Lögrétta


Lögrétta - 13.04.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 13.04.1926, Blaðsíða 4
4 LÖQRJETTA Kappreidar. (I. kappreiðar ársina.) Á annan í hvítasunnu, (mánud. 24. maí n. k.) eftir Hestamanna- fjelagið Pákur til kappreiða á skeiðvellinum við Elliðaár. Kept verður á skeiði og stökki, og fern verðlaun veitt (200— 100—50 og 25 kr.) fyrir hvorttveggja, stökk og skeið. Flokkaverðlaun — 15 kr. — hlýtur fljótasti hesturinn í hverjum flokki stökkhestanna, þó ekki þeir, sem aðalverðlaunin hljóta. Sá stökkhestur, sem nær betri hlaupatíma í flokkshlaupi eða úrslitaspretti, heldur en sá hestur, sem fyrstur er á verðlaunaspretti, hlýtur 50 kr. aukaverðlaun. Hlaupvöllur skeiðhesta er 250 metrar, en stökkhesta 300 metrar og lágmarkshraði skeiðahesta til I. verðl. 25 sek., en stökkhesta 24 sek. Enginn skeiðhestur hlýtur verðlaun ef hann er yfir 27 sek. sprett- færið (250 m.) og stökkhestar ekki, sjeu þeir yfir 26 sek. (300 m.). Gera skal aðvart um hesta þá, sem reyna á, formanni fjelagsins, Daníel Daníelssyni, dyraverði í stjórnarráðinu (sími 306), eigi síðar en miðvikudaginn 19. maí n. k. kl. 12 á liádegi. Lokaæfing verður fimtudaginn 20. maí, og hefst á skeiðvellinum á miðaftni; peir hestar, sem keppa eiga, skulu þá vera þar, svo æfa megi þá og athuga, áður en þeim er skipað í flokka. Þeir hestar einir geta feugið að keppa, sem koma á lokaæfingu og eru þar innritaðir í flokkaskrá. Reykjavík, 9. apríl 1826. Stjórnin. Útrýmið rottunum! Ratin jeta rottur og' uiýs af mik- illi græðgi og fá af þvi smitandi sjúkdóm, sem verður þeim að bana. Ratinin d r e p u r rottur á 1 —2 dögum en smitar ekki á sama hátt og bakteriuefnið Ratin. Bæjarstjóniir og hreppsnefndir ættu að senda pantanir sínar til Ratin-Kontoret, Köben- havn K. Nánari upplýsingar iæt jeg i tje, ef óskað er. Ágiist Jóseí'sson heilbrigðisfulitrúi. Reykjavik. „Tvö kvæði um Guðmund biskup góða“. ------ Niðurl. Sturla segir þann veg frá efstu dægrum biskups: „En síðan fór hann út til Hóla, ok var þá eigi langvistum brott frá Hólum það- an frá.....Lifði hann þá líkara hljóðlátum ok rólyndum einsetu- manni, heldr en harðlyndum ok hlutsömum lýðbiskupi, sem óvin- ir hans höfðu orð á“. það er þá sannað, að hending þessi: „þú krýpur fyrir blóðvörgum og bóf- um“, snertir ekki Guðmund biskup góða. Auk þess er hendingin ljót og illhryssdngsleg. Næst er þá, að Davíð segir við Guðmund biskup: þú kyssir þá, sem kaunum eru hlaðnir". þetta er prúðasta hendingin, sem Jón tilfærir úr kvæði Davíðsi. þó er hún ekki ýkja smekkleg. Kaun í sambandi við kossa er frekar ógeðslegt. En hitt skiftir mestu í þessu sambandi, að hendingin sje sönn. Sturlunga getur hvergi um kossa þessa. Líka þegir Am- grímur ábóti um þetta, í sögu þeirri, er hann reit af Guðmundi buskupi. Hafi Guðmundur biskup framið kossa þessa — sem ekki er sögulega sannað — þá virðast þeir Sturla skáld þórðarson og Am- grímur ábóti Brandsson líta þá sem hversdags athöfn — almenna mjög — á annan veg verður naumast skilin þögn þeirra. En Davíð gjörir kjass þetta að per- sónulegu einkenni á Guðmundi biskupi. Og Jón hrópar Bjömsson: „þama er Guðmundi biskupi rjett lýst!“ Prestssaga Guðmundar góða getur um kerlingu eina að Svína- felli, er sjúk lá og að andláti komin. Guðmundur veitti kerlingu þessari drottinlegu blessun og kvaddi hana með kossi áður en hann reið burt af staðnum. En þess getur sagan ekki, um kerl- ingu þá, að hún hafi haft „út- brot“, verið kaunum slegin. Davíð segir um biskup, að hann „samneyti með sekum“. Hending þessi er skilgetin systir setning- arinnar: „Gift með honum“ og verður sennilega eftir áætlun Jóns Bjömssonar (á máli Davíðs) ,samferða með henni“ inn í bók- mentasöguna. En hvað flytur hending þessi? Ekki virðist hún einkenna Guðmund biskup. þetta sem hendingin um getur, hefur verið sameiginlegt — og er sam- eiginlegt — og verður sameigin- legt — guðsmönnum allra alda. Sama ákæran og Gyðingar hófu og fluttu gegn Kristi. það er ekki umtalsvert, svo sjálfsagt er það, að þjónar heilagrar kirkju „sam- neyti með sekum“, eða eins og það orðast nú í daglegu tali: um gangist synduga menn. þess vegna er hendingin ekkert ein- kenni á Guðmundi biskupi góða. Ekkert af því, sem Jón tilfærir úr kvæði Davíðs, snertir Guð- mund biskup góða! En hvað segir Jón sjálfur um þetta? það fei hjer á eftir: „þama er Guðmundi biskupi rjett lýst, og þama líður straum- ur ljóðsins fram, þungur, en tær án þess að í hann sje kastað dröngum smekkleysanna eða björgum hraungrýtisorðanna. — Hjer er alt innilegt, eðlilegt — skilningurinn næmur, lotningin fyrir Guðmundi ófölsuð og samúð- in hrein og sterk“. Jeg vorkenni Davíð að verða fyrir þessu! — Fyr má nú rota en dauðrota, sannast á Jóni. Eða finst ekki fleirum en mjer kraft- ur í Jóni, þegar hann verður al- varlega hrifinn og „dunkar“ nið- ur á „drangi smekkleysanna“ og hnaukar á „björgum hraungrýtis- orðanna" og líður svo fram( að þessum afrekum loknum) eins og straumur — án þess að í hann sje kastað — þungur og tær — innilega eðlilegur, skilningsnæm- ur, lotningarfullur, ófalsaður, samúðarríkur, hreinn og sterkur? Uppeldi Jóns og „útgangur“ hefur verið og er þjóðinni til minkunar. Sannleikurinn er sá: að Jóni hefur verið þyrmt altof lengi við rjettlátri hirtingu. Jón hefur verið smánarlega vanrækt- ur. Raunar dettur mjer ekki í hug að halda, að neinum tækist að vakta Jón svo, að hann vætti ekki bólið sitt við og vjð. — En skánað gæti hann! Skáldin hljóta að skilja það (því að Jón er læri- meistari þeirra), að það er fleir- um til minkunar en húsbændum Jóns, að hann skuli sjást dragn- ast um í „dammi“ þessum. — Nú víkur aftur þar að, sem fyr var frá horfið. Kvæði Davíðs er lengra en þetta, þótt Jóni virðist hafa orðið bimult við að tilgreina framhald- ið. Davíð segir við biskup: „Til þinna húsa þjófar landsins flýja. | Hórkallar eiga hæli hjá þjer ein- um. | Við morðingja ertu mild- ur eins og faðir. | Kirkja þín er allra skálka skjól | og þú ert biskup . . . böðull þinnar tignar j í augum allra þeirra, sem borga skatta, bera höfðingsnafn“. þessar hendingar allar eru vit- laus óþverra vaðall, frá upphafi til enda. Jeg skal láta einn af höfðingjum bókmentanna svara þeim, áður en jeg skilst við au- virði þetta. Davíð segir ennfremur: „þú veitst það Guðmundur hinn góði | (ekki vantar nú kompána- háttinn!) að höfðingj arnir hata þig og sitja 1 um kirkju þína og líf . . . I því kaustu ekki heldur hylli þeirra | en skrílsins“. Lýsing Davíðs af sturlungaöld- inni virðist mjer ófögur. Annars- vegar er sveit Guðmundar bisk- ups. í henni eru, segir Davíð: „þjófar“, „hórkarlar", „morðingj- ar“, „skálkar“, „betlarar“ og „þrælar" og biskup segir hann vera „þræl þrælanna". Hinsvegar eru andstæðingar biskups „höfð- ingjarnir", þá nefnir Davið „blóð- varga“ og „bófa“. Loks er þriðji flokkurinn — minniháttar bændut og alþýða, .sem skáldið nefnir einu nafni „skríl“. — Virðist engum öðrum en mjer þessi munn- söfnuður óþokkalegur? þorsteinn skáld úr Bæ minnist Guðmundar biskups og stjóm- leysis Sturlunga-aldar nokkuð á annan veg. Hann segir: „Fátt átti betra að bjóða buðlungur manna og þjóða íslenskum lýð á óstjómartíð, en Guðmund Arason góða". Hendingar þær úr kvæði Da- víðs sem fara hjer á eftir, til- færði Jón í grein sinni og segir þær mæltar fyrir munn Guðmund- ar biskups góða. þær hljóða þannig: „Úr mannsins hjarta bráðnar sorinn best | í eldi þeim, sem ást og mildi kveikir. ! Hinn seki þekkir syndarinnar kvalir | og getur orðið lýðsins leiðarstjama | og verndað hina veiku frá að hrasa. | Hinn svarti andi, dramb- seminnar djöfull ! vill ekki að við samneytum þeim seka. | Hver hefir saklaus setst við drottins borð“. Jón segir ennfremur: „þetta kallar Stefán frá Hvítadal há- spent tískuslúður, óþjóðlegt mjög“. Jeg skal með ánægju skýra fyrir Jóni ágæti hendinga þess- ara. Davíð segir: „Úr mannsins hjarta bráðnar sorinn best í eldi þeim, sem ást og mildi kveikir“. Hending þessi er höfuðlaus! Skáldið varð fyrst, að kenna hjartað til málms, áður en hann fór að tala um að bræða sorann burt úr því. Hendingin er eins og hún væri eftir ungan bamakenn- ara, sem ekki vill segja blátt á- fram: „Best er að lokka bömin með góðu“. Davið segir: „hinn seki þekkir syndarinnar kvalir". þetta er frekar óljóst orðað. Hjer eiga hlut að máli tvennskonar syndarar: Forhertir syndarar og iðrandi syndarar. Hendingu þessa, eins og hún er orðuð af skáldinu, gæti ekki neinn „pokaprestur“ notað í stólræðu, til þess er hún altof óá- kveðin. Sama er að segja um hinar tvær, er á eftir fara. (Jón Bjömsson ætti að lesa „Bjarna- bænir“. Bjarni var snjallari en þetta!). Davíð segir fyrir munn bisk- ups: „Hinn svarti andi, dramb- seminnar djöfull, vill ekki að við samneytum þeim seka“. þarna er biskup að afsaka sig fyrir mildi sína gagnvart syndurum. Skiln- ingurinn er enn hinn sami og fyr hjá skáldinu á Guðmundi biskupi! Hugsunin sem felst í hendingum þessum og skáldið leggur í munn Guðmundi biskupi er ávöxtur ómenskunnar. Síðustu hendinguna þarf ekki að skýra, hún er gamal- kunn og orðalagið ekkert breytt. þetta er ómerkileg ræða eftir biskup, mun flestum finnast, því enginn prestur á landinu mundi vilja setja nafn sitt undir þvætt- ing þenna. Davíð skáld Stefáns- son segir um biskup: „Til þinna húsa þjófar landsins flýja. Hórkarlar^eiga hæli hjá þjer einum. Við morðingja ertu mildur eins og faðir. Kirkja þin er ailra skálka skjól og þú ert biskup böðull þinnar tignar í augum allra þeirra er borga skatta og bera höfðingsnafn”. — Sturla skáld þórðarson segir um Guðmund biskup: „Finsk ok varla á váru landi ok víðar sá maðr er þokkasælli hafi verit af sínum vinum, en þessi inn elskaði biskup, svá sem vátta brjef þóris erkibiskups eða Gutt- orms erkibiskups eða hins ágæta konungs Hákonar ok margra ann- ara dýrlegra manna í Noregi, at þeir unnu honum sem bróður sín- um ok báðu hann fulltings í bæn- um sem föður sinn“. þorsteinn skáld úr Bæ segir um Guðmund biskup: „Fáan hærra bar á stærri storðum". Bersatungu, 22. febr. 1926. Stefán frá Hvítadal. -----»----- Frá Færeyjum. Jóhannes Pat- ursson hefur nýlega skrifað grein í Oslóarblaðið Tidens Tegn Oig tal- ar þar m. a. um, að Færeyingar ættu að auka sem mest viðskifti og samband við Island. Mótmælir hann þar þeirri skoðun, að Fær- eyjum sje hollara samband við Danmörk en við ísland eða Noreg. Síldarmarkaður. Hendrik Ottó- son er nýlega kominn heim frá Rússlandi og hefur hann kynt sjer þar markaðshorfur fyrir ísl. síld. Lætur hann vel yfir þeim. Björn ólafsson fór í sömu erindum til Tjekkóslóvakíu og mun bráðlega væntanlegur heim aftur. Frá Isafiriði. þar fór nýlega fram almenn atkvæðagreiðsla um það, hvort stofna skyldi bæjar- fógetaembætti í kaupnstaðnum, og var felt með miklum atkv.mun. Hettusótt kom hingað á Islandi um daginn með barni frá Kaup- mannahöfn. Landhelgisbrot. 9. þ. m. tók Fylla 3 enska togara í landhelgf sunnan við land. Voru 2 sektað- ir um 12.500 kr. hvor, en sá 3. um 7000 kr„ en afli upptækur hjá öllum og eins veiðarfæri. Útflutningur í marts. Eftir skýrslu frá gengisnefnd hefur vöruútflutningur í marts numið 3,381,500 kr., þar af verkaður fiskur 2,402,130 kr„ óverkaður fjskur 173,640 kr„ isfiskur 204,000 kr„ lýsi 157,620 kr„ síldarolía 192,000 kr„ fiskmjöl 97,620 kr„ saltkjöt 14,290 kr„ ull 109,410 kr. — En það, sem af er þessu ári, hefur útflutningur numið 11,124,- 800 kr„ sem eru 9,084,763 gullkr. 1 jan.—marts í fyrra var flutt út fyrir 14,826,928 kr„ sem þá voru 9,612,980 gullkr. Fiskbirgðir 1. þ. m. eru taldar samsvara 88,000 þurrum skip- pundum. Um sama leyti í fyrra voru fiskbirgðir taldar 53,000 skpd. og var ársaflinn þá orðinn 66,000 skpd.,en er 49,000 skpd. nú. Nýtt blað er farið að koma út á Norðfirði, prentað á Seyðisfirði, og heitir Jafnaðarmaðurinn. Rit- stjóri Jón Guðmundsson kennari. Oddur ritstjóri. Mjer hefur dottið í hug, að vekja máls á því fyrir hönd Odds Sigurgeirssonar ritstj., að þar sem hann hefur verið og er einhver sá ötulasti Kun naar Bageren findes paatrykt Etiketten er det ægte Gærpulver „Fermenta“. Fineste Kvalitet, bedst til Bag- ning. T. W. BUCH, Köbenhavn. pakkarorð. 1 lárviórmu mikia 7. og 8. des. f. á. varð jeg iyrir þvi tjóni, að meginhluta ai sauðíjár- stoini minum hrakti til dauðs út í veðui- og vind, og um helmingut aí hinu dauða og tapaða ije hef- ui’ eigi iundst. þetta varð mjer æði ilt áiali, að missa þannig í einni svipan margra ára saman- dregið strit mitt og starf, og myndi mjer, manni á efra aldri, haia orðið býsna þungt iyrir íæti, að ná þessum fjörstoíni upy aftur, með striti mínu og starfi á nýjan leik, en þetta gátu eigi mínir góðu og gömlu sveitungai' og ileiri horft aðgjörðaiaust á. Hjer urðu því margar hendm' á lofti og að verki með fjáríram- lögum til að bæta mjer skaðann. Auk minna eigin sveitunga lagði fje fram heill hópur mætismanna í Breiðuvíkurhreppi og eixm gam- all sæmdarbóndi í Miklaholts- hreppi. Síðast en eigi síst vil jeg láta þess getið, að auk þess að leggja fram fje frá sjálfum sjer, höfðu íorgöngu um þessi fjár- íramlög til mín þeir herrar Elías sýslunefndarmaður Kristjánsson á Elliðaá og sóknarprestur minn síra Kjartain Kjartansson á Staða- stað. Um leið og jeg hjer með votta forgöngumönnunum og öllum gef- endunum upp til hópa, yngii sem eldri, konum sem körlum, alúðar- fult þakklæti, fyrir þá innilegu velvild, er hjer kom bersýnilega fram, jafnhliða fjárframlögunum, bið jeg drottinn að blessa þá alla, og farsæla störf þeirra og at- vinnuvegi. þorgeirsfelli (í Staðarsveit) 12. marts 1926. Kjartan porkelsson. og tryggasti fylgismaður alþýð- unnar, — að hún nú sýndi hon- um sóma og ljeti hann fá dá- lítinn styrk, þar sem hann er farinn að heilsu og hefur lengi legið á spítala og þar af leiðandi orðið fjelaus. Oddur gamli á það skilið, að honum sje hjálpað, því hann er búinn að vinna trúlega fyrir land og þjóð sína, og tölu- verðan skerf lagt til bókment- anna, eins og flestum er kunn- ugt. — þið alþýðumenn, látið ekki hann Odd gamla deyja úr hor eða hungri! Gamall bæjarmaður. Útlenda heyið. Merkur bóndi skrifar Lögr.: „Svo framarlega sem nokkur sýkingarhætta á bú- peningi getur stafað af innfluttu heyi, þá virðist mjer einsætt, að banna eigi innflutning þess, því það er með öllu ástæðulaust, að vera að seilast eftir útlendu heyi, þar sem hjer liggja víða stór slægjulönd ónotuð. — Búnaðar- fjelag íslands hefur nú látið rann- saka útlenda heyið, gæði þess og fóðurgildi, og komist að þeirrí niðurstöðu, að það sje jafngott íslensku útheyi, — en nokkru dýrara. þetta ætti fremur að mæla með því en móti, að Alþingi banni innflutninginn, eins og tveir þingmenn hafa nú lagt til að gert yrði, og vildi jeg mega leggja það til, að þingið sinni þessu máli“. .♦----- Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.