Lögrétta


Lögrétta - 13.04.1926, Síða 1

Lögrétta - 13.04.1926, Síða 1
[nnheimta og afgreiðsla í Veltusundi 8 Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjór* Þorstelnn Oíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. ftejkjayfk, þriðjudagiun 13. apríi 1926. 16. tbl. I£. Með síðustu skipum. hafa komið töluverðar birgðir af allskonar vefnaðarvörum og meira kemur með næstu skipum. — Verðið 1 æ k k a ð að mun og eldri birgðir að sama skapi. Meðal annars hafa komið: Cachemir sjöl, tvílit sjöl, Káputau, Gardinutau, Cheviot í drengja- og karlaföt, egta indigo lituð, 2 nýjar tegundir af frönsku klæði, sérlega fallegar og vandaðar, Kjólatau, Morgunkjólatau, Nærfatnaður kvenna úr allskonar efni, Kven-, barna- og karlasokkai-, mikið úrval, Borðdúkar, Dívanteppi, Húsgagnatau, Rekkjuvoðirnar góðu. Feikna úrval af allskonar Fóðurtauum, Tvisttauum, Oxfords, Ljereftum, þ. á. m. egta Hörljereft frá 2.20, Flúnel o. s. frv. Gjörið svo vel að athuga verð og vörugæði Verslunin Björn Kristjánsson. Um víða verðld. Síðustu fregnir. Mússolíni lagði á stað í för til Afríku snemma í þessum mánuði og var viðbúnaður mikill til þess að gera förina sem hátíðlegasta og voru í henni 16 herskip. Er. rjett áður var honum sýnt til- ræði, skotið á hann, sem þó hafði ekki annan árangur en þann, að hann skeindist lítið eitt á nefi. Var það ensk aðalskona, sem skaut, og lítur út fyrir að hún sje geggjuð. Kveðst hún hafa ætlað að skjóta páfann líka og hafa fengið skipun frá æðra heimi um, að vinna þessi verk. — En Afríku- för Mússólíni er sögð standa i sambandi við hugsun hans um ný- lenduvinninga. Hann hafði nýlega sagt í ræðu, að framtíð Italíu væri á hafinu og skoraði jafnframt á landa sína, að fylgja sjer til sig- urs. óeirðir urðu nýlega í Feneyj- um og sló í bardaga milli ame- rískra sjómanna og Fascista og særðust margir. Byltingarhreyfing er sögð í Grikklandi og mögnuðust í Salo- niki. Hefur flotinn verið sendur þangað til þess að skerast í leik- inn. Nýlega var gerð tilraun til þess að myrða innanríkisráðherra Rússa, og liggur hann særður á sjúkrahúsi. T vikunni fyrir páskana urðu óeirðir í Indlandi milli Hindúa og Múhameðstrúannanna. Börðust þeir á götunum í Kalkútta og eyði- lögðu kirkjur og musteri hvorir fyrir öðrum. óeirðirnar voru stöðvaðar með hervaldi. Helstu menn meðal Rússa þeirra, sem landflótta eru, sitja nú á fundi í París og bera saman ráð sín um samtök til þess að koma ráðstjórninni á knje og breyta stjórnskipulagi Rússlands. Um 400 manns kvað vera á fund- inum. Floti Breta hefur verið aukinn um 82 skip á síðustu 4 árum. 1 Frakklandi er nú farið að safna fje handa ríkinu með al- mennum gjafasamskotum, til þess að greiða innanlandsskuldirnar og rjetta við gengi frankans. Fjár- lagafi’v. stjórnarinnar var loks samþykt af báðum þingdeildum snemma í þessum mánuði. Abd-el-Krim hefur boðið óvin- um sínum á friðarfund í næstu viku og hafa þeir samþykt að koma þar. 12. þ. mán. segir fregn frá Moskvu, að afskaplegir land- skjálftar og eldgos sjeu á Kam- sjatka. Vatnsflóð hefur gert stórskaða i Bagdad. Þingtíðindi. 8. umræðu fjárlaganna verður lokið í dag í Nd. og hefur hún staðið yfir 4 daga. Annars hafa lengstar og hvassastar umræður orðið um tillögu frá Jónasi Jóns- syni, sem fram var borin í Sam. þingi um vöndun á vali á trúnað- armönnum landsins erlendis. Höfðu á nokkrum þingmálafund- um verið samþyktar áskoranir, sem fóru í þá átt, og var, eftir allmikið þjark milli flutnings- manns og ýmsra þingmanna, sam- þykt hvohljóðandi rökstudd dag- skrá frá Jak. Möller: „Með því að Alþingi telur óþarft að bera fram ályktun um jafn sjálfsögð atriði og tillagan ræðir um, og að það beri að skoða sem óskráð lög, að vanda sem best val á trúnaðar- mönnum landsins, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá“. Fossavirkjun á Vestfjörðum. Fjái'hagsnefnd Nd. flytur frv. um, að atvinnumálaráðherra fái heimild til að veita hlutafjelög- unum Dansk-íslandsk Anlægssel- skab í Kaupmannahöfn og Islands Salt- og kemiske Fabrikker í Revkjavík sjerleyfi til virkjunar Dynjandisár og annara fallvatna í Arnarfirði, en þar til eru nefnd- ar þessar ár: Svíná, Mjólkurám- ar og Hofsá. Orkuver ráðgerir frumv. að reist sje í Arnarfirði og iðjuver í önundarfirði til málmbræðslu, leirbrenslu, salt- pjetursvinslu o. s. frv. — I grein- argerð segir: „Fjelögin Dansk-islandsk An- lægsselskab og Islands Salt- & kemiske Fabrikker hafa heimild- ir á vatnsorku í ánum Dynjandh Svíná, Mjólkuránum og Hofsá í Arnarfirði. þau eiga og námu- rjettindi allmikil í önundarfirði, þar á meðal bæði leirnámur og járnnámur. Hefir efnafræðileg rannsókn farið fram á námum þessum, og hefir niðurstaðan af þeim rannsóknum orðið sú, að járnvinsla og aluminiumvinsla úr þeim muni verða álitleg fyrirtæki. Verkefni fjelagsins telja stofn- endur að verði: 1. Að vinna málminn úr námunum. 2. Virkjun fossanna. 3. Að nota orkuna til þess að vinna járn, aluminium o. fl. . . . Til þess að rannsaka málminn var fenginn norskur verkfræðingur, sem fór til ts- lands skömmu eftir stofnun fje- lagsins á síðastliðnu vori, og kom hann til baka um haustið. Til þess að rannsaka fossana og gera bráðabirgðaáætlun um virkj- un þeirra var fenginn norski vatnsverkfræðingurinn Hout, sem fór strax til Islands, en kom ,síð- ar til baka en hinn fyrnefndi. Auk þessa fór trúnaðarmaður vor, prófessor E. Schou, til íslands í byrjun júlf til þess að kynna sjer staðháttu. Af þeim skýrslum, sem fyrir hendi eru, sjest, að málmurinn (brúnjárnsteinninn) er í lagi, sem gengur eftir endilöngum skaganum. í basalt-klettunum, 1000 fet yfir sjávarmáli, er lá- rjett leirlag, er málmurinn þar í lögum, 25—40 cm. þykkum. Má þvf telja, að þaraa sjeu 140 mill. smálesta af málmi. . . Rann- sóknir Houts verkfræðings sýna, að virkjun fossanna er auðveld, og kostnaðaráætlanir að virkjun- in er ódýr. . . . Allir fossarnir verða virkjaðir strax og aflstöð reist hjá Borg. Virkjunin er ráð- gerð þannig, að Dynjandisá og Hofsá verði veitt gegnum neðan- jarðarræsi í lón (uppistöðu- og renslisjöfnuðarlón) við Mjólkur- árfossinn; verða þá allar árnar virkjaðar með sömu fallhæð, ca. 310 metrum. . . . ódýrast væri að virkja vatnið í þrennu lagi: 1. Fallvatn Mjólkurár, sem fram- leiða á 14,200 turb. h.o. 2. Veita Dynjandisá og Svíná í sama veitu- lón 14,300 turb. h.o. 3. Veita Hofsá í sama veitulón 6,700 turb. h.o. Samtals 85,200 turb. h.o., ca. 38,400 rafmagnshestorkur árl. Virkjunarkostnaður við 1. lið mundi vera ca. 4—-5 milj. króna: annar og þriðji liður yrði mun ódýrari. Góð not fyrir aflið mundi maður hafa við að vinna og bræða málminn. Loks væri það eðlilegt, að nokkur hluti orkunnar væri lát- inn í tje sveitum þeim, sem liggja næst orkuverinu. Nægilegt mundi vera, eftir áliti kunnugra, að áætla 2000 hestöfl til þessa. Sveit- um þessum yrði maður að gefa kost á þessari orku fyrir sann- gjamasta verð, eða öllu heldur með sjerlega góðum kjörum, og ætti verðið helst ekki að fara fram úr 100—120 kr. fvrir árs- hestorku til nýtingar til ljóss og hita, og eitthvað lægra fyrir orku til iðnaðarnotkunar“. Nýr banki. Meirihluti fjárhagsnefndar Nd. segir í álitsskjali sínu um stofn- un nýs banka: Með lögum nr. 47, 1923, var ríkisstjórninni veitt heimild til að veita slík hlunnindi, sem frv. þetta fer fram á, nýjum banka, sem nafngreindir menn hugðust þá að koma á fót. Eins og kunn- ugt er, hugðust forgöngumenn þeirrar bankastofnunar að hafa til hennar stuðning norskra fjár- málamanna og banka, en þær von- ir brugðust, vegna fjárhagsörð- ugleika þeirra, sem -um það leyti dundu yfir norska banka, og varð því ekkert úr þeirri bankastofn- un, en heimildin varð ónýt. Fjárhagsnefnd er nú þeirraT skoðunar, að hjer sje síst minni þörf' fyrir nýjan banka nú en þá var, er tjeð heimild var gefin. Lánsfjárþörf atvinnuveganna fer sívaxandi, eftir því sem þeir auk- ast, en rekstrarfje bankanna hvergi nærri að sama skapi. Sparifje landsmanna, sem bank- amir hafa til útlána, hefur að vlsu vaxið mikið síðasta áratug- inn, en hinsvegar hefir fjárhags- grundvöllur bankanna hlotið að veikjast mjög af þeim töpum, sem þeir hafa orðið fyrir, og því brýn nauðsyn að dreifa áhættunni. Hjer við bætist það, að verði Landsbankinn látinn taka við seðlaútgáfunni, og útlánum hans settar þær skorður, sem þá verð- ur að telja nauðsynlegt, og að nokkru leyti eru beinlínis gerðar ráðstafanir til í frv. því um Landsbankann, sem fyrir þinginu liggur, þé verðui’ svo tilfinnan- lega þrengt að atvinnuvegunum, að til vandræða horfir, ef ekki verður á annan hátt úr því bætt. Nefndin gerir líka ráð fyrir þvi, að það sje að minsta kosti með- fram með þetta fyrir augum, að stjórnin hefir lagt þetta frv. fyr- ir þingið nú, enda virðist ekki önnur leið tiltækilegi'i til að bæta þetta upp en stofnun nýs einka- banka. . . . Nefndin veit nú að vísu ekki til þess, að nokkur undirbúning- ur sje hafinn til þess að koma hjer á fót nýjum banka, eða fje- lagi í því skyni, eða að fyrírheit hafi verið gefin um fjárhagsleg- an stuðning til þess annarsstaðar að, en meirihlutinn telur það ekki, að því athuguðu, hve brýn þörf er á slíkum nýjum banka, nægilega ástæðu til þess að neita stjórn- inni um þá heimild, sem farið er fram á í frv. En hann væntir þess þá einnig, að stjórnin, ef hún fær þessa heimild, vinni að því, að slíkur banki verði stofnaður hið bráðasta, og þó því aðeins að sjálfsögðu, að þektir og áreiðan- legir fjármálamenn eigi þar hlut í og áskilið hlutafje sje fyrir hendi. . . . Tveir nefndarmanna, Bjöi'n Líndal og Halldór Stefáns- son, gera þó nokkurn ágreining um d-lið fyrstu greinar. Ásgeir Ásgeirsson leggur fram sjer- stakt álit, svohlj.: Minnihlutinn telur óviðfeldið að afgreiða nú út í bláinn heimild til ríkisstjómarinnar um hlunn- indi handa væntanlegum nýjum banka, þar sem síðasta þing gerði ráðstafanir til, að almenn banka- löggjöf verði sett hið fyrsta og vænta má, að slíkrar löggjafar verði ekki lengur að bíða en til næsta þings — og leggur því til, að frv. verði felt. Kvennaskólar. Meirihluti mentamálanefndar flytur frumv. um, að landið taki að sjer kvennaskólana í Reykja- vík og á Blönduósi. Kenslugrein- ar í Reykjavíkurskólanum skulu vera: íslenska, danska, enska, saga, landafræði, stærðfr., nátt- úrufr., heilsufr., hjúkrun, teikn- un, skrift, leikfimi, söngur, út- saumur, ljereftasaumur, utanyfir- fatasaumur, fatasnið, prjón, bal- dýring. 1 hússtjómardeild skal kenna alt, er lýtur að hússtjóm, svo sem matargerð, þvott og meðferð á honum og önnur innan- húss-störf. Skólinn skal vera fjögra ára skóli og auk þess hús- stjórnardeild í tveimur náms- skeiðum. í greinarg. segir að frv. sje flutt eftir tilmælum kenslu- málaráðaneytisins, og í ástæðum þess segir, að skólinn sje nú rek- inn svo að segja eingöngu á rík- isins kostnað og virðist eðlilegt, að ríkisstjórnin hafi þá einnig umráð hans, og ekki ósanngjarnt. | að það kosti sjerskóla fyrir konur. I Blönduóssskólanum eiga kenslugreinai fyrst um sinn að vera þær sömu og nú, Sá skóli er nú 47 ára gamall. póknun safnaðarfulltrúa. Eggert Pálsson flytur frumv. um breyting á 2. gr. í lögum nr. 36, 16. nóv. 1907, um skipun sóknarnefnda og hjeraðsnefnda, á þá leið, að safnaðarfulltrúar fái 6 kr. fyrir hvem dag, sem þeir eru utan heimilis síns vegna hjer- aðsfunda (í stað 3 kr. nú). I þeim sóknum, þar sem söfnuðurinn hefur ekki tekið að sjer umsjón og fjárhald kirkjunnar, jafnar sóknarnefndin kostnaði þessum niður á alla atkvæðisbæra sókn- armenn. — Frumv. er flutt eftir ósk Prestafjelagsins. lnnflutningsbann á heyi. Tryggvi þórhallsson og Pjetur Ottesen vilja setja svohlj. grein inn í lög um innflutningsbann á dýrum: Bannað er að flytja hey til landsins. þó er atvinnumálaráða- neytinu heimilt, ef veruleg hætta er á fóðurskorti, að leyfa inn- flutning á heyi frá þeim löndum eða landshlutum, þar sem ekki ganga neinir alidýrasjúkdómar, sem borist gætu til landsins með heyinu, enda sje í því efni leit- að álits dýralæknisins í Reykja- vík. Eftirlitsskipið „pór“. Sjávarútvegsnefnd flytur svo- hlj óðandi þingsályktunartillögu: Alþingi ályktar að samþykkja kaup ríkisstjómarinnar á björg- unar- og eftirlitsskipinu „þór“ fyrir alt að 80 þúsund krónur, með því skilyrði, að ríkið láti skipið framvegis, meðan það er vel til þess fært, halda uppi á kostnað ríkissjóðs samskonar björgunar- og eftirlitsstarfsemi við Vestmannaeyjar í 8V2—4 mánuði (vetrarvertíðina) árlega, sem það hefir haft á hendi und- anfarin ár, enda leggi bæjarsjóð- ur Vestmannaeyjakaupstaðar ár- lega fram 25 þúsund krónur til útgerðar skipsins. Bygging strandferðaskips, Sv. ólafsson, þorl. Jónsson, Ben. Sveinsson og Halld. Stef- ánsson flytja frumv. um, að rík- isstjórnin láti byggja 4—5 hundr- uð smálesta gufuskip til strand- ferða og eigi síðar en svo, að rekstur þess geti byrjað 1. okt. 1927. Kostnaður og rekstur greið- ist úr ríkissjóði. Skipið skal út- búið með 70—80 teningsmetra kælirúmi og hafa minst 40 sjó- mílna vökuhraða og farþegarúm handa 40—50 manns. Lán má taka til byggingarinnar. ----o----- Margeir Jónsson kennari frá Suðárkróki hefur verið hjer um tíma, en er nú farinn heimleiðis. Bað hann Lögr. að skila kveðju til kunningjanna hjer, sem hann hefði ekki getað kvatt.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.