Lögrétta


Lögrétta - 28.01.1925, Síða 1

Lögrétta - 28.01.1925, Síða 1
Innheimta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. LOGRJETTA Utgofandi og ritstjóri borsteinn G í sl ason Þingholtsstræti 17. XX. ár. Reykjavík, íniðvikudaginn 28. janúar 1925. 5. tbl. Umvíðaveröld. Asquith. 1 síðustu skeytunum er sagt frá því, að Asquith, iyrv. forsætis- ráðih. Breta hafi nú verið gerður að jarli af Oxford. Er hann þar með hættur stjórnmálaafskiftum í neðri málstofunni, en þar hefir hann átt sæti því nær óslitið frá því 1886, þangað til nú við síðustu kosningamar að hann fjell í Paisley. Einu sinni áður hafði hann fallið í fyrra kjördæmi sínu (Fife 1918). Hann er kominn á áttræðisaldur (f. 1852). Ráðherra varð hann fyrst 1892 og hafði þá verið flutningsmaður vantrausts- ins á Salisbury lávarð. En frjáls- lynda stjómin sat þá skamma stund. Síðan varð hann innanrík- isráðherra 1905—08 hjá Campell- Bannermann og forsætisráðherra sjálfur frá 1908—16 og jafnframt hermálaráðherra þegar ófriðurinn hófst. Hann hefir gefið út tvær bækur, tækifærisræður sínar og ritgerðasafn og verið rektor og lord-rektor háskólanna í Aberdeen og Glasgow. Hann er heiðursdokt- or í lögum við eina 8 háskóla, þ. á m. Oxford. Seinni kona hans er iYlargaret, dóttir Tennant baróns. Hún er rithöfundur, sem mikið hefir verið rætt um og deilt um í Bretlandi síðustu ár, einkum vegna æfisögu hennar, sem hún skrifaði sjálf, og þótti víða ber- sögl og hvöss og ósmekkleg, að ýmsum fanst. Asquith átti 4 syni og 2 dætur, en einn sonur hans að minsta kosti fjell í stríðinu. Asquith heíir lengi verið einn hinn mikilsvirtasti stjórnmála- maður Breta, þó að sjálísögðu hafi verið mikið um hann deilt. Á síðustu árum hafa þó deilumar um rit konu hans einnig undist inn í umræðurnar og dómana um hann og ekki aukið mikið vinsæld- ir hans. það er þó viðurkent af öllum, að hann hafi ávalt verið persónulega heiðarlegur og óeigin- gjam maður og átt marga kosti leiðtogans. „Enginn maður hefir unnið ákafar til þess að geta dæmt rjettilega milli mismunandi skoð- ana. Fáir menn, sem leitað hafa írama síns svo alvarlega, hafa hugsað minna um sjálfa sig. Hann hefði verið virðulegur dómari. Hann hefði getað orðið máttugur stjómmálamaður; en hann hefði aldrei getað orðið mikilmenni eins og Mazzini, Bismarck, eða Glad- stone“, segir um hann í nýútkom- mni enskri bók um bretska stjórn- málamenn, bók, sem mikla athygli hefir vakið. Síðustu símfregnir. Bretska stjórnin hefir sent ný- lendunum fyrirspum um afstöðu þeirra til afvopnunarsamiþyktanna frá Genf. Ástralía hefir nú svar- að, að hún sje á móti þeim. — Costa Rica, lýðveldið í Mið-Ame- ríku, hefir sagt sig úr þjóðar bandalaginu, vegna þess, að það var krafið um ársgjöld til þess. — Branting, forsætisráðherra í Sví- þjóð, hefir látið af stjórnarstörf- um um stund, vegna veikinda. Sandler verslunarráðh. er forsæt- isráðherra á meðan. — Baráttan á Spáni milli hervaldsstefnu de Rivera og andstæðinga hans, eink- um lýðveldissinnanna, er mjög að harðna. Segist Rivera hvergi munu láta undan síga. En tveir helstu rithöf. Spánverja, sem áð- ur hefir verið sagt dálítið frá í Lögrj., skáldið Ibanez og heim- j spekingurinn Unamuno, deila i harðlega á stjómina. — Ósam- j komulag eitthvert er komið upp ; milli Trotsky og fjelaga hans í j sovjet-stjóminni í Rússlandi. Hef- j ir Tr. verið sendur suður í Káka- sus. Raunir og þroskun. Hugleiðing. (Flutt við útför Halldórs læknis Gunnlaugssonar). það má víst með fylsta rjetti segja, að öll tilveran sje eitt kraftaverk. það er nákvæmlega sama hvemig og hvar vjer lítum á hana. Hún er alstaðar jafn dýrð- leg. — Vjer getum litið á fjöllin, á viðlit þeirra við bláma himins- ins; á tignar-hafning þeirra yfir smágróður engja, bygða og bala; á fagrar skógarhæðir, þar sem trjen reisa sig líkt og upprjettir armar í lotning móti hæð og heilagleika himingeimsins. — Vjer getum litið á sjóinn; á barns- lega fegurð hans í blíðviðri; á draumkenda dulræni hans 1 skugg- sýni; á firna þrótt hans og ferleik í þungviðri og þrautaleiði, þar sem sterkur sonur jarðarinnar brýtst um í grimmum gáska. — Vjer getum litið á stjörnurnar, sem stara á oss úr fjarlægð, og aðeins virðast litlar í vorum augum af því að vjer erum sjálfir litlir, sljóvir og skammskygnir. En í raun rjettri eru hjer guðs augu, sem til Vor líta, og leitast við að fá oss til að líta í mót. — Svo er um allan alheiminn nær og fjær, utan takmarka vorrar jarðar og innan; ský og regn t. a. m., sem brynna jörðunni, þegar hún er þyrst, — dreifa varmanum til við- halds og lífgunar dýrum, jurtum, og ef til vill duldum öflum, — og samhliða eru full: skýin af kynja- myndum, sem skapa í sálunni und- arlegar hugsanir og óstjómlegar þrár; og regnið silfurglitrandi með ótal geislabrotum. það er sama um þetta að segja eins og þegar vjer athugum fjöl- breytni líftegundanna í loftinu, á jörðunni, hafi og vatni; ellegar öll þau umskifti, byltingar og boðaföll, sem alstaðar eru á öllum tímum að eiga sjer stað. Hver hljómur geymir í sjer heilan heim. Hvert lífkvik er heil saga. Hver hárþráður er sterkur fjötur, sem bindur mannanna syni við móður sína, tilveruna. Hver blóð- dropi er elfa, sem guðs andi svíf- ur yfir út á leið að eilífðar hafinu. Svona er öll tilveran krafta- verk, sem aldrei hófst og aldrei þrýtur; fremur að segja: krafta- verk í guði, heldur en af guði, — því guð er alt. T. d. kveiking lífs af lífi alstaðar er eitt óþrjótandi kraftaverk þess, sem er lífið sjálft. þessi sýn á tilveruna er ekki al- veg vanaleg. Heldur er tvent ann- að vaninn. — 1. Hversdags er amlað áfram líkast sauðskepn- unni, sem gætir þess eins, að belgja sig út með fóðri af frjó- magni jarðarinnar. Fólkið hugsar um munn og maga, skraf og skemtanir, skrautleg föt og dýran drykk. Sá er mest metinn, — eða sá er einn metinn, sem reist hefir hátt hús og safnað feitum forða handa sjer og sínum til langs tíma. — þetta er nu vana-skyn og skoðun fólksins, hvert á öðru og tilverunni fyrir utan sig. Tilbúinn áburður. Noregssaltpjetur. - Superfosfat. -- Kali. Chilesaltpjetur. Kali verður fyrirliggjandi frá því um miðjan febrúar. Superfosfat kemur í mars og apríl. Við höfum einkaumboð fyrir ísland á superfosfati frá Lysaker kemiske fabriker, Oslo, sem mun vera samkepnisfærasta verksmiðja til sölu á íslandi í þeirri grein, enda verður verðið hjá okkur ca. 33°/0 lægra heldur en superfosfat var selt hjer á landi siðastliðið sumar. Noregssaltpétup og Chilesaltpétur verðui fyrirliggj- andi í maí. Verðið verður mun lægra en síðastliðið sumar, enda mun- um við, eins og altaf, leggja kapp á mikla umsetningu, og þarafleið- andi gerum við okkur ánægða með litla álagningu. Sádhafrar — Grasfræ. Þeir, sem reynt hafa, vita að við höfum undanfarið haft bestu sáðhafrana og enginn hefir getað útvegað þá eins ódýra. Gras- fræ okkar verður keypt í samráði við ráðunaut Búnaðarfélagsins, og tnunum við að sjálfsögðu leggja kapp á að hafa það gott en sem ódýrast. Allar þessar vörur sendum við hvert á land sem er gegn eftir- kröfu. Stærri pantanir getum við afgreitt beint frá verksmiðjunum til kaupenda á næstu liöfn (er skipin koma á). Sendið pantanir sem fyrst. Mjólkurfjelag Reykjavíkur, Sími 517 Símnefni: Mjólk Pósthólf 717 / ! 2. En stöku sinnum er eitthvað hærri og helgari sýn, skilning og leitast við að líta til guðs, líta út yfir túngarða vanans; eitthvað farið að fálma eftir æðri mörkum tilverunnar. Sjaldnast þó af alhug j eða einlægri þrá; íremur eins og 1 letingi, sem læðist að verki sínu, 1 — eða óþekkur drengur, sem j svíkst um, — eða ósjeður verk- ; maður, sem aldrei náði tökum á ábyrgðarstarfi. þessi orð hefi jeg um vanalega guðsdýrkun fjöld- ans, þar sem úreltir talsmátar koma í staðinn fyrir einlægt hug- arþel, og grunnar erfðaskoðanir í staðinn fyrir sterka sjálfsrann- sókn. 3. þá koma enn fyrir augnablik, einskonar tindar á æfi hvers manns, þar sem öll hversdags- dýrð verður að litlu eða engu, — eins og vasaljós á háheiði, eða gljáskór í grimdarbyl. Svo að jafnvel s j aldhaf nar-skynið, hin svokallaða trú mannsins, blaktir og bliknar, — nema því haldbetri sje! þessi augnablik tel jeg allar stórar raunir, sem koma fyrir hvern mann; vanal. ei sjaldnar en einu sinni á æfi hans. það mætti vel ætla, ef trúað væri á bein af- , skifti hinnar æðstu vera af hverj- um einstakling mannheimsins, að þá sendi hún þeim sorgina líkt eins og ískaldan gjóst af jökul- j hæðum sinnar heilögu vitsku. því j ekkert reynir manninn meira en j sorgin. Hvorki vinna, vit, anda- gift, ágæti, ást eða auður ýta svo á afl hans og hugarorku eins og stormur sorgarinnar eða eyðikuldi ástvinamissisins. það, sem ekki tókst í meðlæti, tókst oft í mót- læti: að stjóma eigin ástríðum og lyfta sjóninni yfir heimagarða hversdagsleikans. það mætti líkja i þessu ástandi við það, að guð tæki j oss á sína voldugu vængi og lyfti ! oss, skelkuðum og skjálfandi, upp yfir smámiensku-völlinn, og ljeti oss eygja tignar-tind sinnar dýrð- legu tilveru, sem að vísu er ekki ,ætíð mild og hlý, — en ætíð vold- ug, svipmikil og magni þrungin. þetta eru þau miklu augnablik á hvers manns æfi, sem ætla má að æðsta vera heims sendi honum til að reyna hann og veita honum samúð með dýrð og dásemdum síns eilífa máttar. Víst er um það, að örðugt eiga margir með að átta sig á sorginni; sem hvorki hversdagssljóleikinn nje jaínvel guðræknisfálmið geta vel átt við. Arðshyggjunni finst það ferlegasta vitleysa að blóm- legustu og bestu menn skuli burt kvaddir á bjartasta skeiði. Trúar- ! auðmýktin, sem vanal. er ekki j sjálfri sjer vel samkvæm, lætur og oft hugfallast á þungum þrauta- stundum. þótt fólkið játi vanalega, að allir sjeu best komnir hjá guði, finst því það þó ranglæti af honum að taka ástvini þeirra til sín. Lendir svo oft um stund í hugar- víli og voða. Að sjá speki eða dýrð í því, að svifta sig sínum nán- ustu tekst ekki mörgum í svipinn. Og þó teljum vjer sjálfir það sjálfsagt að svifta móðurina lambinu og fuglinn maka sínum. Varla er það þó viturlegra! Vjer, hinir svo nefndu kristnu menn,. — sem ekki erum hálfir í fram- kvæmd við það, sem vjer erum í skoðun, — og skoðunin þó miklu óheilli en Krists kenning í guð- spjöllunum; vjer leggjum á allan hátt langt of mikla rækt við kúg- un, rányrkju og arðsöfnun út af móðurbrjósti tilverunnar. I stað þess að lúta vorri eilífu móður með barnslegri blíðu, eða öllu held- ur sonarlegum og djúpum samúð- ar-skilning. f þessu efni eru það einstöku kaþólskir menn og örfá- ir heiðnir spekingar, sem lengst hafa komist. Vjer hjer, sem stær- um oss af kristninni, erum orðnir að Faríseum; höfum ekki náð lengst áleiðis. En svo er það og víst, að ef sorg- in getur ekki opnað fyrir mannin- um skilningsmusteri tilverunnar, þar sem samúðin er hið allra helg- asta, þá getur það ekkert afl í heimi. því sorgin er einskonar leyniþráður að hjarta guðs; þar sem maðurinn er öðrum megin, ei ^uð hins vegar, — og reynir jafnf á báða! En vanaleg orðatrú er tal við sjálfan sig, og nær hvergi til. — Alt um það er það langt frá því æskilegt fyrir neinn að sækjast eftir sorg fremur en dauða. Drottinn sendir hvort tveggja nógu snemma. Og æskilegast er að þurfa ekki mótlætis við til þess að komast í nána sambúð við hann. En vel má vera, að margur til- gangur náist út af einu sorgarat- viki. T. d.: var önnur tilhögun heppilegri, þegar atvikið kom fyr- ir? Á sinn hátt eins og djörfung og dugur í dauða og raunum varð tíðum öðrum að eft’rbreytni. f 3. lagi varð missendunum sjálfum tapið að þungu höggi, sem dró úr mátt í svipinn, en jók svo afl er frá leið. Auminginn varð að hetju; eins og kveifin, sem hlaut út í hríð að ganga. Hjegómakindin kastaði af sjer silkislæðu vanans. Smá- mennið eigingjarna varð að höfð- inglyndum heiðursmanni. Sá hugs- unarlausi fór að horfa hátt og djúpt um hamrabelti hinnar "dýrðlegu, en dularfullu, tilveru. Sá sjergóði ljet lampa sinn lýsa inn um sitt eigið sálar-inni. Fann þar bletti, bresti og bilanir. Leitaði nú hins mikla meistara, meistara samvitskunnar, til að laga galla sálarbyggingar sinnar. Hinn drambláti fann nú takmörk mátt- ar síns og lægði heimsku-hálit sitt; beitti nú afli sínu öðrum til vildar, eftir að hann kom auga á eigin smæð. Alla þessa kosti getur sorgin haft, í hvaða formi sem fram kemur, — sje rjettilega við henni horft. Eins og dauðinn er fyrir mannlífið ei annað en breyt- ing (líkt og öldu-lág, en lífið öldu- kambur) ; þannig má oft segja um þann einstaka, að hann fæðist þegar hann deyr, — hvort heldur til rjettara skilnings af öðrum, eða öðrum beint til fyrirmyndar. Svo að það ljós, er fyr var í húsum vor um, verður nú hjeðan af að vita út við hættunnar strönd. Geti sorgin skýrt fyrir oss tign tilverunnar og dýrð drottins, er hún ei til einskis send. því þroskun, en síst svefn, er tilgangur alls. — því geta raunirnar að lokum orðið oss hinir sönnustu vinir; eins og synir urðu mæðrum sínum eftir fæðing- arþrautirnar. því vjer urðum að meiri mönnum og g-uði líkari! Ábyrgðin varð dýpri, innskygnin gleggri, hugurinn djarfari, sam- úðin sviphreinni og heilli. Ef þessi varð afleiðingin af sendingu sorg- argyðjunnar til vor, þá var hún sú dóttir drottins, er oss varð að lok- um kærust. Hvað þann fallna mann snertir, sem hjer er af ráðsvöldum heims- ins fram borinn að fótstalla eilífð- arinnar, þá var æfi hans hjema megin hins mikla tjalds eins og blæstraumur í sumarblíðu. Hans starfi, eðli og stundun var að græða, mýkja og milda annara þjáningar og mein. þessi hvöt virtist honum svo djúpt samgró- in eða inn-gróin, að hvert líknar- verk sýndist streyma innan að frá neðstu rótum hjartans. Hann var eins konar balsam á það samfje- lag, er hann var staddur í. þess vegna má fullvel segja, að verk hans og afrek sje ómetanleg. Ekki að eins það, að veita mönn- um heilsu og líf, — heldur einnig að göfga, fegra og friða allan sinn samvistar-akur; rækta þar blíðari og betri gróður en áður var. því má sannarlega segja um hann eins og sagt var um annan ágætan mann, að hann skildi við heiminn nreínni og betri en hann fam. hann. því góðs manns áhrif bera ætíð góðan ávöxt. — Gjald, ef ekki Framh. á 4. síðu.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.