Lögrétta - 04.03.1925, Blaðsíða 1
[nnheimtaog afgreiðsla
í Veltusundi 3
Sími 178.
Útgefandi og ritstjór* 1 2
þorsteinn Gfíslason
Þingholtsstræti 17.
XX. ár.
Heykjavfk, miðvikiidaginn +. mars 192ó.
II. tbl.
Búnaðarfjelagið.
I síðasta blaði var sagt nokkuð
frá helstu störfum búnaðarþings-
ins, sem þá var nýlokið. Hjer
verður nú einnig sagt frá aðai-
atriðunum í starfsemi Búnaðar-
fjelagsins, enda er þetta hvort-
tveggja að sjálfsögðu nátengt. En
hinsvegar fær almenningur ekki
að jafnaði miklar fregnir af þess-
um störfum, nema þá þeir, sem
kost eiga þess að sjá skýrslur
þær sem um þetta eru skráðar
sjerstaklega og oft koma nokkuð
seint. En Búnaðarfjelagið og starf
þess er svo mikill þáttur í atvinnu
lífi þjóðarinnar, að sjálfsagt er,
að allur almenningur fylgist sem
best með því, sem þar gerist.
þar að auki hefur nýlega orð-
ið allmikil breyting á skipulagi
fjelagsins og starfsháttum og hef-
ur fyr verið frá því sagt í Lögrj.
— Stjóm fjelagsins er nú skipuð
3 mönnum, og sje einn valinn af
búnaðarþingi en tveir af lands-
stjórninni, eftir tillögum landbún-
aðarnefndar Nd. Alþingis. Kosn-
ingum til Búnaðarþings hefur
einnig verið breytt. Kjósa nú bún-
aðarsamböndin 7 fulltrúa en 4
eru kosnir af aðalfundi fjelags-
ins og einn fulltrúinn skal vera
skólastjóri annarshvors bænda-
skólans. Fjelagsstjórnin velur svo
aðalframkvæmdastj óra fj elagsins,
búnaðarmálast j órann.
Störf búnaðarmálastjórans eru
allmargvísleg. Hann stjóraar skrif
stofu fjelagsins, er ritstjóri Bún-
aðarritsins og yfirmaður starfs-
og starfsmanna fjelagsins. En
skrifstofustörf ýms fara nú vax-
andi, ekki síst vegna jarðræktar-
laganna. Af störfum búnaðarmála
stjóra á síðasta skýrslutímabilinu
(1923—4) eru þessi helst. Hann
fór í tvö ferðalög, til Noregs og
til Grænlands, í búnaðarerindum
og var sagt frá því hjer á sínum
tíma. Hann hefur setið flesta að-
alfundi búnaðarsambandanna og
aðalfund Búnaðarfjelags fslands
og flutt fyrirlestra á bændanáms-
'skeiðum og ferðast um innanlands
til eftirlits og athugunar um bún-
aðarhorfur og framkvæmdir. — f
sambandi við járnbrautarrann-
sóknirnar síðustu samdi hann
skýrslu um möguleika á búnaðar-
bótum á Suðurláglendinu. þá
samdi hann einnig uppkast að
reglugerð um stjórn ræktunar-
mála og um styrk úr ríkissjóði
til jarðyrkju, einnig uppkast að
reglugerð um lánveitingar úr bún-
aðarlánadeildinni, þegar hún var á
döfinni, og uppkast að erindis-
brjefum fyrir ráðunauta Búnað-
arfjelagsins. Hefur núverandi bún
aðarmálastjóri hr. Sigurður Sig-
urðsson reynst hinn athafnasam-
asti og áhugabesti maður. En að
sjálfsögðu er ýmislegt í störfum
fjelagsins enn á tilraunastigi og
um þau deilt nokkuð.
Ymsif aðrir góðir og áhuga-
samir menn starfa einnig í þjón-
ustu Búnaðarfjelagsins. Eru þar
auðvitað fremstir hinir föstu
ráðunautar. Hefur stundum verið
um það talað, að nokkuð mikið af
fje búnaðarfjelagsins, hlutfalls-
lega, færi til þessara ráðunauta,
eða starfs þeirra, eða í annan
stjórnarkostnað. Má vera að svo
sje að sumu leyti, og verður þó
engan vegin hjá því komist að
hafa slíka menn, enda gera þeir
sjálfsagt oft gott gagn. En starf
þeirra getur þó því aðeins komið
að tilætluðum notum, að fje og
Myndin er tekin af Sigurði búnaðarmálastjóra sunnan undir búnaðarfjelagshúsinu við Tjörnina í
Reykjavík og sýnir fulltrúana á Búnaðarþinginu síðasta. Uppi á tröppunum stendur Guðjón Guðlaugsson
þáv. form. Búnaðarfjelagsstjórnarinnar. í aftari röðinni, standandi uppi á steinstjettinni, eru: Tryggvi Þór-
hallsson, Laufási, Guðm. Þorbjarnarson, Stóra-Hofi, Sig. Baldvinsson, Kornsá, Björn Hallsson, Rangá, Sig.
Hlíðar, Akureyri, Magnús Friðriksson, Staðarfelli, Kristinn Guðlaugsson, Núpi. í fremri röðinni eru þessir,
einnig taldir frá tröppunum: Páll Zóphóníasson, Hólum, Magnús Þorláksson, Blikastöðum, Halldór Vilhjálms-
son, Hvanneyri, Jakob H. Líndal, Lækjamóti og Hallgrímur Þórarinsson, Ketilsstöðum.
vmnukraftur sje fyrir hendi í
sveitunum að öðru leyti, til þess
að koma á framkvæmdum sam-
kvæmt leiðbeiningum þeirra. En
nú er þessu ekki svo varið víðast
hvar. Lánskjör landbúnaðarins og
fjárfar hans alt, ekki síst í þeim
sveitum, sem næst eru miðstöðv-
um stórútgerðarinnar, er þannig
varið, að það hamlar framförum
og framkvæmdum búnaðarins, og
gerir það að verkum að áhugi og
atorka þeirra manna, sem vit hafa
cg vilja í þessum efnum, fær ekki
notið sín til fulls. í sambandi við
störf ráðunautanna og fræðslu og
vísindahlið þessara mála í heild
sinni, mætti minna á tillögur þær
sem áður hafa verið settar fram
hjer í blaðinu (í greinum eftir
meistara Vilhjálm þ. Gíslason)
um það að draga búvísindi og hag-
fræði að nokkru undir starfssvið
háskólans og að koma á samstarfi
milli Búnaðarfjelagsins, búnaðar-
skólanna og þjóðfræðadeildarinn-
ar í þeim efnum. Hjer er aðeins
minst á þetta, en nánar geta menn
cf vill, lesið um það í bókinni ís-
lensk þjóðfræði.
Ráðunautar Búnaðarfjelagsins
hafa á þessu síðasta skýrslutíma-
bili verið þessir: Árni G. Eylands,
verkfæraráðunautur. Er hann
einnig' kunnur lesendum Lögrjettu
af greinum sem hann hefur skrif-
að hjer í blaðið. Hann m. a.
tim starfrækslu þúfnabanans. Á
árunum 1921—24 voru unnir með
þúfnabananum á Suðurlandi rúml.
322 hektarar og nam reksturs og
viðhaldskostnaður rúml. 266kr. á
hektara. Með norðlenska þúfna-
Lananum hafa verið unnir 103
hektarar. Er þetta hvorttveggja
talið samsvara rúml. 85 þúsund
dagsverkum, eftir því sem sljett-
ur eru nú metnar til dagsverka.
Af öðrum störfum Á. G. E. má
nefna það, að hann hafði umsjón
með framræslu og undirbúningi
nýbýlalandsins á Mosfells-Víð-
irnum — (grafnir ca 2448 rúmm.)
útvegaði ýms ný verkfæri til
reynslu, svo sem norska ljái, vjel
til að dreifa tilbúnum áburði, vjel
til að þreskja og hreinsa grasfræ
og mel og þúfnahníf. Auk þess
hefur hann útvegað um 40 önnur
verkfæri, svo sem 10 plóga, 21
herfi, 1 sáðvjel, 2 forardreifara
og fleira.
Jarðabótaráðunautur var fyrst
| Valtýr Stefánsson og síðan Stein-
i arr Stefánsson og framkvæmdu
þeir ýmsar athuganir og mæling-
ar til undirbúnings áveitum og
framræslu.
Fóðurræktarráðunautur var Met
usalem Stefánsson, og sömuleiðis
gerði Klemens Kristjánsson gróð-
urathugnair á graslendi, einkum
túnum, Jafnframt kendi hinn fyr-
nefndi á Hvanneyri frá nýári til
vors og ferðaðist um til eftirlits
með gróðurstöðvunum. Gerði M.
St. nú einsog undanfarin ár, ýms-
ar tilraunir með mismunandi á-
burð (búfjáráburð og tilbúinn á-
burð) og áburðarlausa reiti. Eru
þar ýmsar tilraunir merkilegar og
verður sagt greinilegar frá ýmsu
sem að þeim lýtur, seinna. Skal
hjer aðeins minst stuttlega á til-
raunirnar með tilbúinn áburð, sem
M. St. segir að sýni að tilbúni á-
burðurinn gefi meira af sjer en
búfjáráburðurinn og áhrifin komi
öll fram í þá átt í fyrra slætti,
sje fljótvirkari og eigi því betur
við þar sem einslegið sje“. Enn-
fremur má geta um tilraunirnar
með samanburð á haustbreiðslu
og vorbreiðslu með búfjáráburði,
síldannjöli og fiskiúrgangsmjöli.
Keyndist haustbreiðsla betur fyrir
fiskiúrgangsmjölið, en vorbreiðsl-
án fyrir hinar tegundirnar. Höfðu
40 kg. kúamykju reynst jafngilda
2 kg. af síldarmjöli en stendui' þó
fiskiúrgarigsmjölinu að baki, eink-
um við haustbreiðslu. Telur ráðu-
nautur síldarmjölið geta átt vel
við sem áburðarbæti með búfjár-
áburði, þar sem köfnunarefnis-
skortur er, en fiskiúrgangsmjölið
þar sem fosforsýruskortur er.
Báðar kváðu reynast vel í kar-
töflugarða. Ekki má þó borga öllu
meira en 21 eyri fyrir kg. af síld-
armjöli, og 24 fyrir kg. af fiski-
úi'gangsmjöli, til þess að það verði
ekki hlutfalslega dýrari áburður
en kúamykjan. En hún er metin
á 1 eyri kg.
Ýmsar aðrar tilraunir voru einn
ig gerðar um fóðurræktun og
áburð og nokkurir einstakir bænd-
ur fengu sjálfir áburð til meiri-
háttar tilrauna. Em taldir þar til:
Hjörtur Snorrason alþm. í Arnar-
holti, Guðm. ólafsson á Sámsstöð-
um, og Lárus Kjartansson í
Bygðarholti, S.-M.
Garðyrkjuráðunautur e/ Ragn-
ar Ásgeirsson. Veitir hann for-
stöðu garðyrkjudeild gróðrar-
stöðvarinnar í Rvík og gerði þar
ýmsar tilraunir, ferðaðist nokkuð
um til fyrirlestrahalds og hafði 6
vikna garðyrkjunámsskeið, með
7 nem.
Nautgriparæktai' ráðunautur er
Sig. Sigurðsson, sem skrifað hefir
margar greinir hjer í Lögrj. o. v.
Ferðaðist hann víða um, flutti
mörg erindi, hafði námsskeið og
leiðbeindi, gerði mælingar o. fl.
Einnig fór hann til útlanda, og
ferðaðist í 2 mán. um Norðurlönd
til að kynnast umbótum á naut-
peningsrækt.
Hrossa- og sauðfjárræktar ráðu
nautur var Theódór Arnbjarnar-
son og starfaði á sama hátt og
hinn fyrri ráðunauturinn. Árið
1923 flutti hann t. d. 72 fyrir-
lestra.
Um búpeningsræktina og af-
skifti Búnaðarfjel. af henni má
annars geta þessa: Nautgripa-
ræktarfjelögin eru nú 25, með
tæpum 2000 kúm, eða tólftungi af
öllum kúm landsins. Hrossarækt-
unarfjelög eru 13. Störf þeirra
þ.vkja víða hafa farið meira á
tvístringi en hjá nautgriparæktar-
fjelögunum og ekki gott um að
dæma gildi þeirra. En nautgripa-
ræktarfjel. hafa víða reynst vel.
Sauðfjárræktarbú eru aðeins 5.
þau eru til þess ætluð að koma
upp góðu kynbótafje og útbreiða
það. og mættu vera miklu útbreidd
ari en þau eru. Eftirlits- og fóður-
birgðafjelög eru aðeins 6. Ætti
líka að vera meiri áhugi en er,
á þeim málum, því það er rjett,
sem búnaðarmálastjóri segir, að
það, „að tryggja fóðrun búpen-
ings og að fá sem mestar búpen-
ingsafurðir fyrir fóðrið, er grund-
völlur sá, sem búpeningsræktin
byggist á“.
þá er eftir að geta tveggja
ráðunauta, smjörbúaleiðbeinand-
ans frk. önnu Friðriksdóttur og
klakráðunautsins Gísla Árnason-
ar. Smjörbúin eru nú smámsam-
an að rakna úr rotinu aftur. 1921
störfuðu þau 5, en 1924 voru þau
orðin 11. Hefir frk. A. Fr. ferð-
ast milli búanna til eftirlits og
leiðbeininga og m. a. flutt all-
marga fyrirlestra. Sýning á
mjólkurafurðum var einnig hald-
in s. 1. haust, og er fyr frá henni
sagt í Lögrj. — Ýmisl. um klak-
málin er lesendum Lögrj. kunnugt
af greinum þórðar í Svartárkoti.
En G. Á. hefir starfað einkum í
þingeyjarsýslu og í Skagafirði, en
á síðan að ferðast víðar.
Loks má geta þess að Jón Á.
Guðmundsson gerði tilraunir með
ostagerð við Reyki í ölfusi, og
notaði hverahita eingöngu við
ostagerðina. Reksturskostnaður
varð mikill, en ostarnir taldir góð-
ir yfirleitt og seldust vel. Mjög
var verðið þó hækkað oft hjá
kaupmönnum, goudaostur, sem í
heildsölu kostaði kr. 3.10—3.50
kg. var oft seldur út á uppundir
kr. 6.00. Hefir Lögrj. áður skrif-
að um innlenda ostagerð og hvatt
til hennar.
Síðast af störfum Búnaðarfjel.
má svo minna á bændanámsskeið-
in. En þau voru haldin 3 árið
1923 og 7 árið 1924, sótt af 32—
160 manns, samt. 725. Matreiðslu-
og hússtjórnarnámsskeið voru
haldin 8 austanfjalls veturinn
1923—24, undir stjórn frk. Sig-
urbjargar Kristjánsdóttur frá
Múla. Nemendur 70, og námstím-
inn 3 vikur.
þegar athugað er, þó ekki sje
annað en þetta yfirlit um aðal-
störf Búnaðarfjel. og svo mála-
fjöldinn, 62 mál, sem sagt er frá
í síðasta blaði, að lögð hafi verið
fyrir Búnaðarþingið, sjest fljót-
lega hversu mörg og margháttuð
verkefni eru hjer fyrir hendi í
þessum efnum. þess verður held-
ur ekki dulist að helsta úrlausnar-
efnið í verklegum málum næstu
ára hlýtur að verða viðreisn og
efling búnaðarins. það er knýj-
andi nauðsyn að finna fjárhags-
lega færar leiðir til þess að gera
bændum kleift að koma búskap
sínum i það horf, sem nútíminn
heimtar og menningu landsins er
lífsnauðsyn. Mikill hluti leiðbein-
inganna og forustunnar í því
starfi hlýtur eðli sínu samkvæmt
að lenda hjá Búnaðarfjelaginu.
En þegar litið er yfir störf þess
— og búnaðarþingsins nú — geta
menn ekki varist þess, að láta
sjer detta í hug, að störfin sjeu
fullmikið á dreifingi sumstaðar,
málafjöldinn of mikill, afskiftur
of víða, til þess að. geta komið að
verulegum uotum allsstaðar. þar
fyrir er það að sjálfsögðu mikið
starf og þakkarvert sem það hef-
ir unnið og væntanlega ennþá
meira sem það á óunnið, — nú þeg
ar framundan ættu að geta verið
stórfeld framkvæmdaár í ræktun
landsins.
----o----
Kæliskipsnefndin mun nú vera
að ljúka störfum sínum og kvað
hafa klofnað. Eru í meirihlutan-
um E. Nielsen, Halldór þorsteins-
son og C. Proppé, en í minnihlut-
anum Tryggvi þórhallsson og Jón
Árnason.
Húsbruni. í gær brann íbúðar-
hús H. Thorarensen læknis á
Siglufirði, ásamt prentsmiðju,
sem vai' þar í útbyggingu. Lands-
bankinn átti húsið og var það vá-
trygt, og sömul. innanstokksmun-
ir og prentáhöldin eitthvað dálít-
ið. Kviknaði út frá ofni í íbúðar-
húsinu og varð fáu bjargað, og
tjónið sagt talsvert.
Fiskif jelagið hjelt aðalfundi
sinn nýlega hjer í bænum. M. a.
var samþykt að biðja þingið um
50 þús. kr. styrk til þess að gera
út 2 skip til þess að leita fiski-
miða handa Islendingum við Græn
land. Nefnd var kosin til að at-
huga möguleika á aukinni íhlutun
ríkisins um söltun, bræðslu og
útflutning síldai' og síldarafurða.