Lögrétta


Lögrétta - 07.12.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 07.12.1926, Blaðsíða 1
[nnh«imt& og afgreiðftla í Þingholtsstræti 1 Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjór* Þorsteinn Gíslasoi Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Beykjarík, þriðjudaginn 7. desember 1936. 51. tbl. Lim víða verðld. Síðustu fregnir. 1 Ítalíu virðast ávalt vera nokkrar viðsjár um þessar mundir. Nefnd, sem hefur það hlutverk, að stemma stigu fyrir andróðri gegn fascista-stjórninni hefur ákveðið burtrekstur 500 stjórnarandstæðinga til afvikinna staða. Sumar fregnir segja stjómina hafa hafið grimmilega ofsókn gegn andstæðingum sínum og hafi ýmsir alkunnir stjóm- málamenn og rithöfundar orðið fyrir þeim og eignir þeirra eyði- lagðar. — I Grikklandi hefur Zaemis nýlega myndað sam- steypustjóm. — 1 skýrslu sinni fyrir yfirstandandi ár segir Hoo- ver verslunarmálaráðherra Banda- ríkjanna að velmegun hafi aldrei verið þar eins mikil og almenn og nú. ----o--- Bæða flutt á Árnesingamóti í Reykjavík 27. nóv. 1926. Háttvirtir áheyrendur! Þegar sjera Matthías Jochums- son tekur sjer fyrir hendur að minnast Skagafjarðar í ljóði, þá kvartar hann fyrst yfir því, hvar byrja skuli: „Hvar skal byrja? hvar skal standa? hátt til fjalla? lágt til stranda?" En skáldguðinn firrir hann brátt öllum efasemdum í þessu efni, sbr. þessi vísuorð: „Bragi leysir brátt úr vanda, bendir mjer á Tindastól". Jeg býst við, að svo mundi sumum fara, er minnast vildi Ár- • nesþings í stuttri ræðu, að þeir væri í fyrstu nokkuð áttaviltir, hvað þeir ættu að meta mest, svo margs er hjer að minnast í tíma og rúmi. Mjer hefur dottið í hug að fara að dæmi síra Matthíasar og taka stöðu á hálendum stað, þar sem gefur fagra sýn, þótt eigi sjáist til líka yfir alt hið víð- lenda Ámesþing. Jeg ætla að svipast um að austurbrún Hell- isheiðar, þar sem stundum er kölluð Kambabrún. — Austurbrún Hellisheiðar er merkilegri staður en margan grunar. Allir vita, hve fagurt er að litast þar um í heiðskýru veðri á sólbjörtum sumardegi, og hví- líkur sjónhringur mönnum opn- ast þar eftir að hafa ferðast dauðþreyttir á sál og líkama yfir grjóthrönglið og mosagambrið í Svínaihrauni og á „Heiðinni". All- ir yðar muna, hve mjög mönnum ljettir um hjartarætur, þegar þeir fara að sjá austur af. ölfusið, blómabygðin sjálf, næst, þá und- irlendið austan ölfusár, takmark- að af suðurhomi Ingólfsfjalls og Seljalandsmúla, kauptúnin Eyr- arbakki og Stokkseyri niður við sjóinn, skamt fyrir austan ölfus- árósa, og loks Vestmannaeyjar eins og landvættahvirfing úti í blikandi hafsauga. En hverju á austurbnún Hellis- heiðar það að þabka, að hver ein- asti ferðalangur, sem nokkura fegurðartilfinning hefur, stingur þar niður fótum og dáist að út- sýninu ? — Auðvitað fyrst og fremst undirlendinu. Það er ekki meiri fjarstæða að þakka undir- lendinu sjónarhóla fjalla, heldur en að stórir og hermannlegir karlmenn mega þakka litlu mönn- unum fyrir það, að kvenfólkið dá- ist að þeim og lítur upp til þeirra. Jeg sagði, að austurbrún Hellis- heiðar væri merkilegur staður. — Já, það er hún sannarlega. Sú var tíðin, að Ámesingar áttu ekki einungis alþingisstað þessa lands, þar sem tignustu og glæsilegustu menn söfnuðust saman á hverju sumri til þess að ráða fram úr vandamálum þjóð- ar vorrar — og höfuðbiskups- setrið, heldur og stað, þangað sem menn sóttu eins og pílagrím- ar úr öllum áttum til þess að öðlast hverskyns meinabætur. — Jeg á hjer við Kaldaðames í Flóa. I Kaldaðamesi stóð krossinn helgi, sem menn sóttu til á kross- messum og krupu fyrir, til þess að læknast af meinum sínum. En sagan segir, að þeir, sem ekki treystu sjer einhverra hluta vegna til Kaldaðamess, þeir ljetu sjer nægja að fara austur á Hellis- heiðarbrún, og fengu margir bót meina sinna. Hver mundi nú geta sagt, hve margvíslegar bænir hafi stigið upp frá brjóstum pílagrímanna, og hve mörg angistar- og þakkar- tár hafi fallið á klettana á Hellis- heiðarbrún? Og hver mundi nú láta sig óra fyrir þeim trúarmóði, sem bar þessa brautingja síðustu áfangana yfir hraunklungrið ? — En tímamir breytast. Nú heita menn unnvörpum á Strandar- kirkju sjer til sálubóta, eins og sjá má nærri því daglega hjer í blöðunum. Mjer er Kambabrún lang- minnisstæðust frá einni ferð minni um haust vestur yfir „Fjall“. Það hafði verið sólskin á undirlendinu, en þegar kom upp í Kamba, vafðist þokan um mann eins og hrollkaldur hjúpur. Jeg man, að þegar svipast var um öxl af „Heiðarbrún“, var engu líkara en að þetta væri hafsjór. Þá flaug mjer í hug gömul saga, sem sögð er um uppruna þessa lands, sem vjer byggjum, sögn sem hermir, að það hafi einu sinni fyrir æva-löngu verið hulið sævi og hvílt á mararbotni. Og jeg gat ekki varist þeirri hryllilegu hugsun, að þokan værl orðin að raunverulegri flóðbylgju hafsins, sem, eins og kunnugt er, heimtar sitt með meiri frekju en aðrar höfuðskepnur. Eg hugsaði mjer, að heil hersing manna hefði hlaupist á burt af undir- lendinu, flúið heimili sín og eignir og leitað undan flóðinu í áttina til hálendisins, vestur yfir „Fjallið“. Jeg gæti vel trúað því, að sum- ir Ámesingar hefðu látið sjer detta eitthvað svipað í hug nú á síðustu árum, þegar fólkið hefur horfið svo að austan, að jarðir í sveitum eru að komast í auðn og fjöldi húsa í kauptúnunum aust- an „Fjalls“ stendur að sögn mann- laus, en fólkið er horfið til Reykjavíkur. Mig skyldi ekki furða, þó að einum af íslensku mentamönnun- um í Kaupmannahöfn væri farið að verða ærið órótt innan brjósts út af ástandinu á Eyrarbakka. Þessi maður birti nokkuru fyrir aldamót þann spádóm sinn á prenti, að undir miðja 20. öld mundi það kauptún verða orðið álitlegur bær með trygga höfn og 6000 íbúa, en Reykjavík yrði sam- tímis orðin 12—15000 íbúa bær. — Því miður hlýtur þessi maður að fara að vera vondaufur um að spádómur sinn rætist til nokk- urrar hlítar. Þjer munuð öll sammála um það, háttvirtir Ámesingar, að hjerað vort sje að öllu saman- lögðu glæsilegasta bygðarlag þessa lands. Þvi má ókunnugum koma það nokkuð á óvart, að ekki einungis almannarómur, heldur og skjalleg gögn sýna, að fólkinu fækkar tilfinnanlega eystra, og menn haldast naumast orðið við á Suðurlandsundirlendinu. Til þessa liggja þó einkar skilj- anlegar ástæður.Vjer lifum á mik- illi byltinga- og framfaraöld. Menn hafa breytt smáu og stóru í háttum sínum. I stað þess að ferðast á hestum eða fótgangandi, ferðast menn í bílum; í stað þess að leggja saman og margfalda í huganum, reikna menn orðið í vjelum; í stað þess að sækja þorskinn í djúpið á smá-róðrar- kænum, sækja menn hann á stór- um og hraðskreiðum vjelskipum. — En austur í Árnessýslu una menn við vinnulag, sem löngu er orðið úrelt. Þar berja menn enn þá snöggar mýrar með orfi og ljá og reiða heyið í votabandi, rjett eins og gert var á fyrri öldum; jeg segi flestir. — En hvernig á slíkt að geta haldist í hendur óbreytt með sömu þjóð- inni; og það breytist líka áreið- anlega, áður langt um líður. Þegar rætt er um framfaramál vor Árnesinga, er skólamál Suð- urlands venjulega efst á baugi, og það er sannarlega ekki að ósekju. Mjer er óhætt að segja, að þó að mönnum þyki ilt og ömurlegt að sitja við vinnu sína í myrkri og kulda og vita af óvirkjuðum fossum með þúsund- um hestafla gnauðandi alt í kring um sig, þá þykir þeim enn þá hastarlegra að vita syni sína og dætur alast upp, án þess að hægt sje að veita þeim þá mentun, sem þau eiga fyllilega tilka.ll til og sem gerir þeim tilveruna marg- falt meira virði en ella. Og þetta er þó ef til vill mest vegna þess, að allur þorri manna sjer, hver hægðarleikur það er að reisa hjeraðsskóla borið saman við aðr- ar framkvæmdir, sem altaf er verið að tönnlast á í sömu and- ránni, t. d. járnbraut austur yfir Fjall. Jeg er viss um að ef Gestur Ein arsson á Hæli lifði nú, maðurinn, sem segja mætti um, að Ámes- ingar hafi mist nokkrum áratug- um of snemma eða kannske ekki síður, að þeir hafi eignast hann nokkru fyrir fylling tímans, þá mundi hann segja eitthvað skop- legt um þá menn, sem geta lát- ið sjer detta í hug svipaða mögu- leika fyrir jámbraut og hjeraðs- skóla, án þess að gera sjer nokk- ura grein fyrir því, að skóli kost- ar lítið meira en þolanleg jám- brautarstöð, þó að ekkert annað sje talið, sem þarf til slíks fyrir- tækis. Það er annars ekki ætlan mín að þreyta menn með frekara umtali í þessa átt, menn fengu hvort se mer nóg af slíku á Ár- nesingamótinu 1 fyrra vetur. En annars mun það seint ofsagt, að til lítils er að hrinda áfram verk- legum framkvæmdum, ef ekki er jafnframt hugsað um menningu manna. Og hver veit, hvort Is- lendingar hafa nokkumtíma ver- ið eins þurftugir fyrir þjóðlega mentun og einmitt nú? En þá, sem tala um járnbraut og lýðskóla í sömu andránni, vil jeg leyfa mjer að minna á það, að vjer Árnesingar getum reist skólahús, þegar menn eru orðnir einhuga um það mál, og öll hreppapólitík er lúr sögunni. En jámbraut verður oss fengin í hendur, þegar þeim sýnist, sem hvorki spyrja oss um stað eða stund í því efni. — Það er svipað hlutfalli milli hjeraðsskóla og jám brautar austur yfir „Fjall“ eins og sóknarprests og sýslumanns. Prestinn kjósa aðnjótendur sjálf- ir, en yfirvaldið fá þeir hlutdeild- arlaust. Jeg tek þessa líkingu, af því að Árnesingar, þeir sem nokk- uð muna aftur í tímann, standa furðu vel að vígi að skilja þennan mismun. Svo vil jeg leyfa mjer fyrir hönd allra þeirra, sem unna Ár- nesþingi og Árnesingum að vænta þess, að þingmenn vorir og aðrir trúnaðarmenn fái á ókomum tím- um borið þau framfaramál vor fram til sigurs, sem oss liggja þyngst á hjarta. Það er skylda vor að bera virðingu fyrir öllu því, sem að einhverju leyti snert- ir heill Ámesþings. Munum það, að einmitt á þessum slóðum hafa þau ráð verið ráðin fyrir land og lýð, sem mest alvara hefur fylgt. Það var í Ámesþingi, sem þau orð voru töluð á söguöld, er firtu oss þeim vandræðum, að Grímsey væri gerð að norsku ræningjabæli og vjer sviftir frelsi voru. Og í hjeraði voru var það herrans ár 1000 kveðinn upp sá þungvægi úrskurður, að heiðni skyldi lokið, en vjer um aldur og ævi kristin þjóð í kristnu landi. — Og svo mætti lengi telja. — íslendingar, og þá auðvitað Ár- nesingar hafa átt því láni að fagna að fæðast fullbomir. Vjer erum að því leyti eins og Aþena, sem stökk albrynjuð út úr höfði Seifs. Saga vor er ekki saga loð- innar hálf-viltrar hirðingjaþjóðar, sem komið hefur út úr óskapnað- inum einhversstaðar á grassljett- um Austurálfu. Vjer emm fæddir í fullri birtu sögunnar, fæddir við brimnið úthafsins og vopnabrak þeirrar kynslóðar, sem neytir síð- ustu krafta sinna til þess að verja fjör sitt og óðul. Vjer byrj- uðum tilveruna á hinu sollna hafi, nokkurir stórættaðir bændur frá suðvesturströnd Noregs. Það voru menn, sem höfðu hug til að fóma óðulum sínum og frændstyrk fyr- ir eina hugsjón, en umfram alt menn, sem gerðu slíkt með fullri alvöru og sársauka eins og einn þeirra hefui- lýst svo aðdáanlega og hófsamlega í þessum vísu- orðum: „Hefk lönd ok fjöld frænda flýit, en hitt es nýast: kröpp eru kaup, ef hreppik Kaldbak, en ljetk akra“. % Síðan hafa íslendingar siglt tímans sjó. Sagnaritarar vorir og skáld hafa varðveitt minninguna um hálfrar 11. aldar baráttu. Á þeirri leið eru nokkur ártöl bundr in við merkisatburði, sem allir þekkja. En umfram alt, fram- undan er ný barátta með nýjar sigurvonir. Vjer Ámesingar höf- um gilda ástæðu til þess að vera famir að hugsa til ársins 1930, hins merkilega þúsund ára af- mælis. Þá munu flokkar manna hjerlendra og erlendra safnast saman á Þingvelli innan vjebanda hjeraðs vors. Þá verða Árnesing- ar að fjölmenna og vera með há- tíðabragði og muna það vel, að þeir eru meðal afkomenda þeirra manna, sem endur fyrir löngu fluttu hreina höfðingslund og karlmensku „austan um hyldýpis haf hingað í sælunnar reit“. Hver veit nema þeir Ámesing- ar, sem safnast hafið saman hjer í kvöld haldið hóp á Þingvelli ár- ið 1930 og skipið þá eina veglega Árnesingabúð. Einmitt Árnesing- ar eiga að endurreisa frægð þing- staðarins foma 1930. Hver ein- asti maður verður að hafa slíkt hugfast. Sagan telur aldrei höf- uðhárin, og hún minnist hvorki jetins matar nje slitinna klæða, en hún mun geyma minningu þeirrar kynslóðar, sem gerði garð- inn frægan og bar skjöldinn hátt fyrir átthaga sína. Árnesþing lengi lifi! Sigurður Skúlason. ----o---- Margir í andófi. I. Það bar til tíðinda sólheitan júnímorgun einn í vor, að mað- ur kom út í móa, til mín og okk- ar fjelaga, þar sem við voram með plóg og herfi og þjörmuðum stórþýfinu. Sveittur var hann og móður, enda kominn af göngu. Hóf hann skjótt mál sitt, hjelt ræðu og mælti margt. Sagði hann okkur meðal annars frá hinum tveimur mestu gjörræðum, sem fyndust í Islandssögunni. Hið fyrra var þá framið er Jón biskup Arason var tekinn og hálshöggv- inn án undangengins dóms og laga. Hið síðara þegar Sig. Sig- urðssyni var vikið úr búnaðar- málastjórninni „án sektar, dóms og laga“. Þessi maður fór víða í vor og var óspar á orð sín. Ætla jeg því, að fleirum segði hann sögubrot þessi en okkur þar úti í móanum. Það er fimamargt, sem mælt hefur verið um þessa „frávikn- ingu“ búnaðarmálastjórans síðan í vor að það var kunngert, að Sigurði hefði verið sagt upp stöð- unni. Hefur líklega um ekkert verið meira og almennar talað í sumar, nema ef vera skyldi veðr- ið. Og það hygg eg sanni nær, að ekkert stórmál, þeirra er þjóðin nú hefur á prjónunum, hafi hing- að til orðið mönnum svo munn- tamt og endingargott til umræðu eins og þessi eðlilegi smáviðburð- ur hjá Búnaðarfjelaginu. En málið hefur fleiri hliðar en þessa, sem eftirtektai*verðar eru: Langmestur hluti þess, sem um það hefur verið sagt er nauða- líkt því, sem jeg tók upp hjer að framan, úr „móaræðunni" ferðalangsins. Það eru staðlausir stafir, ósannar öfgar og orða- gjálfur. Og menn hafa ekki aðeins orð- ið mælskir um þetta efni, heldur einnig ritfimir næsta. Og skrifað sumir langar greinar í blöðin, j.afnvel menn, sem sjaldan eða aldrei rita blaðagreinar endranær. Og skrifin sýna sig! Stjóm Bún- aðarfjel. er gerð að ranglálum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.