Lögrétta - 24.06.1925, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
8
Smásöluverd
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
Derby
Norisco
Golden Ploss -
Nr. 555
do.
Clubland
do.
'V” iixc5Llizxg-a.r:
í 10 stk. pk. frá Ph. Morris & Co. Kr. 1.13 pr. 1 pk.
10 — — — sama — 1.13 — 1 —
10 — — — sama — 1.00 — 1 —
10 — — — Ardath Tob. Co. . — 1.32 — 1 —
25 — — — sama — 2.97 — 1 —
10 — — — saina — 1.38 — 1 —
20 — — — sama — 2.50 — 1 —
— — Major Drapkin & Co. — 1.06 — 1 —
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Xjandsverslun íslands.
Greys Large - 10
er mjer sagt, að þeir hafi lagt sig
til jafnaðar á 30 kg. kjöt og 7
kg. mör. Af þeim vænstu þeirra
vóg kroppurinn 34 kg. og mörinn
9 kg.
í Furufirði var slátrað vetur-
gömlum hrút í haust og vóg
kroppurinn 40 kg. og mörinn 9
kg. pykir þetta með afbrygðum
vænt.
Gunnlaugur bóndi Magnússon á
Ási í Strandasýslu fargaði í haust
er leið dilkhrút, og vóg kjötið af
honum 28^4 kg. það hefir verið
óvenjulega vænn dilkur. Sagt er,
að hann hafi lagt sig á 60. kr.
Hjá Jóni Jónssyni á Kvíum í
Jökulfjörðum gerði veturgamall
hrútur á blóðvelli, 36 kg. kropp
og 5 kg. mör. Lagði sig á kr.
87,88. Meðal sláturvigt á vetur-
gömlum sauðum er þar vanalega
24—30 kg. kjöt og 4—7 kg. mör.
Á Hrafnkelsstöðum í Hruna-
mannahreppi vóg í haust 2. vetra
sauður sennilega úr fjárstofni
Helga Haraldssonar búfr., 85 kg.
Hann gerði á blóðvelli 36 1/2 kg.
kjöt, iy% mör og 6 kg. gæru.
Reiknað til verðs, lagði hann sig
á 91 kr. En kroppurinn var reikt-
ur og síðan seldur, og með þv!
verði, sem þá var á hangikjöti
mátti telja, að sauðurinn legði sig
á 115 kr. Hann var undan á frá
Hrafnkelsstöðum, en þingeyskum
hrút.
Á Uppsölum í Selárdal í Arnar-
firði hjá Samúel Jónssyni var
slátursvigt á fje haustið 1922
þessi: Hrútar veturg. 32—33
kg. kroppur og nálægt 41/2 kg-
mör. dilkhrútar, 19—20 kjöt og
best 201/2 kg.
Haustið 1923 var kroppsvigtin
af dilkum 19—21 kg., en af hag-
færingum 16-—171/2 kg. Mörinn
úr dilkunum 2--3 kg. en hagalömb-
únum 11/2—2 kg. Veturgamall
hrútur vóg þá á fæti 79 kg.
Haustið 1924 vógu kroppar af
hrútdilkum 18—20 kg. og hagfær-
ingum 17—181/4 kg. Kvíær vógu
þá um haustið 58 kg., veturgaml-
ar gimbur 56 kg., tvílembings-
lambhrútar og hagfæringar 34—
35 [/■_> kg., einlembingshrútar 38
kg., lambgimbur haggengnar, 34
—36 kg., dilkgimbrar 38—43 kg.
og þær þyngstu 46—47 kg. 0.
s. frv.
Læt jeg hjer staðar numið, og
njóti þeir vel, er hafa gaman af
að lesa þessar línur.
Ritað 31. maí 1925.
Sigurður Sigúrðsson
ráðunautur.
----o----
Hinningarsjóður
i’oria Bjarnasonar, skólastjói-a
í Ólafsdal.
Á fundi, sem nokkrir nemendur
Torfa heitins Bjarnasonar,' skóla-
stjóra í Ólafsvík, hjeldu með sjer
hjer í Reykjavík, hinn 10. þ. m.,
til að ræða um framkvæmdir á
ákvörðun þeirri, er nokkrir af
nemendum hans höfðu tekið við
jarðarför hans (í júlí 1915), um
að stofna minningarsjóð, er beri
nafn hans, vorum vjer undirrit-
aðir kosnir til að koma málefni
þessu í framkvæmd.
. Aðaltilgangur sjóðsins á að
vera sá, að styðja að starfsemi í
sama anda og Torfi heitinn sýndi
í lífsstarfi sínu, sem sje að efla
og styðja íslenskan landbúnað og
íslenska bændamenningu. Er því
tilætlunin sú, að verðlauna, úr
sjóðnum, framúrskarandi dugnað
í búnaði, nýjungar, sem reynast
vel og geta orðið öðrum til fyrir-
myndar og landbúnaðinum til efl-
ingar, o. s. frv.
Nú með því að verkefni sjóðs-
ins verður afar víðtækt, ef hann
á að ná tilgangi sínum, þá er
augljóst, að fje það, sem þegar er
safnað, er svo lítið, að það getur
ekki komið að neinum veruleg-
um notum, fyr en seint og síðar-
meir, nema röggsamlega sje haf-
ist handa um fjársöfnun til sjóðs-
ins sem allra fyrst. Hugmynd
frumkvöðla þessa máls er sú, að
nefndur sjóður geti tekið til
starfa eigi síðar en árið 1938, á
aldarafmæli Torfa heitins.
Samkvæmt framansögðu leyf-
um vjer oss því hjermeð vinsam-
legast að mælast til þess við nem-
endur Torfa heitins, hvar sem
þeir dveljast, þá sem enn eru á
I lífi, að þeir leggi fram sinn skerf
til sjóðsins, hver eftir sínum efn-
í um og ástæðum, og beiti sjer auk
! þess fyrir frekari fjársöfnun hjá
i þeim öðrum, sem þeir álíta lík-
■ lega til að vilja heiðra minningu
Torfa heitins á sama hátt.
Alt fje sem safnast í nefndan
sjóð, sendist meðundirrituðum
formanni nefndarinnar, fyrv.
alþm. Guðjóni Guðlaugssyni,
Reykjavík. þó geta þeir, sem bú-
settir eru í Reykjavík og ná-
grenninu, og sem vilja styðja um-
rætt málefni, snúið sjer til hvers
af oss undirritaðra, sem þeir
kjósa, með framlög sín til sjóðs-
ins.^Sama gildir einnig fyrir þá,
sem annarstaðar eru búsettir, ef
þeir kjósa það frekar en að snúa
sjer til annara stofnenda, þó næi
þeim sje.
Vesturheimsblöðin „Heims-
kringla“ og „Lögberg“ eru vin-
samlegast beðin að taka áskorun
þessa til birtingar.
Reykjavík, 14. júní 1925.
Guðjón Guðlaugsson,
form. nefnd.
Guðm. Bergsson,
Tjarnargötu 14.
Jón Sigurðsson,
Vesturgötu 59.
Jón Jónatansson,
Lindargötu 20b.
Metúsalem Stefánsson,
Grettisgötu 53.
-----o----
Thörvaldsensbasarinn biður þess
getið, að fólk, sem vill selja ís-
lenska handavinnu komi með það
sem allra fyrst, áður en útlendu
ferðamannaskipin koma. það skift
ir þúsundum sem selst slíka daga
þegar útlend skip eru hjer, og
ættu allir að sjá sinn eigin hag í
því að selja sem mest. Eftirspurn
er mikil, jerstaklega eftir falleg-
um úrskornum munum, fínni ull
arvinnu, spónum öskum, ábreið-
um og allskonar útsaumi.
Afhendið munina sem allra
fyrst!
verða að gera, og það er skiljan-
legt. En þá ætti hitt líka að vera
eins skiljanlegt, að þeir geta ekki
fengið fjeð, eða verða að bíða, og
það kemur oft fyrir. það er mjer
óhætt að segja, að allar umsóknir
eru rækilega athugaðar og born-
ar nákvæmlega saman hver við
aðra og veitingin gerð eftir bestu
samvisku. En ekkert er svo full-
komið, að ekki megi að finna,
eins og kunnugt er.
Tvenns vil j eg enn geta í þessu
máli. Sumar umsóknir eru svo
stuttal (3—4 línur) og illa úr
garði -gerðar, að þeim er undir
eins vikið til hliðar. Umsækjend-
ur ættu þó að vita eða geta skil-
ið, að þess konar umsóknir eru
óboðlegar og rjett út í bláinn.
Við sem í stjórn erum verðum að
fá nokkra vitneskju um, hver um-
sækjandinn er, hvernig hagur
hans er og til hvers hann vill
fá fje. Ilitt er það, að allar um-
sóknir eiga helst að vera á
dönsku. Fjórir (af fimm) í stjórn-
inni skilja ekki íslensku, þó að
þeir ef til vill geti rámað í mein-
inguna. það er því ekki einungis
ónærgætni að rita á máli sem þeir
ekki skilja, heldur líka umsækj-
endum sjálfum til lítils hagnaðar.
Hitt gerir ekkei-t til þó danskan
á umsókn sje ekki fullkomin. þess
konar umsóknir hafa komið
nokkrar og aldrei orðið til baga.
það má auðvitað segja, að um-
sóknir verða ekki takmarkaðar,
því fæstir umsækjendur vita hver-
ir af öðrum. En þessar línur ættu
að gera umsækjendum skiljanlegt,
að það er lífs ómögulegt að bæn-
heyra alla. þær eiga líka að vera
nokkurs konar opið svarbrjef til
þeirra manna, sem hafa skrifað
injer sjerstaklega um styrk-
beiðslur og ekki fengið.
Khöfn, í maí 1925.
Finnur Jónsson.
——o-----
Vsnar sauðkindur.
Nokkrir kunningjar mínir úr
þeim bygðarlögum landsins, þar
sem sauðfje er að jafnaði vænt,
hafa bæði fyr og síðar skrifað
mjer um vænleik einstakra kinda,
bæði á fæti og blóðvelli, og er
jeg þeim þakklátur fyrir það. —
þessar upplýsingar voru á sínum
tíma birtar í „Frey4', en nú í 2
ár hefir það orðið í undandrætti
hjá mjer að geta um þessar væn-
leiksskepnur. í þetta sinn ætla
jeg að minnast á fáein dæmi, og
biðja „Lögrjettu“ fyrir þau.
töku fyr en á síðustu stundu. Svo
voru Norðmennirnir sjálfir. Voru
þetta ritstjórar eða starfsmenn
við ýms höfuðblöð landanna og
smærri blöð. Aðalforustumaður
mótsins var Schelderup guð-
fræðisdoktor og ritari Norræna-
fjelagsins í Noregi, ungur maður,
ötull og alúðlegur, og svo Schát-
zer blaðamaður, sem ekki síst vai
okkur útlendingum innanhandar,
og ávalt hinn fjörugasti og ljúf-
mannlegasti, 0g hafði þó eril all-
mikinn. Mótið var annars undir-
búið af Norræna fjelaginu og
blaðafjelögpnum í Osló.
Fyrsta daginn hafði Blaða-
mannafjelagið móttökuveitslu og
um kvöldið var sýning í þjóðleik-
húsinu — en að öðru leyti ekki
aðhafst. En næsta dag hófust
störfin fyrir alvöru, og setti þá
mótið form. Norræna fjelagsins,
iiæstarjettarassessor Hagerup
Bull.
Á mótinu voru fluttir alls 16
fyrirlestrar um ýmisleg norsk
efni og höfðu fengist til þess fyr-
irlestrahalds ýmsir af helstu
mönnum landsins, hver á sínu
sviði. Um stjórnmálin töluðu t. d.
Mowinckel forsætisráðherra, um
vinstri flokkinn, Kellbye ríkisráð,
um bændaflokkinn, Christensen
Haustið 1923 var fje alment
vænt og skarst vel. þá voru 8
sauðir á fæti í Skálavík vestra,
hjá Ólafi bónda Ólafssyni að
meðaltali 74 kg. Meðalvigt á kjöt-
kropnum voru 35 kg. og mör 8V4
kg. Sauðirnir voru flestir þriggja
vetra. þrem sauðum tveggja
vetra var og slátrað og vóg kjötið
til jafnaðar 35 kg., en mör 71/2 kg.
Sami maður fargaði 3. vetra
hrút haustið 1921, og lagði hann
sig á 45 kg. full og 8 kg. mör.
Á Dröngum á Ströndum var
haustið 1923, fargað 3 hrútum 2.
vetra. þeir vógu á fæti, 95 kg.,
90 >/2 kg. og 90 kg. Sá fyrsti lagði
sig á 44 kg. kjöt og 914 kg. mör,
sá næsti var með 42l/> kg. kropp
og 6 kg. mör og sá þriðji gerði
38 kg. kjöt og 5 kg. mör. Tveim
sauðum tvævetrum var og farg-
að og gerði annar þeirra 381/2 kg.
kjöt og 10 kg. mör., en hinn 36
kg. kjöt og 9 kg. mör. — Sauður
2. vetra, sem settur var á, vóg
þetta sama haust 92 kg. og ann-
ar veturgamall 69 kg.
t Ófeigsfirði var fargað vetur-
gömlum sauð, og vóg kroppurinn
35 kg. og mörinn 71/Ó kg.
Hjá Ólafi bónda Bergsveinssyni
í Ilvallátrum á Breiðafirði var
haustið 1923 meðalvigt á dilka-
kroppum 18(4 kg. og gærum 31/2
kg. og var þetta hið besta það
haust, er gerist þar um slóðir.
Meðalvigt að niðurlagi á 25
kindum veturgömlum var 24 kg.
kjöt og 5 kg. mör. Af 4 hrútum
veturgömlum vóg sá vænsti 911/2
kg. á fæti, en hinn rýrasti 75 kg.
Iljá Skúla bónda Bergsveins-
syni í Skáleyjum á Breiðafirði
var meðalvigt á 20 gimbrum,
59(4 kg. Sú þyngsta af þeim vóg
671/2 kg. þetta þykir óvenjulega
góð vigt á veturgömlum gimbrum
þar vestra.
Geta má þess um leið, að fjeð
þar í eyjunum á Breiðafirði geng-
ur ekki í þeim að sumrinu, en
er flutt í land og hefst við í góðu
fjárlandi.
Haustið 1924 reyndist fje til
niðurlags nokkuð misjafnt. Á
Vesturlandi mun það þó hafa
verið í góðu meðallagi og sum-
staðar betur.
Frá Hjöllum í Gufudalssveit
vógu 2 kroppar af hrútdilkum,
24 kg. hver, og er það sjaldgæfur
vænleiki. Enda er fje Júlíusar
bónda á Hjöllum með því lang-
vænsta er gerist þar í sveit.
Víð sláturhúsið í Króksfjarðar-
nesi lögðu allmargir dilkhrútar
sig kringum 20 kg. kjöt og fáeinir
með 22kg. kropp.
Á Stað í Grunnavík var fargað
uokkrum hrútum veturgömlum og
fylkismaður um hægri flokkinn og
Edv. Bull prófessor um kommun-
ismann. Um norskar listir talaði
Jens Thiis, um norskar bókment-
ir prófessor Francis Bull, um
þjóðernishreyfinguna í Noregi
prófessor Paasche, um norska
blaðamensku Hammer ritstjóri,
um iðnað og iðnaðarmál J. Throne
Ilolst, um norsk útvegsmál dr.
Worm-Kuller, um norskan þjóðar-
hag Gunnar Jahn framkv.stjóri,
en um fjármál Rygg framkv.stj.,
um bæja- og sveitastjórnarmál-
efni Einar Lie, um stjóraskipu-
lag Noregs prófessor Mikael H.
Lie og um bannmálið Ragnar
Vogt prófessor. Má af þessu sjá
að fyrirlestrarefnin voru fjöl-
breytt og girnileg til fróðleiks
flest. Á eftir fyrirlestrunum voru
svo oft einskonar samtalsfundir,
og margs spurt eða deilt um mál-
in til og frá. Kom það ekki síst
fram á eftir erindi Bull’s, „bol-
sjevíka-prófessorsins“. þá voru
skemtanir nokkrar og sýningar,
skoðað listasafnið, þjóðminjasafn-
ið á Bygdö, vinnustofa og safn
Vigelands myndhöggvara, og Ose-
berg-víkingaskipið. Einnig var
farið í bifreiðum til þess að skoða
landbúnaðarháskólann í Ási og
fossavirkjunina við Solberg-Mörk-
foss. Ennfremur var svo skoðað
alt hátt og lágt hjá flestum höf-
uðblöðunum, Tidens Tegn, Aften-
posten, Morgenposten og Norges
handels og sjöfartstidende. Buðu
ritstjórnirnar svo á eftir til mál-
tíða og var þar gleðskapur góður,
ræður haldnar eins og g-engur og
gerist og skrafað margt. I veitsl-
unni, sem Morgenposten hjelt í
samkomusal frímúrara-hússins,
var t. d. talað margt í ræðum
um norræna blaðamensku, eðli
hennar og áhrif. Er Morgenpost-
en utarrflokka í stjórnmálaerjum,
en sagður eitthvert útbreiddasta
blaðið og vinsælasta meðal al-
mennings. Hjelt formælandi
þeirra Dananna, sem líka var frá
f j öllesnu utanflokkablaði, um
þetta alllangan pistil, fjörugan og
skarpan. Kvað hann svo að orði,
að af þessu mættu menn marka
það, að víða væru menn orðnir
leiðir á flokkaþrefinu og jaginu,
hlutdrægninni og ósannindunum,
og væri það gleðilegt tímanna
teikn ef því gæti farið fram enn-
þá meira en orðið væri, að ein-
mitt þau blöðin væru útbreiddust
og metin mest, sem kostuðu
kapps um það fyrst og fremst að
segja frá sem flestu því sem
gildi hefði til þreks og þroska, og
segja frá því satt og rólega, en
aðlaðandi, án tillits til þess hvort
það kæmi vel eða illa þessari eða
hinni klíku-kreddunni.
Að síðustu er svo að geta þess,
að næstsíðasta kveldið hafði ut-
anríkis- og foi-sætisráðherrann,
Mowinckel, boð inni fyrir móts-
mennina. Voru þar einnig sendi-
herrar norrænu þjóðanna í Oslo,
og ýmsir aðrir, s. s. nokkrir rit-
stjórar og fulltrúar blaðafjelag-
anna, t. d. Grini ritstj. „fag“blaðs
blaðamana og ritari blaðeigenda
fjel. 0. m. fl. Síðasta kvöldið bauð
bæjarstjórnin í Oslo einnig til
veitslu á Frognesæteren undir for-
sæti With bankastjóra og „ord-
förer“ Oslo-bæjar. Voru báðar
þessar veitslur hinar prýðilegustu
og skemtilegustu, ræður haldnar
og gleðskapur ýmislegur. Áður.
hafði charge d’affaire^Dana og
tslendinga í Oslo einnig tekið á
móti þátttakendunum í sendi-
sveitarbústaðnum. Var jeg þá
ekki kominn, en hitti hann seinna
í veitslu forsætisráðherrans. Er
hann allkunnugur ýmsum íslensk-
um málum og áhugasamur um
þau.
Hinu eiginlega blaðamannamóti
lauk um kvöldið þann 27., með
veitslu bæjarstjórnarinnar og dá-
lítilli samkomu, sem við höfðum
með þeim dr. Sckjelerup og
Schötzer Var þeim þar þökkuð
forusta mótsins og leiðbeiningar
og færð til ofurlítilla minja blóm
og fánar fjögurra aðkomuþjóð-
anna með nöfnum þátttakenda,
hverrar þjóðar flokkur í síns
lands fána. Höfðu þeir tveir ekki
síst átt þátt í því, hversu vel
ánægðir allir þátttakendumir
voru með mótið og hversu vel, og
þó frjálslega, þeim notaðist tím-
inn.
En þegar mótinu var lokið fóru
margir okkar í ferðalag, sem
Reiseforeningen svonefnda hafði
boðið til og undirbúið. Var Lampe
framkvæmdastjóri fjelagsins og
Overland ritstjóri, varaform. þess,
í þessari ferð, söngur, gamansemi
einnig með 1 förinni og fleiri Norð
menn, þ. á m. einn sem mjög
hjelt uppi gleðskap, Gjesdal bíaða-
maður. Var farið á járnbraut,
bifreiðum og skipum frá Oslo til
Aandalsness, Molde, Eidsöra, Sunn
dalsöra og Opdals og þaðan aftur
til Oslo. Var oft glatt á hjalla
og gáski annarsvegar, en hinsveg-
ar rætt og deilt um mörg efni
í þjóðmálum og bókmentum, sjer-
staklega, og oft allhvasslega, þó í
bróðerni væri. Var ferð þessi öll