Lögrétta


Lögrétta - 09.11.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 09.11.1926, Blaðsíða 1
[nnbeimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 1 Sími 185. LOGRJETTA Utgefandi og ritstjór> Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Beykjarík, þriðjudaginn 9. nóyember 1926. 47. tbl. I Um víða veröld. Viðskifta-frelsi. Viðskiftaástand og örðugleikar heimsins valda nú mörgum mönn- um áhyggjum. Nýlega hafa fjöldamargir helstu fjármála- og verslunarmenn heimsins sent út ávarp um þessi efni. Segja þeir m. a. að ekki sje unt að horfa óttalaust á alla þá tollmúra, bönn og sjerleyfi, sem gripið hafi inn í alþjóðaviðskiftin eftir stríðið og vamað þeim þess, að falla í eðli- legan farveg. Stjórnarfarsleg sundurlimun álfunnar hefur ver- ið sameiginlegum hagsmunum hennar til hins mesta tjóns. Ástandið er nú áþekt því sem verða mundi ef bandaríki riftu alt í einu þeim böndum sem tengdu þau, og hver einstakur ríkishluti færi á allan hátt að reyna að spilla verslun hinna, í stað þess að styrkja hana. Toll- múrarnir og bönnin hafa skapað falska dýrtíð og dregið úr fram- leiðslunni, spilt lánstrausti og lækkað gjaldeyri. Alt of mörg ríki hafa í eltingaleiknum við falskar hugsjónir sjerþjóðlegra hagsmuna, teflt í hættu velferð sjálfra sín og mist sjónar á sam- eiginlegum hagsmunum heimsins, með því að byggja viðskifti sín á þeirri hagfræðilegu heimsku, sem álítur alla verslun einskonar styrjöld. Um endurreisn Evrópu getur ekki verið að ræða, fyr en stjórn- málamönnum hennar skilst það, að verslun er ekki ófriður, held- ur gagnkvæm skifti og að ná- grannar okkar eru friðsamlegir viðskiftamenn okkar, og viðgang- ur þeirra skilyrði fyrir velgengni okkar. Ef við spillum gengi þeirra, spillum við einnig mögu- leikum þeirra til að greiða skuld- ir sínar og kaupa afurðir okkar. Innflutningshömlur hafa í för með sjer útflutningsrýmun, og engin þjóð hefur efni á því, að missa útflutningsverslun sína. Við erum allir háðir inn- og út- flutningi og alþjóðlegri samversl- un. En stefnan, sem nú ríkir í Evrópu, beinist að því, að sjúga úr álfunni allan merg. Samt virðist nú vera vaknandi skilningur á því, að breytinga sje þörf á þessum sviðum. Þjóða- bandalagið og Alþjóðaverslunar- ráðið hafa unnið þar gott verk. Fleiri og fleiri heimta lagfæring- ar á tollmálum álfunnar og sam- vinnu í stað spillandi samkepni. Skoðanimar, sem fram koma í þessu ávarpi, eru mjög í sama anda og lýsti sjer hjá pan-Ev- rópuhreyfingunni, sem nýlega var frá sagt hjer í blaðinu, og einnig kom greinilega fram á fundi hennar, sem nýlega er lokið í Vín. En megingildi ávarpsins er í því fólgið, að þar hafa margir áhrifamestu og mikilsmetnustu fjármálamenn heimsins tekið sjer fyrir hendur að reyna að sann- færa fólk um þessi efni. Meðal þeirra, sem undir ávarpið skrifa eru auðmaðurinn Morgan frá Bandaríkjunum, Montagu Nor- man, aðalforstjóri Englands- banka, Schacht forstjóri ríkis- bankans þýska, austurríski bar- óninn Rotschild, enski jarlinn BaJfour, Franqui varaforseti So- ciéte Generale de Belgique, Dr. Vögler úr þýska stálhringnum, Laederich forstjóri Frakklands- banka, Vissering frá Hollandi og frá Norðurlöndum m. a. þjóð- bankastjórinn danski, Rosen- krantz Ijensbaron, sænski ríkis- bankastjórinn Moll og Rygg for- stjóri Noregsbanka o. m. fl. frá flestum löndum Evrópu. Englend- ingár munu eiga upptök þess, að ávarpið er sent út. Munu ávarps- mennirnir ekki ætla að láta lenda við orðin ein, en fylgja fram máli sínu í verki, enda er æ fleirum og fleirum af bestu mönnum þjóð- anna að verða ljóst, að í óefni er komið málum álfunnar og knýj- andi nauðsyn breytinga og bóta. Kreppuvarnir. Jafnaðarmannastjórnin danska, eða Stauning forsætis- og at- vinnumálaráðherra, hefur nýlega lagt fyrir þingið frumvarp til svonefndra kreppuvarnarlaga. Er þar gert ráð fyrir því, að ríkið leggi fram til kreppuvarna rúml. 100 milj.- kr. 8 milj. kr. á að mega veita sem lán til atvinnu- fyrirtækja, sem illa eru stödd af óviðráðanlegum ástæðum eða vegna erlendrar samkepni. 20 milj. á að mega veita sem trygg- ingar fjárlánum, er atvinnufyrir- tæki taka til aukningar sjer eða endurbóta, einkum gömul fyrir- tæki, en 5 milj. af þessu má veita nýjum fyrirtækjum, sem efnileg þykja. 40 milj. má veita sem út- flutningsábyrgðir. 250 þús. kr. á að veita til þess að auka markað danskra afurða erlendis og til ýmiskonar auglýsingastarfsemi, 15 milj. eiga að vera beinn styrk- ur til atvinnufyrirtækja, sem ekki gætu starfað að öðrum kosti. Þessi styrkur á að miðast við verkafólk fyrirtækjanna og má ekki nema meiru en 2 kr. á vinnu- dag á mann, nema ef eingöngu er unnið úr dönsku efni, þá 3 kr. 2 milj. má nota til þess að veita 20% viðbótarstyrk þeim fyrir- tækjum, sem annan ríkisstyrk hafa, til þess að kaupa vjelar eða efni, sem að öllu leyti sjeu dönsk framleiðsla. Fjelög, sem leggja í varasjóð, mega hafa skattfrjáls- an helming þeirrar upphæðar, sem þannig er varið á skattárinu 1927—28. Til framkvæmda og eftirlits með lögunum á að stofna ráð verkamanna og vinnuveit- enda, stjóminni til aðstoðar. Alla þessa styrki má veita til 1. apríl 1928, en þeir eiga að vera end- urgreiddir fyrir 1. apríl 1983. Framlög til landbúnaðar eru áætluð í frv. 10 milj. kr., (ætlaðar til landbóta grundforbedring). Fjórir fimtu hverrar veitingar eru lán, einn fimti styrkur. Veita má bæði einstökum mönnum og sveitafjelögum til áveitufyrir- tækja, nýræktunar o. sl. Ríkið á einnig að taka á sig ábyrgð á reksturshalla nokkurra lánsstofn- ana til smábænda og leiguliðar á ríkisbýlum eiga að fá gjaldfrest á afgjöldum. Til bygginga má veita 27 milj. kr. lán um byggingasjóði ríkisins, sem áður hafði 20 milj. til umráða. 16 milj. má veita sem lán til sveita- og bæjafjelaga til að fram- kvæma ýms verk til atvinnubóta, þar af í hæsta lagi 10 milj. til neyðarráðstafana í þessum efn- um. 3 milj. má veita til kaupa á innlendu efni til slíkra verka, Alls 800 þús. kr. má veita til viðbótar beinum atvinnuleysisstyrk. Til ábyrgðanna, sem gert er ráð fyrir í frv. þarf ríkið ekki hand- bært fje, en hinsvegar til styrkj- anna og lánanna. Er ráð fyrir því gert að fá það með útgáfum skuldabrjefa og með auknum kreppuskatti á eignir, sem talið er að nema muni 24 milj. kr. Þetta frumvarp stjórnarinnar hefur vakið miklar umræður og deilur í Danmörku. Allir flokkar, nema jafnaðarmenn, hafa eitt- hvað meira eða minna við það að athuga og jafnvel búist við stjórnarskiftum út af þessum málum. Bannið í Noregi. Eins og fyr er frá sagt fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um vínbannið í Noregi 18. f. m. Úr- slitin urðu þau, að með banninu voru greidd um 420 þús. atkv., en móti því um 530 þús. Til saman- burðar er þess að geta, að þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram um bannið 1919 voru greidd 489 þús. atkv. með banni, en aðeins 304 þús. móti því. Breytingin, sem á er orðin um fylgi banns- ins er því mjög mikil. t stað þess að bannmenn höfðu áður 180 þús. atkv. meirihluta hafa andbann- ingar nú um 110 þús. atkv. meiri- hluta, eða um 250 þús. kjósendur hafa snúist frá fylgi til andstöðu við bannið. Fylgi bannsins hefur þorrið svo að segja um land alt, en einkum austanfjalls, í upplönd- um og Heiðmörk. Stórbæirnir eru allir móti banni, nema Stavang- er. Af hinum 45 bæjum landsins voru 11 á móti banni 1919, en nú 30. Baráttan um bannið hefur ver- ið mjög hvöss í Noregi. Aðal- maður andbanninga í kosninga- hríðinni var Halvor Diesen mál- færslumaður, en aðalmaður bann- manna dr. Scharffenberg. Stjórn- málaflokkamir hafa verið all- skiftir í afstöðunni til málsins. Hægri menn hafa yfirleitt verið andbanningar og vilja afnema bannið án þjóðaratkvæðagreiðslu. En það voru vinstrimenn og jafn- aðarmenn, sem knúðu fram at- kvæðagreiðsluna. Vinstrimenn voru þó ekki á eitt sáttir um bannið, en jafnaðarmenn hafa bann á stefnuskrá sinni, en all- margir flokksmenn þeira kváðu ekki hafa tekið þátt í kosningun- um, vegna þess, að þeir eru ekki bannmenn. Lykke forsætisráðherra hefur lýst því yfir, að stjómin muni í þingbyrjun næst leggja fram frumvarp um afnám bannsins, sem sjálfsagt verður samþykt, enda hefur bannmannaleiðtoginn dr. Scharffenberg sagt, að hann geri ráð fyrir því, að allir bind- indismenn í Stórþinginu greiði einnig atkvæði með afnámi banns- ins, eftir þessi málalok. Stjómar- frumvarpið sem væntanlegt er á að fara í svipaða átt og tillögur Berge-stj ómarinnar 1924. Leggur þá ríkið háan skatt á brenni- vínsnotkun og setur upp ríkis- einkasölu. Ýmsar takmarkanir verða þó jafnframt settar, flest- ir bæir fá að ráða því sjálfir,hvort þeir vilja hafa brennivínssölu eða ekki, brennivín má ekki selja mönnum undir 21 árs að aldri, og ekki drykkjumönnum o. fl. Bind- indismenn munu leggja til fleiri takmarkanir. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í Noregi hafa vakið mikla athygli og umræður víða. M. a. hefur Svíinn dr. Bratt, sem sænskt vín- takmörkunarkerfi er kent við, sagt svo um atkvæðagreiðsluna, að hún sýndi hvorki sigur áfeng- isins nje bindindisins. En hún sýndi ákveðinn ósigur hins hálfa banns, sem væri verk óhagsýnna hugsjónamanna og skýjaglópa, sem ekki hefðu skilið kjarna hinn- ar eiginlegu bindindishugsjónar. Siðustu fregnir. Banatilræði var Mussolini enn veitt fyrir nokkmm dögum. Ný- afstaðnar kosningar í Banda- ríkjunum hafa eflt flokk demo- krata, en rebublikanar þó í meiri- hluta. Talað er um að Ungverja- land og Belgía æth að ganga í persónusamband. ----o-- Lýðháskólarnir í Danmörku. ------- Nl. Nokkrar tölur um fjölgun nem- enda í dönskum lýðháskólum og aukinn ríkisstyrk til skólanna gefa góða hugmynd um það traust er, þessar stofnanir hafa unnið meðal þjóðarinnar. — Með- altal nemenda á dönskum lýð- háskólum og búnaðarskólum í Danmörku á hverju ári og frá 1844—1914 er svohljóðandi: Áratuginn Piltar Stúlkur Samt. 1844—54 92 18 110 1854 64 311 46 357 1864—74 1490 478 1968 1874—84 2541 1283 3824 1884—94 2753 1761 4516 1894—1904 3708 2686 6394 1904—14 4636 3266 7902 Árið ’22— -23 4963 3476 8439 Til fróðleiks má geta þess að þetta síðasta ár 1922—23 skift- ust þessir nemendur hlutfallslega milli skólanna þannig að 6214 vom á lýðháskólum og 2225 á búnaðarskólum. Þetta er æskulýðurinn frá 18— 25 ára aldurs. Árið 1918 voru 68 lýðháskólar og 20 búnaðarskólar í Danmörku, það eru þær yngstu upplýsingar, er jeg hefi fengið um tölu þeirra. En lýðháskólamir hafa ekki ein- vörðungu að þakka forvigismönn- um sínum framgang sinn, heldur einnig þeim skilningi, sem þeir hafa mætt frá hlið ríkisins. — Styrkur ríkisins til lýðháskólanna hefur gert þeim mögulegt að lifa við sæmileg kjör. Árið 1855 var ríkisst. 10.000 kr. _ 1880—90 -------- 55.000 — _ 1913 — — 150.160.000 — En meira virði fyrir þjóðmenn- inguna hefur þó sá ríkisstyrkur verið, sem hefur verið veittur fá- tækum nemendum, til að stunda nám á skólunum — sem gefur öllum sem óska tækifæri til þess. Árið 1870 var ríkisst. 13,299 kr. — 1880—90 — — 90.100.000 — _ 1913 — — 350.000 — — 1923 — — 582.000 — En hvenær ætli sá dagur korm að íslenska ríkið sýni það frjáls- lyndi að veita styrki til nemenda og skóla, þar sem þekkingin er ekki mæld á handahófpundarann við prófborðið? Ef við spyrjum danskan bónda hvernig Danmörk hafi náð þeim framförum í landbúnaði, sem hún hefur gjört síðari hluta 19. ald- arinnar og í byrjun þeirrar 20. þá er jeg ekki í efa um að hann mundi svara: „Það eigum við að þakka lýðháskólunum og búnaðar- skólunum okkar“. — Og ef við lítum betur eftir er þetta svar rjett. — 1 engu landi hefur ver- ir eins góð samvinna milli lýð- háskóla eins og í Danmörku. Og búnaðarskólarnir hafa tekið sína kensluaðferð eftir lýðháskólunum þó þeir sjeu fagskólar. Nú sem stendur er hver fjórði bóndasonur og hver tíundi húsmannssonur einn vetur á lýðháskólum. Þar vakna þeir til umhugsunar um lífið og starf sitt. Og það er ein- mitt sá rjetti undirbúningur til þess að lesa svo á búnaðarskóla annan vetur hinar hagkvæmu greinar. Enda segjast búnaðar- skólarnir fá sína bestu nemend- ur frá lýðháskólunum. Hans Ap- pel fyrv. skólastjóri við búnaðar- skólann í Dalum segir: „Hinn danski búnaðarskóli telur sig bairn úr húsi lýðháskólanna, og hann horfir með þakklæti og virð- ingu til þeirra, sem hann stendur í ómetanlegri þakkarskuld við“. Flestir búnaðarskólarnir eru eins vetrar skólar — eða 9 mánaða — án prófs. Þannig hafa þessar tvær skóla- tegundir lyft danskri bændamenn- ingu bæði andlega og efnalega, svo nú horfa aðrar þjóðir upp til Dana á þessu sviði og kappkosta að læra af þeim. Holger Begtrup segir að framför hins danska landbúnaðar stafi af því að menn hafi lært að nota náttúru- vísindin á hágkvæman hátt við al- menna landbúnaðarvinnu, á bún- aðarskólunum, og að sá skilning- ur hafi verið að þakka hinni þjóð- legu vakningastarfsemi lýðhá- skólanna. Afstaða lýðháskólanna á okkar tímum. Við lifum á byltingatím- um. Það er óánægja á flestum sviðum, og menn leita eftir nýj- um umbótum. Lýðháskólinn hef- ur ekki farið á mis við þennan tíðaranda fremur en aðrir skólar. Honum hefur verið fundið það til foráttu, að hann væri orðinn of gamall. Og ýmsir hafa gert til- raun til að finna upp ný form fyrir lýðháskólann. En þær til- raunir hafa flestar mishepnast að meira eða minna leyti. Það kem- ur af þeirri einföldu ástæðu, að sannleikurinn er sá, „að lýðhá- skólahugsjónin verður aldrei of gömul á meðan eðlisþættir manns- ins eru hinir sömu og nú‘. En hætta lýðháskólans liggur í því, að starfsmenn hans lifi einvörð- ungu á anda fortíðarinnar. Það þolir skólinn ekki. Lífið er of nýtt og margbreytilegt til þess að bindast í viss form. Þessvegna verður „skólinn fyrir lífið“ einn- ig að taka tillit til tíðarandans og þeirra áhugamála sem lifa í hugum nemendanna. Hans Lund hefur sagt, „að mesta dauðamerki lýðháskólans á okkar tímum væri það, ef hann leitaðist við að líkj- ast hinum gamla lýðháskóla". — Tákn lífsins er fjölbreytnin, en tákn dauðans er tilbreytingar- leysið. — Okkar tímar eru ólík- ir þeim tímum þegar lýðháskól- inn var stofnaður, þess vegna getur hann ekki verið alveg eins nú eins og þá þó hann fylgi sömu hugsjón og standi á sama grund- velli. Það sannast þar „að ólíkir hlutir geta líktst hver öðrum“. Lög lýðháskólans verða því aldrei skrifuð, vegna þess að hann fylg- ir þroskun mannlífsins, en enginn veit fyrirfram á hvern hátt það

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.