Lögrétta - 07.10.1924, Blaðsíða 3
LÖGRJBTTA
8
emn fiskifræðing síðasta árið, og
eru þó atvinnumál vor, sveitabú-
skapur og fiskiveiðar, engu minna
vísindalegt viðfangsefni en lög-
Iræði og læknisfræði. Aðrar þjóð-
ir líta ekki svo á þetta, að minsta
kosti ekki Ameríkumenn. Jeg skal
aðeins nefna tvö dæmi.
Danir hafa um langan tíma átt
ágætan skóla í búnaðarvísindum,
landbúnaðarháskólann, sem vel
mætti vera ein af stærstu deildum
Hafnarháskólans. Ágætir vís-
indamenn hafa starfað þar, og það
var beinlínis, þeim að þakka, að
danski búskapurinn gerbreyttist
og er nú orðinn heimsfrægur.
Annað dæmi, sem tekið er af
handahófi, er háskólinn í Saskat-
chewan í Kanada. Hann er að
heita má jafngamall vorum (stofn-
aður 1912) Saschatchewan-fylkið
er sveitahjerað, aðalatvinnan land-
búnaður, og þessvegna þótti fylk-
isbúum það mestu varða, að aðal-
deild háskólans væri búvísinda-
deild (agriculture). Við hana bæta
þeir svo öðrum deildum, eftir því
sem efni leyfa. þegar háskólinn
var 5 ára gamall, var þar álitleg
heimspekis- og náttúrufræðis-
deild, lagadeild og verkfræðis-
deild. Einn af háskólakennurunum
(efnafræðingur) var íslenskur og
íslenskri tungu er þar gert jafn-
hátt undir höfði og frakknesku og
þýsku. Margar byggingar voru þá
þegar reistar, aðalbyggingin 220
feta löng og með 111 feta löngum
hliðarálmum. í samkomusalnum
voru sæti fyrir 5—600 menn og
stúdentagarður var bygður fyrir
2—800 menn. Land það, sem há-
skólanum var gefið, er um 1600
dagsláttur.
Hvernig starfar svo búvísinda-
deildin? Hún notar að mestu hina
miklu landareign og rekip; þar
bæði vísindalegar rannsóknir og
stórbú. Staríið er í fyrsta lagi
sjálfstæð vísindaleg rannsókn á
öllu, sem bændur varðar: jarð-
vegsrannsóknir, jarðrækt hvers-
konar, kynbætur dýra og jurta,
meðferð mjólkur og allra búsaf-
urða o. s. frv. í öðru lagi er kensl-
an. Lengsta námið tekur 6 ár og
er miðað við kennara og vísinda-
menn. pá er 4 ára nám fyrir ráðu-
nauta o. þvíl., þriggja ára fyrir vel
mentaða bændur,auk styttri náms- j
skeiða fyrir þá, sem ekki geta var-
ið svo löngum tíma til námsins. í
þriðja lagi er alþýðufræðsla. Hún
er að nokkru rekin með því að
birta jafnharðan árangurinn af
öllu tilraunastarfi háskólans í al-
þýðlegum blöðum og bæklingum
og að kennarar ferðist um fylkið
til leiðbeininga, fyrirlestra o. þvíl.
Deildin er því ekki aðeins vísinda-
leg háskóladeild fyrir lærða menn,
heldur jafnframt stóreflis búnað-
arskóli fyrir fólkið, og er sögð^að
vera mjög vinsæl. Að slá þessu
þannig saman hefir meðal annars
þann kost, að kennarakraftar not-
ast betur.
Saskatchewan-háskólinn er lít-
ill og fylkið fáment, en þó var
hann lengra á veg kominn á 5 ár-
um en vjer á 10, átti gott háskóla-
hús og stúdentaheimili. Eftirtekt-
arverðast sýnist mjer þó, að skipu-
lagið á þessum skóla sýnist standa
í miklu nánara sambandi við líf
og þarfir þjóðarinnar en á embætt-
ismannaskólum vorum.
Hversu liti nú háskóli vor út, ef
hann kæmist í líkt horf og háskól-
inn í Saskatchewan ? Embætta-
skólunum og íslenskufræðslunni
yrði haldið í líku sniði og nú, en
þau yrðu ekki þungamiðja skól-
ans, heldur atvinnuvegir landsins.
Vjer hefðum hjer búvísindadeild
með fullfærum og fulllaunuðum
vísindamönnum, sem hefðu hjer
rannsóknastöðvar fyrir hverskon-
ar jarðrækt, kynbætur á dýrum og
jurtum, kendu bæði stúdentum
rækileg búvísindi og hefðu jafn-
framt styttri námsskeið fyrir
bændur og búalýð. Hvanneyri yrði
stórt og mikið útibú, garðræktar-
stöðin o. fl. rynni inn í þessa deild
háskólans.
Önnur aðaldeild yrði fiskiveiða-
deildin. Vísindamenn hennar
drægju saman alla þekikngu um
fiska vora, veiðiaðferðir allra
þjóða, meðferð og alla hagnýtingu
allra fiskitegunda o. fl., og þessa
þekkingu ykju þeir síðan eftir
megni. Nemendur þessarar deild-
ar yrðu að nokkru leyti stúdentar,
sem vildu afla sjer vísindalegrar
þekkingar í þessum fræðum, að
nokkru leyti skipstjórar, sem tek-
ið hefðu próf á stýrimannaskólan-
um, — ef hann rynni þá ekki að
öllu inn í þessa deild. Stutt náms-
skeið fyrir sjómenn og útvegs-
menn yrðu og að líkindum haldin.
Eflaust ætti þessi deild mikil ítök
úti á sjónum og hefði samvinnu
við eitt eða fleiri fiskiskip, sem
stæðu undir stjórn vorra fræg-
ustu fiskimanna. þar yrðu nem-
endum deildarinnar kend verklegu
tökin á því, að framkvæma margt
af því, sem þeir hefðu lært í skóla-
stofunum, og þar yrðu gerðar til-
raunir með alla þá nýbreytni, sem
til framfara þætti horfa.
Mj er þykir ekki ólíklegt að þessi
deild komist á fót áður langir tím-
ar líða. Ef vei árar og útvegsmenn
vorir auðgast vel, gæti jeg trúað
þeim til að stofna hana. Deildin
myndi borga þeim fjeð aftur með
vöxtum og vaxtavöxtum.
Jeg held að Háskóli vor færist í
þetta horf, ef honum vex fiskur
um hrygg og stúdentafjöldinn
heldur stöðugt áfram að vaxa.
Hann má þá verða svo mikill sem
vill, því atvinnuvegir landsins
taka við þeim lærðu mönnum.
Mætti þá svo fara, að hann fengi
sama vitnisburð og Sask^tchewan-
skólinn fjekk að sögn hjá bænd-
um, en hann var sá, að ekkert
hefði orðið þeim annað eins happ
og stofnun skólans, „því við lifum
á honum, sækjum ráð til hans við
öllum vorum vandræðum, og þau
gefast vel“. Hitt er aftur víst, að
ekki getur slík breyting orðið í
skjótri svipan, því meðal annars er
ekki hlaupið að því, að fá fullfæra
menn til slíkra starfa.
þriðja sporið mentamannanna
er starf þeirra fyrir þjóðina þegar
náminu er lokið. Hvernig höfum
vjer reynst þar, hvernig fylgst
með tímanum? Jeg geri ráð fyrir,
að flestir embættismenn hafi stað-
ið sómasamlega í stöðu sinni, en
þetta er ekki nóg. Að miklu leyti
áttum vjer að vera leiðtogar þjóð-
arinnar og í ýmsum málum hlýt-
ur ábyrgðin að lenda aðallega á
oss, hvað sem öllu þingræði líður.
Höfum vjer sjeð um, að stjórn-
málastefnur í landi voru væru
hreinar og heilbrigðar? Höfm vjer
sjeð um, að fjárhagur þess sje í
góðu lagi, gildi peninganna traust
og skattar í góðu hófi ? það er ekki
að ætlast til þess, að alþýðan botni
í slíkum vandamálum, síst án
góðra leiðbeininga, en sitt stærsta
hlutverk hefir hún áreiðanlega
leyst vel af höndum, því mikils
hefir hún aflað.
þessar og þvílíkar spurningar
vekja einhvern óþægilegan grun
um það, að eitthvað sje bogið við
alla vora mentun, þó margt hafi
hún til síns ágætis.
Ungu mentamenn! Jeg hefi nú
reynt í fáum orðum að gera upp
búið okkar mentamannanna. Ef
til vill virðist ykkur það illa statt,
ef til vill að jeg hafi hallað um of
á mentamenn. Jeg held, að það sje
þó ekkert að óttast. Jeg skil orð
Heraklítusar hins djúpvitra: að
„stríðið sje faðir alls“, þannig, að
engu síður sje átt við bardagann
gegn því, sem ilt er og aflaga fer,
heldur en styrjöld, þar sem menn
berast á banaspjótum. þjer mun-
ið, að Alexander mikli óttaðist
það mest í æsku sinni, að faðir
hans hefði unnið öll afreksverkin,
svo ekkert yrði eftir handa honum
sjálfum. Yður skortir bersýnilega
ekki verkefni, og ef þjer hafið Al-
exanders hugsunarhátt, þá þurfið
þjer ekki að óttast hverja smá-
torfæru. Sigurinn er ætíð viss
hverjum viljaföstum góðum
dreng, sem berst fyrir góðu mál-
efni, og að því leyti má með sanni
segja: Polemós pater tón pantón1.
Stríðið er faðir alls!
----o-----
1 38. tbl. „Hænis“ skrifar ólafur
læknir Lárusson góða grein, sem
hann kallar „Trygging heislunn-
ar“.
Eins og prófessor Guðm. Hann-
esson, Steingrímur Matthíasson
og fleiri af okkar góðu og áhuga-
sömu læknum, bendir hr. Ólafur
Lárusson á, að eitt af því þýðing-
armesta sje að ala kynslóðina þann
ig upp, að hún verði sem hraust-
ust og ómóttækilegust fyrir sjúk-
dóma, og í þeirri uppeldisaðferð
sje ekki hvað minst undir matar-
hæfinu komið, sem þjóðin elst upp
við.
„Að drekka lýsi upp á gamla
mátann, þurfa landsmenn að læra
að nýju til, því heilsa og harð-
gjörfi þarf að komast í „móð“.
Lýsið er ekki aðeins fitugjafi, það
er líka einhver besti og hollasti
bætiefnagjafi, að fráskilinni gró-
andamjólk“.
þetta segir Ólafur læknir, og er
það ekkert nýtt, sama hafa þeir
áður sagt læknarnir Jónas Krist-
jánsson, Gunnl. Claessen og fleiri,
og mun jeg alls ekki reyna til að
mótmæla þesari skoðun þeirra.
þó vildi jeg gjarnan fá bein
svör frá einhverjum af þessum
umgetnu læknum, hvort þeir eigi
hjer við ísl. þorskalýsi, eða hvort
þeir eigi þar við þorskalýsi yfir
höfuð, og þá jafnframt, hvort ísl.
lýsi sje betra eða verra en t. d.
norskt lýsi eða lýsi frá Newfound-
land; en okkur vantar að vinna ísl.
meðalalýsinu þekt nafn á heims-
markaðinum, ef það að gæðum er
samkepnisfært við sambærilega
tegund annara landa, en hingað
til hefir ísl. lýsið farið mest sem
óhreinsað lýsi til Noregs, verið
hreinsað þar og lent svo loks á
heimsmarkaðinum sem norskt
„produkt“.
það, sem kom mjer til þess að
hreyfa þessu máli, var þessi setn-
ing í grein hr. Ólafs Lárussonar:
„Hreinlæti í meðferð matar og
drykkjar er á við hálfa gjöf.
Sóðaskapur veldur ógeði hjá öll-
um sem hafa hreinlætissmekk“.
það er auðheyrt, að hjer talar
maður, sem ekki þekkir þann sví-
virðilega sóðaskap, sem á sjer víða
stað við tilbúning á svokölluðu
meðalalýsi, og þó ekkert skorti á
ógleðina hjá sumum þeim börn-
um, sem verið er að pressa til að
taka meðalalýsi, þá yrði það hálfu
verra ef þau hefðu hugmynd um,
hve sóðalega er unnið á mörgum
bræðslustöðvunum, og ætti lækna-
stjettin að fá að hafa hönd í
bagga og eftirlit með þeim stöðv-
um, sem framleiða meðalalýsi,
ekki síður en með sláturhúsum eða
mjólkurbúðum, nema frekar sje,
því óhægra er að sjá og þekkja
smáhnippingar á þingi milli J. S. og kon-
ungsfulltrúans. En nefnd var sett. Fram-
sögumaður hennar var Helgi Thordarsen,
og var hann málinu hliðhollur (Alþt. 608).
Einnig talaði Hannes Stephensen með því.
Móti því var þó nokkuð mælt „vegna eína-
leysis landsins“ (sbr. Alþt. 616). Ekkert
varð þó úr framkvæmdum að þessu sinni.
En upp frá þessu fellur málið aldrei niður
að fullu. Undir eins 1848 hafði Gísli Bryn-
jólísson að vísu skrifað um þessi mál í
Norðurfara, og urðu um það nokkur orða-
skifti milli hans og Reykjavíkurpóstsins.
Vildi G. B. fá innlenda laga- og lækna-
skóla og fór jafnvel feti lengra. þó hann
segi að vísu, að á sama megi standa hvai'
numin sjeu t. d. þau vísindi, sem skóla-
kennarar þurfi, því það sjeu miklu frem-
ur almenn vísindi, en hinar greinarnar, þá
megi þetta „ei svo skilja, að vjer höldum
að ei megi líka nema þessi fræði á Islandi;
því vjer erum sannfærðir um, að þar eru,
eða geta að minsta kosti verið þeir menn,
sem eins sjeu færir um og Danir, að
kenna latínu, grísku, sagnafræði o. s.
frv.“. Annars talar höf. ýmislegt um það,
að kenslunni í Höfn sje „heimskulega
fyrir komið“ og að .ekki megi gera alt of
mikið úr gildi háskólanna. þeir skapa nýta
og dugandi embættismenn, en sjaldnast
mestu vísinda- og afreksmennina. Ýmsar
athuganir G. B. í þessari grein eru lauk-
rjettar, en samt mætti hún mótspyrnu hjá
Reykjavíkurpóstinum. Hann sagði, að all-
ar slíkar háskólahugmyndir fyrir ísland
„sveimuðu í lausu lofti“, landið væri ekki
fært um að halda uppi slíkri stofnun, þó
hún væri „fögur afspurnar“, og „minni
mentun og meiri kostnaður, mundu, þó
ekki væri neitt annað, verða einfær um að
kippa fótum undan háskóla hjerna“. Sýn-
ist blaðinu líka svo, sem reynslan af
prestaskólanum ætli að sanna þetta.
Hjer má svo einnig/geta þess, að eftir
því sem sjá má af óprentuðum brjefum,
hefir Jón Pjetursson verið að leita hóf-
anna um það kringum 1850, að hrinöa af
stað bænarskrá um stofnun íslensks há-
skóla. Árangur varð þó ekki opinber, þó
ýmsir mætir menn væru þessu hlyntir, s.
s. Jós. læknir Skaptason. Er J. P. þannig
einhver hinn íyrsti, sem reynir að vinna
íyrir beinum innlendum háskóla. En stofn-
unin, sem um er beðið á næstu árunum og
áratugunum í þessum umræðum, er ann-
ars ýmist nefnd þjóðskóli eða landsskóli
(t. d. 1883 í till. Ben. Kristjánssonar).
Háskólaheitið er einna fyrst notað opin-
berlega 1881, í frv. Ben. Sveinssonar. Var
þá fyrst gert ráð fyrir skóla með þremur
deildum, eða einföldum samruna em-
bættaskólanna, sem fyrir voru. Taldi
Ben. Sv., sem manna mest barðist þá fyr-
ir þessu, að hjer ræddi „um lífsspursmál
hins íslenska þjóðernis, um þjóðarinnar
eigið eg“. Hann sagði líka í einni ræðu
sinni, að þingið hefði að vísu kuta til að
bana þessu háskólamáli, en þó „yrði það
ekki skorið niðui' án þess að blóðdropar
ættjarðarinnar fylgdu með“. Grímur
Thomsen andæfði þessu þó talsvert, eink-
um vegna þess, að háskólastofnunin
mundi draga úr utanferðum, og er það fyr
rakið, og svo „væri það fáheyrt“, að 70
þúsund manna þjóð væri að burðast með
háskóla.
þó ekki næðu mál þessi fram að ganga
á þessum árum, kom þó upp talsverður
áhugi, eins og fyr segir, einnig meðal al-
mennings. Var stofnað til fjelagsskapar
eða sjóðs til eflingar málinu 1893. Segir
svo m. a. í ávarpi um það: „Krafa vor er
því háskóli og vjer vitum, að í þeirri bar-
áttu höfum vjer hluttöku alls hins ment-
aða heims“. Enda telur ávarpið, að háskól-
inn mundi verða „hinn traustasti og var-
anlegasti hymingarsteinn þroska og sjálf-
stæðis þjóðar vorrar“ (sbr. Alþt. 1909 I.
899 — ávarpið var þýtt á dönsku, ensku,
þýsku og frönsku). Við þetta voru riðnir
allmargir hinna mætustu manna (s. s. dr.
Jón þorkelsson og Tryggvi Gunnarsson).
þá má einnig geta þess, að hið íslenska
kvenfjelag ljet mál þetta til sín taka. 26.
janúar 1894 hjeldu 2—300 konur fund í
Reykjavík og gáfu út ávarp um málið. þar
er m. a. kveðið svo að orði: „það er hugs-
un manna, að stofnun þessi, ef hún getur
komist á, eigi að vera sem mest sniðin
eftir ástæðum landsins og efnahag“. —
þrjá skólana „ætti að sameina í eina heild
og bæta svo smátt og smátt við öðrum
vísindagreinum eftir því sem fje og hæfir
menn eru fyrir hendi“. Fundahöld voru
einnig um þetta víðar og ráðabrugg. 1
maí þetta sama ár (1894) hjeldu landar í
Höfn fund um málið á Borcks Collegium
Framsögumaður var Magnús Torfason og
mælti gegn háskóla, en með innlendrí laga-
kenslu, og sama gerðu Finnur Jónsson,
Valtýr Guðmundsson og Bogi Th. Mel-
sted. Var þar aðeins einn stúdent fylgjandi
háskólastofnun (þorsteinn Gíslason), og
„gat þess, að hann greiddi atkvæði með
háskóla, er hefði fjórar deildir“, þ. e. hann
vildi íslensk fræði aðallega með embætta-
skólunum gömlu.
Gekk nú í þessu þófi árum saman. En
á því tímabili gerðust þó merkir atburðir
í stjórnmálasögu þjóðarinnar. Heima-
stjórnin komst á, 1904. Nokkru þar á eft-
ir, eða á þinginu 1907, bar Guðm. Bjöms-
son fram þingsályktun um það, að skora á
stjórnina að endurskoða lög embættaskól-
anna gömlu og bera síðan fram frv. um
háskóla (Alþt. I. 944). Hannes Hafstein,
sem þá var ráðherra, brást vel við þessu.
Á næsta þingi,1909,lagði hann fram frum-
varpið, en það var að mestu samið af Jóni
Helgasyni, Lárusi H. Bjarnason og G.
Björnssyni. Segir stjórnin m. a. svo í
ástæðum sínum fyrir frv.: „það virðist
liggja í augum uppi, að sameining þess-
ara skóla og þar af leiðandi nánari sam-
vinna milli þeirra, sjerstaklega samvinna
kennaranna á milli, hljóti að vera til góðs,
glæða vísindalegan áhuga þeirra og auðga
og vekja vísindalega starfsemi“. í ræð-
unni þegar hann lagði fram frv., sagði H.
H. ennfremur: „Að vísu mun háskóli hjer
á landi eiga við marga erfiðleika að stríða,
fyrst og fremst vegna fólksfæðar hjer, og
í öðru lagi vegna fátæktar þjóðarinnar.
þetta getur þó ekki verið því til fyrir-
stöðu, að vjer notum háskólanafnið um
æðstu mentastofnun vora. það er auðvit-
að, að háskóli hjer á landi getur ekki kom-
ið til jafns háskólum stærri þjóða í ýms-
um greinum. þó ætti að sjálfsögðu að
vera betra að nema íslensk lög hjer en
annarsstaðarog líkt ætti að ráða um kenslu
í íslenskri sögu og málfræði“ (Alþt. 1909
II. 407). Taldi H. H. þetta í ræðulokin
„ eitt af helstu velferðarmálum þjóðar-
innar“ og „lyftistöng til að hefja menning
og framtíðarþroska hennar“. Framsögum.
málsins í nd„ L. H. Bjarnason, sagði, að
frv. væri ekki annað en „umgerð, sem
fylla mætti út í á ýmsan veg, stakkur, þó
skorinn við vöxt“ (1. c. 415). Sumir vildu
þó láta fresta þessu enn um sinn, þar sem
samþykt frv. væri ekki nema „dauður bók-
stafur“, úr því ekki væri jafnframt veitt
fje cil starfrækslunnar. Samt var frv.
samþykt. Ekki var þó fje veitt til starf-
rækslu skólans fyr en 1911. Bar Bjarni
Jónsson frá Vogi þá fram tillögu um það.
En hann hafði þá undanfarið skorið sig úr
flokki sínum og fylgt háskólamálinu á
þingi og hlaut af óþokka nokkurn sinna
manna. Annars voru flestir Sjálfstæðis-
flokksmenn málinu mótsnúnir, en Heima-
stjórnarmenn báru það fram. Seinna
fylgdu W ýmsir fleiri Sjálfstæðismenn
B. J. f. V. og var fjárveitingin samþykt.
Tók háskólinn þá til starfa 1911, á aldar-
afmæli Jóns Sigurðssonar.
Á þessu öllu sjest nú nokkuð vöxtur og
viðgangur hinnar æðri mentunar í land-
inu, og það, hvernig smásaman hafa skap-
ast hinir mismunandi skólar og afstaða
þeirra í menningarlífi þjóðarinnar, og síð-
an hugmyndin, í ýmsum myndum, um
stofnun eins allsherjar æðsta skóla. það
varð háskólinn.
það getur vel verið, að deila megi um
það, hvort háskólinn hafi átt að koma á
þessu árinu eða hinu, í einu forminu eða