Lögrétta


Lögrétta - 12.10.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.10.1926, Blaðsíða 2
2 I LÖGRJETTA 'Jl ailsstaðar skín í bert forngrýtið inilli trjánna. En alt í einu opn- ast útsýni. Eimlestin þýtur áíram í miðri fjallshlíðinni og hinn fagri og frjósami JLjierdalur upþ af Drammenfirðinum blasir við. Það hvílir einliver töfrabiæja yfir Drammenbæ þegar maður virðir hann íyrir sjer í fjarska, en mjer virtist hún hverfa, þegar ekið var í gegnum hann. Þá virt- ist alt verða hversdagslegra. Þó er bærinn mjög faliegur, hann liggur á báðum bökkum Dram- men-elfar, en stór brú er á fljót- inu. Þetta fljót rennur eftir ein- hverjum þeim mestu skóglendum Noregs og er trjánum fleytt eft- ir ánni. En sjeu fossar í fljótinu er kvísl úr því veitt tii hliðar við íossinn og henni veitt eftir trje- rennu og trjánum fleytt í henni. Á þann hátt er hægt að nota íljótið til fleytingar á trjám, enda þótt fossamir sjeu virkj- aðir. Meðfram fljótinu eru ýmsar verksmiðjur, einkum sögunar- verksmiðjur og kalkbrensluverk- smiðjur. Brátt hækkar landið og brautin iiggur framan í fjalls- hiíðum í fjölda mörgum jarð- göngum. Alls stígur brautin til rúmlega 400 metra hæðar og blasa við ber fjöllin til beggja hliða og fjallavötnin blasa við í dölunum, en í þeim speglast skógi vaxnar hlíðamar, svo að erfitt er að greina hvað er vatn og hvað er land. Ofan úr fjöllun- um þýtur eimlestin niður í Heiða- dalinn. 1 norðvestri blasir við Gaustatindur með hjarnskafla í brúnunum og neðan við bert fjalllendið og speglar víða í fjalla- vötnin, sjerstaklega blasir Heið- dalsvatnið vel við. Notodden liggur í dalnum. Það er verksmiðjubær með 6700 íbúa. Þar er járnvinsla, pappírsverk- smiðja og saltpjetursverksmiðj- ur. Þar byrjaði Norsk Hydro starfsemi sína. Einnig eru þar karbid verksmiðjur. Ekki vanst tími til þess að skoða verksmiðj- umar. Var því haldið áfram með eimlestinni að Tinsjónum og á gufuferju eftir honum alla leið til Rjúkanbæjar eða svo má það heita. Þó er farið á rafmagnslest dálítinn spöl áður en komið er til bæjarins. Miklar stýflur eru við suðurenda vatnsins og er vatns- flöturinn hækkaður að mun og vatnið notað sem forði á þurka- tímum fyrir verksmiðjurnar í Notodden. Vatnið er 400 metra djúpt og 35 km. langt og er það umlukt háum fjöllum mjög brött- um. Þó er á víð og dreif bygð meðíram vatninu. Hhðai' eru skógi vaxnar. Aí rafmagnslest- iimi blasir Gausta við og er mjög hnkaiegt. Gausta er hæsta íjail a pessum svæðum, 1890 m. á hæö. Þó er það ekki þakið jökh. Nú erum við komnir í Rjúkan- dahnn. Hhðar hans eru snarbratt- ar en þó birkivaxnar upp á brún- ir. Eitiihart bergið sjest bert á miih trjánna. Ofan í dalbotninn steypist áður hinn fagri Rjúkan- foss 145 ' m. á hæð. En nú er gijúírabúinn í fjötrum og gljúfr- íð sjáií't vatnslaust. En fyrir 20 árum var hann einráður í daln- um, dalurinn var að heita mátti óbygður. Jeg hafði mikið hlakkað til að sjá Rjúkan og jeg varð ails ekki fyrir vonbrigðum. Líklegast hef- ur þar verið unnið eitthvert hið mesta þrekvirki sem unnið hefur verið í iðnaðinum á síðari árum. Flestum er það kunnugt, að jurtir þurfa ákveðin vaxtarskil- yrði tii þess að þróast. Vanti t. d. efni í jarðveginn vanþrífast þær, en sjeu þessi efni borin í jarð- veginn eða borin á, þróast þær eðlilega. Þau efni sem vanta, nefnast áburðarefni. Eitt þeirra efna sem oftast er vöntun á, er köfnunarefnið. Að vísu er það í öllum búfjáráburði, en fer þó á ýmsan hátt forgörðum, svo að oft vill verða of lítið af því handa jurtunum. I jarðveginum er það bundið öðrum efnum — súrefni, vatnsefni o. fl. efnum, og því að eins geta jurtirnar notfært sjer það, að það sje þannig í tengsl- um eða samböndum. Hreint finst það í andrúmsloftinu, en þaðan hafa jurtirnar engin eða lítil tök á að ná því og notfæra sjer það. Vísindamenn voru fyrir nokkru búnir að sjá, að það hefði mikla þýðingu fyrir framtíð landbúnað- arins, ef það hepnaðist að breyta dáhtlu af kffnunarefnisforða loftsins í köfnunarefnisáburð. Að vísu finst mikið af saltpjetri í Suður-Ameríku og eins er köfn- unarefnisáburður unninn úr kol- um við gasverksmiðjumar. En menn sáu fram á, að sumpart gengu þessar námur til þurðar og sumpart væri framleiðslan takmörkum háð að því er snertir vinslu úr kolum, og að það bæri því brýna r«.uðsyn til þess, að vinna áburð úr loftinu ef ekki ætti að verða hungursneyð í heiminum. Nú er hnúturinn leyst- ur og menn kvíða engu í þessu efni, því að forðinn er ótæmandi í loftinu og heppilegar vinsluað- feröir fundnar upp. Og Norð- menn eiga þann mikla heiður, að eiga þá tvo menn, sem urðu brautryðjendur á þessu sviði, þá prófessor Birkeland og verkfræð- mg Samúel Eide. B. fann að- ferðina, sem reyndist síðar að vera nothæf, en S. Eide kom öllu í framkvæmd með alveg sjerstök- um dugnaði og framsýni. Þegai' talað er um saitpjeturiðnaðinn, eru nöfn þessara manna nefnd í einu og aðíerðin kölluð Birke- lands—Eides-aðferð. Nafn Eides er þó aðaliega bundið við Rjúkan. Þær íramkvæmder eru aðahega hans verk. Ýsmir hafa legið hon- um á hálsi fyrir það, að hafa spilt fegursta fossi Noregs, en hvernig svarar hann þeirri árás: „Herrar mínir! Það er sagt að jeg hafi eyðilagt Rjúkanfoss. Nei, það hef jeg ekki gert. Jeg hef einungis flutt hann 100 metra hærra upp í fjallið og sett á hann jámhömlur til að gera afl- ið nothæft í þjónustu mannanna. Hann veitir ekki einungis nægt uppeldi þeim 10000 mönnum, sem búa í Vestfolddalnum, heldur veitir hann einnig næga jurta- næringu til að rækta það korn er þarf til uppeldis 3 miljónum mahna . . Þamíig lítur Rjúkan út nú. Þangað ferðast ekki þeir menn lengur, sem vilja sjá náttúruöfl- in ótamin í sínum algleymingi. Nei, þangað íerðast þeir menn sem vilja sjá hvemig manns- höndin megnar að notfæra sjer náttúmöfhn, binda þau og láta þau vinna í sína þágu. Nú er Rjúkan mönnum ímynd þess, hvað hægt er að framkvæma, sje unnið með atorku og dugnaði og framsýni. Niðurl. Vigfús Helgason. ----o----- Söngvar fyrir alþýðu, raddsett- ir fyrir hamionium eða pianó, heitir hefti sem nýkomið er út eftir sjera Halldór Jónsson á Reynivöllum. 1 því era 37 lög, mörg við alkunn kvæði, sum sem aðrir hafa einnig samið lög við. Flest kvæðin, sem lögin em við, eru eftir Gest, 6, Þorstein Gísla- son, 6, Hannes Hafstein, 4, og Kolbein Högnason, 6. Sr. H. J. er kunnur fyrir áhuga sinn á söng- málum og hefur m: a. skrifað um þau hjer í blaðið, einkum um end- urbætur kirkjusöngs, sem hann ber mjög fyrir brjósti. Ýms ein- stök lög hafa einnig birtst eftir hann áður. Lögin í þessu hefti eru upphaf stærra safns, gefin út af U. M. F. Drengur. Skóiasöngvar með þrem sam- kynja röddum eftir Friðrik Bjarnason eru nýkomnir út. Eru í heftinu 23 smálög. Hefur F. B. verið vinsæll söngkennari í Hafn- arfirði og ýms lög hans sungin allvíða í skólum. Fiskveiðar hafa Norðmenn stundað hjer við land í sumar á 132 skipum og höfðu fengið um 69 þús. tunnur í lok síðastl. mán- aðar. En á sama tíma í fyrra höfðu Norðmenn veitt hjer um 159 þús. tn. Allmikil óánægja er meðal margra Islendinga, sem út- gerð stunda, vegna veiða Norð- manna og aðstöðu þeirra. Páll Isólfsson hjelt fjórða org- elleik sinn í fríkirkjunni nýlega og ljek ýms ágæt lög. Frú Guð- rún Ágústsdóttir söng þrjú lög, þ. á m. tvö eftir P. I. Leikfjelagið er nú byrjað starf sitt og sýnir þýskan gamanleik, Spanskfluguna, eftir Arnold og Bach í mjög lipurri þýðingu eftir Guðbrand Jónsson. Leikurinn er einhver fjörugasta og hlægileg- asta endileysa, sem hjer hefur verið sýnd og mjög liðlega með hann farið, enda hefur honum verið vel tekið. Hinn vinsæli gam- anleikari Friðfinnur Guðjónsson er þarna í einu af bestu gerfum sínum. En önnur aðalhlutverkin leika Marta Indriðadóttir og Ind- riði Waage og fara vel með Þór tók nýlega þýskan togara í landhelgi og var sá sektaður um 12500 kr. og afh og veiðarfæri upptæk. Thorstína Jackson, sem hjer hefur ferðast um í sumar og haldið fyrirlestra um Vestur-Is- lendinga, er nú farin vestur aft- ur. Var henni haldið samsæti í Hótel Island að skilnaði og færð tii minja bókahilla útskorin. Útflutningur ísl. afurða hefur numið 5 milj. 274 þús. kr. í sept- ember. Hæstu upphæðirnar eru fyrir verkaðan fisk 2 milj. 428 þús. kr. og fyrir síld, 1 milj. 464 þús. kr. Þá er ullin, 345 þús. kr., síldarolía 340 þús. kr., ísfiskur 228 þús. kr., fiskmjöl 272 þús. kr., hestar 40 þús. kr. o. s. frv. Freymóður Jóhannsson hefur haft málverkasýningu hjer und- anfarið. Hefur hún verið allmikið sótt og ýmsar myndir selst. Afli var áætlaður 1. þm. 226V& þús. skippund á öllu landinu, en var í fyrra á sama tíma 291V£ þús. skp. Birgðir eru taldar 1. þ. m. um 130 þús. skp., eða álíka miklar og á sama tíma í fyrra. I sept. voru flutt út rúml. 33 þús. skp. Ahs voru fluttar út í þeim mánuði fiskiafurðir og fiskur fyr- ir um 4 milj. 870 þús. kr. Leikfimi og dans sýndi ungfrú Ruth Hanson nýlega hjer í Iðnó. Hefur hún dvahð erlendis til að kynna sjer þessi efni og hefur nú byrjað kenslu hjer, m. a. í ný- tísku líkamsæfingum, sem eru einskonar sami'uni úr leikfimi og dansi. Gatst fólki vel að sýningu hennar. En margt fólk sækii' nú árlega einhverja slíka kenslu og fást ýmsir við hana. Verklýðsfjeiög hafa nýlega ver- ið stofnuð í Bolungarvík og í Vestmannaeyjum, með 70—80 fjelögum á hvorum staðnum. Bol- víkingafjelagið er í Alþýðusam- bandinu, en fjelag Vestmannaey- inganna ekki. Háskólinn. Kristinn Ármanns- son hefur verið .settur grísku- kennari í háskólanum um eitt ár, í stað Bjama sál. frá Vogi. Níels Dungal læknir hefur verið skip- aður docent í meinfræði innan læknadeildarinnar, í embætti það, sem Stefán Jónsson gegndi áður. Bráðapest hefur gert vart við -sig hjer austanfjahs og í Eyja- firði. I Möðruvallasókn hafa drepist 100 kindur og álíka marg- ar í Saurbæjarsókn, þar sem pestarinnar gætir mest. Leiðrjetting. 1 fyrirlestri Hah prófessors 1 40. tbl. Lögrjettu hefur misprentast: Að meðaltah var kaupið 136 sterlingspund á mán., á að vera 136 sterl.pd. á ári (1. dálk, 37. 1. a. o.). Vara- sjóður þess var 2,183,722 pund, á að vera 2,153,722 pund (2. dálk- ur 10. 1. a. o.). En umboðsmaður hefir á valdi sínu atkvæðagjald fjelagsins, á að vera atkvæða- spjald fjelagsins (2. dálkur 35. 1. a. o.). Einingarskrifstofan, á að vera allsherjamefndin (4. dálk. 5. 1. a. o.). Nefnhagskýrslna, á að vera nefndhagskýrslna (4. dálk. 13. 1. a. o.). IStörf nefndanna eru, á að vera Skrifstofustörf (4. dálk. 29. 1. a. o.). — Þá hefir misprent- ast í 32. tbl. Lögrjettu 4. ág. Hin hlutlausu kaupfjelög eftir Au- larikz, á að vera Hin hlutlausu kaupfjelög í Finnlandi eftir A. Aulanko. -----o---- Prentsm. Acta. V. Hugo: VESALINGARNIR. bróður sinn til aðstoðar, sæi hann sjer nauðugan einn kost, þó að honum tæki það sárt, að segja af sjer starfi sínu, vegna þess að hann fyndi að hann gæti ekki gegnt því eins og vera ætti. Þessi bróðir hans hefði annars litla telpu hjá sjer, og væri það ósk hans, að hægt væri að ala hana upp í guðsótta í klaustrinu, og vel gæti það komið fyrir — það gat enginn sagt um það fyrirfram — að hún yrði nunna er fram liðu stundir. Þegar hann hafði lokið máli sínu, spurði abbadísin, og hætti að láta talnabandið renna milli fingra sjer: „Getið þjer útvegað mjer sterka jámstöng í kvöld?“ — „Til hvers á að nota hana?“ — „Fyrir lyftistöng“. — „Já, jeg get það, háæruverðuga frú“, svaraði Fauchelevent. Abbadísin stóð upp án þess að mbsla orð frá vörum og gekk inn í ráðstefnusa^inn, þar sem atkvæðisbæru mæðurnar hafa að líkindum verið sam- an komnar. Fauchelevent var einn eftir í herberginu. Stundarfjórðungur leið áður en abbadísin kom aftur og settist í sæti sitt. Þeim virtist báðum, Fauchelevent og henni, vera mikið niðii fyrir. Vjer ætlum að skýra eins orðrjett frá samtali þeirra og oss er unt. „Fauchelevent!“ — „Já, háæruverðuga móðir“. — „Yður er kunnugt um kapelluna?“ — „Já, jeg hef sjer- stakan klefa í henni og hlýði þaðan á messumar og prje- dikanimar“. — „Og þjer hafið verið að störfum inni í kórinu?“ — „Já, tvisvar eða þrisvar sinnum". — „Það þarf að lyfta upp steini“. — „Er hann þungur?“ — „Það er gólfhellan rjett hjá altarinu“. — „Sú sem er yfir graf- hvelfingunni ?“ — „Já“. — „Jeg er nú hræddur um að það þurfi tvo menn til þess“. — „Móðir Ascension getur hjálpað yður. Hún er eins sterk og karlmaður". — „Það er nú svona, að kvenmaður er aldrei sama sem karlmað- ur“. — „Jæja, við getum ekki Ijeð yður annað en kven- mann til aðstoðar. Enginn gerir meira en hann getur. Þó að Mabillon dómherra skýri frá 417 brjefum hins heilaga Bemhards og Merlonus Horstinus aðeins frá 367, þá fyrir- lít jeg ekki Merlonus Horstinus“. — „Nei, það geri jeg heldur ekki“. — „Mest er um það vert að gera eins mik- ið og maður hefur krafta til! Klaustur er engin akkera- smiðja“. — „Nei, og kvenmaður er ekki sama og karl- maður. En bróðir minn er sterkur". — „Þjer ætlið þá að útvega lyftistöng?“ — „Já, það eru einu lyklamir, sem Kanga að þessháttar dyrum“. — „Það er hringur í stein- inum“. — „Jeg set lyftistöngina í hann“. — „Og stein- inum er þannig háttað, að hægt er að snúa honum eins og hann væri á hjörum“. — „Það er gott, háæruverðuga móðir. Jeg skal sjá um að opna grafhvelfinguna“. — „Þjer fáið fjórar af söngkonunum til aðstoðar“. — „En þegar jeg hefi nú opnað grafhvelfinguna?“ „Þá á að loka henni aftur“. — „Er það alt og sumt“. — „Nei“. — „Skip- ið þjer mjer fyrir, háæruverðuga móðir“. — „Við ber- um traust til yðar, Fauchelevent“. — „Jeg er reiðubúinn til þess að gera það, sem fyrir mig er lagt“. — „Og til þess að þegja um það, sem þjer heyrið og sjáið?“ — „Já, háæruverðuga móðir“. — „Jæja, þegar grafhvelfingin hefur verið opnuð . . .“ — „Þá loka jeg henni aftur“. — „Já, en fyrst . . .“ — „Fyrst, háæruverðuga móðir?“ — „Já, fyrst eigið þjer að setja nokkuð ofan í hana“. Nú varð þögn. Abbadísin rauf hana, en kipringur nokkur hafði komið á neðrivörina, og bar hann vott um að hik var á henni. „Fauchelevent!“ — „Já, háæruverðuga móðir“. — „Þjer vitið, að ein mæðranna ljetst í morgun?“ — „Nei“. — „Hafið þjer þá ekki heyrt til klukkunnar?" — „Það heyrist ekkert í hinum endanum á garðinum". — „Er það satt?“ — „Já, jeg á svei mjer erfitt með að heyra þeg- ar hringt er á mig“. — „Hún dó við sólarupprás“. — „I morgun stóð vindurinn auk þess af mjer til klaustursins“. — „Það var móðir Crucifixion. Nú er hún sæl“. Abba- dísin þagnaði, bærði varimar, eins og hún væri að biðj- ast fyrir í hljóði og sagði þvínæst: „Það er ekki lengra en þrjú ár síðan Jansenitakona nokkur, frú de Bethune, snerist og varð rjetttrúuð er hún sá móðir Crucifixion" — „Já, nú heyri jeg hringinguna, háæruverðuga móðir“. — „Mæðumar hafa komið henni út í líkstofuna, rjett hjá kirkjunni". — „Já, jeg veit það“. — „Þjer emð eini mað- urinn, sem geta fengið að koma í þessa stofu. Farið þjer nú varlega! Það væri dálaglegt ef það frjettist, að karl- maður hefði komið í líkstofuna“. Rjett í þessu sló klukk- an níu. „Lof og dýrð sje hinu allraheilagasta kvöldmál- tíðarsakramenti klukkan níu og alla tíma dagsins!“ sagði abbadísin. — „Amen!“ sagði Fauchelevent. Abbadísin hækkaði nú röddina og sagði: „Móðir Crucifixion ljet fólk snúast meðan hún var á lífi; hún mun gera kraftaverk eftir dauða sinn“. — „Það mun hún gera“, svaraði Fauschelevent. — „Það hefur verið blessun fyrir klaustr- ið, Fauchelevent, að hafa móðir Crucifixion. Það er vit- anlega ekki hlutskifti allra að fá að deyja eins og Ber- ulle kardínáli, sem gaf upp andann, er hann var að flytja hinu heilögu messu og fól guði sál sína, rjett þegar hann var að segja orðin: Hanc igitur oblationem. En þó að móður Crucifixion auðnaðist ekki sú gæfa, var dauði hennar þó dásamlegur. Hún hafði fulla meðvitund fram á síðustu stund. Hún talaði við okkur og þvínæst talaði hún við englana. Hún gaf okkur fyrirskipanir sín- ar. Ef þjer hefðuð haft dálítið meiri trú og getað verið viðstaddur í klefa hennar, hefði hún læknað á yður fót- inn með því að snerta hann. Hún brosti. Það var auð- fundið, að hún mundi vakna uppi hjá guði; það var for- smekkur af himnaríki við dauða hennar“. Fauchelevent hjelt, að hún væri að flyta prjedikun. „Amen“, sagði hann. — „Fauchelevent, maður verður að gera það, sem þeir framliðnu heimta“, sagði abbadísin, og ljet nokkrar kúlur á talnabandinu renna um greipina á sjer. Fauche- levent svaraði engu; hún hjelt áfram: „Jeg hef ráðfært mig um þetta vandamál við ýmsa af þjónum drottins, sem getið hafa af sjer mikla blessun í hans víngarði“. — „Hringingin heyrist miklu gleggra hjer heldur en úti í garðinum, háæruverðuga móðir“. — „Síðustu tuttugu ár- in hefir hún notað líkkistuna sína fyrir rúm, með leyfi hins heilaga föðurs, Píusar VII“. — „Hans, sem krýndi keis . . . Buonaparte?“ Þegar þess er gætt, að Fauche-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.