Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.01.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 29.01.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXn. ár. Reykjavík, laugardaginn 29. janúar 1927. 5.-6. tbL Votheysgerð Ekki veit jeg til þess, að nokkur maður hjer á landi hafi lagt meira á sig vegna votheys- gerðarinnar, bæði með hugsun, vinnu og tilkostnaði, heldur en Erasmus Gíslason á Vatnsenda. Vatnsenda keypti Erasmus ár- ið 1923 og hefur leigt jörðina síðan, en dvalið þar á sumrin og unnið að votheyshlöðubygging- um og heyskap, fyrir sig og ábú- andann jafnframt, til þess að gera margskonar tilraunir með votheysverkun. Skal hjer lýst að nokkru aðferð hans og fyrir- komulagi. Votheyshlöður nefnir hann þessi hús einu nafni. Hólfin eru 4 samhliða með milliveggj um, alt úr jámbendri steinsteypu. Þykt útveggja eru 10 þuml., skilrúma- veggir 5—6 þuml. Homin ávöl. Botninn steyptur með vatnshalla, aít vandlega fágað. Hvert hólf er 4 m. djúpt, grafið í jörð, vídd 3X4 m. Votheyshlaðan gengur homrjett út frá þurheyshlöð- unni, í sambandi við hana og fjósið. Upp af útveggjum (hólf- anna eru steyptir ca. 2 m. háir veggir og gert yfir með járnþaki (skúrhalli). Dyr eru yfir hverju hólfi, móti suðri, og í þær feld trjehurð. Brunnar tveir eru steyptir í þurheyshlöðunni, sem hann nefn- ir: vatnsbrunn og baðbrunn. Vatnsbrunnurinn er ca. 3 m. djúpur, vídd 3/4X3/4 m.; hann er gerður til þess að fá nóg frum- vatn í heybaðið, sem myndast við það að lögurinn sýgur gegnum heyið til baðbrunnsins. Samband er milli allra hólfanna niður við botn, svo að lögurinn sem heyið sleppir geti runnið hiklaust í bað- brunninn. Þessi lögur er svo aft- ur notaður til þess að kæla heyið eftir þörfum. Verður því ekki frekar lýst hjer, þar sem þetta er á tilraunastigi. Til að kæla heyið er notuð tvíbelgjuð vatns- dæla, með 1% þuml. röri, og þremur skiftihönum, sínum fyrir hvom brunn og einum fyrir steyptan vatnsgeymi, sem vatn er leitt úr í fjósið og íbúðarhúsið. Er þetta bæði þjenugt og hand- hægt. Einnig má nota þessa dælu til að dæla áburðarlegi og vökva mat j u rtagarða. Jeg var staddur á Vatnsenda í haust, þegar tekið var á fyrsta hólfinu, til að gefa kúnum vot- hey. Heyið hafði ekki verið skoð- að frá því búið var að fylla síð- ast, svo nú var gaman að sjá hvemig það liti út. Farg er ekki annað en eitt lag af húsatorfi, sem fjell vel saman og þjett að veggjunum. 1 tveggja til þriggja cm. lagi er dálítil súrlykt, en þeg- ar komið er 10 cm. ofan í heyið, er hún horfin en komin fín, þægi- leg heylykt. Heyið liggur sljett, laust og grænt, eins og það væri nýtekið af jörðinni, vatnsþrung- ið og safaríkt. Þetta er áreiðan- lega besta votheyið, sem jeg hefi sjeð. Þó mikið hafi verið ritað og rætt um votheysgerð hjer á landi, og nokkrir bændur hafi notað það með góðum árangri, um alllangt skeið, þá hefur samt, fram að þessu, vantað raunveralega at- hugun á því, hvemig vothey skuli vera, til þess að líkjast sem mest grasinu nýslegnu á teignum. Jeg veit ekki til að neinn hafi komist eins nærri því og Eras- mus nú, með þessari nýju að- ferð sinni. Þetta mál er fyllilega þess vert, að því sje gefinn gaumur. Þó að ýmsir hafi sett í súr- hey, eins og það var kallað upp- haflega, og það með rjettu, því lyktin af því er oft vond og súr, þá hefur svo mikið sleifarlag ver- ið á því á margan hátt, að varla er hægt að ætlast til þess með sanngirni að almenningur tæki það upp. Menn grófu holur í hóla eða hlóðu kakkagryfjur einhversstað- ar þar sem hægast var að koma því við hjá bændum, oft án þess að hug-sa um aðstöðuna til gripa- húsanna eða gegninganna yfir- leitt; svo var látið í þessar gryfj- ur af handahófi. „Heyið er farið að mæðast. Það er líklega best að fara að setja í súrhey“, hafa menn sagt. Svo er fleygt niður dálitlum slatta. Næsta dag er kominn þurkur, sem stendur í viku; þá gleymist gryfjan, því nú er um að gera að nota þurkinn, og gryfjan látin eiga sig, opin og óþakin. Svo kemur aftur rosi; þá er bætt í gryfjuna, þó með hang- andi hendi, því búast má við að þetta skemmist meira eða minna. Þegar nóg þykir komið í gryfj- una, er látið á hana farg, annað- hvort einhver ósköp af grjóti eða stór moldarhaugur, og þetta svo látið vera þaklaust. Af þessu leiðir að regn og snjór eiga greið- an aðgang að heyinu niður með veggjum og gegnum sjálfan jarð- veginn. Sitthvað fleira hefur orðið til að draga úr mönnum við vot- heysgerðina og tefja fyrir einu hinu þýðingarmesta málefni land- búnaðinum til eflingar. Á síðustu árum hefur þetta breytst nokkuð. Allmargir hafa steypt votheys- hlöður, og þá í sambandi við þur- heyshlöðuna og fjósið, en víðast mun súrlyktin fylgja þessum hús- um og ennþá er það ygirleitt sóða- legasta og erfiðasta verkið við gegningarnar að gefa súrheyið. Þar við bætist að borið mun það hafa við, að óbragð fyndist að mjólkinni. Einnig hefur menn greint á um það, hvað mikill hluti af fóðri skepnunnar það mætti vera, V2—3/4 skamtur má það vera, segja þeir djörfustu. Eras- mus segist hafa 6 ára reynslu fyrir, að kýr megi fóðra á því eingöngu, sje það rjett verkað. Jeg efast um að hægt sje að gera landbúnaði okkar betri greiða en þann, að finna ráð til þess að bjarga heyinu frá því að skemmast, þegar búið er að losa það á teignum, að minsta kosti hefði það verið mikilsvirði síð- astliðið sumar, enda sjer það á nú, því alment er mikil kvörtun yfir að kýr geri lítið gagn, því taðan sje mjög ljelegt fóður í þetta sinn. Þar á móti þekki jeg heimili, sem gefa vothey, og mjólka kýr þar miklu betur. Það era miklar líkur til þess, að bæta megi votheysgerðina, frá því sem nú er, enda full þörf á því. Það er víst, að til þess að alt sje í lagi, þurfa hlöðurnar að vera steyptar en það hefur veru- legan kostnað í för með sjer, sem margir bændur munu telja sjer ofvaxinn. Það er því mín tillaga, sem jeg vil beina til næsta Bún- aðarþings sjerstaklega, og Al- þingis, að fyrir steyptar og vel gerðar votheyshlöður verði veitt- ur samskonar styrkur og nú er veittur fyrir áburðarhús og safn- þrær. Eins og bent hefur verið á hjer að framan, er það ekki smáræðis kostnaður, sem Erasmus hefur lagt í við þessar tilraunir, þegar þess er gætt, að þetta er ekki ríkari maður en það, að þann tíma, sem hann má missa, notar hann til að vinna hjá bændum til þess að afla sjer fjár til til- rauna sinna. Þó mundi það ekki þýðingarlaust að hann mætti sjálfur gefa sig við að hirða gripi með þessu fóðri, og það mundi hann helst kjósa, enda er hann bæði nákvæmur og vandvirkur við það. Það má undrun sæta, að síðasta Búnaðarþing skyldi synja þessum manni um dálitla hjálp til frekari tilrauna. Jeg hygg að það hafi stafað af ókunnugleika á því, sem hann er að gera. Nú ætlar Erasmus að senda sýnishorn til Noregs til rann- sóknar, þó varla sje hugsanlegt að heyið reynist eins gott þar eins og það er heima, því fljótt er það að breytast þegar loft kemst að því, besta ráðið mun vera að geyma það í ís. Tilgangurinn með línum þess- um er sá, að benda á, að hjer er efnalítill maður að vinna verk, sem þegar er farið að koma mörgum að góðu liði, en á eftir að fullkomnast svo, að hver ein- asti bóndi á landinu geti hag- nýtt það á þann hátt að grasið, sem hann ræktar, verði nóg, bæði fylli- og kjarn-fóður fyrir hans eigin skepnur. Að því þurfa allir að vinna. Á gamlársdag 1926. Eristinn Ögmundsson. ---o---- Brief úr Þingeyjarsýslu 22. nóv. 1926. Síðastl. vetur var veðurmildur frá nýári. En snjó þann, er kom í desember, tók seint, því hlákur vora litlar, og var jarðlítið lengi vetrar sumstaðar fram til dala, hjer í Suður-Þingeyjarsýslu. Vor var dágott og skepnuhöld ágæt; ipargt af ám tvílembt og lamba- dauði lítill; maímánuður var þó fremur kaldur, eins og hjer er oft. Yfirleitt var sumarið hlýtt en votviðrasamt, grasspretta ágæt en nýting heyja fyrirhafnar- söm og þau að lokum minni og lakari en vænta mátti eftir tíðar- gæðum. Allmiklar heyfymingar voru víða frá f. á. og hey því með mesta móti í sumarlokin. Sauðfje var fjölgað nokkuð' og þó slátr- að talsvert fleiru en í fyrrahaust. — Snemma í október fór að snjóa og gerði harðneskjutíð, einkum síðari hluta mánaðarins. Urðu frost þá svo mikil, að dæmafátt mun vera á þeim tíma árs; 15— 16 st. á Celsius sumstaðar fram til dala. Nóvember hefur verið hlýrri en mjög úrkomusamur; regn oft við sjóinn en krepjur og hríðar í sveitum, sem hærra liggja. Er nú snjóljett í lágsveit- um, en alt undir gaddi er fjær dregur sjó. Mun þetta vera harð- indalegust vetrarbyrjun hjer síð- an 1909 (—10), en þá var hjer einhver allra snjóþyngsti vetur í mannaminnum, þó lítið sæist þess getið í blöðum og tímaritum. Heilsufar fólks var slæmt síð- ari hluta sumarsins. Slæm kvef- pest (,,inflúensa“) kom með fiski- mönnum frá Siglufirði til Húsa- víkur um mitt sumar og færðist þaðan upp í sveitir. Lögðust menn víða með miklum hita (39—40 stig) og lágu alt að viku og sumir lengur. Nokkrir rosknir menn dóu úr veiki þessari og margir voru lengi að því að kom- ast til fullrar heilsu. Jeg er nú að lesa Alþingistíð- indin síðustu, 8—9 mánaða göm- ul og nýkomin þó. Fáir lesa þau hjer í hreppi og svo mun það víðar vera. Ætla jeg að Þingtíð- indin sjeu landinu dýr bók á móts við notin og vafasamt að rjett sje að prenta þingræður, þó stundum sjeu þær að vísu betri en það, sem í blöðunum sjest um sömu

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.