Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 04.11.1924, Side 3

Lögrétta - 04.11.1924, Side 3
LÖGlíJETTA 3 um. Við stefnum því nær í land- suður. Draugalegar jökulsprungur, barmafullar af dómgrimmu myrkri, vá og voða, gína við fæt- ur. Rigningarvatnið beljar í lækj- um eftir jöklinum. Hann er háll sem gler. — Veðrið er afskaplegt! — — þórisdalur blasir opinn við, al-auður, hvorki þríhyrndur nje kringlóttur, mörgum, mörgum sinnum stærri heldur en í vor. En ekki þarf þetta að þykja neitt kynlegt. Enginn má gera sjer í hugarlund, að alt standi á stöðugu, þar sem veðri er svo að segja þannig háttað, að í dag slá jörmun-hreifar öræfastormsins blýkólfinn í Líkaböng stórhríð- anna með fimbul-hömrum orkunn- ar og ofsans. Á morgun rennur og steypist regnið í hvítfreyðandi gusum, líkast því sem öll ský ætli ofan að dynja; skruggur og elding- ar þjóta öskrandi og urrandi; jökl- arnir springa og rifna með brest- um og braki, og snjóflóðin og skrið urnar velta fram hvæsandi. En þriðja daginn er alt dottið í dúna- logn og kominn bruna, sterkju hiti, alt rennur í sundur í sólbaði og hvarvetna ríkir ómælis-unaður og guðs-friður. — Drotningin, móðir náttúra, er stórvirk þarna uppi í hálendinu, og það, þó að hún framleiði hvorki brjóstsykur nje brjefvindlinga. Enda læðist hún ekki á lakkskóm að verki! -----Við erum komnir ofan á jafnsljettu — komnir í þórisdal. Fast að hálfrar klst. gangur er yf- ir j ökulhrygginn. — En hvað þetta er alt eitthvað undarlegt og æfintýraríkt: þar var logn og ljúfhæg blíða, og engin úrkoma — og grasbletturinn iðja- grænn. Við gengum að vörðunni, sem jeg hlóð þar í vor, Hauks-vörðu. þar var flaskan og alt með sömu ummerkjum sem þá, er jeg yfirgaf það síðast. Við skildum þar eftir meginið af föggum okkar og tók- um að athuga og kanna staðinn. Frh. Haukur Eyjólfsson. -----O---- Dáin er hjer í bænum 31. f. m. Sesselja Ólafsdóttir ljósmóðir, tæpra 66 ára. — Nýlega er einn- ig dáinn sjera Páll B. Sívertsen, uppgjafaprestur frá Stað í Aðal- vík. — 31. f. m. andaðist hjer í Rvík Vilhelmína Magnúsdóttir. Síldveíðarnar 1924. þegar kjöttollsdeilan vpt á prjón unum á síðasta Alþingi, og alt út- 'it gat orðið fyrir, að Norðmönn- um yrði bannað að selja afla sinn í land hjer, urðu öll „barómet1' útlendra sem innlendra síldar- spekúlanta mjög óstöðug. þessi langi dráttur þingsins og tvísýna um afdrif málsins, hafði þau áhrif, að síldarkaupendur fóru að bjóða útgerðarmönnum gott verð í síld- ina nýja. Á meðan búist var við að Alþingi mundi útiloka Norð- menn frá að selja hjer síld, hækk- aði verð hvers síldarmáls um 3 til 4 krónur, sem mundi hafa numið einnar milljónar króna gróða á allri síldveiði landsmanna, ef með- alafli hefði orðið. — þessi verð- hækkun varð einnig til þess, að gerð voru fleiri skip út til síldveiða en ella hefði orðið. Verð á síld, seldri fyrirfram, var alment: 14 kr. málið af bræðslu- síld, lagðri upp á Eyjafirði eða , Vestfjörðum, en 10 til 12 kr. á Siglufirði. Verð á söltunarsíld var 13 til 16 kr. málið á Siglufirði, 15 til 18 kr. á Eyjafirði. Fyrirfram- sala á reknetasíld mun hafa verið 17 til 21 kr. málið. — Á Vestf jörð- ■ um var sama sem engin síldarsölt- un. Síldveiði hófst almenn kringum : | miðjan júlímánuð og var góð veiði ! til mánaðamóta, júh og ágúst. i ! Höfðu þá mörg skip fengið óvenju- góðan afla og gerðu útgerðarmenn sjer bestu vonir um áframhaldandi | veiði. En svo tók fyrir veiðina í nokkrar vikur, alt til 20.—25. ágúst, að skip hittu í síld aftur norður á Grímseyjarsundi og aust- ur við Langanes. Hefir það aldi-ei skeð fyr, að síld brygðist svo í ! ágústmánuði. Ýmsum getum er að því leitt, hver ástæðan sje fyrir ! því, að veiðin brást svo snemma. ; i Tíðarfarið var dágott, miklu betra en árið áður, en þá fiskaðist ; snyrpisíld upp á hvem dag alla ver- tíðina, þótt kuldi væri, stormur og rigning. Margir kendu því um í sumar, að aflinn hefði brugðist vegna mikilla leysinga, aðrir vegna rigningar, að sjórinn væri meira vatnsblandaður en venjulega. þeir þriðju hjeldu því fram, að meira slý og óhreinindi væru í yfirborði sjávarins en undanfarið, enda hafa reknet aldrei orðið svo óhrein í sjó sem dagana 1. til 20. ágúst í sum- i ar. Brást þá reknetaveiði með öllu i og eru það einsdæmi. Fjórðu kendu því um, að síldin hefði gengið óvenju snemma. Meginþorri þeirr- ar síldar, sem veiddist í júlímán- uði, var settur í síldarbræðslurn- ar. Síldin var átumikil og slæm til söltunar. þar af leiðandi var lítið saltað af henni og ekkert krydd- að. En snyrpisíld sú, sem veiddist síðast í ágúst, var feit og góð og fór svo að segja öll til söltunar og kryddunar, en hún var ekki meiri en svo, að enn var tilfinnanlegur skortur bæði á kryddsíld og salt- síld. Snyrpinótasíldinni var nú lok- ið og því ekki annað að flýja en til reknetasíldarinnar. Útgerðar- menn flestir voru illa undir þá veiðiaðferð búnir. þá hækkaði nýja síldin mjög í verði og þeir fáu rek- netabátar, sem ekki höfðu gert samninga fyrir fram, fengu okur- hátt verð fyrir síldina, svo að eng- in dæmi eru til slíks áður. Verðið mun hafa komist hæst í 90 kr. mál- ið og stóð þar stöðugt í hálfan mán uð, og fengu færri síld fyrir það verð, en vildu. Hjer um bil öll sú síld var kryddsöltuð. Reknetasíld- in hjálpaði mörgum útgerðar- manni til að rjetta við það mikla tjón, sem flestir urðu fyrir af snyrpisíldinni. Söluverð F. 0. B. komst hæst 82 til 84 aura kílóið af saltsíld og 107 til 110 aura fyrir kílóið af kryddsíld. Síldarverksmiðjurnar allar fengu talsvert mikla síld og munu hafa borið sig vel fjárhagslega. Flestir útgerðarmenn, sem gerðu út með snyrpinót og seldu síldina fyrir fram, tapa. Einstaka síldarkaup- endur, sem lítið eða ekkert höfðu selt fyrir fram, komust út úr sumrinu óskemdir. Sjómenn á bát- unum voru flestir upp á kaup og „premíu“, og hafa þeir sæmilegt sumarkaup. Einstaka útgerðar- menn höfðu menn eingöngu upp á „premíu“ af afla, og er allur tröppugangur á því kaupi. Land- fólk, sjerstaklega stúlkur, höfðu rýrar sumartekjur. Islenski snyrpinótaflotinn í sum- ar var 90 til 100 skip og um 40 reknetabátar. Norski snyrpinóta- flotinn var stærri í sumar en nokkru sinni fyr, eða um 100 til 110 skip og 40 til 50 reknetabátar. Frá Færeyjum komu 7 eða 8 skip, og er það í fyrsta skifti að Færey- ingar stundi hjer síldveiði svo að nokkru nemi. Sömuleiðis höfðu Danir tvö eða þrjú skip. I landi i mun hafa verið saltað alls 103 þús. tunnur og kryddað 23 þús. tunn- ur, en í verksmiðjur farið 90 þús. | mál. Af þessari síld munu vera um 15% fiskuð af Norðmönnum fyrir utan landhelgi. -i Fyrir utan landhelgi munu ; Norðmenn hafa fiskað og flutt heim til sín um 90 þús. tunnur af 1 saltsíld og 5 þús. tunnur af krydd- j síld, eða alls um 95 þús. tunnur. þegar Norðmenn komu heim með síld sína, f jell verðið lítilsháttar á saltsíld og talsvert á kryddsíld. Fæstir Norðmannanna höfðu selt afla sinn fyrir fram og fengu því hið háa verð, sem var í vertíðar- lok, og má því ganga út frá því, að allur fjöldinn hafi ábatast vel á síldveiðunum hjer við land í sum- ar. Margan mun reka minni til þess, að í ritdeilu, sem forseti Fiskifje- lagsins lenti í við mig, hjelt hann því fram, að síldveiði Norðmanna hjer við land mundi þverra og síld- i in ekki verða samkepnisfær við þá síld, sem söltuð væri í landi, og því ! ekki spilla markaðinum fyrir Is- lendingum. Nú sýnir hinn mikli | skipafjöldi Norðmanna og árang- j urinn, hve forsetinn hefir rent j blint í sjóinn í skrifum sínum,.svo j að líkara er að þau væru eftir vinnukonu austan úr sveitum en mann í hans stöðu. Síldarverksmiðjurnar hafa færst í aukana í sumar. Verksmiðjan á Sólbakka var endurbætt. Ný verk- smiðja reist á Dagverðareyri við Eyjafjörð og önnur á Hesteyri við Isaíjarðardjúp. Er hin síðarnefnda ámóta afkastamikil og Krossanes- verksmiðjan, og eins vel útbúin að öllu — öðru en stóru málunum. Síðar verður ef til vill vikið að því nánar, hver áhrif veiði Norð- inanna utan landhelgi hefir á at- vinnurekstur Islendinga, um leið og drepið verður á ríkisrekstur síldarsöltunar og nauðsynina á rík- isverksmiðju hjer við Faxaflóa til þess að vinna lýsi og mjöl úr vor- og sumarsíldinni, sem er meira virði en flesta grunar. Óskar Halldórsson. ----o---- Sjö áfengislaunsalar hafa nýlega verið teknir hjer í bænum. Málum þeirra mun þó ekki lokið ennþá. Stjórnarbót Guðmundar Finnbogasonar. ------Niðurl. I stjórninni vill G. F. hafa tvo ráðherra, og hafi annar löggjafar- störf með höndum, hinn allar framkvæmdir eftir settum lögum, eftirlit og embættaveitingar. Hinn fyrri nefnir hann ráðherra, hinn síðari stjómarherra, en jeg vildi stinga upp á að kalla hann lands- höfðingja. Jeg er sannfærður um, að þetta er besta skipulagið, sem um er að gera, en vinsælt er það ekki hjá þingflokkum, af því að hætta er á, að sá mikli „kjötpott- ur landsins“ missist. Ráðherrann velur sameinað þing á þann hátt, að fyrst eru 5 kjör- menn valdir, en þeir velja aftur ráðherrann. Landshöfðingjann (stjórnarherr ann) velja sömu menn úr nokkr- um mönnum, sem helstu embætt- ismenn og framkvæmdastjórar ríkisins hafa tilnefnt. þingið hefir því ekki útnefningu hans í sinni hendi nema að nokkru leyti. Jafnframt því, að stjómin er kosin, er kosin varastjóm á sama hátt. Hún tekur við ef stjórnar- skifti verða, og er þá kosin ný varastjórn. Tvo kosti hefir þetta skipulag: að ekki er auðhlaupið fyrir „spekú- lanta“ upp í ráðherrasætin, því ætíð kemst að gömul, söltuð og verkuð varastjórn, — og vara- stjórnin hefir góðan tíma til þess að hugsa alt sitt ráð og ætti því að vera sæmilega undirbúin. Ekki tel jeg það þó óhugsandi, að vara- stjórnin hugsaði frekar um að steypa stjórninni, heldur en að undirbúa sjálfa sig. þó Alþingi velji þannig stjórn- ina að mestu leyti, þá ætlast höf. til þess, að það ráði minstu um það, hvenær hún fer frá. þó er mjer ekki ljóst, hvernig jafnvel góð stjórn fer að haldast við, ef þingið fellir öll hennar frumvörp og gerir henni alt það ilt, sem það getur. Margar breytingar vill höf. gera á störfum þings og stjórnar, og verð jeg að vísa þar til bókar- innar. þar á meðal gefur hann ráð til þess, að fjárhagsáætlun sje gerð gætileg og vönduð (Hagstof- an er þar með í ráðum), að þing- menn geti ekki ónýtt hana, að an keim, að mönnum hefir annarsvegar ekki alment lánast það, að hagnýta sjer fræðslu og reynslu þessara mála og hins- vegar ekki að hefja þau uppyfir og útyfir venjulegt nöldur og nudd dægurdeilanna. Auðvitað yrði ávalt samband milli þessa og hins hagnýta lífs líðandi stundar. En samt ætti stofnuninni, sem um er að ræða, engin hætta eða virðingarspjöll að standa af slíku. Enda á þetta við um allar deildir háskólans svo að segja, að við- fangsefni þeirra koma meira eða minna við deilur þjóðlífsins. það er líka alsiða í öllum menningarlöndum að þjóðhagsfræð- in eru háskólagreinir og þær stórar. þjóð- fjelagið vill á þann hátt reyna að draga ýmsa frjósama fræðilega lærdóma af reynslu hins hagnýta lífs á eins hlutlausan hátt og auðið er. það vill sýna, að þessi efni eigi sjer tilverurjett á borð við aðra þætti menningarlífsins. Islendingar geta ekki búist við því fyrst um sinn, að geta fengist við fyrir alvöru aðra þætti þessara mála, en þá sem lúta að hag sjálfra þeirra, enda þar þörfin mest. þess vegna eru þetta, bæði sögulega og í nútímanum, þættir úr íslenskum þjóð- fræðum. En talsvert verður þetta að vera í brotum til að byrja með, ef ekki á kostn- aðurinn að verða ofurefli. Hjer verður á sama hátt og um náttúrufræðin, að reyna að nota starfskrafta sem fyrir eru að mestu leyti. Er þó að sumu leyti erfiðara hjer um vik. Áður hafa verið taldar fram þær grein- ar, sem hjer mættu heyra undir (III, a-f). þess verður að minnast einnig, að hjer er ekki (framanaf að minsta kosti) um að ræða neina eiginlega fasta kenslustofnun eða slíkt, heldur grundvöll að fræðastofn- un, þar sem safnað sje saman sem mestu að unt er af fróðleik og rannsóknum um íslenskan þjóðarhag, sem er nú til á ann- að borð, og opnað hæli fyrir það, sem seinna kynni að koma. það er einnig lík- legt, að þegar deild eins og þessi væri á annað borð komin á fót, mundu fræða- íðkanir í þessum efnum aukast nokkuð smámsaman. Fyrir utan þá, sem væru meira eða minna fast tengdir deildinni í þessum fræðum, má gera ráð fyrir að öðru hvoru gæfu sig fram aukamenn eða einkakennarar, sem fengist hefðu við ein- hver sjerstök efni, eða eitthvað sjerstakt hefðu á hjarta, og flyttu um það fyrir- lestra e. sl., eftir nánari reglum deildar- innar. T. d. mundi c-liðurinn, sem nefndur var (stjórnarfræði og stjórnmál) að miklu leyti þurfa að myndast þannig fyrst um sinn. það er ekkert því til fyrirstöðu, að einstaklingar, sem til þess eru færir, eða flokkar, sjeu fengnir til þess eða gefi sig fram til þess, að skýra fræðilega grundvöll kenninga sinna og stefnu, eða rekja sögu þeirra. þetta væri meira að segja mjög æskilegt og mundi geta komið festu og hóflegri athugun á margt í þess- um málum, sem nú er á ringulreið. þetta væri heldur engin undantekning hjer. Ekki einasta eru til víða kennarastólar í þessu, heldur er það algengt, t. d. í Englandi, að kunnir stjórnmálamenn (sem oft eru t. d. kanslarar háskólanna, eða á annan hátt við þá tengdir) flytja þar fyrirlestra um þjóð- mál, sögu þeirra, stefnur og fræðigrund- völl. Sumir alkunnir fyrirlestraflokkar eða ritverk eru þannig til komin (svo sem eftir Morley lávarð, eða Haldane lávarð o. fl„ svo aðeins eitthvað sje nefnt). Ennfremur er það vitanlegt, að mörg atriði sagn- fræðinnar koma mjög inná þessi mál, enda eru stjórnmál og sagnfræði á mörgum sviðum mjög nákomin. Mjög mikill þorri stjómmálamanna, þeirra sem að hefir kveðið, hefir fyr eða síðar æfi sinnar, sjálfrátt eða ósjálfrátt, dregist að ein- hverjum greinum sagnfræðinnar. Sam- starf milli stjórnmála- og sagnfræðaiðk- ana mundi því oft geta orðið mjög frjó- samt, og líkindi til að það gæti knúist meira fram en nú, ef til væri ákveðin stofnun, sem menn gætu haldið sjer að, án þess að þurfa að vera henni bundnir um of. Sum atriði, sem hjer heyra undir, snerta líka verksvið þess eða þeirra fasta kennara, sem fyrir eru nú, t. d. í heimspeki (heimspekissaga og siðfræði). Á svipaðan hátt mætti hugsa sjer að koma mætti fyrir starfrækslu b-liðarins (verslunar- og viðskiftafræði). þó má skjóta því þar til athugunar, hvort ekki mundi kleift að fá t. d. starfsmenn bank- anna, sem væri lærðir lög- eða hagfræðing- ar til að starfa eitthvað við þennan hluta deildarinnar. því ekki er beinlínis sjáan- legt, að sjö menn þurfi til þess að stjórna bankastarfsemi landsins, svo að þeir hefðu ekki tíma til að sinna öðru í og með, sem þar að auki væri í fræðigrein þeirra. Slíkt væri heldur ekki einsdæmi hjer. Einnig mætti hugsa sjer, að stofnanir, sem þessi mál snerta, t. d. samvinnu-samband og verslunarráð vildu styðja þetta á einhvern hátt, með mönnum eða fje. Og í raun og veru ættu verslunarmálaskólarnir að vera svo vel mannaðir, að fyrst um sinn mætti úr skólastjórn þeirra eða kennaraliði fá starfskrafta til þessara mála, á svipaðan hátt og til er ætlast um suma aðra auka- menn. I verslunarfræðum ætti meira að segja, með lítilli fyrirhöfn og kostnaði, að mega koma á sjerstöku háskólaprófi, sumpart í sambandi við lögfræðisdeild og sumpart við þjóðfræðadeildina. Mundu ýmsir stúd- entar sjálfsagt leita þangað, og þá minka nokkuð „vandræðin um aðstreymið“ að öðrum greinum. En verslunarstjettinni síst vanþörf vel mentaðra manna. Einnig ætti að mega starfrækja a-liðinn (alm. hagfræði) þannig, að starfsmenn eða maður hagstofunnar væri jafnframt starfsmaður þessarar deildar. Sömuleiðis d-liðinn (heilbrigðismál) þannig, að land- læknirinn yrði jafnframt starfsmaður deildarinnar og jafnvel eftir atvikum ein- hver úr læknadeild á svipaðan hátt og t. d. kirkjusögukennari guðfræðideildar. Ýms störf, sem þeir nú þegar hafa með hönd- um, sem embættis- eða fræðimenn, mundu vel heyra hjer undir (s. s. nú mannamæl- ingar G. H„ ýmisleg vinna úr heilbrigðis- skýrslum, sem fræðigildi hefir, eða erindi á til almennings að öðru leyti). Annars er það auðvitað ekki ætlunin að reyna að fara að rekja einstök verkefni. þau legg- ur tíminn sjálfur fram og starfsþrek eða starfslöngun mannanna. það er heldur ekki ætlunin, að mennirnir eigi allir að vera starfandi í einu, eins og þeir væi*u fastir starfsmenn, svo að margir fyrir- lestrar eða æfingar væru á dag. Um þetta mætti að vísu skrifa margt, en það eru smærri skipulagsatriði, sem ekkert breyta til eða frá grundvellinum sjálfum. þá er eftir að geta tveggja atriða, e og f-liðanna (búmál og útvegsmál). það er ekkert áhorfsmál, að þessi efni bæði eiga rjett til þess að eiga fulltrúa sinn í þeirri stofnun, sem á að sýna sem flestar hliðar íslensks menningarlífs, bæði vegna sögu- legs gildis síns og gildis síns í þjóðlífi nú- tímans. Svo öflugur þáttur hefir menning- arlíf bændanna verið í lífi þjóðarinnar, að

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.