Lögrétta - 22.09.1925, Qupperneq 2
2
LÖGKJETTA
um byrjað og athuga möguleiJka
þess að koma í framkvæmd þeim
tillögum sem hjer er um að ræða
og ef til vill undirbúa annað
heimsþing. En einkum og sjer í
lagi á hún að sjá fyrir því: að
áfram verði brotin til mergjar
hið erfiða úrlausnarefni sem við
höfum stundað, að haldið verði
áfram sjálfsuppeldi okkar og
kirkna okkar, en það sjáifsuppeldi
verði grundvöllur atbeina okkar
og framkvæmda. Mættum við ekki
vænta þess, að fyrir síaukin kynni
og samvinnu kristinna manna af
öllum þjóðum, í einum og sama
anda, gæti eining okkar í Kristi
orðið æ augljósari heiminum í lífi
og starfi?
14) Látum okkur ekki glpyma
því hversu meira er undir komið
hinni innri einingu en hinni ytri,
það er í þeim skilningi, sem við
nálgumst hinn krossfesta, eins og
við líka nálgumst hver annan. það
var nauðsynlegt. að hinn góði hirð-
irinn dó, til þess að safna saman
guðs bömum. En það er líf hins
upprisna sem er von heimsins.
Hans, sem uppfylt getur alt það,
sem við biðjulh eða hugsum, eftir
krafti þeim, sem í okkur verkar.
Hans verði dýrðin í Jesú Kristi
alla daga frá eilífð til eilífðar.
Amen.
Síðustu fregnir.
Símfregn frá 17. þ. m. sagði,
að hemaðurinn í Marokkó væri
stöðvaður vegna rigninga, og
hjeldi þeim áfram, mundi árás
Frakka og Spánverja ekki koma
þeim nema að hálfu gagni. Síðari
fregn segir, að landgöngulið flot-
ans sje í hættu, vegna óveðurs,
hafi ekki komist á land nægilega
mikið af skotfærum nje matvör-
um, og Riffar sæki ákaft fram
gegn landgönguliðinu.
Frá Genf er símað, að Tyrkir,
sem heima éigi í Mosulhjeraðinu
hafi ráðist á kristna menn þar af
mikilli grimd og geti það haft al~
varlegar afleiðingar. Segja Bretar,
að Tyrkir hafi flutt 800 kristna
menn úr Mosulhjeraði, drepið
suma, en haldí öðmm í þrældómi.
það er sagt að franskir her-
menn skili nú af sjer til Banda-
ríkjasendiherrans í París heiðurs-
peningum þeim, sem þeir hlutu frá
herstjóm Bandaríkjanna á ófrið-
arárunum, og eigi þetta að vera
gert til mótmæla gegn kröfuhörku
Bandaríkj amanna nú í skulda-
máladeilunum.
í Sjantunghjeraði í Kína hafa
vatnavextir gert stórtjón . á 50
Smásöluverd
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
"V indlar.
Yrurac-Bat frá A. M. Hirschsprung & Sönner Kr. 19.85 pr. >/2 ks.
Fiona — sama 24.15 — >/i —
Rencurrel — sama — 24.45 — V* —
Cassilda — sama — 22.45 — V* —
Punch — sama — 23.60 — V* —
La Valentina — sama — 22.15 — V* —
Vasco de Gama — sama — 22.45 — l/2 —
Excepcionales — sama — 28.75 — V, —
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Xiandsverslun íslands.
Þar sem það er fyrirsjáanlegt að neðantaldar bækur seljast upp á
mjög skömmum tfma, en verðið alt of lágt miðað við núverandi fram-
leiðslukostnað, sömuleiðis ef það er borið saman við verð á öðrum bök-
um, jafnvel þó niðursett sje, hækkar verð þeirra sem hjer segir:
Stjórnarbót eftir Guðm. Finnbogason (flytur merkilegar tillögur
um breytingar á stjórnarfyrirkomulagi og varðar alla alþjóð) 4,00,
verður kr. 5,00, innb. 6,00, verður kr. 7,00.
Undir Helgahnúk eftir Halldór Kiljan Laxness (þann höfund-
inn, sem mest veður stendur um nú; í þessari bók er hann skáldið,
sem stendur fyrir utan og ofan allar - dægurdeilur), 6,00, verður kr.
8,00, innb. 8,00, verður kr. 9,00.
Vestan úr Qörðum eftir Guðm. G. Hagalín (hann mun vera að
ná hvað mestri alþýðuhylli af yngri höf.), 6,00, verður kr. 7,00, innb.
8,00, verður kr. 9,00.
Vísnakver Fornólfs (sígilt listaverk eftir hinn nýlátna fræðiþul
dr. Jón Þorkelsson), innb. 7,50, verður 8,50.
Verðhækkun þessi gengur f gildi um næstkomaadi áramót, á þvf sem
þá kann að verða óselt af þeim. Þangað til geta menn fengið þær með
hinu upprunalega lága verði hjá hvaða bóksala sem er eða beint frá
Bókav. Ársæls Árnasonar
Reykjavík.
ferkílóm. svæði. Mörg þorp hafa
farið íf kaf í vatni, 3000 menn
druknað, hús og eignir eyðilagst
og hungursneyð fyrirsjáanleg.
Lundúnafregn segir að miklar
gullæðar sjeu fundnar í Austur-
Asíu.
Kínverjar í Moskvu reyndu ný-
lega að myrða sendiherra Japana
þar í borginni, en tilraunin mis-
tókst og voru Kínverjamir hand-
samaðir.
Noregsbanki hefir nú lækkað
vexti niður í 5%.
----o-----
Norrænu fjelögin hjeldu árlegan
fulltrúafund sinn í Svíþjóð síð-
ustu dagana í ágúst. Fundinn
sóttu 5 fulltrúar frá Danmörku,
Svíþjóð og Noregi hverju um sig,
3 frá Finnlandi, sem er nýkomið |
í sambandið og 1 frá íslandi,
Vilhj. þ. Gíslason. En formenn
hinna sendinefndanna voru Micha-
el Koefoed frá Danmörku, Hager-
up-Bull hæstarjettar-assessor frá
Noregi, Stenroth öldungaráðsmað-
ur frá Finnlandi og Fryxell
stjórnarráðsforseti frá Svíþjóð og
var hann forseti fundarins.
Fundimir vora haldnir í einni
stjómarbyggingunni í Stokkhólmi
og á barónssetrinu Adelsnás, hjá
Adelswárd fríherra. Á fundinum
vora rædd ýms mál sem fjelagið
varðar eða norræna samvinnu og
skýrslur gefnar um störfin á síð-
asta árinu. Meðal þeirra má geta
um bókaútgáfu ýmsa, þ. a. m.
bækur á norsku um íslensk efni,
og ýmiskonar námsskeið. En þau
hafa á síðustu árum verið haldin
17 að tilhlutun fjelaganna og ver-
ið fjölsótt og vel af þeim látið.
En íslendingar standa verst að
vígi allra Norðurlandaþjóðanna til
að taka þátt í þeim og hafa því
verið þar fremur fáir. Ennfremur
var rætt um samvinnu milli há-
skólanna, skifti á kennurum og
stúdentum o. sl., um ýmsa sam-
vinnu á sviði norrænnar löggjaf-
ar og loks áðallega um ýms skóla-
og uppeldismál. Flutti Bergqvist
stjórnarráðsforstjóri erindi um
þau, og var síðan skipuð nefnd til
að athuga þau sjerstaklega og í
hana Clausen lektor, magister An-
tell, Kellbye rektor, Bergqvist
stjórnarráðsforstjóri og Vilhj. p.
Gíslason, og verður síðar sagt frá
tillögum hennar. Loks var rætt
um samnorræna ferð til íslands
1926, en ekki er fullráðið hvort
úr henni verður. Ákveðið var að
halda næsta fulltrúafund í Nor-
egi.
Loks er ástæða til þess áð benda
sjerstaklega á tímarit þessara fje-
laga, sem nú var einnig rætt um,
Nordisk tidsskrift (Letter-
stedska). Tvö fyrstu árshefti þess
koma framvagis út sem „Árbók“
fjelaganna og ýmislegt efni,
sem þau snertir, kemur framveg-
is í því. Að öðru leyti verður það
óbreytt og undir ritstjórn Her-
litz dócents. Hefir það verið talið
eitt af bestu tímaritum Norður-
landa og má benda ísl. bókasöfn-
um og lestrarfjelögum á það, því
hjer hefir það verið lítið keypt
(nema af Landsbókasafninu og
nokkrum öðram).
-----o----
Frá Færeyjum. Stauning for-
sætisráðherra Dana hefir um tíma
verið í Færeyjum, til þess að
kynna sjer-ástandið þar. Enn er
mikið rætt um það í dönskum
blöðum.hvortgera eigi færeysku að
kenslumáli í skólum Færeyinga,
eins og frú Nina Bang hefir boð-
ið, og mun núverandi stjóm láta
þing Færeyinga einrátt um það
mál.
Sæsíminn slitnaði sunnan við
Færeyjar síðastl. föstudag, svo að
útlend skeyti hafa síðustu daga
farið loftleiðina.
Hallgrímur Jónasson, en ekki
Jónsson, átti að standa undir
greininni „Á Hellisheiði" í síðasta
blaði, og er höfundurinn H. J.
kennari í Vestmannaeyjum.
Sigurður Eggerz bankastjóri er
nýkominn heim úr eftirlitsferð til
útbúa bankans. Hann hjelt stjórn-
málafund á Akureyri, sem hafði
verið vel sóttur. M. a. talaði hann
Hefnrðu keypt
V rsrit Fræðaíjelagsins
og safu |iess um íslainl
og íslendinga?
Scnglög
eftir Jón' Laxdal
Verð kr. 3,50. Fást í
Bókaversl. Þorst. Gíslasonar
Veltusundi 3.
Hjartanlega þakka jeg öllum
þeim mörgu Vestmanneyingum,
sem í þrengingum mínum, við frá-
fall mannsins míns sál., Kára Sig-
urðssonar, hafa sýnt mjer hlut-
tekningu og veitt mjer hjálp og
sterkan stuðnig með höfðingleg-
um gjöfum. — Góður guð launi
öllum mínum velgjörendum.
Vestmannaeyjum 1. sept. 1925.
þórunn Pálsdóttir
Presthúsum.. .
Tannlækningar.
Tanngervi, tannaðgerðir og
tannskeytingar.
Jón Jónsson, læknir
Ingólfsstræti 9. — Kl. 10—3 dagl.
þar um gengismálið og vildi láta
ísl. krónuna fara hækkandi smátt
og smátt.
Jónas Gíslason kaupmaður á
Fáskrúðsfirði er hjer staddur.
Ný smjörlíkisgerð er tekin til
starfa á ísafirði. Framkv.stjóri er
Elías J. Pálsson kaupm.
Sýning á smjöri, skyri, mjólk
og ostum er nú opin hjá Búnaðar-
fjel. Islands og var opnuð síðast-
liðinn föstudag. Tilgangurinn er,
að stuðla að aukinni og sem vand-
aðastri gerð smjörs, skyrs og osta.
Vörur eru sýndar þarna frá mörg-
um rjómabúum, frá Hvanneyri og
frá niðursuðuverksmiðjunni Mjöll
í Borgarfirði. Vöramar era til
sölu á sýningarstaðnum. Láta
menn vel yfir sýningarvörunum.
Dómendur við sýninguna eru: frk.
Anna Friðriksdóttir, Halldór Vil-
Hjálmsson skólastjóri og Grönfelt
verksmiðjustjóri.
Slys. Laugardagskvöldið 12.þ.m.
rákust á tveir vjelbátar á Ólafs-
firði. Var Rögnvaldur kaupmaður
Gíslason á öðrum og beið bana við
áreksturinn.
----o----
Prentsmiðjan Acta.
V. Hugo: VESALINGARNIR.
hann mundi finna eitthvert trje eða heystakk, sem hann
gæti leitað skjóls undir. Hann gekk áfram um stund, nið-
urlútur. þegar hann varð var við, að hann var kominn
fjarri öllum mannahíbýlum, leit hann upp og horfði gaum-
gæfilega umhverfis sig. Hann var staddur á akri; fram
undan honum var lágur hóll, þakinn kornstönglastúfum,
sem líktist rökuðu höfði, eftir uppskeruna. Himininn var
kolsvartur; það var ekki eingöngu næturmyrkrið, heldur
voru lág ský um allan himininn og virtust þau hvíla á
hæðunum. Ofurlítið ljós var samt eftir beint uppi í loft-
inu og um það leyti, sem tunglið kom upp, var hvít ljós-
hvelfing af skýjum á háhimninum og fjell ljósglæta það-
an ofan á jörðina. Jörðin var þá bjartari en himininn og
leit því nokkuð dráugslega út, og hólinn, fátæklegan og
ljótan, bar hátt við dökkan sjóndeildarhringinn. Alt út-
sýnið var draugslegt og ljótt, sorglegt og dimt. Ekki var
nema eitt trje á akrinum og hólnum, örskamt frá mann-
inum, og skalf það og titraði fyrir vindinum.
Bersýnilegt var, að því fór fjarri að þessi maður
hefði það tilfinninga- og gáfnafar, sem hefir glögt auga
fyrir því sem dularfult er við náttúruna, en samt var him-
ininn, hóllinn, sljettan og trjeð svo óumræðilega eyðilegt,
að maðurinn sneri, eftir nokkurra augnablika umhugsun,
út á veginn aftur. þau augnablik koma fyrir, er náttúran
virðist óvinveitt. ,
Hann fór sömu leið aftur og hann hafði komið. Nú
hafði hliðum Digneborgar verið lokað. Bærinn, sem varð
fyrir umsát í trúarbragðastyrjöldunum, var ennþá, árið
1815, girtur gömlum múrveggjum, sem varðir vora af
ferhyrndum turnum, en síðan hafa þeir verið rifnir niður.
Hann komst inn í borgina, gegnum rifu á múmum.
Klukkan var um átta að kvöldi. Hann gekk beint af
augum, því hann þ«kti ekki götumar. Hann gekk fram
hjá amtmannshúsinu og prestaskólanum. þegar hann fór
yfir kirkjutorgið, steytti hann hnefann á móti kirkjunni.
Prentsmiðja er við homið á torginu; þar voru fyrst prent-
uð ávörp keisarans og keisaravarðarins til hersins, sem
fiutt höfðu verið frá Elbu og Napoleon hafði sjálfur sam-
ið. Maðurinn lagðist niður á steinbekk fyrir framan þessa
prentsmiðju, með því að hann var yfirkominn af þreytu
og hafði ekki neina von um neitt betra.
I sömu andránni kom gömul kona út úr kirkjunni.
Hún sá manninn liggja þama í myrkrinu og mælti: „Hvað
erað þjer að gera þama, vinur minn?“ — „Eins og þjer
sjáið, kona góð, er jeg að leggja mig fyrir“, svaraði hann
hranalega og gremjulega. þessi góða kona, sem vissulega
átti skilið það nafri, var R. greifafrú. „Á þessum bekk?“
spurði hún. „I nítján ár hefi jeg legið á trjefleti“, sagði
maðurinn; „í kvöld ligg jeg á steini“. — „Hafið þjer ver-
ið hermaður?“ — „Já, kona góð, hermaður“. — „Af hverju
farið þjer ekki til veitingahússins?" — „Af því jeg hefi
enga peninga“. — „því miður hefi jeg ekki nema fjórar
súur í buddunni minni“. — „þjer getið gefið mjer þær,
það er betra en ekkert“. — Maðurinn tók við peningunum
og frú R. hjelt áfram: „þjer getið ekki fengið gistingu á
veitingahúsinu fyrir svo lítið. En hafið þjer reynt það?
Ekki getið þjer verið svona í alla nótt. Yður hlýtur að
vera kalt og þjer erað svangur. þeir hljóta að hýsa yður
af mannúð“. — „Jeg hefi barið alstaðar að dyram“. —
„Jæja?“ — „Jeg hefi alstaðar verið rekinn út“. — „Góða
konan“ tók í handlegg mannsins og benti honum á lítið
lágt hús, hinumegin við torgið, við hliðina á biskupshöll-
inni. „Er það áreiðanlegt að þjer hafið barið alstaðar að
dyrum?“ spurði hún. — „Já“. — „Hafið þjer barið að
þessum dyram þama?“ — „Nei“. — „Gerið þjer það‘.
þetta kvöld sat biskupinn í Digne lengi í stofu sinni,
eftir göngu sína um borgina. Hann var önnum kafinn við
sitt mikla verk um skylduna, sem honum því miður vanst
ekki tími til að Ijúka við. Hann liðaði nákvæmlega sundur
alt það, sem kirkjufeðumir og aðrir lærðir menn höfðu
sagt um þetta alvarlega efni. Bók hans var skift í tvo
hluta: í fyrsta lagi, skyldur allra; í öðra lagi, skyldur
hvers einstaks manns, samkvæmt lífsstöðu hans. Skyldur
allra manna era aðalskyldumar. Matteus guðspjallamaður
telur þær vera fjórar: skyldan við guð (Matt. VI.);
skyldan við okkur sjálfa (Matt. V„ 29., 30.); skyldan við
náungann (Matt. VII., 12.); og skyldan við dýrin (Matt.
VI., 20., 25.). Að því er kom til hinna skyldnanna, fann
biskupinn þeim lýst alstaðar; skyldum þjóðhöfðingja og
þegna í brjefinu til Rómverja; yfirvalda, eiginkvenna,
mæðra og unglinga í Pjetursbrjefunum; eiginmanna,
feðra, bama og hjúa í brjefinu til Efesusmanna; hins
trygga í brjefinu til Hebrea; og skyldum ungra meyja í
brjefinu til Korintumanna. þessum fyrirmælum safnaði
hann með mfkilli fyrirhöfn saman í samfelda heild, sem
hann ætlaði öðrum mönnum að hafa gagn af.
Klukkan átta var hann enn að vinna, þegar jómfrú
Magloire kom inn eins og hún var vön, til þess að sækja
silfurborðbúnaðinn í skápinn við rúmið. Biskupinn lokaði
bókinni, eftir eitt augnablik, og fór inn í borðstofuna, því
að hann þóttist vita, að lokið hefði verið við að leggja á
borðið og hjelt að systir hans biði ef til vill eftir honum.
Borðstofan var aflangt herbergi og ofn í því. Götu-
dyrnar sneru, eins og vjer höfum áður sagt frá, út að
götunni og gluggarnir út að garðinum.
Jómfrú Magloire var rjett að ljúka við að leggja á
borðið. Hún var að tala við ungfrú Baptistine, meðan hún
var að raða á borðinu. Lampinn stóð á borðinu, sem var
rjett hjá ofninum, sem skíðlogaði í. Ekki er erfitt að gera
sjer í hugarlund, hvernig þessar tvær konur litu út, sem
báðar vora komnar yfir sextugt. Jómfrú Magloire lítil,
digur og snör í hreyfingum; ungfrú Baptistine blíðleg,
grönn og veikbygð, ögn hærri en bróðir hennar, í brún-
um silkikjól — brúnn litur var í tísku árið 1806 og þá
hafði hún keypt hann í París, og hann entist ennþá. Ef
jeg má viðhafa talshátt, sem hefir þann kost að hann seg-
ir það í einu orði, sem annars væri varla hægt að segja
á heilli blaðsíðu, vildi jeg segja, að jómfrú Magloire leit
út eins og bóndakona en ungfrú Baptistine eins og dama.
Jómfrú Magloire hafði hvíta línhúfu á höfðinu, kross með
gullhjarta á um hálsinn, og var það eini kven-skartgrip-