Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.10.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.10.1927, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA 3 LÖGRJETTA Utgefandi og ritstjóri I* o r » t • i n n Q í 11 ■ i o n Þinghnltsrirttti 17. Sirni 178. Ianhelmta eg afgrelðgla i Þingholt*»tr«tí 1. dauðir risu upp þegar konungur heimsins horfði á þá. Margir menn hafa einnig komið í þetta konungsríki, en það er leyndar- mál þeirra, hvað þeir sáu og heyrðu. En sú kemur tíð, að öll þjóð þessa undirheims kemur upp á yfirborð jarðarinnar. En hvað sem um þetta er, þá er meðal þessara þjóða einhver trú á nýja hreyfingu, sem verða á meðal austrænna þjóða. Hvað skeður, ef slík hreyfing verður í raun og veru — í vesturátt? Minningarsjóður Ólafs og Guðlaugar í Sumarliðabæ. Á gullöld Islendinga áttu flest- ir bændur ábýlisjarðir sínar. Landnámsmennirnir ,fóru eldi“ um ákveðin svæði og köstuðu eign sinni á þau en miðluðu svo vinum sínum og vandamönnum af þeim, er þeir þurftu þess með. Með tíð og tíma breyttist þetta allmikið, sjerstaklega í uppgangi biskups- og konungsvaldsins ‘á 15.—16. öld, þegar það streytt- ist við að ná undir sig sem mestu af eignum landsmanna, föstum og lausum, með illu og góðu, rjettu og röngu. Varð því Sögubækur yið allra hæfi: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Munkamir á Möðruvöllum, leikrit sögulegs efnis, kr. 5.00. Einar Þorkelsson Ferfætlingar, dýrasögur, ób. 5.00, ib. 6.50. Guðm. G. Hagalín: Veður öll válynd, þættir að vestan, ób. 4.50, ib. 6.50. Helgi Hjörvar: Sögur (örfá eintök eftir), ib. kr. 7.75. Sigurður Þórólfsson: Dulmætti og dultrú, fróðleg og skemtileg bók, ób. 5.00. Sig. Þórólfsson: Jafnaðarstefnur, bók sem allir þurfa að lesa, ób. 4.00. Stanley Melax: Ástir, tvær ástarsögur, ób. 6,75, ib. 9.00. V. Rasch: Um saltan sjá, falleg æfisaga sjómanns, ób. 6.50, ib. 8.50. Halldór Kiljan Laxness: Vefarinn mikli frá Kasmír, bók, sem allir hafa heyrt talað um á ýmsa vegi, og selst því mikið, en upplagið er lítið, 504 bls., kr. 12.00 Bækumar fást hjá öllum bóksölum, einnig beint frá aðalútsölunni burðargjaldsfrítt, sé andvirði sent með pöntun. Aðalútsala hjá Prentsm. Acta h.í., Reykjavík. mikið ágengt í því efni eins og eimir enn eftir af. Það hefur legið í blóði Islend- inga, að vilja eiga margar jarð- ir, sem glöggt hefur komið í ljós í viðleitni og verki margra auð- og okurkarla á umliðnum öldum. Þeir notuðu hvert tækifæri er þeir fengu, til að eignast jarðar- part, oft fyrir lítið verð, og hafa þeir, sumir hverjir, ekki verið eftirbátar biskupa- og konungs- valdsins, í því að reyna að hafa sem mest upp úr þeim, en minna 'hugsað um hag ábúandans og umbætur og ræktun jarðarinnar. Margir sem -áhuga hafa haft fyrir ræktun landsins og aukn- um framförum og framleiðslu, hafa haldið því fram með rök- um, að fyrsta skilyrðið fyrir auknum áhuga hjá bændum og meiri ræktun, væri það, að þeir ættu sjálfir ábýli sín. Þessi skoð- un hefur komið meðal annars fram í ákvæðum laga um sölu þjóðjarða og kirkjujarða, for- kaupsrjett leiguliða, um lánskjör veðdeildar og ræktunarsjóðs o. v. Þótt hlunnindi þau, sem þjóð- jarðasölulögin veita ábúendum þeirra jarða, hafi of oft verið misbrúkuð af miður heiðarlegum kaupsýslubröskurum, hafa- þau þó komið mörgum góðum bónda að miklum notum og stutt að varandi áhuga og umbótum í húsagerð og jarðrækt. Það er ólíkt ánægjulegra að vinna að auknu verðgildi eignar sinnar, skapandi sjer og afkom- endum sínum meiri og betri af- komuskilyrði, heldur en að hafa það á meðvitundinni að njóta einskis af eríiði því og fjármun- um þeim, sem lagðir eru í um- bætur leiguj arðarinnar; eiga það á hættu að verða að fara frá henni hvernig sem á stendur, án tillits til þess, hvort gerðar hafa verið þar umbætur eða ekki. Á þessu hafa sumir leiguliðar orðið að kenna, því miður. Það er því mjög þýðingarmik- ið atriði fyrir bættri afkomu og auknum áhuga og umbótum þegar gerðar eru nýjar og á- hrifamiklar ráðstafanir til þess að hjálpa leiguliðunum til að eignast ábýli sín og auka sjálfs- ábúðina eins og kemur fram í hinum annálsverðu og höfðing- legu fyrirmælum bræðranna hr. Gunnars Ólafssonar kaupm. og konsúls í Vestmannaeyjum og hr. Jóns Ólafssonar framkvæmdar- stjóra og alþingism. í Reykja- vík, í skipulagsskrá fyrir minn- ingarsjóði foreldra þeirra, Ólafs Þórðarsonar og Guðlaugar Þórð- ardóttur, er bjuggu í Sumar- liðabæ 1862—1896, hvar með þeir gefa Holtamannahreppi hin- um foma fjárhæð sem árið 1929 — þegar sjóðurinn tekur til starfa — verður 15,000 kr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnalitla leiguliða í Holtamannahreppi hinum foma, sem nú er búið að skifta í Ása- og Holtahreppa, til þess að eign- ast ábýlisjarðir sínar og til þess að gera jarða- og húsabætur á slíkum jörðum, og þegar sjóður- inn vex og ástæður leyfa, þá má verðlauna. sjerlega vel gerðar jarða- og húsabætur hjá efna- litlum bændum. Eins og áður segir, tekur sjóð- urinn til starfa 1929, á aldaraf- mæli föður gefendanna. Má þá verja hálfum vöxtum sjóðsins til styrktar efnalitlum leiguliðum til ábýliskaupa, og árlega úr því, þangað til sjóðurinn er orðinn 50,000 kr.; frá því má verja þremur fjórðu vaxtanna í sama augnamiði, en þeirra legst við höfuðstólinn hversu stór sem hann verður. Styrkurinn skal vera minst 300 kr. á ári í 5 ár í röð og ganga fjölskyldumenn á undan að öðru jöfnu. Sjóðnum stjórna: presturinn í Kálfholtsprestakalli og oddvitar Ása- og Holtahreppa, Þessi minningargjöf er svo stór-rausnar- og manndómsleg, að slíkt em fá dæmi. Og af þessu stutta ágripi skipulags- skráarinnar sjest að ráðstöfun hennar er mjög myndarleg; hún framvísar hjálpfýsi og hlut- tekningu þeirri sem oft hafa erf- iða aðstöðu í lífsbaráttunni, jafnframt því sem hún gefur glöggan skilning á því hvar og hvernig eigi að byrja til þess að reisa landbúnaðinn úr þeim rúst- um sem hann nú er í, svo að hann verði sú stoð undir þjóðar- búinu, sem hann hefur verið og þarf að verða,til viðhalds and- legri og efnalegri afkomu þjóð- lífsins. Jeg vona og veit, að þessi höfð- inglega gjöf hefur ósegjanlega mikil áhrif á efnalega afkomu og menningaráhrif fátæku fjöl- skyldumannanna, og alls fjöldans yfirleitt í þessum hreppum, í framtíðinni, og þegar ár og aldir líða, er ekki hægt að giska á, hve miklu góðu hún getur kom- ið til leiðar, ef henni verður stjómað eftir fyrirmælum gef- endanna, sem jeg efa ekki að gert verði, og ósk mín er að eft- irkomendumir beri gæfu til að notfæra sjer hana á rjettan hátt, svo hún verði þeim til tilætlaðr- ar blessunar og heilla. Sem einn af íbúum nefndra hreppa votta jeg gefendunum bestu þakkir frá mjer og sam- hreppungum mínum, fyrir þeirra mikla örlæti og ræktarsemi við æskustöðvamar, og jeg veit að niðjar vorir munu, að makleg- leikum, bera hlýjar þakklætis endurminningar til bræðranna frá Sumarliðabæ, eins og margir samtíðarmenn þeirra minnast þeirra núna. Skipulagsskráin er samþykt 25. apríl 1925 og sjóðurinn afhentur stjómendum hans um næstu ára- mót þar á eftir, en af ástæðum, sem óþarft er að nefna hjer, hefur dregist svo lengi að geta þessa opinberlega. G. Æfisaga Krists Éftir Giovanni Papini. (Ágrip). Eiturormar og nöðrukyn. Þeg- ar hann kom aftur næsta morg- un, voru dýrasalamir og víxlar- amir á gægjum úti fyrir inn- ganginum, en í garðinum var fult af fólki og æsing í mönnum. Fólk- ið hafði komist í uppnám um alla borgina út af því, sem í must- erinu gerðist daginn áður, þeir fátæku voru með sjálfum sjer ánægðir yfir því, sem gerst hafði, en margir hinir ríkari undrandi og geigur í þeim. Fjöldi fólks kom þegar um morguninn upp í musterið til þess að forvitnast um, hvað þar gerðist. Sumir bjuggust við kraftaverkum, aðrir við hefnd. Vesalingar og betlarar borgarinnar voru þar fjölmennir. En þar vom líka pílagrímar, sum- ir langt að komnir, frá Sýrlandi og Egiftalandi, og svo Galíleu- menn, sem verið höfðu í fylgd Jesú daginn áður. Svo komu hinir skriftlærðu og Faríseamir í smá- hópum, fjórir og fimm í senn, og hjeldu saman, en skám sig nokk- uð úr fjöldanum. Nær allir hinir skriftlærðu vora Farísear og fjöldi Farísea var skriftlærður. Þeir voru flestir í síðum kápum, vel búnir og báru sig fyrirmann- lega. Jesús vænti komu þeirra. Hann hafði oft átt orðaskifti við þá áður í smærri bæjunum til og frá um landið. Þeir væntu Messí- asar til frelsunar Gyðingaþjóð- inni. En þeim gat ekki til hugar komið, að hann væri sá, sem koma ætti. Um hann hugsuðu þeir, að hann væri að einhverju leyti vitskertur, eða þá að hann væri svikari. Þeir gátu ekki skor- ið úr, hvort heldur væri. Þeir höfðu oft reynt að leggja fyrir hann snörur í umræðum um trú- fræðileg efni og oft reynt á hon- um orðhenglalistir sínar, en jafn- an farið halloka. Meðan hann gekk um sveitir landsins og smá- bæi með fáa menn til fylgdar, höfðu þeir sjeð hann í friði og búist við, að fylgi það, sem hann hafði meðal almennings, mundi þá og þegar hverfa án þess að nokkuð væri gert til þess að eyða því. En nú fór málið að vandast. Hann hafði með flokki manna ráðist inn í musterið í höfuðborg- inni og borið sig þar að eins og sá, sem öllu ætti að ráða, og hann hafði látið fáráðan almenn- ing heilsa sjer eins og Messíasi. Hann hafði móðgað prestastjett- ina og haft í frammi frekasta ójöfnuð við heiðvirða kaupmenn og borgara, sem ekkert höfðu til saka unnið, en ráku störf sín í friði. Fyrir þetta hlaut að koma hegning. Menn urðu að losna við þennan falska Krist og það þegar í stað. Nú komu þessir menn upp í musterið til þess að vita, hvort hann yrði svo djarfur að sýna sig þar aftur. Og Jesús stendur þarna í mann- þyrpingunni og væntir einmitt þeirra. Hann ætlar í áheyrn þeirra að segja álit sitt á þeim. Hann ætlar að láta þá heyra sannleikann. Daginn áður hafði hann með svipu í hönd kveðið upp dóm yfir peningaokrurunum. Nú ætlaði hann að dæma orðsins og laganna okrara og sannleikans víxlara. Og þótt hann hafi ekki útrýmt þeim, þótt þeir komi al- staðar fram, kynslóð eftir kyn- slóð, undir nýjum og nýjum nöfn- um, er dómur sá, sem hann kvað upp yfir þeim eilíflega og óaf- máanlega skráður á ermum þeirra. „Vei yður, þjer skriftlærðir, og Farísear. Þjer augnaþjónar!“ Hann ber þeim á brýn þær synd- ir, sem allra síst verði fyrirgefn- ar: Synd gegn andanum, svik við sannleikann, eyðilegging þeirra einu og verulegu verðmæta, sem í heiminum finnast. Þjófar stela jarðneskum munum, morðingjar deyða forgengilega líkami, skækj- ur saurga hold sitt, sem á að rotna. En þeir saurga orð almætt- isins, ræna eilífðarvonum og drepa sálir. Þeir halda bænir fyrir allra augum, en ræna ekkjur og munaðarleysingja. Þeir reisa hin- um framliðnu spámönnum minnis- merki og skreyta grafir rjett- látra manna, sem liðnir eru, en lifandi rjettláta menn ofsækja þeir og búa banaráð hinum lif- V. Hugo. VESALINGARNHt. yndislegt. Jeg er utan við mig. Þú ert dásamleg. Og Cós- etta svaraði — Mjer þykir vænna um þig með hverjum deginum. Spurningar og svör ráku hyert annað og alt af barst talið að ástinni. 1 fari Cósettu var bamslegur yndisþokki og sakleysi, ljettleiki og mýkt, einlægni og ljómandi alúð. Yfir henni var eitthvað Ijóst og bjart. Hún hafði sömu áhrif og vor- morgnin. Dögg var í augum hennar. Hún var eins og morg- unroðinn hefði þjetst og orðið að konu. Ekkert var eðli- legra en það, að Maríus tilbæði hana og dáðist að henni. En satt var það líka, að þessi nýútsprungna klaustur- stúlka talaði af mestu skynsemi og sagði sífelt sannar og skarpar athugasemdir. Henni skjátiaðist ekki, hún sá rjett. Konan finnur til og talar af ósjálfráðri eðlis- hvöt hjartans. Enginn getur eins og hún sagt í senn mild og djúpsæ orð. Mildi og djúpúðgi, það er konan öll, það er himininn allur. í allri þessari hrifningu komu tárin hvað eftir annað fram í augu þeirra. Þau urðu hrærð, þegar fjöður datt niður úr hreiðri, þegar grein brotnaði. Þeim leið vel þegar hrifning þeirra blandaðist angurværð- inni. Eitthvert ótvíræðasta merki ástarinnar er oft það að fólk verður næstum því óþolandi tilfinningasamt. En ann- að veifið hlógu þau dátt eins og drengir, því slíkum and- stæðum slær eins og eldingum úr ástinni. Og samt sem áður bærir eðli mannsins á sjer óheflað, en göfugt í til- gangi sínum, án þess að hreinleiki hjartans viti af því og hversu saklausar sem sálimar era,finst ávalt.að baki hinn- ar feimnu einlægni, til þess munaðar, er greinir elskendur frá góðum vinum. Þau tignuðu hvort annað. Þau lifðu lífi sínu án sambands við atburði umheimsins. Þau tóku til dæmis ekki eftir því, að um þessar mundir geisaði kól- eran ákaft í París. Þau sögðu hvort öðra margt yndislegt í trúnaði. Meát snerist það samt um nöfn þeirra. Maríus hafði sagt Cósettu frá því að hann hjeti Pontmercy og værí lögfræðingur og lifði á skriftum, að faðir hans hefði verið herforingi og hetja og að hann væri í nokkurri ó- sátt við afa sinn. Hann hafði einnig minst á það lauslega, að hann væri barón. En það hafði ekki haft nein tiltakan- leg áhrif á hana. Maríus barón? Hún skyldi ekki vel hvað það merkti. Maríus var Maríus. Hún hafði hinsvegar trú- að honum fyrir því, að hún væri uppalin í Petit-Picpus- klaustri, að móðir hennar væri dáin, að faðir hennar hjeti Fauchelevent, væri góður fátæklingum og neitaði sjálfum sjer um alt, til þess að henni liði vel. Þótt undarlegt sje hafði fortíðin, jafnvel hin nánasta, horfið Maríusi svo gersamlega, meðan þau sungu ástaróð sinn, að hann ljet sjer nægja það, sem Cósetta sagði honum, en spurði hana einskis um atvikin í greni Thénardiers, um branasár föð- ur hennar og hinn einkennilega flótta hans. Hann hafði gleymt því. Hann vissi einu sinni ekki á kvöldin hvað hann hafði aðhafst á morgnana, hvar hann hafði borð- að morgunverð og við hvern hann hefði talað. Söngvam- ir, sem ómuðu í eyram hans, útrýmdu öllum öðrum hugs- unum. Hann lifði aðeins þær stundirnar sem hann var með Cósettu. Þá var hann á himnum og því eðlilegt, að hann gleymdi jörðinni. Þannig lifðu þau í leiðslu ástar- innar. Hver er sá, að hann hafi ekki fundið til alls þessa? Hversvegna kemur sú stund, að við leysumst úr þessu ljósi og því heldur lífið áfram eftirá? Ástin kemur í hugsunarinnar stað. Ást er áköf gleymska alls annars. I augum Maríusar og Cósettu var ekkert til annað en Maríus og Cósetta. Alheimurinn í kringum þau var að engu orðinn. Þau lifðu í Ijóma augnabliksins. Að baki þeim var ekkert og ekkert framundan. Þannig lifðu þessar tvær verur hátt yfir mannlífinu í óveruleika, sem eðli manns er eiginlegur. Þær vora varla af holdi og blóði, en sál og hrifning frá hvirfli til ilja, of háfleygar til þess að ganga á jörðunni, en of tengdar því sem mannlegt er til þess að hverfa út í himinblámann. En samt vora þau syngjandi sæluþrungin og svifljett, svo ljett að stundum var eins og þau gætu hafist til flugs og horfið út í óendan- leikann, svifið og svifið um alla eilífð. Þau sváfu vakandi, vögguðust í sælum blundi. í leiðslunni var veraleikinn draumnum dýrmætari. Maríus og Cósetta spurðu sjálf sig þess aldrei hvert þett^ Thdi. Þau álitu að þau væru komin að markinu. Það eri<Iarleg krafa að ætlast til þess að ástin stefni að ei^íu. Jean Valjean hafði um neitt. Cósetta, sem ekki var alveg eins dí^riid og Maríus, var glöð og kát og það var nóg til þesS, %an Valjean var hamingju- samur og rólegur. Þegar tv<ielskendur eru á eitt sáttir kunna þeir ávalt þá lish bljnda svo þriðja manninn með allskonar smáráðstöfuJ l, að hann trufli ekki ást þeirra. Cósetta fór í öll11 óskum Jeans Valjean. Ef hann vildi fara út, fór h^n 'lega með honum, ef hann vildi stansa einhversstað#1"’ ^ði hún ekkert á móti því, ef hann vildi sitja hjá heI1“ kvöldin var hún hrifin af því. En þar sem hann fóf klukkan tíu kom Maríus ekki fyr en eftir þann tíina» W hann heyrði hana ljúka upp glerhurðinni út í garð111^ daginn mættu þau Marí- usi aldrei, svo að Jean V^L Var hættur að hugsa um hann. Einn morgun sá tilviljun að hún var hvít á bakinu og hafði orð á lríus hafði sem sje í hrifn- ingu sinni þrýst henni UP ® múrnum kvöldinu áður. Toussaint gamla gekk sPeIU til rekkju og vissu ekki fremur en húsbóndi henöar Vju fram fór. Maríus steig aldrei fæti sínum á heiríi^ria. Þegar hann kom til Cósettu földu þau sig ávalr mni, þar sem ekki sást til þeirra af götunni og visSu *?ki í þennan heim nje ann- an. Hann gekk vel frá grh1 ríh í hvert skifti sem hann fór svo að engin verksU1*1?^ sæjust. Um miðnætur- skeið kom hann heim td .^6yracs. Höfðu þeir talað um það sín á milli, hann oíphorel, að háttalag Maríus- ar væri undarlegt. En stu11^ Sagði Courfeyrac við Marí- us alvarlega og krosslagði á brjóstinu —Þjer eruð orðinn nokkuð útsláttaf^T Ungi maður. Hann var veruleikans maður og skil^y^rsta veg það endurskin ósýnilegs himnaríkis, serí ?slaði úr augum Maríusar. Hann var sjálfur lítt vaHlll/() hafa hemil á ástríðum sínum. Hann varð óþolinrí0 hvatti Maríus til þess að vakna aftur til veruleikans. Einu sinni sagði hann við hann — Vinur minn, þú hefur á mig þesskonar áhrif, eins og þú værir maður úr tunglinu, byggir í ríki draum- anna, í sveit ímyndunarinnar, í loftkastala í höfuðstað skýjanna. Jæja, vertu nú skynsamur og segðu mjer hvað hún heitir. En ekkert gat komið Maríusi til þess að leysa frá skjóðunni. Fremur hefði hann látið svifta nöglunum af fingram sjer, en hann hefði nefnt nafn Cósettu. Sönn ást er björt eins og morgunroðinn og þögul eins og gröfin. Kvöld eitt er Maríus var á leið til stefnumóts og gekk álútur að vanda, heyrði hann alt í einu að hann var ávarpaður. — Gott kvöld, herra Maríus. Hann leit upp og sá Epónínu. Þetta hafði einstök áhrif á hann. Hann hafði aldrei hugsað um hana síðan hún vísaði honum á Plumet- götu, hún var alveg horfin úr huga hans. Þótt hann hefði ekki ástæðu til annars en þess, að vera henni þakklátur, varð hann hálf vandræðalegur yfir því að mæta henni. Hann hafði ekki gert sjer það ljóst, að þessi stúlka hjet Epónína Thénardier, að hún hjet nafni, sem skrifað stóð í erfðaskrá föður hans. Hann svaraði henni því dræmt og sagði — Jæja, erað það þjer Epónína. — Hversvegna þjerið þjer mig, hef jeg verið yður til áma? Nei, því fór fjarri. En honum fanst, að nú þegar hann þúaði Cósettu gæti hann ekki annað en þjerað Epónínu. Hann þagði, en hún hjelt áfram — Hvemig er það. . .? Hún þagnaði. Það var eins og þessa hispurslausu og djörfu stúlku brysti orð. — Jæja þá, sagði hún og þagnaði aftur og horfði niður fyrir sig. — Guðsfriði, herra Maríus, sagði hún svo skyndilega og hvarf í sömu svipan. Daginn eftir var 3. júní 1832 og er nauðsynlegt að minnast þeirrar dagsetningar vegna þess alvarlega á- stands sem um þær mundir vofði yfir París. Kvöldið eft- ir, er Maríus gekk venjulega leið sína í venjulegum hug- leiðingum mætti hann aftur Epóninu. Það þótti honum fullmikið af svo góðu, að mæta henni tvisvar, hvom dág- inn á eftir öðrum. Hann sneri skyndilega við og fór aðra götu. Þess vegna var það, að Epónína elti hann í stað þess að annars hafði hún látið sjer nægja að horfa á hann ganga framhjá, án þess að reyna að mæta honum. Hún sá hann taka einn rimilinn úr garðgrindunum og smjúga inn. Hún gekk að grindunum til þess að finna hvaða rimill væri laus, tautaði eitthvað við sjálfa sig og settist síðan í skuggann í homi rjett hjá. Þar sat hún hreyfingarlaus í meira en klukkustund. Um tíu leytið heyrði einn af þeim fáu, sem um þessar illræmdu slóðir fór og flýtti sjer, að sagt var — Nú undrar mig ekki að hann kemur hingað á hverju kvöldi. Hann leit í kringum sig, sá engan, þorði ekki að skygnast inn í homið og hjelt leiðar sinnar. Það kom sjer líka vel að hann flýtti sjer, því skömmu seinna læddust sex menn með nokkru millibili hver á fætur öðr- um meðfram húsveggjunum inn í Plumetgötu. Þeir hvísl- uðust á. — Þetta er staðurinn, sagði einn. — Er rakki í garðinum ? spurði annai’. — Jeg veit ekki, jeg hef þá að minsta kosti skamt handa honum. — Grindumar eru fún- ar, sagði einn. — Það er gott, það brakar þá ekki í þeim þegar við sögum þær,sagði annar með búktalararödd.Einn þeirra fór svo að taka í rimlana, eins og Epónína hafði gert. Hann var rjett kominn að þeim, sem laus var, þeg- ar honum var alt í einu rekið bylmingshögg fyrir brjóstið og sagt var við hann — Hjer er hundur. Um leið sá hann föla stúlku standa frammi fyrir sjer. Hann kiptist við og stamaði — Hvaða stelpa er þetta? — Það er hún dóttir þín. Og reyndar var það Thénardier, sem Epónína hafði ávarpað. — Hvað ertu að flangsa hjer, spurði faðir henn- ar, ætlarðu að hindra okkur frá vinnu? Epónína fór að hlæja, henti sjer um hálsinn á honum og sagði — Jeg er hjerna, pabbi, af því að jeg á að vera hjema. Hef jeg ekki leyfi tii að sitja hjema? Það ert víst öllu heldur þú, sem ekki ættir að vera hjerna. Hvað ert þú að flangsa hjer? Sendi jeg ekki tvíböku og sagði að hjer væri ekkert að hafa? Kystu mig, pabbi, það er svo langt síðan jeg hef sjeð þig? Þú ert þá sloppinn úr steininum? — Já, þetta er nú nóg, þú ert búinn að kyssa mig, jeg er sloppinn úr

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.