Lögrétta - 19.10.1926, Síða 2
2
LÖGRJETTA
vel. í slíku andrúmslofti hlýtur
hinni andlegu menningu að
hnigna.
Rjúkanbær hafði alt önnur
áhríf á mig. Jeg get tæplega
hugsað mjer hreinlegri verk-
smiðjubæ. Enda er jafnvel fulh
yrt að hahn sje sá mest nýttsku
bær í heiminum.
Fjelagið hefur sjeð verkamönn-
uín fýrír bústöðum og hefur það
kostað til þess mörgum miljón-
um króna. Ibúðarhúsin eru vönd-
uð, bygð úr steini og útbúin með
öllum nútímaþægindum. Þar er
rafmagn notað bæði til ljóSá og
upphitunar. Venjulegast búa tvær
fjölskyldur í hverju húsi eða
rjettara sagt að tvö hús eru
venjulegast bygð saman. Garður
liggur bak við húsið, en að vísu
er hann frekar lítill, vegna þess
að ekki er um mikið landrými
að ræða. En eigi að síður getur
fjölskýldan skemt sjer við vinnu
f garðinum í frístundum sínum.
Mjer fanst menningarbragur á
öllu. Hví skyldi ekki geta risið
upp heilbrigð menning í iðjuver-
um, sje þeim stjórnað með fram-
sýni og skilningi á þörfum starfs-
mannanna ?
Auk þess hefur fjelagið látið
byggja samkomuhús, kirkju o. fl.
Og þegar inn í verksmiðjumar
kom, virtist mjer ekki um neina
óheilnæma atvinnu að ræða. Þó
gæti jeg hugsað að óhúllusta sje
við það, að vinna þar sem salt-
þjetui'sýran er gerð. Gufumar af
henni erú eitraðar.
Þá er best að skýra frá í fáum
dráttum hvemig fossihn er beisl-
aður og orkan notuð til fram-
leíðslu áburðaríns.
Hátt upþi í fjöllunum liggur
Mjösen-vatnið. Það er stórt vatn
að ummáli og dýþt. Þetta vatn
er stýflað upp og vatn frá leys-
ingunum að vorinu og frá stór-
rígningum að haustinu, geymt
þar og síðan notað þegar minkar
í ánni. Dálítið ofan við Rjúkan-
foss er önnur stýfla um 14 m. á
hæð. Ofan við þá stýflu er
geymt talsvert vatn. Þaðan liggja
jarðgöng eða niðurgrafinn farveg-
ur meðfram hlíðinni. Er hann
hallalítill. Úr þeim farvegi er
vatnið leitt eftir víðum stálpíp-
um, 10 að tölu, ofan í turbínum-
ar eða vatnshjólin. Líggja þær
þíþur þvert niður hlíðina. Vatnið
sem runnið hefur í gegn um tur-
bínumar, er síðan leitt áfram
meðfram hlíðinni eins og áður, er
það þahnig leitt marga kilometra.
Síðan, þegar nægt fall er fengið
er það látið steypast ofan í tur-
bínurnar á ný.
Það eru því tvær aflstöðvar,
Rjúkan I sú eldri og Rjúkan II
nýbygð. í nýju aflstöðinni liggja
þípumar eftir jarðgöngum en í
hinni eru þær ofanjarðar.
Turbínurnar snúa rafinagns-
hreyflurn.
Sjálf áburðarframleiðslan er
mjög flókin og tæki mikið rúm
að lýsa henni nákvæmlega, enda
tæplega á færi annara en sjer-
fræðinga. Undirstöðuatriðið er
rafmagnsneisti ógurlega heitur,
frá 2—3000° heitur. Við þennan
hita tengjast köfnunarefnið og
súrefnið og mynda sýring. Neist-
inn myndast í sjerstökum ofnum
á milli tveggja raf-segulskauta.
Raf-segulskautin dreifa úr neist-
anum og kemur hann því í snert-
ingu við meira loft en ella. Lofti
er blásið inn í ofnana. 5000 hest-
öfl eru notuð til að mynda neist-
ann. Sýringurinn er síðan leidd-
ur frá báðum aflstöðvunum á
einn stað, mitt á milli þeirra, og
er honum með sjerstökum aðferð-
um breytt í saltpjetur-sýru. Sje
saltpjetur-sýran látin sameinast
kalki, myndast kalk-saltpjetur, en
sameinist hún natrium, þá mynd-
ast natrium-saltpjetur. Sá fyr-
nefndi gengur undir nafninu nor-
egssaltpjetur, en sá síðamefndi
hefur sömu samsetningu og chile-
saltpjetur. Auk þessara efna er
framleitt mikið af efna-sambönd-
um til sprengiefna-iðnaðarins.
Noregssaltpjetur er vel þektur
sem áburðarefni. Hann inniheldur
18% af köfnUnarefni og er tal-
inn gera sama gagn til áburðar
og chilesaltpjetur (15% köfnunar-
efni).
Ehnþá erum vjer Islendingar
ekki famir að nota hina stórkost-
lega miklu orku fossanna. Ennþá
streyma þeir ófjötraðir fram af
berginu. Ennþá eru óbeislaðir
þessir mörgþúsund ósýnilegu
hestar vatnsins. En hvað lengi
stendur svobúið?
Það er erfitt fyrir fámenna
þjóð, fámennustu þjóð heimsins
— að ganga til framkvæmdanna.
Hjer þarf hugvit — og það
vonandi höfum vjer nóg — og svo
peninga svo miljónum skiftir, og
jafnvel menn einnig.
Af því hvorutveggja stendur
oss stuggur, einkanlega þá ef
flytja þarf inn verkalýð. Vjer
hræðumst það, að vjer fáum
ruslaralýð inn í landið og ef svo
reyndist, væri betur heima setið.
Að fá lánaðar miljónir til
framkvæmdanna, er óhjákvæmi-
legt. Og sje málið vel undirbúið,
ætti það að mínu áliti að vera
hættulaust. Eh verkalýð þurfum
vjer ekki að flytja inn ef farið
er smátt af stað. Jeg hygg að það
yrði einungis til góðs fyrir þjóð-
fjelagið, ef byrjað yrði á fossa-
iðnaði, og það sjerstaklega af
þeim ástæðum að atvinnuvegirnir
þróast nú of einhliða. Sjávarút-
vegui’inn tekur nú alt uppvaxandi
fólk landsins, en þá dreifðist það
til iðnaðarins. Það er enginn vafi
á því, að þjóðfjelag, sem stundar
sem mest alhliða atvinnuvegi
stendur betur að vígi en þjóðfje-
lag með fáa eða einhliða atvinnu-
vegi, sjerstaklega á kreppuárum,
því að hæpið mun það vera, að
kreppa sje í öllum atvinnuvegum
á sama tíma. Eitt atriði er enn,
sem hefur mikla þýðingu fyrir
afkomu þjóðarinnar og það er
rísi upp iðnaður í landinu, skap-
ast markaður fyrir vorar fram-
leiðsluvörur, sem nú eru. Vjer
verðum óháðari erlendum mark-
aði. Dæmi um þetta sjáum vjer
best frá Noregi. Enginn vafi er
á því, að vjer getum fengið mark-
að fyrir meginið af landbúnaðar-
afurðum vorum í landinu sjálfu,
rísi stóriðnaður upp í landinu.
Hitt er annað mál, hvort það
yrði allskostar heppilegt fyrir
heildarafkomu þjóðfjelagsins. En
verði virkjað hæfilega mikið í
einu, ætti það að geta orðið okk-
ur til blessunar. Jeg get ekki
hugsað mjer að fleiri en 3—4
þús. manns þurfi til þess að
starfrækja 100000 hestöfl (sbr.
við Rjúkan). Og er það ekkert
gífurlegt. Vjer getum borið það
saman við sjávarþorpin, sem nú
eru að rísa upp og vaxa mjög
ört. Það gefur dálítinn saman-
burð.
St. á Goðafossi 19. sept. 1926.
Vigfús Helgason.
-----o----
Sögufjelagið. Ársbækur þess
eru nýlega komnar út og eru
þessar: Blanda III. bindis 3
hefti, Alþingisbækur Islands VI.
b. 2. h., Landyfirrjettar- og hæsta-
rjettardómar (1801—1873) III. b.
1. h., Grund í Eyjafirði. Saga
hennar (eftir Klemens Jónsson),
2. h., þjóðsögur Jóns Árnasonar
I. b. 2. h.
Eins og sjá má af þessu, eru
það fimm rit, sem Sögufjelagið
hefur á prjónunum, ýmist skemti-
leg alþýðurit eða nauðsynleg
sagnarit og fræðirit. Þjóðsögur
Jóns Árnasonar munu vera mjög
kærkomin skemtibók, og Blanda
er altaf fróðlegt og skemtilegt
rit. Grundarsagan kemur víða við,
og lítur út fyrír, að úr henni
verði allstórt rit, með því að út
eru komnar 128 bls. og • sögunni
þó ekki komið lengra en fram á
15 öld, og er í,því hefti, sem nú
er nýútkomið, sagt frá Sturlung-
um, Sighvati Sturlusyni, sem
lengi bjó á Grund, og sonum hans,
og Grundar-Helgu, sem höf. telur
hafa erft Grund úr þeirri ætt.
Fjelagsmenn Sögufjelagsins eru
nú 950. Hafa 416 bætst við síð-
astl. ár, segir í skýrslu fjelags-
ins, en nokkrir tugir hafa verið
strikaðir út úr fjelagsskrá „sakir
langrar vangreiðsu", þ. á. m. 28
lestrarfjelög, og „eru þau flest-
öll í Ameríku“. — Þetta ár hefur
fjelagið fengið 3000 kr. styrk úr
landssjóði.
Þrír þýskir f jármálamenn
dvelja hjer nú á vegum L. Jó-
hannessonar hæstarj.lögmanns í
þeim erindum að kynna sjer horf-
ur á stofnun nýs banka. Hefur
verið talað um það, að þýskt fje-
lag mundi ef til vill leggja fram
um 6. milj. kr. til slíks fyrirtækis
og eru Þjóðverjarnir hjer trúnað-
armenn þess, kostaðir hingað af
innlendum mönnum, sem áhuga
hafa á þessu. Ekkert er þó um
það kunnugt opinberlega hvað úr
þessu verður.
Þór tók nýlega tvo togara við
Portland, þýskan og belgiskan.
Voru þeir sektaðir í Vestmanna-
eyjum um 12500 kr. hvor.
Mannf jöldi á íslandi. Hagstofan
hefur nýlega samið skýrslu um
mannfjölda hjer víð árslok 1925
og er það gert samkv. bæjar-
manntali Rvíkur og prestamann-
talinu úti um land. Voru lands-
menn þá 100 þús, eða 37 miður.
Fólksfjölgunin á árinu var 1493
eða um 1,5% og er það óvenju
mikil fjölgun. Mismunurinn á tölu
fæddra og dáinna á árinu mun
hafa verið um 1330, en um 160
manns hafa bætst við fólksfjöld-
ann fyrír innflutning. Þessi mann-
töl sem farið er eftir eru þó ekki
fyllilega nákvæm, svo sennilega
hefur fólksfjöldinn verið kominn
nokkuð yfir 100 þús.
Mest kemur fólksfjölgunin
fram í kaupstöðunum, Þar fjölg-
aði um rúml. 2000 manns á árinu
og langmest í Rvík, um 1365
manns, en í sýslunum fækkaði
um 500 manns. 1 nokkrum versl-
unarstöðum úti um land hefur
Fox-Normal
næ-rföt
ráðleggjast, öll úr sjerlega góðu
og hlýju efni, til þess að vernda
heilsuna. Fást aðeins í Kronprins-
ensgade 2, Köbenhavn K.
C. Jespersen.
Hin heimsfræga
„DIABOLO“-
skilvinda
ásamt öllum nauðsynlegustu
varahlutum fyrirliggjandi.
V ersl. V adnes
Sími 228.
fólki þó fækkað. I Rvík voru rúm-
iega 22 þús. Næst fjölmennust er
Akureyri (3,033), þá Hafnar-
Ijörður (2943), þá Vestm.eyjar
(2926), þá ísafj. (2224) og síðan
Siglufj. (1535) og Seyðisfjörður
(957). Eru sumir verslunarstað-
irnir alt að því eins stórir eða
stærri, en minstu kaupstaðirnir,
t. d. Akranes (1100), Nes 1 Norð-
firði (945) og Bolungarvík,
Eyrarbakki, Eskifjörður og Húsa-
vík eru öll hátt á 8. hundraðinu.
Fjölmennsutu sýslurnar eru ann-
ars ísafjarðar-, Þingeyjar- og Ár-
nessýslur og svo Eyjafjörður, all-
ur með 5—6 þús. manns.
Innflutningur vinanda var árið
1925, samkv. skýrslu Hagstof-
unnar: ómengaður vínandi (16°)
35 þús. lítrar, konjakk (8°) um
5 þús. 1., sherry, portvín og mal-
aga um 182 þús. 1., önnur vínföng
(messuvín, rauðvín, o. sl.) um 22
þús. 1. Verslun með allar þessar
teg. annast einkasala ríkisins. Af
óáfengu öli voru fluttar inn rúml.
100 þús. 1. og af sódavatni um
2300 1. Af menguðum vínanda til
eldsneytis og iðnaðar voru flutt-
ir inn um 7 þús. 1., af ilmvötnum
og hárlyfjum um 900 1. — Frá
því bannlögin gengu í gildi, 1913,
hefur löglegur innflutningur ó-
mengaðs vínanda og konjakks
numið um 700 þús. lítrum. Inn-
flutningur Spánarvínanna svo-
nefndu hefur aukist mikið eftir
bannlagaundanþáguna — var
1920 um 5300 1. móti 182 þús. I.
1925.
Prentsm. Acta.
levent vár annars mjög slunginn, verður við það að kann-
ast, að þessi spuming kom óhentuglega. Tll allrar ham-
ingjú heyrði ábbadísín hana ekki, því að hún var svo nið-
ursokkin í hugsanir sínar. Hún hjelt áfram: „Fauche-
levent!" — „Já, háæruverðuga móðir“. — „Sankti Dio-
dorus, erkibiskupinn i Kappadokiu, heimtaði, að á gröf
hans yrðí ritað orðið: A c a r u s, sem þýðir maðkur, og
var það gert eftir ósk hans“. — „Já, háæruverðuga móð-
ir“. — „Hinn sæli Mezzocane, ábóti í Aquila, krafðist þess
að verða grafinn undir gálganum, og það var gert“. —
„Já, svo er það“. — „Sankti Terentius, biskup í Ostia við
Tiberós, heimtaði að merki það skyldi verða sett á gröf
hans, sem sett er á grafir föðurmorðingja, í þeirri von,
að vegfarendur, er fram hjá gengju, mundu hrækja á gröf
hahs. Þetta var gert. Það verður að gerast, sem þeir fram-
liðnu heimta“. „Já, það er alveg rjett“. — „Lík Bern-
hards Guidonis, sem fæddist í Frakklandi við Roche-
Abeille, var, samkvæmt skipun hans, og þvert ofan í
vilja konungsins í Kastilíu, grafið í Domikana-kirkjunni í
Limoges, þótt Bemhard Guidonis væri biskup á Spáni.
Er hægt að mótmæla þessu á nokkum hátt?“ — „Nei,
það er ekki hægt, háæruverðuga móðir“. — „Plantavit de
la Fosse ber vitni um þetta“. Nokkrar kúlur í talnaband-
inu runnu aftur gegnum greipina á abbadísinni. Hún hjelt
áfram: „Fauvent, það á að jarða móður Crucifixion í lík-
kistunni, sem hún hefur sofið í síðustu tuttugu árin“. —
„Það er ekki nema sjálfsagt“. — „Dauðinn er framhald
svefnsins". —• „Já. Jeg á þá að negla lokið á þessa kistu?“
— „Já“. — „Og við hirðum ekkert um kistuna, sem lík-
mennimir köma með ?“ — „Nei“. — „Jeg fer að öllu eíns
og yðar háæruverðuga klaustur fyrirskipar“. — „Söng-
konuraar fjórar eiga að hjálpa yður“. — „Til þess að
negla kistulokið aftur. Jeg þarfnast þeirra ekki, jeg get
gert það einn“. — „Nei, til þess að hleypa henni niður“.
— „Hvert?“ -— „1 grafhvelfinguna". — „Hvaða grafhvelf-
iftgu?“ — „Undir altarinu“. Fauchelevent varð hvert við.
„Grafhvelfingúha undir altarinú ?“ — „Já, undir altarinu“.
— „Já, en . . .“ — „Þjer ætlið að útvega járnstöng“. —
„Já, en . . .“ — „Þjer lyftið steininum upp með því að
setja stöngina í hringinn“. — „Já, en . . .“ — „Það verð-
ur að hlýðnast þeim framliðnu. Síðasta ósk móður Cruci-
fixion var að verða jörðuð í grafhvelfingunni undir alt-
arinu í kapellunni og vera ekki sett í vanheilaga jörð, að
fá að hvílast þar í dauðanum, sem hún hefði beðið bæn-
ir sínar í lífinu. Hún bað okkur um að þetta yrði svona,
og við lítum á bæn hennar sem fyrirskipun“. — „Já, en
þetta er bannað“. — „Bannað af mönnum, fyrirskipað
af guði“. — „En hugsið þjer yður nú að þetta bærist út“.
— „Við berum traust til yðar“. — „Já, jeg þegi eins og
steinn“. — „Ráðið er samankomið. Atkvæðisbæru mæð-
umar, sem jeg hef nýlega ráðgast við og eru enn á ráð-
stefnu, hafa ákveðið, að móðir Crucifixion skuli jörðuð í
kistu sinni og undir altarinu samkvæmt ósk sinni. Hugs-
ið þjer yður, Fauvent, ef það gerðust nú kraftaverk við
gröf hennar! Það yrði stórkostlegur sómi fyrír reglu vora!
Við grafirnar er það, sem kraftaverkin eru tengd“. — „Já,
en háæruverðuga móðir, hugsum okkur að heilbrigðis-
nefndin . . .“ — St. Benedikt II. bauð Konstantusi Pogo-
r.atos birginn, er um jarðarfararmál var að ræða“. — „Já,
en lögreglustjórinn . . .“ — „Chronodemaire, einn af sjö
frönsku konungunum, sem ruddust inn í Gallíu, er Kon-
stantin sat á stóli, viðurkendi greinilega rjett klaustrar-
manna til þess að jarða i n r e 1 i g i o n e, þ. e. undir
altarinu". -— „Já, en umsjónarmaður amtsins . . .“ —
„Það, sem þessa heims er, er einskisvirði ef það fer í bága
við krossinn. Marteinn, ellefti regluforingi Kartheaus-
anna, gaf reglunni þessi einkunnarorð; Stat crux,
dum volvitur orbi s“*). — „Amen!“ sagði Fauche-
levent, sem æfinlega reyndi að bjarga sjer úr vanda með
þessu orði, þegar latína var töluð. Sá sem lengi hefir orðið
að þegja, er feginn öllum áheyrendum. Abbadísin, sem var
vön að þurfa að þegja, þó að hún væri alhlaðin, stóð upp
’) Krossinn stendur kyr, jafnyel þótt jörðin snúist.
og mælti með þeirri mælsku, er flóði út yfir alla bakka:
„Jeg hef mjer til hægri handar Benediktus, til vinstri
handar Bernhardus. Hver er Bernhardus? Fyrsti ábót-
inn í Clairveaux. Hver er Benediktus? Hann er höfuð-
biskupinn í Monte Cassino, annar stofnandi heilagleika
klausturlífsins, Basilius mikli Vesturlanda. Á aðra hönd
St. Bernhard, á hina heilbrigðisnefndin; á aðra hönd St.
Benedikt, á hina lögreglan. Ríkið, lögreglan, líkburðar-
skrifstofan, reglumar, fyrirmælin, hvað kemur það okk-
ur við? Allir verða hneykslaðir af að sjá, hvernig farið
er með okkur. Við eigum þó líklega með að gefa Jesú Kristi
jarðneskar leyfar vorar. Heilbrigðisnefnd ykkar er stjórn-
arbyltingar-uppgötvun. Að setja lögreglustjórann ofar
guði! iSvona er þessi öld!“ Fauchelevent kunni ekki sjer-
staklega vel við sig undir þessari dembu. Abbadísin hjelt
áfram: „Það er þá afráðið, Fauvent?“ — „Já, háæruverð-
uga móðir“. — „Getum við treyst yður?“ — „Já, jeg skal
hlýða“. — „Það er gott“. — „Jeg er einlægur þjónn
klaustursins". — „Það er gott. Þjer neglið kistuna þá
aftur. Systumar bera hana inn í kapelluna. Guðsþjónust-
an er haldin, og þvínæst halda allir til klaustursins aft-
ur. Þjer komið þegar klukkan er milli ellefu og tólf með
jámstöngina yðar. Alt gerist með mikilli leynd. í kap-
ellunni eru engir aðrir en söngkonumar fjórar, móðir
Ascension og þjer“. — „Og systirin við staurinn?“ —
„Hún lítur ekki við“. — „En hún heyrir“. — „Hún hlust-
ar ekki eftir neinu. Það, sem klaustrið veit, veit heimur-
inn ekkert um“. Nú varð aftur þögn. „Þjer skuluð taka af
yður bjölluna", sagði abbadísin, „það er engin ástæða til
þess, að systirin við staurinn verði neitt vör við að þjer
sjeuð þarna“. — „Háæruverðuga móðir“. — „Hvað er það,
Fauvent?“ — „Hefur líkskoðunarlæknirinn komið?“ —
„Hann kemur í dag klukkan fjögur. Klukkunni, sem kall-
ar á hann, hefur lengi verið hringt. Heyrið þjer alls ekki
til klukkunnar?“ — „Jeg tek ekki eftir neinni nema
minni“. — „Það er gott, Fauvent“. — „Jeg verð að fá
lyftistöng, sem er að minsta kosti sex feta löng“. —