Lögrétta


Lögrétta - 28.01.1925, Blaðsíða 2

Lögrétta - 28.01.1925, Blaðsíða 2
2 LÖGRJKTTA Athugasemdir við „Dægradvol" Bened. skálds Oröndais. Vox einissa fugit, littera scripta manet. Sv. Egilsson. Á síðustu tímum þykir það sjálfsögð skylda og ræktarsemi við nákomna ættingja og venslamenn, að koma æfiminningum þeim fýrir almenningssjónir, er ættingjar þessir hafa sjálfir ritað um sig, sjer til lofs og dýrðar. Æfiminningar þessar eru þó næsta ólíkar og frábrugðnar hver annari. Fer það eftir innræti og lyndiseinkennum höfundanna. Meginhugsun og tilætlun flestra þeirra virðist sú, að lýsa tíma þeim, sem þeir lifðu á, rjett, og gefa nákvæma og óhlutdræga lýs- ng á samtíðarmönnum sínum. Æfiminningar þessar eru því oft- ast mjög fróðlegar og skemtilegar lestrar, og er það góðra gjalda vert að þær sjeu gefnar út. Má benda á æfiminning Matthíasar skálds Jochumssonar þessu til sönnunar. þar andar sannleiksást og mennelsku af hverri blaðsíðu. Nýlega hefir þórður læknir Edílonsson látið prenta æfisögu Benedikts skálds Gröndal, tengda- föður síns. Er hún frábrugðin hin- um fyrtöldu æfiminningum að ýmsu, er síðar mun sýnt. Bók þessi hefir fengið nær því einróma lof af ritstjórum blaða og tímarita Reykjavíkur, og virðist því ekki eiga illa við, að þjóð vor fái að vita, hvað bók þessi segir um menn og málefni, þ. á m. ritstjór- ana sjálfa og starf þeirra til hags- muna landi og lýð. Menn geta og nokkuð af því ráðið, hvernig bók- mentasmekk Reykjavíkur er nú háttað og í hvert horf hann bein- ist nú. „Dægradvöl“ er alllöng bók, 359 bls. Kemur hún víða við og hefir frá mörgu að segja. Lengir það bókina mjög, hve staglsöm hún er. Endurtekur höfundurinn margoft hið sama og virðist hafa gleymt því, að þetta hefir hann áður sagt. Jeg ætla þá að drepa á nokkrar frásagnir í bók þessari um menn og atburði, sem mjer eru kunnast- ir, en mörgu verð jeg að sleppa, er leiðrjetta þyrfti. Bókin er svo full af rangfærslum og mishermi, að það væri óvinnandi verk að leið- rjetta það alt. Á hinn bóginn verð- ur því ekki neitað, að bók þessi er rituð af fjörmikilli frásagnarlist, sem höfundi var svo einkar-lagin. Málið á henni er hins vegar af- skaplegt. Jafnmikið hrognamál minnist jeg ei að hafa sjeð í nokk- urri nýútkominni bók, og kemur þar í ljós hroðvirkni höfundar. Hann var manna best að sjer í ís- lensku sem mörgum öðrum tung- um. Sýnir þetta ljóst, að hann unni lítt feðratungu sinni og var blindur á fegurð hennar. Mállýtin eru svo mörg, að of langt mál yrði að benda á þau öll, eða þá útlensk- ar málslettur, sem fylkja sjer í þjettum röðum í bók hans, sem mý á mykjuskán. Eg ætla aðeins að benda á eitt sem lítilfj örlegt sýnishorn, og er þó margt stórum verra. Um Konráð próf. Gíslason kemst Gröndal t. a. m. þannig að orði, bls. 160: „að hann hafi altaf verið innrættur með íslensku". Svona orðalag er gagnstætt allri málvenju og er næsta afkáralegt. Hví gat hann ei sagt: Konráð var þjóðrækinn í hvívetna? Dægradvöl hefst á lýsing Álfta- ness og bæjaskipun þar. Er lýsing Bessastaða og umhverfis mjög ná- kvæm og að líkum rjett. Segir hann mjög ljóst frá húsaskipun, og hverjir það voru, sem höfðu húsin til afnota, og er engin ástæða til að efa, að rjett sje frá skýrt. þar næst hefst frásögn um ýmislegt, er við bar í æsku hans og heimilisháttu í foreldrahúsum, ásamt mörgu fleiru, og leiði jeg það hjá mjer. Á bls. 94 tekur Gr. að lýsa kenn- urum Bessastaðaskóla, en á bls. 127 ýmsum skólabræðrum sínum. Síðasti kafli Dægradvalar fjallar um kensluár hans við latínuskól- ann. það eru einkum þessir kaflar endurminninga Gr., sem jeg ætla að taka til athugunar, sjerstaklega síðasta kaflann. Jeg var í latínu- skólanum þau árin, er Gr. ræðir mest um, og get því vel dæmt um, hve rjett hann skýrir frá. þótt jeg á hinn bóginn hafi ekki eigin þekking á kennurum Bessa- staðaskóla, sem af líkum ræður, þá get jeg samt ekki gengið með öllu fram hjá lýsing Gr„ því fyrir mjer hefi jeg lýsing eldri manna, þ. á m. föður míns, sem þektu þá aiveg eins vel og Gr. Jóni lektor Jónssyni lýsir Gr. svo: „að hann hafi verið lítil- menni bæði til sálar og líkama“. Á öðrum stað segir hann um Jón lektor: „að hann hafi verið ómerkilegur". þetta orð notar hann sem einkunn á fjölmörgum þjóðkunnum sæmdarmönnum öðr- um og virðist svo, sem hann hafi Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar elsku'ega sonar, Ara Pálssonar. Heyklifi 4. des. 1924. Álfheiður Jónsdóttir. Páll Skarphéðinsson. tekið sjerstöku ástfóstri við það. í daglegu máli hefi jeg aldrei heyrt orð þetta notað, nema um misindismenn, ómerka í orðum og gjörðum. En þetta orð lætur Gr. sjer sæma að nota um æðsta kenn- ara sinn og yfirmann föður síns. Marga eldri menn úr Bessastaða- skóla hefi jeg heyrt minnast Jóns lektors með stakri virðingu, þótt þeir teldu hann ekki jafnoka dr. H. Scheving og Sv. Egilssonar, hvorki að gáfum nje lærdómi. því næst tekur Gr. að lýsa dr. H. Scheving. Dr. Scheving var ein- hver hinn hálærðasti maður sinn- ar tíðar, bæði í forntungum Grikkja og Rómverja. Hann var og talinn frábær kennari og sönn fyrirmynd í þeirri grein. Honum lýsir Gr. svo.: „Hann var ekki lip- ur, hann ritaði stirðlega bæði lat- ínu og íslensku; sem philolog gerði hann engin áhrif á mig“. Að dr. Scheving hafi hvorki kunnað að rita latínu nje íslensku, kemur ei vel heim við umsögn dr. Gríms Thomsen. í XIV. árg Skímis 1921, bls. 88, lýsir Grímur dr. Scheving með þessum orðum: „Dr. H. Scheving var sjálfsagt einn hinn latínulærðasti maður á sinni tíð og með þeim lærðustu fommáli voru og bókmentum“. I íormálanum fyrir „lexicon poeti- cum“ er nokkurra þeirra manna minst, er Sv. Egilsson (faðir Gr.) myndi hafa viljað þakka aðstoð við samningu þessa óviðjafnanlega listaverks. Farast Jóni forseta Sigurðssyni þannig orð um það: „Sed primo loco inter eos auctor nominasset doctorem philosophiae Hallgrimum Scheving, qui ei non solum per triginta annos collega amicissimus in munere scholastico fuit, sed etiam ut ipse harum literarum peritissimus cultor et poeseos antiquae sagacissimus interpres erat, ita studia Egilsonii omni modo adjuvit et instigavit“. þetta er þýtt á íslensku: „En af þessum mönnum mundi þó höf- undurinn máske öðrum fremur hafa tilnefnt dr. philos. Hallgrím Scheving, sem um 30 ár var hon- um ei aðeins hinn ástfólgnasti samverkamaður við skólastarfið, heldur studdi þannig jafnframt og hvatti vísindaiðkanir Egilsens í hvívetna, þar eð hann var og einn hinn lærðasti iðkari þessara fræða og einhver hinn glöggskygn- asti skýrandi foms kveðskapar“. þannig telur Jón Sigurðsson dr. Scheving hafa verið hinn lærðasta mann. Sýnishorn af ritmáli dr. Sch. hafa margir, því endi einnar fornsögunnar, þar sem handritið þraut, hefir hann samið frá eigin brjósti, og munu allir, sem hann lesa, sannfærast fljótt um, að hon- um hefir ei verið stirt um ritmál. Konráð próf. Gíslason vitnar oft í ritum sínum í dr. Sch., og má af því marka, að próf. K. hefir talið bann hinn lærðasta mann. Lýsing Gr. á Sveinbirni Egils- syni er í hvívetna rjettmæt og öfgalaus. Hann hefir verið eitt- hvert bjartasta fræðaljós, sem ís- land hefir nokkru sinni eignast. En Gröndal gat lofað föður sinn án þess að minka dr. Scheving á nokkurn hátt og draga hann niður. Frh. Hallgr. Thorlacius Glaumbæ. a*11* /uuu|iu 0. ■■hii á 50 ára afmæli hans 7/ jan. 1925. Að kljúfa lífsins kalda straum af kappi, þreki og vilja, og hirða lítt um glys nje glaum, en gjörla hlusta og skilja. Sú aðferð er þeim einum kunn, sem afbragðsmenni heita. þeir sigla djarft um svala unn, en samt í horíið beita. Er ægisdætra úfinn her við útnes dansinn leikur, og byltist hrönn við bjarg og sker, sinn brimsöng nóttin eykur, þá reynir oft á hug og hönd, úr hættu að stýra fleyi, að gæta segla, greiða bönd, uns glæðist brún af degi. * Og er ei löngum lífsins ferð sem leið á regin bárum! þar öllum mætir einatt mergð, af örðugleikum sárum. En gæfa er það að geta þá með Guðs hjálp af sjer borið, og stefna hærra hugans þrá, og hylla sól og vorið. þú sóttir fram, þú vildir vel, þú varst hinn djarfi’ og góði, og það jeg sterka stofninn tel í starfi þínu og óði. — Og einatt birtu og yl jeg fann í öllum vísum þínum, og það jeg virði og þakka kann, með þessum stefjum mínum. þú hefir lifað hálfa öld með hreysti og afl í taugum; og gleðin skín oss skært í kvöld frá skáldsins hvarma baugum. — Guð blessi þig og þessa stund, og þína æfi lengi; svo gleðjist oft þín göfga lund við gullna hörpustrengi! Pjetur Pálsson. ----o---- Kofoatekjan á Breiðafiröi o. il. I „Lögrjettu“ nr. 45, 5. ágúst þ. f.„ er grein frá herra Snæbirni Kristjánssyni í Hergilsey með þessari yfirskrift, og virðist hann 1 vera óánægður með lög frá 19. ; júní 1922, er gera ráð fyrir að ! ráðuneytið setji reglur um fugla- ' veiðar o. fl„ og er það þó helst ! reglugerðin frá 31. ágúst 1923, er bannar að taka lunda úr holum ; með járnkrókum, sem hann er óánægður með, af því hann hugs- 1 ar að þetta bann muni minka gróð- ann af lundaveiði í eyjunum í | Breiðafirði allmikið; og þó er hann eins og aðrir dýra- og íuglavinir á ' því áliti, að allar skepnur, sem | eiga að deyja, skuli lífláta sem fljótast og kvalaminst, sem unt er. Af því jeg þekki fjallfuglaveiði mjög lítið, nema af bókum, og ! hefi aldrei sjeð lundaveiði fram- kvæmda, má vera, að jeg ætti ekki að blanda mjer í þessi mál, þar sem jeg ekki að fullu get dæmt um, að ; hve miklu leyti S. K. hefir rjett í j staðhæfingu sinni, en þar sem jeg 1 hugsa, að hr. Snæbjörn Kristjáns- I son hafi viljað að fleiri skyldu taka | til máls um nefnda reglugerð, með i eða móti, og þar sem jeg er reglu- ; gerðinni mjög meðmæltur hvað lundaveiði snertir, vil jeg leyfa mjer að láta í ljós hugsun mína í sem fæstum orðum. það getur vel verið að lundaeig- endur í byrjun mundu bíða nokk- i urt tjón við að mega ekki nota hina vanalegu aðferð, þ. e. að ná lundunum með krókum úr holun- um; en að tapið verði eins mikið og ; S. K. gitskar á, er varla hugsandi. i þó að landslagið í eyjunm á Breiðafirði sje ekki eins vel lagað til að taka lundann í „háf“, sem t. Lesbók Lögrjettu X. Um norsku kirkjuna, (Eftir Gunnar Ámason fr6 Skútu- stöðum). ------ Niðurl. Biskup spurði böm eftir messu, skólaböm á ýmsum aldri. Var það gert samkvæmt beiðni for- eldranna. Stóðu þau í röð á kirkju- gólfi, drengirnir öðrumegin, stúlk- urnar andspænis þeim, og biskup gekk í milli þeirra og talaði v,-ð þau um dæmisöguna af glataða syninum. En hvað hann var inni- legur, og prýðilega tókst honum að segja alt sem einfaldast, að tala barnanna eigin mál, en leiða þau um leið í sem sannastan og bestan skilning á öllu. Var jafn- greinileg ást hans á efninu og kær- leikur hans til barnanna. Stöku sinnum spurði hann þau eða Ijet þau botna setningarnar. þau voru ekki fljót til þess, skorti þó vart greind, en voru feirnin og svo , ógnarlega smá fyrir framan þenn- ; an herra kirkjunnar — ráðsmann 1 Guðs, eins og biskupinn var í aug- um þeirra. Alla æfina muna þau ; samt þessa stund og hún mun minna þau á kirkjuna. Jeg veit það af sjálfum mjer. þegar þór- hallur biskup vísiteraði seinast á Skútustöðum, voru fermingar- börnin boðuð til yfirheyrslu — þau sem vildu. Aðeins eitt kom — pilt- ur af næsta bæ. Einn þorði hann ekki að fara. Jeg bauðst þá til að vera með honum, var þá á 10. ár- inu og hafði lært kverið, bar geysi- virðing fyrir biskupnum, en var ekkert banginn við hann. Svo spurði þórhallur biskup okkur tvo, og við stóðum okkur eft;r mætti. Að því loknu gaf hann íermmgar- drengnum fje og má nærri geta hvort honum fanst það ekki feng- ur. En — seinna veturinn eftir ; fjekk jeg stóreflis brjef með póst- inum. Var það lakkað og greini- legt biskupsinnsiglið á því. Hvort jeg komst á loft. Jeg braut það ekki upp fyr en jeg hafði sýnt það öllum. Innan í var landakort Mortens Hansens og áletruð kveðja biskups. „Ekki hefir hon- um nú þótt þú oflærður í landa- fræðinni“, sögðu menn til að stríða mjer. Mjer var næst að halda, að þeir segðu það af öfund. Og kort- ið — það geymi jeg meðan jeg lifi. Jeg get þessa aðeins sem dæmis um, hvílíkan fögnuð biskuparnir geta veitt bömunum. Komur þeirra gleymast ekki, hvaða gjaf- ir sem þeir færa. Kl. 2 var öllu lokið í Kansland, en fólkinu var boðuð messa og safnaðarfundur í höfuðkirkjunni í Sundi á næsta degi. Snjeru nú allir heimleiðis, við á mótorbátnum, en flestir hinna á smábátum, sem siglt var og róið í allar áttir. Með blessun kirkjunn- ar í fararnesti var nú stefnt til starfa. Er biskup gekk með prófasti og presti til kirkju í Sundi sunnu- dagsmorguninn, var klukkum sam- hringt. Tóku þeir þá ofan silkihúf- urnar við fyrsta slagið. Er það fom siður og fagur. þótt þeir væru aðeins þrír, átti það áreiðanlega sinn þátt í há- tíðablænum, sem á fólkinu var, að sjá þá alla hempuskrýdda og skyldu prestar oftar búast hempu hjer en þeir gera. Að minsta kosti ættu þeir allir að sitja Synodus hempuklæddir. Hefði það vissu- lega ekki aðeins meiri kirkjuleg áhrif á aðra menn, heldur og á þá sjálfa. Hognestad biskup fór nú sjálfur fyrir altarið og las messu á lands- máli. Var það með prýði gert. Hann steig og í stólinn. Talaði blaðalaust eins og siður er þar í landi, þótt allir riti niður prjedik- anir sínar. Verður orðið því lif- andi og húslestrartónninn hverfur, sem marga svæfir ella. Kennimannlegur var biskup og bar samt öllu meira á hinu, hvílíkt hjartans mál honum var fagnaðar- boðskapurinn, hversu trúartraust hans var óbifandi og mikill kær- leikur hans til Guðs og manna. Sá sem mælir af trúarreynslu flytur Guðs orð. I lok guðsþjónustunnar spurðu þeir biskup og prestur fermingar- börnin. Voru þau ólíkt ófeimnari en skólabörnin í Kansland daginn áður og svöruðu öllu greiðlega. þá var hlje í nokkrar ™írmtur, svo fólkið gæti dregið að sjer frískt loft, og eins mætti viðra kirkjuna. Veitti ekki af því, þar eð svo margir voru saman komnir, að fjöldi stóð. Er það var búið, hófst safnaðar- fundur, sem biskup stýrði, en allir fullvaxnir menn og konur sátu. Fyrst var sungið eitt sálmavers. þá las biskup upp Ef. 4, 1.—16. og hjelt nú allmikla ræðu um kirkj- una, til þess að gera fólki ljóst, hvað og til hvers hún væri. þá er biskup hafði lokið ræð- unni, spurði hann hvort mættir væru prestur, forsöngvari, með- hjálparar, kirkjuráðsmenn og sóknarnefndir. Mátti heita koll- heimt. Taldi hann nú upp eignir kirkn- anna og talaði um ástand þeirra. Kom í ljós, að mála þurfti báðar og skyldi sóknamefnd hugsa sjer hverjir litir skyldu vera og senda síðan biskupi sýnishorn og áætl- anir. Eins þarf að stækka kirkjuna í Kansland, því þar eru aðeins sæti fyrir 300 manns, 500 í Sundi, en af 2780 fullvöxnum safnaðarmeðlim- um búa 3/5 hlutar í Kansland, og svo er fyrir mælt, að hver kirkja taki i/4 af öllum sóknarbúum. Að- eins 11 utankirkjumenn voru í sóknunum. Kirkjusókn var dágóð, 20%, rúm 17 % altarisgesta (í öllu B j örgvinarbiskupsdæmi 17,1%). Áminti biskup menn alvarlega að ganga til guðs borðs. þá skýrði biskup frá breyting- um, sem gerðar hefðu verið á helgisiðunum og spurði hvort prestur færi ekki rjett með þá, og því var játað. Nú spurði hann mik- ið um skólann og einkum um krist- indómskensluna, og var 4—7 tím- um á viku varið til hennar. Er siður að lesa fyrst biblíusögur og þá kver. 7 sunnudagaskólar eru í sóknunum. Biskup mælti með kveri Jakobs Sverdrup, en lastaði þó ekki barnalærdóm Pontoppi- dans, er flestir nota. þá spurði hann um trúboðs- og bindindisfje- lög og reyndust þar að vera 5 kristileg ungmennafjelög, 1 K. F. U. M. og 3 stúkur. Innratrúboðs- f.’ elag, heiðingjatrúboð, sjómanna- trúboð og fleira. Var því offur all- mikið, t. d. 4 þús. seinasta ár til Noregstrúboðsins (aðallega til sjómannatrúboðs). Bindindi var sagt mikið þar um slóðir og hvatti biskup eindregið til þess. Siðferði var og talið mjög sæmilegt, stuldur ekki svo að kvæði, og engum refsað fyrir lög- brot síðustu 4 árin. Biskup lagði mönnum ríkt á herðar að gleyma ekki að lesa

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.