Lögrétta


Lögrétta - 19.01.1926, Qupperneq 1

Lögrétta - 19.01.1926, Qupperneq 1
[nnheimta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjóri borsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. XXI. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 19. janúar 1926. 4. tbl. I Sigurður Jónsson fyrv. ráðherra anír og stetnu samvinnuí'jelag- Um víða veröld. Síðustu fregnir. Berlínarfregn frá 14. jan. segir, að Hindenburg forseti hafi fal- ið Lúther að mynda stjóm á ný. Hafði forsetinn áður skorað á jafnaðarmannaflokkinn að eiga þátt í stjómarmynduninni. En svo verður ekki, segir símfregnin. Síðari fregn segir, að Luther hafi tekist stjómarmyndunin og sje nýja ráðuneytið algert miðflokka- ráðuneyti. Stresemann er áfram utanríkisráðherra. Atvinnuleysi er nú sagt svo mikið í Berlín, að 20. hver maður í borginni hefi ekkert að gera. Fregn frá Moskvu segir, að stjórnin hafi ákveðið, að eiga þátt í undirbúningsfundi um af- vopnunarmálið í næsta mánuði. Fregn frá Washington segir, að senator Borah, formaður utanrík- ismálanefndar senatsins,. sje and- stæður þeim tilgangi Coolidge forseta, að Bandaríkin taki þátt í hinum fasta dómstóli þjóða- bandalangsins. Lundúnafregn segir, að námu- málið sje enn komið þar á dag- skrá og hafi bæði námaeigendur og verkamenn komið fram með tillögur um það. Námaeigendur segja lífsnauðsyn að lengja vinnutímann, en verkamenn halda fram þjóðnýtingu. Málið verður mesta deilumál í Englandi fyrst um sinn, segir fregnin. 1 Wilbarton í Bandaríkjunum fjellu saman göng í kolanámu og urðu yfir 100 menn þar innilukt- ir. 8 náðust með lífi, en um 100 fórust. 20 skip lágu 15. þ. m. innifros- in í Finskaflóa, flest rússnesk, og sögð í töluverðri hættu. Matvæli voru flutt til þeirra á flugvjelum. Hafa miklir kuldar verið víða um Norðurálfu nú að undanfömu. 1 Póllandi hafa úlfar orðið nær- göngulir mönnum og ráðist á fólk. Hafa þeir jafnvel ætt inn í borgir. I Norður-ltalíu hefur verið mikil vetrarharka og snjóþyngsli. Frostið sumstaðar um 20 st. og hefur víða haft alvarlegar afleið- ingar. þjóðabandalagið hefur gengist fyrir að koma upp stofnun til þess að styðja sambönd og sam- vinnu milli vísindamanna og lista- manna um allan heim. Fregn frá Washington segir, að bindindismannafulltrúinn P. Johnson sje nýkominn heim til Evrópu og segi að bannið þar hafi ekki haft þann árangur sem við hafi verið búist. í Ameríku segir hann að bannlögin hafi gert meira tjón en gagn. þingmaður einn í Bandaríkjunum hefur ver- ið dæmdur í tveggja ára fang- elsi fyrir bannlagabrot. Noregsbanki hefur hækkað for- vexti úr 5 í 6%. — þýski ríkis- bankinn hefur lækkað forvexti úr 9 í 8%. Franski jafnaðarmannaflokkur- inn hefur ákveðið að taka ekki þátt í stjórnarmyndun nema hann fái að ráða vali meiri hluta ráð- herranna. Um árás þá, sem ræningjar gerðu á jámbrautarlest í Mexíkó, sem getið var um í síðasta blaði, segja síðari fregnir, að hún hafi verið framin af mikilli grimd. Ræningjarnir skutu á fólkið, sem var í lestinni, skáru sumt á háls, kyrktu aðra eða börðu til dauða. andaSiit aS heTmTiT slnu, Tcsta- felli, 16. þ. m., nær 74 ára gam- all, fæddur 28. jan. 1852 á Litlu- strönd við Mývatn. Var hann þingeyskur að ætt, bróðir sjera Árna, sem lengi var prestur á Skútustöðum, en síðast á Hólm- um í Reyðarfirði. 1888 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni, Kristbjörgu Marteinsdóttur frá Bjarnastöðum í Bárðardal, og árið eftir fóru þau að búa á Ytstafellí og bjuggu þar til þess er Sigurð- ur varð atvinnumálaráðherra og fluttist til Reykjavíkur, í ársbyrj- un 1917. Búa nú tveir synir þeirra á Ytstafelli, Jón og Marteinn, en þriðji bróðirinn er við guðfræði3- nám. þrjár dætur eiga þau einnig á lífi: Guðbjörgu, gifta Jóni Páls- syni á Stóruvöllum í Bárðardal, Hólmfríði, gifta Stefáni Tryggva- syni á Arndísarstöðum, og Krist- ínu, símamey hjer í Rvík. Sigurður var af góðu bergi brotinn, gáfumaður og merkis- maður í mörgum greinum. Lengst um æfinnar var aðalstarf hans bundið við búskaparstörf og hjer- aðsmál, einkum snertandi sam- vinnufjelagsskap þingeyinga. En á síðari árum varð starfsvið hans víðtækara. Hann var nokkur ár ritstjóri Tímarits samvinnufjelag- anna og á þeim árum fór hann fyrirlestraferðir víða um land til þess að kynna almenningi hugs- Síðan flýðu þeir burt á eimreið- inni. Herlið var sent út til þess að handsama þá og fjellu margir ræningjanna, en hinir voru hand- teknir. Parísarfregn segir, að vísinda- fjelagið þar hafi lýst yfir, að læknar tveir hafi fundið serum, sem verji menn fyrir stífkrampa. ----o—— Frú Stefanía Guðmundsdóttir leikkona andaðist 1 Kaupmanna- höfn 16. þ. m., hafði legið þar á sjúkrahúsi frá því seint í sumar í gallsteinaveiki og var skorin upp, en dó nokkrum dögum eftir uppskurðinn. Hún var tæplega fimtug að aldri, faedd 1876. anna. Var hann bæði vel ritfær maður og vel máli farinn. Við fyrsta landkjörið, sumarið 1916, var hann efstur á lista nýmynd- aðs flokks, sem nefndi sig: óháða bændur, til aðgreiningar frá Bændaflokknum, sem þá var á Al- þingi. Náði hann kosningu, en hafði ekki á þingi setið áður. Hann hafði verið Heimastjórnar- maður, en nú var hin eldri flokka- skifting farin að riðlast, og er Jón Magnússon myndaði fyrstu þrí- menningastjórnina á Alþingi í árs- byrjun 1917, var Sigurður tekinn í ráðuneytið sem fulltrúi nýs Bændaflokks, sem þá myndaðist í þinginu og hefur síðan haldist þar og er það Framsóknarflokkurinn. Sigurður var þá hálfsjötugur að aldri og kominn á afturfararskeið. Hlaut hann, eins og gengur, bæði lof og last í ráðherrastöðunni. En að eðlisfari var hann samvitsku- samur maður og vildi alt vel gera. Hann gegndi ráðherrastörfum rúm 3 ár, eða fram á árið 1920, er Pjetur Jónsson frá Gautlöndum tók við atvinnumálaráðherraem- bættinu. En Sigurður sat á öllum þingum frá 1917 og fram til þessa. Skömmu fyrir andlát sitt hafði hann sagt af sjer 'þing- mensku vegna heilsuleysis, og hafði hann legið veikur frá því á síðastl. sumri. Frú Stefanía er hjer öllum kunn fyrir leiklist sína og sakna henn- ar margir. Verður hennar bráð- lega nánar minst hjer í blaðinu. Frú Steinunn Jónsdóttir, móð- ir frú þorbj. Jensen, konu Thors Jensen, framkvæmdarstjóra, and- aðist á heimili dóttur sinnar og tengdasonar 17. þ. m., 92 ára gömul, fædd 11. okt. 1883 á Bergs- holti í Staðarsveit, en bjó lengi með manni sínum, Kristjáni Sig- urðssyni í Hraunhöfn í Staðar- sveit. Dætur hennar eru þær frú Steinunn, ekkja Alberts þórðar- sonar bankaritara, og frú þor- björg Jensen, en 3 syni á hún á lífi, alla búsetta vestan hafs. -,.-....0—r. Brjef til embættismanna ríkisins. Síðastl. sumar sendi jeg brjef til allflestra embættismanna rík- isins, þar sem jeg bað þá um álit þeirra um hve nauðsynleg þeir teldu bamaheimili fyrir vanrækt böm hjer á landi, og hafa margir endursent mjer fyrirspumarbrjef þessi, og er jeg þeim þakklátur; en þó eru þeir fleiri, sem enn ekki hafa gjört það, og er mjer það bagalegt mjög, því jeg bjóst við að jeg með þessari aðferð gæti fengið ábyggilegar upplýs- ingar, yfir land alt, um þörf slíkra heimila eða reglubundins starfs í þá átt að útvega ábyggi- lega dvalarstaði fyrir slík böm i sveit, ef þau reyndust ekki fleiri en það nægði. Fyrir lok maímánaðar þyrfti jeg endilega að vera búinn að ía brjefin aftur frá þeim, sem vildu veita rnjer slíkar upplýsmg- ar, til þess að jeg fái tíma til að vinna úr þeim og gjöra til- lögur mínar á næstu prestastefnu í þessu máli. Sjálfum finst mjer þetta svo þ.ýðingarmikið spursmál, og það ekki síður eftir að hafa fengið svör nokkurra, að jeg vonast fastlega eftir, að fá brjefin endur- send með sem greinilegustum svörum og helst greinilegii en spurningarnar gefa tilefni til, sjerstaklega frá skólastjórum bai-naskóla í kauptúnum, sem munu þekkja börnin þar best, og frá hjeraðslæknum, sem mjög oft vita manna best hvar skórinn kreppir að, þegar um vanrækt börn er að ræða, Að allir prestar hafi endursent mjer fyrirspurnarbrjef mín fyrir lok maímánaðar treysti jeg fast- lega, þareð jeg er að afla slíkra upplýsinga fyrir þá og í þeirra nafni. Skyldi einhver ekki telja þetta mál þess virði að eyða 20 aurum í frímerki undir svar sitt, sem jeg naumast geri þó ráð fyr- ir, má senda mjer það ófrímerkt og mun jeg leysa það út, aðeins að jeg fái sem flest og greini- legust svör. Hafi einhverjir glatað brjefi mínu eða ekki fengið það, en jeg heldi, að jeg hafi sent öllum prestum, sýslumönnum, hjeraðs- læknum og skólastjórum fyrir- spurnir þessar og auk þess all- mörgum embættismönnum, þá væri mjer þó kært — máske enn kærara — að þeir sendu mjer nokkrar línur með áliti sitt um þetta mál, bæði um þörf á eftir- liti með uppeldi bama, fremur en nú er, bamaheimili og yfir höfuð um það er mestu máli skiftir hjer. Treysti jeg og bið alla góða menn, að þeir láti mjer ekki bregðast vonir mínar um góð og gegn svör, upplýsingar og álit þeirra í tæka tíð. Vinsamlegast Guðm. Einarsson þingvöllum. „Tíminn“ og „Vörður“ og helst sem flest blöð em vinsamlega beðin að birta brjef þetta. ----o----- Gunnlaugur Ólafsson, umsjón- armaður Fríkirkjunnar, er nýdá- inn, fjell út af bíl síðastl. laugar- dag og meiddist svo, að það leiddi hann til bana. Hann var gamall og góður borgari hjer í bænum. Borg-in eilífa örfáar ferðaminningar. Eftir Gunnar Ámason frá Skútustöðum. I. Róm! það er eitt af töfranöfn- unum, sem lykur upp æfintýra- heimum fyrir hverjum sem nefnir það, og öllum sem heyra það. Ung- ir og gamlir um allan heim þekkja vald þess, vita að það fær einna viðkvæmustu og hljómþýðustu strengi til að titra og veitir þeim hverja hugsýnina af annari. það vekur í einu dýran draum og sterka þrá eftir að lifa hann. Vera má að þessi máttur nafnsins skýr- ist ekki betur en með viðumefn- inu „borgin eilífa“. það er óneit- anlega það mesta stómefni, sem hægt er að hugsa sjer á nokkrum bæ, og samt finst vafalaust eng- um að Róm kafni undir því nafni. Hitt er víst, að menn telja það sannmæli sinn á hvem veginn.Einn af því að hann veit að þar eru enn rústir og menjar hámenning- ar heiðninnar, sem þar bar feg- urstu blómin. Annar sakir þess, að þar eru sköpuð og verða ætíð flest ódauðleg listaverk síðari alda. þriðji vegna þess, að þar finst honum hin heilaga Jerúsalem vera komin á jörðu niður. Sumir — og það er allur hávaðinn — telja alt þetta og meira til. það er því engin furða, þótt menn dreymi Róm löngum um æf- ina, og ferðist þangað oftar í hug- anum en til nokkurs annars staðar á jörðinni, fyrir utan átthagana Og ólíklegt er að margir sjái í aurana til að komast þangað, ef þeir ætla sjer það kleift á nokk- urn hátt. En hitt ætti öllum að vera líka fullljóst, að það er ekki nóg að skjótast sem snöggvast inn fyrir múra borgarinnar eilífu. þeir hafa minst af henni sjeð, þótt þeir hafi gengið um hana nokkra daga. Jafnvel fyrir þeim, sem hafa verið í henni misserum og árum saman hefur hún síður en svo opinberað alla dýrð sína og leyndardóma. Sje það satt, sem frægur maður sagði um London, að enginn þekti hana þótt hann hefði verið í henni alla æfina, þá er það enn sannara um Róm. Hana þekkir enginn fyr en hann hefir lifað alla fortíð hennar, sem nær nokkrar aldir aftar í tímann en tímabil vort, jafnvel í anda, og nútíðina, og meira að segja reynt að rekja framtíðarfræði hennar. Skyldi nokkrum takast það alt, þótt hann lifði manna lengst. það væri heldur ekki nægilegt, hann yrði líka að læra að meta rjett alla listafjársjóði hennar, og þó eru margir þeirra einir sjer ærin nóg andans þraut fullgildum með- almönnum á því sviði. þessvegna lifa fæstir það, að sjá nema eins og skuggann af dýrð „borgarinn- ar eilífu“. En það er líka meira en lítið. Nú skilst, að þótt jeg hafi borið gæfu til að líta Róm með eigin augum og dvelja þar nokkra daga, þá get jeg hvorki nje reyni til að lýsa henni að nokkru ráði. Jeg ryfja aðeins upp nokkrar sólfagr- ar minningar, leik mjer við að draga upp nokkrar myndir sem jeg sjálfur ann og ætla að öðrum sjeu kærar. Og er þó vandsjeð hvort mjer tekst að gera þær skýrar. Eins verð jeg líka að drepa við og við á sögu Rómaborgar,

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.