ritstj. Mbl. 2. V3 hlutafjárins er á höndum útlendinga. 3. Útlendur rnaður er formaður útgáfufjelags- ins. 4. J. K. var ráðinn ritstjóri af því að útgáfufjelagsstjórnin bjóst við að hún gæti að öllu ráðið blað- inu í hans höndum. — Alt er þetta ekki aðeins satt, heldur einnig sannanlegt. Hitt er annað mál, hvort alþingiskjósendur í Vestur- tíkaftafellssýslu hafi fyrir þetta ástæðu til að heimta af J. K. að hann leggi niður þingmensku. Um þstf hefir Lögr. ekkert sagt. það er þeirra sök, að útkljá það mál við þingmann sinn. Fisksalan. Hjer 1 blaðinu hefir áður verið vikið að ýmsum atriðum í sam- bandi við íslenskan fiskútflutning. þetta mál er líka altaf öðru hvoru meira eða minna á dagskrá, þó fremur lítið verði úr framkvæmd- um í þá átt, sem menn telja þó helst að stefna þurfi, til þess að koma málunum í sæmilegt horf. Fyrir nokkra var vikið hjer í blað- inu að ýmsum atriðum, sem snerta skipulag fisksölunnar og umbætur á henni. þar var einnig minst laus- lega á erindrekastarfið í Miðjarð- arhafslöndunum. En á það hafa ýmsir lagt ríka áherslu og talið svo, sem málum þessum yrði ekki komið í viðunandi horf, fyr en kunnugur maður yrði hafður á aðal-markaðsstöðunum til þess að greiða fyrir sölunni og gefa mönn- um hjer heima nauðsynlegar upp- lýsingar. Hinsvegar hefir þessi erindrekstur líka mætt allmikilli mótspyrnu. Til þess að skýra þessi mál nokkuð, verður settur megin- hluti þingræðu einnar um þetta, eftir Jóhann Jósefsson, þingmann Vestmannaeyinga, er bar á síðasta þingi fram till. um fjárveitingu í þessu skyni, og höfðu bankamir einnig mælst til þess. 1 ræðunni segir m. a.: „1 fyrra varð samkomulag um það milli beggja bankanna, Fiski- fjelagsins og stjórnarráðsins sem fjórða aðilja, að sendur var mað- ur til Spánar, til þess að athuga þar markaðshorfur o. fl. því að það liggur í augum uppi, að Mið- jarðarhafslöndin eru þau lönd, þar sem við höfum einna mestra hags- muna að gæta, og má segja, að það sje nær því óforsvaranlegt af þingi og stjórn að hafa ekki haft þar að minsta kosti einn fastan erindreka, því að þess hefði verið full þörf, og það jafnvel þótt þeir hefðu verið hafðir þar margir, því að svo mik- il nauðsyn hefir okkur verið betri sambanda, þar sem óhætt má segja að við sjeum orðnir alt að 100 ár- um á eftir tímanum í að fylgjast með á þessum sviðum. Og ef við höldum nú áfram „að fljóta þannig sofandi að feigðarósi“, er mikil spurning, hvort okkur yrði ekki bægt frá í þessum lÖÍMum af dug- legri keppinautum. það er aldrei nema satt, að við urðum fyrstir til að koma fisk- verkuninni í sæmilegt horf, en þess megum við ekki ganga duldir, að eins og við lærum af öðrum þjóð- um, þá læra og aðrar þjóðir af okk- ur, það sem af okkur verður lært, og geta þannig orðið okkur hættu- legir keppinautar. Hafa nú Norð- mennekkilátið á því standa að læra af okkur fiskverkun, og hafa þeir lært hana svo, að nú segja kunnug- ir menn, að mismunurinn á norsk- um og íslenskum fiski sje orðinn sáralítill og sje altaf að minka. Áð- ur var norskur fiskur 5—10 peset- um neðar en íslenskur, en mun nú orðinn nær því alveg jafn. það er því til þess að svíkja okkur sjálfa að ganga fram í þeirri blindu trú, að enginn geti komið með jafngóð- an fisk á markaðinn og við. þó við höfum nú kannske betri skilyrði að sumu leyti til þess að verka fisk en t. d. Norðmenn, þá höfum við þeim mun verri samgöngur og verri upplýsingastarfsemi, sem er lífs- nauðsynleg í samkepninni. Að fylgjast með, hvað gerist í þessum efnum, er því alveg óumflýjanlegt, og eina leiðin til þess er sú, að haf a erindreka í neytsluhjeruðunum til þess að vita, hvemig varan þarf að vera til þess að hún líki. Svo nákvæmt eftirlit í þessum efnum hafa Norðmenn, að í miðj- um martsmánuði síðastl. vita þeir, hve mörg skippund af fiski búið er að senda út hjeðan í febrúarlok og hvert sá fiskur hafi farið. þeir hafa svona góðar gætur á keppi- nautunum. þetta mál, sem hjer er um að ræða, er ekki nýtt, því að fyrir löngu hefir verið komið auga á hina miklu nauðsyn, sem á því er að hafa erindreka í Miðjarðarhafs- löndunum, og meira að segja höf- um við haft erindreka þar um tíma, eins og flestum mun kunn- ugt, og hygg jeg, að maður sá, sem það starf hafði á hendi, hafi haft mjög glögt auga fyrir því, sem gera þurfti, og bera skýrslur hans þess ljósan vott. En starf þetta var þá mjög misskilið; var það gert að blaðamáli, talað um „tildur herrann“ o. fl., þrátt fyrir það, þó að það væri beinlínis hagsmunamál fyrir mikinn hluta þjóðarinnar. því að það er beinlínis lífsnauðsyn að hafa erindreka í þessum lönd- um, sem athugar, hvað gerist í þessum efnum og sendir skýrslur jafnóðum til landsins. En á hitt vildi jeg minnast, að almenningur hefir ekki haft nærri f nógu greiðan aðgang að skýrslum þeim, sem erindrekinn hefir gefið. þær hafa alls ekki verið birtar al- menningi jafnóðum, heldur hafa þær verið geymdar þangað til þær hafa verið orðnax svo gamlar, að þær hafa mátt kallast forngripir, þegar almenningur hefir fengið innihald þeirra. Ef slíkar skýrslur eru geymdar í stjórnaráðinu eða verslunarráðinu, eða öðrum slíkum stöðum, í 2—3 mánuði áður en þær eru birtar, þá eru þær orðnar langc á eftir tímanum og koma að litlum notum, móts við það, sem annars hefði orðið; skýrslurnar þarf að birta minst vikulega. það er skylda stjórnarinnar að sjá um, að skýrslur um markaðshorfur og verð fáist nógu oft og sjeu þegar í stað birtar, og skýrslurnar eiga að sendast í símskeytum, til þess að þær komi nógu fljótlega. því að- eins er hægt að hafa not af upp- lýsingum þeim, sem skýrslurnar veita mönnum, að með þær sje far- ið svipað því, sem hjer er sagt, en ekki eins og hingað til hefir við gengist. það er sem sje lítil hugg- un fyrir okkur, þó við lesum eftir 4—5 mánuði, hvernig markaðs- horfur hafi verið suður á Spáni og hvernig best hefði verið að haga fisksölunni á þessum og þessum tíma. En stjórnin hefir alls ekki gætt skyldu sinnar í þessu efni, og mjer finst því alls ekki hafa verið nægilega mikill gaumur gefinn, hve mikla þýðingu tíðar og ábyggi- legar markaðsfregnir hafa fyrir þennan atvinnuveg. — --------- ------Landið flutti út síðastlið- ið ár um 257900 skippund af salt- fiski, og mjer finst því undarlegt, ef það borgar sig ekki að verja 10—12 þúsund krónum á ári til þess að útvega framleiðendunum nauðsynlegar upplýsingar um markaðshorfur fyrir þessa vöru. Ef það mál er ekki þess vert að veita þess végna nokkurt fje, þá veit jeg ekki, til hvers hægt er að segja að borgi sig að verja fje. Fiskútflutningurinn gefur svo miklar tekjur í ríkissjóð, að ekki er nema sanngjarnt, að nokkru fje sje varið til þess, að fá sem best verð fyrir fiskinn. Útflutnings gjaldið var 1922 rúmar 800000 kr., og það var mest af fiski. Sumir hafa sagst vera í vafa um, hvaðan það fje ætti að koma, sem þyrfti í viðbót við þessar 10 þús. krónur, sem ætlast er til að ríkissjóður leggi fram. í því sam- bandi vil jeg taka það fram, að jeg mundi alls ekki átelja stjórnina fyrir það, þótt hún greiddi meira fje í þessu skyni en ætlast væri til í fjárlögnuum, og þar að auki býst jeg við, að hægt væri að fá fje ann- arsstaðar frá. T. d. býst jeg við, að bankarnir mundu fáanlegir til að leggja fram fje til slíks erind- rekstrar, því að jeg geri ráð fyrir, að þeir hafi búist við því þegar þeir leituðu til þingsins um að maður yrði sendur, að leitað yrði til þeirra með að leggja fram eitthvert fje í þessu skyni, eins og áður hefir átt sjer stað. Annars má ekki skilja orð mín svo, að jeg vilji að sem mestu sje eytt í þennan erind- rekstur, því að jeg álít einmitt, að ekki þurfi að eyða mjög miklu fje, og mjer finst ekki ólíklegt, að sendi ferðir þær, sem áður hafa verið farnar, hafi verið óþarflega dýrar. En þótt svo væri, þá sannar það alls ekki, að það sje neinn óþarfi fyrir okkur að hafa einn erindreka í landi, sem tekur á móti mestum hluta aðalútflutningsvöru okkar. ----0-----

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.