Lögrétta


Lögrétta - 15.12.1925, Qupperneq 2

Lögrétta - 15.12.1925, Qupperneq 2
2 LÖGRJISTTA Smásöluverð má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: "V" ixrcileLr. Carmen Phönix Opera La Traviata Aspasia PliÁrriY A trá Kreyns & Co — sama — sama — sama QUIYt n Kr. 20.15 pr. ‘/,, ks. — 6.05 - V* ~ — 19.55 — V* “ — 16.40 — V. — — 16.10 — V2 — — 19.00 — Vs — do. B. — sama do. C. — sama — 20.70 — »/* “ Lucky Charm — sarna - 8.90 - »/i ~ Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Landsverslon íslands. Merkileg' bók um Armeníumenn. Rithöfundurinn 'Áge Meyer Benedictsen, sem mörgum íslend- ingum er að góðu kunnur frá ferðum sínum hjer á landi og ó- eigingjörnu starfi sínu í þágu Dansk-íslenska fjelagsins, hefir á þessu hausti prenta látið ágætt rit, sem vafalítið mun vekja mikla og maklega eftirtekt. Nefnist rit- ið:„Armenien. Et Folks Liv og kamp gennem to Aartusinder" Er ritið yfir 20 arkir í stóru broti með fjölda ágætra mynda og hið skrautlegasta að öllum frá- gangi. En útgáfu ritsins hefir kostað fjelag það er nefnist „De danske Armeniervenner“. Var það stofnað nálægt síðustu aldamót- um og hefir að markmiði það eitt, að vekja samúð góðra manna með þessari örpíndu smáþjóð, Armen- mmönnum, sem harðast hafa ver- ið leiknir allra smáþjóða síðasta mannsaldurinn og þúsundum sam- an verið sumpart brytjaðir niður og sumpart flæmdir úr landi af Tyrkjum. Vill fjelag þetta, og önnur samskonar í öðrum löndum, reyna að hafa þau áhrif á almenn- ingsálitið, að stjómendur hinna kristnu ríkja geti ekki lengur lok- að augum sínum fyrir skyldunni, sem hvílir á kristnum heimi til þess að rjetta hag þessarar að- þrengdu og þjökuðu þjóðar. Fyrir 30 árum eða svo var Ar- menía öllum þorra manna um Vesturlönd lítið annað en land- fræðilegt hugtak. Um nokkura verulega þekkingu á landinu eða íbúum þess var ekki að ræða. Fyrst þá er blóð Armeníumanna tók að „hrópa í himininn", fór hinn siðmentaði heimur Vestur- landa, að veita þeim lítilsháttar eftirtekt og eins og ranka við sjer um skyldur gagnvart þessum kristna þjóðflokki, sem margra alda kúgun, látlausar ofsóknir og grimmúðlegar misþyrmingar höfðu ekki getað unnið bug á til fulls. En það hefir löngum reynst erfitt að vekja samúð almennings með þeim, sem hann þekkir ekki nema rjett að nafninu. því að þótt allir verði að kannast við, að Ar- meníumenn hafi verið grimmilega leiknir og það ekki síst nú á síð- ustu árum, meðan heimsstyrjöld- in geisaði, þá kunna margir að hugsa, að ekki sje loku fyrir það skotið, að þeir eigi einhverja sök á þessu sjálfir, svo að jafnvel Tyrkjanum geti verið nokkur af- sökun, þótt hann breyti harð- neskjulega við þá. Og þegar menn sjá það samúðarleysi, sem þjóða- bandalagið hefir sýnt Armeníu- mönnum, er ekki furða þótt slíkar hugsanir nái festu hjá mörgum, sem ekki hafa kynt sjer þessi efni sjerstaklega. Sá er nú meðfram aðaltilgang- ur þessarar merkilegu bókar Meyer Benedictsens, að sýna og sanna hve saklausir Armeningar sjeu af því, að hafa framið nokk- uð það, er rjettlætt geti hina ómannúðlegu meðferð, sem þeir hafa, bæði í fortíð og nútíð, sætt af hálfu „yfirdrotna“ sinna. það eitt hafa þeir til saka unnið, að þeir öldum saman hafa barist fyrir þjóðlegum tilvistarrjetti sín- um og reynt að varðveita þjóð- erni sitt og kristna trú sína, þótt þeir yrðu að leggja alt í sölurnar fyrir það. Höfundur rits þessa mun vera einn þeirra manna, sem á Norður- löndum verða fyrstir til að rjúfa þögnina um þessa hartleiknu og sárþjökuðu þjóð og að eggja kristnar þjóðir Vesturlanda lög- eggjun um að taka í taumana. Höf. hefir lifandi samúð með smá- þjóðunum meðal þjóðanna, sjer- staklega þeim, sem hafa átt í vök að verjast fyrir hinum meiri mátt- ar um viðurkenningu á sjálfstæði sínu og tilvistarrjetti sem þjóð. Og samúð höfundarins með hinni ermsku þjóð er því eðlilegri og djúpsettari, sem hann hefir um lengri tíma sjálfur dvalist þar austur frá, þar sem hún hefir háð langa og stranga lífsbaráttu sína, og eignast við það betri skil- yrði fyrir fullum skilningi á lífi hennar, en þeir sem einvörðungu þekkja það af sögusögn annara. því er þá ekki heldur að neita, að Armeningar hafa eignast heit- an og einlægan málsvara, þar sem höfundurinn er. það sýnir best þetta nýj a rit hans sem hj er ræðir um. það er í senn sóknar- og varnarskjal, ritað af djúptækri þekkingu, mikilli mælsku og ein- lægri samúð. Höf. þekkir, að því er virðist, til hlítar allan lífsferil þessarar þjóðar frá upphafi. Hann hefir gert sjer alt far um að skilja hana, bæði lífemishætti hennar og hugsunarhátt, bæði tímanlegt og andlegt líf hennar, óskir hennar og áhugaefni. Hjer er sögð saga hennar um tuttugu aldir eða svo langt aftur í tím- ann, sem komist verður. Og höf. hefir lag á að segja frá þessu öllu svo, að það verður sem lifandi mynd íyrir augum þess, er les. Lifandi og heit samúð höfundar- ins með þjóðinni, sem á hverri blaðsíðu skín fram, getur ekki annað en fengið á lesendurna, svo að þeir hljóta að sampínast hinum örþjáða lýð í öllu hans stríði og í öllum hörmungunum, sem yfir hann dynja. Jeg býst ekki við, að þeir verði margir, er annars unna sögulegum fróðleik, sem geti lagt þessa bók frá sjer án þess að lesa hana á enda, ef þeir hafa á annað borð byrjað á henni. Svo fór að minsta kosti þeim, er þetta ritar. Verð þessarar skrautlegu bókar — kr. 6,50 — er svo lágt, að þess munu fá, ef nokkur, dæmi nú á tímum um jafn stóra bók og vand- aða að öllum frágangi. Hún á auð- sjáanlega ekki að vera neitt gróða- fyrirtæki hjá „Armeníuvinunum dönsku“. Aðalatriðið fyrir þeim er það eitt, að bókin fái sem mesta útbreiðslu og verði til þess að auka Armeníumönnum samúð allra þeirra sem bókina lesa og hafa hjartað á rjettum stað. Væri óskandi, að þeim tilgangi yrði náð. Bókin á það í alla staði skilið svo ágæt sem hún er. Dr. J. H. ----o---- Trúlofuð eru ólafur Pálsson skólastjóri frá Heiði í Mýrdal og ungfrú Jóhanna Jónsdóttir fra Eyri við Isafjarðardjúp. Mannf jöldi á Islandi. Samkv. út- reikningum Hagstofunnar hefir mannfjöldi hjer á landi í árslok 1924 verið 98,370. í Reykjavík 20,657, á Akureyri 2,906, í Vestm.- eyjum 2,841, í Hafnarfirði 2,692, á ísafirði 2,158, á Seyðisfirði 927. ----o---- Tíllög-ur til breytinga á núgildandi sveitar- stjórnarlögum, samþyktar af hreppsnefndinni í Staðarsveit, 20. nóv. 1925. 1. í stað 8. gr. sveitarstjórnar- laga 10. nóv. 1905 — sem þegar hefir verið feld úr gildi með lög- um 30. júlí 1909 —, komi 1. gr. í nýnefndum lögum, með þessari viðbót: „Nú hefir maður mist kosning- airjett og kjörgengi sökum þess, að hann hefir þegið sveitarstyrk eða er á sveitarframfæri að ein- hverju eða öllu leyti fyrir sig eða skyldulið sitt, og er þá hlutað- eigandi bæjarstjórn eða hrepps- nefnd heimilt að veita honum rjett þennan, ef þess er óskað og henni þykir maðurinn þess verð- ugur“. 2. Sem viðbót milli 32. og 33. gr. komi ný grein svohljóðandi: „Hreppsnefndir í sveitum og bæjarstjórnir í kaupstöðum hafa eftirlit með innflutningi fólks í bygðarlög sín, hvort sem er um fjölskyldur eða einhleypinga að ræða. Enginn sá, er flytur sig búferlum eða vistferlum getur eignast löglegt ársheimili, nema til þess komi samþykki sveitar- stjórnar þeirrar eða bæjarstjórn- ar, er hlut á að máli. — Undan- þegnir þessu ákvæði eru þó allir embættismenn ríkisins og starfs- menn, er hin æðsta stjóm lands- ins veitir embætti eða störf. — Nú flytur maður sig búferlum eða vistferlum í sveit eða kaup- stað og hefir eigi fengið aðset- ursleyfi samkvæmt ákvæðum laga þessara. Getur þá hlutaðeigandi hreppsnefnd eða bæjarstjóm veitt honum leyfið, þótt um það sje sótt eftir að flutningur er um garð genginn, enda skal leyfi þetta að jafnaði veitt, nema miklar lík- ur þyki til, að hlutaðeigandi eða fylgilið hans verði sveitar- eða bæjarfjelaginu til þyngsla, eða honum fylgi sjerstakir annmark- ar, svo sem hættulegir sjúkdóm- ar, drykkjuskaparlöstur, eða ann- að það, er telst hafa spillandi áhrif á fólk alment. Synji hrepps- nefnd eða bæjarstjóm manni um heimilisleyfi og flytji hann samt í bygðarlagið, skal sá, er honum veitir heimilisvist, sæta sektum 100—300 kr., er renna í sveitar- sjóð, þar er hann tekur sjer að- setur. — Slík dvöl, þótt árlöng sje, veitir engum framfærslu- rjett“. 3. Næst á eftir þessari grein komi enn ný grein (á undan nú- verandi 33. gr.) svohljóðandi: „Hreppsnefndir hafa eftirlit með því, hver í sínum hreppi, að jarðir sjeu eigi að nauðsynjalausu lagðar í eyði. Engum er því heim- ilt að leggja jörð í eyði eða leigja hana öðrum til afnota án sjer- ábúðar, nema því að eins, að til þess komi samþykki hreppsnefnd- arinnar. Brot gegn þessu ákvæði varða sektum, er samsvari 1. árið 10 kr. fyrir hvert hundrað í land- verði jarðarinnar, en sje brotið ítrekað áfram, hækki sektirnar um 5 kr. fyrir hvert jarðarhundr- að á ári. Sektirnar renni í sveit- arsjóð hlutaðeigandi hrepps og hafa lögtaksrjett sem sveitarút- svör“. 4. Sem viðbót við 36. gr. komi: „Nú stundar utansveitarmaður heyskap í sveit, þar er hann á eigi lögheimil,i og er þá hrepps- nefnd í þeim hreppi heimilt að leggja á hann sveitarútsvar, ef heyskapurinn nemur 100 hestum eða meira, er svari alt að 5% af andvirði heysins að frádregnu slægjugjaldi. Verðið skal miðað við algengt heyverð í þeirri sveit þar sem heyskapurinn er rekinn“. 5. 1 stað núverandi 48. gr. komi þessi grein: „Oddviti skal hafa að launum um árið 3 kr. fyrir hvem fullan tug hreppsbúa. þó mega laun hans eigi nema meiru en 200 kr. og eigi minnu en 100 kr. — þókn- un þessi greiðist úr sveitarsjóði“. 6. 1 stað núverandi 77. gr. komi þessi grein: „Ekkert gjald eða fjárframlag má greiða úr sýslusjóði, nema heimild sje fyrir því í lögum, eða það sje samþykt af 2/s allrar sýslunefndarinnar“. V. Hugo: VESALINGARNIR. mánuð eftir mánuð. Árið var naumast liðið, þegar Then- ardier sagði: „það er skárri rausnin hjá henni! Hvað ímyndar hún sjer að sjö frankar dugi mikið?“ Og hann skrifaði og heimtaði tólf. Móðirin, sem hjelt að barninu liði vel að öllu leyti, varð að sætta sig við þetta og sendi tólf franka. Sumir menn geta ekki elskað neinn, án þess að hata aðra. Frú Thenardier elskaði telpurnar sínar tvær afar heitt, og af því leiddi að hún hafði andstygð á ókunnu telpunni. Hversu lítið sem fór fyrir Cosette, þá fanst henni ávalt sem hún væri fyrir dætrunum, að hún di'ægi að sjer það loft, sem þær ættu í raun og veru. Kona þessi átti, eins og margir þesskonar kvenmenn, ákveðna upphæð af ástúðaratlotum og hlutfallslega mikið af barsmíð og skömmum, sem hún varð að losa sig við á hverjum degi. Hefði hún ekki haft Cosette, er engin vafi á því, að henn- ar eigin telpur hefðu fengið alt saman, hversu vænt sem henni þótti um þær, en þessi aðkomutelpa gerði þeim þann greiða að taka alla barsmíðina á sig. Hennar eigin telpur fengu eingöngu ástúðina. Cosetta mátti ekki hreyfa sig án þess að rigndi yfir hana harðneskjulegum og óverðskuld- uðum refsingum. Blíðleg, veik vera, sem hvorki hafði hug- mynd um heiminn eða guð, sem varð fyrir látlausúm refs- ingum, skömmum og barsmíðum, og hafði við hlið sjer tvær smáverur, eins og hún var sjálf, og þeirra líf var eins og bjartasti morgunroði! Epanine og Azelma urðu vondar við Cosette af því að frú Thenardier var það. Börn á þeim aldri eru eingöngu eftirlíkingar móðurinnar. Stærðin er önnur, það er allur munurinn. Eitt ár leið, og annað til. Fólkið í þorpinu sagði: „Thenardiershjónin eru verulega góðsöm. þau eru ekki rík, en samt ala þau upp barn, sem skilið hefir verið eftir hjá þeim“. það hjelt, að móðir Cosette hefði gleymt henni. En nú hafði Thenardier, hamingjan má vita á hvení hátt, komist að því, að bamið væri að líkindum óskilgetið, og að móðirin gæti ekki kannast við það, og heimtaði hann þessvegna þegar fimtán franka á mánuði; jafnframt ljet hann þess getið, að „unginn“ færi stækkandi og „æti“ mjög mikið og hótaði að senda henni hann. „Jeg ræð henni til að gera mig ekki reiðan“, sagði hann, „því að þá fleygi jeg krakkanum hennar inn í alla launungina. Jeg vil að upphæðin verði hækkuð“. Móðirin greiddi þessa fimtán franka. Barnið óx ár frá ári og eymd þess sömuleiðis. Meðan Cosette var mjög lítil, varð hún að bera yfirsjónir hinna bamanna, hún varð vinnustúlka á heimilinu áður en hún varð fimm ára. Fimm ára, segja menn, það er ótrúlegt! Já, en samt er það satt. þjáningamar, sem koma fyrir í mannfj elaginu, geta byrjað á hvaða aldri sem vera skal. Cosette var höfð í sendiferðum, látin sópa herbergin, garð- inn og götuna, þvo upp, og jafnvel bera þungar þyrðar. Thenardier leit svo á, sem hann hefði enn meiri rjett til þess að fara svona með hana fyrir þá sök, að móðirin, sem átti altaf heima í Montreuil-sur-Mer, var farin að van- rækja greiðsluna; hún var orðin nokkrum mánuðum á eftir tímanum. Ef þessi móðir hefði komið til Montfermeil eftir þessi þrjú ár, mundi hún ekki hafa þekt barnið sitt aftur. Cos- ette, sem var falleg og blómleg þegar hún kom í þetta hús, var nú mögur og guggin. Hún var altaf undarlega óróleg. „Lymska“, sagði Thenardier. Órjettlætið, sem hún varð fyrir, gerði hana skapstygga, og eymdin gerði hana Ijóta. Hún hafði ennþá einungis fallegu augun eftir, sem gerðu menn angraða, því sorgin virtist meiri í þeim fyrir þá sök, að þau voru svo stór. það var hörmungarsjón að sjá á vetrardegi þetta vesalings barn, sem var ekki ennþá orðið sex ára að aldri, fyrir dögun, skjálfandi af kulda í tötrun- um, sem hún klæddist, sópa götuna með feiknastórum sóp í litlum, rauðum höndunum og með tár í stórum augunum. þorpsbúar kölluðu hana lævirkjann. Alþýðan, sem er mikið gefin fyrir að nota líkingar, hafði haft gaman af að nefna þessa litlu veru þessu nafni — hún var ekki stærri.en fugl, titrandi, hrædd og skjálfandi af kulda eins og fugl, fór fyrst á fætur af öllum í húsinu og þorpinu, út á göt- una eða engið fyrir dögun. En vesalings lævirkinn söng aldrei. Fimta bók: Ofan brekkuna. En hvað var annars orðið af þessari móður, sem virt- ist hafa yfirgefið barnið sitt, eftir því sem menn sögðu í Montfermeil? Hún hafði haldið áfram eftir að hún hafði skilið Cosette eftir hjá Thenardier, og komst loks til Montreuil- sur-Mer. þetta var, eins og menn munu minnast, árið 1818. Fantina hafði farið úr hjeraðinu fyrir einum áratug. Montreuil-sur-Mer hafði breytst mikið að útliti frá þeim tíma. Meðan Fantina hafði smátt og smátt sokkið dýpra og dýpra í eymdina, hafði fæðingarbæ hennar farið fram. Tvö síðustu árin hafði sá atburður gerst í iðnaðin- um, sem hlýtur að valda mikilsverðum áhrifum í slíkum smábæ. Sjerstakur iðnaður hafði verið rekinn í Montreuil- sur-Mer frá fornu fari, og var hann í því fólginn, að líkja eftir enskum steinkolavörum og svörtum þýskum glervör- um. Iðnaður þessi hafði gengið erfiðlega sökum dýrleika efnisins, og hafði það áhrif á vinnulaunin. Feiknarleg bylting hafði átt sjer stað við vinnuna á þessum „svörtu vörum“ þegar Fantina kom til bæjarins. 1 lok ársins 1815 hafði maður, sem enginn þekti, setst að í bænum og dottið í hug að nota harpeis í stað gúmmílakks, og auk þess að binda liðina í armböndum saman á miklu auðveldari hátt en áður hafði tíðkast, þar sem þeir höfðu verið kveiktir saman. þessi litla breyting hafði valdið því, að útgjöldin fyrir hrávöru höfðu minkað afarmikið, og var þá í fyrsta lagi hægt að hækka vinnulaunin, í öðru lagi að bæta vör- una og í þriðja lagi að selja ódýrara, jafnframt því sem tekjur verksmiðj ueigandans ukust. Uppgötvarinn að þessu varð ríkur maður á þremur árum, og er það í sjálfu sjer gott, og hafði auk þess gert alla umhverfis sig sæmilega

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.